Ísafold - 02.02.1910, Side 2

Ísafold - 02.02.1910, Side 2
22 ISAFOLD hafi ekki getað komið saman svo hon- um líkaði, hugkvæmdum sínum og dýru rimi. Ef til vill hefði nií öðruvísi farið, hefði hann eignast jafn ljóðleikið mál og íslenzkan er. En hvað erfitt muni vera að koma saman góðri hugsun og fögru rími, má sjá jafnvel á því kvæði, sem einna fegurst mun hafa kveðið verið. Ég á við það hvernig jónas leggur Gunnari orð i munn er hann lítur upp til hlíðarinnar: Leit eg ei fyr svo fagran jarðargróða Fénaðnr dreifir Bér nm græna haga Yið bleikan aknr rósin blikar rjóða Hér vil eg nna ævi minnar daga Alla sem gnð mér sendir. Yndisleg orð. En þó verður manni að hugsa, að Gunnar hefir margoft áður séð þenna sama fagra jarðar- gróða, að undanteknum rjóðum rós- um blikandi við bleika akra; það sá hann hvorki þá né endranær. Og meiri snild er hér á orðum Njálu, sem hugsar að visu meir en nokkurt annað íslenzkt rit um fagran hljóm og niðurröðun orðanna, en er ekki bundin við rím: Fögr er hlíðin, svá at mér hefir hún aldri jafnfögr sýnst, bleikir akrar enn slegin tún. Helqi Pjeturss. Ný suðurskautsför. ---- Kh. 17, ’IO. Abruzzahertoginn býr sig af staft. Eftir mánaðartíma leggur Abruzza- hertoginn af stað i suðurpólsleit og hefir hann búið sig til þessarrar farar leynilega, án þess að nokkur hafi af þvi vitað. Aðalleiðtogi fararinnar verður Cagni höfuðsmaður, sá er frægur varð fyrir norðurför sína með hertoganum hér um árið. Þessu mun hafa verið haldið leyndu til þess að verða á undan Englend- ingum. Bæjarstjórnarkosningarnar. Þessir hlutu kosningu við bæjar- stjórnarkosningarnar hér í bænum á laugardaginn: 1. Tryggvi Gunnarsson 2. Pétur Guðmundsson 3. Katrin Magnússon 4. Jón Þorláksson 5. Arinbj. Sveinbjarnarson Nr. 1. 4. og j. voru á lista Fram- félagsins, nr. 2 á lista Landvarnar- félagsins, nr. 3 á kvennalistanum. Kosningarhluttakan var afarlítil — ekki nema nær þriðjungur kjósenda sóttu kjörfund. Kjósendur eru undir 4000, en tæp 1300 kusu. Af þeim hlaut Framlist- inn 5x0 atkv., Landvarnarl. 315, kvennalistinn 275, — Goodtemplara- iistinn 103 og verzlunarmannal. 86 atkv. og komu síðasttöldu listarnir tveir engum sinna manna að. Kosningaundirbúningur kvað hafa verið nauðalítill af allra hálfu, nema Fram-liða. — Þeir héldu öllum sín- um sauðum að, enda höfðu 3 upp úr krafsinu, — þrátt fyrir það, að Tr. G. var fremstur á listanum, — maður, sem það lið hvorki vildi nýta við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar né alþing- is-kosningar. Annað nafnið á Fram- listanum, jón Þorláksson, hefir og sjálfsagt aukið honum talsvert fylgi. — Margir, sem hann vildu hafa í bæjar- stjórn — hvað sem landsmálaskoðun- um líður og hafa unnið það til að kyngja Tryggva gamla með honum. Landvarnarlistann skorti ein 26 atkv. til þess að kon.a að tveim sinna manna. Er það illa farið, að fyrir bragðið fór bæjarstjórnin á mis við slíkan hyggju — og ráðdeildarmann sem Guðmund héraðslækni Hannes- son. Er það því leiðara, sem um það má sjálfsagt kenna of miklu tómlæti stuðningsmanna hans. Þingmálafundur í Borgarnesi. Uppkasts-menn sýna sig. Hver silkihúfan upp af annari. Ef þó vinnnr marga slika sigra — þá er úti um þig. Það var haldinn þingmálafundur í Borgarnesi 31. f. mán. Uppkasts- menn þar í sýslu voru svo óhepnir að lenda í meiri hluta á fundinum — vegna þess, að sjálfstæðismenn sýsl- unnar, sem flestir búa í vesturhluta hennar, urðu heima