Ísafold - 22.01.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.01.1910, Blaðsíða 2
14 ISAFOLD daga í Cirkus í Odessa, að glímumenn- irnir hafa haft fult hús hvar sem þeir hafa komið síðan í rússneskum bæjum. (Eftir danska blaðinu Politiken). Úr loftinu. ---- Khöfn m/j’10. Frngur flugmaður steypist tíl bana. Baráttan við loftið er enn á tilrauna- stigi og því hættuleg og mannskæð enn sem komið er, eins og margar ný- ungatilraunir i fyrstu, þó að þær verði að hættulausu barnaglingri þegur fram i sækir, og lífsreynslan, lögð saman af mörgum mönnum og mörgum mannslifum, ef svo mætti segja, hefir kent mönnum að sjá hvar hætturnar liggja og gera við þeim. Flugmaður einn frægur á Frakk- landi, Delagrange að nafni, var nýlega á flugi nálægt Bordeaux og sveiflaði sér allavega í loftinu af miklum fim- leik, 30 stikur frá jörðu. En alt í einu brotnaði vinstri vængur vélarinnar af vindkasti. Flugvélin steyptist til jarðar og maðurinn slengdist niður og beið samstundis bana. Delagrange var ekki nema 37 ára að aldri. Hann var myndhöggvari í fyrstu, en hætti við það fyrir 2—3 árum, til þesss að geta gefið sig allan við loftflugi. í fyrstu flaug hann í vél með Wrights-lagi, en seinna keypti hann sér Bleriotsvél, og taldi hana betri. Hann var einn af mestu fluggörpum heimsins Hann flaug fyrstur manna hálftíma í lotu og hafði fyrstur far- þega með sér í vélinni. í flugvikunni i Reims síðastliðið haust var hnnn einn af þeim fremstu. Latham vinnur hæðarflugið 1050—1100 stikur. Við borgina Chalons-sur-Marne á Frakklandi flaug Latham 7. þm. og dvaldi ix/4 klst. upp í loftinu og komst 1050—1100 stikur uppi í loftið, eða yfir 3500 fet. Hefir enginn flogið jafn hátt fyrri. Plugvika í Höfn. Nokkrir danskir íþróttamenn hafa keypt sér flugvélar og hafa stofnað til flugviku þessa dagana úti á Amag- er. Flugvélarnar eru frá Frakklandi af nýjustu gerð. Þeim hefir tekist stirðlega enn sem komið er, sakir storma og illviðra og sjaldan hætt sér upp. Bíða þeir nú gæfta og er sig- urvegaranum heitið silfurbikar einum, afarstórum og dýrmætum. Frá Danmörku. --- Kh.’09. Bíkisdómur settur. Ríkisdómur var loks settur í gær og var þar fjöldi manna samankom- inn og meðal annara báðir hinir ákærðu, J. C. Christensen og Sigurð Berg. Annars gerðist þar ekkert sögu- legt. Akærur voru lesnar upp, eins G. M. Rée. og venja er til, og rutt úr dóminum einum dómara, vegna þess, að hann er tengdafaðir verjanda, Bulows hæsta- réttarmálaflutningsmanns. Sækjandi, G. M. Rée, beiddi um frest tfl 2. apríl til þess að semja kær- una og ganga frá henni að öllu leyti — og var hann honum veittur þó að dómstjórinn hefði þau orð um, að málinu bæri að hraða sem mest, því að þjóðin væri óþolinmóð. Líkiega verður þó dómurinn ekki kveðinn upp fyr eu i sumar. Dómur gegn bankastjórum fasteignabankans. Eftir að fasteignabankinn (Grund- ejerbanken) var að verða gjaldþrota, en var reistur við af ríkissjóði og hinum bönkunum 1908, þótti banka- nefndinni hlýða að rannsaka allan hag banka þessa, og eftir miklar og lang- ar viínaleiðslur skipaði dómsmálaráðu- neytið svo fyrir að hefja skyldi saka- málsrannsókn gegn bankastjórunum. Um það mál fjallaði nefndardóm- stóll og dómurinn var kveðinn upp 17. f. m. og fór á þá leið, að banka- stjórarnir allir, 3 að tölu, voru dæmd- ir í einfalt fangelsi fyrir sviksamleg tiltæki í stjórn bankans. Olaf Hansen bankastjóri var dæmdur i 2 mánaða fangelsi, Hamhurger bankastjóri i 1 mánaðar og Emil Levy málaflutnings- maður í 3 mánaða fangelsi. Dómn- um verður áfrýjað til hæstaréttar. Þingkosning í Khöfn. P. Knudsen, þingmaour og jafnað- armaður, var nýlega kosinn fátækra- borgarstjóri i Höfn og varð þá að afsala sér þingmensku um leið. í kjördæmi hans hér í borginni fór ný- lega fram kosning og var þar kosinn í hans stað Gustav Bang dr. phil., sötnuleiðis jafnaðarmaður og óvenju- lærður maður og málsmetandi. --------------- Úingröstnr i Ansturríki. ---- Khöfn. 