Ísafold - 10.02.1910, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.02.1910, Blaðsíða 1
Kumm út tivlsvar í vikn. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., erlcnriih 6 k> eða t >/* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Dppsögn (skrifleK) bnndin vift iramót, er ÓKÍid nama komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. aanpandi sknldlaas vift blaftift. Afgreiftsla: AnstnrBtrœti 8. XXXVII. arg. Reykjavík fimtudaginn 10. febr. 1910. 9. tðlublað Sigurinn i höfuðstaðnum. Traustsyfirlýsing tll ráðherra og þingmanna Reykjavíkur. Mótmælt aukaþingi. Ringinu þökkuð meðferð sambandsmálsins. Alt með stórkostlegum meiri hluta. Mikil gleðitíðindi hafa gerst hér í höfuðstaðnum. Enn á ný hefir Reykja- vik vísað þjóðinni íslenzku réttu braut- ina — eins og í hitteð fyrral Hátt höfðu innlimunarmennirnir reitt til höggs nú sem þá! En úr varð vind- högg — ekke< annað en vindhöggl Eins og getið var í siðasta blaði höfðu heimastjórnarmenn boðað til þfiggja funda í Goodtemplarahúsinu h. 6., 7. 0g 8. febrúar út af banka- máhnu. Það þótti þegar sýnt, að þessir fnndir í minsta húsnæði bæjarins, boð- aðir af eintómum Fram-liðum, að und- anteknum ef til vill einum manni, myndu ekkert annað verða en flokks- fundir heimastjórnarmanna, en sigla undir fölsku flaggi »almennra kjós- endafunda*. Þingmenn bæjarins, þeir dr. Jón Þorkelsson og Magnús Blöndahl, mót- mæltu þegar þessu fundarboði og lýstu yfir, að þeir myndu boða til almenns fundar undir berum himni, ef þess væri alment óskað (sbr. seinustu ísa- fold). En til þess að minnihlutinn yrði ekki einn um fundarhöld og þann veg gæti gefið þjóðinni og — dönsku mömmu — rangar hugmyndir um af stöðuhöfuðstaðarins til bankamálsins og annara stórmála, vaið það að ráði rúmra 50 kjósenda bæjarins á laugar- dagskvöldið að boða til funda sömu daga sem minnihlutinn, svo að þeim kjósendum, er ekki gæfist kostur á að komast að á minnihlutafundunum, yrði ekki ókleift að láta skoðanir sín- ar í ljósi. Fyrri hluta sunnudagsins var svo- látándi ýundarboð sent út um bæinn: Með því að minnihlutamenn hafa boð- að til funda, sem þeir kalla »almenna kjósendafundiíl, til þess að rœða um bankamálið, en sýnilegt þykir, að þar hljóti aðallega að verða að rœða um flokksfundi, þar sem til þeirra er valið minsta samkomuhúsnœði bœjarins, sem rúmar aðeins örlítinn hluta kjósenda, þá boðum vér hérmeð, í samráði við alþingismenn bcejarins, almenna kjósendafundi fyrir Reykiavik í stóra salnum í Iðnaðarmannahúsinu. 1. Fyrir Þingholtin að meðtöldu Bankastrœti, Njálsgötu og Grettisgötu, sunnudaginn 6. febr. kl. 8 síðdegis. 2. Fyrir hinn hluta Austurbœjarins (Laugaveg allan og alt þar fyrir neðan) mánudaginn 7. febr. kl. 8 siðdegis. 3. Fyrir Vesturbœinn og Miðbceinn (allir fyrir vestan lœk) þriðjudaginn 8. febr. kl. 8 siðdegis. Umrœðuefni á fundunum: Bankamálið. Sambandsmálið. Síð- asta simfregn minnihlutáblaðanna o. fl. Ráðherra og alþingismenn bœjarins mœta á fundunum. Aðgöngumiðar fást i Iðnaðarmanna- húsinu frá kl. 11. Arni Jóhannsson bankaritari. Ágúst Jósefs- son prentari. Benedikt Sveinsson alþingis- maður. Br. Björnsson tannlæknir. Grim- úlfur Olafsson skrifari. Guðjón Einarsson prentari. Guðm. EgilsS(,n trésm. Guðm. Jakobsson trésm. Helgi Hannesson úrsm. Herbert Sigmundsson prentari. Jgkob Möller cand. phil. Jóel Ulfsson trésm. Jóhannes