Ísafold


Ísafold - 20.04.1910, Qupperneq 2

Ísafold - 20.04.1910, Qupperneq 2
90 IS A F 0 L D 4* « « « « « « « « « 25 hr. í boði fijrir íífið baticfarvih. Ráögert er að nýjar Ulenskar ttúdenta- húfar verði teknar upp. SendiO fyrir- myndir til undirritaðs fólags fyrir 14 mai n. k. Fyrir þá tyrirmynd, er gild verður tekin greiðast 25 kr. Styðjið þjóðlega viðleitni. „Tramtíðin,, Mentaskólanum. ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ■ frá landi og út að Örfirisey (700 stik- ur á lengd). Hann á að kosta 257000 kr. Annar skjólgarður skal gerður suðaustur af Örfirisey (480 stikur á lengd). Hann á að kosta 650000 kr. Þriðji skjólgarðurinn loks út frá Batt- aríinu, austan við vörina fyrir austan skansinn, í norðvestur, (265 stikur á lengd) og kostar 315000 kr. — Þessir skjólgarðar eiga að geta varið höfnina fyrir öllum vindum að hans dómi. Þegar búið er að reisa þessa skjól- garða verður opið inn á höfnina 180 stikur. Enn ætlast hann til, að reist verði haf- skipabryggja úr timbri, vestanvert við steinbryggjuna, sem 4 gufuskip geti legið við í einu, 150 stikur á lengd, 15 á breidd og kostar 128,000 kr. alls. Þá ætlast hann til, að grafinn verði áli inn að bryggjunni, frá hafn- aropinu, sem verði hvergi grynnri en 5 stikur. Það áætlar hann, að muni kosta rúm 200 þúsund kr., en í þeirri fjárhæð er fólgið verðið á leðjuvél (mudringsmaskine), sem bærinn fram- vegis getur haft mikilsverð not af, þegar hann vex og þarí að stækka höfnina. Þessi vél er afardýr (140000 kr.), en Smith telur ekki umtalsmál, að það borgi sig miklu betur fyrir bæinn að kaupa hana en leigja. Vestast í höfn þessari, í horninu milli grandans og lands, ætlast hann til, að gert verði báta- og þilskipalægi, sem muni kosta 45,000 kr. — og enn- fremur bryggja fyrir þilskip, 104 stik- ur á lengd, en 3 á breidd, er kostar alls 21,000 kr. Kostnaðurinn við dýrari hafnargerð- ina í heild sinni verður þá þessi: Skjólgarður á grandanum kr. 257,000 do. út frá Örfirisey — 630,000 do.-------Battaríinu — 315,000 Dýpkunin út frá hafskipa- bryggjunni .... — 206,000 Hafskipabryggja fyrir 4 gufuskip...............— 128,000 Báta- og þilskipalægi. ,. — 45,000 Þilskipabryggja .... — 21,000 Ails kr. 1602000 Eftir því sem þörf krefur á síðar að vera hægt að hlaða upp skipaklöpp fram með öllum grandagarðinum og dýpka höfnina áfram eins og vill. Hin áætlunin, sú ódýrari, gerir ráð fyrir skjólgarði á grandanum eins og að ofan greinir. En skjólgarðurinn út frá Örfirisey, er ekki ætlast til að verði nema 300 stikur og kosti ekki nema 290000. — Skjólgarðinum út frá Battaríinu er alveg slept í þessari áætlun. Segir Smith, að það, sem nú geri austanvinda hér á höfninni svo illa sé það, að með aðfallinu mæti þeim allmikill straumur, sem kemur vestan yfir grandann og gerir ólgu mikla á höfninni. En þegar skjól- garðurinn er kominn á grandann stöðv- ar hann strauminn, svo að ólgan verður engin. Þessvegna telur Smith ekki frágangssök að sleppa austur- garðinum í svipinn, ef ráð séu lítil. Dýpkunarkostnaðurinn verður hinn sami og í dýrari áætluninni. Haf- skipabryggjan ætlast hann til að verði ekki nema 80 stikur á lengd og kosti því ekki meir en 76000. — Þilskipa- bryggjunni er slept. Bátalægið áætl- að 23000. Ódýrari áætlunin í heild sinni: Grandagarðurinn. . . kr. 257,000 Örfiriseyjargarðurinn . — 290,000 Hafnardýpkun. ... — 206,000 Hafskipabryggja ... — 76,000 Bátalagi...................