Ísafold - 16.12.1909, Blaðsíða 3
I8AF0LD
835
Lítsábyrgöarkastalinn.
Ekki mun nú okkurn mannsbarn á
landinu, sem kynt hefir sér atferli
minnihlutans i Landsbankamálinu, í
vafa um, að það var ekki af nokk-
urri hinni minstu umhyggju fyrir
bankanum, er minni hlutinn rauk upp
eins og naðra, þá er skipað var í vor
nefnd manna til að »rannsaka allan
hag bankans*, svo sem lögin, banka-
lögin mæla fyriri.
Það sýndu þeir þá þegar með þvi
að stofna til hræðsluaðsúgs að bank-
anum með ýmiss konar óvönduðu
hátterni.
Þeir hefðu ekki gert það, ef þeir
hefðu viljað honum vel.
Tilætlunin var vitaskuld sú, að hræða
stjórnina til að hætta við þá rannsókn.
En heimskulegra ráð né bankanum
skaðvænlegra er naumast hægt að
hugsa sér.
Það kom þeirri hugsun inn hjá
mörgum manni, að þ e i r héldu bank-
ann e k k i geta s t a ð i s t slíka rann-
sókn.
Mörgum manni fanst þetta vottur
um það, þá þegar, að svo laklega
hafi honum verið stjórnað, að ekki
mætti skoða hjá honum. Þá kæmist
upp sitt hvað, öðra vísi en ætti að
vera.
Það er eins og þegar bændur voru
að reyna að leyna hjá sér kláða.
Þá mátti ekki skoða hjá þeim i
fjárhúsunum. Eða þeir reyndu að
skjóta undan kláðugu kindinni eða
kindunum.
En auðvitað var það ekki til ann-
ars en að bera að þeim böndin.
Eins var um bankann og vinina
hans, er svo nefndust. Þeir höguðu
sér alveg eins.
í stað hins, að ef þeir hefðu haft
góða samvizku fyrir hans hönd, mundu
þeir hafa óskað engis framar en að
gerð væri rækileg skoðun á öllum
hans hag.
Mótspyrnan og vonzkan út af tann-
sókninni gerði einmitt að bera bönd-
in að þeim og honum.
Einmitt mótspyrnan og vonzkan
hefðr vel getað valdið hræðslusúg að
honum.
Svo varð þó ekki.
Almenningur var rólegur.
En þegar ekkert bryddi á slikum
aðsúg þann veg, með þeim e ð 1 i -
1 e g a hætti, þá gerðu þeir félagar,
þau hin valinkunnu göfugmenni,
ósleitulega tilraun til að kveikja ó e ð 1 i-
1 e g a n hræðsluaðsúg að honum.
Þeir hikuðu sér ekki við að hefna
sín á honum, bankanum,. reyna að
gera honum ilt, svo mikið ilt, sem
þeir gátu, — ef vera mætti að þeim
tækist þann veg að svala heift sinni
á stjórninni, hinum nýja ráðherra.
Það unnu þeir til áhorfslaust.
En hepnaðist það svo hrapailega
illa, sem kunnugt er.
Sama tók sig upp aftur hér á dög-
unum, er stjórnin neyddist til að vikja
bankastjórninni frá. Sá var einmitt
árangurinn af rannsókninni, sem þeim
var svo afarilla við.
Þá ýskraði í þeim vonzkan og heift-
in á nýjan leik.
Ög hvernig fara þeir að ná sér
niðri ?
Hafa sama lagið og í vor, alveg
sama lagið: veitast að bank-
anum. Vitið ekki meira en það,
fyrirhyggjan öll sú, að þeir halda sig
geta komið fram hefnd á ráðherr-
a n u m með þvi að gera bankanum
svo mikið ilt, sem þeir fá framast
orkað.
Þeir æða um borgina fram og aft-
ur í sparisjóðsbókaleit til að gera að-
súg að bankanum og láta taka út úr
honum sem allramest af sparisjóðs-
innieign.
En — hér fer en á sömu ieið sem
fyr. Almenningur lét ekki ginna sig
sem þursa. Þeir einir, er þeir höfðu
beinlínis fjárhald fyrir, eða þeir höfðu
vanið undir sig, vanið eða vistað hjá
sér til að gerast fífl, er á forað mætti
etja fyrir þá, þegar þeim lægi á, —
þeir einir létu fleka sig og ginna.
