Ísafold


Ísafold - 28.05.1910, Qupperneq 3

Ísafold - 28.05.1910, Qupperneq 3
ISAFOLD 131 Nýir hrossamarkaðir. Látinn gullnemi. Um Reyðarfjarðarfundinn. Eins og kunnugt er af skýrslum viðskiftaráðunautsins íslenzka eruNorð- menn að hugsa um að lækka þar um helming aðflutningstoll á hestum, til þess að hlynna að innflutningi is- lenzkra hesta þangað. Sumir Norð- menn vilja jafnvel láta afnema hann með öllu. En nú eru Svíar komnir í spilið það líka. Kveðst ráðunautur hafa fengið margar málaleitanir þar að lútandi, og er þar sömuleiðis verið að leita hóf-' anna um afnám tollsins eða lækkun á honum, með ráði landbúnaðarráð- herrans sænska, sem kvað hafa tekið málinu mikið vel. Loks hefir ráðunautur fengið ný- lega málaleitun sunnan frá ítalíu um að fá þangað senda ioo íslenzka hesta til reynslu. Það er danskur kaup- maður í Genúa, V. Jensen að nafni, sem stendur bak við þá málaleitun. Úr sveitinni. Barðastr.sýslu (sunnanverðri) 9. maí. Hér er nú helzt talað um tíðarfarið og er það eðlilegt, þvi að undir því er nú allra vel- ferð komin, að það batni sem fyrst. Hér má nú segja, að verið hafi i allan vetur stöðug norðanátt með frosti og kaf- aldi; snjóskaflarnir eru fram í sjó og hvergi komin upp jörð, nema litið eitt fram til nesja. Bændur eru þvi alment að verða hey- lausir fyrir skepnur sínar; flestir eiga eitt- hvað fyrir kýr, en neyðast til að taka af þvi fyrir kindur, og með hverjum degi verða horfurnar iskyggilegri. Stöku menn liafa getað hjálpað öðrum að mun, t. d. Jón Þórðarson á Skálmarnes- múla, sira Jón Þorvaldsson á Stað og bændur i eyjunum. Það hefir hjálpað mikið, að komnar eru á mótorbátaferðir milli Tlateyjar og land- sveitanna, og hafa bændur á landi fyrir það getað náð til sin korni og heyi úr eyjun- um; það hefði annars verið ókleift, eins og veðráttan hefir verið; en bændur á landi fáliðaðir og sjóleiðin löng. Það má telja það mesta happ, að þessar mótorbátaferðir voru nú komnar á, enda hafa lika kaupmennirnir i Platey verið fljótir og fúsir að lána almenningi matvöru fyrir menn og skepnur, og það jafnt fátæk- um sem efnuðum. ------1=3^1=^----— Fundarályktanir um aðflutningsbannið. Á fjölmennum fundi í ungm.fél. »Garð- arshólmi« i Mýrdal, 28. nóv. 1909, var sam- þykt svo hljóðaudi fundarályktun: •Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir störf- um þings og stjórnar i bannlagamálinu og telur algert aðflutningsbann áfengra drykkja nauðsynlegt, til þess að útrýma sem fyrst þjóðarmeininu mikla — áfenginu«. Þorsteinn Friðrikss., Kristófer Grímsson, formaður. ritari. Á fundi ungm.fél. »&eisli« í Aðaldal i Þingeyjarþingi, sem haldinn var i Klömbr- um 17. apríl síðastl., var eftirfarandi til- laga samþ. með öllum atkv, gegn einu: »Fundurinn lýsir þvi yfir, að hann er eindregið meðmæltur lögum þeim um að- flutningsbann áfengis, sem samþ. var á sið- asta þingi og lofar að vinna að heill þess máls i framtíðinni«. í stjórn félagsins Konráð Vilhjálmsson. Jóh. Friðlctugsson. Jón Jónsson. Á fundi, sem var haldinn sunnudaginn 13. febr. 1910 i »Ungmennafélagi Ákraness«, kom fram svo hlj. tillaga: •Ungmennafélag Ákraness« er einhuga fylgjandi aðflutningsbannslögum og vonast eftir rækilegri framkvæmd þeirra hið allra