— 23,000 Alls kr. 852,000 Þessari ódýrari hafnargerð er þann veg háttað, að við hana má ætið bæta, eftir því sem eínin leyfa, unz hún er orðin eins og dýrari áætlunin ber með sér. — Skjólgarðarnir eiga að vera 7 stikur á hæð. Aðrar áætlanir en þessar, hefir bæ- jarstjórnin enn ekki fengið, en heyrt höfnm vér getið um aðrar og væntum þess, að geta skýrt lesendum ísafold- ar frá þeim i næsta blaði eða svo. Áætlanir Smiths líggja nú fyrir hafn arnefndinni, en undir haustið býst borgarstjórinn við, að málið verði lagt fyrir bæjarstjórnina. Fullnaðarúrslitum má þó eigi bú- ast við, fyrr en alþingi hefir fjallað um málið. Það þarf sem sé ný lög um hafnargjöld, áður en hægt er að ráðast i fyrirtækið — og sjálfsagt líka styrk landssjóðs að einhverju leyti. Borgarstjóri lætur sér mjög ant um hafnargerð hér og væntanlega má líka búast við því, að bæjarstjórnin í heild sinnivinniaðþessu hafnarmálisvo kapp- samlega og viturlega sem föng eru á. Hafnarsjóður nemur nú nærri 80000 kr. og verður hann auðvitað notaður upp i kostnaðinn, en hrekkur því mið- ur skamt. Leikhúsið. ímyndunarveikin eftir Moliére. Því verður eigi neitað, að það er að gerast framflug með oss íslend- ingum á marga lund. T. d. í leiklistinni. Hvílíkur ódæmamunur á því, sem sýnt var á leiksviði hér í bæ fyrir svo sem 12—15 árum — og því, sem nú eigum vér að venjast. Þd var nærri eingöngu um smekk- leysur og andleysur að tefla, — klædd- ar í hörmuiegan skrípabúning. Nú er ekki til neins að bjóða fóiki annað en haldgóð leikrit og nokkurn- veginn vandaðan leik. Það er hvorttveggja, að smekkur fólks hefir batnað og vandfýsni leik- aranna aukist. Vér eigum nú á að skipa samvizku- sömum leikarahóp og vel æfðum, sem auðsjáanlega ann list sinni og leggur mikið á sig hennar vegna. Það er varla hægt að búast við öllu betur unnu verki af leikaranna hálfu, meðan leikstarfið er hjáverkavinna, illa borguð og aðbúnaður allur eins nauðalélegur og hér gerist — enn sem komið er. Og sárt er það, ef leikfélagið trén- ast upp á starfi sínu og leggur árar í bát, svo sem heyrst hefir, að kom- ið geti til mála, þegar þessu leikári er lokið. — Ef þ e s s i stofn, sem nú er fenginn, kyrkist og deyr — þá er hætt við, að leiklist hér á landi um langt skeið, falli í kaldakol. Betur, að svo færi ei. Leikfélagið hefir nú nokkur kvöld sýnt hinn nafnkunna gamanleik snill- ingsins Moliére: ímyndunarveikina. ímyndunarveikin hefir verið leikin hér einstöku sinnutn áður. — Þeir menn, er pá sáu hana, ættu að fara í leikhúsið nú, og bera síðan saman. Munurinn er mikill. Það sem maður fyrst rekur augun í nú, er ramminn utan um leikinn, hve góður hann er. Góð leiktjöld, sæmileg stofugögn og — ekki sizt, r é 11 i r búningar að mestu leyti. Þegar ímyndunarveikin var sýnd hér áður meir, báru persónurnar, ef eg man rétt, búninga eftir nýjustu Reykjavíkurtízku í stað 17. aldar búninga — og þótt Rvíkurtízka sé talsvert á eftir Parísartízkunni — lætur þó varla nærri, að það muni mörg hundruð árum! Mikið er jafnan hlegið að ímynd- unarveikinni. Svo mörg skringileg smá-tilvik eru í henni. En »saltið< í leikritinu fer í raun og veru fyrir ofan garð og neðan hjá nútíðarmönn- um. Hinar grimdarlegu árásir á lækn- ana og vísindi þeirra; napuryrðin