Ísafold - 23.02.1910, Page 3
ISAFOLD
47
undirorpið, að nefndarmönnunum beri
að trúa, þar sem þá greinir á við
bankastjórnina.
U m áteiknunina (prohibitionspaategn-
ing) á verðbréí varasjóðs, og hve einkis-
verðhún sé, skalþess getið t. d.,að ef á
verðbréf sparisjóðs sjálenzku bænd-
anna hefði verið ritað, að þau væru eign
hans, þá hefði svikarinn Alberti ekki
getað veðsett þau né selt þau án sér-
stakrar heimildar frá eigendum sjóðs-
ins.
Bankastjórnin klykkir út með því
að geta um að bankarannsóknin hafi
kostað yfir 7000 kr.
— Hún á að vaxa mönnum í aug-
um, þessi fjárhæð. — Enda ekki spar-
að á undan. að gefa mönnum í skyn,
að starfið sé lítið og illa unnið. En
hér á undan hefir verið sýnt, að allar
þær tilraunir, sem bankastjórnin með
aðstoð minnihlutapostulanna hefir gert
til þess að hnekkja skýrslu rannsóknar-
nefndarinnar éru ekkert annað en
vindhögg, — fálm út í loftið. Þeir
hafa ekki getað leitt í ljós neina veilu.
Og þar sem svo margir menn hafa
lagst á eitt, til þess að rífa niður skýrsl-
una án þess að geta haggað einni stoð,
þá ætti það að vera hverjum manni
ljóst, að hér er ekki um neina hráka-
smíð að tefla. Árásir hinnar fráförnu
bankastjórnar — bankafróðu mannanna
— sýna bezt, hve mikið og mikilvægt
verk rannsóknarnefndin hefir unnið.
Og þegar þess er gætt, að ef þetta
verk hefði ekki verið unnið, þá hefði mátt
búast við því, að innan fárra ára hefði
Landsbanki íslands verið úr sögunni —
þá er harla ólíklegt, að menn sjái of-
sjónum yfir 7000 krónunum. — Mörg-
um 7000 krónum af fé bankans hefir
verið varið á óhappasælli hátt.
Það kannast sjálfsagt margir við
söguna um manninn með krukkuna. —
Hann hafði fengið krukku að láni hjá
nágranna sínum og brotið hana, en
þverneitaði að bæta skaðann. — Eig-
andi krukkunnar stefndi honum og
krafðist skaðabóta. — En er fyrir rétt
kom, þá varði maðurinn mál sitt
svo:
Fyrir það fyrsta lánaði þessi maður
mér aldrei neina krukku.
Fyrir það annað var krukkan brotin
þegar eg fékk hanal
Og fyrir það þriðja var krukkan
heil þegar eg skilaði henni! I
Það er eins og þeir Tryggvi Gunn-
arsson, Kristján fónsson háyfirdómari
og Eiríkur Briem prestaskólakennari
hafi gengið í skóla hjá þessum manni —
svo endalaus, botnlaus vitleysa er margt
af því, sem þeir hafa skrifað i þessar
»Athugasemdir og andsvör* sín. —
Það er anðvitað þungur reynslutími,
sem þeir hafa orðið að lifa, enda eru
afleiðingarnar sorglegar fyrir þá og
alla, sem er vel til þeirra. En þegar
mótlætið ber að höndum, sjást vana-
lega bezt þeir mannkostir, sem hver
og einn hefir að geyma, og með-
aumkun manna með ógæfu einstak-
lingsins fer vanalega eftir því, hvernig
hann tekur þessarri ógæfu.
En þessum herrum, fyrverandi
bankastjórum, skjátlast, ef þeir álíta,
að þeir ávinni sér traust og fylgi al-
menaings með gorgeir og ofstopa og
með því að ausa staðlausum illyrðum
og ásökunum yfir þá menn, sem fyrir
viðburðanna rás hafa orðið til að finna
að og álasa gjörðum þeirra, menn,
sem hafa unnið verk sitt með sam-
vizkusemi og atorku og sagt mein-
ingu sína blátt áfram og hispurs-
laust, menn, sem alls ekki getur kom-
ið til tals að brigzla um óhreinar
hvatir.
