Ísafold - 02.07.1910, Blaðsíða 3
ISAFOLD
171
Úr andófsherbúðmmm.
Nota flest í nauðum skal.
Það grysjar i yandræðaskapinn og ein-
feldnina i hvert sinn, sem minnihlutablöðin
fara að naga.
Eins og t. d. nú, er þan tyggja það upp
hvert á fætur öðru, að i sáttayfirlýsingu
þeirri, er ritstjóri ísafoldar birti út af máls-
höfðun y'irdómsins standi ritstjúrn, en ekki
ritstjóri Isafoldar, og þetta sé ógurlegt. Og
svo ilskast þau.
Ekki nema það þó!
Nú er svo mál með vexti, að ritstjóri
ísafoldar tók alls ekki eftir, að orðalagið var
svona, fyr en honum eftir útkomu blaðsins
var bent á það, og þvi bætt við, að minnihl,-
blöðin myndu nota þetta til narturs i harð-
ærinu. — Sú spá hefir og ræzt.
Þess skal getið, að yfirdómararnir hafa
orðað yfirlýsinguna, og mun dÖDskumælið:
Bladets Redaktion hafa verið rikt í huga
þeirra. Þann veg mun tilkomið orðalagið:
ritstjórn ísafoldar. Öðru visi getum vér
eigi skýrt það, því að Isafold ræður
engina yfir nema ritstjórinn einn. Hann
á blaðið, hann ber ábyrgð á þvi, og eng-
inn annar; jórtur minnihl.biaðanna um
»launritstjóra« o. s. frv. er því ekkert annað
en margendurtekin ósannindatugga, og furðar
oss á, að þau skuli ekki vera farin að
þreytast á að tönlast á henni.
En ef til vill er harðærið og röksemda-
þrotin þeim nokkurt afsökunarefni.
Síra Úorvaldur Böðvarsson
1816—1896.
Hann þorði’ að standa við öll sin orð.
þótt ættu þeir stóru i hlut, —
og sannleikann aldrei hann bar fyrir borð, —
hann bældi sig aldrei í skut:
á langskipi kirkjunnar sterkur hann stóð
í stafni þótt ólgaði sjór,
og lyginni’ og varmensku valkesti hlóð,
svo veglyndur, göfgur og stór.
í gleðisveit allra hann glaðastur var
og góðvinir sóttu’ á hans fund;
hann trúði’ ekbi’ á mennÍDa, en tryggur
var þar
sem hann tók því, með bjargfasta lund.
Þvi voru’ einatt með honum fáir í för,
en frltt var það einvala lið,
sem klerksins hinn sárbeitta sannleikans hjör
og svörin hans könnuðust við.
Og löngum er við brugðið ljúfmensku hans
við langþjáða’ og snauða, í raun
hann rétti þeim blíðlega kærleikans krans,
en kunni’ ekki’ að spyrja um laun,
Hann vissi’, að i hreysi hins vesalamans
á veglegast klerkurinn starf,
og þar sem við kórsöng í kirkjunni hacs
hann kærleikans vorbliðu þarf.
Og því var við látið hans þrungin hver brá
og þögull 1 »barnanna« sveit,
er leiðtogÍDn ástríki fallinn var frá
og falinn i guðsvlgðum reit.
Og enn er af minninga síbliðri sól
um svipmikla skörunginn ljóst,
sem guði til dýrðar hér aldur sinn ól
við ættjarðar hjartkærrar brjóst.
Eg vildi’ að vér ættum i sérhverri sveit
jafn sannkristinn, göfugan mann,
sem rækti jafn trúlega’ og héldi sín heit, —
þá hlýnaði’ um aumingjans raun,
og kjarkurinn forni og karlmenskan snjöll
þá kveikti hér manndáð á ný,
og þá yrði farsælli þjóðin vor öll
og þrautbetri mannraunum i.
Guðm Guðmundsson.
Reykjavikurannáll:
Dáin: Lovisa Jónsdóttir (frá Finnboga-
bæ), á Yegamótum á SeltjarnarneBÍ, 40 ára.
Dó I. júlí.
