Ísafold - 22.01.1910, Side 1
Kernui út ýmist einu sinni efta tvisvar l
viku. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er-
lendis 5 kr. eða l1/* dollar; borgist fyrir
mibjan júlí (erlcndis fyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (skrifleg) bundin vib áramót, ar
ógild nema komln sé til útgefanda fyrir
1. okt. aaupandi skuldlaus vib blabib.
Afgreiösia: Austurstrœti 8.
XXXVII. árg.
Reykjavík laugardaginn 22. jan. 1910.
5. tölublað
I. O. O. P. 91128872
Forngripasafn opiö sunnud., þrd. og fmd. 12 2
íslandsbanki opinn 10—2*/. °S B
K. F. D. M. Destrar- og skrifstðfa frá 8 árd. til
10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 >/• síðdegis
Landakotskirkja. ffuðsþj. 9'(’ ,°ng., 6
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 /• 12 og
Landsbankinn 11-2 >/•, Vh-K'Þ- Bankastj. við 12-2
Landsbókasafn 12—8 og B—8. Utlán 1—3
Land88kjalasafniö á þrd. fnad. °S l^* 12—1
Lækning ók. i læknask. þriðjd. og föstd. 11—12
Náttúrugripasafn opið 1 >/»—2 ■/« á sunnudögum
Tannlækning ók, Pósth.str. 14, 1. og 8. md. 11 1
íksti
Isafoldar,
Austurstræti 8.
Alls konar band fljótt og vel af hendi
leyst. — Verð hvergi lægra.
Niðurstaða
Landsbankanefndarálitsins.
Voðalegt kviksyndi.
Tjónið fnll 400,000 kr.
Bankinn á þó fyrir sknldum.
Nii er loks lokið við álit banka-
rannsóknarnefndarinnar.
Það er nú verið að prenta það.
ísafold hefir áit kost á að kynna
sér það og hefir gert sér þessa grein
fyrir merg málsins í því mikla skjali,
það verður allmargar arkir.
Hvað bankastjórnin hefir
fyrir sér gert.
i Lánað út varasjóð bankans, þvert
ofan í lagabann-
2. Bakað bankanum fjártjón, sem
nemur fullum 400,000 kr. í ófáau-
legum lánumhjá þurfamönnum, þrota-
mönnum og öðrum öreigum.
3. Látið viðgangast árum saman
að bankareikningurinn tilfænr morgum
þúsutidum meiri víxla- og ávísanaeign
en til hefir verið og er.
4. Vanrækt herfilega stórfé í sjálf-
skuldarábyrgðarlánum, enda mikið aí
þeim ólöglega veitt, eftir skýrslu banka-
stjórnarinnar sjálfrar.
5. Látið viðgangast, að mjög mik-
ið aí víxlum hefir verið ólöglega keypt,
þar á meðal starfsmenn bankans gert
það.
6. Haft bókfærsluna suma i ólagi,
°g látið alls ekki halda sumar mjög
áriðandi bækur.
Þetta sýnir í stuttu máli, að banka
stjórnin hefir brotið lög og reglugerð
bankans 1 tnjög mikilvægum atriðum,
vanrækt mjög stórmargar, mjög svo
mikilvægar skyldur sínar og bakað
bankanum stórtjón.
Hvernig nefndin veit
og rökstyður þetta.
Hún veit það af bókum bankans
skjölum og skilríkjum, af munnlegum
svörum bankastjórnarinnar og jafnóð
um bókuðum, af vandlegum eftirgrensl-
unum bankans eða alkunnum stað-
reyndum. Og mun hún geta staðfest
skýrslu sína með eiði, ef rengd er.
Um nánari útlistun alls þess, sem að
iraman greinir, verður að vísa í nefnd-
arálitið sjálft.
Hér skal að eins gerð nánari grein
jyrir hinu geysimikla tjóni, er vitnast
lefir nú þegar.
Bankinn á 1400 þús. kr. útistand-
andi í sjálfskuldarábyrgðarlánum og
víxlum hjá tómum öreigum, nokkuð
mörgum hundruðum manna, þar á
meðal þurfajnönnum, gjaldþrotamönn-
um, gjaldþrota búum, mönnum, sem
ekkert hefir fengist hjá með fjárnátns-
gjörð og ýmsum öðrum sannanlega
eignalausum mönnum (daglaunafólki,
vinnufólki, bláfátækum fjölskyldumönn-
um) og enn öðrum, sem eiga nokkuð
til, en þó ekki fyrir skuldum. En
viðriðnir s u m þessi lán eru efna-
menn eða bjargálnamenn eða fyrir
þeim er annar veðréttur í fasteign;
og fyrir þ a ð telst nefndinni svo til,
eftir mjög vandlega rannsókn og eftir
fengnum skilríkjum og gögnum, að
ekki sé af framangreindri fjárhæð ó-
hjákvæmilega tapað meira en fullar
400,000 kr.