10/j ’09. 8 sólarhringa þiriefundur. 1 Austurriki eru stöðugar róstur í þinginu milli Þjóðverja og Czekka. Deilur þessar hafa staðið í marga ára- tugi og lítil von til, að jöfnuður kom- ist á milli svo ólíkra kynflokka á næstunni, því að báðir eru fjölmenn- ir og hatrið er gífurlegt á báða bóga. Akærurnar hafa að mestu snúist um það, hvort málið eigi að vera ríkis- mál, þýzka eða czekkneska. Stjórnin hefir altaf verið að reyna að miðla málum og hefir fjöldi af frumvörpum þar að lútandi verið lagður fyrir þing- ið núna á siðari árum, en öll fallið og þar með ráðuneytin hvert á fætur öðru. í fyrra var seinast eitt slíkt frumvarp á ferðinni og varð til þess, að þingmenn gerðu hið versta hark í þinginu, blésu í hljóðpípur, börðu bumbur og sneru hrossabrestum — og loks barðist þingheimur og Þjóð- verjar og Czekkar tættu tuskurnar hver af öðrurn. Skömmu fyrir jólin núna urðu svip- aðar róstur, þó að ekki berðust þing- menn. Czekkar höfðu heimtað handa sér 6 ráðherraembætti, en Pólverjar, sem miðla vilja málum, buðu þeim ekki nema 5 og að því hefðu þó lík- lega Þjóðverjar aldrei gengið heldur. Samkomulagið fór auðvitað út um þúfur, en þá einsettu Czekkar sér, að gera þingsglöp og tefja með þvi fyrir umræðum um nauðsynlegustu laga- setningar, fjárlagafrumvarpið og verzl- unarsáttmálana. Czekkar lögðu fyrir þingið 3 7 frumvörp, sem varð að ræða undir eins og Czekkar gátu talað um tímunum saman, ætluðu þeir að tala þannig í striklotu i 14 daga, frá 15. desember til áramóta. Með því móti hefði þeim tekist að ónýta alt þingið- Mótstöðumenn Czekka, hinir svo- tiefndu »vinnufúsu« (Þjóðverjar, Kristni flokkurinn, Pólverjar, Italir og jafnað- armenn) ásettu sér að gefa hinum ekki eftir. Þeir eiga 357 menn í þinginu, en hinir ekki nema tæpan þriðjung af þvi. Ætluðu þeir sér því að láta Czekka hafa orðið sí og æ og gefast upp að lokum. Fyrst var rætt um czekkneskt frum- varp um að hestarækt ríkisins væri tekin frá herstjórninni og fengin í hendur landbúnaðarráðum. Czekkinn Kotlarz talaði í 12% tíma samfleytt um sjúkdóma á hestum og um dýra- læknaskólann í Prag. Þegar hann þraut efnið, þreif hann alfræðisorða- bók, sem hjá honum lá á borðinu og las upp úr henni langar romsur. Fyrst flutti hann ræðuna á czekknesku, en síðan á þýzku og loks á slov- ensku. Skyndilega var hrópað ofan af áhey- endapöllum: »Við erum skattborgar- ar og þolum ekki slíkt hneyksli sem þetta«. — »Fyrir þenna skrípaleik verð eg að borga 4400 krónur á ári í skatt< æpti annar. Þingmenn Czekka urðu æfir og öskruðu upp á pallana: »Þjóf- ar, níðingar, sneypist þið út I Út I Herra forseti, kastið þér þessum skril útU Síðan voru pallarnir ruddir og Kot- larz hélt ræðunni áfram, en þingmenn sátu flestir í þinghúsknæpunni eða spiluðu á spil. Næsta dag var svart loftið í þingherbergjunum af reykjar- svælu og matargufu. Inni í salnum voru fáeinar hræður og sátu við að lesa blöð, til þess að verjast svefni. Kotlarz var enn að tala, en nú heyrð- ist varla orðið til hans og það draf- aði í honum. En flokksmenn hans styrktu hann við og við með lófa- klappi og gat hann hvílt sig og hætt að tala á meðan. Eftir Kotlarz talaði Holy 4V2 