Ísafold - 16.12.1909, Blaðsíða 2
334
ISAFOLD
Dönsk blöð
og
bankafarganið.
Blöð þau dönsk, sem hingað eru
komin — tala yfirleitt með mikilli
ró um bankafarganið.
Þetta, sem minnihlutinn hefir látið
sima sér um það, að dönsk blöð teldu
ákærurnar á bankastjórnina »smá-
vægileg formsatriðic o. s. frv. — er
alt tekið úr smágrein einni í Ekstra-
blaðinu — blaði sem minnihlutinn
hingað til hefir sízt talið neina véfrétt
þ. e. meðan blaðið var að segja H.
H. sannleikann. Nú er það orðið
gott blað, þegar minnihlutinn heldur
sig geta notað það til árása á ráð-
gjafann, sem nú er. — Þessi grein i
Ekstrablaðinu er auðsjáanlega rituð í
flýti — líklega eftir glóðvolga sam-
ræðu við Jón Svb. eða Boga — og
tnondi oss ekki bregða í brún, þótt
Ekstrablaðið væri n ú farið að taka
alt ððruvísi í strenginn.
Þá er og Berlingur með smá-ilsku-
slettur. En á því skyldi enginn mað-
ur mark taka, þvi að maður sá, er
afskifti hefir af íslandsmálum í því
blaði, hr. Sven Poulsen, er ekkert
annað en bergmál af Boga Melsted
og Sigfúsi Blöndal bókaverði. Því
má ekki taka meira mark á orðum
og tillögum Berliftgs en t. d. Lögr.
eða Rvíkur.
Önnur blöð mæla á eina lund, að
enn sé bankastjórnarskiftin ekki full-
skýrð — og sé þvi sjálfsagt að biða
átekta. Sum þeirra, t. d. Socialdemokr.
segja, að alllengi hafi verið kunnugt
um skeytingarleysi og óreglu i stjórn
bankans og því hafi þessi stjórnarráð-
stöfun ekki komið á óvart.
Einastórlygi hefirRitzaus
Bureau verið notað til að
bera út um öll Norðurlönd
— og það er, að mótmælafund-
ur hafl verið haldinn og
tekið þátt í honum 7000
manns og þar verið sam-
þykt vantraustsyfirlýsing
til ráðgjafans. Auðvitað er
það ekki Ritzaus Bureau, sem ábyrgð-
ina ber á þessari lygi, heldur hinn
ljósfælni tíðindamaður þess hér í
Reykjavík. Mikil er sú ófeilni, að
þora að sima svo bera lygi sem þetta
til annarra landa og vita þó, að jafn-
skjótt, sem upp kemst, muni hún
verða rekin öfug ofan í sögumann.
— í þessu atriði, sem og mörgum
öðrum I bankarimmunni, kemur það
ótvíræðlega fram, að æsingin og of-
stækið hefir algerlega rekið skynsemd
alla á dyr — hjá minnihlutanum.
Frönsk stjórnmál.
Nýtt skattafrumvarp.
Sanuar fjárhagsbœtur.
Barátta gegn klerkavaldinu.
Trúkenslulausir skólar.
---- Kh. »/u
Á Frakklandi hefir fátt gerst sögu-
legt síðan stjórnarskiftin urðu þar í
sumar og Artistide Briand komst til
valda.
En núna á dögunum gerðist sá at-
burður, er nærri reið stjórninni að
fullu. Cochery f)ármálaráðgjafi lagði
fyrir þingið ný fjárlög með miklum
nýmælum. Hann vill leggja á þjóð-
ina nýja skatta marga og mikla. Fjár-
lagahaliinn á Frakklandi er nú um
200 miljónir króna og fjármálaráð-
gjafinn vill jafna hann, svo að um
munar. Halli þessi hefir verið að
vaxa smámsaman núna lengi og
ekkert verið við gert annað en að
taka ný og ný ríkislán. Gat því hag-
ur rikisins sýnst nógu glæsilegur á
pappímum, þó að honum færi hnign-
andi ár frá ári í raun og veru.
Þessu gat Cochery ekki unað; hann
vildi búa til »ærlegtc fjárlagafrumvarp.
Það gerðí hann með þvl að gera ráð
fyrir nýjum skattaálögum, sem mest-
megnis eru fólgnar í gjaldhækkun á
vínanda og dýrum vín- og tóbaksteg-
undum. Lendir þetta því á almennri
neyzluvöru, en þó búið svo um, að
mest kemur í hlut efnaðri stéttanna.
t
10°l0afsl-
gefur verzlunin
Óðar en Cochery hafði lagt fram
frumvarpið, varð gustur mikill í þing-
inu. íhaldsmönnum þótti auðvitað
of nærri gengið sér og auðvaldinu,
en jafnaðarmenn pg yzti armur ger-
bótamanna sagði frumvarpið óhæfilegt
fyrir lægri stéttirnar, einkum vegna
vinandaskattsins. Umræður urðu hin-
ar snörpustu í þinginu. fafnaðarmenn
og margir með þeim vildu ná fénu
með nýjum tekjusköttum eingöngu,
en það taldi Cochery óframkvæman-
legt, og stóð fastur á sínu máli.
