Ísafold - 30.04.1910, Side 3

Ísafold - 30.04.1910, Side 3
ISAFOLD 103 hæfilega fjárhæð fyrir 20 manns aS vinna fyrir og 1 verkstjóra að sjá um, og notadrýgst að leggja það fó alt í einu lagi, í sama veginn, er unnið só upp á einu sumri. Só fjárhæðin minni en 10 þúsundir, ódrýgist hún af áður- töldum ástæðum, en só hún hærri, er hættara við, að eftirlitið verði ekki ilógu nákvæmt. Það er nú á dögum rætt og ritað svo mikið um ræktun landsins, og hvað þurfi að gjöra til þess, að landbúnaður- inn gefi þeim er hann stunda, meiri eftirtekjur. Eitt aðal skilyrðið til þess að auka hann, eru greiðari samgöngur. En skilyrði þeirra eru góðir vegir og hag- anlega settar brýr á vatnsföllin. Þessi samgöngufæri spara vinnuafl, þau vernda hestana, sem eru svo dýrniætir og ástúð- legir vinnuveitendur, fyrir illri meðferð; þau skapa atvinnuvegi, sem alls ekki mundu borga sig, án fijótra flutninga; þau gera landið byggilegra, og því meira fó sem varið er til þess, því meira verð- mæti er í landinu, og því meira tjón að yfirgefa það. Klípa. Höggur sá er hlífa skyldil Aumt er að eiga Jón Ól. að einka vin, — má hr. Hannes Hafstein segja. í siðustu »Rvík« játar J. Ól., að H. H. haíi drýgt þá óhæfu, sem J. Ól. segir sjálfur, að hann trúi naum- ast á Björn Jónsson! Auðvitað gerir J. Ól. þetta óafvit- andi. En það skiftir engu máli. Sannsöglisriddarinn, sem jafnan »læzt vera að berjast und sannleikans merk- jum« — fárast ósköp yfir því, að frakkneski konsúllinn skuli hafa það, sem kallað er »jurisdiction consulaire* hér á landi — cg hann heldur áfram: Slíkt vald er konsúlnm hvergi gefið nema hjá villiþjóðum eða hálfviltum þjóðum. Frakkastjórn getur ekki hafa gefið vara- konsúlnum hér þetta vald. Þetta getur að eins ntanríkis-ráðherra Dana, og það er ekkert efamál, að honum hefir ekki dottið í hng að gefa það án samþykkis ráðherra vors. Hefir herra Björn Jónsson samþykt að láta fara með oss sem villiþjóð ? Það er ekki trúlegt. Daniel Hjálmsson. ReyKjavikur-annáll. Aflabrögð: Mars, botnvörpungurinn, kom inn i gær með 21000 og Jón Forseti með 51000 — og er það enn hið mesta, sem aflast hefir á islenzkan botnvörpung. For- set.inn hefir áður á vertíðinni fengið 46000. Barnahælið. Stjórn þess fekk á hæjar- stjórnarfundi í gær leyfi til að nota 2 ber- hergi i harnaskólanum í sumar. Björn M. Ólsen prófessor hefir nýlega verið kosinn félagi í visindafélaginu danska. Auk hans munu tveir íslendingar vera i þvi félagi: Þorv. Thoroddsen og Finnur Jónsson. Fasteignasala. Þingl. 2é>. apríl. Árni Thorsteinsson landf.g., L. E. Svein- hjörnsson háyfirdómari, Björn Jónsson rit- stjóri og Guðhr. Finnbogason kaupm. selja Júliusi Schou steinhöggvara geymslubús neðst og nyrzt 4 lóð húseignar nr. 14 við Yest urgötu. Dags. 1. júlí 1896. Hjálmtýr Sigurðsson verzlnnarm. selnr Jóhannesi Lárussyni trésmið nr. 34 og 34 B við Laugaveg með tilheyrandi., Dags.9. apr11’ Jóhannes Lárusson trésmiður selur Olafi Theódór Guðmundssyni trésmið nr. 34 B við Laugaveg. Dags. 13. apríl. Sami selur Hjálmtý Sigurðssyni verzl- unarni. húseign nr. 12 A við Lækjargötu m. tilh. Dags. 11. april. Ólafur Theódór