bráðasta. Tillagan var samþykt með 52 samhljóða atkvæðum. Haraldur Böðvarss., Fetrea G. Sveínsd., forseti. p. t. ritari. Leiðrétting: Mér barst áðan i hendur »ísafold« frá 14. þ. m. og stendur þar meðal annars grein frá Sig. Magnússyni á Patreksfirði. í grein þessari standa meðal annars þessi orð: »Það er áreiðanlegt, að þetta skjal (þ. e. vantraustsyfirlýsingarundirskriftaskjal stjórnarandstæðinga) var frá sýsluskrifstof- unni sent og sýnt þeim, sem nokkrar likur þóttu til, að mundu fást til að skrifa undir það«. Af þvi að ummælum þessum er beint til min finn eg ástæðu til að lýsa þvi hér með yfir, að þau eru rakalaus ósannindi frá upphafi til enda. Ofanritaða leiðréttingu vildi eg biðja yð- ur, hr. ritstjóri, sannleikans vegna að birta sem fyrst i ísafoid. Patreksfirði 18. maí 1910. G. Björnsson. Eins og raunalegt skáldsöguæfintýri Svo má segja um æfi Yestur-lslend- ings, er lózt hór í Landakotsspitala fyr- ir fám dögum, 24. þ. mán. Hann hót Á s g e i r og var F i n n- b o g a s o n. Hann var elztur þeirra Finnbogasona: Guðm. meistara, Karls kennara og Jóns. Þegar Ásgeir var fulltíða maður fór hann til Ameríku; bonum fundust leiðir hór heima ógreiðar og erfitt að gera nokkuð v e r u 1 e g t. Hann kemur til Winnipeg, er boðið þar óbrotið land, sór að hann muni að líkindum með þraut- seigju og iðni geta komist þar í álnir — en heldur ekki meira. Það hugnaði honum ekki. Hann hafði yfirgefið land- ið í því skyni að koma aftur styrkvari og færari til að láta gott af sór leiða. Gullnámurnar í Alaska voru þá nýfundn- ar. Um þær var kunuugt frá upphafi, að þær voru jafn hættulegar heilsu og Hfi manna eins og þær voru auðugar, — að margir fundu þar gull, en fleiri t/ndu þar heilsu og lífi. En þar var einhverju fyrir að gangast og þangað fór Ásgeir. Náttúran og mennirnir var eins og verst gat verið. Landið hrjóstr- ugt í- sjálfu sór, kuldi mikill, jörðin sí- freðin og grimdarhríðar. í þessu landi bjó samsafn manna úr mörgum löndum; þeir voru, eigingjarnir og illir viðureign- ar. Fátækir aðkomumenn urðu fyrst að vinna hjá slíkum húsbændum nokkur ár, fara alls á mis, spara og draga saman kaupið þangað til hægt var að kaupa landspildu og vinnuvólar, vélar til að sprengja með freðinn svörðinn og bræða svo stykkin yfir gufu, leita að gulli í moldinni og ef ekkert fanst, þá að halda af stað aftur út í 20—30° frost og hrið, búnir í loðfeldi, leita enn af n/ju, ef vera mætti, að einn lánsdagur bætti fyr- ir þrautir margra eyddra ára. Þannig líður æfin fyrir flestum þar; lítið finst af gulli, en heilsan bilar, jafnvel hinn hraustasti líkami lætur á sjá af slíkum ókjörum, Ettir 7—8 ár fær Ásgeir tæring. Læknar segja, að bátavon só engin. Heimþráin magnast enn meira. Yonin ein um farsæla heimkomu hefir haldið honum uppróttum öll þessi útlegðarár. Hann heldur af stað til íslands, versnar á leiðinni, fær þar að auki mislinga, getur ekki komist til bræðra sinna á Akureyri, er látinn fara í land í Reykja- vík, einangraður í sóttvarnarhúsinu; fær síðar að komast að í Landakoti. Finst þrátt fyrir alt að hann hafa himin höndum tekið, að vera kominn heim, vera innan um íslendinga, heyra íslenzku, mega hvíla í íslenzkri mold. Því öll fjarvistarárin hefir hann hugsað um