Jósefsson snikkari. Jón Baldvinsson prent ari. Jón Eiríksson steinsm. Jón Jónsson kaupm. Jón Sigurðsson fullmektngur. Jón J. Straumfjörð skósm. Jón Thorarensen skrifari. Jón Þérðarson kaupm. Jón Zoega trésm. Jónas H. Jónsson trésm. Ludvig Andersen skraddari. Magn/ús Gunnarsson skósm. Maguús Einarsson verzlm. Magnús Guðbrandsson steinsm. Ólafur Rósenkranz kennari. Páll Ó. Lárusson trésm. Pétur H. Guðmundsson bókb. Runólfur Stefánsson skipstj. Sigf. Sveinbjarnarson fasteignasali. Sigurður Jónsson kennari. Stefán Egilsson múrari. Sveinbjörn Björnsson steinsm. Sveinn Björnsson málflutningsm. Sveinn Jón Einarsson steinsm. Þorlákur Reykdal. Þorsteinn Erlingsson skáld. Þorsteinn Guð- mundsson snikkari. Þórarinn Jónsson verzl- unarmaður Guðm. Þorleifsson. Halldór Þórðarson bókbindari. Ottó N. Þorláksson skipstj. Þórður L. Jénsson verzlm. Þórð- ur Guðmundsson f. Glasgow. Þórðnr Sveinsson læknir. Hallgrímur Jónsson kennari. Páll Erlingsson sundkennari. Krist- ján Jó»8son trésm. Pétur Pálsson skraut- ritari. Gnðm. Brynjólfsson trésm. Tími til undirbúnings fundunum var ekki mikill, ekki nema sunnudag- urinn einn, en minnihlutinn var bú- inn að undirbúa sina fundi vikum sam- an — i laumi. Eigi að síður varð sú raunin á, að Iðnaðarmannahússfundirnir voru miklu betur sóttir, umræður þar urðu miklu fjörugri — og það kom í ljós, að stórkostlegur meirihluti kjósenda pessa bœjar er stjórninni jylgjandi í banka- málinu og heldur j ast við sjáljstœðis- stejnuskrána jrá 190S. Fyrsti fundurinn. Sunnud. 6. febr. fyrir Þingholtamenn. Benedikt Sveinsson alþingismaður setti fundinn, og sira Ólajur Ólajsson fríkirkjuprestur var kosinn fundarstjóri, en Jón Sigurðsson bæjarfógetafulltrúi skrifari. Þeir voru endurkosnir á öll- um fundunum. Fyrstur tók til máls Þorsteinn Er- lingsson skáld, og er hér ágrip af ræðu hans: Við fundarboðendur höfum tekið til þrent, sem þessum fundum er ætlað til viðfangs: bankamálið, sambands- málið og simskeytin síðustu. Þetta má taka hvað fyrir sig og ræða sér, en málin má og taka öll i einu, því þann eiginleika eiga þau öll sam- an, að þau eru nú ræturnar undir kröf- unni um aukaþing. Eg ætla þá að athuga, á hve gildum rótum sú krafa stendur, og reyna að gera það með réttum rökum, en ekki sjónlausum flokksaugum. Krafa um aukaþing getur verið eðli- leg og réttmæt og jafnvel sjálfsögð krafa eftir atvikum, og væri auk þess æskilegast fyrir margra hluta sakir, að alþingi væri á hverju ári, og það er kostnaðurinn einn, sem því ræður, að alþingi er nú annaðhvort ár. Hér verður þá eins að spyrja að því: Hvað fáum við fyrir aukaþingskostnaðinn, eða réttara sagt: Hvaða þörf þarf að knýja á, til þess að þjóðin vilji leggja á sig aukaþingsbyrði. Hér vill svo vel til, að þjóðin hefir að nokkru leyti svarað þessu sjálf. Hún hefir einmitt tvisvar kraf- ist aukaþings eða að minsta kosti mik ill hluti manna. Þess var krafist, þegar setja átti simaband vort við heiminn í auðfélagshendur útlendar um heihn mannsaldur eða jafnvel lengur, og þess var krafist þegar velja átti menn til að semja við Dani um þjóðréttindi vor og niðja vorra um ókomnar aldir. Hér er því glögg bending um það, að áður haldið sé út í stórræði, sem skuldbinda ókomin ár og óbornar kynslóðir, vill þjóðin láta stjórnendur sína hafa tal af sér og í þessi skiftin mat hún auðsjáan- lega litils aukaþingskostnaðinn