og skopgerðin öll um lærðu mennina — aðalefnið, sem leikritið er þrungið af, á nú á tímum svo lítinn rétt á sér, að þ a ð í sjálfu sér hrífur alls ekki fólkið. En sam'ræðulipurðin, hnyttiyrðin, skoptilvikin á leiksviðinu munu jafn- an þykja bezti og gómsætasti matur, — og halda lífinu i þessu leikriti fremur flestum öðrum. Aðalhlutverkið, Argan ímyndunar- veika, hefir hr. Arni L'iríksson. Mestu, langmestu skiftir, hvernig það er af hendi leyst. Og Á. E. gerir það að mörgu leyti mjög vel. Gerfið gott og framsagan í bezta lagi. Eg hefi séð einhvern mesta skopleikara Dana, Sophus Neumann, leika Argan. Hann lagði áherzluna því nær eingöngu á að vekja sífeldan hlátur áhorfenda — fór langt út fyrir eðli hlutverksins og ýkti afskaplega. En mér finst Á. E. reyna að forðast það sker, og á því vinnur leikur hans mikið. Það er raunveruleg og sennileg mynd, ímyndunarveiki maðurinn, eins og Á. E. gengur frá honum. Friðfinnur Guðjónsson leikur lær- dómsafkárann á biðilsbuxunum, Kam- feríus junior sérlega vel, og ef sam- leikurinn væri betri í þeim kafla leiks- ins, mundi ljómandi gaman að honum. — En á því er nokkur brestur. — Vinnukonan (Toinetta) er í hönd- um ýrú Stejaníu. Hjá henni eru góð tilþrif á köflum, en meiru hafði eg þó búist við af h e n n i, leiksnjöllustu konunni á árum áður. Það er eins og hún þori ekki að sleppa sér. Frekjudósina Toinettu, tekst henni ekki alls kostar vel að sýna, h ú n á heima innan um meiri pilsaþyt, meiri ólæti, meiri strákskap, meiri hrekkjabrögð, en frú St. G. lætur úti. Það er of mikil deyfð yfir frúnni, nema helzt þegar hún bregður sér í læknishjúpinn. Hin hlutverkin í leiknum eru lítil og skifta ekki miklu máli. — Gaman að sjá, hve snoturlega og skilningsvel litla telpan Argans ímyndunarveika, er leikin af Dagnýju Árnadóttur (Ei- ríkssonar). Enginn samleikur er á milii kven- djöfulsins, konu Argans og Nótarsins. Svo er þó jafnan álitið, að hann eigi að vera friðill hennar, og ætti hann að sýna það að einhverju leyti í verkinu. — Alt of litið verður einnig úr því atriðinu, er bróðir Argans rekur lyf- salann út. Það gerist nærri þegjandi og hljóðalaust. En fjarri fer, að slík- úr herra sem lyfsalinn láti visa sér á dyr fyrr en í fulla hnefa, fyrr en hann má búast við líkamlegu ofbeldi. Fulltrúar ástarinnar i leiknum, heima- sætan og mansöngvarinn, eru ósköp leiðinlegar persónur frá höfundarins hendi, einkum mansöngvarínn, og varla við þvi að búast, að meira vinn- ist úr þeim hlutverkum, en þau gera Guðrún Indriðadóttir og Herb. Sig- mundsson. — ímyndunarveikin verður síðasti leik- urinn, sem Leikfélagið sýnir á þessum vetri. — Það klykkir vel út! Og vér skulum vona, að vér fáum að sjá framan í sömu andlitin og önn- ur ný og efnileg á næsta vetri. Ego. Mislingar(?) Einn farþeganna á Vestu, Ásgeir Finnbogason, var fluttur i sóttvarnar- hús óðar en hann kom í land i morg- un, með því að á honum voru útbrot allmikil og grunur leikur á, að misl- ingar muni vera. Bæjarstjórnarkosning á Ak- ureyri. í stað Friðriks heit. Krist- jánssonar var kosinn bæjarfulltrúi á Akureyri þ. 24. marz: Hallgr. Krist- insson kaupfélagsstjóri með 236 atkv. — Júl. Sigurðsson bankastjóri fekk H3- Látin er 4. þ. mán. á ísafirði frú Jóhanna Jónsdóttir, kona Torfa Magnússonar bæjarfógetafulltrúa á ísafirði en móðir Magnúsar bæjarfógeta, síra