Ísafold - 29.01.1910, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.01.1910, Blaðsíða 3
ISAFOLD 19 Sjömenn! Gerið svo vel að líta á sjóstígvélin, sem skósmíðavinnustof- an »Hekla« á Hverfisgðtu 6 hefir á boðstólum. Areiðanlega vönduð og létt. Komið sem fyrst og skoðið þau. Virðingarfylst. Einar Þórðarson og Stefán Guðnason. Leiðrótting. Við viljum láta þess getið, að al- veg er skýrt rangt frá í »Lögréttu« 12. þ. m., að hr. Guðmundur Odd- geirsson sé ráðinn með 1800 kr. sem staifsmaður i bankanum, hann er sem stendur ráðinn aðeins til eins mánað- ar, og þvi ekki samið um nein árs- laun. Eins er það með öllu tilhæfulaust, sem sama blað flytur, að hr. Guð- mundur Jakobsson sé ráðinn starfs- maður bankans með 2300 kr. árslaun- um. Það er hvorttveggja, að hann er ekki ráðinn fastur starfsmaður bank- ans, og eigi hefir hann heldur nein árslaun hjá banka'num. Loksins skýrir Þjóðólfur írá, að einn af hinum nýteknu bankastarfs- mönnum »eigi aðeins að venjast hér bankastörfum um tima, til að geta tekið við bankastjórn á ísafirði, því að Þorvald lækni, sem nú er banka- stjóri þar þarf auðvitað að setjast af, — hann er líkaheimastjórnarmaðnr* — segir blaðið. Um leið og við tökum það fram, að okkur er ekki kunnugt um, að neinn maður sé kominn í bankann til þess að undirbúa sig undir bankastjóra- stöðu á ísafirði, þá finnst okkur í meira lagi óviðfeldið, að blaðið gefur i skyn, að sjálfsagt verði Þorvaldur læknir rekinn úr stöðu sinni af því hann sé heimastjórnarmaður. Þetta má skilja svo, að núverandi banka- stjórn hafi verið að reka alla heima- sjórnarmenn úr stöðu sinni i bankan- anum orsakalaust. Þetta er svo fjarri sanni, að engum starfsmanni bankans hefir verið vísað burt nema Birni Líndal, á Akureyri, sem bankastjórnin áleit, að ekki gœti lengur skipað það sæti, er hann hafði. Reykjavik 27. Janúar 1910 „ Björn Kristjánsson Bj'órn Sigurðssou Búnaðarsamvinna 1909. Smjörbúin hér á landi eru nú, alls 36, þar af þriðji hluti í Árnessýslu. — Sláturhúsin eru orðin 12 (3 ný bættust við i fyrra). Nautgripaýélög, sem styrks njóta, voru í fyrra 15 og áttu 1600 kýr. Hreppasýningar á bú- peningi um 20. (Freyr). Búmannsþing. Síra Sigurður í Vigur ritar í Frey um dengingarvél nýja sem þjóðhag- inn Guttormur Jónsson frá Hjarðarholti hefir smíðað. Hann telur hana spara sér yfir sumarið rúmar 18 kr. á móts við álagninguna, og telur búhnykk hverjum bónda að kaupa sér vélina. Mestur heyskapur 1909 hér á landi var, eftir því sem Sig. ráðunautur hefir frétt til, á Hvanneyri í Borgarfirði. Þar heyjaðist 3200 hest- ar. Næstir bæir að heyafla voru: Kallaðarnes (2joo h.), Móeiðarhvoll (2)00 h.). A Norðurlandi heyjaðist mest á Grund i Eyjafirði og Frosta- stöðum í Skagafirði 2000 hestar á hvorum'staðnum. Mest heyjajörð hér nærlendis var Brautarholt á Kjalarnesi. Þar heyjaðist 1500 hestar. (Eftir Frey). Gufuskipið Ingolf kom hingað í fyrra dag frá útlönd- um. Hafði hrept ill veður. Hann fór aftur vestur og norður um land. Með honum tók sér iar m. a. Guðm. skáld