Ísafold - 11.12.1909, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.12.1909, Blaðsíða 2
33( I8AF0LD Astsamlega þakka eg öll- um þtim, sem með einum eður öðrum hœtti sýndu mér scemd og dstúð d afmcelinu mínu d mdnudaginn var. Einar Hjörleifsson. Því eru þeir af göflunum að ganga ? Svar: Tunc tua resagitur, paries cum proximus ardet! (Þegar veggur nágrannans brennnr, fer þinnm að verða bætt.) Það er gömul saga, að Pytagorus hafi slátrað ioo nautum (til heiðurs guðunum) þegar hann fann þá merki- legu setningu stærðfræðinnar, sem við hann er kend. Síðan skjálfa öll »naut« þegar nýr sannleikur er leiddur i ljós. Það er lýðum ljóst, að eftirlit lands- stjórnarinnar með starfsmönnum hins opinbera hefir um nokkur ár verið fremur bágborið, og er ekki nema mannlegt, að þeir hafi sumir hverjir fallið fyrir þeirri freistingu. En slíkt eftirlitsleysi hefir afarslæmar afleiðing- ar í för með sér, því á fám árum sýkir það út frá sér alt þjóðfélagið og það er nú bert orðið, að hin mesta þörf var fyrir landið að fá röggsama stjórn. Nú stendur bankarannsóknin yfir og er þar vel á stað farið, en það er vonandi ekki nema byrjun. Það þarf á öllum svæðum þar sem eitthvað er rotið að fá því kipt í lag; það er þjóðinni bráðnauðsynlegt og það skal sannast, að hún kann á síðan að þakka það. En við því má búast, að allir féglæframenn og þeir, sem vita ein- hverja skömmina upp á sig, verði æfir og æði um eins og grenjandi ljón, til þess að komið verði í veg fyrir að til þeirra náist, það er þeim lífsskil- yrði; þetta er jafnsjálfsögð sjón og hún er algeng þar sem reynt er að kippa einhverju í lag; ekki þarf nema aft bcnda á T/immanyliringinn t Mcw’- York og það uppþot, er hann kom af stað. E f stjórnin framkvæmir hugsjónir sinar um verulegar endurbætur, þá sé hún blessuð fyrir. Hvert hérað þessa lands hefir af því hina mestu heill. Ekki er hætt við eftir slíka umbót ofan frá, að Reykjavíkurbærgt. d. fari að kasta mörgum þúsundum króna í Pétur eða Pál, sem. þykist ætla að gera kort af bænum, án þess að hann (bærinn) hafi vissu fyrir að eitthvað sé unnið fyrir féð. Og varla léti nokkrurt féiag bæjarbúa það viðgangast árum saman, að form. félaga noti sjóði félagsins eftirlitslaust o. s. frv. Faxi. Islands banki. í lok nóvember námu víxillán hans nálægt hálfri þriðju milj. kr. (2.457.000), lán gegn veði og sjálfskuldarábyrgð 1.327000 og fasteignarveðslán um 900.000. Málmforðinn var tæp 436.000, en seðlar í umferð tæp 902.000. Málm- forðinn þarf ekki að vera lögum sam. kvæmt meiri en 3/8 hlutar af seðla- fúlgunni. Út á þenna málmforða mætti bankinn því gefa út um 260.000 kr meira en þetta 0: rúm 1.160.000. Verðbréfin námu rúmum 640.000. í útbúum bankans voru rúmar 2 mil- jónir. Bankinn skuldaði 3 miljónir í hluta- fé, tæpar 2.100.000 í innstæðu á dálk og með innlánskjörum, 1.340.000 hjá erlendum bönkum og ýmsum öðr- um skuldheimtumönnum. Varasjóður bankans nam tæpum 139.000 kr. Viðskiftaveltan var í nóvembermáu- uði 4.354.000. I Islandsbankn urðu gjaldkera og bókaraskifti um síðustu mánaðarmót. Þórður J. Thór- oddsen lét af gjaldkerastörfum, en Sveinn Hallgrímsson, sem hingað til hefir verið bókari, tók við. En Jens B. Waage er orðinn bókari í stað Sveins. Er nokkurt vit i því? — Er nokkurt vit í því, að gömlu gæzlustjórarnir við Landsbankann (þeir E. Br. og Kr. j.) geti sezt aftur í sæti sín þar með nýárinu, vegna þess, að þá gangi i gildi ný lög, sem geri þá óafsetjanlega ? — Það er hin mesta heimska og fjarstæða. Það er satt, að eftir áminstum lög- um eru gæzlustjórarnir óafsetjanlegir. Það komst inn í lögin þau á þinginu fyrir óaðgæzlu. Það datt engutn þing- manni í hug að fara að gera þá óaf- setjanlega, fremur en sjálfa bankastjór- ana. Það komst inn alveg óvart; og stóð svo á því, að fyrst var í frum- varpinu ekki ætlast til neinna gæzlu- stjóra, heldur að eins 1 lögfræðilegs ráðunauts, við hlið bankastjóranna 2, sem voru gerðir afsegjanlegir, eins og bankastjórnin hafði verið öll eftir eldri lögunum. En eðlilega ekkert minst í þeirri málsgrein á gæzlustjórana, með þvi að þeir áttu að hætta að vera til. En þá mintust einhverir þingmenn hinnar æðstu skyldu þjóð- ar vorrar: þeirrar, að láta aldrei nokkurn höfðingja missa spón úr aski sínum. Það var í efri deild, og þar áttu þeir báðir sæti, hinir gömlu gæzlustjórar; en það voru þeir, sem áttu á hættu þau rangindi og þann ójöfnuð(I), annar eða báðir. Þeir tóku sig því til, hinir konungkjörnu allir eins og einn maður — þeir muna jafnan eftir »lífsábyrgðinni« — og fengu í lið með sér einn eða fleiri hinna þjóðkjörnu og urðu þann veg nógu liðsterkir til að bjarga málinu og af- stýra þeim óskunda, að höfðingjarnir mistu spón úr aski sínum. En þvi miður er þeim félögum (E. Br. og Kr. J.) ekkert lið i þessu ný- mæli. Það segir sig sjálft og liggur hverjum manni í augum uppi, að nýmælið nær að eins til þeirra manna, sem f embætt- inu (stöðunni) eru þann dag, er lögin ganga i gildi, eða eru kosnir i hana eftir það. Hitt væri að láta þau gilda fyrir sig fram. En það gera lög aldrei nema þau mæli svo fyrir sjálf. Og það gera ekki þessi lög. Afleiðingin af vitleysunni yrði sú, að maður, sem \æri úr embætti eða stöðu t. d. missiri áður og annar mað- ur í embættið seztur og búinn að þjóna þar heilt missiri, hann ætti að gera svo vel og ganga úr því, og hinn að setjast í það aftur að því missiri liðnul En það sjá allir, að er meiri fjar- stæða en nokkuru tali tekur. Þótt þess ætti engin þörf að vera, um jafneinfalt mál, þá hefir ísafold ge'rt það að gamni sínu, að bera það undir alla þá lagamenn óviðriðna, er hún hefir til náð, og hafa þeir a 11 i r svarað á eina leið, beint sam- kvæmt heilbrigðri skynsemi og öllum þeim lögum, sem tjá sig ekki sjáli berum orðum eiga að gilda fyrir sig fram. Hina v i ð r i ð n u hlýðir ekki að spyrja, né þá, sem eru s a m a s e m viðriðiiir af einhverri ástæðu. Samúðar-samátið tókst prýðilega, eins og Isafold spáði. Fjölmennið óvenju- mikið, um 150 manns, þar á meðal 10—12 »heimastjórnar«höfðingjar, hitt úr hernum þeirra (Fram-liðar 0. s. frv.). Mælt er, að ekki hafi verið hætt við nema einu núlli við samsætismannatölnna, þegar hún var simuð dönsku mömmu ogút um land; með 2 núllum hefði hún orðið 15,080, en svo margt fólk er ekki til í Reykjavik. Mælskan flaut, vínið flaut — nóg af öllu nema mat; hann þraut hagalega fljótt. Mælskulækirnir straummestu voru þeir mágar LHB og H. H. (»húshóndinn«); ultu fram kolmórauðir. Þá kom gamli maðurinn — eins og ofur- litil sytra. Háyfirdómarinn (Kr. J.) ruddi fram kynstr- um af tölum, er við lá að drekkja mundu vinum hans fremur en fleyta honum uppi. Siðar um kvöldið runnu þeir inn á túnið, BMO og JÓ, silfurgljáir og sannleikstærir að vanda. Milli 11 og 12 hafði múgurinn sig á brott, og sumt höfðingjanna. Aðrir sátu fram eftir nóttunni, til kl. 2—3, í faðmlög- um við Bakkus og sin í milli; og var einn svo eftir