Ísafold - 30.04.1910, Side 1
Kemai út tvisvar l viku. Verö árg. (80
arkir minst) 4 kr., eriendin 5 ki eða l1/*
dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis
fyrir fram).
ISAFOLD
Cppsðgn (itrifleg) bundin vib Aiamót, sr
ógild nema komln sé til útgefanda íyih
1. ofet. rg aaupandi skuldlaus vib blabib
Afgreibsla: AnirturstriBti 8.
XXXVU. árg.
Reykjavík laugardaginu 30. apríl 1910.
27. tðlublað
I. O. O. F. 9142981/,
Lárus Fjeldsted
yfirréttarmálafærslumaður
Lækjargata 2
Heima kl. ii—12 og 4—5.
Óviðurkvæmileg ósvinna.
Það er talin sjálfsögð skylda með
hverri siðaðri [ijóð að sýna umboðs-
mönnum erlendra ríkja kurteisi í
hvívetna og greiða þeim götu. Þeir
njóta meira að segja sérstakrar vernd-
ar laganna og sérstakra hlunninda á
marga lund.
Að beita þá ókurteisi og veitast að
þeim með hégómlegum árásum og
óþörfum tilbekkingum er jafnan talið
óvildartiltæki gagnvart þjóðinni, sem
gert hefir þá út, — og tekið síður
en ekki vel upp af hennar hálfu.
Tvær erlendar þjóðir hafa gert svo
sæmilega til vor íslendinga og unnið
viðskiftum vorum þann hagnað, að
senda hingað sinnar þjóðar umboðs-
mann (consul missus) til fastrar búsetu-
hér á landi, til þess að vinna að auk-
inni kynning þjóðanna. Þessar þjóðir
eru Frakkar og frændur vorir Norð-
menn. Frakkar gerðu út fyrir nær 2
árum heimansendan konsúl og Norð-
menn gerðu það síðastliðið haust.
Þessi mikilsverða nýbreytni, um
heimansenda konsúla frá erlendum
ríkjum. var góð og heillavænleg
byrjun. Og þess að vænta, að önn-
ur riki, sem viðskifti eiga við oss,
tækju upp sama sið, ef góðar
spurnir færu af viðtökum umboðs-
manna þessara af hálfu íslendinga. —
Fyrir því mætti virðast skylda hvers
góðs íslendings að hlynna sem bezt
að þessum erlendu fulltrúum, gera
þeim veruna hér Ijúfa og greiða störf
þeirra í hvívetna.
En því miður hefir talsverður brestur
orðið á í því efni gagnvart öðrum
fulltrúanum, frakkneska konsúlnum.
Honum hefir verið gert sitt af
hverju til miska hér i bænum — al-
gerlega að ástæðulausu og þarflausu.
Nýjast dæmi þess er árás, sem gerð
hefir verið á hann í siðustu »Rvík«
út af auglýsingu sem hann hefir, með
ýullri heimild látið festa upp á póst-
húsinu hér í Reykjavík, svo sem grein
hr. Brillouins í blaðinu í dag ber
með sér. Auglýsingin er kölluð svl-
virðing og höfundur klykkir út með
því að leggja til, að konsúlsviður-
kenningin (exequatur) sé tekin af hr.
Brillouin.
Höfundurinn er alpingismaðurl. Það
er leitt til þess að vita, að fulltrúi úr
löggjafarþingi þjóðarinnar skuli hlaupa
á stað með fleipur að alveg órannsök-
uðu máli og gera þann veg óviður-
kvæmilegar og ástæðulausar árásir á
opinberan fulltrúa . erlendrar, oss
vinveittrar þjóðar. Og því leiðari og
skammarlegri er árásin, sem frakkneski
konsúllinn með auglýsingu þessari ein-
mittvar að gera einni landsstofnuninni,
pósthúsinu, stórmikinn greiða.
Það afsakar höfund greinarinnar
ekki hót, að hann hélt sig hafa árás-
arefni á ráðherra B. J. í máli þessu,
— árásarefni, sem, ef eitthvað er,
lendir á þeim, er höf sízt ætlaði, sem
sé Hannesi Hafstein, — eins og bent
er á annarstaðar í blaðinu.
Eina afsökunin, sem færa má fyrir
þessari hneykslanlegu og ástæðulausu
árás frá manni úr löggjafahóp þjóð-
arinnar er, að alþingismaðurinn er
Jðn Ólafsson.
Hið ofurlítils metna nafn hans má ætla
að verði þó til þess, að hlutaðeigandi
vegna þess láti sig árásina litlu skifta.
Og vera mega hinir erlendu full-
trúar vissir um, að allir góðir menn
á landi hér telja illa farið, að farið
er að bekkjast til við þá að ástæðu-
lausu, svo sem hér hefir gert verið
gagnvart öðrum þeirra.
t
Björnstjerne Björnson.