»Athugas«mdir og andsvör* banka-
stjóranna eru sorglegur vottur um það,
hve mjög blint sjálfsálit og hroki getur
afvegaleitt menn, jafnvel svo, að þeir
halda að þeir séu hafnir yfir lög og
rétt.
Skattamál
landsins koma sjálfsagt fyrir á næsta
alþingi. Því mun ekki úr vegi að nota
timann þangað til, til rækilegrar íhug-
unar um þau efni, svo að eigi verði
neinu flaustrað af. — ísafold mun a
næstunni taka skattamálanefndarfrum-
varpið og skattamál landsins á dagskrá.
Hörmulegt slys.
Snjóflóð grandar 19 manns,
12 meiðast.
(Simfregn frá ísafirði).
Föstudagsmorguninn 18. þ. mán.
undir dagmál (kl. 8,45) ruddist snjó-
skriða ferleg úr fjallinu fyrir ofan
bæinn Búð í Hnífsdal við ísafjörð.
Skriðan sópaði húsum og sjóbúðum
á sæ út, hve mörgum er ófrétt enn.
Sjómenn höfðust við í sjóbúðunum
og eitthvað af konum og börnum.
Bana hlutu 19 manns: karlar, konur
og börn, en 12 manns meiddust
meira og minna. — Ógurleg neyð.
Margir hafa mist aleigu sína.
Meðal þeirra, er fórust var Sigurður
Sveinsson, bróðir Guðm. Sveinssonar
kaupm. í Hnífsdal.
Nánari fréttir af þessu voðaslysi
koma með Valnum, sem hingað er
von í kvöld.
Gufuskipið Vesta
átti að koma hingað 9. þ. m. en
er ókornin enn. — Seinast frézt til
hennar á Bolungarvík í gær. — Sagt,
að hún hafi þrívegis orðið að hverfa
frá Horni á vesturleið sakir ofveðurs.
Fádæmaótíð
sögð á ísafirði í síma í gær. — Sama
er að frétta af norðurlandi og svo
kvað það vera um allar jarðir um
þessar mundir. Símastaurarnir sum-
staðar nærri í kafi. Símaslit megn
víða um land. Símasamband ókleift
í marga daga bæði við ísafjörð og
Akureyri. — Slíkan snjóavetur muna
menn naumast síðan harðindaveturinn
1881—1882.
Þingmálafund á Akureyri
boðuðu stjórnarandstæðingar þar í
bænum síðastliðinn föstudag. Fund-
urinn var undirbúinn með mestu
leynd. Sjálfstæðismenn vissu ekki
um hann fyr en rúmum sólarhring
áður en hann átti að vera. Tíminn
til undirbúnings af þeirra hálfu því
nauðalítill.
Á fundinum var borin upp tillaga,
er fór fram á aukaþing og skoraði á
þingmanninn að fylgja því máli. Hún
var samþykt með 156 atkv. gegn 117.
En af þessum 156 atkv. voru minsta
kosti 7 ólögleg — segir símfregn frá
Akureyri i gær.
Sjálfstæðisrr.enn á Akureyri furða
sig alls ekki á þessum úrslitum, bæði
vegna þess, hve lítill undirbúnings-
tími var, og ekki síður vegna hins,
að reynslan hefir sýnt það, að Haf-
steinsliðar þar í bænum verða venju-
lega í meiri hluta við opinberar
atkvæðagreiðslur, en í minnihluta við
leynilegar atkvæðagreiðslur eins og
sýndi sig við alþingiskosningarnar
seinustu og eins við bæjarstjómar-
kosningarnar í vetur.
Þar, sem víða annarsstaðar á þessu
landi, er peningavaldið og kaupmanna-
flokkurinn á bandi Hafsteinsflokksins.
Og er ekki gaman fyrir snauða menn
að ganga í berhögg við þau herjans
stórveldi, þótt ekki vanti viljann. —
Hafa svo sagt kunnugir menn, að
tryggustu sjálfstæðismenn á Akureyri
hafi á stundum neyðst til að sitja
heima, eða jafnvel brjóta í bág við
sannfæringu sina með atkvæðagreiðslu
vegna mammonsgoðanna þar, sem eigi
svifast þess, sumir hverir, að hóta
vesalings fátækum mönnum efnalegu
fjörtjóni, ef þeir láti’tigi að pólitisk-
um vilja þeirra.