að sitja sakir ó- færðar og ills veðurútlits —. Og Uppkastsmenn brugðu ekki vana sín- um, fremur en vant er — að gera sér og íslenzku þjóðinni vansa. Þeir samþyktu á fundinum 2 tillög- ur. — Önnur var um bankamálið — svo vanhugsuð og fljótræðisleg, að ekki líktist fullorðnum mönnum. Hin var um sambandsmálið — svo ósam- boðin frjálshuga, íslenzkum mönnum, að afkomendur þeirra, er hana sam- þyktu, munu bera kinnroða — þeirra vegna. Bankamálstillagan var samþykt með 67 atkv. gegn 27, en hin með 62 samhlj. atkvæðum. (Sjálfstæðismenn gengu af fundi — eftir samþykt fyrri tillögunnar.) Bankamálstillagan hljóðaði svo: Enndnrinn telnr einveldi það, sem núver- andi ráðherra hefir tekið eér yfir Landsbank- anum með því að setja þangað á sitt ein- dæmi 2 gæzlnstjóra, að gæzlustjórum al- þingis lifandi og óforfölluðum á allar lund- ir, og þrátt fyrir skýlaus orð og anda bankalaganna frá 9. júli f. á. og þvert of- an í óraskaðan réttarúrskurð, — vera ber sýnilegt lagabrot og Btórhættulegt íyrir- tæki fyrir þjóð vora. Fundurinn vantreystir ráðherra til að fara lengur með stjórn landsins og krefst þess, að kvatt verði til aukaþings þegar i stað til þess að þinginu gefist færi á að reka réttar sins og koma stjórninni i aðrar hendur. Hið alls eina, sem staðist getur í þessari dæmalausu tillögu er það, að gæzlustjórarnir eru »lifandi«. Annað ekki. Þessir ódauðlegu 67 Mýramenn segja, að gæzlustjórarnir séu lifandi og (takið nú eftirl) ójorjallaðir á allar lundir! Við hinir, sem ekki teljumst til þessarra 67 Mýramanna (svo er fyrir þakkandi), brosum að þessari hátíðlegu yfirlýsingu um forfallaleysi gæzlu- stjóranna. Við getum ekki að því gert, að oss finst að hinir háttvirtu »gæzlustjórar« séu meira en tárum taki »forfallaðir« frá að vera gæzlustjórar Landsbank- ans. Menn, sem hafa látið það viðgang- ast, að ábyrgðarlausir starfsmenn kaupa víxla fyrir 140,000 kr., — menn, sem hafa látið það viðgang- ast, að fjöregg Landsbankans, vara- sjóður, sé veðsettur erlendum banka, menn, sem hafa látið það viðgang- ast, að peningar bankans, þ. e. ann- arra, eru lánaðir svo gálauslega, að mörg hundruð þúsund króna tjón hlýzt af, — menn, sem hafa látið það viðgang- ast, að reikningur Landsbanka íslands sé rangur í fleiri ár, — menn, sem hafa látið það viðgang- ast, að sparisjóðsreikningur bankans er ekki almennilega gerður upp um langt ára bil, — menn, sem hafa látið það viðgang- ast, að lán bankans eru vanrækt ár- um saman, menn, sem að dómi lannsóknar- nefndar bankans vita nauðalítið um hag hans, — þ e i r eru sannarlega alvarlega »forfallaðir« frá því að vera gæzlu- stjórar þessarar stofnunar — hvað sem þessir 67 Mýramenn segja. »Þrátt fyrir skýlaus orð og anda bankalaganna 9. júlí f. á. og þvert ofan í óraskaðan réttarúrskurð« — segja þessir 67. Það hefir í sannleika verið ósvikið mýraljós, sem þessir 67 herrar hafa lesið lögin við. Hvar eru »skýlausu orðin« ? Hvergi I Það stendur ekki eitt orð um það í lögunum 9. júlí 1909, að gæzlustjór- arnir séu óafsetjanlegir. Það stendur ekki í nokkrum íslenzkum lögum um neina menn, nema dómara. Og um þá er það tekið skýrt jram, að þ e i r séu óafsetjanlegir. Hver heilbrigður, hver óhlutdrægur lagamaður, hver lögfræðingur, sem er svo hamingjusamur að vera fyrir ut- an »heimastjórnina«, hlýtur, ef hann fylgir skynseminnar og samvizkunnar lögmáli, að álykta sem svo: Islenzk lög um dómara ákveða það skýrum orðum, að