klukkustund og Spacek hátt á 6. kl.st. um hófsjúkdóma, Þá talaði Lisy fyr- ir 5 áheyrendum. Einn af flokks- mönnum hans færði honum smurða brauðsneið þegar hann var tekinn að örmagnast og tókst honum að narta í hana við og við, þegar Czekkar veittu honum hvild með því að látast fara í hár 'saman. Nokkru seinna fór að ókyrrast upp á efri áheyrendapöllum. »Þjóðníðing- ar! BlóðsugurU var hrópað ofan á salinn. Pallarnir voru strax ruddir. Rétt á eftir voru líka ruddir neðri pallarnir, því að þaðan var hrópað: »Vasaþjófarl Slæpingar! og Föður- landssvikarar 1« Fundurinn stóð enn óslitinn, og nú fóru að heyrast hrotur hvaðanæfa úr þingsalnum, þvi að þaulræðunum hélt áfram. (Czekkinn Hirsch talaði með- al annars i 10 stundir. Frá pöllunum var að heyra mestu háreysti og einn daginn steypti einn áheyranda vatni yfir Czekka í þingsalnum. Loks tókst að breyta þingsköpunum í miðjum kliðum og forseta fengið meira vald í hendur en áður til þess að koma í veg fyrir þingglöp — og loks varð hlé á þingfundum, þá er þessi fundur hafði staðið 8 daga sam- fleytt. Það var Þjóðverjaflokkurinn og fylgiflokkar hans, sem ætluðu sér að breyta þingsköpunum, en þegar Czekkar sáu hvað verða viidi, sneru þeir við blaðinu og létu einn af sín- um mönnum bera fram tiliöguna um rýmkun þingskapanna og var hún loks samþykt með yfirgnæfandi meirihluta, Cook gersamlega týndur. Grömul svik. — Kh.w/jigio. Cook er ófundinn enn og vafasamt hvort hann gerir yfirleitt vart við sig framar. Skrifari hans, Lunsdale, er enn i Höfn og biður og biður eftir húsbónda sínum. Nú heflr hann ný- lega afhent háskólanum eina af vasa- bókum Cooks, en neitaði jafnframt að láta uppi, hvaðan sér hefði borist hún. Hinar tvær kvaðst hann ekki hnfa fengið enn. Jafnframt hefir hann birt bréfið frá Cook, sem stimplað var í Marseille á Frakklandi. Þar segist Cook vera kominn að þeirri niðurstöðu eftir margar andvökunæt- ur, að það sé ekki rétt gagnvart Dön- um að heimta, að þeir taki gilda skýrslu sína um norðurpólsfundinn, svo ófull- komin sem hún sé. Jafnframt biður hann háskólann í bréfinu að fresta fullnaðarrannsókn þangað til búið sé að sækja gögnin frá Grænlandi. — Ekki vex vegur Cooks af þessu bréfi, þó að Lonsdale virðist halda það. Dönsk blöð eru þessa dagana að hræra upp i gömlu rusli, sem fór á milli Cooks og Miillers jústitsráðs, sem eitt sinn var nýlendustjóri á Græn- landi. Múller hafði selt Cook fyrir mörgum árum æðardúnsábreiðu fyrir 2200 kr., en Cook borgað með tékk. En þegar Múller fór í bankann, kom það í ljós, að Cook hafði aldrei átt þar inni einn eyri. Eftir langa mæðu borgaði Cook 800 kr., en hitt var látið falla niður eftir tillögum Wei- manns, verzlunarráðgjafa, sem þá var konsúll Dana i New-York. Aður en Cook kom til Hafnar, en eftir að símsk. um norðurheimsskauts- fundinnfóru að berast, sendi Weimann, sem þá var orðinn allsherjarkons. Dana í Hamborg, skýrslu um þetta mál í utanrikisráðuneytið danska — svo að Danir vissu um þetta alt áður en Cook kom, þ. e. a. s., ráðgjafarnir flestir og nokkrir af þeim, er bezt gengu fram i fagnaðarlátunum. Ahle- feldt-Laurvigen, sem þá var utanríkis- ráðgjafi, kom þó í veg fyrir, að her- skip yrði látið sigla til móts við Cook og, að hann yrði. sæmdur dönsku heið- ursmerki, — en. háskólinn var ekkert látinn um þetta. vita og ekkert gert til þess að korna í veg fyrir, að Cook yrði gerður að heiðursdoktor. Verzl- unarráðgjafinn sem þá var, Johan Hansen, vissi og uin málið, en gerð- jst samt forgöngumaður að Cooks- hátíðinni í ráðhúshöllinni og flutti þar