Hann bauð Briand að leggja niður
ráðgjafaembættið heldur en að frum-
varpið yrði stjórninni að falli. Það
þáði þó Briand ekki, heldur gerði
hann frumvarpið að sínu máli og
alls ráðuneytisius.
Urðu nú enn harðar sviftingar, en
.þó kom svo, að Cochery tjáði sig
fúsan til að semja um einstök atriði
laganna og hliðra dálítið til, ef frum-
varpið yrði samþykt í aðalatriðum.
Mun því þruma þessi gegn ráðuneyt-
inu riðin hjá.
Biskupar og kardínálar á Frakklandi
hafa tekið sig saman um það nýlega
af: Veínaðarvörum,
öllum tegundum.
Fatnaði,
ytri sem innri,
handa k o n u m,
körlum og börnum.
Jölagjafir
heBtugar handa ungum
og gömlum, smekklegar
en mjfig ódýrar
i Dagsbrún.
fflB&BU&fcBriand yfirráðqjafi
vmmmmmmmm-________________„____
að hefja öfluga baráttu gegn yfirgangi
stjórnar og löggjafa, sem þeir kalla.
Hafa þéir sent umburðarbréf í því
skyni út á meðal presta til þess að
eggja þá til framgöngu, og er til þess
tekið, hve svæsið þetta bréf sé að
orðalagi.
Briand var sá, er mestu réði um
skilnað ríkis og kirkju á Frakklandi
eins og menn muna. Hann er svar-
inn fjandmaður klerkavaldsins. Við
fjárlagaumræðurnar mintist hann á
þessi nýju heróp klerkanna og kvað
stjórnina mundu taka þessu ómjúk-
lega. Hann sagði pað helzta dhuga-
mál stjórnarinnar að ajnema trúar-
kenslu i óllum skólurn á Frakklandi
og um það ættu kjósendur aðallega
að segja álit sitt við kosningar þær,
er nú fara í hönd.
Eftir þessi ummæli óx stjórninni
styrkur í þinginu, en þó eru margir
smeikir við, að kjósendur taki fleiri
mál til greina við atkvæðagreiðsluna
og óvíst nema stjórnin biði ósigur
út af þessarri nýju skattalöggjöf.
Verðlauna-gjöf
ágæta hefir hr. Richard Braun eig-
andi verzlunarinnar Hamborg nýlega
gefið Skautafélaginu. Það er mjög
vandaður silfurbikar og forkunnar
fagur, hálf alin á hæð. Hann á að
nota ásamt drykkjarhorni þvi, er Th.
Thorsteinsson konsúll gaf fyrir
skömmu, til verðlauna við kapphlaup
þau, er Skautafélagið ætlar að efna til
í janúarmánuði næstkomandi (líklega
22. og 23. jan.). — Bikarinn verður
sýndur í glugga Braunsverzlunar á
sunnudaginn.
Jóhann Sigurjónsson
skáld, er nýfarinn frá Höfn til Nor-
egs og ætlar hann sér að dvelja þar
um tíma.
Goðar vörur.
Smekklegar vörur.
Nýjar vörur.
Odýrar vörur.
í Dagsbrún.
Símskeyti E. H.
um ólagið í Landsbankanum
Þann 27. nóv. síðastl. sagði eg í
Isajold efni úr símskeyti, sem eg hafði
sent »Politiken« tveim dögum áður,
og eg tók það þar fram, að eg hefði
»ekki minst á Eirík Briem né Kristján
Jónsson einu orði«.
Blaðið Reykjavík leitast við að sýna,
að þetta sé ósannindi, og kemur, í
því skyni að sanna sitt mál, með part
úr símskeyti, sem stóð í Politiken 26.
nóvember síðastliðinn.
Til þess að taka af allan vafa og
girða fyrir frekari stælur um þetta
efni, set eg hér staðfest eftirrit af
símskeyti minu: 25/n '09 kl. oo46.
Politiken Kjöbenhavn
Knn endel TJndersögelsernes Resultater
otfentliggjort Mangfoldige Ulovligheder op-
dagede Exempelvis Aarsregnskab ndeciseret
5 sidste Aar Vexelkjöb stor Udstrækning
foretagne underordnede Funktionærer Mange
Selvskyldnerlaan vanrögtede og Ugyldighed
bevirkende Formfejl Utrolig Tilsynsefter-
ladenhed Sparekassen uopgjort uafstivet
mange Aar Direktörernes personlige Hæder-
lighed uomtvistet Bankens Solvens sikker.