Guðmundsson, ritstjóri Dag$ á ísafirði með frú sinni — eftir vikudvöl i höfuðstaðnum. Farþegarúmið í Ingolf hefir verið stækkað að miklum mun í vetur. í fyrsta farrými rúmast nú 36 farþegar. Farþegaklefarnir eru bjartir og rúm- góðir. — Matarsalurinn hefir og verið stækkaður að miklum mun; reykinga- klefa bætt við. Farþegaþilfarið og verið stækkað. Ingolf má nú heita mjög þægilegt farþegaskip. — Hann fer auk þess ágætlega í sjó. — Skipstjóri á honum er, sem fyr, kapt. Schiötz, sem er góðkunnur fyrir kurteisi sakir og hjálpsemi — ekki siður en dugnað í svaðilförum, sem hann hefir farið margar — i vetrar- hörkunum hérna. Pétur Bogason verður aftur læknir á berklahælinu í Boserup. Dönsku bankastjórarnir. Heimastjórnarsystkinin eru að reyna að láta það líta svo út, sem dönsku bankastjórarnir og Landmandsbankinn líti svo á, að alt hafi verið i reglu í LandsbSnkanum og hinni gömlu banka- stjórn þvi vikið frá að ósekju. Á hverju byggja þau þetta? A prívatbréfi frá Khöfn, sem segir rangt frá yfirlýsingu Landmandsbankans. Yfirlýsingin, sem Landmandsbank- inn sendi út þ. 5. þ. m. hljóðar svo (eftir Östsj. Folkeblad): Landmands- banken skýrir frá því, að hann hafi nú fengið skýrslu um rannsókn þá, er gerð hafi verið fyrir hans hönd, á hag Landsbanka íslands, og að eng- in breyting muni verða á sambandi bankanna frá sinni hálfu. Þetta sýnir, segir Östsj. Folkebl., að Landsbankinn er »solvent«, þ. e. ekki gjaldþrota. Athugasemd blaðsins er öldungis rétt. Þetta þýðir yfirlýsing Land- mandsbankans, en fjarri ýer pví, að hún þýði það, að Landsbankinn hafi verið i lagi. Bankastjórarnir dönsku voru sem sé ekki hálfbjánar — og öðrum en þess konar fólki mundi víst ekki detta í hug að segja, að Landsbankinn haýi verið í lagi. Blaðið »Köbenhavu« hefir haft tal af öðrum bankastjóranna, hr. Christen- sen. Hann brýnir fyrir blaðamann- inum, að annað og meira en yfirlýs- ing Landmandsbankans segi með ber- um orðum, megi ekki á henni byggja — og vísar að öðru leyti til skýrslu rannsóknarnefndarinnar, er muni koma innan skamms. Þeir, sem ekki eru kunnugir áliti dönsku bankastjóranna áður, munu fara nærri um það af þessum orðum. Hinir þurfa eigi þessara orða við. Þeir vissu, að það fór í sömu átt og álit rannsóknartiefndarinnar. -----stss----- Slökkvi- liðið og áhöldin eru í megnu ólagi. Einhverja breytingu, höfum vér heyrt, að bæjarsljórnin ætli sér að gera á því. Svo blöskraði öllum nær- stöddum, hversu illa það reyndist við brunann um daginn, að ekkert viðlit þykir að hlíta sama fyrirkomulagi á- fram. — Slöngurnar í lag! — Það er fyrsta krafan. Slöngurnar á takteinum, hvenær sem er — það er önnur kraf- an. — Lykla að brunahönum vatns- veitunnar, sem eiga við! — Það er þriðja krafan. — Röskva menn til stjórnar slökkviliðinu! — Það er fjórða krafan. Fáa menn, en cejða, til að ýást við björgun í húsuml — Það er fimta krafan. — Þessum munum vér eftir i augnablikinu — en þær eru Óefað miklu fleiri. Bæturnar mega ekki dragast. Bruna getur borið að höndum, hvenær