þeir séu óafsetjanlegir nema með dómi. Ef þau ætluðu sér að á- kveða það sama um aðra embættis- menn, hlytu þau — ef á annað borð er gert ráð fyrir samræmi — að gera það einnig með skýrum orðum. Þess vegna dæmist rétt að vera: að þar sem lögin 9. júlí 1909 ekki ákveða það berum orðum, að gæzlustjórar Landsbankans skuli vera óafsetjanlegir, eru peir ajsetjanlegir. Mýramennirnir 67 vísa í »óraskað- an réttarúrskurð« ! Hvað hljóðar sá réttarúrskurður um ? Sá réttarúrsknrð- uy, innfærður í dómabókina að óheyrð- um málsástæðum annars málsaðilans, hljóðar um, að Kristján Jónsson (ekki Eiríkur Briem) skuli hafa aðgang að bókum og skjölum bankansl Ekkert annað. — Að þetta sé rétt skýring, mun vera ofurhægt að fá stað- festingu á, hjá sjálfum fógetanum, Jóni Magnússyni í Rvik, sem úrskurðinn kvað upp. Enn má benda »67« á, að þótt þessi réttarúrskurður — um þetta furðulega leyfi að bókutn og skjölum bankans, — sé óraskaður, er hann ekki öraskanlegur — því fer nú betur I Þessi fundarályktun Mýramanna er einhver sú vanhugsaðasta og sízt ljósa — ef til vill sú inýra-ljósasta, sem vér höfum séð. — En skýringin sú, er leiðir betri og frjálslyndari hluta þjóðarinnar í allan sannleika, er þessi hin síðari tillaga dásemda-fundar þessa, er hljóðar svo: Fundnrinn lætur i ljósi undrun sina og gremju yfir afdrifum sambandsmálsins á al- þingi 1909 og skorar á alla sanna sjálf- stæðismenn i landinu, að taka höndum sam- an til að afmá skömmina og skaðann, sem flokkadráttur hefir þar enn á ný bakað þjóð vorri. Mönnum, sem samþykkja aðra eins sæmdarleysistillögu, er trúandi til margs — jafnvel til að samþykkja — ókúg- aðir — vantrauststillöguna. Menn, sem lýsa gremju sinni og undrun — undrun!! yfir því, að ís- land á alþingi 1909 — var ekki inn- limað í hið »safnaða danska riki«, þeir eru til margs vísir. Menn, sem skora á »sanna sjálf- stæðismenn« þ. e. labbakútana, sem ekkert þora — að taka höndum sam- an til að afmá skömmina og skaðann: frumvarp meirihlutans 1909, — þeir bíta seint höfuðið af allri skömm. Það, sem þeir kalla »skömm og skaða« — munu óbornir niðjar vorir kalla »slagbrand í flóttans dyrum«, eins og einn alþingismaður komst að orði — og eftlr hundruð ára munu þeir, er það frumvarp studdu fá þús- undföld fagnaðaróp íslenzks æskulýðs og — þakklætistilfinningarnar til þeirra manna búa djúpt í brjóstum niðja vorra — lika niðja Mýramannanna 62! Seinni tillagan á dæmaleysis-fund- inum i Borgarnesi flettir maklega of- an mönnunum, er samþyktu hina fyrri, — fyrir öllum landslýð. Það eru sömu mennirnir, sem í fyrra vildu — vitandi eða óafvitandi — láta innlima ísland í Danmörku, sem nú óska þeim manninum, sem mest stuðlaði að því, að það ekki varð — ófarnaðar út af þvi, að hann hefir hug til þess að gera sitt til að reyna að kippa einni af mikilverðustu stofn- unum þessa lands upp úr feni hirðu- leysis, vanrækslu og illrar stjórnar, þrátt fyrir óp og skræki, hótanir og hatursvélar þeirra, sem eru auðugastir og hæst settir í voru litla þjóðfélagi. Ef íslenzk alþýða sýnir á sér það þýlyndiog þrælamót — að hefjast handa móti þeirri stjórn, sem lætur sig meira varða hag allrar þjóðarinnar en einstakra eftirlætisgoða í háþrepum mannfélagsstigans — ef íslenzk al- þýða kyrkir þá stjórn, er þorir að hefja hátt sjálfstæðismerkið, hvað sem Danir segja, ef islenzk alþýða styður að því, að uppkastsstjórn komist að, súer mest metur að hlynna að »lífsábyrgð- arfélagi æðri stéttanna« og Dönum þóknanlegri hegðun íslenzku þjóðar- innar, — þá er óhætt að segja, að endadægur íslenzks þjóðernis og sjálf- stæðra íslenzkra manna — sé svo nálægt, að »öxin brátt verði reidd að rótum trjánna*. Þá hlýðir alþýð- an rödd hins ranga, skaðlega hróp- anda I I»að má aldrei verða! Jóhannes Jnsefssoti glimukappi. (Úr bréfi frá Pétursborg 12. de6. 