Ísafold - 22.01.1910, Síða 3
I8AF0LD
15
húsið var að eins vátrygt fyrir x 8000
— brunabótavirðingin svo lág.
Betel, annað húsið sem brann, var
eign adventistasaínaðarins, virt á 7000
kr. og vátrygt fyrir jafnmiklu. En í
því húsi var bókaforði — útsölubæk-
ur o. s. frv., nálægt 3000 kr. virði,
alt óvátrysrt, og brann til kaldra kola.
ekki einungis gasvini persónulega,
heldur einnig bæinn í heild sinni,
þess vegna á hver sannur bæjar-vinur
að.fyrirlíta aðferð þeirra.
Virðingarfylst
E. Schoepke,
umboðsmaður firmans Carl Francke,
Bremen.
Þess ber að geta, að frá Valnum
komu margir foringjar og hásetar með
nokkrar smásprautur, þegar er þeir
sáu eldinn, og gengu þeir mjög vel
og vasklega fram í að slökkva.
Gasið.
Heiðraði herra ritstjóri! — Grein í
Fjallkonunni 18. þ. m. neyðir mig
til að risa á móti hinu leiða þvaðri
ogóhæfilegu staðhæfingum, sem breytt
er út um gasstöðina víða hér í bæn-
um, einkum nú undir bæjarstjórnar-
kosninguna. Eg gef yður leyfi til að
nota eftirfarandi skýringar mínar á
hvaða hátt, sem þér viljið.
Byggjandi gasstöðvarinnar, Carl
Francke, er meir eða minna opinber-
lega gefið að sök, að hann hafi ein-
ungis litið á það, að geta reist gas-
'stöð hér í Reykjavík, án þess að á-
byrgjast til fulls, að bærinn ekki
kynni að bíða neitt tjón af því. —
Vitanlega er það ekki iif eintómum
mannkærleika, að Carl Francke reisir
stöðina hér, heldur af því, að hann
einnig sér sjálfum sér hag í því; en
þessir sömu hagsmunir hvetja hann
einnig til, eftir beztu vitund og sam
vizku, að reisa þannig »miðstöð fyrir
ljós, hita og afl« og reka hana svo,
að bænum megi á allan hátt vel líka,
því að, að öðrum kosti mundi firmað
bíða þannig tjón á orði sínu og áliti,
að lof og meðmæli margra annara
bæja mundu ekki geta bætr úr því.
Firmað Carl Francke hefir hingað
tii bygt ca. 400 gas- og rafmagns-
stöðvar, vatns- og skolpveitur og hefir
á hendi rekstur mikils hluta þeirra;
traust það, er firma mitt hefir unnið
sér við byggingar þessar, vill það
ekki leggja í hættu. Þessir hags-
munir tengja oss fastar við gasstöð
Reykjavikur, heldur en tryggingarfé
tifalt hærra en þessar 10,000 kr. gætu
gert.
Ver höfum ekki og munum aldrei
hafa hina allra minstu ástæðu til að
álíta gasstöð Reykjavíkur á nokkurn
hátt byrði fyrir oss. Það er og verð-
ur föst sannfæring vor, fengin fyrir
hina víðtæku reynslu á rekstri gas-
stöðva, að þessi stöð svari brátt kostn-
aði og gefi innan skamms af sér arð,
er að mestu leyti rennur í bæjarsjóð.
Það sannast einnig með því, að þegar
hefir verið beðið um innlagningu gass
í mjög mörg opinber og einstakra
manna hús hér í bænum.
Þegar sumir láta sér um munn
fara þvílíka heimsku um gasið, og
átt hefir sér stað í seinni tið hér,
(eins Og t. d.: gasljós er skaðlegra
heilsu manna en sérhvert annað ljós;
það eyðileggur málma, dúka, blóm;
af því stafar stærri brunahætta en af
steinolíu) — þá sannar það einungis,
að þessir menn eru að minsta kosti
rnjög léttúðugir, þar sem þeir láta
uppi álit sitt á málefni, er þeir ekki
hafa rannsakað nægilega, eða ekki
heyrt dóma sérfróðra manna um.