Þaö er dýrmætt
að eiga ný og falleg stígvél um jólin,
dýrmætara þð, i peningaeklnnni,
að geta fengið þau með gjafverði. Til jóla sel eg mínar fjöl-
breyttu skófatnaðartegundir með miklu lægra verði en áður,
t. d.: karlmanna boxcalfstígvél, falleg og vönduð, kr. 8,7 5;
kvenstígvél, skínandi falleg, á 7,00; barnastígvél, traust, frá
nr. 27 á 2,95, nr. 31 á 3,70; kvenskóhlífar, nýjar, sterkar og
fallegar, á 2,25; karlm.skóhlífar á 3,40, auk þess kaupbætir
með hverju pari. — Með Vestu og Sterling komu margar
nýjungar. — Ekkert humbug, ekkert lotterí, — heldur
mikill afslattur til jóla hja
Lárus Gr. Lúðvígssyni
I»ingholtsstræti 2.
En urðu ekki fleiri en það, að úr
varð sneypuför ein, eins og fyrri
daginn.
En óráðið, ósvífnin, hræsnin, Farí-
seahátturinn svo taumlaus, að þeir
höfðu alla tíð heill bankans og við-
skiftalífsins á vörunum, að óglnymdri
hagsæld fósturjarðarinnar. Þess kyns
orðagjálfri, slíkum fagurgala gleymist
þeim aldrei að bregða fyrir sig, er
verst býr niðri fyrir hjá þeim.
En hvað er það, sem þyngst bera
þeir í rauninni fyrir brjósti?
Það er lifsábyrgðarkostn-
a ð u r i n n.
Það er hið mikla virki, er þeir hafa
hlaðið sér, af sveita fátækrar alþýðu:
hálaunavirkið, bitlingakastalinn.
Þeim þótti sem hér væri ill vættur
komin í skóginn. Forynja, sem
óvíst væri, hvað eftir kynni að skilja,
um það er lyki, ef eigi væri hún að
velli lögð þegar í stað. Eða þá að
minsta kosti búist til varnar eftir beztu
föngum. —
Það er þetta sjónarmið, sem gerir
öllum Iýð harla skiljanlegan hinn
mikla gauragang í Reykjavíkurhöfðing-
jum síðan 22. nóvbr.
Bankinn liggur heima i næsta litlu
rúmi. Honum gerðu þeir s j á 1 f i r
hverja atlöguna á fætur annari.
En lifsábyrgðarkastalann er þeim
ekki sama um.
Það er byrjað á lítils háttar bitling-
um, hugsa þeir, á aukagetu, á hjá-
verksþóknun, sem hálaunaða menn
dregur ekki stórt. En látum við það
útvirkið falla, er höfuðkastalanum hætt.
Vér vitum þá ekki fyr til en hann er
kominn í fjandmanna hendur og tím-
anleg heill vor í veði, sjálfra vor og
niðja vorra í marga liðu.
Fyrir því hlýðir eigi annað en að
skera upp herör tafarlaust og bjóða
út öllu voru málaliði, Fram-lífverðin-
um og öðrum húskörlum vorum fyrst
og fremst, og því næst almenningi,
ef takast mætti.
En þ a ð ætlar nú ekki að takast.
— -----------------
r
Ur danska þinginu.
Svar til Lögrettu.
Viljið þér herra ritstjóri ísafoldar
gera svo vel að ljá rúm í yðar
heiðraða blagi þessari
Leiðbeining.
í 59. tbl. Lögréttu stendur eftirfar-
andi góðvildargrein:
Helgi Hannesson úrsmiður var aonar
þeirra manna úr Bjáltstæðisflokknum, sem
kostnir voru hér á fundi, ásamt tveimur
heimastjórnarmönnum, til þess að semja
vantraustsyfirlýsingu til ráðherra og áskor-
un um að fara frá, og er það skjalið, sem
þeir fjórir sömdu, sem nú gengur um alt
til undirskrifta, en Helgi er einn þeirra
fjögra manna, sem fyrst skrifuðu nndir það'
Þess er getið hér honum til hróss og vegna
þess, að sumir munu hafa lagt annan skiln-
ing en réttur er í smágrein, sem frá hon-
um birtist nýlega i blaði hér i bænum.