borinn saman við áhættuna hins vegar, enda ámælti hinn núverandi meirihluti stjórninni harðlega þá fyrir vanrækslu og jafnvel brot á beinni skyldu sinni. En er nú nokkur slík áhætta eða voði hér á gangi? Lítum á kröfurn- ar. Það hefir verið fært til, að rétt- ur þingsins eða þingræðið væri brotið eða þingræðið sjálft jafnvel í háska af því ráðgjafi veik þingkosnum gæzlu- stjórum úr stöðu þeirra. Þetta er sagt algjörlega hugsunarlaust. Allir sjá, að þingið á óskert ræði sitt og refsirétt jafnvel þótt ráðgjafi hefði brotið hér boð þess, eða farið gagn- stætt vilja þess, og það getur neytt þessa ræðis og réttar svo sem það vill, og bætt þeim upp að fullu, sem á var hallað, en hrundið ráðgjafa frá og jafnvel refsað honum. Þá hefir heyrst, að skertur væri réttur þingsins með því, að 6000 kr. til Thorefélagsins væri fjárlagabrot. Þó þetta væri lagabrot, sem eg get ekki séð, að færð hafi verið fullnægj- andi rök til, þá á þingið þar jafn óskertan rétt sitin sem í ninu atrið- inn og að segja að þingræðið sé brot- ið með þessum athöfnum ráðgjafa er jafn hugsunarlaust eins og að segja, að löggjafar eða refsivald þjóðarinnar sé brotið eða sé i voða af því ein- hver maður stelur eða ifremur annað lögbrot. Nei, þingið á alt sitt vald, allan sinn rétt óskarðan. Aukaþing getur að eins flýtt því lítið eitt, að það láti álit sitt í ljósi, en eg efast um, að þjóðin sé svo skammsýn, að hún vilji kosta 30—40 þúsundum til þess, að þingið leggi fáum mánuðum fyrr úr- skurð sinn á frávikning gæzlustjór- anna, eða á þessar 6000 til Thore. Mér finst það of dýrt og margt þarf- ara liggja nær fyrir þær þúsundir. Eg þekki og svo vel fjölda af and- stæðingum okkar, að eg veit, að þeim dettur ekki í hug sú fásinna, að nokk- urt þingræði sé hér í hættu og auk þess benda mörg ótviræð teikn á það, að þetta sé að eins haft að yfirvarpi en undir niðri miðað á alt annað. Það dylst engum, að öllum skeyt- unum er og hefir verið miðað á ráð- gjafann einn; það er fyrirfram ráðið að hann skuli feldur og þar er þess- um kröfum ætlað að auka við töluna þó þær séu hégómi út af fyrir sig, því þar er alt gripið, jafnvel það sem er augsýnn voði sjálfum þeim. Einn slíkur háskagripur er skeytið frá Höfn í dag. Það segir ráðgjafa hafa heitið Dönum tveimur þriðjungum botn- vörpusektanna,',’svo sem þeir fengu í tíð fyrverandi ráðgjafa. Nú vitum við allir, að þáverandi forsætisráðgjafi Dana, J. C. Christensen og sum merk blöð Dana með honum, hafa borið það á oss berum orðum, að við höfum gengið á gerða sáttmála við Dani og gert oss minni menn, með því að taka af þeim botnverpingasektirnar. Eg get ekki ætlað þessum mönnum, allra sízt svo gætnum manni sem J. C. Christensen, að þeir væru svo heimskir og biræfnir, að lýsa yfir þessu fyrir báðum þjóðunum, ef það væri tilhæfulaust. Eg sé þvi ekki betur en hér hljóti að hafa verið gerðir einhverir samningar við stjórn Dana eða forkólfa þeirra, og þá með vitund ráðuneytisforsetans. Þetta hlýt- ur fyrverandi ráðgjafi þá að hafa gert og bera ábyrgð á, og það kalla eg vofeiflegar aðfarir, að ætlast til, að þjóðin hrindi Birni ráðgjafa fyrir það, þó hann yrði til neyddur að fá þing- ið til að koma oss með einhverju móti úr þeirri vanvirðu, að hafa rofið samninga, ef þeir skyldu reynast gild ir, en hafa verið gerðir að baki þings- ins. Af því ráðgjafinn er nú staddur hér, getum vér