sig, að hann lá ósjálfbjarga utan við Báruna, og höfðu næturverðir eigi önnur ráð en að fá honum næturgisting »hjá Sigurði*. Ekki var hann úr höfðingja- hópnum, heldur svo sem eins og millistigs- maður milli almúga og höfðingja. Pað var, eg hafði hárið. Þann veg mæla nú margir þeir, er minn- ast betri daga og lifa við endurminninguna eina um forna fegurð, þá fegurð sem áður var, en nú er horfin. Af mannlýsingum öllum sést það, að hár- ið hefir jafnan verið talið ein höfuðprýði mannsins. Þess er hvarvetna getið í forn- sögum, þá er verið er að lýsa einhverjnm atgerfis og snyrtimanni, að hárið hafi ver- ið mikið og fagurt, það hafi tekið á herð- ar niður o. s. frv. — Þar mundi hafa þótt mikils vant, ef maðurinn hefði verið sköll- óttur. Enda hefir það tiðkast lengi fram eftir öldum, jafnvel fram á vora daga, að hera mikið hár. Þetta er mönnum'nú að visu ekki með öllu í sjálfsvald sett, þareð svo getur at- vikast, að menn missi hár sitt, enda þótt margt sé gert til að varðveita það. Flestir munu vera svo gerðir, að þeir sakni hársins, ef þess missir við. Það má meðal annars sjá af því einu, að margir menn, er ýmist hafa litið eða ekkert hár, reyna að bæta úr þeim vanda með þvi að setja upp hdrkollu (Paryk). Þeim finst of kalt að vera hárjaus, eða þeim finst »svipurinn« fara af sér við það — og mun hvorttveggja ærið satt. Heyrst hefir þó, að þetta og því um likt stafi einungis af hégómaskap, en svo er þó eigí, og skal nú vikið að því nokkrum orð- um. Þeir fáu, sem láta sér missi hársins i léttu rúmi liggja, hafa eflaust ekki látið sér annað eins i hug detta og það, að auk þess sem hárleysi er hrein og bein líkams- lýti, þá geti það einnig hent til þess, að likams eða sálarkraftar mannsins séu ekki með fullu fjöri. Menn gæta þess ekki, að hárleysið stafar af veiklun, til sálar eða likama, jafnvel þótt sjálfir verði menn þess ekki varir eða vilji að minsta kosti ekki kannast við það. Það mundi nú mörgum verða fyrir að segja, að hægara sé að kenna heilræðin en halda þau — og hárleysisbölið verði menn að bera sem hvern annan kross. Eða hver geti við það ráðið, þótt hárið sópist af höfði manns eftir illkynjaðar landfarsóttir og aðrar plágur? Það er nú að visu svo, að þannig getur atvikast að ekki verði við sliku gert, þótt öll alúð sé lögð á. En hitt er jafnsatt, að alioftast er hér að tefla um vanrœkslmjadir, ótal vanrækslusyndir sem tíðum verða er/’ðasyndir — og erfða- syndin er þó verst, það vita allir. Það tekur marga mannsaldra að nema hana hurt., í hverri mynd sem er. Og hún birtist í ótal myndum. Ein myndin er sú, að hárveiklun foreldr- anna kemur niður á börnunum í 3. og 4. lið — og miklu lengra fram, ef ekki er að gáð. Foreldrarnir vanrækja að hirða höf- uð barna sinna, og getur sú vanhirðing orðið svo mikil, að hörnin missi alt hár af höfði sér — og fái geitur að ank. Yonandi eru þeir ekki margir nú á dög- um, sem bera slíkt. höfuðdjásn, en til eru þeir. Og þegar svo langt er komið ófagn- aðinum, munu flestar bjargir bannaðar og fáir verða til þess að rétta hjáiparhönd, enda verkið þá ekki fýsilegt. Mena ættu þvi, bæði karlar og konur, að leita sér lækninga fyr en i óefni er kom- ið. Og ekki tjáir að spyrja Pétur eða Pál um það, hve miklu eða hverju megi sulla i hár sitt. Nei, þá er ekki annað fyrir hendi, en að snúa sér til þeirra, sem hafa verulega þekkingu í þeim efnum, til þeirra sem lagt hafa sérstaka stund á þau fræði, er þar að iúta. Sjálfir gera