Richards og þeirra systkina. Hún varð 70 ára. — Mesta ágætiskona. Sundnám. »Syndir þú ekkii* er orðin alltíð spurning meðal unga fólksins, og svo er komið, að lakara þykir að geta ekki svarað játandi. — Sennilega hefir ekki þurft að spyrja svo til forna. Þá mun sundkunnáttan hafa verið almenn, Fyr- ir rúmum mannsaldri bar það víst ör- sjaldan við, að maður sæist synda hér við Flóann. En þessu fer fram. Nú eru þeir margir, sem geta fleytt sér í vatni hér í höfuðstaðnum, og nokkrir eru þeir, sem furðanlega langt eru komnir í sundíþróttinni, enda nokkrir sem synda af og til allan ársins hring. Reykjavík stendur vel að vígi með sundnám. Heitar laugar handa byrj- öndum og til vetraræfinga, og sjórinn handa þeim sem »á flot< eru komnir. — En hversvegna eru hér þá ekki sundmenn með afbrigðum? Af því sennilega, að tilsögn hefir vantað, og af þvi að sjórinn hefir ekki verið not- aður sem skyldi. Menn lengst af far- ið í laugar til að synda, en þar er ekkert svigrúm til æfinga. — En nú er sundskáli reistur við sjóinn, og skyldi því mega ætla, að hér yrði breyt- ing á. Ungmennafélag Reykjavíkur stofnar nú til framhaldsnáms fyrir »synda« menn, karla, konur og unglinga, við Sundskálann, í maí og júni n. k. — ef 50 menn fást til námsins, (sbr. augl. hér í blaðinu). _ 'Þar verða kend nýjustu tök við bringusund, baksund, hraðsund, björg- un og marvað. — Gjaldið einar 3 kr. fyrir hvern þátttakanda. Er gert ráð fyrir, að kenslan fari fram síðari hluta dags, á kvöldum og á sunnudögum, svo að sem flestir geti notið hennar. Björnleikfimiskennarijakobssonmun vera annar bezt sundlærður maður á landinu, en hann verður sundkennar- inn. Svo að hægar verði aðstöðu við námið, mun sundskálabryggjan verða lengd, flotbryggja gerð þannig, aðhægt verði að steypa sér til sunds á djúpu vatni úr mismunandi hæð; enn- fremur verður bátur hafður, svo altaf megi synda, hvernig sem á sjó stend- ur. Ólíklegt þykir oss að fimtíu karlar og konur láti standa á sér til sund- náms þessa — og þótt hundrað væru, — og vonum vér, að árangurinn af þessu fyrirtæki Ungmennafélags Reykja- vikur verði sá, að bæjarbúum gefist kostur á að sjá fjölbreytta sundleika um það er lýkur náminu, ------>+<------ Islands banki. Reikningur hans fyrir marzmánuð er nýkominn. Viðskiftavelta hans hefir verið alls 2,789,000 kr. Víxlalánin numið rúmum 2 miljón- um, sjálfskuldarábyrgðarlán og reikn- ingslán nær 1266 þúsundum, fasteigna- veðslán 882 þús., handveðslán nærri 200 þús., lán gegn ábyrgð sýslu- og bæjarfélaga rúmum 160 þúsundum. — í verðbréfum átti hann í mánaðarlok rúm 630 þúsund. — Útibúin þrjú höfðu til sinna umráða hátt upp í 2 miljónir. Bankinn skuldaði 3 milj. í hlutafé, rúm 1850 þúsund í innstæðu á dálk og með innlánskjörum, erlendum bönk- um og öðrum skuldheimtumönnum rúm 1140 þús. — Bankavaxtabréfin námu 980 þús. Seðlar í umferð voru í mánaðarlokin c. 569 þús., varasjóð- ur rétt að segja 140 þúsund. Lögum samkvæmt á málmforðinn til tryggingar seðlum þeim, sem í um- ferð eru jafnan að nema 3/8 hlutum af seðlaumferðinni. En bankinn hefir nú fyrirliggjandi nærri 46 þúsund kr. í málmforða fram yfir það, sem þarf. Svo hann gerir miklu meira en að framfylgja lagaákvæðunum. Heldur mun viðskiftaveltan minni en um sama leyti i fyrra. Veturinn er að kveðja í dag eftir tímareikn- ingnum. Hvít jörð — og er