vænst eftir skýringu á þvi máli. En eftir verður þó sú spurning, hver tilgangurinn hafi verið að leyna þing og þjóð þessum samn- ingi, og um það verður vafalaust spurt víðar en hér í kvöld, því þetta er alvarleg spurning og æði tæpt stig- ið, að ætla að fella núverandi ráðgjafa á þessu mál. Mér sýnist það óvit, Vér höfum og fengið rétt ný lega bendingu úr annari átt um það, að jafnhliða falli ráðgjafans liggi og annar tilgangur í kröfunni um auka- þing, að baki yfirskininu, sem breytt er út fyrir augu vor. Það sýnist eiga að lauma inn aftur ósjálfstæðisfrum- varpinu, sem síðustu kosningum lán- aðist að hnekkja. Upp nm þennan tilgang hefir Borgarnesfundurinn komið ósómanum óefað fyrri en vera átti, og þessu er haldið fram svo blygð- unarlaust, að meirihlutaþingmaður lýsir, eða verður að þola að lýst sé, undrun og gremju yfir aðgjörðum síðasta þings og athöfn sjálfs hans þar. Auk þess sem hér sýnist ljóst yfir hverju sumir minnihlutamenn búa, þá get eg varla hugsað mér, að þinginu verði sökt niður í sárari auðmýkt og niðurlæg- ingu en þá, að flokkarnir færu til skifta að ausa ámæli og óvirðingu á næsta þing áður. Þá er sannarlega vald þingsins og þingræðið í háska; og þennan Borgarnesfund telur nú Lögrétta fyrirmynd allra kjósenda- funda. Til allrar hamingju eru allir menn minnihlutans hvorki svo fávísir né illir, að þeir sjái ekki, þegar þeir gæta sín, að með því lagi gæti hver óþokki að lokum treyst því, að hann fengi nóga níðinga á íslandi til liðs við sig, hvern háska og svívirðu sem hann ætlar að vinna þjóð og landi. Það er þetta mál og þessi Borgar- nesfundur, sem sérstaklega hefir knúð mig til að skora á stjórnina fyrir hönd vor Landvarnarmanna að sinna ekki svo ástæðulausum og illkynjuð- um aukaþingskröfum, sem vér teljum þessar, auk þess sem varlegt er að treysta svo æstum hugum manna, sem þeir eru nú, til rólegrar og viturlegrar úrlausnar á vandasömu stórmáli. Eg mun síðar bera fram tillögu til ályktunar um þakklæti til síðasta þings fyrir meðferð þess á sambandsmálinu í heild sinni. Næstur talaði 1. þingm. Reykvík- inga dr. Jón Þorkelsson. Hann taldi enga nauðsyn á aukaþingi og auk þess kröfuna um það ótímabæra enn sem komið væri. Þá steig í stólinn Þorsteinn Lög- réttustjóri Gíslason. Vonandi birtist ræða hans eins og hún var flutt í Lögréttn. — Ekki getum vér meiri- hlutamenn annað betra kosið máli voru til stuðnings. Hr. Þ. G. reyndi auðvitað að mótmæla fyrri ræðumönn- um, en lítið beit það á áheyrendur, Hann taldi bankastjórnina, sem nú sæti, ólöglega — og því nauðsyn aukaþings til að gera hana löglega. Hann taldi ráðgjafa hafa brotið heit- orð sín um sambandsmálið, brotið fjárlögin með Thoresamningnum o. s. frv. Eintómar staðhæfingar og Lög- réttusannleikur = ósannindi og útúr- snúningur. Hr. Þ. G. klykti út með því, að þeir, sem greiddu atkvæði móti auka- þingi, lýstu vantrausti á ráðgjafa! Þetta þótti heldur skrítin »lógik« og var ekki laust, að hvor spurði annan, hvort aukaþingskröfur minnihlutans væri að skilja sem traustsyfirlýsing til ráðgjafa. Hr. Þ. G. er æði ósýnt um að flytja ræðu og talar hann lágt og óskipulega, en fundarmenn skildu það svo, að það, sem hann hefði að segja væri þess kyns, að hann þyrði ekki að tala hátt — og heyrðust köll mikil í salnum um það. Jakob Möller cand. phil. hélt nú snjalla ræðu og skorinorða. Rakti hann ástæður