Ísafold


Ísafold - 01.10.1910, Qupperneq 1

Ísafold - 01.10.1910, Qupperneq 1
Kemui út tvisvar i viku. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., erlendih B ki eða 1 ll% dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlondis fyrir fram). XXXVII. árg. ISAFOLD Reykjavík laugardaginn 1. október 1910. Unneögn (akrifleg) fcundin vifc árazn<)t, er ógiid nema komln aé til útgefanda fyrir 1. okt. aanpandi ekuldlaur vib blabib AfgreibalH- Austurstrreti 8. 63. tólublað I. O. O. P. 939299 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—S- Bezta blekið fæst í bókaverzlun Isafoldar Austurstræti 8. 7t guðs vegum hin heimsfræga skáldsaga Björnstjerne Björnson’s er komin út t íslenzkri þýðingu eftir Bjarna Jónsson frá Vogi. Fæst hjá öllum bóksölum. Verð: Heft: kr. 3.00, í skrautbandi: kr. 4.50. tW Bszta fermingar- og afmætisgjöf í 71 y saumasíofa Nýja saumastofu byrjar undirritaður i. okt. i húsi konsúls Kr. Ó. Þor- 50-60 alfataefni (afpössuðu) nýkomin í verzlun H. Andersen & Sön. grímssonar, Kirkjustræti io. Eg mun gera mér far um að hafa margbreytt og vönduð fataefni og annað, sem að iðn minni lýtur. Virðingarfylst Ludvig Tlndersen. Forngripasafn opib hvern virkan dag 12—2 íslandsfcanki opinn 10—2A/* og 5l/>—7- K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siM. Alm. fundir fsd. og sd. 81/» siMegis Landakotskirkja. Quðsþj. 9l/g og 0 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2‘/t, e1/*-^1/*. Rankastj. vih 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Utlán 1—8 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsfóhirðir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnift á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. í læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 8. md. 11—1 Peningamálanefndin. Álit hennar og skýrsla. Peningamálanefndin sem ráðherra skipaði í byrjun f. m., lauk störfum sínum í gærkveldi. Hérmeð fylgir skýrsla hennar og álit, til yfirvegunar. Nefnd sú, sem skipuð var með bréfi stjórnarráðsins, dags. 2. september þ. á., til þess »að rannsaka og íhuga peningamálefni landsins og undirbúa fyrir næsta þing meðferð þeirra þar, svo og til að láta i té skýrslur og leið- beiningar þeim mönnum, er kynnu að vilja beina framleiðslufjármagni inn í landið, og eins taka við málaleitunum þeirra manna í þá átt og íhuga þær,« hefir nú lokið störfum sínum og leyfir sér hérmeð að gefa hinu háa stjórn- arráði svofelda skýrslu um þau, jafn- framt þvi sem nefndin sendir stjórn- arráðinu gjörðabók nefndarinnar ásamt öllum bréfum og skjölum/sem nefnd eru þar og i skýrslu þessari. Eins og sjá má af gerðabókinni hefir nefndin haldið alls þrettán fundi. Fyrsta fund hélt nefndin með sér hinn 5. september þ. á. samkvæmt fundarboði formanns. Var Sveinn Björnsson kosinn skrifari nefndar- innar. Nefndin- taldi það fyrsta hlutverk sitt að leita sambands við þá menn, sem ætla mætti, að voti væri um að hefðu fyrirætlanir um, að beina er- lendu fjármagni inn í landið á einhvern hátt. Nefndinni var kunnugt um, að hér í bænum var félag nokkurra manna er nefnir sig Samvinnubanka íslenskra fasteigna, sem hafði haft fyrirætlanir um að beina frakknesku fjármagni inn í landið og hafði sett sig í samband við frakkneska banká í þeim tilgangi. Var því þegar á fyrsta fundi ákveð- ið, að nefndin skrifaði félagi þessu, og með bréfi til félagsins, dags. 8. þ. m., óskaði nefndin að fá svo nákvæm- ar upplýsingar, sem unt væri, um fyrirætlanir þess í greinda átt. 13.