I ritgjörð minni »Ljósmagn, afl og
hiti steinkolagassins«, hefi eg sett
fram hina réttu skýringu á gasi;
einnig getur hver og einn fengið
réttar upplýsii-igar með því að spyrja
sig fyrir hjá sérfróðum og óhlutdræg-
um mönnum utanlands. Sá sem ekkí
hefir gert það, eða séð þetta sjálfi
utanlands, hann ætti að geyma sín
persónul. meiningu um málið.
En það er lika nokkuð annað, sei
ætti að fá menn þá, er verið hafa
móti gasi, til að hætta hinum gagn
lausu æsingum móti því og heldt
að flýta fyrir útbreiðslu þess; það er
• hagsmunir bæjarins sjálfs, að han
fái sem allra fyrst ágóða af stöðinn
Þess vegna ætti viðkvæðið í, bænui
að vera »með gasi« en ekki »mó
gasi«, og allir þeir, sem enn tala
rnóti gasinu, eftir að byggingarsami
Ulgurinn var samþyktur með atkvæi
Ulu meiri hluta bæjarstjórnar, ska?
Úr kjördæmi Jóns ólafs-
sonar.
Símfregn frá Fáskrúðsfirði í dag
hermir, að í gær hafi verið haldinn
þar pólitískur fundur. Fundarefni: Af-
hrópun ráðgjafa. A fundinum mættu
ý2 tnenn og af þeim forskrifuðu 11
— elleju — sálir sig á vantraustsskjal
— en hinir (81) voru á móti van-
traustsyfirlýsingu.
Svo fór um sjóferð þá I
Ceres
kom loks í fyrrakvöld hingað, eftir
langa útivist og harða; hrepti storma
og var 7 sólarhringa á leiðinni frá
Leith. Farþegar: Jón Gunnarsson
samábyrgðarstjóri, Ólafur fohnson og
Jón Björnsson kaupmenn, Viggo
Björns^on bankamaður o. fl.
Leikkonan
Etnma Thomsen er nýlega dáin í
Kaupmannahöfn.
Gjafir ogr áheit
til Heilsuhælisins, afhentar Sighv.
Bjarnasyni bankastjóra:
Kvikmyndafélagið í Bárubúð 30 kr.;
Kvenfélagsdeild Ljósavatnssóknar 52
kr.; áheit frá ónefndum kaupmanni í
Reykjavík 10 kr.; G.-T.-stúkan Vík-
ingur í Rvík 25 kr.; ónefndur Reyk-
vikingur 1 kr.; nokkrar yngismeyjar
á ísafirði 200 kr.; Þórunn yfirsetu-
kona Björnsdóttir 50 kr.; Kvenfélag
fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík 100
kr.; ónefndur Reykvikingur 3 kr. 60
a.; Jón kaupmaður Jónsson frá Vað-
nesi (ágóðahluti af seldum varningi)
10 kr. 45 a.
Falsfrétt
hlýtur það að vera, sem höfð er
hér í andþófsblöðunum eftir privat-
bréfi frá Khöfn um álit dönsku banka-
stjóranna á ástandi Landsbankans, ef
skiljast á svo, að ekkert hafi verið
að, þegar þeir komu hér. Það er
fullkunnugt réttum hlutaðeigendum
hér, að þeirra skoðun fór m j ö g
fjarri því, en þeir hafa alls ekk-
e r t uppi látið nema bara við Land-
mandsbankann pg hann svarað þvi
e i n u, að hann að svo stöddu héldi
viðskiftunum áfram.
Póstafgreiðslumenn
hefir ráðherra skipað í dag þá:
Guðmund S. Th, Guðmundsson
kaupmann á Siglufirði;
Halldór Jónsson kaupmann í Vík í
Mýrdal;
Ingimund Steingrímsson í Djúpa-
vogi og
Ólaf Böðvarsson bakara i Hafnar-
firði.
