Ísafold - 30.04.1910, Page 2
102
I8AFOLD
Markarflj óts-fyrirhleðsla.
Einkar-þarflegt
meiri háttar inannvirki.
Markarfljót er afar-breytilegt vatns-
fall, i sumum árum allmikil móða og
illfær, en öðrum varla nema lítil
spræna. Umskiftin þó að jafnaði ekki
öðru vísi en á margra ára bili.
Þegar fljótið er litið, liggur vatnið,
sem þar heíir framrás ella, mest í
Þverá, Aflalli og Álum.
Nii hefir það mörg árin undanfarin
legið mest í Þverá.
En í vetur þvarr hún, en fylti
Markarfljótsfarveginn.
Þá stendur jafnan af því hætta
bygðinni austan fljóts, Eyjafjöllum.
Þá ryður áin sér aukafarveg austur
með þeim, á einum stað eða fleirum.
Svo var í vetur.
Þá tók um hríð af póstleiðina aust-
ur með Útfjöllunum og varð þá að
fara annað. Þykir við búið, ef þvi
heldur áfram og ekki er við gert í
tíma, að uppgróið land þar verði
sandorpið og leggist jafnvel alveg í
auðn á skömmum tíma. Sömuleiðis
póstvegurinn austur með Fjöllunum í
mikilli hættu.
Eyfellingar báru sig upp við og
leituðu ásjár landsstjórnarinnár við
þessu áfalli. Hún varð vel við, með
ráði Landsbúnaðarfélagsstjórnarinnar,
og gerði landsverkfræðinginn (J. Þ.)
austur þangað að líta á, hvernig til
hagaði og hverjar horfur væri á að
fá einhverja bót á ráðna.
Hr. Tón Þorláksson er heim kom-
inn aftur úr þeirri ferð fyrir nokkrum
dögum.
Hann telur vel reynandi að hlaða
fyrir fljótið, að það brjótist ekki aust-
ur á bóginn. Til þess þurfi um 370
fðm. garð, frá Setbergi undir Selja-
landsmúla suður og niður eftir þá
vegarlengd. Þar, á þeirri leið, hefir
áin brotist austur úr á tveim stöðum,
upp undir múlanum og nær 1 röst
neðar, á Markarfljótsaurunum. Þá ála
báða þarf að hlaða fyrir og þar í milli.
Meðalhæð garðsins verður um 4
fet, en vel djúpt grafið fyrir undir-
stöðum. Hann á að flá mjög mikið
á báðar hliðar, ólíkt þvi er tíðkast
hefir hér áður um flóðgarða og þeim
orðið að tjóni, verður vallgróinn að
utan og ofan, en grjót vatnsmegin
með torfi undir, með straumbrjótum
á hverju 7—8 faðma bili.
Fyrirhleðslu þessari verður byrjað á
nú upp úr helginni. Því að nú ligg-
ur fljótið ekki í hinum nýju farveg-
um, með því að nú er vatn í því
mjög litið; og þarf að sæta því færi
áður það vex, er fram á vor líður
og leysa fer að mun til fjalla.
Fyrir verkum ræður við garðhleðslu
þessa Árni Zakaríasson, hinn þjóð-
kunni, fyrirtaks-vegavinnustjóri, eftir
fyrirsögn og uppdrætti landsverk-
fræðingsins. Hann lagði á stað austur
í morgun við fjórða mann, vel
vana vegamenn héðan, og hafa þeir
með sér 4 flutningsvagna undir möl
og grjót, ásamt öðrum landsvinnu-
tólum. Að öðru leiti eru verkamenn
teknir úr sjálfri sveitinni, ekki marg-
ir fyrst í stað, til vertíðarloka, en
fjölgað úr því, með þvi að þá, en
ekki fyr, koma þeir heim úr Eyjum.
Hr. Á. Z. nýtur ekki við lengur
en nokkuð fram um miðjan maímán.,
með því að þá verður hann að fara
norður í land til fyrirhugaðrar vega-
gerðar; þar verður byrjað í vor á
Reykjadalsbraut, upp frá Húsavík; nuk
þess er honum ætlað leggja brúna á
Sandá í Þistilfirði, hlaða stöpla undir
hana. Þá er hugsað til að fá hr.
Grím Thorarensen í Kirkjubæ til að
taka að sér verkstjórn að Markarfljóts-
fyrirhleðslunni.