aðalræðuna til heiðursgestsins. Mennirnir færa sér það til afsök- unar, að þvi mundi hafa verið illa tekið, bæði innanlands og utan, ef Cook hefði ekki verið vel fagnað, þegar hann kom úr þessari sigurför, og hugsuðu sem svo, að vel gæti verið, að hann hefði komist á pólinn þó að hann hefði prettað mann fyrir 15 árum norður á Grænlandi — og má vera, að þeir hafi á réttu að standa og, að aðrir hefðu ekki sett þetta fyrir sig. Kviksetningar. Hugsandi er, að sjaldan komi það fyrir hér á landi, að menn séu kvik settir, eða grafnir lifandi. En engin vissa er fyrir, að það eigi sér ekki stað. Það er aldrei rannaakað. Oft ber það við að menn komast í það ástand, sem kallað er skyndautt. Menn eru þá sem dauðir að öllu út- liti, en eru það ekki og geta haft ftilla meðvitund. Það ber líka við, og eigi svo sjald- an, að skyndauöir menn eru álitnir dauðir og að smíðuð er líkkistan ut- an um þá, en þeir þá getað með mestu r.aumindum látið á sér sjást einhver lífsmerki, oftast með litla fingri. Svo villandi fyrir fólk getur þetta skyndauða ástand mannsins verið, !að æfðir læknar hafa vilst á því og álit- ið skyndauða menn dána. Heyrt hefi eg sagnir skilríkrá manna um líkur til þess, að menn hafi verið kviksettir; t. d. hafa grnfarar séð brotna fótagafla úr nýlegum líkkistum og grunað að valdið hafi umbrot þess, er í kistunum var. Einnig hafa heyrst hljóð frá kirkjugörðum er menn hafa ekki skilið í o. s. frv. Vegna hins skyndauða ástands manns- ins er virkileg hætta á því, að kvik- setningar eigi sér stað, og mér finst meiri likur til, að þær komi fyrir. Væri það íhugunarven, ef hinir kvik- settu væru að berjast við að láta til sín heyra, en gætu ekki, líkt og þeir skyndauðu, sem að eins er smíðað utan um. Helzta bótin fyrir kviksetta menn er sú, að fái þeir fult líf í gröfinni, þá deyja þeir að líkindum fljótlega af loftleysi. En enginn mun vita hvað lengi þeir geta lifað þar í skyndauða ástandinu. Stjórn og þing parf að gera ein- hverjar góðar ráðstafanir þessu við- víkjandi, og má ekki Iáta það dragast lengur. Auðvelt væri að láta ákveðna menn í hverri sókn rannsaka líkin, helzt rétt áður en jarðað er. Þeir menn ættu að hafa glögga leiðbeiningu uin dauða- merkin og tilraunir, sem þarf að gera. Þetta mundi sjaldan þurfa að kosta meira en 2—3 krónur og gæti það verið á kostnað þess dána. Eg hygg, að flestir vildu verja svo litlu af eftir- látnum munum sínum tii að tryggja það, að þeir væru ekki grafnir lifandi. Sig. Guðmundsson. -------------- Veðrátta vikunH frá 16. jan. til 22. jan. 1010. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. | Þh. Snnnd. 0.2 -2,8 -2,0 0,7 -2,0 0,6 6.5 Mánnd. -1.2 0.7 1,6 1.5 —2.4 1.6 4,7 Þriðjd. ’,5 0,0 -1,4 -1,5 0,0 -0,6 4.4 Mi?)vd. -7,0 -6.7 —5.5 -6,3 -2,0 -3,- 2 2 Fimtd. -9,4 -6.4 -3,4 —7.0 -2.5 —49 -1.2 Föstd. —6,0 -1,3 —7.0 —4.5 -4,0 -7,6 — ,0 Laup;d. —8,6 -10,0 —10,0 —15,0 —16.0 -8,7 -4,5 Bv. = Keykjavik; íf. = Isafjörður; Bl. = Blönduós; Ak. = Akureyri; Gr. = Grimaataöir; Sf. = Seytliafjörflar; Þh. = Þórahðfn i Ftereyjum. Skautakappför. Á mofgun kl. H/a efnir Skautafél. til skautakappfarar á tjörninni ef veður leyfir fyrir drengi innan 15 ára og aðra skautamenn, sem eigi hafa hlotið verð- laun áður. — Auk þess þreyta þeir Sigurjón Pétursson glimukappi og Jacobsen kvikmyndamaður hraðhlaup (5000 stikur).i Aðgangur að skautasvæðinu kostar 25 aura. — Félagar verða að hafa með sér félagsskírteini. — Skautafé- lagsstjórnin mælist og til þess, að félagar hjálpi til með að gæta þess, að óviðkomandi menn sé ekki inni á