Ísafold - 14.05.1910, Side 2

Ísafold - 14.05.1910, Side 2
114 IS A F 0 L D unum í túninu í Odda. Eg býst við að hóllinn diagi nafn sitt af því, að þar hafi verið vindkvörn forðum. Ættum við ekki að geta enn átt vind- kvörn? Þær eru varla mjög dýrar, svo að ekki sé hægt að eignast þær í samlögum. Væri nú ekki gott, þeg- ar komið er úr kaupstaðarferðum á sumrin með kornpokana, að geta tek- ið þá ofan við forðabúrið og fengið mjölpoka í staðinn ? Ætli það væri ekki munur að fá gott mjöl nýmalað til heimilisins í staðinn fyrir þetta mjöl, sem menn fá nú úr kaupstaðnum? Eg vildi ekki láta þetta tækifæri ónotað til að minnast enn á þetta nauðsynjamál. Það má aldrei á því þagna fyrri en það er komið í fram- kvæmd. Og eg vildi mega heita á ykkur alla, að styðja það á hvern þann hátt sem færi gefst á. Næsti vet- ur má ekki byrja svo, að ekki sé þá komin upp kornforðabúúr, þar sem brýnust er þörfin. Auðvitað hrykki skamt til þess láns fjárhæð sú, sem nú er heimiluð í fjárlögunum, en eg trúi ekki öðru en að peningastofnanir landsins mundu gera alt, sem i þeirra valdi stæði, til þess, að ekki stæði á bráðabirgðalánum til slikra nauðsynja. Og eg treysti þvi, að alþingi næsta mundi heimila meira lán, miklu meira lán til kornforðabúra, ef eftirspurnin sýndi að þess væri þörf. Sú lánveit- ing væri ánægjulegri og áhættuminni en hallærislánin, sem tíðkuðust hérna á árunum og hætt er við að einhvern tíma reki að aftur, ef ekki er að gert. ---------- Aukaþing. Nýir skattar. Dauði Játvarðs Bretakonungs. Atvikin. Khöfn 7. maí 1910. Játvarður Bretakonungur dó mjög skyndilega. Það var ekki fyr en tveim dögum áður, sem menn vissu að hann væri veikut. Annars hafði Játvarður konungur verið veill til heilsu síðustu árin. Eins og menn muna, varð að fresta því, að hann yrði krýndur (árið 1902), sakir veikinda. Þá þjáð- ist hann af botnlangabólgu. í fyrra varð hann aftur mjög veikur í hálsinum, þrisvar sinnum á sama árinu. í fyrra mánuði bárust fregnir af því, að kon- ungur væri alt annað en hraustur — og þá lét líflæknir hans, Sir James Reid,) hann fara til baðstaðarins Pau suður í Pyrenæafjöllum. Þar hrestist konungur að mun og kom aftur til London fyrir rúmri viku síðan, eða 27. þ. mán. Hann tók þegar að fást við ýms stjórnarstörf af kappi, átti langa viðræðu við Asquith yfirráðgjafa um stjórnmál landsins, fór að skoða sýningar o. fl. o.fl, En hann var þreyttur ennþá og læknar hans létu hann þá fara til Sandring- ham. En þar hafði konungur farið eitthvað ógætilega með sig og orðið innkulsa og það hefir nú leitt hann til bana. í fyrstu var sjúkdómi hans haldið leyndum; en brátt tók atburðurinn að kvisast og fólk tók að þyrpast saman á torgið fyrir utan kunungshöllina, Bréfkafli úr Barðastrandar8ý8lu(9.maí). Um landsstjórnarmál er hér lítið hugsað í svipinn — harðindin nóg umhugsunar- og áhyggjuefni. Enda mun flestum finnast annað þarfara við landsfé að gera en að eyða því í auka- þing. Það heyrist heldur ekki neitt um það, hvað gera eigi á þessu aukaþingi, nema hvað stendur í einu blaðinu (Austra), að einn sýslumaður og þing- maður, sem líklega vill helzt vera á þingi alt árið, hefir sagt, að auka- þingið væri nauðsynlegt til að ræða um skattamálið. En það er sannast að segja, að al- menningur mun ekki vera neitt bráð- sólginn í þessa nýju skatta og ef til- lögur skattanefndarinnar reynast allar jafnvel eins og breytmgin á gjöldum til prests og kirkna, sem eru víst hin óvinsælustu og vanhugsuðustu skatta- lög, þá sýnist svo sem ekki sé til fagnaðar að flýta sér. Það þarf einhvers framar við hér á Jandi en nýrra skatta. Veðrátta vikuca frA 8.