Ísafold - 08.10.1910, Síða 1

Ísafold - 08.10.1910, Síða 1
Komvu út tviavaí í viku. Vorfl 4rg. (80 arkir minst) á. kr., erÍBnd>.» 6 ki eöa l1/* dollar; borgist fyric miftjtra j'ili (erlendis fyrir frem) 1SAF0LD Hrpsðen (skrifleg) bnndin viö iramót, er ÓKUd nema komln sé til útgefanda fyrir 1. okt. rj aaapandi sknldlans við blaðið Afjtreibsla; Anstnretrrati H, XXXVII. árg. Reykjavík laugardaginn 8. október 1910. 64. tölublað Landkönnunarferð umóbygðirvorar. I. O. O. P. 939299 Forngripasafn opi?) hvern virkan dag 12—2 íalandsbanki opinn 10—2 */• og 5l/a—7. K. F. U. M. Lestrar- og skril’stofa frá 8 árd. til 10 síðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* siMegis Landakotakirkja. öuösþj. 9V* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10x/s—12 og 4—5 Landsbankinn li-21/*, 5^/a-B1/*. Bankastj. vií) Landsbókasaín 12—8 og 5—8. Útlán 1 3 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin trá 12 2 Landsfébirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnió á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opió 1 */*—21/* ú sunnudögum Tannlækning ók. Póstb.str. 14, 1. og 3. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—5. Ólafur Þorsteinsson Háls- nef- og eyi-nalæknir, er fluttur í Pósthússtræti 14 A (hús Arna Nikulássonar rakara) Heima kl. 11 — 1 alla virka daga. Ókeypis lækning 2. og 4. fimtu- dag hvers mánaðar kl. 2—3. Ófagur leikur. Menn minnast þess sjálfsagt, að fáir menn ’nér á landi, er fást við stjórn- mál, hafa talað meira um »fair play« (fagran leik) og drengskap í pólitísku baráttunni, en sjálfur foringi Heima- stjórnarmanua hr. Hannes Hafstein. Ætla mætti nú, að undirforingjarnir í liðinu því, (Heimastj.) ritstjórarnir, létu ekki þessar prédikanir aðalleið- toga síns eins og vind um evrun þjóta; tæ.kju orð hans og áminningar til greina. Með því gerðu þeir honum sóma, og ynnu sjálfum sér og þjóð- inni mikið gagn. En reynslan sýnir, því miður, svo áþreifanlega, að þess- ar kenningar H. H. fá enga áheyrn hjá blaðstjórunum í flokki hans. Naum- ast er mögulegt að finna eitt einasta blað af blöðum þeirra, er ekki hafi meðferðis »unfair play*; ófagran leik og ósæmilega bardaga-aðferð. Ný- jasta dæmi þessa eru ósannindi þeirra, dylgjur og getsakir í sambandi við utanför ráðherrans. Um þingmannafundina, er haldnir voru rétt áður en ráðherra fór, bera blöð þeirra út allskonar slúðursögur, sem við ekkert hafa að styðjast, og sem auðsjáanlega eru búnar til í þeirra eigin herbúðum og hvergi annarstað- ar. Þau bera það út, að þingmenn, og tilnefna sérstaklega hr. Skúla Thor- oddsen, hafi verið »mjög hvassir« og »all-þungorðir« á þeim fundum. Þetta eru tilhœjulaus ósannindi segja þing- menn er þar voru. Samkomulag á þeim hafði verið eins gott og frekast er hægt á að kjósa. Þá eru þau einnig með heilmikinn uppspuna um undirbúning stjórnar- frumvarpanna. Svo nákvæmlega þyk- jast þau vita um alt er að honum lýtur, að ætla mætti, að annaðhvort væru ritstjórarnir yfirmenn á stjórnar- skrifstofunum, eða þá að sumir yfir- mennirnir þar væru Jréttasnatar rit- stjóranna. *) Þó að ráðherra hefði lagt fyrir und- irmenn sína, — »menn sem hafa lang- an embættisferil að baki sér og