Guðmundsson trésmiðnr selur Hjálmtý Sigurðssyni verzlunarm. nr. 34 og 34 B við Laugaveg með tilh. Dags- 16. okt. 1909. Páll Guðmundsson trésm. selur Davið Jóhannessyni húseignina Efri-Vegamót (Grg. 1) með tilh. fyrir 5,400 kr. Dags. 12. april 1906. Pétur Zophoniasson ritstjóri selur Agli Eyjólfssyni skósmið í Hafnarfirði '/4 úr húseign nr. 10 við Ingólfsstræti m. tilh. fyrir 5000 kr. Dags. 22. april. Tryggvi Gunnarsson fyrv. bankastjóri og Ásgeir Sigurðsson kaupm. selja Lárusi H. Bjarnason forstöðum. Lagaskólans 1200 fer- álna lóð úr Melkotstúni, suðvesturhorn þess við Tjarnargötu og Skothússtig fyrir 1500 kr. Dags. 8. apríl. Fótboltafélaginu Fram leyfði bæjarstjórn- in í gær afnot fótboltasvæðisins á Melunum. Guðsþjónusta á morgun: í dómkirkjunni kl. 12 sira Fr. Fr. — kl. 5 Dómkirkjupr. í Frlkirkjunni: Hádegismessa. Hafskipabryggjur. Garðar Gislason kaup- maður hefir beðið bæjarstjórn um leyfi til þess að gera hafskipabryggju fram af lóð sinni i austurbænum (Frostastaðalóð). — Hlutafélagið Völnndur hefir farið fram á hið sama fyrir sitt leyti. — Þessar beiðnir liggja fyrir bæjarstjórn og eru ekki útkljáð- ar enn. Bæjarfulltrúarnir eru raunar flestir eða allir á þeirri skoðua, að veita beri leyfið til bryggjugerðanna, en skilyrðin hafa þeir enn eigi getað komið sér saman um- — ísafold vikur seinna aftur að þessu máli. sllSí: Nýskipaðir foringjar ari vfir™ * Sigurður Halldórsson sn: L-.Milll,r r Bertelsen verkLLð 9praírtu m’ íoonr, r™oingur, og Magnus Ms usson kennari v,ð sprantu nr. 1 Loks nýskipaður brunakallari fvrir miðbæi Guðmundur Magnússon, Grjótayötu\t Sumarfagnaður svo nefndur verðu Iðnaðarmannahúsinu i kvöld. Oscar Jol »en leikur á fiðlu. Þorst. Erlingsson s raugaBogur, Guðm. Magnússon les upp 1 s«gu eftir sjálfan sig, Hjörtur Han: syngur, Sig. Kristjánsson minnist sum íns, G. Eiríksson leikur á Harmónium, Gamh Togg, verður leikinn. - Drengir glima. - Hamur sá er sumarið hefir l i enn sem komið er, er i rauninni siðu; ekki fagnaðarefni. En hitt er það 'tlu skiftir um nafnið, ef fagnaðar vænta. — Og skemtunarskráin bendir Veiðin i Elliðaánum var leigð á bæjar- (6300)8kr )dÍ 12' 8PrÍ1 fyrlr 350 Pd' 8terlin« Svo argvitugt finst honum þetta til- tæki, að hann jafnvel trúir þvi ekki á »vin« sinn Björn Jónsson. En svo kemur það upp úr kafinu, að þetta andstygðarverk, sem J. Ól. trúir einu sinni ekki á B. J. — hefir eng- inn annar framið en hans eigin herra — Hannes Hafstein! (sbr. grein hr. Brillonius hér í blað- inu). En það vissi J. Ól. ekki, áður en hann reit greinina. Ella mundi öðru vísi hafa látið í tálknum þessa »patent-sannleiksvitnis«. Ef hann hefði vitað, að H. H. átti hlut að, þarf ekki að efast um, að hafinn hefði verið fagurlegur hátíðarsöngur til dýrðar H. H. fyrir stjórnkænsku og kurteisi. Nú er svo komið, að J. Ól. er bú- inn að dæma niður fyrir allar hellur verk, sem Hannes Hafstein hefir unn- ið, af því að hann hélt. að Björn Jónsson hefði gert það. Gaman að sjá, hvernig »sannleiks- vitnið« snýr sannleikanum við næst og »tekur aftur«, — til þess að vinda sig út úr þessari klípu. Æfíatriði Björnstjerne Björnsons