Landsverkfræðingur áætlar kostnað
til garðsins 7,200 kr. Þar af tekur
landsstjórn og Landsbúnaðarfélag að
sér alt að helmingi, skiftir þeirri fjár-
hæð jafnt milli sín, auk þess sem
landsstjórnin stendur fyrir framkvæmd-
inni. Af hinum helmingnum standa
sveitarmenn (Útfjallamenn) straum,
með nokkurum stuðning sýslunefndar
(4—500 kr.); og er ætlast til að jarð-
eigendur leggi til um 1000 kr., en
hitt greiðist í dagsverkum, er sveitar-
menn hafa þegar heitið fyrir fram
eða skrifað sig fyrir, hinir betri bænd-
ur alt að 20 dagsverkum hver og
sumir þar yfir, en ekkert heimili
minna en 5 dagsverk. Auk þess hefir
ungmennafélag þar undir Fjöllunum,
sem heitir Drífandi, tekið að sér 100
dagsverk; er það sérstaklegrar frásagn-
ar vert til lofsamlegs eftirdæmis. Heit-
in dagsverkatala alls 721.
Bankaöreglan á Akureyri.
Þegar fréttist um hið skyndilega
hvarf Friðriks útibússtjóra Kiistjánsson-
ar á Akureyri, einmitt um það leyti,
er Sighv. bankastjóri Bjarnason var
þar á endurskoðunarferð — grunaði
margan manninn, að sjálfsagt stæði
það eitthvað í sambandi við óreglu í
stjórn útibúsins.
Sá grunur staðfestist við það, að
engin yfirlýsing kom frá íslandsbanka
um, að alt væri með feldu um úti-
búið.
Eins og á stóð, virtist það sem sé
sjálfsögð skylda bankans að hreinsa
Friðrik. þegar í stað af öllum grun, eý
alt hefði verið í reglu.
Þögn bankastj órnarinnar var því af
flestum skoðuð sem staðfesting á því,
að um óreglu einhvera væri að tefla.
Og eftir því, sem ísafold hefir nú
frétt norðan af Akureyri er engum
blöðum um það að fletta, a ð F r i ð-
rik hefir gert sig sekan í
fjárdrætti frá útibúinu, sem
nemur rúmum 20000 kr.
Ekki lendir þó alt þetta tap á bank-
anum, heldur mun alt að helmingi
tapsins lenda á einstökum mönnum.
Þess er nú getið til fyrir norðan
að Friðrik muni ekki hafa fyrirfarið
sér, heldur forðað sér út í skip þar
á höfninni og komist þann veg und-
an. —
Engin lögreglurannsókn hefir farið
fram enn út af hvarfi hans — og má
það furðulegt heita.
Úr því að svona stóð á, virtist nokk-
urnveginn sjálfsagt af lögreglustjór-
anum á Akureyri að símatil þeirra staða,
er skipin áttu að fara til, þau er á
Akureyri voru, þegar hvarf Friðriks
bar að, til þess að fullvissa sig um,
að Friðrik hefði eigi horfið á braut
þann veg.
Dáin
er hér í bænum aðfaranótt fimtu-
dags, frú Karítas Markúsdóttir, ekkja
síra ísleifs Gislasonar í Arnarbæli, en
móðir Gísla sýslumanns á Blönduósi,
og þeirra systkina. Hún hafði legið
rúmföst mestallan veturinn; fékk
heilablóðfall í haust og náði ,sér al-
drei eftir það.
Hún var 70 ára að aldri.
Heyleysi og niðurskurður.
Þær fréttir fékk ísafold af Akureyri
í gær, að heybirgðir manna væru mjög
á þrotum þar norðurfrá og mjög hætt
við, að grípa yrði bráðlega til að skera
niður gripina, ef þessum ósköpum
heldur áfram.
Eftirlitsmaður vitanna
er settur fyrst um sinn frá i. apríl
Þorvaldur Krabbe landsverkfræðingur.
Frávikning gæzlnstjáranna. í ræðu
síra A. Þ. í siðasta blaði stendnr i 4. línn
a. 0., öðrum dálk ummœlum, á að vera
nmræðum. — Síðari kafli ræðu hans bíður
næsta blaðs vegna þrengsla.
Lausar sýslanir.
Aðstoðarkennarasýslan við Hvann-
eyrarskóla, með 1000 kr. launum. Veitt
frá 15. okt. Umsóknarfrestur til 1. júní.