Lögleysan eða lagabrotin, sem nefnd
eru í 4.— 5. tölul., eru þau aðallega,
að þar sem lög bankans áskilja ber-
um orðum og skýlausum, að meiri
hluti bankjstjórnar veiti sérhvert lán,
ef gilt skal vera, þá hefir viðgengist
árum saman og mikil brögð að því
verið, að með það vald hefir verið
látinn fara 1 maður úr bankastjórn-
inni (framkvæmdarstjóri) eða jafnvel
e n g i n n , heldur hafa starfsmenn
bankans beitt því með sínu eindæmi
og eftirlitslaust. Þeir höfðu, er það
atriði var rannsakað í haust, veitt 260
vixillán, sem námu 140 þús. kr., af
1250 víxillánum, er bankinn átti þá
alls úti og námu rúmri 1 milj. Þeir
lána þá, starfsmennirnir, hér um bil 5.
hvert víxillán, þvert ofan í lög bank-
ans, sem engum veita heimild til slíks
nema bankastjórninni sjálfri og leyfa
henni alls ekki að fela það öðrum.
Þetta gera þeir alveg eftirlitslaust;
hefðu getað þurrausið bankann þann
veg, ef svo hefðu gerðir verið; og sjá
allir, að það er engisverð vörn þar í
móti, að bankastjóri s e g i s t eftir á
mundu hafa veitt þessi láu (vixillán).
Þessar tvær tegundir lána, hinar
vandamestu og aðgæzluverðustu, hafa
verið i dæmafáu sukki, nær eftirlitslaus
af gæzlustjóranna hálfu og í frámuna-
legri vanhirðu.
Bankinn á þó fyrir skuldum.
Hvernig er hægt að sanna það ?
Blátt áfram með því að visa í síð
asta reikning bankans, sem sýnir, að
hann hefir þá átt afgangs skuldum
635 þús.
Þó að þar frá sé dregnar þær nokkr-
ar (allmargar) þúsundir, sem eru of-
taldar í vixileign og ávisana, þá er sú
fjárhæð þú fullum þriðjungi- meiri en
framangreint tjón, 400 þús. kr.
Það er aðgætandi, að framangreind-
ar 635 þús. má að því leyti til kalla
varasjóð, að þær fara til að bæta tjón
ið, smámsaman. Bankinn er ekki
gjaldþrota fyr en sú fúlga er upp'
étin. Og þó ekki þá jafnvel.
Varasjóðs-nafnið er að eins rang-
nefni að því leyti til, sem varasjóður
hefir aldrei verið reglulega stofnaður
eða honum haldið sér, eins og lög
mæla fyrir, — aldrei verið varðveitt-
ur í lögmæltum, auðseldum verðbréfi
um, er séu til taks óðara en þarfnast
eða á liggur.
»Og þó ekki þá jafnveU, sögðum
vér fyrir stundu.
A u k varasjóðs á bankinn nefni-
lega landssjóð að bakhjarli, með hans
s/4 milj. seðlaábyrgð beint lögmæltri,
auk þeirrar alveg sjálfsagðrar siðferðis-
legrar ábyrgðar að láta ekki nokkurn
einstakan mann missa 1 eyri af inni-
eign í 1 a n d s-stofnun, þ j ó ð-stofnun.
— Það er lítt hugsanlegt, að nokkur
umráðandi landssjóðs, nokkur þing-
maður léti sér detta í hug að hafa
landssjóð undan þ e i r r i ábyrgð.
Þar kemur fram munur á 1 a n d s-
banka og privat-banka, — h a n s eig-
endur lúta að eins strangri lagaskyldu
og frekara ekki.
Þess vegna megainni-eigendur
í Landsbankanum vera alveg óhrædd-
ir og áhyggjulausir, h vernig sem
fer. Þ a ð vita allir og hafa vitað
alla tíð, e i n s þeir sem reyndu að
fá gerðan aðsúg að bankanum bæði
í vor, er rannsóknarnefndin var skip-
uð, og eins í vetur, er bankastjórn-
inni var vikið frá. Þ v i það var
ekkert annað en tilraun til að hræða
landstjórnina til að hætta við rann-
sóknina og taka aftur frávikninguna.
Það og ekkert annað, enda mistókst
alveg.
Hættan gat þá að eins eða því að
eins komið farm, ef stjórnin hefði
e k k i gert skyldu sína, heldur látið
hið botnlausa sukk halda áfram, kvik-
syndið dýpka æ meir og meir.