Hann bar höfuð og herðar yfir aðra menn, í andlegri merkingn. Yfir
sína samtiðarmenn, í sínu landi og víðar þó.
Meira s k á 1 d hefir eigi upp fæðst á Norðurlöndum, fyr né síðar.
Sumir vilja láta landa hans, Hinrik Ibsen, standa honum framar. En
sá verður naumast dómur ókominna kynslóða.
Hitt skilur þá og mjög, hve andleg atgervi B. B. var stórum fjölhæfari
og víðtækari.
Það átti heima um hann ájsinn hátt, og framar þó miklu, sem Haraldur
konungur Sigurðarson mælti um Gizur biskup ísleifsson, að sér sýndist svo
til, að hann mundi manna bezt til fallinn að bera hvert tignarnafn, sem hann
hlyti. Svo mjög fanst honum um, hve G. væri mikilhæfur og fjölhæfur.
Ræðuskörungur var B. B. vafalaust mestur á Norðurlöndum sinna sam-
tíðarmanna. Hann var hverjum manni snjallari og leiknari að tala i'yrir og
tala uppi mikinn múg og margmenni, laða þar að sér hvert mannsbarn og
eftir sínum geðþótta. Þótti flestum hin mesta unun á að hlýða, er hann tók
til máls, hvort heldur er hann flutti langt erindi eða skamt.
gLeikment tamdi hann sér ekki, en hún fullyrtu þeir, er til þektu, að
honum mundi hafa reynst eigi miður lagin en skáldmentin. Leikhússtjórn og
leiklistartil sögn lét honum hverjum manni betur.
Hann var flestum löndum sínum framsæknari t stjórnmálum, er hann
fekst mikið við langa æfi, í ræðu og riti, með blaðamensku og munnlegum
erindum á fjölsóttum fundum; þar neytti fiann ótæpt sinnar frábæru, töfrandi
mælsku. Hann beitti sér af öllum mætti og eldheitum áhuga fyrir hverju máli, er
hann tók að sér; var þar jafnan allur og óskiftur. Hann talaði kjark og dug
í þjóð sina að halda í fullu tré við Svía og létta eigi fyr en aflað hefði sér
óskoraðs jafnréttis við þá um ríkisvald og landsforráð, og má óhætt fullyrða,
að hann hafi átt flestum mönnum meiri þátt i leikslokum, þ. e.fullum skilnaði,
þótt miður kynni hann skilnaðar-aðjerðinni að síðustu (1905).
Hann var réttnefndur spámaður þjóðar sinnar, í fornri merkingu, þ. e. með
Forn-Gyðingum: andlegur leiðtogi hennar í flestum greinum og framfara-
frömuður í hvívetna.
Landsstjórn fekst hann að vísu aldrei við, fremur en spámenn Gyðinga,
og þingmaður var hann aldrei. En varla getur meiri kappa né vaskari í
þingkosningaleiðangrum. Fæstum skáldum henta vel landsstjórnarstörf. Þar
er Goethe nær einsdæmi, enda var hann frábær spekingur og mikilmenni
í flestu.
Hitt var ekki minna um vert um B. B., hver mannkostamaður hann var.
Frámunalega hlýlyndur og frómlundaður, hjartaprúður og alúðarmikill. Það
sannmæli hefir verið um hann sagt, að ástúð og manngæzka væri meðal
hinna djúpstæðustu mannkosta hans. »Hann skiftir sér af öllum, sem hjálpar
þurfa, gerir alt fyrir þá og brýzt í öllu fyrir þá, sem hann getur, og missir
aldrei sjónar á þeim. Eða hvað honum þykir vænt um að geta hjálpáð í
kyrþey I Eg hefi aldrei fyrir hitt ósérplagnari ástúðs.
Eigi er það of mælt, að saman færi líkamleg atgervi og andlegir
yfirburðir þar sem B. B. var. Mun vera eigi sönnu fjarri, að hafa mætti um
hann nokkuð af lýsingunni í Laxdælu á Kjartani Ólafssyni: »Manna fríðastur
sýnum, mikilleitur og vel farinn í andliti, manna bezt eygður og ljóslitaður*
(á yngri árum). »Hverjum manni betur á sig kominn«. Góður meðalmaður
á vöxt, herðibreiður og útlimasmár. Hvasseygur og brúnamikill. »Stórhöfð-
inglegur að líta«, og »þéttur á velli og þéttur í lund«. Eigi ólíklegt, að
svipað hafi að manngildi til Erlings á Sóla, til dæmis að taka, er hann kvað
I Carlskr 1 P ■ Beztu tej I Undir i *> g skttlcysingi 1 s og dimmur 1 gundar bindindisöl 1 ilkohóimarki |
og hafa haft á stórmiklar mætur og lét einn son heita eftir honum. Annan
nefndi hann Einar, eftir Einari þambarskelfi, og dóttur Bergljóti, eftir konu
hans Bergljóti Hákonardóttur jarls. Hersakynið forna mun hafa verið honum
allkært; hann var sjálfur lýðhöfðingi, eins og þeir.