má ætla að séu alþjóð kunn og þá naum- ast meira þörf en að rifja þau upp lauslega. Hann skorti 2 vetur á átt- rætt, er hann lézt: f. 8. des. 1832, prestsson frá Kviknum, Dofrafjallbygð norður af Eystridölum, af bændum kom- inn að langfeðgatali, er höfðu verið orð lögð hraustmenni. Varð stúdent tvítug- ur og tók brátt að starfa að ritmensku, aðallega blaðamensku framan af. Var leikhússtjóri í Björgvin nokkur ár (1857—59) og síðar í Kristjaníu (1865 —67). Stýrði og nokkur ár (1865—70) helzta myndablaði í Kristjaníu (Norsk Folkeblad). Þar tók hann svari vor ís- lendinga f stjórnarbaráttunni (eldri) við Dani, og komst svo að orði þá eitt sinn, að Island væri raunar ekki annað en stykki úr Noregi, er hefði flotið frá þaðan (et udflydt Stykke Norge). Rúmt þrítugum veitti stórþingið hon- um skáldlaun (1600 kr.), er hann hólt upp frá því, en hirti ekki nokkur ár, af því að hann reiddist þinginu fyrir synjun skáldlauna til handa Alex. Kiel- land fyrir vanþóknun á stefnu A. K. i skáldsögum hans. Fyrir 40 árum keypti B. B. sór jörð, búgarð,uppi f Guðbrandsdölum neðanverð- um, Aulestad í Gausdal, og sat þar upp frá þvf að jafnaði; var þó oft í ferðum suður um lönd og dvaldist þar jafnvel langdvölum með fólk sitt, eitt skifti suður f París 5 ár samfleytt. Áulestad varð veglegt höfðingjasetur og frægt; B. B. sat jörðina prýðilega; var búnað- arframfaramaður mikill. Fyrir nær tveim missirum tók hann hálfvisnun; hrestist þó nokkuð f fyrra sumar og lauk þá við síðasta sjónleik sinn (Naarden ny Vin blomstrer), þyngdi aftur í haust, komst þá suður í París með mjög veikum burðum, undir hend- ur hinna færustu lækna, er börðust við dauðann með honum í allan vetur; lífs- þrótturinn undramikill. Þar hólt allur heimur að kalla má daglegum spurnum fyrir um, hvernig honum liði; svo var frægð hans mikil og ástsæld. __ Hin mikla ritfrægð B. B. lýsir sór allglögt á því, að um miðjan vetur hafði honum fénast fullar 50.000 *kr. á síð- asta sjónleiknum (Ny Vin), frá því í haust. Hann hafði komist óðara á fjöl- margar útlendar tungur — svo var um önnur rit hans flest sfðari árin —, og verið auk þess leikinn í meiri háttar leikhúsum með höfuðþjóðum heims, en mikið fó goldið þar fyrir leikheimildina. Nobelsverðlaun (rúm 140.000 kr.) hlaut B. B. fyrir nokkurum árum fyrir rit sín. Sonu á B. B. et'tir sig 3, og heitir hinn elzti Björn, frægur listamaður við leikment og leikhússtjórn; og 2 dætur, Bergljóti, er gift er Sigurði (Hinrikssyni) Ibsen, fyrrum yfirráðherra Norðmanna í Stokkhólmi, og Dagný, er átti þýzkan bóksala mikilsháttar (Langen, nú dáinn). — Bók er til á íslenzku um B. B., eftir laijda hans Monrad prest, með rnynd af honum framan við. Aðflntningsbannið. Svar frá Magnúsi Einarssyni IV. »Baráttan«. Það er dálítið erfitt að rökræða við þá menn, sem annaðhvort af. vanþekkingu eða þráa vilja ekki kannast við nein viðurkend alheims-sannindi, nema þeim fylgi sönnun f hvert skifti. Eg hefi fengið að kenna á þessum erf- iðleikum að því er snertir »baráttukenn inguna«. Enginn af andstæðingum mín- um hefir viljað taka hana gilda, flestir farið utan um hana líkt og