Samábyrgðin.
Forstjóri fyrir þeirri stofnun erjón
Gunnarsson verzlunarstj. frá Hafnar-
firði, en gæzlustjórar við hana skipað-
ir i dag af ráðherra til bráðabirgða
þeir Páll Halldórsson stýrimannaskóla-
stjóri og Sigýús Bergmanu kaupmað-
ur í Hafnarfirði.
Jarðskjálftar.
Hér í Rvík varð vart nokkurra jarð-
skjálftakippa í morgun — hins fyrsta
kl. 850, tveggja með litlu millibili kl.
10,16 og io,34 árdegis, og enn ein-
hverra hræringa um nádegið. — Jarð-
skjálftamælir er við stýrimannaskólann
og gefur hann til kynna hræringar,
hversu litlar sem þær eru. — Fyrsta
kippsins varð og vart á Akureyri.
Heiðursmerki. Eftir tillögom Islands-
ráðherra hefir konnngur vor sæmt 27. f.
mán. Ole Th. MykLestad i Sanddal í Nor-
vegi riddarakrossi dannebrogsorðunnar, i
viðurkenningarekyni fyrir ötular og árang-
ursfullar framkvœmdir hane hér á landi fyr-
ir nokkrum árum til útrýmingar fjárkláð-
anum.
Skóiabl. og stafsetuingiu.
Svar tii J. Þ.
Fræðslumálastjóri Jón Þórarinsson
ritar í 23. tbl. Skólablaðsins grein
eina, sem hann kallar: »Enn um staf-
setninguna«.
Hann álítur mig gruna, að kennar-
ar séu í vafa um, hvaða stafsetoingu
þeir eigi að fylgja. Færir hann því til
sönnunar, að tveir rithættir séu not-
aðir í skólanum, sem eg kenni við.
Mér er ókunnugt um, að svo sé.
Hitt veit eg, að Blaðamannastafsetn-
ing er fyrirskipuð í barnaskóla Reykja-
víkur.
Þetta vita kennarar skólans. Hafi
nú einhver kennari við þenna skóla
látið Lesbókina rugla sig eftir viðtal
við J. Þ., sem heldur á lofti Lesbókar-
rithætti, er það raunalega lítið sjálj-
stœði.
Hér þurfa kennarar ekki að spyrja
eins og J. Þ. gerði ráð fyrir í Skóla-
blaðinu.
Áður hefi eg fært rök að því, að
mér þyki ótrúlegt, að margir kennar-
ar yfirleitt spyrji eins og Skbl. gerir
ráð fyrir. #
Hr. Jón Þórarinsson er að fræða
mig um það, að hver einstakur kenn-
ari ráði ekki rithætti þeim, er hann
sennir við skóla þann, sem hann vinn-
ur í, heldur ráði skólanefnd því.
Þetta vissi eg áður.
En hitt er mér líka kunnugt um,
að við smáskóla upp um sveitir er
kennaranum oft falið að ráða rithætti
í skóla sínum.
Það hefir aflað Blaðamannastafsetn-
ingu mikils fylgis, því kennarar með
kennaraprófi frá Flensborg hafa þá
haldið rithætti þeim, er J. Þ. lét kenna
þeim í skóla.
Ekki sannar það eða sýnir mikið
þótt nokkrir kennarar i Reykjavík hafi
haldið fund til þess að gera stafsetn-
ingarglundroða á ný. Blaðamanna-
stafsetningin er langvinsælust og víð-
tækust eftir sem áður.
Fjölmargir fræðimenn og rithöf-
undar hafa samþykt hana, þar á með-
al hr. Jón Þórarinsson fræðslumála-
stjóri, og eftir það var hún tekin upp
í kennaraskólanum, sem hann stýrði
þá.