Guðsþjónusta á morgun: í dómkirkjunni:
kl. 12 sr. B. J., kl. 5 dómkirkjuprestur. —
í Frikirkjunni hádegismessa.
Hjúskapur: Guðfinnur Þórðarson frá
Nýjabæ, Eyrarb. og ym. Rannveig Jónsdóttir
sst. Gift 28. júni.
Jón Jónsson frá Bóli i Biskupstungum og
ym. öuðbjörg Sveinsdóttir sst. Gift 29.
júni.
Landlæknir G. Björnsson fór á Vestn
eftirlitsferð vestur á land, Kemur aftur þ.
22. júli.
Sira Haraldur Níelsson fer i dag á Ceres
til Englands til þess að leita sér lækninga
og jafnframt til þess að reyna að kippa i
lag bibllumálinu, sem um var getið í siðasta
blaði.
Slys. Átta ára gamall piltur, sonur Har-
alds Jónassonar Grettisgötu 54, datt á
þriðjudagskvöldið á götunni og beið bana
af. —
Þýzka sfórskipið fyrsta kemur i kvöld
með fjölda ferðamanna og verður hér 2—8
daga. — Ýmislegt verður ferðamönnunum
gert til skemtunar, t. d. syngja tvær söng-
sveitir úr bænum fyrir þá.
--------------
íslenzkir námsjötnar
og efnismenn.
Skúli Jónsson vesturíslenzki náms-
maðurinn, sem hlaut Cecil llhodes-
verðlaunin í fyrra, kom hingað á Ceres
um daginn.
Hann ætlar að dveljast hér á landi
fram á haustið.
Skúli er kornungur maður, fæddur
að Hlíð á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu
1888, og er náskyldur síra Sveini
heitnum Skúlasyni. Hann var ömmu-
bróðir Skúla. — Skúli fluttist vestur
um haf með foreldrum sínum, þegar
hann var á öðru ári og hefir gengið
í enska skóla við frábæran orðstir.
í fyrra varð Skúli fyrir þeim heiðri
að fá styrk úr Cecil Rhodes-sjóðnum.
Þeim styrk er úthlutað þar vestra í
Manitoba einu sinni á ári og hlýtur
sá styrkinn, sem talinn er efnilegasti
námsmaðurinn í öllu fylkinu. Styrk-
urinn nemur alls 4500 dcllurum
(16.630 kr.) og á að duga námsmanni
til 3 ára vistar við hinn nafnfræga há-
skóla í Öxnafurðu á Englandi.
Skúli hefir nú verið þar 1 vetur,
en er nú að nota sumarleyfið til
ferðalags hér um land. Hann fór á
Vestu til ísafjarðar og ætlar að hafast
þar við mánaðartíma hjá ættfólki sínu
þar, Helga útibússtjóra Sveinssyni og
því fólki. — Þaðan fer hann svo
norður til átthaga sinna í Húnavatns-
sýslu og kemur aftur hingað til bæ-
jarins undir haustið.
Það þótti mikill sómi íslendingum
í Vesturheimi, er landi þeirra var kjör-
inn styrkþegi Cecil Rhodes-verðlaun-
anna í fyrra, því að margra þjóða
námsmenn keptu þá um hann.
En ekki rénaði hróður landans þar
vestra þetta árið, því að einnig nú
hefir íslendingur verið viðurkendur
beztur og efnilegastur námsmaður
Manitobafylkis og honum veittur Cecil
Rhodes-styrkurinn. Sá heitir Jósef
Thorson, ættaður úr Biskupstungum,
sonur Stefáns Thorson (Þórarinsson-
ar) og Helgu Jónsdóttur, er eitt sinn
bjuggu á Bryggju í Biskupstungum
og siðar hér í Reykjavík. Sjálfur er
hann fæddur fyrir vestan haf og er
nú rúmlega tvítugur. Hann fer til Öxna-
furðu í haust.
Enginn má ætla, að námsmenn
þessir séu bóka-ormar aðeins, pappírs-
búkar grafnir niður i skræður. Ef
þeir væru það, mundu þeir aldrei hafa
hlotið Rhodes-verðlaun.