Hennar sjálfsögð skylda var að sker-
ast í leik og láta rannsaka allan
hag bankans, er grunur lagðist
á, að honum væri illa stjórnað, jafn-
vel háskalega illa, og láta ekki hræða
sig frá því með þeirri villukenningu,
þeirri blekkingu, að rannsóknin sjálf
m. m. væri háskalegt tilræði, háska-
leg árás á lánstraust bankans og lands-
ins, í stað þess að hún var e i n a ráðið
til að b j a r g a því, bjarga bankanum.
Það er sannleikurinn um á-
stand hans, sem bjargar honum.
Hann gerir það, þótt ljótur sé.
Hitt hefði verið háski, valdið hættu-
legri tortrygni, ef ekki hefði n ú verið
sagt nema undan og ofan af, almenn-
ingur 1 e y n d u r tjóninu, annaðhvort
ekkert um það sagt eða það látið vera
miklu minna en er, eftir því sem
næst verður komist. Þ a ð hefði
valdið eðlilegri hræðslu.
Nú, er sagt er frá því eins og það
er, verður enginn hræddur. Þeir sjá
allir, að tjónið er vel viðráðanlegt, og
vita það og finna, að hollast er og
karlmannlegast, að horfast beint í
augu við það og vera einráðinn að
ganga vasklega á hólm við það og
bera af því banaorð. Búa jafnframt
svo um hnúta, að það g e t i ekki að
höndum borið annað sinn, neyta til
þess þeirra ráða, sem hrífa: óbifan-
legrar reglusemi, árvekni, ráðdeildar,
óskeikuls, afarstrangs eftirlils.
Gera aldrei gæzlustjórn né endur-
skoðun að guðsþakka-bitlingum, heldur
meta það afaráríðandi starf, trúnaðar-
hlutverk úrvalsmanna til þ e i r r a
hluta, er sízt þurfi að óttast að slegið
verði slöku við og þar með brugðist
trausti þings og þjóðar.
-9S6-
Arfur Leopolds kommgs.
---- Kh. 8% '10.
Leopold Belgjakonungur hafði látíð
eftir sig mikil auðæfi, en það fer
mestalt til ekkju haus, CarolineVaughan
barónessu og barna þeirra þriggja.
Dætur hans þrjár, Louise, Stephanie og
Clementine, fá ekki nema 15 miljónir
í arf samkv. arfleiðsluskrá föður þeirra.
Hitt hafði hann gefið konu sinni í
lifanda lifi, en það munu versi ógrynni
fjár.
Leopold gekk að eiga þessa seinni
konu sína fyrir fáum árum og kvænt-
jst henni »til vinstri handar«, sem
kallað er. Hún var fátæk portnara-
dóttir frönsk, en óvenjufríð sýnum.
Unni Leopold henni hugástum og
hætti frillulifanði eftir að hann kynt-
ist henni.
Leopold átti í miklum deilum við
dætur sínar tvær, Louise og Stephanie,
og bannaði þeim að koma fyrir sín
í
umbrot nálægt íslandi og síminn slitn-
aði þá meðal annars. Líklega hefir
þá fallið skriða ofan úr hlíðinni við
Öskjuvatnið og valdið þessu slysi.
Jarðfræðingur annar, sem rannsakaði
staðinn árið 1908, komst og að sömu
niðurstöðu á annan hátt.
Sveinbjðrn Sveinbjðrnsson
tónskáld frá Edinborg flytur sig al-
farinn með konu og börn til Kaup-
mannahafnar í vetur. Ætlar hann að
setjast þar að og fást við söngkenslu.
-fiS/S/Sr-
Leopold II.,
hinn látni Belgjakonungur
augu. Honum þótti þær vera léttúð-
ugar og sóunarsamar, en það átti ekki
við karlinn. Auk þess reiddist hann
Stephanie fyrir að hún hafði gifzl,
þvert ofan f vilja hans, óbreyttum
greifa, þá er hún var orðin ekkja
Rudolphs krónprinz af Austurríki.
Dætur karlsins eru æfar út af arf-
leiðsluskránni og ætla nú í mál.
Sumir segja, að Leopold sé að eins
kirkjulega giftur Vaughan barónessu,
en það er ekki nóg í Belgíu. Aftur
segja aðrir, að hann sé hvorttveggja
kirkjulega og borgaralega, og er það
sennilegra, að Leopold hafi gengið vel
frá þessu fyrir dauða sinn, því að
maðurinn var séður og hefir líklega
búið svo um hnútana, að ekki verði
teknar eigur af ekkju hans. Þykir
því líklegast að konungsdætur tapi
málinu. — En Vaughan barónessa er
farin burt úr höll sinni í Briissel með
alt sitt til Parísar og ætlar að dvelja
þar eftirleiðis. Hafði hún naft með
sér mörg vagnhlöss af auðæfum og
dýrgripum.