Það e r sorglegt tímanna tákn, að
t. d.....ráðið á Oddeyri skuli hafa
nokkuð að segja í stjórnmálum hér á
landi.
Það er ekki ófyrirsynju, að Hannes
Hafstein hefir ort lofkvæðið til heimsk-
unnar I
Leiðrétting:
í greininni nm Pál heitinn Jtelsteð, var
faðir hans sagður Jónsson, en Páll amt-
maður Melsteð var Þórðarson.
Þrímenningarnir.
[Þessi grein var send ísafold dður en
grein hr. Neve kom, en hefir ekki getað
komist fyr að af ýmsum áBtæðum. — Bitstj.J
í 78. tbl. Isafoldar birtist bréfkafli
frá Jóhannesi Jósefssyni glímukappa,
rar sem hann með miður viðeigandi
orðum skýrir frá, að þeir félagar séu
skildir.
Með ótvíræðum orðum gefur hann
skyn, að þeir þrír fyrverandi félag-
ar sínir séu lagstir í óreglu, og enn-
::remur dróttar hann því að þeim, að
æir framvegis muni stela nafni sínu á
auglýsingar sinar, þvi án þess geti
þeir hvergi fengið atvinnu.
Þessar aðdróttanír eru ekki sem
bróðurlegastar, sé tillit tekið til þess,
að þeir sem fyrir þeim verða, eru í
fjarlægu landi og geta því ekki borið
hönd fyrir höfuð sér. Hvort Jóhann-
es, með framangreindu bréfi, hefir náð
tilgangi sínum veit eg eigi, en það er
mér fyllilega ljóst, að afleiðing þess
hefir orðið sú, að þeir þrímenning-
arnir hafa hjá ýmsum fengið mjög ó-
mjúka dóma og yfirleitt ekki notið
þess trausts hjá löndum sinum, sem
þeir þó virðast eiga skilið. Setjum
svo, að frásögn Jóhannesar hefði
verið sönn, þá gat þó ekki hjá því
farið, að þeir félagar hefðu orðið að
hættafþróttasýningum sínum, en reynsl-
an sýnir það gagnstæða.
Fyrir skömmu fluttu Reykjavíkur-
blöðin fregnir af afreksverkum þeirra
í Odessa; sá sigur var mjög glæsi-
legur, svo glæsilegur, að margir tóku
að efa sannleiksgildi hans og sögðu
sem svo: að nú væru þrímenning-
árnir teknir að ljúga á sig heiðri og
betur hefðu þeir heima setið. En
þess ber að gæta, að Reykjavíkur-
blöðin hafa hermt þessar fréttir eftir
danska blaðinu »Politiken* og Poli-
tiken eftir rússneskum blöðum, svo
ef um einhverja ósannsögli er að
tefla, þá virðist ekki réttmætt að telja
hana íslendingunum til syndar, en
hér mun ekki neinni ósannsögli til
að dreifa, því í bréfi frá þeim, dag-
settu í Buda-Pest 21. f. m. skýra þeir
frá, ásamt öðru fleiru, þessari viður-
eign óg ber það að öllu leyti saman
við frásögn blaðanna.
11. nóvember sögðu þeir skiFð við
Jóh. og fóru þá frá St. Pétursborg
til Odessa og unnu þar þau afreks-
verk, sem áður eru kunn. Síðan fóru
þeir til Charkov og þreyttu þar fang-
brögð við menn úr öllurn áttum, sem
þar voru saman komnir til að keppa
um íturmensku í grísk-rómverskri
glímu. Enginn þeirra manna vóg
minna en 250 pd. rússnesk (o: 80 kv.),
en þeir er þyngstir voru, 400 pund.