—14. maí J910. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. j Þh. Sunnd. —1,3 0,4 -2.2 -8,5 -68 38 26 MAnud. 0,H —1.6 -2,2 1,6 -4.0 2.3 4.2 Þriöjd. •45 0.9 —Oii 40 —1.0 -0.7 6.6 Miðvd. 3,4 5.2 5,2 4.7 32 22 80 Fimtd. 4.8 1,8 1,8 9,4 4,5 Föstd. 3,3 1,4 2,6 6.5 1,6 Laugd. 4,5 0,8 3,6 6,6 4,0 Jdtvarður heitinn Bretakonungur ásamt syni sínum, núverandi Bretakonungi, Georg V., og sonarsyni, sem nú er orðinn prinz aj Wales og rikiserfingi og heitir Edward Albert, J. 1894. Buckingham Palace. Þegar konungi tók að versna fór þetta þó að verða á allra vitorði. í fyrrakvöld komu út aukaútgáfur af blöðunum um sjúkdóm konungs, og fregnin barst eins og eldur í sinu út um alla borgina. Þegar menn komu út úr leikhúsum bæjarins urðu fyrir þeim blaðsalar hrópandi um sjúkdóm konungs. Alla menn setti hljóða, og þetta kvöld var ekki um annað talað en sjúkleik konungs. Múgurinn tók að fylkja sér þéttara kringum konungshöllina, en nú var alt gert til þess að sjúklingurinn gæti verið í ró. Á gólfin í höllinni og á allar götur umhverfis höllina var stráð mómylsnu til þess að draga úr skarkalanum. Kona Játvarðs, Alexandra drotning, var á ferðalagi, þegar konungur sýktist; en þá var jafnskjótt símað eftir henni, og hún kom til Lundúna í fyrradag. Asquith yfirráðgjafi, sem farinn var nýlega suður á Spán, var og símað um, að hann skyldi koma heim hið bráðasta, og er hann nú á leiðinni. í gær fór konungi að elna sóttin og voru nú yfir honum allan daginn 5 læknar, sem gáfu síðan út opinbera skýrslu um sjúkdómsástand konungs Georg V. Brelakonungur. Victoria Bretadrotning, prinsessa Jrá Teck. Bv. = Reykjavík; íf. = Isafjöröur; Bl. = Blönduós; Ak. = Akureyri; ör. = örirasstaöir; Sf. = Seyöisfjöröur ; JÞh. = Þórshöín í Færeyjum. Islenzkar veðreiðar í Danmörku. í sumar í júlímánuði (16. og 17.) verður efnt til veðreiða fyrir klárhesta við bæinn Næstved á Suðursjálandi. Sú nýlunda ber þar við, að áformað er, að nokkur hlaupin verði fyrir ís- lenzka hesta. — Leitt væri það, ef ekki yrðu við þessar veðreiðar nema islenzkar trunt- ur. Það verður að reyna að halda uppi heiðri íslenzku hestanna. — Svo ber og vel i veiði, að maður einn hér í bænum, Philipsen forstjóri steinolíu- félagsins hefir hug á að senda hest til veðreiðanna, ef hann getur fengið hann nógu góðan, nógu fljótan. Það væri því ekki úr vegi fyrir þá, er eiga reglulega fljóta klár- h e s t a og vilja farga þeim, að bjóða þá hr. Philipsen. — nokkrum sinnum um daginn. Síðasta sjúkdómsskráin, kl. 6 í gærkvöldi, hljóðaði svo: Sjúkdómseinkennin hafa ágerst eftir því sem lengra hefir liðið á daginn og nú er ástandið hættulegt. — Nú vissu allir, að konungur mundi eiga skamt eftir ólifað. Konungur hafði fulla rænu fram undir andlátið, en þegar á leið daginn, mátti hann eigi mæla og ritaði því á spjald það er hann vildi sagt hafa. Sjálfur vissi hann hvað í vændum var. Kl. 11.45 andaðist konungur. Var þar öll fjölskylda hans saman komin í herberginu þar sem hann lézt. Hvað boðar dauði Játvarðs konungs? Játvarður VII mun hvarvetna verða harmdauði, því að hann var einhver hinn mesti og vitrasti þjóðhöfðingi Norðurálfunnar. Þegar Játvarður kom valda, bjuggust menn ekki við, að þar væri nein- um skörungi að fagna. Mönnum var ókunnugt um, að hann hefði nokkurn tíma fengist við stjórnmál eða haft áhuga á þess háttar störfum. Prinzinn af Wales, en svo heita ríkiserfingjar Bretlands, var kunnur fyrir íþróttir, einkum veðreiðar, ferðalög sin til Parísar og