Umboðsmenska í Múlasýsluumboði.
(Jmaóknarfrestur til 15. maí.
Til Jóns Ólafssonar.
Reykjavik, 24. april 1910.
Herra minn!
Sem svar gegn grein yðar í »Reykja-
vík« 23. d. m. skal eg leyfa mér að
gefa nokkrar skýringar; mér sýnist ekki
vera vanþörf á því, til að bæta úr van-
þekkingu yðar :
1. Eg sendi yður í þessu bréfi afrit
af konsúls-útnefningarskjali mínu; það
er gefið út af forseta lýðveldisins og
hefir það fengið viðurkenningu Dana-
konungs. Eg skal láta þess getið hér,
að 1908 lagði eg fyrir hr. Hannes Haf-
stein, sem þá var ráðherra, pergaments-
frumrit af útnefningarskjali mínu, og
er mér ánægja að tjá yður, að hr. Hannes
Hafstein, sem var ráðherra og bar ábyrgð
á gjörðum sínum, hafði ekkert að at-
huga við orðalagið á útnefningarskjali
þessu.
2. Þór munuð sjá, að útnefningar-
skjal þetta, sem hefir fengið viðurkenn-
ingu dönsku stjórnarinnar, ber það ein-
mitt með sér, að eg hefi »jurdiction
consulaire sur l’Islande«.
3. Mér sýnist þekking yðar á »diplo-
matiskum« rétti vera þann veg vaxin,
að yður mundi engin vanþörf vera á að
auka hana til muna; eg er því fús á að
veita yður ókeypis fræðslu í þeim grein-
um, sem snerta starf mitt, er þór þyk-
ist hafa vit á, en hafið þó enga hug-
mynd um.
4. Eg vil þó ekki láta dragast að
gefa yður það til kynna strax, að það
»konsúlsdómsvald«, sem mór er falið,
kemur að engu leyti í bága við íslenzkt
dómsvald, og að það nær eingöngu til
algerlega frakkneskra mála eða mála
milli frakkneskra manna. Ákvæði þau,
sem snerta dómsvald konsúla, eru til-
tekin í samningum Frakklands við önn-
ur ríki. Eg býst við, að þór hafið aldrei
lesið »Martens«.
5. Mór er ánægja að, að bæta því
við, að fyrirskipun sú, er eg gaf út 1.
marz 1910 var sprottin af óskum að
gera póststjórninni í Reykjavík hægra
fyrir við útbýtingu á bréfum til frakk-
neskra skipa, og að gera henni með
þessu greiða, þar sem það er engum
vafa bundið, að örðugast verk hennar
er einmitt að sjá um brófin til frakk-
neska konsúlatsins og frakkneskra skipa.
Það mun nú ef til vill fá yður undrun-
ar (því grein yðar sýnist benda á, að
vanþekking yðar só geysimikil), er eg
segi yður frá því, að konsúlatið hér veit-
ir móttöku, raðar og útbýtir h. u. b.
15000 brófum á ári hór í Reykjavík
og á öðrum stöðum í konsúlsumdæminu
(juridiction consulaire), og að það ann-
ast um sendingu á brófum til New-
Foundlands, þar sem útbýtt er h. u. b.
30000 brófum til frakkneskra fiskimanna.
Eg tel víst, að bréfaviðskifti blaðsins
»Reykjavík« muni ekki vera talin í
jafnháum tölum og þetta.
6. Eg verð ennfremur að segja yður
frá því, að eg hefi gert þessar ráðstaf-
anir í samráði við póstmeistarann í
Reykjavík, og eg skal geta þess, að
hann hefir skrifað mór og vottað mór
mór mjög vinSamlegt þakklæti fyrir þá
hjálp, er eg hefi veitt honum á þenna
hátt.
7. Að endingu skal eg leyfa mér að
vekja athygli yðar á síðasta liðnum í
útnefningarskjali mínu, þar sem talað
er um tálmanir eða hindranir, er mór
kynnu að vera gerðar við rækslu starfs
míns. Þór endið greinina með þeirri
hlægilegu tillögu, að tekin só niður af
pósthúsinu þessi fyrirskipun mín frá 1.
marz; eg tel það ónauðsynlegt að eyða
orðum að ábyrgð þeirri, er þór hafið
tekist á hendur með þessu tiltæki eða
afleiðingum þeim, er það kynni að hafa
fyrir yður. Þór virðist vera svo vel að
yður í alþjóða-rótti, að þór munuð ef
til vill fara nærri um, hverju máli skift-
ir um grein yðar.