Hvers vegna lagði fræðslumálastjór-
inn ekki til, að Blaðamannaritháttur
væri hafður á »Lesbók handa börn-
um og unglingum«? Fanst honum
stjórnin vera að leita samræmis, er
hún tók aftur upp je? Kom honum
þá ekki til hugar miðlunin, sem hann
vill nú gera?
Það er erfitt verk og ilt að vera að
breiða yfir það, sem skakt er gert.
Hitt er affarasælla að játa yfirsjónina
og bæta fyrir hana.
Lesbókin ætti að vera með blaða-
mannastafsetningu. Það mæla þeir,
sem ekki vilja glundroðann og hr. J.
Þ. telur sig í þeirra hóp.
»Líífærin þarflausu hverfa úr sög-
untii«, segir N. Kbl. og er það meiri
málsbót en alt, sem Skbl. hefir tínt
til í mörgum dráttum.
En hafi þessi líffæri tungu vorrar
zan, y-ið, ý-ið og x-ið verið þörf 1898
eru þau það enn í dag.
Meðal annars segir fræðslumálastjór-
inn í grein sinni, að okkur greini á
um,- hvaða þýðingu lesbók barnaskól-
anna hafi fyrir kenslu móðurmálsins
Þetta er ekki rétt.
Það, sem okkur greinir á um, er:
að hann vill láta skólana taka upp
Lesbókarstafsetningu, en eg vil þeir
fylgi blaðamannaréttritun.
Þeir, sem lesa grein fræðslumála-
stjórans sjá, að hann vill leggja staf-
rófskverið og forskriftarbækur til
grundvallar stafsetningunni.
En nú er honum kunnugt um, að
fjögur stafrófskverin, sem langmest
eru notuð á landi hér, hafa öll blaða-
mannastafsetningu. Forskriftarbækur
hans sjálfs veita börnum einkargóða
æfingu í að nota z-u, en þar er líka
notað je og tvöfaldur samhljóður —
vitanlega í samrami við stafrófskverin
og lesbókina! —
Jón Þórarinsson er í ógöngum stadd-
ur, að hafa lagt það til, að fylgt yrði
rithætti »Lesbókar handa börnum og
unglingum«, sé nokkurt tillit tekið til
þess, hvernig stóð á í skólum lands-
ins þegar hún kom.
Bókin kom eins og skollinn úr
sauðarleggnum, öfug bæði við staf-
rófskverin og forskriftarbækurnar.
* Það gegnir furðu, ef fræðslumála-
stjórinn heldur, að kennarar sjái ekki
þetta ósamræmi, þótt hann hefði nú
aldrei ritað um það eins laust við
rök og hann hefir gert.
Lítil .málsvörn er það hjá J. Þ. þótt
hann segi, að eg tali »borginmannkga»
og segi hitt og þetta tallhreykinn*.
Rithátturinn á grein hans er ekki
samboðinn góðum og gömlum skóla
meistara.
Mér er ekki sýnt um að »gæla«
við hroka eða tiégómaskap.
Við hvern, sem eg skifti orðum vil
eg mæla eins og maður talar við mann.
Við Jón Þórarinsson erum báðir
menn og báðir íslendingar, að því leyti
höfum við jafnan rétt til að lýsa okk-
ar einstaklingsskoðun, hvort heldur er
í
þessu máli eða öðru.
En andinn í greininni
nokkuð annað.
hans bendir
Hallgr. Jónsson.
Betra er seint en aldrei.
Ekki alls fyrir löngn, tók eg mig til að
tæma kassa, sem flnttir höfðu verið nr húsi
okkar i .Bateman Street«, i Cambridge. þar
sem við höfðnm húið yfir 33 ár, og i hús
það er við nú búum i — »Sunnyside 91.
Tenison Road«.
Kassar þe3sir voru fuilir af blaða og
bréfa rusli, sem safnast hafði þar árum sam-
an, eins og gjörist vist hjá flestum, sem
mikil ritstörf hafa á hendi. Meðal annars,
kem eg þar niður á gamlar »ísafoldir«, fer
að blaða í þeim — og verður mér einna
fyrst litið á grein, með yfirskriftinni:
• Kvennaskólinn i Yiuaminni« (14. nóv. 1896).
