Ísafold - 20.04.1910, Side 1

Ísafold - 20.04.1910, Side 1
Kemui út tvisVar l viku. Verö Arg. (80 arkir minst) 4 kr., erlondio 5 ki eöa 1V* dollar; borgist fyrir miöjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifteg) bundin viö Aramót, or ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. o*t. og aaupandi skuldlaus viö blaöiö Afgreiösla: Auvttirstneti 8. XXXVII. árg. Reykjavík miðvikudaginn 20. apríl 1910 24. tðlublað I. O. O. P. 914228V2 Forngripasafn opiö sunnud., þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2»/$ og bll*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 Ard. til 10 siöd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 V* síödegis Landakotskirkja. öuösþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10V*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 */*, 6^/s-B1/*. Bankastj. viö 12-2 Landsbókasaín 12—8 og 6—8. Útlán 1—3 Landsféhirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i iæknask. þriðjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 8. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—5. Augnlækningar. Frá 25. þ. m. verður mig að hitta á hverjum virkum degi kl. 11 — 1 á fyrsta lofti í Ingólfshvoli. Reykjavík 19. apríl 1910. 77. rjeldsted. Margskift eftirlitsábyrgð Vel um búið — á pappírnum! Það vantar svo sem ekki, að vel væri um búið á pappírnum (þ. e. í lögum) um eítirlitið með stjórn Lands- bankans, hvernig hún færi úr hendil Þar var og er enn hver eftirlits- nefndin utan yfir annarri, að manni liggur við að segja, eins og kínversk- ar kúpur! En um árangurinn virðist fremur eiga við orðatiltækið um silki- húfurnar hvora upp af annari. Fyrst settir til höfuðs bankastjóran- um —. hann var ekki nema einn alt til síðustu áramóta — tveir gæzlu- stjórar, og þeir valdir af ekki minni háttar stofnun en sjálfu löggjafarþingi þjóðarinnar, sinn af hvorri deild þess, til sem allra vandlegastrar tryggingar. En þar utan yfir raðað tveimur endur- skoðunarmönntim, er sama stofnun, þingið, kýs annan, en landsstjórnin skipar hinn. Loksins hún sjálf, lands- stjórnin, sett til liöfuðs þessu öllu saman, til yfir-eftirlits, — eða svo regja lögin; nýlega fráfarin landsstjórn gerði sér raunar lítið fyrir og fór á snið við þau lög allan þann tima, er hún var við völd, með því að undanþiggja bankastjórnina þeirri lögmæltri skyldn hetinar, að senda landsstjórninni árs- reikning bankans til úrskurðar og kvitt- utiar. Það er nú kunnugt orðið, kunnugra en frá þurfi að segja,. hvernig þetta margfalda eftirlit hefir gefist, hvernig það hefir reynst í framkvæmdinni. Það er kunnugt bæði af skýrslu rannsóknar- nefndarintiar og af vottorði bankafulltrú- anna dönsku: Tapaðar, — óhjákvæmilega tapaðar 400,000 kr. af lánsfé bankansl Margar þúsundir króna af víxlaeign bankans týndar fyrir mörgum árum, en því haldið leyndu fyrir almenningi, þess látið alveg ógetið } reikningum bankans, og fjárhæð sú talin með vissri og óskerðri eign hansl Látið viðgangast,að óréttmætir menn til þeirra hluta miðluðu fé úr bankan- um að láni (víxilláni) að sinni vild hér um bil og eftirlitslaust. Þær f]ár- veitingar orðnar býsna-mikil fúlga, og hefði liklegast vaxið ótæpt og allört, ef ekki hefði verið fyrir það tekið með því sem landsstjórnin gerði 22. nóvbr. f. á. (frávikning bankastjórnar innar). Maður úr stjórn bankans látinn ráða einn hinum ábyrgðarmestu lánveiting- um, þótt lög áskilji, að það geri annað- hvort öll bankastjórnin eða meiri hluti hennar I Þetta