Eg vil biðja yður að hætta framvegis
þessum árásum, sem blað yðar hefir
tamið sér. Eg les það reyndar aldrei,
þvi að eg ber enga virðingu fyrir þess-
háttar ritsmíðum og hefi enga ánægju
af þeim. En vinum mínum hefir gram-
ist þetta og til að sefa gremju þeirra
neyðist eg til að fara með yður eftir
verðleikum við fyrsta tækifæri.
(Sign.) Brillouin.
(Eftir Fjallk.).
Skipaferðir.
Vesta kom til Steingrímsfjarðar í gær.
Enginn ís orðið á leið hennar.
Botnia fór frá Leith 27. þ. mán. síð-
degis. Kemur væntanlega á morgun
árdegis.
Vestri kom til Akureyrar í morgun.
Pervie fór vestur í Stykkishólm og
Hvammsfjörð á fimtudaginn síðdegis.
Með henni tók sór far Björn Þórðarson
cand. jur. til Stykkishólms. Hann er
settur dómari í þrætumáli út af hafskipa-
bryggjunni þar.
Hvernig á að gera vegi?
Það eru milli 20 og 30 ár síðan farið
var að leggja fó til vegagjörða hér á
landi, að nokkrum mun, enda eru land-
ferðir fljótfarnari en áður, víðast á land-
inn.
Fyrst voru fengnir útlendir verkfræð-
ingar, til að rannsaka vegaleiðir hér.
Kom það brátt í Ijós, að þeir voru ekki
vaxnir því starfi, vegna ókunnugleika á
mörgu, er sameinar ending og gagnsemi.
Til þess að þessir kostir verði sam-
einaðir, þarf að þekkja út f yztu æsar,
óstöðvun veðráttunnar hér, hvernig snjóa
leggur, hvað vatnsgangur spillir og eyði-
leggur, hvernig landið er bygt og fleira.
Vanti þessa þekkingu, er hætt við, að
vegabæturnar verði gagnsminni og end-
ingarverri, en vænta má, eftir fjárfram
lagi því sem til þeirra er varið. En
síðan íslenzkir verkfræðingar tóku við
stjórn á vegagjörðum landsins hefir
sannast, að bókleg þekking, samfara
staðlegri þekkingu, er notadrýgri, en
alútlend, og má til þess færa mörg
dæmi, er eg læt ógetið í þetta sinn.
Síðastliðinn áratug hefi eg stundað
vegavinnu á sumrum, að undanteknu
sumrinu 1906. Það sumar ferðaðist eg
um flestar sýslur landsins, og mældi
vegalengdir allra aðalþjóðvega, er um
þær lágu, auk ólagðra og lagðra auka-
vega, smb. skýrslu Jóns Þorlákssonar í
Andvara 1907. Á þessu ferðalagi kynt-
ist eg allmikið vegaköflum þeim, er
lagðir hafa verið á liðnum árum.
Þegar litið er á þessar vegagjörðir,
legu þeirra og gerð, virðist mér þær
benda á ofmikla sparnaðarhugsun, en
minna á almenn og endingargóð not,
til aksturs. Þó finst mór verðmæti
veganna aðallega fólgið í því, að þeir
verði alment notaðir sem akvegir.
Á einum stað er vegaköflunum stefnt
að mel eða melholti, er komast má af
með að ryðja 1 svipinn. Á öðrum stað
upp snarbratta hlfð, til þess að komast
sém fyrst á gömlu götuna. Á þriðja
staðnum er það brúarstæði á læk eða
gili, sem ræður vegstefnunni, og eru
þau brúarstæði misjafnlega ráðin. Man
eg sérstaklega eftir tróbrú á Oddstaða-
gili við Hrútafjörð, er brúað var kring-
um árið 1900, neðan við tvö lækjamót,
er brúaðir voru í einu lagi, en brekka
var að neðan, sem olli framþunga á
veginn, er sligaði brúna um veturinn.