ís- land eitt, um þarm mikla atburð a ð koma heim þegar gullið væri f u n d i ð, koma heim með bein í hendi, vinna fyrir þá, sem bágstaddir eru þar, og veikir. Þá deyr hann ánægður, þvi höndlað hefir hann þó hálfa hnossið eftirþreyða. Gull kom hann ekki með heim, en hinzta blundinum sofnaði hann heima. _ /• /• Um tap Landsbíinkans, þessar 400,000 kr. minst, gefur eitt reykvíska sannsöglistólið Hann- esarhópsins (Lgr.) greinilega í skyn í síðasta bl., að það muni vera tilbún- ingur bæði hjá rannsóknarnefndinni og bankastjórninni nýju, nema þessar 15,000 kr., sem fullreynt var um að tapaðar voru í síðustu áramót. Lætur sem þá muni tapið alt upp talið; það séalt ogsumtl Hitt, 385 þús., segist það ekki efast um, að nýja bankastjórnin g e t i látið bnnkann tapa; gefur með öðrum orðum í skyn, að hún muni gera sér alt far um það, sjálfsagt til þess að láta tapsáætlunina sannast I Auðvitað fær málgagnið lögsókn frá bankastjórunum fyrir þessa ósvífni. Skipaferðir. Botnia fór frá Leith þ. 25. þ. mán. síðdogis. Væntanleg hingað í kvöld eða í nótt. Austra má búast við í dag eða svo. Þ. 31. maí fer hann svo snöggva hring- ferð á 6 dögum kringum landið, samkv. áætlun. Meira leikspil. (Leiðr.). Það er á einum stað i greininni þeirri i síðasta bl. talað um 4 hreppa af 10, en á að vera 8 af 14, eins og segir þar siðar. Járnbraut austur. Niðurlagið á hug- vekju hr. Vigfusar Guðmundssonar um járnbrautina, hefir dregist að birta vegna þrengsla, en mun koma i 1—2 næstu bl. í tveim síðustu blöðum ísafoldar hefir hún minst á fulltrúafundinn í Reyðar firði 12. þ. m., og hefir talað af furðu miklum ókunnugleik. Fundargerðin er ekki í mínum hönd- um, en kemur með Austra nú um helg- ina, og verður þá væntanlega prentuð í blöðum. Nokkrar sk/ringar vil eg þó gefa í bráð. í Suður-Múlas/slu eru 14 hreppar, ekki 10 að eins, svo sem ísafold telur hvað eftir annað.1) Til fulltrúakosninga var stofnað á þann hátt, að eg bað einn málsmetandi mann í hverjum hreppi (þar á meðal var Sveinn Olafsson í Firði), að gangast fyrir fulltrúakosningum. Eg mælti svo fyrir, að einn fulltrúi skyldi kosinn fyrir hverja 20 kjósendur, eða því sem næst, svo að 2 væru kosnir fyrir fulla 30, 3 fyrir fulla 50 o. s. frv., og var þeirri reglu fylgt. Fulltrúar voru kosnir i 11 hreppum, en í 3 ekki. Fórst hreppsfundur fyrir í tveim þeirra, Berunesshreppi og Eiða- þinghá, sökum óveðurs. En í Mjóafirði mun ekki hafa verið reynt að boða til kosningafundar, og er það þvi e i n i hreppurinn, sem ekki sinti tilmæl- um mínum um fulltrúakosning; en full- trúafundinum sinti hann þó, því að fundinum barst símskeyti frá Mjófirð- ingum, þar sem mótmælt var aukaþingi 1 nafni 19 kjósenda; en kjósendur í Mjóafirði munu vera tæpir 30 alls. Hinir 2 hreppar, er engan fulltrúa kusu, eru víst heldur eigi mannfleiri en svo, að úr hvorum þeirra mundi hafa átt að mæta að eins einn fulltrúi. I þeim 11 hreppum, þar sem kosn- ing fór fram, voru kosnir alls 29 full- trúar, og af þeim mættu svo á fundin- um 21 úr 8 hreppum. Þeir fulltrúar, sem heima sátu, voru 1 úr Breiðdal af þrem kosnum, aldraður maður, sem ekki treysti sér f ófærðinni, 1 úr Stöðvar- firði, og var fundinum kunnugt um for- föll hans og sömuleiðis, að þar