Með þakklæti til ritstj. Lögréttu,
fyrir hans vingjarnlegu orð til mín,
hér að ofan sýnd, vil eg hér með
benda honum á hvort ekki mundi
sanngjarnt, sérstaklega vegna fóns í
Múla og Lárusar H. Bjarnason, að
leiðrétta það sem hann að líkindum
fyrir gleymsku og ókunnugleik hefir
afskift þá ómaklega, sem sömdu
og samþyktu ofannefnda vantraustsyfir-
lýsingu; en það voru flestir d: 20
fundaimenn sem samþyktu hana eins
og hún var »með eða án breyt-
i n g a« borin undir atkvæði, en sér-
staklega hefir ritstjórinn sýnilega gleymt,
að yfirlýsingin kom frá Jóni i Múla
og einhver sagði þar, að hún væri
skrifuð af Lárusi, um það
veit ritstj. Lögréttu máske ekki. —
I raun og veru eiga því Jón og Lár-
us alt þakklætið skilið, bæði fyrir
oftnefnda yfirlýsingu, og svo munu
þeir fyrstir manna hafa þar gjört ráð-
stöfun til fundarhalds. Við fjórir
vorum í fundarlok einungis kosnir til
þess að lagfæra yfirlýsinguna, af því
að fundurinn kom sér ekki saman
um þá athöfn, svo er líka álitamál,
hvort við höfum unnið þar til bóta,
því þó við reyndum að sjá um, að
kjarni hennar héldist, strikuðum við
út alt að helmingi hennar, og fluttum
til setningar, en þar sem við unnum
ekki að henni annað né meira til
þess handritið að eg hygg óundirskrif-
að gekk til Lárusar (aftur?) og
hann hefir að líkindum líka kostað
alla útgáfuna á yfirlýsingunni. Er
það þá ekki hróplegt ranglæti gagn-
Svignaskarði (Mýr.); öuðm. Þorvarðsson
Litlu-Sandvík (Árn.); Hjörleifur Jónsson
Skarðshlið (Rv.); Kristján Sigurðsson Hall-
dórsst. i Kinn (Þing.); Kristm. Goðmunds-
son Melrakkadal (Hv.); Ólafur Jónsson
Geldingaá (Bf.); Páll Þorsteinsson Tungu
(S.Múl.); Sigurbjörn Björnsson Ekkjufelli
(NM.); Stefán Stefánsson Yarðgjá Ey.);
Sæmundur Oddsson Eystri-Garðsauka (Rv.);
Tobias Magnússon Geldingabolti (Skgf.).
50 kr. fá: Auðunn Ingvarsson i Dalsseli
(Rv.); Einar Guðmundsson Blöndublið (Dal.);
Gisli Jónsson Hofi (Ey.); Gísli Nikulásson
Gerðum (Rv.): Guðjón Jónsson Tungu (Rv.);
Hallgr. Brynjólfsson Felli (Skft.); Helgi
Einarsson Hlíðarfæti (Bf.); Ingibjörg Hin-
riksdóttir Litladal (Skgf.); ísak Bjarnason
Bakka (Gbr.); Jóhann Gunnlaugsson Sauða-
nesi (Ey.); Jóhannes Einarsson Ormsstöðum
(Árn.); Jón Jónsson Skeiðfleti (Skft.); Jón
Svb. Jónsson Gautsdal (Barð.); Magnús Sig-
urðsson Hvammi (Rv.); Ormur Sverrisson
Kaldrananesi (Skft.); Ófeigur Björnsson Ytri-
Svartárdal (Skgf.); Ólafur Ketilsson Núpi
(Rv.); Páll Ólafsson Litlu-Heiði (Skftf.);
Sif?tryf?Knr Jónsson Klaufabrekkum (Ey.);
Sigurður Jðhannesson Gljúfri (Árn.); Sigurð-
ur Jónsson Deildarkoti (Gbr.); Stefania Jóns-
dóttir Guðmundarstöðum (NM.); Teitur Si-
monarson Grimarsstöðum (Bf.); Vigfús Guð-
mund8Son frá Haga (Árn.); Þorleifur Jóns-
son Hóli (Ey.); Þorsteinn Jónsson Drangs-
hlið (Rv); Þorsteinn Jónsson Upsum (Ey.).
I loftinu. Öll samgöngufæri vor
Fólksflutnings- snúa nú orðið »upp í
vagnar og póst- Ioft« — þ. e. a. s. loft-
s|(jp ið er að verða braut og
boðberi. Símskeyti eru
nú flutt í loftinu og eru að gefast bet-
ur og betur. En mikið vill meira.
