Ísafold - 12.04.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.04.1910, Blaðsíða 2
82 IS A F 0 L í. n rt n k.A bi ki Iki rT r^ m n lj lj n r^ rii rT Wi k-i k.A k A Með s/s Sterling: Hið fjölbreyttasta og smekklegasta úrval af nýjum sumarvörum og einnig mikið af allri vefnaðarvöru Verzlunin fyrir konur, karla og börn er verður til sýnis eftir miðja viku DÁ6SBRDN Reykjavík r^ r^ r^ r^ ká ixixr ITITi Meinloka. Sýslumaðurinn í Arnarholti ritar grein eina í Lögréttu siðustu um Borgarnessfundinn, hógværa að visu svo að hún stingur i stúf við annað í því blaði. En meinlokukend er greinin í meira lagi. Sýslumaður heldur þvi fram, að mótmæli meirihlutans á Borgarness- fundinum i bankamálinu hafi beinst eingöngu gegn því, að stjórnin hafi eigi hlýtt fógetaúrskurðinum 4. jan. og það geti hver maður skilið, að slíkt sé óhæfa, er stjórn eigi hlýði uppkveðnum dómi. Þetta er nú alt gott og blessað og fagurlega hugsað og mælt. — En meinið er, að þessi hin mörgu orð sýslumannsins eru alveg út í bláinn. Stjórnin eða bankinn hefir hlýtt fó- getaúrskurðinum — þessum sem upp- kveðinn var að óheyrðum málavöxt- um annars aðilans — eins og hann hljóðar út í yztu cesar. Þvi úrskurðast: Gjörðarbeiðandan- um Kristjáni Jónssyni veitist aðgang- ur að Landsbankahúsinu og bókum bankans og skjölum. Þannig er orðanna hljóðan þessa dæmalausa úrskurðar. — Vildi ekki sýslumaðurinn gera svo vel og benda á að hverju leyti úrskurðinum hefir ekki verið hlýtt? Geti hann eigi gert það, verður að álita, að Borgarnessfundurinn hafi fyr- ir tilstilli forustusauða meiri hlutans á honum, hlaupið allbroslegt gönu- skeið — og mótmælt þvi, sem að- eins hefir verið hugarburður fundar- manna, en engin rök átt við að styðjast. Yiðskiftaráðunauturinn (B. J.) og Norðmenn. Dagbladet í Kristjaníu birtir nýlega viðtal við hann 18. f. mán. Hann er þangað kominn fyrir skemstu frá Ham- borg. Blaðið spyr hann um árangur af ferðalagi hans suður um Þýzkaland, Italíu og viðar. Hann svarar og seg- ir of skamt um liðið til þess, að bú- ast megi við miklum árangri á borði. Kveðst þó hafa nokkuð fyrir sér, er hann geri sér góða von um fjörugri og viðtækari viðskifti bráðlega en áður við Noreg og Svíþjóð. Telur mönn- um vera farið að skiljast, hve mikils sé um vert að á komist bein viðskifti milli íslands og annarra landa og að komast hjá óþörfum milliliðum. Enn- fremur segir hann hrossasölumálið til Noregs vera komið í gott lag, og að nú sé fullráðið, að islenzkir listamenn hafi sýningu i haust i Kristjaniu. Þá spyr blaðamaður, hvað liði öðr- um atriðum í viðskiftaráðunautsstarfi hans. Ráðunautur (B. J.) tekur það fram, að aðalhlutverk sitt sé, að gera land og lýð öðrum þjóðum kunnugt í ræðu og riti, leiðrétta missagnir og bera blak af löndum sínum, er á þá er ráðist. Þá ber á góma um ónot danskra blaða út af fyrirlestrum ráðunauts í Noregi í haust og rangfærslur á orð- um hans. Blaðamaður spyrst fyrir um ein- hvern pistil frá Árna í Höfðahólum, er gengið hafi boðleið blað úr blaði i Danmörku.