sem vera skal. Embættisprófi í læknisfræði hefir nýlega lokið í Khöfn Pétur Bogason með II. einkunn Islenzkir læknar erlendis. Andrés Fjeldsted læknir er um þess- ar mundir í Vínarborg til þess að fullnuma sig í augnfræði. Sigurður Magnússon berklalæknir, fór nýlega frá Khöfn til Berlínar til þess að kynna sér nýjustu heilsuhælis- aðferðir. Þorvaldur Pálsson læknir í Horna- firði, hefir dvalið um hrið í London hjá frægum skurðlæknum, Knox og Aubert, en er nú staddur í Khöfn til þess að fullnuma sig í magasjúkdóm- um hjá Lorenzen prófessor og dr. Alfr. Madsen. Veðrátta vikuna írá, 28. jan. til 29. jan. 1910. Hv. if. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. Sunnd. Mánud. Þriðjd. Miövd. Fimt.d. Föstd. Laugd. -0,2 -6,5 -2,0 -2,0 —5,2 —5,8 —6,H 11 1 1 1 1 1 œ tc -0,8 -4,5 —5,6 -8,9 -11,9 -18,9 -1,1 -2.0 -s,o —6,6 -5,9 -9,0 -11,2 —6,2 -8,0 -7,0 -9,0 —8,6 -6,5 -9,8 -9,0 -8,6 —1,0 -5,5 -1,8 -3,4 -8,2 —5,8 -1,0 -0.2 -2,6 —8,7 -2,0 —0,8 -0,6 ®v- — Iteykjavik ; íf, = Isaíjöröur J Bl. = Blönduðs; Ak. = Akureyri; Or. = UrimastaBir; Sf. = SeyðisijðrSur; Þórehöfn i Fasreyjum. KisuþTotturinHv Þeir, sem Heimastj.blöðin lesa og vilja fara eftir því, sem þau segja í bankamálinu, ættu þegar að fara að reyna að steindrepa i sjálfum sér alt, sem hætt er við, að muni krefjast röksemda í því máli. Vörnin, sem þau ætla sér að flytja fyrir fráförnu bankastjórnina verður sem sé, eftir Þjóðólfi í gær að dæma, ekk- ert annað en kisupvottur, eý hún þá kemst svo hátt, að mega heita því nafni. Þjóðólfur reynir að bæla niður að- alatriðin, hinar alvarlegu ávirðingar bankastjórnarinnar, með einkisverðu og staðlausu slúðri um, að landsstjórn- in, er hún vék bankastjórninni götnlu frá þ. 22. nóv., hafi ekki verið búin að fá annað að vita frá rannsóknar- nefndinni um sakir bankastjórnarinn- ar en hin ólöglegu víxlakaup starfs- manna Landsbankans. Sannleikurinn er auðvitað sá: að nefndin var þa búin að skýra ráðgrlafa munnlega frá öllum þeim atriðum, sem í nefndarskýrslunni standa. En hún var ekki búin að ganga til fullnustu frá rannsókninni á neinu stóratriði, nema víxlakaupum starfsmanna og því eigi búin að gefa skriflega skýrslu um annað. Hún vissi að varasjóður bankans var veð- settur, svo sem líka kom fram, þegar eftir frávikningu bankastjórnarinnar, er ekkert hamlaði lengur að knýja fram sannanirnar ýyrir pvi. Hún vissi pá, að Landsbankinn var búinn að bíða stórtjón fyrir fávisar lánveitingar, en var ekki búin að kynna sér tjónið svo rækilega, að hún gæti hnitmiðað það nákvæmlega nið- ur. Þess vegna gat hún ekki pá verið búin að gefa skriflega skýrslu um það. Enn ber þess að geta, að i ísaf. 24. nóv. er getið um 6 ávirðingarliði, aðra en þessi víxlakaup. Heimastj. systkinunum er því ekki til nokkurs hlutar að reyna til að byrla mönnum inn, að ráðgjafi hafi ekki um allar ávirðingarnar vitað, er hann vék bankastjórninni frá. En setjum nú svo,—sem ekki er—, að ráðgj. hefðu ekki verið kunnar allar sakir gömlu bankastjórnarinnar, er hann vék henni