menn oft og tíðum ekki annað en spilla með tilraunum sínum, ef þeir hafa ekki notið neinna leiðbeiniuga. Og læknarnir virðast láta hárið nokknrn veginn afskiftaiaust, þeim finst líklega ekki taka þvi að hugsa um þd veiki, enn þá hera þeir sjálíir höfuðið bert eins og við hinir. Ef menn legðu alment meiri rækt við hár sitt en gert er, þá mundn færri karlar ota berum skallanum og færri konur fela heil ullarreifi í hári sínu, en nú gerist. Til skamms tima hefir þetta verið mönn- um verkunnarmál, af því að hvergi hér á landi hefir verið unt að fá neina verulega bót á vandkvæðum þeim, er nú voru talin. En nú er þó svo komið, að fóik getur leitað sér bótar meina sinna i þessum efn- um. Það er hjá frú Karólinu Þorkelsson hér i bænum (Laufásvegi 4). Eiga margir henni að þakka góðan hárvöxt, þótl illa hafi áhorfst, enda kemur eigi allfáum sam- an um það, að hún leysi verk sitt mætavel af hendi, að sumu leyti betur, en erlendis tíðkast um samskonar starfa. Væri þá vel, ef sú yrC i raunin á. Glói. Innbrotsþjófurinn í ísafold í fyrra, vetur er nú fundinn. Það er bókbindari, sem vann þar við bókhand með köflum og heitir Kristján Buch, ættaður af Vestfjörð- um. Öðrum þræði var hann næturvörður fyrst fyrir kaupmenn, en siðar við verk- smiðjuna Iðunni. Upp komst um óráðvendni hans á þá leið, að hann lét selja á uppboði i ‘■aust töluvert af bókum, þar á meðal su uý- prentaðar, en óútkomnar ; hann bafði stolið þeim meðan verið var að binda þær. Hann hafði atvinnu við bókband hingað og þang- að um bæinn. Enda lét hann selja fleiri bækur á uppboðinu, sem voru annarra eign. Meðal annars hafði hann stolið drjúgum bókum í ísafold, er hann var þar, og eitt skiftið einmitt nóttina sem peningahvarfið varð þar fyrir jólin i fyrra, um 250 kr. úr peningakassa þar i búðinni. Lagð- ist því megn grunur á, að þess mundi hann og valdur. En þræta gerði hann fyrir það harðlega,þangað tilnú fyrirnokkrum dögum. Þá játaði hann þann stuld á sig og sagði frá öllu saman. Hafði komist inn með fals- lykli, en var vel kunnugur híbýlum. Sannast hefir, að maðnr þessi hafi verið nærri þvi sistelandi að sagt er, þau 3—4 ár, sem hann hefir verið hér i bænum, og með honum stundað þá atvinnu að minsta kosti 1 af 3 kvenmönnum, er verið hafa bústýrur hjá honum — einni þeirra kvæntist hann. Hann átti sitt barnið með hverri þeirra, en rak þær frá sér slðan allar, hverja á fætur annari, hina síðustu nú i haust. Sú hafði stolið fyrir 2 árum 150 kr. úr peningakassa úr búð Ámunda kaup- manns Arnasonar í Hverfisgötu, og 250 kr. 1 ári þar áður frá Sigurði nokkrum Jóns- syni steinsmið i Grettisg. 54. Fatnaði hafa þau stolið hvort um sig töluverðum, og hún ennfremur matvælnm. Hún var nú vinnukona i einu húsi bér i bæ, játaði nú i vikunni peningastuldinn frá Ám. Árnas. og var þá sett inn. Fyrir nokkrum dögum fekk bæjarfógeti svolátandi pistil, er sennilegast þykir að skrásett hafi bústýra þjófsins og meðhjálp við hina göfugu atvinnu þeirra og þózt hafa fangaráð upp hugsað til þess aðbjarga honum undan þeirri sök — sjálfur gat bann ekki hafa gert það, með þvi að hann var i gæzluvarðhaldi: Reykjavik 2/12 1909 Her Bæarfógeti! Við höfum hert að Kristjá Bukk væi grönaður um að hafa stolið piningonum úr Isafold en han er alveg saglaus af að hafa gjört það maðurinn sem það gjörði heiter Jón og fór hann til Amereku stras á eftir með Láru því hann þorði ekki að vera hjer. Svo erum veð hjer Tveir sem sinum það og sönnum að