þarsem Norðmennséumjög affluttir og mörg heimska önnur á borð borin. Frá þvi verður skýrt í næsta blaði. Loks berast í tal símskeytin mis- sögulu um bréfaskifti þeirra íslands- ráðherra og utanrikisráðherrans danska út af starfi ráðunautsins, og gerir ráðunautur grein fyrir, hvað hæft sé og ekki hæft í þeirri frásögn. Vitnar i ísafold um, að ráðunaut sé alls ekki fyrirmunað að minnast á stjórnarmál íslands (sambandsmálið), heldur að eins að hafa i frammi stjórnmála- undirróður gegn Danmörku. Hann kveðst ekki hafa talað aukatekið orð í fyrirlestrum sinum í Dana garð eða Danmerkur, hvorki niðrandi né esp- andi upp í móti þeim. LeikhÚHÍö. Imyndunarveikin var leikin á laug- ardaginn og sunnudaginn og tókst mikið vel. ítarlegur dómur seinna. Snýst móti þeim sjáifum.! Eg sé að Lögrétta flytur skrípa- ! mynd, sem hún segir vera af ráðherra f íslands. Blaðið tekur það fram, að j Danir hafi dregið þá mynd upp og I flutt hana í blöðum sinum. Þetta mun blaðið gera, ásamt svo mörgu öðru, í því skyni að kasta skarni á núver- andi ráðherra vorn. En blaðið gætir þess ekki, að þetta vopti snýst öfugt í höndum þess og beinist að þvi sjálfu og flokki þess. Danir drógu aldrei upp háðmyndir af Hannesi Hafstein né sóttust eftir að svívirða hann á annan hátt; nema síður væri; þeir léku við hann og lofuðu á hvert reipi. Mundu þeir hafa gert það, ef hann hefði dregið eindregið taum íslendinga i öllum þeirra sjálfstæðiskröfum, bæði í stjórn- málum, atvinnumálum og verzlunar- málum? Nei! Hyltu peir kannske Jón heitinn Sigurðsson ? Af eðlilegum og mjög sjálfsögðum ástæðum báru Danir H. H. á höndum sér. Hann dró i hvívetna þeirra taum og var ætíð reiðubúinn til að »slaka á klónni« þegar um sjálfstæðismál vor var að tefla. Öðru vísi er þessu farið með nú- verandi ráðherra, Björn Jónsson. Hann er svívirtur i dönskum blöðum á ýms- an hátt og það verður vist ekki sagt, að Danir svona yfirleitt beri hann á höndum sér. Mun þetta nú stafa af því, að hann haldi of mikið taum Dana? Munu þeir vera svo óhygnir menn og ódreng- lyndir að launa svo gott með illu? Nei! Danir finna hvar skórinn kreppir að. Þeir finna, að núverandi ráðherra íslands dregur taum íslendinga, og þeir vita, að þeir fá hann ekki út á »galeiðuna« og þess vegna veitast þeir að honum. Þessi skrípamynd, sem dönsk og dansk-íslenzk blöð eru að flagga með, ætti með mörgu öðru fleiru, sem úr þeim herbúðum kemur, að sannfæra alla hugsandi menn um það, að Björn Jónsson er ekki hyltur í Danmörku vegna þess, að hann er íslenzkur ráð- herra í orði og á borði. »Aldrei að víkja«, sagði Jón Sig- urðsson. Eftirmenn hans hafa breytt mjög gagnstætt þessari gullvægu setn- ingu. Því miður. Því eru Danir orðnir vanir, sérstaklega á 20. öldinni. En nú er sá maður kominn að völd- um, sem gerir jafnan það, sem hann telur sannast og réttast vera, án þess að spyrja fyrst Dani eða flokksmenn sína hér heima, hvort hann megi gera það. Ef sá maður situr við völd til lengdar, sem þannig hagar stjórnar- störfum sínum, þá hlýtur hann að verða afarörðugur þrándur í götu fyrir því, að »hjálendan« verði sameinuð »heimalandinu«. Einnig mundi hann, sem nokkur raun er á orðin, verða ægileg »grýla« öllum embættis-óreglu- pésum þessa lands. Því hver getur verið óhultur fyrir stjórnara, sem hugsar að eins um að gera rétt? Aldrei sá, er illa rækir embætti sittl Og því ríður nú einmitt á fyrir Heima(I)-stj. að taka höndum saman við útlenda valdið og innlenda »spekúlanta« til þess að steypa slík- um manni úr sessi. Og er synd að segja, að Heimastj. svífist að nota nokkur meðöl, hvort heldur leyfileg eða óleyfileg. En óleyfileg kalla eg þau meðöl, er hafa siðspillandi áhrif á þjóðina. Og hræddur er eg um, að mynda- sýningar Heimastj. verði henni aldrei að liði. Hróljur gamli. ------*.