frá. Eins og ávirðingar hennar verði minni fyrir þaðl Vér ætlum ekki Þjóðólfi þá fákænsku,. að sjá ekki það. Hitt þykjumst vér og skilja, að fyrir Þjóðólfi vaki, að hér geti verið um árásarefni að tefla á ráðgjafa, en ekki varnargagn fyrir bankastjórnina. En ekki ríður blaðið at heldur feitum hesti frá þessu. Því að jafn- fjarstætt væri það, að ráðast á ráðgjafa fyrir það, að hann hafi vikið banka- stjórninni frá, áður en hann þekti allar ávirðingar hennar, eins og að ráðast t. d. á lögreglustjóra fyrir það, að hann léti hneppa mann i varðhald fyrir einhverja bera sök, af því að á eftir kemst það upp, að maðurinn hefði fleiri og meiri sakir á samvizkunni. Enn eitt viðvfkjandi Þjóðólfi. Hann slær því fram, að »ráðgj. hafi verið að gæða lesendum blaðs síns á ýmsum miður réttum útdráttnm* úr skýrslunni. Með því að vér þykjumst vita, að hér sé átt við ísafold, verðum vér að lýsa þessi orð i Þjóðólfi ósann- indi. Það, sem ísaf. hefir flutt úr nefndarskýrslunni, hefir hún fengið frá fyrstu hendi, og er það alt ná- kvcemlega rétt, svo sem hver maður, er skýrsluna sér, getur gengið úr skugga um. Halastjarna sást hér í bæ, á vesturhimninum í fýrradag. Það er líklega Halleystjarn- an svonefnda. Ef það er hún, kem- ur hún fyrir tímann — hennar var ekki von fyr en í marz. Gunnl. Claesen er ráðinn aukalæknir við sjúkrahús í Viborg á Jótlandi frá i. febrúar í stað Sigurðar læknis Jónssonar (frá Eyrar- bakka), sem tekur við öðru sams konar embætti á Jótlandi. £nginn aðsilgur. Alveg hefir farið eins og spáð var um daginn, að ekki hefir bólað á nokkurum minsta hræðsluaðsúg að bankanum eftir það, er birt var nið- urstaða bankarannsóknarnefndarinnar. Ekki komið nokkur hræðsla heila viku til að taka út úr sparisjóði bank- ans nokkurn eyri um íram almenna venju. Traustið á bankanum ekki minkað hót við það, er sannleikurinn var ger heyrinkunnur, hreinskilnislega og afdráttarlaust. Sú aðferð veitir traust en rýrir ekki. Oll launung hættuleg, er hér var komið. — Það veit almenningur um hina nýju bankastjóra báða, að þeir eru öðrum meiri reglumenn i við- skiftum, árvakrir og stjórnsamir, vilja ekki vamm sitt vita í slíkum efnum, og tekið hafa bæjarmenn eftir því, að í bankanum vinna þeir alla daga frá morgni til kvölds. -----386----- Frá Noregi. ---- Khöfn. iVj ’IO. Stórþingið er nýsezt á laggirnar. Gamla stjórnin (Gunnar Knudsen) er að fara frá, en nýja stjórn mynda hægrimenn og »frjálslyndir vinstri- menn*, svonefndir. Liklega verður það þó ekki fyr en í febrúarbyrjun. Báðir bræðingsflokkar óska, að Michel- sen verði yfirráðgjafi aftur, en menn vita ekki ennþá upp á víst, hvort hann er fær um að taka þetta að sér heilsunnar vegna. Nýtt norskt ráðuneyti. Konow forseti stórþingsins norska hefir myndað hið nýja ráðuneyti i Norvegi. — Margskorað á Michelsen að gera það, en hann neitaði; bar við heilsuleysi. Kóleran á Rússlandi ---- Kh. "/j ’IO. er nú loks horfin og vænta menn nú að hún gjósi ekki upp aftur með vor- inu eins og átti sér stað i fyrra. Jarðskjálftarnir. Hr. Páll Halldórsson stýrim.skóla- stjóri hefir góðfúslega látið ísaf. í té jarðskjálftaathuganir þær, er hér fara á eftir: Laugardagin 22. janúar. Kippur frá kl.