svalllifnað, en hinu óraði fæsta fyrir, að hann mundi verða sá stjórnvilringur, sem raun varð á. Játvarður lét alla spádóma um sig verða sér til skammar. Hann hafði eigi setið lengi á veldisstóli, þegar heimurinn fór að taka eftir, hvern mann hann hafði að geyma. Frá lífsstarfi hans fyrir Bretland vérður ekki sagt í fám orðum. Hann hefir verið nefndur »hinn þögli maður«, og það muu réttmæli, að hann hafi ekki hlaupið á sig með ofmælgi líkt og Vilhjálmur systursonur hans, Þýzka- landskeisari. Játvarður hefir líka verið nefndur friðarkonungurinn. Hann ferð- aðist um allan heim í friðarerindum. Fyrsta ríkisstjórnarverk hans var að skrifa undir friðargerðina við Búa. En hann var ekki eingöngu að boða frið- inn friðarins vegna sjálfs. Fyrst og fremst hugsaði hann um hag brezka ríkisins. Verzlun Englands þurfti á friði að hnlda. Játvarður sá gínandi trjónu Þýzkalands yfir landinu. En hann hélt áfram að ferðast um og semja frið og gera sáttmála og vinfengissambönd milli Englands og annara ríkja, alt til þess að veikja vald Þjóðverja og draga úr þeim. í samningum sínum fylgdi hann meginreglunni: »do ut des«, (eg gef, svo mér verði gefið). Hann lét Japana sjálfráða í Rússastríðinu, England lét Bandarikjunum eftir ýms hlunn- indi viðvíkjandi Panamaskurðinum, Frakkar máttu valsa um í Marokkó og nutu stuðnings Englands, Spánverjum var hjálpað til þess að reisa við flota sinn, Rússum var gefið ráðrúm í Persalandi. En alt þetta gerði Játvarður með tilliti til Englands. Nú á ríki hans um allan heim fylkingar af vinaríkjum, sem veita Bretlandi liðsinni, ef í harðbakka slær — og á öllum þessum sátt- málum græðir brezka ríkið og brezka þjóðin á margan hátt. Verzlun og iðnaði opnast dyr, sem áður voru luktar. Játvarður konungur var sannnefndur stjórnvitringur, glöggsýnn og lang- sýnn. — Friðvörður Evrópu er fallinn. Sonur hans te’kur við ríkinu, Georg prinz aj Wales, óreyndur eins og faðir hans var, áður en hann kom til valda. Tím- inn sker úr því, hvort hann er fær um að bera merki föður síns — og hvort Evrópufriðurinn verður nú jafntryggur eftir sem áður. Að þvi er kemur til brezkra innanlandsmála, hafa þeir mist konung sinn á síðustu og verstu tímum, Nú var svo komið stjórnarskrárbaráttunni, að konungur átti nú sjálfur að láta til sín heyra. Það var að því komið, að Asquith beiddi hann að útnefna nýja lávarða til efri málstofunnar, til þess að útkljá baráttuna milli þjóðarinnar og lávarðanna. Konungur hafði verið þög- ull í því máli sem öðrum, og aldrei gefið í skyn með einu orði, hvað liann ætlaði að gera. Þó má búast við, að hann hefði farið að orðum yfirráð- gjafa síns. Hvað nú gerist í enskum stjórnmálum, skal ósagt látið, en líklegast er talið, að baráttan um neitunarrétt efri málstofunnar verði látin bíða næsta þings og að neðri deild verði send heim eftir samþykt fjárlaganna. Síðustu fréttir. Harmurinn er mikill á Englandi. Allra flokka blöð hrósa Játvarði og telja dauða hans þjóðarógæfu. Nýr konungur. Georg V er hrópaður til konungs í dag. Parlamentið á að kveðja saman í snatri til þess að sverja honum trúnaðareiða. Haiastjörnudagar. Einhver bezta skáldsaga, sem eg hefi lesið, heitir halastjörnudagar (In the days of the comet) og er eftir H. G. Wells. Betri rithöfundur en Wells er líklega ekki uppi nú á dögum, og smáir verða menn eins og Siencievicz, Hall Caine eða jafnvel Kipling hjá honum, þó að þeir sóu oftar nefndir ennþá. í sögunni, sem nefnd var, lætur Wells halastjörnu koma svo nálægt jörðinni, að nokkuð af efni hennar blandast í and rúmsloftið. Afleiðingarnar