1909). . . . Eg hefi verið hér í sama leik- húsinu (Circus Ciniselli) síðan eg skrif- aði síðast. Daglega glímt við ein- hverja rússneska beljaka, stundum við 2—3 á dag. I fyrstu voru boðnar út 500 rúblur þeim er staðið fengju i mér 5 minútur; en seinna var f)ár- hæðin færð niður í 200 rúblur. En enginn hefir unnið það fé enn. En aðsóknin mikil. Verstur þeirra, er eg hefi fengist við, er Pilakow, sá er eg skýrði frá sið- ast. I fyrra kveld glimdi eg við dólg einn mikinn, er sagður er 400 pund (rússnesk) að þyngd og lyftir 480 pundum. Hann féll, er liðnar voru 23 sek. og það svo greinilega, að bæði herðablöð námu við gólf. Eg hafði orð á því við leikhús- stjórann, að eg hefði heyrt, að Kó- sakkar suður í Kákasus hefðu glimu, líka hinni islenzku. Hann skrifaði suður og spurðist fyrir um þetta. Bauð hann, ef slík glíma eða þvilík væri. þar iðkuð, að senda glimukappa hingað norður til að fást við mig, og bauð að borga ferð hans fram og aft- ur, og liklega eitthvert kaup. — Jú, viti menn I Eftir hæfilegan tíma kem- ur hingað garpur einn mikill og vask- legur, í rauðum þjóðbúningi, með rýt- ing við belti og skammbyssu og ó- sköpin öll af »patrónum« — og áln- ar háa skinnhúfu á höfði. Kvaðst hann vera hér kominn að boði leik- hússtjórans til að fást við íslending- inn. Hafði hann æft sig um 3 vikna tíma undir viðureignina og síðan lagt á stað — 3 dagleiðir á járnbraut. Viðureignin stóð i gærkveld, og lá kósakkjnn eftir 2 inin. og 3 sek. Skrambi hnellinn náungi, en illa að sér í islenzku brögðunum I Leikhúsið var troðfuit. Og ópun- um og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Eg klappaður fram mörg- um sinnum. Leikhússtjóranum þótti svo mikils um þetta vert, að hann framlengdi samning við mig um mánuð (til 16. jan.) og hækkaði kaup mitt. Og úr ýmsum áttum hafa mér borist hin beztu tilboð. Tveir Norðlendingar — Pétur Sig- fússon frá Húsavík (einn af Lundúna- förunum) og Aðalsteinn Kristinsson á Akureyri — lögðu af stað með Perwie frá Eyjafirði 2. f. m. til liðs við Jó- hannes Jósefsson. Munu þeir félagar nú vera í Khöfn, og Jóhannes kom- inn þar til móts við þá. Atvinnumálaráðgiafi Dana, hr. Jensen-Onsted hefir sagt af sér ráðgjafastarfinu. Tilefnið: hörð um- mæli einhverra herforingja i dönskum blöðum um hann. Herforingjunum hefir hann þegar stefnt. (Simfregn). Tr. G. fárast í Lögr. yfir þvi, að þingið skuli hafa verið að auka starfsmönn- um við bankann — og kennir það ráðgj. »G1. bankastj. hefði ekki kom- ið til hugar, að bæta mönnum við«, segir Tr. G. Nei, þeim þótti nóg, tveim þeirra að sýna sig 1—2 tíma á dag, en þeim þriðja, með glompum,f>ó nokkurn hluta dags. — Þessir nýju bankastj. vinna aftur á móti í bankanum frá morgni til kvölds, og segjast hafa ærið nóg að gera — og eru þó engir vinnu- lerar. Þeir skoða ekki bankann eins og kríur stein, — og þessvegna má vænta þess, að regla og eftirlitssemi verði Jramvegis i hivegum höfð í Landsbankanum. Albertí og privatbankinn. (Simfregn frá Khöfn 1 /a ’10). Það er nú ákveðið, að hafin skuli