(mín.sek.) til kl. (min. sek.) árd. 1. - 7,50,2 - 8,17 2. - 10,2,25 - 10,3,5 3. — 10,33,55 — 10,34,15 — 4. - 6,37,7 — 6,38,22 8Íðd, 5. — 6,50,0 — 6,50,30 — 6. - 7,36,7 — 7,38,10 7. - 7,39.34 — 7,40,49 8. - 8,9,7 — 8,10,19 9. — 8,10,37 - 8,12,49 — Fyrsti kippurinn var sterkastur; allharð- ur til kl. 8. SíOasti kippurinn (9) var allsnarpur i 40 s. Sunnudaginn 23. janúar: Kippur frá kl. (min. sek.) til kl. (min. Bek.) árd. 1. - 0,4,7 - 0,4,47 - 2. - 0,13,48 — 0,14,19 - 3. — 1,9,47 — 1,10,27 — Alberti. Rannsókninni gegn honum var lok- ið í gær, hermir símfregn frá Khöfn. Reykjanesviti sprunginn. í jarðskjálftanum um io leytið á laugardaginn var, sprakk Reykjanes- vitinn mikilli þversprungu í 27 feta hæð frá jörðu. Reykjavikur-annáH. Brunasamskot. Þeim veita móttöku frú Elin Stephensen, frú Elisabet Sveinadóttir, frú Kristín Jakobsson, frú Sigríður Jens- son og frú Þóra Magnússon. — Bæjarbúar hafa tekið mjög vel í samskotin — og eru þau þegar oiðin hátt á annað þúsund. Bsjarstjórnarlistarnir. í dag er um þessa 5 lista að velja við bæjarstjórnarkosning- arnar: A. (Kvenfélagslistinn): Frú Katrin Magn- ússon, Ingibjörg H. Bjarnason kvennaskóla- stýra og frú Guðrún Þorkelsdóttir. B. (Fram-listi): Tr. Gunnarsson, Jón Þor- láksson, Arinbj. bókbindari, Sighv. banka- stj. og Karl Nikulásson verzlunarstj. C. (Verzlunarmanna listi)-. Jes Zimsen konsúll, Sv. Sigfússon kanpm., Þorst. Guð- mundsson yfirfiskimatsm., Jóh. Hjartarson verzlm. og Hjörtur Hjartarson trésm. D. (Goodtemplarar) Jón Þórðarson kaupm., Þorv. Þorvarðarson, Jóhann bóks. Jóh.son, Olafur frikirkjupr. og Sigurður ráðunautur. E. (Landvarnar listi); Pétur Guð- mundsson bókbindari, Guðm. Hannesson héraðslæknir, Lúðvík Andersen ekraddari, Sigurður Jónsson kennari og Jón Jóns- son kaupm. frá Vaðnesi. Dánir. Runólfur Guðmundsson Vitastig 9 þ. 27. jan. Fasteignasala. Þingl. 20. jan. Björn Sveinsson, Grg, 6, selur Chr. B. Eyólfssyni ljósmyndara húseign BÍna á Grimsstaðaholti með 2318 ferálna lóð 0. fl. fyrir 2568 kr. Dags. 7. des. 1909. Chr. B. Eyólfsson ljósmyndari selur tré- smið Tryggva Matthiassyni sömu eign fyrir sama verð. Dags. 28. des. 1909. Gisli Gislason bóndi á Hjalla i Ölfusi selur Sigurði Guðmundssyni bónda á Sela- læk 900 ferálna lóð við nr. 76 við Lauga- veg fyrir 550 kr. Dags. 4. nóv.'1909. Ingvar Þorsteinsson selur alþm. Magnúsi Blöndahl húseignina Brautarholt við Rvik. Dags. 15. janúar. Jón Þorsteinsson Barónsstig 20 selur Andrési Ágúst Guðnasyni Bræðrab.st. 10 B, hálfa húseignina nr. 20 við Barónsstig m. tilh. fyrir 1300 kr. Dags. 3. janúar. Jónas Guðmundsson selur trésmið Haf- stein Lúther Lárussyni húseign nr. 22 B við Grettisgötu með tilh. fyrir 5000 kr. Dags. 14. janúar. Sigurður Guðmundsson bóndi á Selalæk selur Jóni Þorsteinssyni söðlasmið lóð við Laugaveg, næst við húseign nr. 74, fyrir 1600 kr. Dags. 