köttur um heitan graut, og reynt eftir mætti að brenna sig ekki; en til þess að láta það eitthvað heita hafa þeir annaðhvort tek- ið það ráð, að snúa þar út úr orðum mínum, eða kasta því fram, að hór væri aðeins um hugarburð minn að ræða, sem reynslan væri þegar búin að hrekja og hafa þeir ekki ósjaldan í því skyni vitn- að í aðflutningsbannslög í Bandaríkjun- um. sem að vísu aldrei hafa verið til nema á óhreinni tungu þeirra sjálfra og annara bannpostula. Og þó vita og skilja allir skynbærir menn, sem vilja skilja, að það sem eg' segi um baráttuna er ekki nein ný kenn- ing frá mór, heldur ein af greinum nátt- úrulögmálsins, sem hver fullvita maður með opin augun fær daglega margfaldar sannanir fyrir, enda viðurkendur sann- leikur um allan heim. Eg man nú reyndar ekki til þess, að nokkur af andans görpum bannmanna hafi beinlínis reynt til að hrekja þetta náttúrulögmál. Þeir hafa hafteinhverja óljósa hugmynd um, að það væri þeim þó ofurefli, þangað tii hr. J. Þ. kemur fram á vígvöllinn, og mun hann ekki láta sór alt fyrir brjósti brenna. Hr. J. Þ. fullyrðir, að það, sem eg segi um baráttuna, »hvíli að minsta kosti að hálfu leyti á ósannindum,« og hefir þá kappann brostið áræði tií þess að segja það fullum fetum, er hann lang- aði til; hefði honum verið sæmilegra að halda því fram, að það hvíldi að öllu leyti á ósannindum, úr því hann vildi hrekja það, því að þá hefði hann ekki gert sig beran að því að vera óheill. Ált hálft í þessu efni er óheilt, og ló- legur mun sá sannleiki vera, sem hvílir meira en að háifu leyti á lygi. Ef hr. J. Þ. get.ur hrakið baráttusann- indin að hálfu leyti eða einhverju leyti, skal eg sízt verða til að verja hinn hlnt- ann! Hrakning hr. Jóhs. á baráttukenning unni byrjar með því, að hann prentar upp glefsu úr grein minni, um barátt- una, en eins og bannmannsins var von og vísa sóst honum yfir þá setning, sem er mergurinn málsins í því sambandi, en sú setning hljóðar svo: »Hvert böl vinnur sjálfu sór til óþurftar, þegar til er vilji og kraftur til að heya við það baráttu. Að vekja viljann og halda honum vakandi og þroskun og efling kraftanna er fyrstaog einaskilyrðiðfyr ir því, að baráttan verði sig- u r s æ 1«. Þessi »yfirsjón« hr. J. Þ. sýnir það berlega, að hann hefir ekkert skilið eða viljað skilja í röksemdum mínum og er það að vísu leitt, því að annars má vel vera, að hann hefði sloppið við það fá- sinnuforað, sem hann lendir í, þegar hann hygst að ganga milli bols og höf- uðs á kenningunni á »hálfu ósannindun- um«. Og nú koma þau orð hr. Jóhs. óbreytt sem lengi munu í minnum höfð: »Það er að minsta kosti allt eins oft, sembaráttan eða róttara sagt: meinsemdsú, sem barist er v i ð, verður til þess að kreppa að lífinu, verður kyrking þess og eyðileggins eins og hitt, að hún verði blómgunarskilyrði þess og lyftistöng, eins og hr. M. E. seg- ir, að hún undantekningarlaust só, að þvi er virðist«. í þessar setningu er undarlegt sam- band af flónsku og frekju; ekki gott að segja af hvoru meira er. Ef hr. J. Þ. hefði lesið og skilið mál mitt, þá ætti honum að »virðast« eg halda því fram, að baráttan verði því