Hjörleifsson
Rétt eftirrit af frumskeytinu staÖfestir
Lára Blöndal
simritari.
Þó aðritstj. »Reykjavikur« telji mig
ekki »heiðursmann« í síðasta blaði
sínu, og hafi fyrir skömmu gefið í
skyn, að eg sé ekki einu sinni »mað-
ur«, þá virðist mér að vel væri til
fundið af houum að sýna sig sjálfan
svo mikinn mann, að láta þess getið
í blaði sinu, að hann hafi haft mig
fyrir rangri sök.
Einar Hjórleijsson.
OYöndnð yerzlnnarsamkepni.
Hæstiréttur hefir nýlega dæmt A.
T. Möller & Co. í Khöfn til þess að
greiða Salomon Davidsen stórkaupm.
10,000 kr. í skaðabætur auk máls-
kostnaðar fyrir útskit á fiskfarmi, er
Davidsen sendi til sölu suður á Spán
fyrir nokkrum árnm. A. T. Möller
hafði í bréfi til umboðsmanns sins í
Barcelona úthúðað fiskinum mjög,
sagt hann miklu, miklu verri en hann
var og bréfið hafði að dómi hæsta-
réttar verið þannig orðað, að um-
boðsmaðurinn gat ekki skilið það
öðruvisi en, að hann ætti að breiða
út niðið um fiskfarminn.
Dómur þessi hefir vakið mikla
eftirtekt í Danmörku. Blöðin hafa
farið mjög hörðum orðum um þetta
athæfi A. T. Möllers — talið svo-
lagaða samkepnisaðferð með öllu óhæfa
og Danmörku til mikils vansa í út-
lendinga augum.
Vonandi, að íslenzkir kaupmenn
»dependeri ekki af Dönum« i þessu
efni — og éj pottur væri einhver-
staðar brotinn, að þeir þá láti annars
víti sér að varnaði verða framvegis.
Sjúkdómur Björnsons.
----Kh. 27. nóv.
Hann fluttist nýlega fárveikur til
Parísarborgar frá búgarði sinum í
Noregi, Alastað; ætlaði hann að leita
sér heilsubótar í Frakklandi. En þeg-
ar þangað kom bráðversnaði honum
og var hann talinn af í marga daga.
Var búist við andlátsfregninni á hverri
stundu. En nú er honum ofurlitið
að skána aftur og læknar hafa von
um, að þetta líði frá. Sjúkdómurinn
er æðakölkun og andarteppa. Fær
hann tíð aðsvif, en er fullhress á
milli.
-9S6-
Kröyer málari dáinn.
--- Kh. 27. nóv.
Frægasti málari Dana og jafnframt
allra Norðurlanda lézt nýlega á Skagen
á Jótlandi, s8 ára að aldri.
Kröyer málari
Hann mun vera frægasti maður
Dana nú á dögum, nema ef vera
skyldi Georg Brandes.
Cook og skjöl hans.
---- Kh. 27. nóv.
Dr. Cook er orðinn mjög tauga-
veiklaður vegna svefnleysis og strit-
vinnu að þvi að undirbúa sendingu á
skýrslu sinni til háskólans í Khöfn.
Það mun og eiga. drjúgan þátt í las-
leika hans, hversu illgirnislega er á
hann ráðist bæði á fundum og í blöð-
um. Hann er orðinn grindhoraður
og sýnist 10 árum -eldri en þegar
hann kom frá Grænlandi. Skrifari
hans, Lonsdale, lagði af stað frá New-
York nýlega og var sagt að hann hefði
plöggin meðferðis, en nú skýra blöð
frá því, að þau hafi verið send áður
með gufuskipi og komið til Khafnar
löngu á undan Lonsdale. Málflutn-
ingsmaður Cooks hefir lýst yfir því,
að skjölin liggi vel geymd í peninga-
skáp skipr þessa, en að Lonsdale Jiafi
verið látinn taka með sér óhemjufar-
angur til þess að villa um fyrir mót-
stöðumönnunum. Áhangendur Cooks
eru sem sé í engum vafa um, að vin-
ir Pearys muni reyna að sjá sér færi
til þess, að komast yfir skýrslurnar
og tortima þeim.
Hamborgarferðir
Thorefélags eru áætlaðar sern hér
segir:
Frá Hamborg 1. apríl, 4. maí, 19.
sept. og 12. nóv.
En frá Reykjavík aftur 20. maí,
19. júní, 23. sept. og 21. oktbr.
Ferðirnar frá Hamborg fer allar
Kong Helge; en til Hamborgar frá
Reykjavík ýmist hann, Sterling (2)
eða Ingólfur.
Alt af komið við í Leith báðar leiðir.