Árið eftir var annar eldri og æfðari
verkstjóri sendur til að framlengja veg-
inn og smíða af nýju brotnu brúna,
en hann hafði hana á sama stað, þrátt
fyrir marg endurtekið álit kunnugra
manna um, að brúin hefði ekki burðar
afl til að bera allan þann fannþunga,
sem á hana legðist, auk þess, sem veg-
urinn væri gagnslaus meiri hluta vetrar,
meðfram brekkunni; og reyndist þetta
álit rótt, því brúin kom sliguð undan
fönninni um vorið. Sumarið 1903 var
vegurinn fluttur, og gilið brúað í tvennu
lagi þar sem hærra bar á, síðan hefi eg
ekkert um þetta heyrt. Þannig getur
reynslan kent, en dýr er þessi kensla,
því síðasta aðgerðin kostaði um 400 kr.,
og hver hinna sjálfsagt líkt. Þannig
mætti auglýsa fleiri dæmi, er sanna, að
með því að spara eyrinn eyðist krónan,
þá litið er á veginn með tilliti til afnota
og viðhalds.
Oft rekst maður á, að vegurinn er of
lágur, vatnið sfast upp í yfirborð hans
og bleytir það upp, þótt það renni ekki
algerlega yfir veginn, því þegar svo er
komið, leiðir undir eins af því íhlaup;
annars myndast þessi fhlaup smámsam-
an á lengra svæði, þegar vegurinn er
vatnssýrður, án þess yfir hann renni.
Oft hefir átt að bæta úr þessu með 2
til 3 feta djúpum skurðum, meðfram
veginum, en sú dýpt er lítilsverð, því
á haustin fyllast skurðir þessir af snjó
og klaka, en vatnið rennur ofan á í
leysingum, og bleytir veginn eins eftir
sem áður, jafnóðum og klaki fer úr, er
veldur fhlaupi, þar sem vegurinn er
lausastur fyrir eða liggur lægst, því
vegurinn þiðnar fyr en svellið í skurð-
unum. Svo eru þessir djúpu skurðir
til spillingar, og stafar það af því að
jarðvegurinn er því lausari fyrir sem
neðar kemur. Vinst vatninu því fljótar
að grafa undir veginn í djúpum skurði
en grunnum. Sóst þetta Ijósast, þar
sem vegurinn liggur í halllendi, einkum
f hliðarhalla.
Víða er ofaníburðurinn ekki góður,
og veldur hann slæmri endingu. Hann
er stundum ósamheldinn, of laus og
fýkur, of leirborinu og veðst upp í
vætutfð og hleypur f holklaka á vetrum,
of mikið af lausagrjóti í honum, er ekki
nær að festast undir yfirborðinu, og
fleira mætti telja athugavert. Koma
þessir ókostir líklega oftast af því, að
ekki er hægt að ná í betri jarðefni í
slitlagið, nema með margfaldri fyrirhöfn,
er yki drjúgum kostnaðinn.
Þess vil eg geta, að ekki er hægt að
fá það jarðefni i ofaníburð, er vatnið
vinnur ekki á, nái það að ganga upp á
yfirborð vegarins, nema tómt grjót só,
er gerði vegina miklum mun dýrari, og
leiðari reiðvegi. Vegna þess er oftast-
nær vanhugsað, að gjöra við íhlaup í
vegi með tómri ofaníburðar fyllingu,
heldur verður endingarbetra að hlaða
veginn svo háan úr grasrót, að vatnið
nái alls ekki að ganga upp á yfirborð
hans, halda svo yfirborðsvatninu frá
veginum með breiðum, en grunnum
skurðum, er dýpka þvf meir, er fjær
dregur veginum, þar til vatninu er
hleypt gegnum hann með þverrennu út
í fráræsluskurð.
Halli landinu mikið, verða þverrennur
að vera þettar, svo vatnið renni ekki
oflengi meðfram veginum. Því styttri
leið sem straumurinn rennur eftir hlið-
arskurðunum, því síður nær hann að
grafa undir veginn með sfnu óþreytandi
afli, heldur er víðast þörf á, að koma
vatninu sem fyrst frá veginum gegnum
þverrennuna, með þverstíflum í hliðar-
skurði og fráræsluskurðum, því þó þessi
þverrennu fjöldi auki byggingarkostnað-
*nnj yr®* viðhaldið aftur þeim mun
minna.