þ. m. barst nefndinni síðan bréf frá fé- laginu, dags. 12. þ. m., þar sem fé- lagið skýrir frá því, að fyrir sexmán- uðum hefði fengist tilboð um 10 mil- jón króna lán handa landssjóði frá Frakklandi, en til bráðabirgða 3 mil- jóna króna lán, að nokkru leyti til Landsbankans og að nokkru leyti til stofnunar nýs fasteignabanka, og að samkvæt skýrslu konsúls Frakka hér í bænum, mundi þetta tilboð standa enn þá. Jafnframt var þess getið, að tilboð þetta yrði væntanlega lagt fyrir næsta alþingi. Sama dag, sem nefndin fekk bréf þetta, mættu á fundi með henni, eftir ráðstöfun formanns nefndarinnar, sér- staklega kosnir fulltrúar S. í. F., þeir Einar lagaskólakennari Arnórsson og Ari alþingismaður Jónsson. Óskaði nefndin þess við þá, að þeir gæfu frekari upplýsingar um og skýringar á lánstilboðum þeim, sem ræddi um í framangreindu bréfí. En þeir kváðust eigi hafa heimild til þess að láta neitt frekar uppi en það, sem í bréfinu stæði, og sögðu að það væri af þeim ástæðum, að þeir hefðu ný- lega átt kost á að sjá skýrslu (report), sem Einar fyrv. sýslumaður Benedikts- son hefði gefið félagi, sem stofnað væri í London að undirlagi hans. Kváðu þeir skýrslu þessa bera með sér, að þrir nefndarmanna (Eggert Claessen, Magnús Blöndahl og Sveinn Björnsson) væru svo riðnir við áform um að beina brezku fé inn í landið, að það yrði álítast, að þeir gætu eigi litið óvilhöllum augum á fyrirætlanir S. í. F. um að beina frakknesku fé inn í landið. Út af þessu lýsti Magnús Blöndahl yfir því á fundinum, í viðurvist full- trúa S. í. F., að hann væri eigi á nokkurn hátt riðinn við nein áform um að veita brezku fé inn i landið. Ennfremur lýstu þeir Eggert Claessen og Sveinn Björnsson yfir því, að þeir væru eigi á annan hátt riðnir við slík áform, en að til tals hefði komið, að þeir hefðu á hendi málflutningsmanna- störf fyrir brezkt félag, »British North Western Syndicate Ldt.«, en í stjórn þess félags væri fjármálamaðurinn F. L. Rawson frá London, sem nú væri staddur hér í bænum. Af framangreindum ástæðum urðu tilraunir nefndarinnar til þess að fá frekari upplýsingar um fyrirætlanir S. I. F. árangurslausar. A fyrsta fundi nefndarinnar var einnig ákveðið að biðja F. L. Rawson, fjármálamann frá London, að koma á fund með nefndinni, en nefndinni var kunnugt um, að hann ef til vildi mundi vilja vinna að því, að útvega landsstjórninni eða bönkunum brezkt fé eða jafnvel setja á stofn nýjan banka með brezku fé. Síðan átti nefndin 3 fundi með F. L. Rawson, þ. 7., 14. og 16. þ. m. Á þessum fundum gaf nefndin herra Rawson þær upplýsingar um landið og hagi þess, sem hann óskaði eftir og nefndin gat í té látið; ennfremur sendi nefndin honum siðar ýmsar upplýsingar i þessa átt, er hér með fylgja í eftirriti. fafn- framt var rætt um, hvernig hægt væri á sem hentugastan hátt fyrir landið að færa sér i nyt þá möguleiíía, sem F. L. Rawson hefði til þess að útvega fé handa landinu. Niðurstaðan af viðræðum F. L. Rawsons og nefnd- arinnar varð sú, að hann skrifaði nefndinni bréf, dags. 