eru alveg ó- væntar. Þetta stjörnuefni reynist svo undra heilnæmt, að það er eins og menn vakni til nýs lífs, þegar þeir anda því að sér; og fyrir þróttmeira og greindara mannkyn verður auðvelt að bæta þau mein, sem nú spilla mest flestra æfi. Þvf miður er nú ekki ósköp líklegt, að fari einsog í sögunni segir, þó að halastjarna verði á leið jarðarinnar. En hins vegar virðist mjög lítil ástæða til að bera kvíöboga fyrir því„ þó að jörð- in eígi bráðum fyrir sór að vaða nokkrar stundir um halanu á Halleys stjörn unni. Af ástæðum, sem mætti færa fram til að taka af mönnum ótta í þessu efni, skal hór aöeins minst á eina, sem á jarð- fræði byggist, Það mun óhætt að segja, að sú tíma- lengd, sem lifandi verur hafa alist á jórðinni, nemi hundruðum miljóna ára; en landd/r, sem anda með lungum hafa verið til svo tugum miljóna ára skiftir. Því betur sem þessi efni eru rannsök- uð, því sennilegra verður samhengi alls lífs á jörðinni: alt það líf sem nú er uppi, er vaxið upp af elzta lífi, sem merin vita til. Sú kenning, sem ríkti einu sinni í æsku jarðfræðinnar, að alt líf á jörð- unni hefði stundum aleyðst, en ný sköp un komið í staðinn, er nú fyrir löngu yfirgefin. En af þessu, sem sagt var, leiðir að jörðin hefir að öllum líkindum um nokk- ur hundruð miljónir ára ekki orðið fyrir neinu því skakkafalli, af halastjörnu völdum eða öðru, að alt lifandi hafi dá- ið; og um nokkra tugi áramiljóna hefir aldrei aleitrast andrúmsloftið svo að öll landdýr hafi mist lífið. En einmitt lofteitrun mun vera talin helzta hættan, sem af halstjörnu Halleys gæti staðið í þetta sinn. Hún er svo lítil að hún virðist nær engin í saman- burði við þá hættu t. a. m., sem nú er verið að skapa með ærnum kostnaði í timburhúsahöfuðborg þessa jarðskjálfta- lands, Helgi Pjeturss. Gjafir og áheit til Heilsuhælisins, Jón Guðmundsson póstur . . . 50.00 Valgerður Magnúsdóttir, Grund í Eyjafirði................... 5.00 Margrét Ingimarsdóttir, Litla- Hóli í Eyjafirði.............. 5.00 Skipshöfnin á botnvörpungnum Frey (skipstj. Kolbeinn Þor- steinsson) ...................90.00 Kr. 150.00 Jón Rósenkranz. Úr andófsherbúðimum. Áframhaldsslúðrið i J. Ól. og Þjóðólfi urn landssjððBlánið verður tekið til bænar í næsta blaði. — Rúmleysi hamlsr þvi i þ e s s n bl. Ný kcnning: Þjóðólfur flytur þá nýjn kenningu i gær, að hlýða beri yfirréttar- dómum þegar i stað, þótt þeim sé áfrýjað til hæstaréttar. — Vér ráðleggjum ritstj. að fara heim til LHB og læra betur. Sundfélagið Grcttir hélt aðalfund 28. f. m. Form. var kosinn Sigurjón Pétursson. Með hon- um eru í stjórninni: Guðbrandur Magn- ússon prentari og Hjörtur Hansson verzl.m., en meðráðamenn sömu og áður, þeir Guðm. Björnsson landlækn- ir og Ól. Rosenkranz leikfimiskennari. Sundskálinn var opnaður 1. þ. m. og verður opinn í alt sumar á hverj- um degi frá kl. 8 árdegis til kl. 9 siðdegis. Aðgangseyrir er 10 aurar fyrir full- orðaa og 5 aur- fytir unglinga innan 16 ára. Mánaðarmiðar fást handa full- orðnum fyrir kr. 1.50, handa ungling- um fyrir kr. 1.00 Innan skams verður gerður stór fleki og hafður spölkorn undan landi. Á honum verða 3 stökkpallar hver upp af öðrum, og verða 6 álnir af efsta pallinum niður að vatninu. Sundkensla hefst uú eftir helgina og eru um 60 nemendur; kennarinn verður Björn Jakobsson leikfimiskenn- ari. Greftrun Björnsons íór fram með geysimikilli viðhöfn í Kristjaníu þ. 3. þ. mán. Sorgarvið- höfn einnig mikil í Khöfn. ítarleg frásögn og myndir í næstu ísafold.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.