aðeins sigursæl, að til só vilji og kraftur til að berjast og því aðeins verði hún blómgunarskil- yrði lífsins og lyftistöng, að viljinn só vakandi og kraftarnir efldir og þrosk- aðir. Til þess að halda slíku fram, þvert ofan í skýr orð mín, þarf ótrúlega frekju eða þá flónsku. Hitt er ósvikin flónska, að segja að baráttan só sama og meinsemd sú sem barist er við (!) Eða vill herra Jóhs. halda því fram, að baráttu templara við brennivínið só sama sem templara brennivín? Ef svo væri, skyldi mig sízt furða, þótt þeir sóu orðnir nokkuð linir í brennivíninu ( = baráttunni) ! Þegar hr. Jóhs. er búinn að upplýsa um það, að bannmenn telji baráttuna gegn áfengisbölinu sama sem áfengisböl- ið sjálft, og það er aftur á bannmanna máli, sama sem áfengið, þá fer það að verða skiljanlegt, hvað meinilla þeim er við baráttuna, og þar sem þessi barátta hefir aðallega verið háð af bindindis- mönnum, er engin furða þótt bannmenn sóu farnir að hata bindindið álíka mikið og áfengið, enda hefir þetta bindindis- hatur þeirra þrásinnis komið í ljós eftir að bannið komst í hávegu. En það má hr. Jóhs. eiga, að hann hefir betur en nokkur annar skýrt það fyrir mönnum, hversvegna bannmenniruir reyna svo mjög til að bana bindindishreyfingunni. Að því leyti er eg honum þakklátur fyrir skrif hans. Hitt er eg honum ekki eins þakklát- ur fyrir, að hann er að reyna að koma þeirri skynvillu inn í fólkið, að eg só bannmönnum samdóma í þessu efni. En fyrirgefið get eg það, þar sem eg veit að allt snýr öfugt í heila bannmanna. Dæmin þrjú, sem hr. J. Þ. tilfærir og eiga að þóna honum til þess að sýna fram á »öfgar« mínar, eru vitanlega öfug, en ættu að vera í samræmi við forsendu hr. Jóhs. Fyrsta dæmið um Ódáðahraun o. fl. öræfi hefir það til síns ágætis, að þar tekst hr. J. Þ. að halda striki sínu í samræmi við forsenduna (barátta = böl, sem barist er við). Af því að eg hvet til kröftugrar baráttu við þær meinsemd- ir, sem vór hljótum að berjast við, hygg- ur hann mig hvetja til að leita kröft- ugra meinsemda, og þá helzt svo kröft- ugra, að öll barátta við þær verði von- laus ! — Það er lofsvert af bannmanni að rugla ekki í fyrsta dæminu, en því miður rennur út í fyrir honum í hinum tveim og veit eg sízt hvað þau eiga að sýna nema ef vera skyldi »hágöngu« flónskunnar. En því vil eg bæta hór við, að ef hr. Jóhs. skyldi grípa óstöðvandi þrá eftir að flytja sig búferlum upp í Ódáðahraun eða hann af öðrum ástæðum neyddist til að fela sig þar, þá er það ráð mitt, að hann fari að orðum mínum og reyni að berjast sigursælli baráttu, en leggi ekki strax allar árar í bát. kaupir eins og að undanförnu eæ hæsta verði Veðrátta viknna frá 24.—80. april 1910. Verzl. Björn Kristjánsson Reykjavík. Kv. tf. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. Sunnd. -3,6 —5,2 -61 —5,0 —9,5 —5,4 8.0 Mánud. 0,0 -3,2 -2,1 —2,6 -6.0 -0.3 26 Þriöjd. —1,6 -2,6 -4,0 -2,2 —4,7 —2,8 1,6 Miövd. 0,2 —1.6 -1,6 -2,1 -6,0 —1.7 3,7 Fimtd. —1,0 -2,6 -1,8 -2.7 -60 0,7 4,2 Föstd. —4,8 —5,0 -6,4 -6,5 -11,0 -7,0 0,6 Laugd. 