það í samræmi við það sem á undan hefir gengið. Óvenjumikill snjóavetur og harðinda hefir hann verið, þessi vetur og er því lítt saknað af flestum. WAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAp j Sumargjöfln bezta| 2 eru skór eða stígvél frá { ít Lárusi G. Lúðíigssym U | Þingholtsstræti 2. ► Miklar birgðir af strigaskóm og brúnum skófatnaði nýkomnar. BfmTTmTyyyyfyyywfffi Fólksþingið danska rofið. Simfregn 19. april. Símfregn barst ísafold í gærkveldi frá Khöfn uni, að fólksþingið hafi verið rofið í gær og eiga nýjar kosningar að fara fram i Damnörku 20. mai næstkomandi. Dr. Knútur Berlin er nýskipaður kennari (docent) í íslenzkum rétti við Khafnarháskólann. Fullyrt er, að enginn íslenzkur stúdent muni ætla sér að sækja fyrirlestra hans. Aflabrögð dágóð vestur við Djúp segir Dag- urinn. Eitthvað af síld hefir fengist þar í lagnet. Landar erlendis. Þorvaldur Pálnson, Hornafjarðar- læknir, er sem stendur skipslæknir milli Evrópu og Ameríku á skipinu »S t. J a n« frá Austurasíufólaginu danska. Fer skip þetta til Vestur-Indíaeyjanna og verður Þorvaldur mánaðartíma í ferðinni. Gluðinundur Bárðai'son jarðfræðing- ur frá Kjörseyri, sem dvalið hefir í Höfn í vetur, lagðist fyrir skömmu í sjúkrahúsi Rovsings prófessors og lét gera á sór holskurð fyrir gamalli mein- semd, er hann hefir þjáðst af. Skurð- urinn tókst vel og er nú Guðmundur bóndi á beztii batavegi. Skipaferðir. Vesta kom frá útlöndum í morguti — hefir tekið ferðir Lauru. Farþegar: Sveinn Björnsson yfirr.málf.m., Michael Lund lyfsali og frú hans, Jón Stefáns- son ritstj. og 2 þýzkir vísindamenn. Frá Ameríku: Ásgeir Finnbogason (bróðir Guðm. mag. Finnb.). Frá Vest- manneyjum: N. B. Nielsen fulltrúi Brydes-verzlunar. Ingolf kom hingað í gær um miðjan dag, kringum land. Farþegar: Ragnar Ólafsson kaupm. af Akureyri með frú sinni, Páll Stefánsson verzlunarmaður, Ludvig Möller verzl.m. o. fl. — Ingolf fór aftur til útlanda í gærkveldi. Kong Helge fór utan í gærkveldi. Hans er von hingað aftur þ. 12. maí frá Hamborg. Þegar búið að panta alt farmrými skipsins fyrir vörur frá Ham- borg. \ Sterling fór frá ísafirði kl. 2 í dag og er væntanlegur hingað á föstudags- morgun — en fer líklega hóðan til Khafnar á föstudagskvöld eða laugar- dagsmorgun. Ceres fór hóðan áleiðis til útlanda í gær. Reykjavikur-annáll. Aflabrögð. Ása (eign Dnus-verzlnnar) kom inn i nótt með 15,000. Hún var búin að fiska önnur 15,000 óðnr á þessari vertið. — Skarphéðinn (P. I. Thorsteinsson & Co.) kom inn i fyrradng með 10,000, Guðsþjónusta. A morgun, sumardaginn fyrsta, verður guðsþjónusta I dómkirkjunni kl. fi siðdegis, en ekki kl. 12. — Sira Fr. Fr. prédikar. Jónas Guðlaugsson rithöfundur ásamt konu sinni fór alfari héðan til Noregs með Ceres í gær. Rangvellingakvöld. Rangvellingar hér i bæ stofna til móts með sér á sumardaginn fyrsta á Hótel ísland, í likingu við Aust- firðingakvöldin, sem hér eru jafnan haidin á ári hverju. Sumardagurinn fyrsti er á morgun. Fyrr- um var hann hátiðisdagur mesti með oss íslendingum. Þá voru gjafir gefnar, fólkið fekk að hvilast þann daginn og var margt gert til gamans. En nú er eittbvað annað uppi á teningnum. Menn muna varla eftir þessum degi — minBta kosti hér i Reykja- vik. Enginn hátíðabragur á neinu. Það er illa farið.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.