sakamálsrannsókn út af sambandi Albertís við danska prívatbankann. Dönsk blöð hafa verið að leiða ýmsum getum um, að stjórn þessa banka, hlyti fyrir löngu að hafa verið ekki alveg ókunnugt um, að ekki væri alt með feldu um Albertí. Si*m •inburðardæmi. Alment er enginn hlutur talinn sjálfsagðari en að meta meira hag og velferð áríðandi stofnunar en hlunn- indi og hagsmuni þess eða þess ein- staks manns, ef það tvent fer ekki saman. Sú hin sama regla er höfð, þótt miklu minna sé um að tefla. Enginn útgerðarmaður skips hikar við eina stund að skifta um formann, ef þar liggur við velgengni útgerðar- innar. Hann fer ekki eftir þvi, þó að ónýtum formanni eða útgerðinni háskalegum jafnvel komi illa að missa atvinnu sína. Sé hann góðmenni, sér hann hinum óhæfa formanni ein- hvern veginn borgið, að hann fari ekki á vonarvöl, þótt alls annars hafi til unnið. En skipinu trúir hann honum ekki fyrir áfram, er hann hefir rekið sig á, hve mikið tjón það er. Hann telur sér ef til vill jafnvel beinan hag að þvl, að ala ónytjunginn á landi, láta hann ganga þar með hendur í vösum, en nýjan mann dugandi taka við skipinu. Þann kaupmann mundi og hver maður kalla stakan ráðleysingja, sem hikaði við að víkja frá forstöðu verzl- unar sinnar manni, er hann sæi að væri að fara með hana á höfuðið, manni, sem hefði á fáu stjórn eða reglu í verzluninni, heldur flest í sukki, sem lánaði viðskiftamönnum hennar aðgæzlulaust og fyrirhyggjulaust, jafnt öreigum og alþektum vanskilamönn- um, er hann vissi alls engra skila von af nokkurn tima, fyr né síðar, sem áreiðanlegum skiftavinum, enda higti lítið um, hvort þeir stæðu í skil- um, heldur hagnýtti sér umráðin yfir varningi húsbóndans til þess að afla s é r almannalofs fyrir góðsemi og örlæti — örlæti af annarra fél —, gerði sér þvínæst lítið fyrir og leyndi með röngum reikningum tjóninu, er verzlunin biði af því háttalagi, og svar- aði loks illu einu um, er húsbóndinn kæmist að þessu, kynti sér alla ráðs- mensku hans og gengi úr skugga um, af hve lítilli trúmensku hann hefði s é r unnið, þótt hjálpsamur hefði hann verið öðrum, vinum og vanda- mönnum o. fl. Mundi kaupmanni láð, þótt honum hryti þung orð af munni um aðra eins ráðsmensku og segðist ekki geta við hana unað lengur? Mundi nokkur réttsýnn maður taka undir með ráðsmanni ef hann setti á sig snúð, gerði ýmist að þræta fyrir ávirðingar sínar, eða kannaðis við þær, er ekkert væri undanfæri, en beitti rosta og hreytti stóryrðum í móti, eða léti leigða talsmenn sína gera það af ósmárri ósvífni, treystandi blindu fylgi þeirra, er hann hafði liðsint með sögðum hætti: af annarra fé. Drægi að sér á þá lund mikið lið, boðið og búið til að traðka öllum rétti eða láta traðka fyrir þeim, erhannhefði (kaup- manni), vaða uppi með hvers konar ranglæti, ofstopa og ójöfnuði. Mundi þar lengi haldast lög og stjórn, er slíkt þætti vel sæma ? Mundi það ekki vera talið nokkurn veginn greinilegt siðleysismark á mann- félagi, er annað eins háttalag væri í frammi haft að ósekju, af heldri mönn- um jafnvel? Þeir hafa bíræfnina til meiri en smælingjarnir; í þeirra hóp, lítilmagnanna, er það ekki árætt. -----eera-------- í»ingmálafuncl héldu Eyfirðingar á dögunum með kjörnum fulltrúum. Samþykt van- traustsyfirlýsing einhverskonar til stjórnarinnar út af bankamálinu — og samgöngumálinu.!! Þeir kalla ekki alt ömmu sína — Eyfirðingar.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.