Þrátt fyrir þenna feikna þunga báru
íslendingarnir hærra hlut, en urðu
þó fyrir því slysi, að einn þeirra misti
þumalfingur á vinstri hendi. Síðan
hafa þeir verið í ýmsum borgum,
bæði á Rússlandi og Póllandi og nú
eru þeir staddir í höfuðborg Ung-
verjalands og eru ráðnir þar eitthvað
fram eftir vetrinum.
Þeim félögum hafa boðist mörg á-
gæt atvinnulilboð, meðal annars frá
Lundúnum og hyggja þeir að hverfa
þangað með vorinu.
Enn sem komið er hafa íslending-
arnir ætið borið fullan sigur úr být-
um, þá er þeir hafa freistað íþróttar
sinnar, og fara þvi sigri hrósandi úr
einni borg í aðra, úr einu landi í
knnað.
Geta nú landar þeirra, með góðri
samvizku, brugðið þeim um óreglu,
ósannsögli og óskað þeim betur heima
setið, eins og eg veit að margur hefir
gert, samtímis og erlendar þjóðir sæma
þá lárviðarsveigum (sbr. í Odessa
fyrir framúrskarandi fræknleik? Nei
Þökk sé þrímenningunum fyrir alla
starfsemi sína, þökk fyrir að þeir hafa
ekki látið undan síga þrátt fyrir marg-
víslega örðugleika, þökk fyrir, að þeir
eru að kynna oss Islendiuga hjá stór-
þjóðum heims og endurvekja hjá þeim
hinn forna, víðfræga orðstir íslendinga,
sem nú um margar aldir hefir legið
djúpi gleymskunnar í meðvitund þeirra.
Guðm. Sigurjónsson.
Ekki persónuleg vild
eða óvild!
(Kafli úr bréfl).
»Heilög bræði út af því, að gömlu
bankastjórninni var vikið frá störfum
jeim, er hún hefir gegnt svo frá-
munalega illa, hefir sannarlega ekki
valdið hinum taumlausu ofstopa-æs-
ingum víða um landið gegn ráðgjaf-
anumc, segir í nýlegu bréfi til ritstj.
saf. »Það sýnir sig greinilega kring-
um mig, segir bréfritari. Enginn fær
mig til að trúa því, að varnarsveit
bankastjórnarinnar væri svo einlit
deimastjórnarhjörð og raun ber vitni,
ef svo væri. Hér eru engir aðrir en
uppþembdustu Uppkastsberserkirnir,
sem róa undir hamagangnum, og svo
einstaka frændur og venzlamenn gömlu
bankastjórnarinnar. — Þeir unnu lítið
eitt í fyrsta sprettinum — fyrstu æs-
ingunum. Þeir flögguðu óspart með
nöfnum gömlu bankastjórnarinnar:
fivort menn tryðu nokkurri óreglu í
ijármálum upp á menn eins og
Eirík Briem o. s. frv. — En síðan,
einkum eftir að skýrslan kom, hafa
flestir áttað sig og mér er óhætt að
segja, að ráðgjafa hefir vaxið mikið
:ýlgi hér i sveit fyrir röggsemi hans
og dugnað i bankamálinu. — Eg,
sem hefi þekt Björn ráðgjafa lengi,
eins og þér vitið, þykist vita, að hon-
um hafi ekki verið neitt ljúft að þurfa
að beita svo hörðum tökum við Krist-
ján Jónsson. En hér kemur það fram,
sem Kristján Jónsson sjálfur sagði í
ræðu, er hann hélt fyrir minni Björns
ráðgjafa árið 1904. Hann sagði þá
samkv. skýrslu í Fjallkonunni, sem
þér getið séð á bls. 46, í árgangnum
1904:
»Hitt væri vist, að jaýnan hejði hann
(Bj. ráðgj.) barist Jyrir pví einu, er
hann hugði rétt vera og hollast landi
og lýð og að hann hejði barist Jyrir
pví með krajti og með greind og pekk-
ingu og ekki látiö persónulega vild
eða óvild ráða tillögum sínum*.
Vinur minn Kr. J., hefir sjálfsagt
ekki búistc við, að hann mundi sjálfur
svo fljótt fá að komast að raun um
þessa góðu kosti ráðgj'afa vors. En
jafnréttmæt eru orð Kr. J. 1904 fyrir
það................................