Höfundur greinarinnar kallar sig: Kven-
mentunarvin, og er hún stiluð til ritstj.
ísaf., og er efnið að biðja hann — ritstj.
— að fræða sig og aðra um, hvað orðið
hafi af samskotunum, er eg hafi safnað og
fengið á Englandi, í Svíþjóð og viðar, til
eflingar mentun og menning kvenfólks hér
á landi?
Ennfremur segir hann, að hér hafi verið
reist hátt hús, sem fyrst hafi verið sagt,
að bygt hafi vcrið fyrir þessi útlendu sam-
skot, og ætti að hafa fyrir kvennaskóla,
og sé það satt, að húsið hafi verið reist
fyrir samskotaféð, handa hérlendu kven-
þjóðinni, þá á hún húsið, en enginn ein-
stakur maður, og ætti hún því að hirða
húsið og tekjurnar af þvi. — Þá bendir
höf. á, að nú sé það forstöðunefnd Kven-
félagsins eða yfirvöld landsins, sem ættu
að grenslast eftir þvi, hve samskotaféð
hafi verið mikið, og hvort húsið sé al-
mennings eða einstaks manns eign.
Ritstj. kveðst ekki færari að leysa úr
þessum spurningum, en spyrjandi sjálfur,
það hafi, svo kunnugt sé, engar skýrslur
verið birtar hér á landi, nokkurn tima um
þessi samskot, eða hagnýting þeirra. Það
eitt, sem henn viti, sé, að kvennaskóli hafi
verið haldinn hér (i Vinaminni) 1 vetur,
fyrir mörgum árum (ekki voru þau nema
4), en siðan ekki við söguna meir.
Liklegt þykir honum, að yfirvöld vor
áliti málið sér óviðkomandi. En mjög
virðist honum vel til fallið, að Kvenfélagið
islenzka skifti sér af því, eins og fyrir
spyrjandi drepi á, og reyndi t. d. að fá úr
þvi leyst i tæka tið, hvort húsið sé heldur
almennings eign eða einstakra manna.
Q-rein þessa hafði eg aldrei séð, né heyrt
fyrri en hún barst svona upp i hendur mér,
því að eg var í Ameriku 1896, eins og
ritstj. vissi, fjarri íslendingum, og hafði því
ekkert tækifæri til að sjá isl. blöð.
Eg ætla þvi að svara, i fáum orðum
»forvitring« þessum, Kvenmentavininum, þó
seint sé.
Það er þá fyrst — að eg hefi aldrei
safnað eða tekið móti nokkrum samskotnm
á Englandi — i Sviþjóð — né nokkrum
öðrum löndum, til eflingar mentun og menn-
ingu kvenfólks hér á landi.
Vinaminni var ekki bygt fyrir samskot,
heldur fyrir peninga, sem göfug og góð
vinkona min gaf mér i minningu um Karó-
linu sál. systurdóttur mfna, sem hún ann
mjög. Hún tók það fram i bréfi (sem eg
hefi hér til sýnis, og löglegt eftirrit af), að
það væri gjöf til min og gæti eg þvi varið
peningum þessum, eins og eg vildi sjálf.
Eg d húsið, en ekki almenningur, eg
vann sjálf fyrir þvi, sem vantaði til að
borga fyrir bygging húsins — vann mér
það inn með fyrirlestrum.
Átti eg ekki sjálf þá peninga, sem eg
fekk fyrir fyrirlestra, er eg sjálf hafði sam
ið og flutt?
Eg bygði Vinaminni i þeim tilgangi, að
stofna þar kvennaskóia-, — var það illur til-
gangur? Hér var sannarlega full þörf á
meiri og betri mentun kvenna, en þeim gafst
kostur 4 1885 og getur enginn, vona eg,
álitið, að löngun min til að reyna að út-
vega stúlkum meira tækifæri til að leita
sér mentunar, hafi verið sprottin af illvilja
til kvennþjóðarinnar eða lands mins. —
Eg hefi aldrei legið á liði mínu, hafi eg
eitthvað getað hlynt að íslenzku kvenþjóð-
inni.