----- Yfirlýsing*ar. Út af grein einni í síðasta blaði Reykjavíkur, »íslandsbanki og fiskkaupa- einokun«, undirritaðri af Jóni Ól., hefir ísafold verið beðin fyrir, yfirlýs- ingar þær er hér fara á eftir: í 16. tölublaði XI. árg. blaðsins Reykjavík, sem út korn þ. 9. þ. m. í grein með fyrirsögninni, íslandsbanki og fiskikaupaeinokun, segir herra al- þingismaður Jón Ólafsson lesendum blaðsins frá kviksögum, er gangi hér um, að nokkrar stærri verzlanir hafi myndað einokunarhring um kaup og sölu á fiski hér á landi, og í því augna- miði gjört samning við íslandsbanka um, að hann ekki einungis veiti þeim nægt fé til fiskkaupanna, heldur einn- ig skuldbindi sig til að láta engan kaupmann fá peninga til fiskkaupa, sem ekki væri í þessum samtökum. Verzlanir þær, er hér ættu að eiga hlut að máli eru ekki tilgreindar í blaðinu, en á fjölmennum fundi hér í bænum þ. 9. þ. m. var því lýst yfir, að kviksögur þessar ættu meðal annars við hlutafélagið P. I. Thorsteins- son & Co. hér. En með því að öll pessi ummceli og kviksögur eru bláber ósannindi hvað h/f. P. I. Thorsteins- son & Co. snertir, þá mótmælum vér þeim alveg afdráttarlaust sem gjör- samlega tilhæfulausum. Oss er held- ur ekki kunnugt um, að neinn .slikur félagsskapur sé til, og höfum vér hvorki beðið aðra kaupmenn eð? þeir boðið oss að taka þátt i slíkum félags- skap. Áf framanrituðu ætti það að vera fyllilega ljóst hve tilhcejulaust pað er, að Islandsbanki hafi átt að veita oss liðsinni sitt sem meðlimum í slíkum Jélagsskap, og skulum vér jafnframt taka það fram, að oss er heldur ekki kunnugt um, að nokkrir aðrir kaup- menn hér hafi trygt sér eða reynt að tryggja sér nein slík hlunnindi frá téðum banka. JaJnJramt pví sem vér mótmcelum pessum rakdlausu kviksögum viljum vér skora á höjund peirra að geja sig Jram með najni, svo pcer ekki komi til að brenna á baki manna, sem Jyrii peim eru bornir, en kunna að vera saklausir. Reykjavík, þ. 11. apríl 1910. H/f. P. I. Thorsteinsson & Co. Thor Jensen. Eggert Claessen. Sé átt við okkur í grein þeirri, sem birtist í blaðinu Reykjavík í dag, und- ir 3. lið greinarinnar, Bankamál, þá lýsum við hér með yfir, að við höf- um engan þátt átt í að mynda hring til einokunar á fiskverði, hvorki bein- línis né óbeinlínis. Ennfremur, að hvorki hefir íslandsbanki leitað til okkar eða við til hans í þeim tilgangi. Reykjavík, 9. apríl 1910. Verzlunin Edinborg Asgeir Sigurðsson. Copland & Berrie (1908) Ltd. Geo. Copland. Út af þeim orðasveim, sem gengið hefir um, að 4 íslenzkir fiskútflutnings- menn með aðstoð íslands Banka hafi gert samtök um að einoka með fisk- verzlun, leyfi eg mér hér með fyrir hönd verzlunarhússins J. P. T. Bryde að lýsa því yfir, að ijefnt verzlunarhús á engan þátt í þessu og að áður- nefndur orðasveimur er, hvað snertir ' verzlunarhúsið J. P. T Bryde, með öllu ástæðulaus. Þess skal getið, að verzlunarhúsið J. P. T. Bryde hefir heldur ekki snúið sér til íslands Banka með beiðni um væntanlegt lán til fiskkaupa í ár. Reykjavík 11. apríl 1910. Carl Olsen. Þá hefir og verzlunarstjóri Duus- verzlunar beðið ísafold að geta þess, að sú