má alt lesa i skýrslu rann- sóknarnefndarinnar; og hefir banka- stjórninni ekki lánast enn að hagga við nokkurum staf i þeim sakargiftum, þrátt fyrir mikil stóryrði, þjóst og rosta. En nú hefir fyrir skömmu vitnast enn eitt embættisafrek hinnar fráförnu bankastjórnar og um því fylgjandi glæsi- legt eftirlit þeirra, er það áttu að ann- astl Þvi er svo háttað, sem hér segir: Fyrir mörgum (5) árum hafði mað- ur veðsett bankanum fyrir mörg þús- und króna láni 2 jarðir, er hann átti, báðar með fyrsta veðrétti, og ennfrem- ur húseign sína í kaupstað með 2. veðrétti. En enqri þessari veðsetning varfar- ið að pinglýsa þegar bankastjórnin fór frá, þótt þær væri orðnar alt að 4—5 ára gamlar, enda veðsali þá löngu bú- inn að veðsetja 'óðrum húsið með 2. veð- rétti fyrir miklu meiri skuld en á honum gæti tollað, og ennfremur önnur jörðin veðsett hinum bankanum(íslands- banka) með 1. veðrétti, en hin seld, án þess að kaupandi vissi af veðsetn- ingunni til Landsbankans, með pvl að henni hajði ekki verið pinglýst, og veðsetur hann því jörðina sínum lánardrotni nýjum með 1. veðrétti. Allir hinir nýju veðhafar létu vitaskuld þinglýsa sínum rétti tafarlaust. Veð- setningin til Landsbankans á þessum eignum öllum þremur þar með gerð markleysa, ekki 1 eyris virði!. Þess ber að geta, að hér hefir stór- um betur tir ráðist fyrir bankann en efni voru til, með því að skuld þess- ari, með tómum óþinglýstum veðum fyrir, hefir hinni nýju bankastjórn tek- ist fyrir skemstu að ná inn og bank- inn því ekkert fjártjón beðið af þess- um aðförum öllum. En það er ekki hinni fráförnu bankastjórn að þakka, er vanrækt hafði þinglesturinn svona hrapallega. Síður en svo. Það vita allir, að þinglýsing á veð- setningum er viðlíka áríðandi eins og dyggileg geymsla á eign manns. Að láta ógert að þinglýsa slíkúm skjölum, getur verið sama sem að fleygja því fé í sjóinn, er veðið er fyrir sett, — og er beint hið sama, nema skuldu- nautur vilji meiri miskunn á gera. Nú er spurn: hvort mun nú þetta dæmi, sem hér segir frá, vera eitt sér og alveg stakt, eða eru þau fleiri, og þá hve mörg, hve fémikil samtals? Það er vitaskuld lítt hugsanlegt, að mörg geti þau verið. En hins vegar engan veginn hægt að fortaka, að ein- hver kunni þau að vera fleiri. Fyrir það er ekki fullgrafið fyr en rannsök- uð eru á nýjan leik öll veðbréf bank- ans, úr pví að búið er að reka sig á, að ekki má fulltreysta lögmæltu eftirliti bankans sjálfs (gæzlustjóranna) og endurskoðunarmannanna, svo marg- falt sem það er — á pappírnum, og etúúits-ábyrgðin einmitt fyrir það helzti margskift, helzti dreifð. En slíkt mun ekki vera áhlaupaverk. Það sætir sérstaklega mikilli furðu, að endur- skoðunarmönnunum skuli hafa sést yfir veðsetningarskjöl þau, er hér er um að tefla. En úr þvi að svo er, hver getur þá áhyrgst, að þeim hafi ekki orðið á sama yfirsjón oftar? Rétt er að vera vongóður um, að dæmin séu engin fleiri, eða sama sem engin fleiri. En von er ekki sama sem vissa. Slysni hinnar fráförnu bankastjórn- ar ríður ekki við einteyming. Vegna hennar má hún naumast við miklum sjálfbirgingsskap úr þessu. Það er hætt við, að þjóstur og rosti fari nú að verða henni ónóg vörn. Lausnari Abessiníu. Dauði Meneliks keisara. Einn af fremstu og gáfuðustu þjóð- höfðingjum heimsins er nýlega lát- inn. Það er Menelik keisari (negus á þarlendri tungu) í ríkinu Abessiníu í Afriku. Hann hefir verið sagður veikur lengi og nú sagði síminti loks frá láti hans á dögunum, þó að ekki sé full