Mér hefði því sárnað, ef »Kvennmenta-
vininum« hefði tekist að koma forstöðu-
nefnd Kvenfélagsins til að »forgrípa« sig
á minni eign, og þær hefðu »hirt Vina
minni«, eins og hann stakk upp á. — Hafi-
nú hugur fylgt máli, þá er höf. þessi sjálf-
sagt buinn að afreka mikið fyrir mentun
kvenna í þessi 13 ár og ætti því ekki að
hylja nafn hans.
Næsta Isaf. sem kemur i hendur minar
upp úr ruslakystu þessari, er frá 2
1896, þar birtist önnur'grein — augsýnilega
smíðuð i sömu 8miðju og hin fyrri, sem
Kvenmentavinurinn eignar sér, en þessi
birt nafnlaus.
Höf. þessi hlýtur að vera skáld, en skáld-
skapur hans er grautarkendur.
Höf. þessi byrjar líkt og kvenmentavin-
urinn — nm kvennaskólann sem haldinn
hafi verið í Vinaminni — 1 úr ___ um sam-
skotin, sem ég hefi fengið á Englandi, í Svi
þjóð, og viðar, til að reisa skólahús þetta
fyrir 0. s. fr.
En nu heypur Höf. frá hinni alvarlegu
hlið sögunnar, þar sem eg á að hafa dreg-
ið undir mig fé, sem íslandi hafi verið gef-
ið þuð er með öðrum orðum — að eg
hafi >stolið fé þessu úr sjálfs hendi«, —
og fer nú að gjöra »gamansögur« til að
skemta lesendnm ísafoldar — segir, að þeg-
ar eg hafi heyrt landskjálfta sögurnar héð-
an (eg var þá i Ameriku), hafi mér þegar
flogið i hug« (þó það væri nú, að slikur
vitringur »viti hvað menn hugsa«, þó aldrei
láti þeir það i ljósi), að nú kynni »Vina-
minni« að vera »hrunið« — (þetta litla)
hafi síðan óðar brugðið við að safna &
nýjan leik i skólasjóð (málið og réttritun
er höf. en ekki min), með fyrirlestrum í
faldbúningnum íslenzka og með því að bjóða
til »8ölu kvenskartið og ættargripina dýr-
mætu« o. s. frv.
Lýsing min á íslandi, segir höf. sé sama
og i fyrri daga — eymdarhag kvenþjóðar-
innar islenzku, að þvi er nppeldi og ment-
un snertir. »Hinn uppvaxandi karlmanna-
lýður hafi ljómandi góðan latinuskóla i
Reykjavík með frægum kennurum. Þar læri
sveinarnir Cæsar og Austurför Kyrosar utan-
bókar, þegar þeir hafi ekkert annað að
gjöra á hinum löngu vetrarkvöldum, fari
siðan til Kaupmannahafnar (litur út eins og
þeir fari rétt eitthvert vetrarkvöldið, þegar
þeir eru búnir með lexinrnar sinarll), og
þar standi þeim enginn á sporði í lærdómw
o. s. frv.
Sárt er nú að verða að játa upp á sig
að hafa ómögulega getað sagt frá hvað
sveinarnir lærðu, sökum fáfræði og mentun-
arleysis — þvi eg kinn ekki latinu, og þvi
siður grísku.
Ekki gat eg heldur hafa sagt, að allir
íslendingar, sem færu til Hafnar, væru svona
lærðir, þar sem eg þekki fleiri landa, sem
ekki hafa tekið próf. En eg sagði
»margir« —
Enn gjörði eg Islandi, eða íslenzku karl-
mannalýðnum nokkurn »ósóma« með þvi,
áð þeir hefðu ljómandi góðan iatinuskóla
með frægum kennurum?