Þau eru sem sé einnig þeim skil-
yrðum bundin, að styrkþegi taki öðr-
um fram í líkamsatgjörfi allri og í þrótt-
um. — Þeir hafa báðir þessir ungu
landar vorir átt mikið við iþróttir og
á þeim véttvangi einnig getið sér hinn
bezta orðstír.
Aðflutningsbannið.
Svar frá Magmisi Einarssyni
V.
(Síðasti kafli).
lAjengislöggjöfin.
Hver sá, sem orðið hefir svo hepp-
inn að komast inn í hugsanaferil bann-
manna og skilja þá til hlítar, á hægt
með að sjá það, að frá þeirra sjónar-
miði getur ekki meiri fjarstæðu en þá,
að með bannlögunum sé skerðing gerð
á mannfrelsiuu.
Og það er ekki mót von. — Eins
og kunnugt er, hafa bannmenn marg-
sannað sjálfum sér, »á vísindalegan
hátt«, að á viðskiftum áfengis og
manna séu mennirnir engu ráðandi,
»því að drykkjuskapurinn er áfenginu
að kenna og engu öðru«. Sé því um
einhverja frelsisskerðing að ræða, er
stafi frá bannlögunum — en því neit-
ar hvorki hr. J. Þ. né aðrir bannmenn
— þá hlýtur sá aðilinn, sem öllu
ræður, að verða fyrir skakkafallinu.
Það er líka víst, enda í fullu sam-
ræmi við kórvillu bannmanna, að þeir
telja bannlögin ekki óviðurkvæmiiega
mannfrelsisskerðing, heldur fyllilega
réttmæta skerðing á [persónu-] frelsi
áfengisins.
Eðá mundi nokkur telja óréttmætt
að takmarka frelsi kólerubakteríunn-
ar eða kláðamaursins eða hvers þess
kvikindis, sem lifir á því að gera mann-
inum mein ? Og þegar áfengið er
sömu tegundar, hver vill þá áfella
bannmanninn, þótt hann vilji hirða
freisi þess ?
Bannmenn elú ekki aitaf eins reik-
ulir í röksemdum sínum og margur
hyggur, en það er ekki öllum gefið
að fylgja þeim á rásinni og skilja þá
til fullnustu. — Nú þegar hver óval-
inn hlutur fer að eiga persónulegt
frelsi, er t. d. vel skiljanlegt, hve
mjög það hefir lækkað á verðlagsskrá
bannmanna, enda meta þeir það nú
ekki mikils.
Ef bannmenn hefðu frá upphafi haft
sömu tök á að gera sig skiljanlega
eins og herra stórkanzlarinn upp á síð-
kastið, mundi margt orðið hafa spar-
ast í umræðunum um þetta mál.
Alt veltur nú á því einu, hvort á-
fengið er lifandi eða ekki. Vér, sem
vantrúaðir erum á líf þess, fáum þá
vonandi bráðum óhrekjandi »vísinda-
lega« sönnun fyrir því, að það sé lif-
andi, enda trúi eg bannmönnum til
þess að grafa upp einhvern ,heims-
frægan, líffræðing eða lækni, sem bera
megi fyrir þvi. Þeir hafa oft færst
annað eins í fang, og ekki orðið sknta-
skuld úr.
Hr. J. Þ. er eflaust talinn í sinn
hóp ágætur bannmaður, en þó vill
honum verða það á að afneita »kór-
villunni«, þegar hann hættir huganum
lengra út í málið og gjörist þá óviss
í rásinni. Hann segir að »auðvitað
verður því ekki neitað, að frelsisskerð-
ing er það« (bannið), og bætir svo
við: »En svo er um flestöll lög, að
þau takmarka frelsi manna á einhvern
hátt«.
Sýnir hr. J. Þ. með þessu, að hann
gefur ekki áfenginu alla skuldina fyrir
drykkjuskapinn, en ætlar manninum
einhver völd í viðskiftunum og því
telur hann bannið frelsisskerðing þeim
til handa.
Þetta mun nú vera burtrekstrarsök
úr fylkingu bannmanna, enda nálgast
hr. J. Þ. hér skoðanir vorar svo, að
talandi mun vera við hann í alvöru.
En það leynir sér ekki nér frekara
en annarsstaðar, að grunnvæður er
bannmaðurinn.