16. þ. m., sem vér sendum með skýrslu þessari og leyum oss að vísa til. Vér leyfum oss að leiða athygli að því, að eins og bréf F. L. Rawsons ber með sér, ritaði hann það í eigin nafni en eigi fyrir hönd neins félags eða félaga, og þannig kom hann einnig fram gagnvart nefndinni. Með því að nefndinni hafði borist til eyrna, að I. P. Brillouin, konsúll Frakka hér í bænum, mundi standa í sambandi við fjármálamenn á Frakk- landi, sem ef til vill mundu vilja beina frakknesku fé inn í landið, var það ákveðið að biðja herra Brillouin að koma til viðtais við nefndina. Átti nefndin svo ítarlegar viðræður við hann á fundi. Tjáði hann nefnd- inni, »að áform félagsins S. í. F. um að beina frakknesku fé inn í landið, ættu að framkvæmast með milligöngu sinni«. Um viðtal nefndarinnar við herra Brillouin leyfutn vér oss að öðru leyti að skírskota til fundargerð- ar nefndarinnar 10. þ. m. Síðan barst nefndinni svo tilboð frá herra Brillo- uin, dags. 13. Ennfremur barst nefnd- inni bréf frá herra Brillouin, dags. 19. þ. m., þar sem hann beiðist ýmsra upplýsinga. Bréfum þessum svaraði nefndin með bréfi dags. 20. þ. m. Leyfum vér oss að vísa til téðra bréfa. Jafnframt því að framkvæma það, sem nú hefir verið sagt, átti nefndin tal á fundi við E. Schou framkvæmd- arstjóra íslandsbanka (Sighvatur Bjarna- son var ekki heima, en H. Hafstein gat ekki komið á fundinn sökum for- falla), og framkvæmdarstjóra Lands- bankans, þá Björn Kristjánsson og Björn Sigurðsson. Bankastjórnir beggja bankanna töldu afar mikilsvert að aukið væri starfsfé bankanna, en höfðu eigi neinar ákveðnar fyrirætlanir í þá átt, að öðru leyti en þvi, að E. Schou bankastjóri lýsti því yfir, að það væri hugsun bankastjórnar íslandsbanka að bjóða næsta alþingi kaup á 2 milljón- um króna í hlutabréfum íslandsbanka með sömn eða líkum kjörum sem síðasta alþingi voru boðin þessi kaup. Eftir að nefndin svo hafði skrifað bankastjórn íslandsbanka bréf um þetta efni, dags. 16. þ. m., fékk nefndin aftur svar við þvi bréfi frá bankastjórn íslandsbanka, dags. 19. þ. m., sem vér leyfum oss að vísa tii. Að því er snertir að öðru leyti viðræður nefnd- arinnar við forstjóra bankanna, leyfum vér oss að vísa til fundargerðanna 8_ og 9. þ. m. Með því að nefndin sá eigi aðrar leiðir en þær, sem vikið er að í framanrituðu og tilvitnuðum fylgi- skjölum, til að bæta úr peningaþörf- um landsins, taldi hún rétt að ljúka starfi sínu og gefa stjórninni skýrslu sína nú þegar, svo að nægur tími væri til þess fyrir stjórninu að íhuga málin og undirbúa þau fyrir næsta alþingi, i því formi, sem hún álitur tiltækilegast og heppilegast. En ekk- ert af málum þeim, sem nefndin hef- ir fjallað um, getur, að áliti hennar, orðið útkljáð fyr en á alþingi, nema sala bankavaxtabréfa, sú, er ræðir um í bréfi F. L. Rawsons til nefndar- innar. Nefndin vill að lokum láta í ljósi, að samkvæmt rannsókn sinni og íhug- un á peningamálefnum landsins álítur hún það heppilegt að ráðstafanir verði sérstaklega gerðar til eftirfarandi breyt- inga á peningamálum og bankafyrir- komulagi landsins: 1. Að einn banki aðeins hafi seðla- útgáfurétt. 2. Að allir útgefnir seðlar séu trygð- ir á líkan hátt og nú er um seðla íslandsbanka. 3. Að einn banki að eins hafi veð- deild. 