svæðinu. Eldsvoði. Tvö hús brenna. — Mörguin hætt. í nótt á fyrstu stundu, þegar bæjar- búar flesiir sváfu værum svefni, gall við i næturkyrðinni — brandlúðurinn — þetta drungahljóð, sem enginn gleymir, sem einu sinni hefir heyrt það. — Og á svipstundu gullu vtð um stræti bæjarins ópin: eldur uppi! eldur uppil Meun þustu út og fyrir þeim varð raunaleg, en tiguleg sjón : Blossandi eldhaf, er sló bjarma y-fir allan bæinn. Það var húsið nr. 2} í Þingholtsstræti, eign Lírusar emerit- prests Benediktsson.ar, er stóð í ljós- um loga. Bæjarbúar þustu að eldinum, en það var þegar augljóst hverjum manni, að engu tauti varð kornið við eldinn i því húsinu og ekki annað fyrir hendi en að freista þess að verja nágranna- húsin. Þau tókst og að verja bráðum bruna. öll nema samkomuhús advent- ista, »Betel«, er stóð austanvert við hús síra Lárusar. Önnur þrjú hús voru í mikill hættu : hús Helga Thordersen trésmiðs, gamli spitalinn og hús Jens B. Waage banka- bókara. Eldurinn snart öll húsin þessi meira og minna, en fekk ekki læst sig í þau. Eru húsin mjög mikið skemd, bæ§i af sviðnun og einkum vatnsstraumunum, er beint var í þau látlaust. Mesta mildi, að á var blæjalogn, ella ekki annað sýnna en að hverfið alt í kring — Þingholts- stræti sunnanvert og Miðstræti hefðu brunnið. Fólk í mörgum húsanna þar varð svo smeikt, að það tók að bera út búsmuni sina, meðan hæst stóð eldurinn, en hvarf frá því ráði, er hús sira Lárusar tók að hrynja og eld- inn því að lægja. Það var á allra vörum í nótt hve afarilla slökkvitækin voru á sig kom- in, og eins seindrægni og óðagot þeirra, er fengust við að stjórna. Vatnsslöngur og sprautur voru og sagðar í miklu ólagi. — Þungir voru dómar manna um slökkviliðsstjórann, hr. Kristján Þor- grímsson, í nótt; sagt, að hann hafi fyrst komið seint og síðarmeir að eld- inum, og honum kent ólagið á slökkvi- tólunum. Hve mikið er hæft í þess- um ásökunum er eigi unt að segja að svo stöddu; en sjálfsagt virðist, vegna allra, sem hlut eiga að máli, að rannsaka þær — svo að enginn verði hafður fyrir rangri sök. — Hafa sum- ir menn fullyrt í eyru ísafoldar, að bjarga hefði mátt Betel, ef valnsslöng- urnar hefðu verið í því lagi. sem þær eiga að vera. I húsinu, sem brann, bjuggu marg- ar fjölskyldur. Á efsta lofti bjó Lár- us prestur Benediktsson. Hann og fólk hans komst að eins með naum- indum úr húsinu — svo að segja á nærklæðunum. Á öðru lofti bjó Guðm. skáld Magnússon, í stofunni frú Hall- dóra Blöndal; auk þess bjuggu í hús- inu cand. Páll Eggert Ólason og ekkjufrú Ingunn Blöndal. Alt komst þetta fólk út, en flest með naumind- um og fáklætt. Mjög litlu af hús- munum varð bjargað. Er þetta því hryggilegra, sem alt mun hafa verið óvátrygt hjá öllum nema séra Lárusi og Guðm. Magnússyni og í hlut á æði efnalítið fólk. Þegar svo stendur á. er pað sjáljsögð skylda allra peirra, sem nokkuð geta, að létta undir með jólki pvi, er tjónið hefir beðið, og Reyk- víkingar hafa sýnt það áður, að þeim er hjálpin hugljúf, er líkt hefir staðið á. — í kjallaranum var prentsmiðja Da- víðs Östlunds trúboða. Hún brann til kaldra kola. Er það mikið tjón fyrir hr. Östlund, þvi prentsmiðjan var að eins vátrygð fyrir 5,400 kr., en pappír mikill og annað í henni óvátrygt, svo að hún var alls rúmra 7000 kr. virði. Húsið sjálft var i öndverðu bygt af Guðm. Jakobssyni trésmið. Fyrirnokkr- um árurn keypti Östlund húsið og bætti siðan allmiklu norðan við það, og seldi síðan fyrir 2—3 árum síra Lárusi Benediktssyni á 24,500 kr., en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.