Þegar landinu hallar lítið, felst hætt-
an í því, að vatnið stendur kyrt og gengur
yfir veginn hvað lítil stífla sem kemur
í fráræsluskurðina; þess vegna þurfa
þeir að vera margir og rúmgóðir, sam-
fara haum og vel upphlöðnum vegi, svo
hallinn, talinn frá efri vegbrún, verði
alt af nægur, og vatnið komist aldrei
hærra upp en á miðja veghæð, þó frá-
ræsluskurðir stíflist að einhverju leyti.
Þverrennur eða straumgöng, er leiða
vatnið gegnum veginn, eru víðast hlaðn-
ar upp úr grjóti, með 1 til 2 feta
þykku grjótlagi í botninn, í stöku stað
úr torfi og grjóti í neðstu lögin, er
vatnið leikur um, með grjótfyllingu í
botni, en óvíða eru þær hlaðnar úr
tómu torfi án grjótfyllingar undir; renn-
unum er svo lokað að ofan með timbur-
hlera, og víðast borin möl ofan á. Þessi
gerð er öll svo endingarlítil, að vegavið-
haldið liggur víða mest í því að endur-
bæta þessar þverrennur. Grjótbygging-
in er í sjálfu sór góð og gæti verið end-
ingargóð, ef grjótið væri lagt í cement
og bundið þannig, en það er óvíða gert;
grjót og torfhleðslan lakari, en tómt
torf endingarlaus bygging í vatnsgöng.
Timburpallarnir þurfa endurnýjun á 3
til 4 ára fresti að jafnaði. Væri því
öll þörf á að hætta alveg við þá, en
nota í þeirra stað annað h vort járn eða
cementssteypu, en hvortteggja virðist
gerlegt.
Þó oft só vont og jafnvel ókleift að
gera hér endingargóða vegi, einkum fjall-
vegi, þar sem landið er mjög mishæðótt,
og vatnsgangur mikill, rná samt hjá
mörgu skerinu sneiða, ef þekking er
góð, og hana þurfa þeir að hafa, er vega-
gjörð stunda. Það er ekki nóg, að þeir
sóu ráðvandir og duglegir menn. Þekk-
ingin þarf að ná lengra, og vera sam-
fara glöggri útsjón á, hvernig fannir
geta lagt á veginn, hvaða breytingu
jarðefni það, sem haft er í slitlagið
(ofaníburðurinn) getur tekið við áhrif
lofts og vatns, og ekki sízt hvernig
framræslu vatnsins skal hagað, svo það
geti ekki búið veginum tjón. Vanti
ljósa þekkingu á þessu, er verkinu meiri
hætta búin en ella.
Ekki virðist fjárveitingarvaldið sórlega
hyggið, þegar það er að hluta sundur
vegaféð í smáfjárhæðir í marga staði.
Kemur þessi hyggindaskortur líklega af
vanþekkingu á, að sórstakir gjaldaliðir
við vinnuna, verða líkir hvort heldur
fjárhæðin, sem unnið er fyrir, er 5 eða
10 þúsund krónur t. d. verkstjórnar-
kostnaður og flutningskostnaður á vist-
nm verður vanalega kringum */„ af 5
þúsundum en ekki nema x/9 af 10 þús-
undum. Þetta stafar af því, að jafnoft
verður að sækja fæði í kaupstað, hvort
sem vinnuflokkurinn er 20 manns eða
10, því ekki er hægt að geyma óskemt
brauð og aðrar vistir um lengri tíma í
tjöldum, en úr því ferðin er gerð, kost-
ar hún líkt hvort matsveinn hefir 2 eða
4 hesta, likt er því varið um verk-
stjórnarkostnaðinn. Það vinnuafl gengur
í að sjá um verkið, hvort sem mennirn-
ir, sem stjórna á, eru 10 eða 20.
Einnig eru hrein vandræði að láta sama
flokkinn ferðast mikið, er hlýtur þó að
eiga sér stað, er vinna skal á fleiri
stöðum, með löngu ferðalagi, sama
sumartímann Það eykur flutnings-
kostnaðinn svo gífurlega, en getur hvergi
komið fram á verkinu sem vinna á.
Líka er vont að þurfa að skifta um fólk
við hverja færslu. Þó mögulegt væri að
ráða það á þann hátt, þá yrði það alt
af óvaut vinnunui með því lagi, og
hlýtur það að koma tilfiunaulega niður
á verkinu.
Fyrir því tel eg 1Ö þúsund krónur