Nú vilja menn fara að flytja fólk í loft-
vögnum og póstflutning í loftskipum í
stað vagna niðri á jörðunni. Brófdúfur
eru að vísu til, en lítt hafa þær verið
notaðar. Það er hvorttveggja, að þær
lofta aldrei miklum þunga og svo hitt,
að ilt er að tjónka við þær og því
enganveginn treystandi, að þær fari rótta
leið. Auk þess eru þær ábyrgðarlausar
Þeim er í fám orðum sagt, alls ekki trú-
andi fyrir póstflutningi. Jæja, en hvað
um það — menn ætla nú að fara að flytja
fólk götuflutningi í stórborgum í loftvögn-
um í stað vagna og póstflutning í loft-
vögnum. Frauskur verkfræðingur, Francis
Laur að nafni, hefir nýlega farið þess á
leit við bæjarstjórnina í París, að hún
veici sér heimild til þess að setja á stofn
fasta loftvagnabraut í borginni til mann-
flutnlnga. Laur hefir rannsakað þetta
mál vandlega og komist að þeirri nið-
urstöðu, að það verði miklu ódýrara að
flytja menn og vörur í loftinu en í
vögnum. Annars heldur hann áætlun
sinni stranglega leyndri. Yfirpóstmeist-
arinn í Bandaríkjunum, Grandfield, hefir
sagt það nýlega, að jafnskjótt sem það
er víst, að hægt só að nota flugvél eða
annað þess háttar verkfæri hættulítið,
muni póststjórnin gera gangskör að því
að færa sór þetta í nyt, því að það hafi
altaf verið meginregla hennar að fylgja
tímanum. Hann hélt, að það mundi
ekki líða á löngu áður en póstflutningar
kæmust á í loftinn og það mundi spara
ógrynni fjár. Þess vegna væri það vel
líklegt, að póststjórnin í Bandaríkjunum
mundi eignast stóran loftskipaflota á
næstunni, sem sórstaklega yrði lagaður
til póstflutnings. Flugmaðurinn Forman
hefir nýlega sagt, að enginn vafi sé á
því, að menn muni fara að nota flug-
vólar framtíðarinnar eins og bifreiðarnar
nú á tímum og, að lendingarstöðvar verði
settar upp á öllum opinberum bygging-
um, en eínkum og sór í lagi á þökun-
um á járnbrautarstöðvum og gistihúsum,
Wilbur Wright ritar: »Eg held, að
nú só kominn tími til þess að fara að
nota flugvólar til langferða, hættulaust,
og með miklum hraða. Ef nógar eru
lendingarstöðvarnar á leiöinnl, er vel
hægt að fljúga frá New York til Kyrra-
hafsins. Eg ætla sjálfur að fara þessa
ferð mjög bráðlega.
Jólaglaðning.
fiamlir meistarar.
Bókverzlun Ísaíoldar hefir núna með
skipunum fengið nokkur hundruð af
myndum
eftir frœgusta málara lieinisins,
t. d. Rembrandt, Van Dyck, Dúrer
Gainsborough (The blue boy) o.
s. frv. — Þær verða seldar með
óheyrilega lágu verði: án ramma á
0,50—1 kr., með skínandi falleg-
um ramma frá 2,00—5,50 kr.
Ollum kemur vel að fá einhverja
veggprýði í jólagjöf.
Fegurri myndir og ódýrari fáið þér
ekki.
Lítið inn í bókverzlunina I Skoðið
myndirnar! Þér fáið ekki betri jóla-
gjafir!
Soðfisk
góðan og vel þurkaðan, t. d. smáfisk,
ýsu, keilu og upsa, selur ódýrast verzl.
LÍYerpool.
Uppboðsauglýsing.
Mánudaginu 20. þ. m. verð-
ur opinbert uppboð haldið í Good-
templarahnsinu og þá selt:
Ýmsar eldri og yngri Ijóðabækur
og fræöibækur, íslenzkar og út-
lendar, ýmis konar húsgögn og
önnur búsáhöld, t. d. stólar,
borð, skrifborð, kommóða,
chaiselongue, taurulla,
bókaskápur, klukka, o. m. fl.,
alt tilheyrandi Kristjáni Buch, bók-
bindara.
Uppboðið byrjar kl. 11 árdegis.
Bæjarfógetinn i Reykjavik,
16. desbr. 1909.
glæný og góð, en
ódýrari en áður
eru nú komin
aftnr í
Smjörverzl.
Laugaveg 22.
Hj. A. Fjeldsted.
Umboð
Unúirsímíaður tekur að tér ftð kaapa
utlend&r vörur og teijft í«l. vörur g*gn
njög *«.uogjöraum uaaboðcUanaK.
6 Seh. Thorsteln—on.
Peder Skramsgade 17.
Kjöbenhav*.