Eftir B. B. liggja ógrynni ritmáls. Ljóðmæli, skáldsögur, sjónleikar,
hugvekjuerindi í sundurlausu máli eða málfundartöiur. Flestalt með alkunnu
snildarmarki, og mun mjög margt standa óbrotgjarnt í bragartúni meðal bók-
mentagersema hins mentaða heims. Hann hefir verið heimsfrægur svo tugum
ára skiftir.
Ritmensku hóf hann aðallega á minni háttar skáldsögum af norsku
sveitalífi. Hann þótti þegar lýsa afburðavel hugsunarhætti og framferði norskrar
alþýðu til sveita, með snjöllu, fáorðu og kjarnmiklu orðfæri, er bar nokkurn
keim af rithætti Snorra Sturlusonar; honum hafði hann snemma á stórmiklar
mætur. Sögur þær hafa verið sumar íslenzkaðar (Sigrún á Sunnuhvoli, Kátur
piltur o. fl.).
Þá tók hann að yrkja sjónleiki, suma eftir fornsögum vorum, en
síðan úr lífi vorrar aldar, norrænu eða því skyldu, flesta heimsádeilukenda,
og jafnan hafandi fyrir sér einhverja hugsjón, er höf. hafði að sér tekið til
framkvæmdar, og kippandi um leið burt einhverri fúafjöl, er honum þótti
mega og eiga missa sig úr híbýlum mannfélagslífsins. jöfnum höndum tók
hann að setja saman meiri háttar skáldsögur með sama markmiði eða þvi
líku. Þau rit skifta tugum.
Litlu meira en hálfþrítugur kvað B. B. ljóð þau, er verið hafa siðan
þjóðsöngur Norðmanna: Ja, vi elsker dette Landet (Já, vér unnum áafoldu), ein-
hver hin fegurstu og innilegustu ættjarðarljóð, er nokkur þjóð hefir eignast.
En lag við þau, mestu snild, órti náfrændi hans, sá er Nordraak hét, þá 17
ára; hann dó ekki hálfþrítugnr. Margan ljóðagimstein hefir B. B. gefið þjóð
sinni síðan, þótt fremur litils gæti á við hin miklu ógrynni skáldrita eftir
hann í óstuðluðu máli.
Saknaðarviðhöfn eftir þenna mikla afreksmann sinn, hinn frægasta, er
þjóðin (norska) hefir alið, munu Norðmenn hafa meiri og mikilfenglegri en
dæmi eru til um nokkurn þjóðhöfðingja af norrænu kyni. Hún hófst á því,
að þeir sendu herskip suður til Frakklands eftir líkinu. Eins og þegar Fakkar
sendu eftir líki Napoleons mikla suður til St. Helena fyrir 70 árum.
B. ].
Jafnskjótt sem andlátsfregnin barst hingað til íslands, daginn eftir það
er B. B. skildi við, sendi ráðherra ekkjunni, frú Karólínu Björnson, suSur í París
samúSarskeyti, svolátandi hórumbil í íslenzkri þýðingu:
Hlýjasta og htningarjylsta satnkend vottast aj landsins hálju ekkju snill-
ingsins, sem ísienzka pjóðin unni einnig hugástum og dáði mjög, hins mikla, mikla
skálds og spámanns pjóðar sinnar. Bjórn J óns s on, Islandsráðherra.
Samábyrgðin
Nokkrum umboðsmönnum hefir
samábyrgðin nýlega bætt við sig.
Það eru: á Eskifirði Jón Arnesen
konsúll, á Seyðisfirði Sveinn Árnason
yfirfiskimatsmaður, á Vopnafirði Olgeir
Friðgeirsson verzlunarstjóri, í Ólafs-
vík Jón Proppé verzl.-stjóri, á Patreks-
firði Jón M. Snæbjörnsson verzl.stj.
Islenzkar bókmentir
á þýzku.
O f u r e f 1 i, skáidsaga Einars Hjör-
leijssonar er í þann veginn að birtast
íj þýzkri þýðingu eftir þá Erik v.
Mendelsohn, er hér dvaldist sumar-
tíma fyrir nokkrum árum, og Geir G.
Zoéga stud. polyt (son Geirs yfirk.).
Ennfr. eru komnar út á forl. Reclams,
sögurnar Litli-Hvammur og Örðug-
asti jhjallinn, í þýzkri þýðingu eftir
Frantz Kuntze prófessor I
Weimar.