mikla reynslu og þekkingu«, að sögusögn minnihlutablaðanna — (þar á meðal landritarann, setn á að vera hans önn- ur hönd), að undirbúa eitthvað aflaga- frumvörpum, þá er það ekki það ódæði, *) Hr. Indriði Einarsson kveðst ekki hafa látið uppi við nokkurn mann, hvað hafi farið milli sin og ráðherra, að þvi er undirbúning þingmála snertir. er taki að æpa hátt um. Að semja lagafrumvörpin að fyrirlagi ráðherrans, verður einmitt að skoðast sem eitt af þeirra skylduverkum. Hann á að ákveða stefnu þeirra, en þeir að koma henni í umgerð, hver fyrir sína stjórn- ardeild. Þetta sýnist vera eðli- legast. Að ætlast til að ráðherrann, hver sem hann er, semji sjáljur öll stjórnarfrv., er í fylsta máta ósann- gjarnt, og hver sem ætlast til þess, sýnir undirmönnum hans íylsta van- traust. Skoplegt er að sjá kveinstafi minni- hlutablaðanna yfir því, að ráðh. semji eitthvað af stjórnarfrv. ytra. Það er eins og »Hafnarstjórnin« sjálf sé nú búin að fá viðbjóð á öllu dönsku, og því sem gert er í Danmörku. Þeim varð ekki svona klígjugjarnt við því sem gert var í Danmörku, um það leyti sem innlimunarfrv. alkunna var hleypt af stokkunum. Hvar skyldi pað hafa verið samið? í Danm'órku. Og þó var það djásn svo mikilvægt, heilagt og heillavænlegt fyrir land og lýð, að þeirra sögusögn, að ekki mátti breyta í pvi einum einasta staj. Það var sama sem þjóðar tortíming. Það er ekki lengi að breytast veður í löfti. »Þjóðólfur« segir að ráðh. hafi »beðið flokksstjórn meirihlutans að semja fyrir sig frumvörp, er leggjast ættu fyrir næsta alþing«, og spinnur svo heilan vef utan um þetta. En alt eru þetta helber ósannindi. Eitt sýnishorn af drengskaparbardaga-aðferð minnihlutablaðanna. »Þjóðólfur« klykkir út með þessari ósæmilegu getsök til ráðiierrans. »Hann (c: ráðherra) vill skapa sér ráðherrapeð, og á þeim ætlar hann að lija. Um pjóðkjörna liðið varðar hann ekkert, aðeins ej hann Jær meiri hluta í sameinuðu pingi með nýju ráðherra- peðunum sinum*.1) Þetta er svo stráks- leg getsök, að naumast tekur tali. Vit- anlega dettur engum ráðherra í hug, — jafnvel ekki H. H., sem þó er eini maðurinn, sem brotið hefir þjóð- ræðið með þaulsetu í valdasessinum og hefir sýnt sig líklegan til að brjóta þingræðið lika, — að halda sér við völd með tilstyrkkonungkjörinna þing- manna, sé meiri hluti þjóðkjörinna þingmanna á móti. Hvað skyldi sá dagur heita, þegar minnihlutablöðin leggja niður ósann- indaþvættinginn og getsakirnar, og sjá það sitt vænsta, til að afla sér þjóð- fylgis, að viðhafa »fair play« ? /. J. Fegurðarkappglíman er ungmennafélagið stóð fyrir og fram fór á miðvikudagskveldið, var prýðisvel sótt, sem vænta mátti. Því miður gátu ekki allir þeir, er fyrir- hugað höfðu að taka þátt í glímunni, verið viðstaddir. Stokkseyringarnir símuðu forföll, og einn kappinn héð- an, hr. Halldór Hansen, var forfallaður sökum lasleika. Þeir voru því ekki nema 6, er orustuna háðu, og var sókn og vörn hin frækilegasta, svo unun var á að horfa. Þrátt fyrir það þó allir kapparnir sýndu lipurð og fimleik, leyndi það sér þó ekki, að þeir Hallgrímur Bene- diktsson og Guðmundur Sigurjónsson voru mestu og beztu glímumennirnir, enda voru þeim dæmd fyrstu og