3,0 -0,1 1,0 2,3 -1,0 1,0 6,4 Ry. = Reykjavík; íf. == laafjöröur; Bi. = Blönduós; Ak. = Akureyri; ör. = Grímsstaöir; Sf. = Seyöisfjöröur ; Þk. = Þórshöfn i Færeyjum. Leirvörur með gjafverði, nýkomið til Guðm. Olsen. Brezka bifliufélagið seldi 1.352.000 bifliur i Kína siðastliðið ár, en gaf 13000. 300.000 einfættir menn eru í brezka ríkinu. 1446 nýjar bækur komu út á Englandi i fyrra. ímyndunarveikin Sunnudag i. maí kl. 8 Va í Iðnaðarm.húsinu. Frá 1. maí til loka verður útsala á sjölum og álnavöru í verzlun Augustu Svendsen. Mikið niðursett verð. Herbergi til leigu 14. maí með forstofuinngangi eða skúrinngangi í Ingólfsstræti 8. Peningfabudda fundin í mið- bænum með kapseli o. fl. Vitja má í afgr. ísafoldar. Stúlku vantar nú þegar (til að- stoðar annari, sem fyrir er) um borð í gufubátinn Ingólf. Lysthafandi tali við afgreiðslumanninn strax. Karl-reiðhjól óskast keypt nú þegar. Afgr. ávísar. Kartöflur, ágætt skepnufóður, verða seldar næstu daga hjá Jóni frá Vaðnesi. Óheyrilega lágt verð. Herbergi með húsgögnum til leigu fyrir ein- hleypa. Ódýr leiga. Stýrimannastíg 9. Lifandi blómstnr, gulrófnafræ og ýmsar tegundir af mat- jurtafræi og óbrigðult meðal við blaðlús fæst á Laufásveg 17. Kristin Meinholt. Blómlankar (Begonie Knoller) allir litir, verð frá 15—So a., einnig alls konar blómst- urfræ nýkomið á Laugaveg 12. Svanlaug Benidiktsdóttir. Hjálpræðisherinn ij. árshátíð á Uppstigningardag. kl. 4 kaffisamkoma, kl. 8 þakkarguðsþjónusta. Allir velkomnir. ^ Iðnskólinn. Sýning á teikningum nemenda verður opin í Iðnskólahúsinu sunnu- dag, mánudag og þriðjudag, 1.— ý. maí, kl. 12—3 alla dagana. Margarine er langbezt og ódýrast, eftir gæðum hjá Gnðm. Olsen. Hérmeð tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að mín ástkæra eiginkona Ólöf Hafliðadóttir andaðist að heimili sinu Skildinganesi mánudag 25. apríl. Jarðarförin fer fram 6. mai næst- komandi. Húskveðjan byrjar kl. II f. h. Gunnsteinn Einarsson. Dáin er í Gróttu 20. april konan Bergmannia Sigurjóna Sigfúsdóttir, frá Litlasteinsholti i Reykjavík og fer jarð- arför hennar fram mánudaginn 2. maf. Húskveðjan hyrjar kl. 2 e. m. að heim- ilinu Gróttu. Þess skal jafnframt get- ið, að hin látna bað þess, að ekki yrðu lagðir kransar á likkistu sina. Hér með tilkynnist vinum og vanda- mönnum nær og fjær, að min elskulega eiginkona Hólmfríður Jónsdóttir lézt 24. þ. m. Ákveðið er að jarðarför hennar fari fram miðvikudaginu 4. mai og hefst húskveðja á heimili hinnar látnu kl. II1,/. Rvik Frakkastig 6, 28. apríl 1910. Oddbergur Oddsson. Feriniiigarbúningur, hvítur kyrtill, til sölu með tækifærisverði í Ási. Telefon 236. Ibúð til leigu frá 14. maí Laugaveg 66. Semjið við Jón Guð- mundsson, sama staðar. Til leigu 1 herbergi með central upphitun í húsi Steingr. Guðmunds- sonar Amtm.stíg 4. 3 herbergja ibúð auk eldhúss fyrir litla fjölskyldu, til leigu 14. maí. Ritstj. vísar á. 4—6 herbergi, til leigu með eldhúsi og kjallara. Árni Nikulásson rakari. Fræsölu gegnir eins og að und- anförnu Ragnheiður Jensdóttir Laufás- veg 13. Hestvagn óskar skiðabrautin að fá til kaups eða leigu nú þegar. l»orkell 1». Clementz, Klapparstíg 20.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.