4. Að breytingar verði gerðar á lánskjörum þeim úr veðdeild, sem nú eru, í þá átt a) að lán gegn veði / jörðum verði veitt þannig, að helming- ur lánanna standi afborgunar- laus um aldur og æfi en hinn helmingurinn veitist til alt að 75 árum. Ennfremur að lána mætti út á jarðir alt að 2/3 virðingarverðs jarðanna sjáifra, og auk þess alt að Ú2 virðing- arverðs húsa á jörðinni. b) að lán gegn veði í húsum, sérstaklega steinhúsum, í kaup- stöðum og kauptúnum, verði veitt til lengri tíma en nú er, t. d. alt að 60 árum. d) að veðdeildin hafi lögákveðið stöðugt eftirlit með viðhaldi fasteigna þeirra, sem í veð- deild eru.* Reykjavik 30. september 1910. Virðingarfylst Kl. Jónsson. Jón Magnússon. Magnús Blöndahl. Eggert Claessen. Sveinn Björnsson. Til stjórnarráðs íslands. * Bréf þan og önnur skjöl sem vitnað er til i nefndarálitinu er ekki leyfilegt að birta að svo stöddn. Þan eru aðeins fyrir stjórnina, og verða svo sjálfsagt lögð fyrir næsta alþingi, sem teknr þetta vandamál til rækilegrar ihngnnar. Hannes Hafstein noröanlands. Andróöurs-hugvekja og andsvör. Nokkurir kjósendur H. H. (27) héldu honum samsæti á Akureyri áð- ur en hann fór þaðan í haust. Hann hélt þá ræðu um stjórnmál, sem Heimastjórnarsystkinin hér syðra sið- ar hafa flutt lesendum sínum. Með þvi að telja verður H. H. enn sem komið er aðalleiðtoga andstæðinga- flokks stjórnarinnar *). — Þykir oss rétt að lofa lesendum vorum að heyra það sem hann heíir til brunns að bera í andróðurshugvekju sinni — og bætum við hinum rökstuddu at- hugasemdum Norðurlands við ræðu þá. — í orðum aðalandófsforingjans má gera ráð fyrir, að felist það, sem aðallega er fundið stjórninni til for- áttu. Vér ætlum svo lesendum vorum að leggja dóm á haldgæði aðfinnslanna, er þeir hafa lesið gögnin á báða bóga. Ræða H. H. var á þessa leið (inng. og niðurlagi aðeins slept): Það kynni mörgum að finnast, að eg, sem nú hefi dvalið hátt á ö. mánuð hér nyrðra og á að heita þingmaður ykkar, hefði átt að verða fyrri til, til þess að biðja ykkur að koma saman til þess að tala nm landsins gagn og nauðsynjar og þingmál komandi þings. — Eg hefi lika oft verið að velta því fyrir mér, hvort eg ætti ekki að boða til fundar einhvern sunnndaginn i sumar. En margt hefir valdið þvi, að eg l) enda þótt hann sé bankastjóri ópóli- tisku bankastofnunarinnar, íslandsbanki. hefi komist að þeirri iiðurstöðu, að ekki væri í þetta sinn vert að ómaka kjósendnr frá sumarstörfunnm til slikra hluta. Svo eg aðeins nefni eina ástæðu: Mér hefir þótt það litt bærileg tilhugsun, að koma á fund með kjósendum mínum og geta akkert nm það sagt né við það ráðið, hvort alþingi einu sinni fær að koma saman á lögskip- uðum tíma, til þess að ráða ráðum sínum og gæta hagsmuna lýðs og lands, né auk heldur þá vitað um hitt, hvort næsta al- þing, ef einhverntíma kann að þykja ómaks- ins vert og stjórninni óhœtt að kalla það saman, verður þannig skipað, að til nokk- urs hrærandi hlutar sé fyrir oss hér, sem ekki erum fylgjandi sömu stefnu og núver- andi landsstjórn, að gera oss nokkra von um framgang nokkurs eins einasta smd- atriðis af því, er vér álitum þjóð vorri fyrir beztu, hvað þá meíra. — Þvi svo er nú komið á alþingi íslendinga, eins og rann har vitni um á siðasta þingi, að jafnvel ekki