önn- ur verðlaun. Hallgr. fyrstu og Guðm. önnur. Þriðju verðlaun hlaut Guðm. Kr. Guðmundsson. Hinir þrir, sem tóku þátt í glímunni, voru: Bjarni Magnússon, Magnús Tómasson og Árni Ólafsson. Þökk sé Ungmennafélaginu fyrir að hafa stofnað til þessarar ágætu skemt- unar, ög heill og heiður glímuköpp- unum i ') Leturbreyt. gerðar af mér. A. J. J_ Stórtíðindi. Stjórnarbylting í Portúgal Konungur fangaður eða flúinn. Herinn með byltingamönnum. Á miðvikudaginn barst ísafold sím- skeyti, er segir að stjórnarbylting sé orðin í Portúgal. Konungur sé flú- inn eða fangaður, og herinn allur á bandi byltingamanna. Portúgalsmenn hafa um nókkura ára skeið sýnt sig líklega til að gera stjórnarbyltingu, og komust lengst í þá átt, er þeir myrtu konunginn og krónprinzinn fyrir tveim árum, er þeir óku í vagni um strætin í höfuð- borginni. Þá slapp Manúel, sem nú er konungur, undan morðkutunum við illan leik. Líklega verður hann ekki ófús að afsala sér konungdómi, því konungur hafði hann aldrei viljað verða. Rétt áður en faðir hans og bróðir voru myrtir, er mælt að hann hafi látið í ljósi gleði sína yfir því, að vera ekki borinn til konungs. Sjálfsagt verður Portúgal gert að lýðveldi. Eftir að þetta er skrifað barst ísa- fold annað skeyti ■’.vohljóðandi: Port- úgal auglýst lýðveldi. Forseti Denaget. Landar erlendis. Á sönglistarskólanum í Khöfn (Det kgl. Musikkonservatorium) eru nú 4 ís- lendingar: Herdís Mattíasdóttir (skálds Jochumssonar), Haraldur Sigurðsson (frá KallaSarnesi) og tveir synir Guðmundar trósmíðameistara Jakobssonar, Eggert og Þórarinn. Tveir hinir síðasttöldu stóð- ust þar inntökupróf á dögunum. Her- dís, Haraldur og Eggert hafa píanóleik að aðalnámsgrein en Þórarinn fiðluleik. Halldór Hermannsson bókavörður, sem dvalið hefir í Khöfn í sumar, er ný- farinn þaðan aftur heimleiðis til Amerfku. Sveinbjörn Sveinbjörnsson söngskáld er nýkominn til Hafnar — alfluttur frá Edinborg, að því er mælt er. Prófessorsembættíð í norrænu við Khafnarháskóla, það er Wimmer hafði, en hefir nú sagt af sér, kvað eiga að veita D a h 1 e r u p docent eftir því sem blöðin segja. Mun margan furða á þessari ráðstöfun, því að annar maður var að öllu leyti sjálfkjörinn til þess að taka við embætti þessu, sem só landi vor Finnur Jónsson, sem þar er aukaprófessor í sömu grein. Eftir hann liggja, svo sem kunnugt er, ógrynnin öll af vísindaritum, en hinn maðurinn hefir fátt ritað og er yfirleitt óþektur maður. Blað eitt hór mintist á þetta eigi alls fyrir löngu og taldi kosti og ókosti beggja þessara manna. — Meðal aunars taldi það Finni til foráttu, að hann mundi eigi vera svo góður í dönsku sem skyldi. Hér blandast fáum hugur um, að það er þjóðernið, sem látið er ráða þessarri embættisskipun. Finnur Jónsson er ís- lendingur og þessvegna fær hann ekki embættið og hafa þó aðrir frekar unnið til þess en hann að vera háfður útund- an hjá Dönum fyrir þjóðernis sakir. I»rír rangæskir bændasynir fóru utan :i Botniu, til að nema búnaðarvisindi :i búgörðum á Jótlandi og Sjálandi. Þeir voru: Árni Tómasson (Böðvarssonar frá Reyðarvatni, Skúli Thorarensen frá Kirkjubæ, og E. Steinsson frá Oddhól. ísajold hitti fyrir skömmu að máli ir. Herm. Stoll, Svisslending