Hr. J. Þ. segir engan eðlismun vera
á lögum um aðflutningsbann á á-
fengi og innflutningsbann á útlendutn
kvikfénaði og vill með því gefa í skyn,
að með áfengisbannlögunum sé ekki
gerð nein óvanaleg skerðing á frelsi
manna.
Annaðhvort vill hr. J. Þ. vera slæg-
ur sem refur eða hann -er einfaldur
sem dúfa og mun það sannast, að
hann líkist meir tvífætta kyninu.
Auðvitað er í aðflutningsbanni á
áfengi út af fyrir sig ekki fólg
in meiri frelsisskerðing en í svo mörg-
um öðrum lögum, sem að einhverju
leyti takmarka atvinnufrelsið og því
gæti það verið slóttugt að bera sam-
an þessi tvenn bannlög, án þess að
líta til hægri eða vinstri, í trausti þess,
að grunnhygnir glæpist.
En það er í meira lagi einfeldnis-
legt að gera ráð fyrir því, að lesend-
ur alment viti ekki, að áfengislöggjöf
vor er þar e k k i öll. sem aðflutnings-
bannlögin eru. Þetta veit hr. J. Þ.,
euda kemur það fram í grein hans,
og vissulega ættu allir bannmenn
að vita, að til eru lög frá 12. janúar
1900, sem banna tilbúning á áfengi
hér á landi.
Um tilbúningsbannlögin út aý
jyrir sig má hið sama segja og um
aðfl.bannlögin, enda hreyfðu menn
engum verulegum mótmælum gegn
þeim, er þau voru á leiðinni.
Það er fyrst, er þessi tvenn lög
fara saman, bann á tilbúningi og að-
flutningi áfengis, að löggjöfin kemst
yfir á óleyfilega braut, verður haft á
persónulegu frelsi manna, og þessu
hafti er smeygt á með þeim lögun-
um, sem seinna eru sett. Þess vegna
er þeim gefin öll skuldin og móti
þeim barist.
Hefði aðflutningsbannið verið lög-
leitt fyrst, þýddi það ekkert annað en
að tekin var atvinna af þeim, sem
flytja vildu inn áfengi, um leið og
hlynt var að þeim, er brugga vildu á-
fengi innanlands, eða með öðrum orð-
um: verndarbann til liðs innlendum
iðnaði. Mannfrelsisskerðingin hefði
þá fyrst komið með tibúningsbann-
lögunum og þá hefði stríðið staðið
um þau lög.
Það er í hæsta máta undarlegt, að
bannmenn skuli »gleyma« öðrum þess-
arra laga, þegar um , eðli áfengislög-
gjafarinnar er að ræða, eins og hún
er nú, því að þótt smiðshöggið hafi
verið lagt á með aðflutningsbannlög-
unum, þá eru hin þó engu þýðingar-
minni: í sameiningu verða þau að
þrælalöggjöf, ,þótt hvort um sig séu
þau ekki annað en haft á atvinnu-
frelsi.
Það munu nú allir sjá, að samlík-
ing hr. J. Þ. á aðflutningsbannlögun-
um — viðbótinni, sem gjörir áfeng-
islöggjöfina að þrælalögum — og inn-
flutningsbanni á útlendu kvikfé er
æði villandi og gæti því að eins náð
nokkurri átt, að á undan innflutnings-
banni á kvikfé væri gengið annað
bann, er samsvaraði tilbúningsbanni á
áfengi. En mér vitanlega hefir al-
þingi ekki ennþá samþykt tilbúnings-
bann á kindum, kálfum eða öðrum
kvikfénaði; og væntanlega verður það
ekki tekið til bragðs fyr en »jurtæt-
ur« hafa náð sömu þrælatökum á
atkvæðum almennings og banntempl-
urum tókst nú fyrir skemstu.
Líklega styður hr. J. Þ. og skoð-
anabræður hans að þeirri »frelsis lög-
gjöf« og hennar verður varla lengi
að bíða, ef öfgar og vitleysa fara eins
hröðum fetum vaxandi á næstu árum
og gert hafa nú um hríð.