Bankadeiluhríðiimi
fer nú vonandi að slota. Hún hefir
verið hörð og grimm, svo er fyrir
að þakka æsingapostulum minnihlutans,
og þurft æðimikið rúm m. u. hér í
blaðinu. Fyrir því hafa mörg nauð-
synjamál orðið að sitja á hakanum
meira en skyldi og margar góðar að-
sendar hugvekjur um landsins gagn
og nauðsynjar orðið að biða.
Reykjavíkur-annáll.
Ekknasjðður Reykjavikur hélt aðalfund
sinn snemma i janúarmánnði. Eignir sjóðs
þessa voru um siðastl. áramót 15607 krón-
ur. 46 ekkjur nutu styrks úr sjóðnum árið
1909 og nam sá styrkur alls 598 krónum.
Árstillagið til sjóðs þessa er að eins 2
krónur. Félagsmenn eru rúm 300 manns,
af öllum stéttum, en ættu að vera miklu
fleiri með því að hér er um mestu nyt-
semdarstofnun að rseða.
Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur er
formaðnr sjóðsins, en Gunnar Gunnarsson
féhirðir.
Kristján Buch, innhrotsþjófurinn,var dæmd-
ur fyrir skömmu i undirrétti i 16 mánaða
betrunarhúsvinnu og stúlka sú, er sönn varð
að sök með honum i 8 mánaða betrunar-
húsvist.
Sjálfsmorð. Kona ein roskin, RósaJóns-
dóttir að nafni, fyrirfór sér i gærkveldi þann
veg, að hún fleygði sér út af bryggjunni
við Yölund. Fanst hún örend seint i gær-
kveldi. Hún hafði verið geðveik.
Styrktar- og sjúkrasjóður verzlunarmanna
I Reykjavik hélt ársfund sinn 10. janúar.
Styrkur sá er sjóðurinn útbýtti árið 1909
nam samtals c. 1400 krón. Nokkuð af árs-
tekjum sjóðsins er á hverju ári bætt við
innstæðu hans, enda voru eignir sjóðsins
orðnar um siðastliðin áramót fullar 34 þús.
krónur.
Stjórn sjóðsins var endurkosin: Einar
Árnason, G. Zoega, Q-. Olsen (féhirðir), Jes
Zimsen (ritari), og Sighv. Bjarnason (form.).
Sjóður þessi er einn hinna elztu og öfl-
ugustu styrktarsjóða hér á landi.
Kappglíma
verðut háð í Iðnó fimtud. 3. marz.
Þátttakendum verður skift í fjóra fl.
eftir þyngd; tvenn verðlaun veitt í
hverjum. Þeir sem óska að taka þátt
i nefndri glímu, gefi sig fram við
undirritaða fyrir 27. þ. m.
Reykjavík 22. febr. 1910.
Hallgr. Benediktsson.
Guðm. Sigurjónsson.
Sigurjón Pétursson.
Sjómenn!
Sjófötin, sem öllum reyndust svo vel
í fyrra, og eru ódýr, hefi eg nú feng-
ið aftur. — Sparið ykkur því pen-
inga, og kaupið þau.
Guðm. Olsen.
Þakkarávarp.
Hér með votta eg mitt hjartans
þakklæti öllum þeim, sem heiðruðu
útför mannsins míns, Hjörleifs Jóns-
sonar.
Einnig get eg ekki látið hjá liða að /
votta frændum og gömlum sýslung-
um hins látna mína hjartans þökk
fyrir gjafir og ástúðlega þátttöku í
þessu mikla sorgartilfelli. Síðast en
ekki sízt verð eg að geta þess, að
Álftnesingar sýndu mér hjartanlega
meðaumkvun með þvi að skjóta sam-
an rausnargjöfum handa mér, sem
voru mér þó lítt þektir. Sérstaklega
skal eg nefna þá Ólaf Björnsson,
Gestshúsum og Klemens Jónsson kenn-
ara á Bjarnastöðum, sem vöktu fyrstir
máls á samskotunum, um leið og þeir
gáfu mér ríkmannlega, ásamt þeim
síra Jens Pálssyni og Filippusi Filipp-
ussyni, Hafnarfirði. Öllum þessum
mörgu velgjörðamönnum mínum votta
eg mitt innilegasta hjartans þakklæti
fyrir mig og mitt heimili, og bið
góðan guð að blessa þá og launa
þeim, þegar þeim liggur mest á.