þann er m. a. brá sér upp á Höfsjökul um daginn, svo sem áður er getið hér í blaðinu. Vér höfum þetta sinni nán- ari spurnir af hinu nýstárlega ferðalagi íans. Hr. Stoll fór hina venjulegu boð- eið, austur til Þingvalla og Geysis og >aðan til Heklu og loks upp í Þjórs- árdal. Og þar hefst æfintýraferðalag íans. Tíu dagar liðu frá því hann ::ór frá síðasta bænum í Þjórsárdal og xingað til hann kom aftur til bygða norður í landi. Þessa tíu daga var íann aleinn með tvo hesta. Hann var tjaldlaus, svaf jafnan undir beru ofti — fleygði sér niður á nóttinni undir steina, þar sem skjól var gott, íafði hnakkinn að svæfli, reiðing að ábreiðu og skorðaði sig milli tveggja coffbrta 1 Frá Þjórsá stefndi hann beint á kerl- ingarfjöll. Fór upp á hæsta tind þeirra. Telur hann þau allmiklu hærri en Thor- oddsen gerir ráð fyrir eða rúmar 1500 stikur (Thor. 1200). í Kerlingarfjöll- um töldust honum vera 40 hverir og sumir þeirra einar 2 stikur frá tind- inum. Frá kerlingarfjöllum hélt hann svo fyrst að Hvítárvatni og svo áfram norð- ur — þ. e. a. s. ekki hina venjulegu leið, heldur norður með hlíðum Hofs- jökuls. Á þeirri leið urðu fyrir hon- um æði vatnsmiklar og straiimharðar ár, er komafrá jöklinum. Vatnsmegn- ið í ánum þarna alveg upp við jök- ulinn og straumhörkuna, taldi hr. Stolt vott þess, að árnar komu langt innan undan jöklinum — og sannfærðist hann seinna um það. Hann hófsem sé göngu sína upp á Hofsjökul norð- anverðan og gekk 20 rastir upp á jök- ulinn og þóttist hann langt inni á jöklinum heyra niðinn i ánum undir honum. Jökulinn taldi hann 1850 stikur á hæð. Hr. Stoll rannsakaði all-nákvæmlega landið fyrir norðan Hofsjökul. Segir hann landabréf Þorv. Thoroddsens vera all-ónákvæmt á því svæði. Þar sjáist ekki annað fjall en Árbjarnafell, en beggja megin þesssénfjöll i2oostiku há. Vötn eru þar og ár fjöldamargar (20—30. Hér vinst ekki rúm ella til að greina frá ferðalagi herra Stolls til hlítar. Hann fór norður að Mývatni og vestur eftir öllu Norðurlandi 6g síðan suður sveitir. Alls var hann 45 daga á ferðinni. Lét hann hið bezta af henni og ráð- gerði að rita um ísland í ársrit Alpa- félagsins í Sviss. í þvi félagi eru 12000 manns og ársritið kemur út i 15000 eintökum. Ennfremur ætlar hann að gefajarð- fræðingafélaginu í París skýrslu um ferðalag sitt hér. .......jT. .... Ingólfshúsið. Hvenær á hlutaveltan aö fara fram? Ekki er nema sjálfsagt að blöðin, við og við, hreyfi þessari spurningu: Hvenær á að draga um Ingólfshúsið ? Það mun mörgum (og þar á meða mér), sem keypt hafa Ingólfshússeðl- ana, þykja þessi dauðaþögn og enda- lausi dráttur á því að draga um húsið næsta einkennilegur og óviðfeldinn. Sumir eru sjálfsagt farnir að gera sér í hugarlund, að aldrei eigi að draga um húsið. Þessi hús-hlutavelta hafi að eins verið höfð sem agn, til að fá fólk til að láta fé af hend; án þess að hugmyndin hafi nokkurn tima verið sú, að láta af henni verða. Það væri ekki nema eðlilegt, þó fólk hugsaði kt þessu. En sjálfsagt má þó gera ráð fyrir að þetta hafi eigi verið til- gangur gefenda hússins i upphafii, eða . ngólfsnefndarinnar. Nefndin má, sóma síns vegna, til að fara að gera kaupendum hlutaveltu- seðlanna