Kosningabaráttan á Englandi.
---- Kh. '10
Ensku stjórnraálamennirnir hafa ekki
haft langt jólaleyfi. Þeir hafa hamast
sem ljón á þingmálafundum um alt
landið og altaf harðnar eftir því sem
nær dregur kosningunum, en þær
fara fram 15. þ. m. Einkum þykja
framsóknarmenn berjast af miklu kappi
og er svo sagt, að aldrei hafi neitt því
líkt sést frá því á dögum Gladstones
gamla. Lávarðarnir fara sér öllu hæg-
ara, enda hafa þeir orðið fyrir óhöpp-
um, því að hægrimannaforinginn, Bal-
four, hefir legið i illkynjaðri inflú-
V igslubiskupa
hefir konungur skipað 27. f. mán.
(þriðja í jólum) þá síra Valdimar pró-
fast Briem í Skálholtsbiskupsdæmi
hinu forna og síra Geir prófast Sæ-
mundsson í Hólabiskupsdæmi.
Loyd George
jjármálardðgjafi Breta,
enzu um jólin og auk þess eru vernd-
artollsmennirnir svo að segja höfuð-
lausir, því að Joseph gamla Chamber-
lain er altaf að hnigna, og getur hann
svo að segja engan þátt tekið í bar-
áttunni — og þar við bætist, að ekki
blæs byrlega fyrir lávarðana úti í kjör-
dæmunum. Hefir svo ramt kveðið
að þvi, að þeir hafa verið píptir
niður sumstaðar á þingmálafundum
og reynst ókleyft að fá að tala. En
hinir eiga marga öfluga og atkvæða-
mikla menn, svo sem þá ráðgjafana
Churchill, Loyd George, Asquith, Grey,
Ure, Haldane o. fl. Þeir vaða nú
landið þvert og endilangt og halda
marga þingmálafundi á hverjum degi.
Slysið í Öskju 1907.
----- Iíh. 1% '10.
Hvernig fórst dr. v. Knebel?
Eins og menn muna fórst þýzkur
jarðfræðingur dr. v. Knebel og annar
maður með honum við fjallið Öskju
árið 1907, meðan fylgdarmaðurinn
reið norður á Akureyri til þess að út-
vega matvæli. Þrátt fyrir langa leit,
fundust engar menjar af mönnunum
og enginn vissi, hvernig þeir hefðu
farist með neinni vissu.
Nú hefir Þjóðverji einn, hr. Krebs,
reynt að skýra slysið i »Deutsche
Rundschau fúr Geografi* og kennir
það jarðskjálfta og jarðeldaumbrotum.
Hann bendir á að menn hafi orðið
varir við snarpan jarðskjálfta á jarð-
skjálftamælum út um Evrópu einmitt
10. júlí 1907, daginn sem þeir
v. Knebel fórust. Aðalhræringarnar
urðu á Filippseyjunum og það er talið
athugavert, að i marz 1875, voru líka
jarðskjálftar og umbrot á svæði, sem
liggur nærri andfætis íslandi, á sama
tíma og Askja gaus gosinu mikla.
í júlí 1907 voru og sams konar
Glímumennirnir erlendis.
Skömmu fyrir nýárið voru þeir i
Odessa suður á Rússlandi að sýna
listir sínar.
Þar kom það fyrir eitt kvöld, að
svoli einn meðal áhorfenda ruddi sér
fram á leiksviðið og krafðist þess að
fá að berjast við glímumennina með
hníf — hrópaði, að vörn þeirra mundi
vera eintóm svik. Áhorfendur æptu,
að maðurinn yrði að fá áð reyna sig
við Islendingana — gekk svo litla
stund, unz einn íslendinganna hróp-
aði, að það væri svo sem velkomið.
Hófst svo bardaginn. Rússinn rudd-
ist að íslendingnum með hnífinn blik-
andi á lofti. En áður 10 sekúndur
voru liðnar lá Rússinn æpandi og
skrækjandi á gólfinu með brotinn
handlegg, en íslendingurinn stóð yfir
honum sigri hrósandi með morðkuta
hins í hendi, og áhorfendur ætluðu
að keyra niður húsið með lófaskell-
um.
Daginn eftir þetta afrek heimsótti
lögreglustjórinn í Odessa glímumenn-
ina og bað þá kenna lögregluforingj-
um bæjarins varnarbrögð sín. Það
gerðu þeir. Voru í Odessu vikutíma
og kendu lögregluliðinu glímubrögðin.
Svo mikið orð fór af þessum bar-