verzlun sé ekki heldur að nokkru leyti riðin við nein samtök í ofangreinda átt. Loks hefir Schou bankastjóri beðið ísafold að birta þetta bréf. Herra ritstjóri Jón Ólafsson Reykjavík. í tilefni af greinarkafla yðar í sið- asta blaði Reykjavíkur um íslands- banka og fiskikaupaeinokun vil eg láta yður vita, að öll sögusögn um það, að íslandsbanki hafi skuldbundið sig til að lána að eins tilteknum verzl- unum fé til fiskkaupa er algerlega til- hæfulaus uppspuni. Bankinn hefir engan slíkan samniug gjört og ekkert slikt hefir komið til tals við bankann eða af bankans hálfu. Mér er gersamlega óskiljanlegt, hvernig svo fjarstæð kviksaga hefir getað kviknað upp og breiðst út og eg hefði sízt ætlað, að þér munduð festa trúnað á slíkt, þar sem yður er kunnugt um, hve mjög íslandsbanki hefir lagt sig fram um, að styðja verzlun landsmanna, og það þótt eigi hafi ætíð verið gróðavon fyiir bank- ann sjálfan. Eg vona, að þér teljið yður skylt, að taka sögu þessa aftur þegar í stað í blaðinu. Virðingarfylst Emil Schou. Erfðaskrá Kr. Jónssonar. Leiðrétting. Með því að ekki er rótt skýrt frá um eftirlátnar eigur Kristjáns Jónssonar læknis, frá Clinton, í ísafold og í fleiri blöðum, þá vil eg biðja yður, herra rit- stjóri, um að gera svo vel að taka eftir- fylgjandi leiðróttingu í heiðrað blað yðar. Samkvæmt erfðaskrá hans gaf hann eftirtaldar gjafir stofnunum og eftir- töldum mönnum: 1. Bókasafn sitt og læknisáhöld læknaskólanum í Reykjavík. 2. Agulha spítala í Clinton 1000 dollara og St. Josephs spítala í Clinton 1000 dollara. Báðar þessar gjafir áttu að bera nafn hans, og vöxtunum að vera varið árlega í einbverjum nytsöm- um tilgangi. 3. Lútersku kirkjunni dönsku í Clin- ton 500 dollara. Átti sú gjöf að bera nafn vinar hans síra F. L. Grundtvig. 4. 200 dollara handa Springdale- kirkjugarði í Clinton, þar sem hann liggur grafinn. 5. 200 dollara fyrir lítinn miunis- varða yfir sig. 6. Til hjúkrunarkvenna við Clinton spítalana 500 dollara. 7. Það sem bann átti útistandandi, sem ekki er ákveðið, hversu mikið hafi verið, átti að innheimtast og gefast fá- tækum í Clinton. Þær eigur, sem þá voru eftir, áttu svo að skiftast milli þriggja systkina hans á íslandi og skrifara hans Miss Huldu Eckström, en hversu mikið er eftir, verður ekki séð af erfðaskrá hans. Reykjavík 11. apríl 1910. G. Zoega. Skipaferðir. Sterling kom í gærmorgun. Far- þegar: Þórarinn Túliníus og frú hans, konsúlsfrú Brillouin með 2 börn, Jón Arnesen konsúll frú Eskifirði, Andrés Fóldsted augnlæknir, Sigurður Einars son d/ralæknir og frú hans, Guðrún (dóttir Guðbr. heit. Finnbogason), frú Petrea Jörgensen, Haraldur Árnason kaupm. og frú, H. S. Hansen kaupm., Andrés Guðmundsson umboðssali frá Leith. Barden kom frá austurlandinu í gær. Allmargir farþegar. M. a. Axel Tulin- íus sýslumaður á Eskifirði, síra Jóhann Lúter Sveinbjarnarson prófastur á Hólm- um, Bjarni Jónsson bæjarfógetafulltrúi frá Seyðisfirði með konu og börn, al- kominn hingað 0. fl. Ártíðaskrá Heilsuhælisins Gjöf frá íslendingi vestan hafs. Minningargjafir komi í stað kransa. íslenzkur maður í Chicago, A. J. Johnson að nafni, hefir sent mér að gjöf skrautlega bók og fagra hugmynd framan við hana. Hann hugsar á þessa leið: Það er orðið alsiða að gefa kransa á líkkistur, í heiðursskyni við mintiingu hins