grein fyrir því, hvenær hluta- veltan á að fara fram; eða ef hún á aldrei að fara fram, þá að skýra þeim irá þvi, og færa ástæður fyrir. Það er engin von að fólk þoli þetta aðgerða- eysi nefdarinnar, ofan á afskifti hennar af Ingólfslíkneskinu, og svo spillir letta fyrir öllum hlutaveltum, er önn- ur félög vildu halda, í hvað góðum tilgangi sem til þeirra væri stofnað. Og það er afarílt. Mig hefir oft furðað á, er eg hefi esið íslenzk blöð, hve sjaldan eg hefi séð Ingólfsseðlana auglýsta í blöðun- um. Og ennfremur hefir mig furðað á, að nefndin skyldi ekki láta seðlana vera til sölu meðal íslendinga í Ame- ríku. Eg er viss um, að þar hefði verið hægðarleikur að selja þá í hundr- um, ef ekki þúsundum. Eg veit, að ijöldamargir Vestur-Islendingar hefðu íaft ánægju af að kaupa seðil fyrir 55 cent, til þess að hafa það á með- vitundinni, að eiga lítinn skerf í stand- mynd Ingólfs landnámsmanns, eftir islenzkan listamann. Sem eigandi nokkurra seðla leyfi eg mér að beina spurningunni hér að i raman: »Hvenær á að draga um Ingólfshúsið*, til Ingólfsnefndarinnar, og vona að hún láti ekki undir höfnð eggjast að svara mér og öðrum seðla- eigendum við fyrsta tækifæri. A. J. J. -----9SG------ Klaveness og Björnson — og Jónas Gnðlangsson. Eins og menn ef til vill rekur minni til bar Jónas Guðlaugsson það upp á Klaveness prest í grein einni hér i blaðinu, »Björnson og prestarnir*, að hann (0: Klaveness) hefði talið það »svívirðilegt hneyksli, að Björnson skyldi vera borinn inn í kristna kirkju«, — Björnson »þessi heiðingi sem var jafnfjarlægur guði og kirkjunni«, — og ekki efast um, að Björnson »færi beina leið til helvítis*. Þessum að- dróttunum reyndi eg að hnekkja með tilvitnunum í þá nýútkomna ritgjörð um Björnson eftir sama mann, sem mér virtist gjöra það ótrúlegt mjög, að Jónas væri að fata með annað en ósannindi. Seinna í sumar hélt Jónas því fram hér í blaðinu, að hann heíði farið með satt mál. Hann segir þar: »Ummæli mín hefi eg frá ræðu, sem séra Klaveness hélt í Kristjaníu, sém vakti umtal í öllum blöðum, einmitt í tilejni aj peim orðum, sem eg tiljærði« [gleiðletrað af Jónasi]. Þá var að ná í ræðu þessa, því enn trúði eg betur þekkingu minni á þessum manni, en orðum Jónasar. Nú hefi eg fengið ræðuna (hún heit- ir »Björnsons Gravjærdc og er flutt í Frogner kirkju á uppstigningardag), lesið hana aftur og aftur mér til mesta yndis, og — ekki fundið þar eitt ein- asta orð, ekki einn staj, sem gefi hin- um hrottaleguummælumjónasar stuðn- ing. Það sem hann þar eignar Klave- ness presti, er ekkert annað en ósann- ur tilbúningur annaðhvort Jónasar sjálfs eða einhvers, sem hefir logið þessu að honum I Ræða Klaveness er átakanlega sár umkvörtun yfir því, hversu hér um bil í öllu, sem hafi verið talað og sung- ið við jarðarför Björnsons (að líkræðu prestsins undanskilinni) hafi verið sneitt hjá öllu, sem mint gæti á, að til væri lifandi guð og eilíft líf. Hann rífur og tætir i sundur þau »orð innantóm*, sem ræðumenn (sérstaklega Nansen prófessor) hafi látið sér sæma að bjóða við slíkt tækifæri. Það sem mönnum eigi að vera til huggunar í sorginni yfir

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.