eru nær allir fylgjandi aukaþingskröfunni, 1 af þrem úr Búðahreppi sökum sjúkleika, 1 úr Skriðdal sökum lasleika og ófærðar; sendi hann bréf á fundinn og þar með fundargerð hreppsfundar, með alleinarð- legri aukaþingskröfu. Og svo vantaði loks alla 4 fulltrúana, er kosnir höfðu verið í Norðfirði. Voru þeir þó stað ráðnir til fararinnar 2 dögum fyrir fund- inn, enda heitið fararkaupi úr sveitar- sjóði. Þeir voru allir kosnir til að mót mæla aukaþingi, að hafa margir þar eystra fyrir satt, að fyrirmæli frá æðri stöðum hafi aftrað för þeirra. Fundar- setning var frestað um nærri 2 stundir, til þess að bíða Norðfirðinganua. — Hinir 4, er heima sátu, voru kosnir til að halda fram aukaþingskröfu. Það sóst af þessu: 1. Að í ö 11 u m 14 hreppum kjör dæmisins var tilmælum mínum um full- trúafund sint. 2. Að kosnir voru 29 fulltrúar, en hefðu orðið alls 32, ef kos- ið hefði verið í öllum hreppunum. 3. Að af þessum 29 fulltrúum voru 25 kosnir til að halda fram aukaþingskröfu, en 4 til að mótmæla henni, og 4. hefðu fulltrúar verið kosnir í öllum hreppun- um, þá hefðu þeir verið alls 32, 27 með aukaþingskröfu, en 5 á móti. Með hlutfallskosning í einstökum hreppum hefðu stjórnarliðar líkl. orðið 2 fleiri, þ. e. 7 á móti 25. E n g i n n mun geta rengt þessa frá- sögn með rökum. Vill annars ekki ráðherrann rjúfa þingið og efna til n/rra kosninga 1 Það mundi taka af tvímælin í Suður-Múla- s/slu sem annarstaðar. Hinum unga ritstjóra ísafoldar vil eg leyfa mór að segja: 1. Þegar ræða er um aukaþing eða ekki aukaþing, þá skiftir það ekki máli, hver atvinna mín er. 2. Það er trú mín, að störf mín, þótt lítil hafi verið, sóu þarfari þjóðinni en störf hans hingað til við blaðamenskuna. 3. Þau störf, sem eg hefi haft á hendi til þessa, fyrir einstaka menn, fólög eða þjóðfólagið, hefir mér auðnast að leysa svo af hendi, að þeir, er fólu mór störf- in, hafa unað allvel við. Eg óska hon- um og ann sömu reynslu, þegar hann kemst á minn aldur. 27. maí 1910. Jón Jónsson Jrá Múla. Hr. Jóni frá Múla var það mikið áhugamál að koma þessum pistli sin- um að í blaðið í dag og höfum vér eigi viljað synja honum þess. En pistillinn barst oss svo seint í hend- ur, að ekki vinst timi til að gera veru- legar athngasemdir við hann að þessu sinni. Verður það þvi að biða næsta blaðs. En pess skal qetið pegar, að skýrsla Isajoldar er höjð ejtir bréjum og skeyt- um mjðg svo skilríkra manna par eystra. Svölunaryrðum hr. J. J. i »pylsu- endanum* viljum vér fáu svara. »Hverjum þykir sinn fugl fagur« — h a n n er hrifinn af sjálfum sér. Verði honum það að góðu. En dóma hans um ritstjórn vora metum vér engis, þvi að þar getur hann alls ekki verið óvilhallur dómari. Og úr því að hr. J. J. sjálfur er að minnast á þarfastörf sin fyrir þjóðina, er rétt að geta þess, að þeir eru æði margir, er telja atvinnurekstur þann, er hr. J. J. hefir starfað að sem verk- *) Hér er um misprentun á tveim stöð- nm i saf. að tefla; sbr. Leiðr. i bl. i dag. En annarsstaðar i fundargreininni i síðasta bl. eru hrepparnir taldir 14. RitBtj. Bkta Krónuöl. Krónupilsener. Bxport Dobbelt öl Anker öl. Vér mælum með Joessum öltegundum sem þeim FÍN- USTU skattfriu öitegundum sem allir bindismenn mega neyta. ]\T