Kristján Bukk er saklaus. N N N N Auðvitað var pistlinum enginn gaumur gefinn. Þess munu menn minnast, um stuldinn i ísafoidarbúðinni, að simað var norður á Akureyri, að hann mundi framið hafa mað- ur er þá vann i skrifstofu ísafoldar og log- ið hafði verið á óráðvendni áður alsaklaus- an. Sú aðdróttan var siðan áréttuð i ein- bverju »hinna heiðarlegu* hér syðra með þeirri sögusögn, að peningarnir væri komn- ir til skila, en þvi væri haldið leyndu, með öðrum orðum hylmað með þjófnum, af þvi að svona stæði á! Reykjavíkur annáll. Fasteignasala. Þinglýsingar 2. desbr. Finnbogi Finnbogason skipstjóri selur Þórarni Bjarnasyni skipstjóra húseign nr. 24 við Ránargötu með tilh. fyrir 7000 kr Dags. 15. júlí. Guðmundur ÁBbjörnsson trésmiður selur verzlunarmanni Sigurbirni Þorkelssyni lóð við Njálsgötu vestan Vitastigs (neðanvið nr_. 18) fyrir 400 kr. Dags 19. sept. Ögmundur Guðmundsson selur Sigurði Jónssyni Njálsgötu 41 húseign nr. 30 við Grettisgötu með tilheyr. fyrir 4000 kr. Dags. 30. nóvhr. Þingl. 9. desember. Bjarni Snorrason tómthúsmaður selur Teiti Erlendssyni húseign nr. 28 B við Bergstaða- stræti (Reynistað) með tilheyrandi fyrir 2300 kr. Dags. 10. nóvember. Elin H. Jónsdóttir selur skósmið Ágúst Eirikssyni baklóð við húsið nr. 35 við Bergstaðastræti fyrir 320 kr. Dags. 22. nóvember. Eyólfur Teitsson i Reykjavik og Grim- ur Jóhannsson á Nesjavöllum í Grafningi selja Ingimundi Guðmundssyni á Bergstöð- nm i Rvik býlið Eskiblið við Hafnarfjarð- arveg: hús og erfðafestulandið Norðurmýrar- hlett nr. 5 fyrir 10000 kr. Dags. 14. april. Landsbankinn selur Sveini Jóni Einars- syni steinsmið Bráðræðiseignina (jörðina Bráðræði með húsum og erfðafestulöndum) fyrir 28000 kr. Dags. 22. nóvember. Sveinn Jón Einarsson steinsmiður selur Landsbankanum húseignirnar nr. 46 og 48 við Grettisgötu með útihúsum, lóðum og öðru tilb. fyrir 29000 kr. Dags. 22. nóv. Heilbrigðismál bæjarins. Nokkur undan- farin ár hefir höfuðstaðurinn átt sér heil- brigðisfulltrúa, og eftir orðanna hljóðan virðist ekki hafa verið vanþörf á slíku starfi en fulltrúarnir hafa sjálfir ráðið gerðum sinum og þvi miður hefir ekki orðið sýni- legur árangurinn og alment því litið svo á, að þetta væri fremur heiðursstaða, bitl- ingur bæjarstjórnarinnar, en að nokkuð væri til að gera. Þetta ár hefir þó verið hreyt- ing á þessu. Þá hafði á hendi þetta starf Júlíus læknir Halldórsson, óvanur bæjar- værðinni. Hann hefir gegnt starfinn með mestn árvekni, gengið um hæinn daglega og litið eftir að þrifalega væri gengið um utan húss, séð um að götur og skólpræsi væru hreinsuð o. s. frv. Einnig hefir hann heimsótt sölubúðir, skóla og aðrar stofnan- ir og tekist á hendur hið mikla og vanda- sama nauðsynjaverk, að hafa eftirlit með mjólkursölustöðum bæjarins, og mælt mjólk- in^ iðulega og komið i veg fyrir að hún væri vatnsblönduð, sem átti sér stað áður, og yfir höfuð gert sér alt far um að verða hænum að sem mestu gagni. Þessi maður fær 200 kr. minni laun en fyrirrennarar hans, og sagt er að bæjarstjórn þyki ókleift að borga honum 1000 kr. á ári, sem I ann fer nú fram á. En i samanburði við það sem hæjarstjórnin launar og hefir launað sumum öðrum ársmönnum sínum eða greitt fyrir einstök verk, ætti að launa þessnm manni, — sem hefir sérþekkingu sem lækn- ir og hefir sýnt stakan áhuga miklu betur. — Vilja ekki bæjarmenn hefjast handa og krefj- ast þess, að ekki sé fé klipið svona við negl- ur sér, er um nauðsynjaverk