meinlausir vegaspottar, hráðnauðsyn- legir og ákveðnir eftir réttnm tiltöluhlut- föllum af verkfræðiugi landsins, géta feng- ið framgang, ef vegarspottinn liggur í kjör- dæmi, sem ekki hefir „kosið réttíl að dómi meirihlutans. Og verði svo, sem eftir öll- um eyktarmerkjum verður að álita, að ráð- herrann varni konungi þess, að kalla al- þingi saman, þangað til hann hefir getað fylt efri deildina með fnllkomlega eindregn- um fylgismönnum sínum, þá getur sá fiokk- ur varnað framgöngu hvers einasta máls, stórs og lítils, sem mislíkar þessum eina manni eða þeim, sem hans vilja stjórna, felt hverja viðleitni til þess að koma fram nauðsynlegum og langþreyðum hótum á stjórnarfarinu og jafnvel eyðilagt og komið i veg fyrir það, að alþingi i heild sinni láti uppi álit sitt eða aðhafist nokkuð út af bankayfirganginum eða öðrum miðnr heppilegum ráðstöfunum núverandi stjórnar. — Undir slíkum kringumstæðum virðist æði þýðingarlitið fyrir þá, sem standa fyrir utan þenna hring, að ræða og gera álykt- anir um eínstökj atriði, svo sem nm skatta- mál landsins og slikt, sem annars ekki væri vanþörf á að minnast á. En nú vitum við ekki einu sinni, hvort þingið fær að taka þau mál til alvarlegrar meðferðar. Það er sagt, að efst sé á baugi að fresta þessu fyrst um sinn, ef tii vill fram undir næstu kosningar, og þá auðvitað lika framkvæmd aðflutningsbannlaganna, sem ráðherra og flokkur hans þó hefir þegið svo mikla dýrð og vegsemd fyrir. — Fátt er svo með öllu ílt 0. s. frv. í öllu falli fær enginn að vita neitt endanlegt um þetta fyr en á þing er komið. Undir þessum kringumstæðum, segi eg, virðist ekki vera annað fyrir hendi fyrir þá, sem ekki eru i »borg«, en það, að halda fast saman um meginatriðin, að- alstefnuna. En um hana erum við, vona eg, sammála allflestir, og þurfum ekki nein fundarhöld til þess að ryfja það upp fyrir okkur. — — — — — — — — — — — Starfið, sem eg hefi haft á hendt hér nyrðra i samar, hefir ekki ætíð verið mér þægilegt, þar sem fjárhagsstaða landsins og fjármálahorfnr hafa neytt bankann, sem eg hefi starfað við, til þess að synja mörg- um lánbeiðslum, sem undir öðrum kringum- stæðum hefðu verið veittar viðstöðulaust, og færa saman seglin eftir þvi sem unt hef- ir verið. Að hve miklu leyti þetta, og yfir höfuð peningavandræðin i landinu, stafar af stjórnarástandinu i landinu og aðförum ráðherrans og síðasta alþingis, það skal eg ekki fara út i hér. Hitt er víst, að eng- inn getur með tölum talið það tjón, sem landið varð fyrir, við mótspyrnu og synjun sambandslagafrumvarpsins og upptöku þeirr- ar stjórnmálastefnu, ef stefnu skyldi kalla, sem nú dynur yfir þetta land og horfir við útlöndum héðan. Enginn getur metið til verðs það stórkostlega tjón, sem vér höfum beðið í álitsmissi, lántraustsspjöllum og sam- hygðarglötun hjá öðrnm þjóðum, og er þó þvi miður, ekki séð fyrir endann á þvi enn. Hverju land vort hefir glatað og fyr- irgert inn á við, fyrir ýmsar aðgerðis sið- asta þings og núverandi stjórnar, verður timinn að sýna.-----------------— — — Þó svo sé að visu, að hver sé að nokkru leyti sinnar lukku smiður, hver þjóð hafi þá stjórn, sem hún hefir til unnið, og megi sjálfri sér um kenna þau glapræði, sem

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.