látna og samhrygðarskyni við ástvini hans. Það er fögur venja; en henni fvlgir sá ókostur, að þar fer mikið fé til ónýtis, í moldina. Höldum því, sem fagurt er í þessum sið, en forðumst hitt. Ráðið til þess er það, að láta minningargjafir koma i stað krans- anna, svo að það fé, sem nú fer til ónýtis, komi að einhverju góðu gagni. Bókin, sem mér er send, heitir Artíðaskrá Heilsuhcelisins1). Það er mikil bók, í vandaðasta bandi (alskinn- uð), pappírinn af beztu gerð, strikaður til hægðarauka og með prentuðum fyrirsögnum efst á hverri síðu. Er svo tilætlað, að blaðsíðurnar í vinstri hendi verði ártíðaskrá, þar verði skráð nöjn látinna manna, staða þeirra, aldur og dánardcegur, einnig dauðamein, ef þess er- óskað. Á móti hverri því líkri skrásetningu koma, á blaðsíðurnar i hægri hendi, nöjn peirra, er geja minningargjafir, og til tckin gjöj hvers þeirra. Kransagjafirnar eru útlendur siður og ný til kominn. Hér í Reykjavík eru kransarnir flestir gerðir úr útlend- um blómlíkneskjum; í þeim er litaður pappi og léreft. Þessi erlendu lérefts- blóm fljúga út. Oft verða kransarnir svo margir, að tugum skiftir, og verð þeirra þá að samanlögðu yfir 100 kr., stundum langt fram úr því. Artiðaskrásetning er rammíslenzkur siður og mjög gamall (frá því á 12. öld). Eg þykist því vita, að margur muni verða til þess, að láta minn- ingargjöj koma í staðinn jyrir krans — geja Heilsuhcelinu pað, sem krans myndi haja kostað. Artíðaskrá Heilsuhcelisins verður geymd fyrst um sinn í skrifstofu minni, Amtmannsstíg 1. Þar verður hún til sýnis á hverjum virkum degi kl. j—7, og mun ritari minn, Jón læknir Rósen- kranz, taka á móti minningargjöfum. Herra A. J. Johnson nefir einnig gefið Holdsveikraspítalanum og Geðveikrahcsl- inu ártíðaskrár, og verða þær afhentar læknum þessarra sjúkrahúsa. Bækurnar eru nýkomnar2). Eg kann honum beztu þakkir fyrir gjöfina. Heilsuhælinu hafa þegar hlotnast tvær minningargjafir, önnur frá John- son sjálfum, til minningar um móður hans (50 kr.), hin frá Bjarna prófasti Símonarsyni á Brjánslæk; hann kom til min, sá bókina og gaf minningar- gjöf (5 kr.) til minningar um barn, sem lézt fyrir tveim árum í sókn hans. Menn út um land eru beðnir að senda minningargjafir handa Heilsuhcelinu til Jóns lceknis Rósenkranz, sem er fulltrúi Heilsuhælisstjórnarinnar. Hverjum þeim, er gjöf gefur, verður fengið eða sent viðtökuskirteini. Þau verða vönduð að útliti; bcejarbúar geta sent pau í stað kransa, og á þann hátt látið í ljósi samhrygð sina pegar jarð- að er. Hvað sem öðru líður — þegar kem- ur að mér, vildi eg mælast til þess, að »kransarnir«, ef nokkrir yrðu, væru látnir fara i Heilsuhælið en ekki i gröfina mína. G. Björnsson. Félagsmenn Bókmentafélagsins beittir misrétti. Það mun flestum félagsmönnum Bók- mentafélagsins koma nokkuð á óvart, að þeir séu beittir misrétti af stjórn fé- lagsins. Eg komst að því aðeins af til- viljun. Finst mér fullkomin ástæða til að hreyfa því opinberlega, því það er óþolandi að slíkt skuli eiga sér stað í merku félagi, og þar sem allir félags- menn eiga vitanlega að njóta sömu rétt- inda. 1) Nafninu og gerð bókarinnar hefi eg fengið að ráða. 2) Pappirinn sendi gefandinn mér, en eg hefi annast prentun og band fyrir hann á hans kostnað.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.