Bannmönnum ætti ekki síður að
vera það kunnugt en öðrum mönn-
um, að öll löggjöf hjá siðuðum þjóð-
um miðar að því að verja einstakl-
inginn fyrir »árásum« annarra eða
heildarinnar eða heildina fyrir ein-
staklinginn.
Sú þjóð sem tekur upp á því að
setja lög til þess að verja einstakling-
inn fyrir sínum eigin »árásum«, er of-
viti í löggjöf. Hún veit ekki, að slík
löggjöf er helber heimska, sem bann-
ar einstaklinguum athafnir, er að eins
koma honum siálfum við og pví að
eins verða heildinni til tjóns, að þær
jyrst skaðskemmi þann, sem framdi
þær.
Slík »persónuleg« lög eru fyrst og
fremst heimska af því að þeim er
ómögulegt að fylgja fram, »og þvi
verri en ekki«. Þau eru heimskuleg
einnig af því, að heildin hefir þegar
áður fulla tryggingu fyrir því, að ein-
staklingurinn muni ekki með fullu
ráði og fúsum vilja vinna heildinni
tjón með því að skaða sjálfan sig og
sú trygging er fólgin í vilja hvers
eins til að lifa. Heimskuleg eru þau
loks fyrir það, að þau bægja frá,
»gjöra óþarft« eina ráðið sem heildin
hefir til þess að firra sig tjóni gegn-
um sjálfsníðslu einstaklingsins, en það
ráð er að fræða þann fáfróða um
skaðsemi athafnarínnar fyrir sjálfan
hann, og þetta ráð hefir ætíð gefist
bezt og mun svo gjöra hjá öllum
þjóðum á öllum tímum.
Eða hvort mundi heppilegra að
gefa út lög um limaburð og klæða-
burð, matarræði og dtykkjarföng,
svefn og vöku, eða fræða fólkið um
hvað því muni hollast og hentast í
hverju einu?
Afengislöggjöfin vill skipa fyrir um
hverra drykkjarfanga íslendingar skuli
ekki neyta, og að því leyti er hún
heimskuleg, en það hefir hvorki
bannmönnum eða löggjöfunum nægt;
þeir hafa líka gert hana að prœlalög-
gj'ój-.
Við jrjálsa menn getur löggjöfin
sagt (þótt það í þessu falli sé auðvit-
að heimskulegt af löggjöfunum): pú
skalt ekki drekka ájengi eða gera þetta
eða hitt, sem orðið getur þér til
skaða og þarmeð valdið almenningi
tjóns, að viðlagðri refsingu. í þessu
formi hefir allri löggjöf verið haldið.
En þegar boðið er: pú skalt ekki
geta drukkið áfengi, eða geta gert
þetta eða hitt, þá er prœlsmarkið
hverjum manni sýnilegt og þannig
hljóða áfengislög vor í raun og veru,
og þess vegna eiga þau engan sinn
lika. En þrælalög eru hver þau lög,
sem hafa í sér fólgið eitthvert það
ákvæði, sem gerir mönnum ómöguhgt
að brjóta þau, lög sem ræna mann-
inn jrjálsrœðinu til að velja og hafna,
valfrelsinu, þeirri guðs gjöf sem
hverju barni var gefin í vöggugjöf.
Og þessa löggjöf styðja prestarnir,
margir hverir ?
Þótt undarlegt sé, er alveg eins og
komið sé við hjartað í bannmönnum,
þegar vér höfum bent þeim á að
gjörlegt mundi að lækna fleiri bresti
vora með þvingunarlögum, úr því að
ráðið er fundið.
Ef hægt er að afnema áfengisfýsn
og áfengisnautn til fulls með þving-
un, þá á það að sjálfsögðu að vera
jafnlétt að afnema tóbaksfýsn og
tóbaksbrúkun, kaffifýsn og kaffidrykkju
og ótal fleiri fjíenir og girndir.
Og því þá ekki að gera það? Það
er engín ástæða til að blifa tóbaki
og kaffi af því að það gerir ekki
eins mikið tjón og áfengi, eins og hr.