Var það ekki satt? Eða hafði þessi
vitringur« aldrei heyrt getið um rektor
Sveinbjörn Egilsson, Jón Þorkelsson, Björn
Gunnlaugsson og marga fleiri merka kenn*
ara. —
Satt er það, sem hann segir eg hafi sagt
um mismuninn á mentun kvenna og karla
Eg tók fram t. d. fátæka presta eða bænd-
ur upp til sveita, sem ættu syni og dætur.
Þeir gætu með mjög litlum kostnaði sent
8yni sina suður í Reykjavik i latinuskólann,
þar sem þeir fengju hús, hita, ljós og kenslu
ókeypk. Einnig ölmusu — annað ef ekki
fyrsta árið, sem nóg væri fyrir fæði, að
minsta kosti. En dætur þeirra hlytu að
fara alls þessa á mis, ef feður þeirra gsetu
ekki borgað með þeim, því engin slik stofn-
um væri hér fyrir kvenfólk. Þó stúlkur nú
á seinni árum geti notið kenslu i skólanum
ókeypis með piltum, þá hafa þær ekki hin
hlunnindin, sem piltar hafa, nema ljós og
hita í tímunum. (Meira).
Sigríður E. Magnússon,
Eldsvoðinn.
í dag hafa nokkrar konur bæjarins
og karlar gengið í nefnd — til að
standa fyrir hjálp til þeirra, er tjón
hafa beðið af hinum mikla bruna í
nótt.
Það verður áreiðanlega þörf mikill-
ar hjálpar.
Hvað segja listamenn þessa bæjar
um að efna til skemtisamkomu og
láta
tjón
eigi
ágóðann renna til þeirra, sem
hafa beðið ? — Fyrirhöfnin þarf
að verða mikil.
SRússneskir Nú á dögum telja menn
sendiherrar. rússneska sendiherra vera
glæsilegustu og háttprúð-
ustu menn, sem til eru í heimi af þeirri
stótt. Þeim hefir farið ögn fram síSan
á 17. öld, því aS þá þóttu þeir svola-
menni. Rússneski sendiherrann í Lund-
únum á dögum Elísabetar drotningar
mælti eitt sinn svo feldum orðum til
drotningar í ræðu: »Húsbóndi minn hélt,
að það værir þú, sem réðir þessu landi.
En nú só eg, að það eru róttir og slótt-
ir mangarar, sem ráða hór lögum og
lofum, og þú ert ekkert annað en venju-
leg skækja«. ,
Þegar franska tízkan fór að gera vart
við sig við hirðina í Pétursborg fóru
menn að kunna betur við, aö sendiherr-
arnir bættu dálítið ráð sitt og lærðu
mannasiði. Þeim var sent umburðarbróf
og þeim sagt, »að vera stiltir undir
borðum, að drekka sig ekki fulla og að
vera ekki dónalegir í orðum«. Þó gefur
eftirfarandi áminning enn betri hugmynd
um ástandið: »Þið megið ekki fremja
ránskap í húsum manna í ókunnum
löndum, nó svifta nokkurn mann eign
sinni með ofbeldi, og þið megið ekki
berja á neinum að ástæðulausu«. Það
veitti líka ekki af, að þeir væru ámintir.
Rússneskur sendiherra heimsótti emn af
þýzku kjörfurstunum nieð sveit sinm 1
Pillau árið 1658.' Fjölmenni mikið var
þar samau komið, en gleðskapurinn for
út um þúfur þegar líða tók á nóttina.
Rússar urðu fullir og hofust brátt aflog
milli þeirra og gestanna; en á meðan a
því stóð, hafði sendiherrann sjalfur það
sér til afþreyingar að brjóta og bramla
allan borðbúnaðinn — og ha,fði þau orð
um, að þess háttar tízkuprjál væn ekki
til annars og hann væri maður til að
koma því fyrir kattarnef.