vissa fyrir því enn, því að síðar hafa komið fregnir af, að þetta muni vafasamt. Abessinia (á stærð við Frakkland) er svo að segja eina fornríkið í Afríku, sem á með sig sjálft. Evrópumenn, einkum stórveldin, hafa sölsað hin Kh. 4/4 ’IO. ósamhljóða. ítalir þóttust eftir sínum texta, ítalska textanum, hafa ábyrgð á öllum utanríkismálum Abessiníu, en samkvæmt abessinska textanum höfðu löndin hundist vináttu einni, en stjórn Abessiniu jafnframt heimilt, ef hún þyrfti á að halda, að leita aðstoðar ítalsks sendiræðis (Diplomati). Þegar Menelik var kominn til valda og ítalir ætluðu að láta til sín taka, svar- aði Menelik árið 1894: Abessinía þarf ekki á neinni hjálp að halda, — hún styðst ekki við neitt nema guð. Þessi orð hafa siðan orðið fræg og Menelik keisari. undir|sig"smám saman hvert af öðru, Kapland, Egiptaland, Algier, Marokko o. s. frv. Jafnvel Liberia, land leys- ingjanna á vesturströnd Afríku, er nú að komast í klærnar á Batidaríkjunum. Menelik keisari var fæddur árið 1844. Sagður var hann kominn af syni Saló- mons konungs Davíðssonar og Saba- drottningunni, þeirri er hann heim- sótti eftir musterissmíðina. Hvað hæft er í þessu verður ekki sagt með vissu, en víst er það, að þangað hafa Gyðingar streymt fyr á öldum og látið eftir sig bæði menningu og trú — og kristindómui landsbúa — Æthi- opa — er mjög blandinn fornhebresk- um siðum og skoðunum. Menelik kom til ríkis árið 1866 í Shoalandinu einu og nefndist þá kon- ungur. Norðurhluta Abessiniu réði þá Theodor keisari, eti eftir dauða hans (1868) brauzt höfðingi einn, Ras Kasa, til valda og tók sér keis- aranafn, Jóhannes I. Snemma tók að bera á dugnaði og stjórnarbyggindum Meneliks konungs og kom það ljósast fram í þvi, að hann jók ríki sitt norður á við og var þó í vinfengi við keisara, raægð- ist við hann o. s. frv. Þegar Jóhannes keisari andaðist (árið 1889) var Mene- lik gerður að keisara yfir öllu Saló- monsríki eða Abessiniu. Menelik tók við ríkinu illa á sig komnu hæði inn á við og út á við. Úr hvorutveggja tókst honum að greiða. Einkum er gert orð á bar- áttu hans gegn yfirgangi Evrópumanna. Þegar hann kom til valda, voru þar syðra þrjú ríki með gínandi trjónur, England, Frakkland og Ítalía. Öll voru þau að leggja undir sig nýlend- ur og reyndu að ná tangarhaldi á innlendu þjóðunum hvar sem færi gafst. Brátt sá þó Menelik, að ítalir voru hættulegastir og hafði því vakandi auga á þeim. Hann sefaði flokkadeilur í ríki sínu og kom sér upp ágætis herbúnaði eftir Evrópu- sniði og barði síðan á ítölum í or- ustunni frægu við Adua árið 1896. ítalir höfðu áður barist við Jóhannes keisara og borið hærra hlut í þeirri viðureign (1887) og þá, eða skömmu síðar (1889), gerðu þeir sáttmála við Abessiníumenn. En þar fór eins og víðar hefir við brunnið: textarnir voru Taitu keisaraekkja. þykja manninum lik. En í annan stað hefir hann greitt veg allskonar menningarstraumum inn í landið úr Norðurálfunni og gert landið að nýju landi í samræmi við kröfur tímans. Menelik er þannig lýst, að hann hafi verið tigulegur ásýndum og aug- un gáfuleg og þó góðmannleg, enda var hann sagður hið mesta ljúfmenni. LFm gáfur hans, atorku og stjórnvizku á hinn bóginn ber öllum saman. Drotning hans heitir Taitu og lifir hún mann sinn. Hún er andvíg öll- Lidj. Jeassu, um framförum og vill5;halda öllu i gamla horfinu. Þeim hjónum varð eigi barna auðið, en dóttur átti Menelik með ambátt einni. Sonur hennar heitir Lidj Jeassu. Honum hefir Menelik falið ríkið eftir sinn