er að tefla. Ætla þeir að láta viðgangast að kasta út 800 kr. »i sjóinn«, í stað þess að borgað- ar séu 1000 kr. fyrir mikilsvert starf, vel af hendi leyst ? Spurull. Torgræðumaðiiriim. Hr. verktr, K. Zimsen, torgræðu- maður, hefir beðið ísnfold fyrir eftir- farandi greinarstúf: I tilefui af grein i Isafold í gær með yfirskrift: »Sala bankavaxtabréfauna og fjármálaráðnneytið danska«, bið eg yður að ljá eftirfylgjandi lÍDum rúm i næsta tölubl. Isafjldar: Þegar eg reit ræðu þá, er eg hélt á mót- mælafnndinum á Lækjartorgi 28. f. m., hafði eg fyrir mér Isafold frá 24. f. m., en þar stendur að fjármálaráðgjafinn hafi ekki fyrst um sinn viljað greiða út 450,000 kr. fyrir bankavaxtabréf Landsbankans, erjkeypt höfðu verið af Islands banka, og að ofureðlilegt sé, að fjármálaráðuneytið vilji vita nánar um óregluna í Landsbankanum, áður en sú upphæð væri borguð út. Því er hætt við, að st.jórnin islenzka hafi þá þegar gert ráð- stafanir til að taka allan geig úr fjármála- stjórninni dönsku. Nú segið þér í Isafold i gær, að eg hafi farið með rangt mál, en það er þá yður að kenna, og það sýnirgreinilega, hversu hæpið er að trúa orðum Isafoldar, og gefurmönn- um kenningu eftirleiðis. 2. des. 1909. K. Zimsen. * * * H v í 1 í k h r æ s n i I Haft fyrir sér ísafold, er hann reit torgræðuna — segir þessi herra I —- Væri svo hefir hann ekki haft betri tök á að lesa Isafold en sagt er um suma við biblíu- lestur 1 — Hefði torgræðumaðurinn 1 e s i ð Isafold og látið sér segjast — þá hefði hann sparað sér torgræðu- hneykslið I Það er víst. Torgræðumaðurinn þagði alveg um það í ræðu sinni, að fjármálaráðgjaf- inn hefði að eins neitað að greiða fjárhæðina fyrst um sinn; torg- ræðumaðurinn þagði um þau orð Isa- foldar, að ekkert tjón mundi af hljótast; torgiæðumaðurinn fór sem sé algerlega eftir sannleiks (I)- gögnum minnihlutans — en ekki Isafold. Loka-svölunaryrðin eru því vind- högg á ísafold, en orð i tíma töluð gagnvart sjálfum ræðupostulanum og lífgögnum hans Lögr. og Rvik. Ritstj. Jólag'laðning*. Kæru Reykjavíkurbúar! Eins og und- anfarin ár leitar Kristileg safnaðarstarf■ semi samskota hér i bænum þessa daga, til að gleðja í nafni safnaðarins nokkra fátæka og einstæðinga fyrir jólin. Auk peninga verða vörur þakksamlega þegn- ar. Vonast er til að undirtektir verði góðar, þar sem þörfin er svo mikil. Eigi verður tekið tillit til þess við út- hlutun, í hvaða söfuuði hinir fátæku eru. Síðastliðið ár urðu samskotin rúmar 400 kr. og var úthlutað 100 fátækum fjöl- skyldum og einstæðingum, og flyt eg fyrir þeirra hönd beztu þakkir gefend- unum. — Auk þeirra, sem samskot- anna leita,veita einnig gjöfum íþessuskynl móttöku þessir menn: undirritaður dóm- kirkjuprestur, síra Friðrik Friðriksson, síra Bjarni Hjaltested og kand. Sigur- björn Á. Gíslason. Reykjavik 10. des. 1909. Jóhann Þorkelsson, Skautafélagið. Skautabraut félagsins var opnuð til afnota i gærkveldi. Lúðrahljóm- leikar voru félagsmönnum til skemtunar og brautin öll uppijómuð. Ef veður leyfir, mun líklega á morgun (sd.) verða leikið á lúðra á svellinu bæði um nón og miðaftan og brent flugeldum, um kveldið. Styrktarsjóður W. Fischers. (Leið- rétting). í auglýsingunni í seinasta blaði um gjafir úr bonum eru börnin talin eiga heima í Rvík — en á að vera Kvik (Keflavik). Sama máli er að gegna um 2 siðasttöldu ekkjurnar. Ritstjóri: Ólafur Björnsson Isafoldarprentsmiðja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.