stjórnarinnar, framkomn- ar í skýrslu bankarannsóknarnefndar- innar, fyrir frávikningu bankastjórnar- innar. Taldi þær nægar. — Kom hann því næst fram með tillögu til traustsyfirlýsingar til stjórnarinnar. Þá bað sér hljóðs Gtsli innheimtu- maður Þorbjarnarson og vildi hann halda þvi fram, að Framfundirnir væru ekki flokksfundir, og, að þingmenn kjördæmisins hefðu neitað að vera í félagi við minnihlutann um fundar boð. L O. O. P. 9121181/* Forngripasafn opií) sunnud., þrd. og fmd. 12—9 íslandsbanki opinn 10—2 */« og B K. F. U. M. Lestrar- og skrifstbfa frá 8 Ard. til 10 síbd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/« sibdegis Iiandakotskirkja. öuðsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/!—12 og 4—6 Landsbankinn 11-2 ‘/a, B1/*-^1/*. Bankastj. viB 12-9 Landsbókasaín 12—3 og 5—8. Útlán 1—3 Landsskjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. í læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opiö l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 3. md. 11—1 andsveíkslofa Isafoldar, Austurstræti 8. AUs konar band fljótt og vel af hendi leyst. — Verð hvergi lægra. ■■■ ■ mn in—fmimTm-———— Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. io1/^—12^/g og 4—5. Aðvörun! Viðskiftamönnum Landsbankans er hérmeð gert viðvartum, aðsenda öllbréf viðskiftunum viðkomandi til Lands- bankans sjálfs, en ekki til starfsmanna bankans né bankastjóra. Landsbankinn 9. febr. 1910. Bankasijórnin. En pingmennirnir neituðu pví alger- lega seinna á fundinum, að Gísli fari nieð rétt mál. Benedikt alþingismaður Sveinsson taldi enga hættu hafa né þurft að hafa stafað af því, að ráðh. gengi úr skugga um hag bankans þá er hann tók við honum. Vítti framkomu einstakra manna úr minnihl. í bankamálinu. Taldi hann enga nauðsyn á aukaþingi út af bankamálinu og kröfuna um það út af því aðeins yfirskyn til þess að koma frá núverandi ráðh., sundra meiri hlutanum, koma ráðh. að úr sínum flokki og smeygja yfir landið frumvarpi millilandanefndarinnar. Vítti rógburð minnihl. til Danmerkur. Magnús Blöndahl, 2, þingm. Reyk- víkinga tók í sama streng og ræðu- maður næst á undan. Taldi kröfuna um aukaþing út af frávikningu banka- stjórnarinnar ástæðulausa og vítti harðlega framkomu minnihlutans gagn- vart þjóðinni út á við. Nú var borin upp svolátandi til- laga: Fundurinn lýsir fullu trausti á ráð- herra íslands, Birni Jónssyni. Tilllagan var samþykt með 401 atkv. gegn 34. Þess ber að geta, að rétt áður en hér var komið fundinum, ruddust allmargir Framliðar inn í salinn, sem búnir voru að greiða atkvæði í Goodtempl- arahúsinu og greiddu nú atkvæði gegn þessari tillögu og öðrum tillögum fundarins. Þeirra á meðal voru t. d. Knud Zimsen verkfræðingur, Kristófer járnsm. Sigurðsson og Helgi verzi- unarmaður Helgason. Alls voru þeir um 30. Atkvæðagreiðsla þeirra þarna á fundinum, eftir að þeir voru einu- sinni búnir að greiða atkvæði annars staðar jafngilti því, er ofstækisfullir geðfrekjumenn, rétta upp báðar hend- ur í stað annarar. Eigi að síður voru atkvæði þeirra tekin gild af vork- unnsemi og meðaumkvun. Enn voru bornar upp þessar tvær tillögur: 1. Fundurinn álítur, að bankamál- ið gefi ekkert tilefni til þess að halda aukaþing, sem aðeins mundi verða til óþarfa kostnaðar fyrir þjóðina. 2. Fundurinn vottar alþingi þakk-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.