19. janúar. Völundur, hlutafél., selur Sigurjóni Sig- urðssyni trésmið 3041 * */4 ferálna lóð við Von- arstræti fyrir 1893 kr. Dags. 19. janúar. Þorsteinn Guðlaugsson í Brautarholti við Rvik. selur bókb. Ingvari Þorsteinssyni húseign sina Brautarholt við Bráðræði m. tilh. Dags. 13. janúar. Þinglýsingar 27. jan. Jón Magnússon, Njálsgötu 57 selur Pétri Örnólfssyni þá húseign með 875 ferálna lóð og öðru tilh. fyrir 2500 kr. Dags. 24. jan. Magnús Blöndahl alþingismaður selur Guðmundi bókbindara Gamalielssyni hús- eignina nr. 6A við Lækjargötu með öllu múr og naglföstu og tilh. lóð fyrir 26000 kr. Dags. 20. janúar. Hjðnaefni. Jungfrú Margrét Bjarnadóttir frá Reykhólum og I. Chr. Rasmusen véla- stjóri. Óiafur Olavsen fyrv.' konsúll er nýlega orðinn 1. flokks riddari Ólafsorðunnar norsku. Skautakappför: Siðastl. sunnud. efndi Skautafélagið til kappfarar á tjörninni aðallega fyrir drengi. — Ennfremur reyndu tveir fullorðnir hraðblauparar með sér hver fljótari yrði yfir 5000 stika svæði. Það voru þeir Sigurjón Pétursson glimukappi og Jakobsen kvikmyndamaður (norskur). — Sigurjón bar lánsamlega sigur úr býtum — varð 3—4 hundruð stikur á nndan Norð- manninnm. — Sigurjón var 13 minútur og 514/5 sekúndu að fara alla leiðina — og var mjög rösklega gert á þvi svelli, sem var. — Þrir flokkar þreyttu ella kapphlaupin: I. flokkur (innan 12 ára) rann 500 stika skeið. — Fyrstu verðlaun hlaut Emil Thor- oddsen (var 1 mín og 49s/5 sek.). 0nnur verðlaun hiaut Guðm. Guðmundsson (var 2 min. og 21/, sek.). II. flokkur (12—15 ára) rann jafniangt skeið. 1. verðlaun: Ingvar Tómasson (1 min. 24*/s sek.). 2. verðlaun: Herluf Clausen (1 min. 25‘/6 sek.). III. flokkur. (yngism., sem eigi hafa áður hlotið verðlaun) rann 1500 stika skeið. 1. verðlaun: Ólafur Magnússon (4 min. II4/, sek.). 2. verðlaun: Herluf Clausen (4 min. og 20 sek.). Enn fekk Herl. Clausen aukaverðlaun fyrir hve snoturl. hann rendi sér. Fjöldi fólks var á tjörninni, en flestir héldu sig fyrir utan skautasvæðið, létu sig muna þá 25 aura sem aðgangurinn kostaði, en tóku sig til, er á leið og ruddnst svo á girðinguna, að hún stóðst ekki fyrir. Litill sómi er þetta og þvi likt þeim, er hlut áttu að máli. Tvö kvöld i þessari viku hefir Skauta* félagið haft hljóðfæraslátt á tjörninni. I febr. standa til aðal-kapphlaup félags* ins — þenna veturinn. Vatnsflóð í París. (Símfregn). Fljótið Signa, er rennur gegnum Parisarborg hefir flætt yfir bakkana og gert ógurlegt vatnsflóð í borginni, sem ágerisl óðum, segir símfregn frá Khöfn. Tjón, er nemur miljónum hlotist af. Til ágóða fyrir brunafólkið efnir Oskar Johansen til hljómleika i húsi K. F. U. M. á morgun kl. 5. — Fjölmennið. I gærdag tapaðist vasaveski með peningum í. Finnandi beðinn að gefa sig fram í verzlun Guðm. Gíslasonar Hverfisgötu 4P. Undirritaður lætur framvegis selja mjólk, rjóma og skyr frá Braut- arholti í Tjarnargötu 4 og hvergí ann- arstaðar í Rvik. Reykjavík 29, jan, Daniel Danielsson

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.