Selskarði 20. febrúar 1910.
Ragnhildur Guðmundsdóttir.
Mjólkurbúið
Laugaveg 12 — Reykjavik
býður beiðruðum viðskiftavinum sin-
um mjólk og mjólkurafurðir fyrir
eftirgreint verð:
Nýmjólk í pottum á 18 au. pr. pt.
Nýmjólk í glösum á 5 aura glasið.
Nýmjólk heitVtmáls J* 1 * 1 * * * * 6/*Liters) 15 a.
Rjómi (og þeytirjómi) 100 a. pr. pt.
Rjómi (þynnri) 60 aura pr. pt.
Undanrenna á 8 aura potturinn.
Undanrenna í glösum 3 a. glasið.
Skyr í pottum (2 pd.) á 40 a. pr. pt.
Skyr á diskum, skamturinn 35 aura.
Sýra í pottum, 5 aura pr. pt.
Sýra í glösum, 2 aura pr. glasið.
Alls konar brauð eftir óskum.
Mjólkurbúið.
Talsími 233.
Sjómenn!
Athugið; til 1. marz gef eg
15 °/o af minum góðu og alþektu
sjófðtum.
Jón frá Vaðnesi.
Stjómarvaldaaugl. (ágrip)
Skuldum skal lýsa i
dhú Jóns Guðmundssoaar frá Setbergi við
Hafnarfjörð fyrir skiftaráðanda 1 Gullbr,-
og Kjósarsýslu innan 6 mán. frá 16. deshr.
8Íðastl.; í þrbú Gunnlaugs Þorsteinssonar
kaffisala i Rrlk fyrir skiftaráðanda þar
innan 12 mánaða frá 30. deshr. siðastl.;
1 dbú Eiriks Halldórssonar frá Veigastöð-
um 1 Svalbarðsstrandarhreppi fyrir Árna
Guðmundssyni á Þórisstöðum þar i hreppi
innan 6 mán. frá 6. jan. þ. á.; i dbú Jens
Jónssonar hreppstjóra frá Hóli i Dalasýsln
fyrir Bjarna Jenssyni i Ásgarði i sömn
sýsln innan 6 mánaða frá sama degi; i dbú
Jóns Jónssonar kaupmanns 1 Bolungarvik
fyrir skiftaráðanda i .safjarðarsýslu innan
6 mán. frá 13. janúar siðastl.; i dbú Halls
Jónssonar frá Brekknkoti 1 Akrahreppi fyrir
skiftaráðanda i Skagafiarðarsýslu innan 6
mán. frá 3. þ. mán.; i þrbú Jóns J. Dal-
manns, ljósmyndara á Akureyri, fyrir skifta-
ráðanda þar innan 12 mán. frá s. d.; i
þrbú Jóns Stefánssonar bónda i Neðsta-
landi fyrir skiftaráðanda í Eyjafiarðarsýsln
innan 6 mán. frá s. d.; i þrbú Gnnnars
Helgssonar útvegsmanns i Hrisey fyrir
sama skiftaráðanaa innan 6 mán. frá s. d.;
i dbú Önnu Benediktsdóttur i Vanangri i
Vestmanneyjum fyrir skiftaráðanda þar inn-
an 6 mán. frá 10 þ. m.; i dbú Sigurjóns
Jónssonar á Bergi i Vestmanneyjum fyrir
sama skiftaráðanda innan 6 mán. frá s. d.;
í§þrbú Gisla Geirmundssonar á Stafnesi fvrir
skiftaráðanda i Gullbringu- og Kjósarsyslu
innan 6 mán. frá s. d.; Iþrbá Árna Thorla-
cins búfræðingB i Rvik fyrir skiftaráðanda
þar innan 6 mán. frá 17. þ. mán.