J. Þ. ætlar, og því skyldu tóbaks og
kaffibannlög fremur brotin en áfengis-
bannlög. Eflaust er jafnauðvelt að
koma upp aðflutningsbrotum á tóbaki
sem á áfengi og víst mundi tóbaks-
lyktin ekki segja síður til sín en
áfengisþefurinn. Auk þessa mundi
tóbaks og kaffibannmenn standa bet-
ur að vígi að því er snertir innlendan
tilbúning en áfengisbannmennirnir.
Áfengi getur hvermaður búið til, en kaffi
og tóbak yrði víst torvelt að láta
vaxa hér á landil
Er ekki tóbak kanske altaf eitur og
á það ekki heima i eiturskáp lyfsal-
ans? Er ekki nautn þess undir öll-
um kringumstæðum skaðvænleg, og
gefum vér ekki of fjár fyrir þetta
eitur árlega?
Og má ekki segja sama um kaffið?
Væri ekki peningunum betur varið ti
annars þarfara?
Slíkum spurningum virðist auðsvar-
að af bannmönnum og það alt á
einn veg.
»Excelsior«-bannstefnan, »að láta
ekki lausan liggja fyrir þjóðfélags-
mönnum hvaða varning sem vera
vill« ætti að vera sjálfsögð stefna
allra bannmanna, enda er hún ein af
l’ám rökréttum hugleiðingum þeirra.
En hvert leiðir hún?
Vænti svars.
Bráðapestarbóluefni
verður nú selt hér á landi í haust
eins og auglýst er hér í blaðinu og
costar 3 kr. i 100 fjár.
Er nauðsynlegt að menn panti sem
lýrst, svo hægt sé, ef þarf, að fá meira
tilbúið og sent hingað, áður en í ótima
er komið.
Ttláíarar.
Þeir sem vilja gera tilþoð í að mála
húseignina í Þingholtsstræti 5 geri svo
vel að snúa sér til
JTlagnúsar Erlendssonar
gullsmiðs.
Nýlegt reiðhjól til sölu. Afgr.
ávísar.
í fjarveru minni
frá 4.—ié. þ. mán. gegnir herra
læknaskólakennari Guðm. Magnússon
læknisstörfum mínum.
Reykjavik 2. júlí 1910.
Matth. Einarsson.
Reikningur
sparisjóðsins í Keflavik 1909. •
T e k j u r : kr. a.
1. í sjóði 1. jan. 1909 . . . 1056 63
2. Borgað af sjálfskuldarábyrgð-
arlánnm......................... 1785 00
3. Sparisjóðsinnlög................ 9696 70
Vextir fyrir 1909 .... 373 53
4. Diskonto......................... 223 11
5. Vixlar innleystir .... 8778 00
6. Vextir af lánnm.................. 419 60
7. Ýmsar tekjnr..................... 25 25
Kr. 22357 72
G j ö 1 d : kr. a.
1. Lánað gegn sjálfsknldar-
ábyrgð.......................... 3140 00
2. Vixlar keyptir................ 10663 00
3. Útborgað af sparisjóðsinnlög-
um.............................. 6362 14
4. Ýmisleg gjöld................... 168 35
5. Vextir af innBtæðnfé með
sparisjóðskjörnm .... 373 58
6. í sjóði 31. des. 1909 . ■ ■ 1660 70
Kr. 22357 72
A k t i v a : kr. a.
1. Skuldabréf fyrir lánnm:
a. Sjálfsknldar- kr. a.
ábyrgðarlán . 5275 00
b. gegn ábyrgð
sýslnfélags. , 2000 00 7275 00
2. Vixlar óinnleystir .... 3830 00
3. I sjóði 31. des....... 1660 70
Kr. 12765 70
P a s s i v a : kr. a.
1. Innieign 163 samlagsmanna 12310 53
2. Varasjóðnr............. 455 17
Kr. 12765 70
Keflavík 31. des. 1909.
Kristinn Danielsson, Þorgr. Þórðarson
p. t, formaður. p. t. gjaldkeri.
Arnbjörn Ólafsson.
Reikning þenna böfnm við nndirritaðir
rannsakað og ekkert fnndið við hann að
athnga.
Keflavik 28. febrnar 1910.
Sig. Þ. Jónsson. Ólafur V. Ófeigsson,