T~> Biðjið beinlinis um: ^ De forenede Bryggeriers öltegundir. Strandbáturinn Austri fer í hringferð um landið 31. maí kl. 9 árdegis. Kemur við á Seyðisfirði, Akureyri og ísafirði. Kemur til Rvíkur aftur 6. júní. færi i höndum mikla mannsins i New- castle hafa verið síður en ekki til bless- unar fyrir verzlunar-framfarir og verzl- unarsjálfstæði þessa lands. — Orð hr. J. J. um sjálfan sig gefa mikla ástæðu til að gagnrýna opinbera framkomu hans í stjórnmálum vorum hingað til, en það verður að bíða betri tíma. Ritstj. Tlý fjúseign á góðum stað í bænum fæst keypt. Neðri partur hússins er stór og vönduð sölubúð. Upplýsingar á afgr. ísafoldar. Uppboð Eftir beiðni eigenda frönsku skip- anna, Martha og Perseverance frá Dunkerque, sem nú liggja hér á höfn- inni, verður uppboð haldið á nefnd- um skipum mánudaginn 6. júní kl. 11 f. h. Uppboðið verður haldið í franska konsúlatinu og verða skipin seld í því ástandi er þau nú eru með akkerum og keðjum. Uppboðsskilmálar verða birtir í kon- súlatinu áður en uppboðið byrjar. Varakonsúll Frakka í Reykjavík. i. P. Brillouin. Ágætur Hvalsporður fæst f verzlun Jóns Jónssonar frá Vaðnesi. Þeir sem vilja koma hestum sínum til geymslu í Geldinganesi eru beðnir að koma þeim í port Amunda Arna- sonar kaupm., miðvikud. 1. júní nk. kl. 12—2. Páll bóndi á Eiði, sem hefir umsjón með nesinu og flutning hestanna, verður þar til að taka á móti þeim. Hvernig hagað verður milliflutning verður nánar auglýst siðar. Grandinn milli nessins og lands er afgirtur og læst hlið. í nesinu er nóg vatn svo að hest- um getur hvergi liðið betur. Á næsta fundi stúkunnar Verðandi nr. 9, 31. þ. m. verður mjög þýðingarmikið mál tekið til umræðu. Mjög áríðandi að templ- arar sem í bænum eru fjölmenni. Utanstúku félagar hafa lofað að taka þátt í umræðunum. Fjölmennið. Islenzkt fræ. Fræsölu gegnir eins og að undanförnu Ragnheiður Jensdóttir Laufásveg 13. Kvenmaöur sem er vanur allri sveitavinnu óskast í vorvinnu nú þeg- ar. Semjið við Jón Guðmundsson kaupm. Laugaveg 24. Unglingsstúlka óskast nú þeg- ar á heimili hér í bænum til þess að vera með börn. Ritstj. visar á. Hurtigseiler Rap liggende her paa havnen, modtager last til Bergen for halv fragt i forhold til Ruteskibene. Lasteklar 2. Juni. Edvin Jakobsen, Lindargötu 9. 1 Jarðarfor Ásgeirs Finnbogasonar fer fram frá dómkirkjunni kl. 12 þriðjud. 31. þ. mán. - 1 Isl. smjör er mjög ódýrt í verzlun Jóns Jónssonar frá Vaðnesi. m Lifandi rósir m nýkomnar: Fisher Holmes. Ulrich Brunner fils. La France. Gloire de Dijon. Caroline Tertout. Mosroser. Einnig: Arelia Siebolde. Aracaria excelsa. Blómlaukar og Blómsturfræ fæst á Laugaveg 12. SvantauQ Benidiktsdóttir. SVEITAMENN og aðrir utan- bæjarmenn, ekki síður en bæjar- búar, ættu að snúa sér til undir- ritaðs áður en þeir festa kaup annarstaðar. Alls konar nauðsynja- vörur eru ódýrastar — góð kaup ef keypt er í stærri stíl. Ljáblöðin sem bíta bezt, hvergi ódýrari. Brýni og önnur heyvinnuáhöld, úr góðu efni. Hóffjaðrir, pk. 1.40 og 2.55. Olíu- fatnaður fyrir yngn og eldri, konur og karla. Munið eftir að koma til undirritaðs, þá hafið þið hag af viðskiftunum. Virðingarfylst Jón Jónsson frá Vaönesi.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.