dag og látið fá honum gott uppeldi að Evrópusniði. Meðan Menelik lifði lóku að rísa deilur miklar út af því hver arf skyldi taka eftir hann látinn og ivarð drotning þar á alt öðru máli en maður hennar. Nú er sagt, að drotning hafi verið tekin og sett í varðhald eftir dauða Meneliks til þess að skitrast vandræði. En tíminn verður að sýna hvort það tekst og hvort nýja keisaranum lánast að halda í ríkið óskorið. Höfn í Reykjavík. Hvað gerst hefir. Hvers vænta má. BorgarbúarfReykjavíkur hafa naum- ast meiri áhuga( á nokkuru máli bæ- jarins um þessar mundir en hafnar- málinu. Það er að verða hverjum manni ljósara dag frá degi, að framtíð þess- arrar borgar er vart undir öðru meira komin engóðri höfn. Beint tjón af skipsköðum, vegna hafnleysis, eigum vér við að búa ár- lega. Er skemst á að minnast tjónið mikla í febrúarlok þetta ár, sem kenna má eingöngu hafnleysinu. Það hefir verið metið c. 50000 kr. Óbeina tjónið af því, hve mjög skip tefjast hér sökum þess, að þau fá eigi skilið við sig vörurnar vegna of- veðurs meðan engin er höfnin, — er sjálfsagt miklu, miklu meira, og enn koma til greina margvisleg óþægindi og tjón, sem farþegar verða fyrir vegna hafnleysis, veðurteppa á skips- fjöl, lifsháskaferðir til lands o. s. frv. Skipasambandið, sjávarferðirnar, er eina samgönguleið vor við umheim- inn, — og þegar svo er, virðist því litt hlítandi, að aðal-endastöð þeirra samgangna, höfnin í höfuðstað lands- ins, sé til lengdar svo illa úr garði gerð, sem raun er á. Hafnarmálið hefir lika löngum dreg; ið hugi góðra manna að sér. — Fyr- ir mannsaldri hér um bil var leitað álits sérfróðs manns, er hér dvaldist í öðrum erindum, um það hve mikið sæmileg hafnargerð mundi kosta. Hann nefndi 5 miljónir. Sú fjárhæð óx mönnum í augum — enda mikið fé — ekki sízt þá — fyrir svo fá- mennan bæ, sem Reykjavik var. Málið datt því niður. Fimtán árum síðar (1895) var mál- ið vakið upp af nýju og hingað fenginn danskur mannvirkjafræðingur, Paulli að nafni, til að grannskoða hafnarstæðið og gera áætlun um kostn- að við hafnargerð. Tillögur sínar samdi hann árið eft- ir og sendi hingað. En sú áætlun gerði ráð fyrir viðlíka kostnaði og hin fyrri (5 milj. kr.). Vildi hann láta reisa skjólgarða 2, annan austan- megin grandans, en hinn vestan við Battariið. En áuk þess láta búa til fullkomna skipakvi fram undan miðbænum. í þetta sinn féll og hafnarráðagerð- in yfir sama þröskuldinn og hin fyrri: Kostnaðurinn blæddi öllum í augum. Enn liðu 10 ár og var þá í þriðja sinn farið að hreyfa hafnarmálinu. Arið 1905 var fenginn hingað til lands norskur hafnarfræðingur, núver- andi hafnarstjóri Noregs, G a b r i e 1 S m i t h, færastur maður og fróðastur þar í landi um hafnargerðir. Hann skoðaði grandgæfilega hafnar- stæðið, og hefir síðan verið að fást við undirbúning málsins. í nóvem- bermánuði síðastliðnum sendi hann svo borgarstjóra Reykjavíkur tillögur sínar og áætlun. ísafold fann borgarstjóra að máli fyrir skömmu til þess að forvitnast um hvað hafnarmálinu liði — og brást hann vel við og sýndi oss allar teikn- ingar Smiths, áætlanir og tillögur og leyfði ísafold að segja frá aðalatrið- unum. Smith hefir gert 2 áætlanir. Báðar gera þær ráð fyrir miklu, miklu minni kostnaði en þær, sem áður hafa verið gerðar. Dýrari áætlunin gerir ráð fyrir 1602000 kr. kostnaði, hin fyrir 852000 kr. kostnaði. Dýrari höfnina hugsar hann sér þenna veg: Skjólgarður skal reistur á grandanum

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.