Olíufelagið
Standard Oil Company
dauðadæmt.
MikiUvarðandi dómur.
Klekt á verzl unarhringunuin.
Sambandsdómurinn í St. Paul í
Minnesota í Bandaríkjunum hefir ný-
lega kveðið upp merkilegan og athuga-
verðan dóm yfir olíufélaginu mikla,
Standard Oil Company, sem nú hefir
læst klónum svo að segja um allan
heim. Sambaudsdómurinn hefir úrskurð-
að. að jélagið sé ólöglegt, og að pað skuli
leggjast niður.
Koosevelt fyrv. Bandaríkjaforseti lét
höfða má gegn félaginu fyrir ári síð-
an fyrir brot gegn »Tiust«-lögunum.
Það hefir sannast, að félagið hefir bæði
girt íyrir alla samkepni milli fé'.aga
þeirra, er það átti að hafa umsjón með,
og það, seni verra er, drepið samkepni
milli ríkja og alþjóðafélaga, en slíkt
er með öllu óleyfilegt.
Þessi dómsúrskurður er talinn ein-
hver hinu mesti og mikilsverðasti dóm-
ur, sem kveðinn hefir verið upp í
nokkru máli, og þess skal getið, að
allir dómendur voru þar á einu máli.
Dómurinn vakti svo mikla athygli á
Kaupmannasamkundunni í New York,
að hlutir olíufélagsins lækkuðu sam-
stundis í verði um 12 >/20/(l og alt komst
þar á ringulreið.
Ekki ætlar þó félagið að sætta sig
við dóm þenna að óreyndu. Það ætlar
að áfrýja honum til hæstaréttar Banda-
rikjanna. Margir eru smeikir um, að
félagið vinni málið þar, því að svo
hefir jafnan farið áður, að stórfélög
þessi hafa orðið ofan á að lokum, og
kenna menn því um, að þau ráði mestu
um skipun dómendanna og rnúti þeim
siðan til þess að dæma sér i vil. En
staðfesti hæstiréttur dóminn, þá mega
auðmennirnir fara að vara sig, og
detti Standard Oil úr sögunrii, þá fer
að koma velta á fleiri.
— Takist að ryðja trustunum um
koll, mun þungu fargi létt af mann-
kyninu. Félög þessi eru að verða
meiru ráðandi en nokkrir einvaldar
hafa nokkru sinni verið. Þau eru að
ná svo að segja öllum heiminum á
vald sitt. Heimsmarkaðinum ráða þau,
samkepnina riða þau niður vægðarlaust,
(líkt og Lárus ætlaði að gera við frum-
varpsandstæðinga), fleiri og fleiri at-
vinnugreinar sölsa þau undir sig
og altaf versnar eftir því sem lengra
liður. Þeim eru að kenna peninga-
vandræði þau, sem alt ætla að drepa
í heiminum nú á síðustu árum, þó
að þar komi raunar ýmislegt fleira til
greina, eins og t. d. herbúnaður og
ófriðarkostnaður þjóðanna, sem látnir
að sitja fyrir öllu nú, og alt verður
eru lúta, það er miðar til þjóðþrifa.
Trustarnir eru þó geigvænlegastir
ajls. Það er því vonandi, að úr þessu
verði annað og meira en traustabrestir.
Hæstiréttur Bandarikjanna á mikið
og þakklátt verk fyrir höndum, og
það er óskandi, að dómendur reki nú
af sér slyðruorðið. Þó finst sumum
það ekki góðs viti, að hæstiréttur hefir
nýlega ónýtt dóm, sem dómstóllinn í
Utah dæmdi nýlega. Voru þar tveir
aðrir trustar, Union-Pacific — kolafé-
lagið og Union Pacific — járnbrautar-
félagið, dæmdir sekir í brotum gegn
trustalögunum. Þenna dóm hefir
hæstiréttur ógilt og mælist það ekki
\el fyrir. Hitt þykir þó bót í máli,
að ný rannsókn er fyrirskipuð gegn
auðfélögum.
Thorefélagsferðirnar
næsta ár verða 36 milli landa, auk
Hamborgarferðanna 4. Og margt af
þessum ferðum, tólf eða fleiri, eru
jafnframt strandferðir.
Hún kom um daginn með Sterling,
hin nýja áætlun um árið 1910.
Skipin eru öll hin sömu sem ver-
ið hafa i förum hér við land frá
Thorefélagi, auk Austra og Vestra.
Ekki er hægt að sjá að svo stöddu,
hversu Thoreferðirnar eiga inn í ferð-
ir Sam.félags, með því að þ e s s ferða-
áætlun mun vera enn ókomin út.
Mannslát.
Dáinn er í nótt hér í bænum,
Pétur Pétursson, áður lögregluþjónn
og bæjargjaldkeri, — 67 ára að aldri.