JÓN Í^ÓjSENE^ANZ, LfÆEJNIí^
Lœkjargötu 12 B — Heima U. 1—8 dagl.
Góð jólagjöf.
Kvikmyndavél með fjölda af myndum til
sölu fyrir lltlð verð. Semjið við Harald Sig-
urðsson hjá Zimsen.
Chrlstenseii og Berg fyrir ríkisdóm.
----- Kh. 27. nóv.
Danska stjórnin lagði kapp á, að
koma fram ríkisdómsákæru gegn þeim
J. C. Christensen og Sigurði Berg,
þeim er mesta báru ábyrgð á Albertí
eins og kunnugt er. Málið hefir verið
rætt í þinginu og í það skipuð nefnd
fyrir ötula framgöngu Zahles yfirráð-
gjaía. Nefnd þessi hefir haldið nokkra
fundi og í henni sitja menn af öll-
urn þingflokkum.
í dag var samþykt tillaga um það
á nefndarfundi að leggja til að Christ-
ensen og Berg verði ákærðir af þjóð-
þinginu og málið sett í ríkisdóm.
Það var samþykt í nefndinni með at-
kvæðum jafnaðarmanna, gerbótamanna
og hægrimanna, en umbóta- og miðl-
unarmenn greiddu atkvæði á móti.
Eftir þetta er áreiðanlegt að tillag-
an nær samþykki þjóðþingsins.
vart Lárusi að minnast lians ekki
ætíð sem fyrsta manns við þetta tæki-
færi ásamt Jóni í Múla?
Reykjavík, 12. des. 1909.
Helgi. Hannesson.
Bœktunarsjóösver&laan. Þau eru
þ. á. 3500 kr., og þeim úthlutað af
landsstjórninni sem hér segir, — með r&ði
landsbúnaðarfélagsstjórnarinnar — meðal
53 bænda af 88 umsækjendum;
200 kr. fær Helgi Þórarinsson i Þykkva-
bæ.
150 kr. fær Árni Árnason á Sámsstöðnm
(Rv.).
125 kr. fær Herm. Valdimar Gnðmunds-
son i Yallanesi (Skgf.).
100 kr. fá: Björn L. Jónsson Stóru-Seilu
(Skgf.); Gnðm. Þorbjarnarson Hofi (Rv.);
Þorsteinn Jónsson Vik (Skftf.).
75 kr. fá: Albert Kristjánsson Páfastöð-
um (Skgf.); Ágúst Helgason Birtingaholti;
Bjarni Pétursson Grund (Bf.); Eyólfur
Guðm.son Hvoli (Skgf.); Guðm. Danielsson
Heiðruðu borgarar í Rvík. Þar eð
Hjálpræðisherinn hefir fjölda gamalmenna
ásamt börnum, sem eins og vant er,hlakka
til jólagleðinnar í kastala vorum og með
því vór höfum margreynt yðar göfugu
velvild snúum við oss aftur til yðar með
bón um hjálp.
Þessi jól getum við skemt vinum vor-
um með betri söng og hljóðfæraslætti
en fyr, en ef maðurinn ekki fær það,
sem líkaminn þarf með, hvað stoðar þá
hitt alt. Hjálpið þór oss í þessu tilliti
þá munu blessunaróskir þeirra sem. gleð-
innar njóta yður í skaut falla.
Vór þökkum yður fyrirfram fyrlr
hjálpina í þessu efni.
Guð blessi ísland!
Yðar fyrir velferð annara umhyggjusami.
N. Edelbo adjunt
leiðtogi Hjálpræðishersins á íslandi.
Jarðarför konu minnar, Sólveigar S.
Runólfsdóttur, fer fram laugardaginn
18. þ. m. frá heimili mínu, Bergstaða-
strætl 20 ; húskveðjan byrjar kl. ll’/2 f.h.
Reykjavik 15. desember 1909.
Bjarni Jóh. Jóhannesson.
Innilegt hjartans þakklæti votta eg
ðllum þeim mörgu, sem heiðruðu útför
míns elskaða eiginmanns, og á ýmsan
hátt veittu mér kærleiksríka hluttekn-
ingu i sorg minni, og bið algóðan guð að
launa þeim það þegar þeim liggur mest á.
Reykjavik 12. desember 1909.
Bergljót Guðmundsdóttir.
Innilegt þakkfæti votta eg öllum þeim,
sem heioruðu útför konu minnar, Guð-
rúnar Vigfúsdóttur, með návist sinni,
eður sýndu hluttekningu á annan hátt.
Elliðavatni 14. desember 1909.
Páll Stefánsson.