Ísafold - 12.11.1910, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.11.1910, Blaðsíða 1
Kemm út tvisvar l viku. Verö Arg. (80 arki minst) 4 kr. erlendin 5 ki efta 1 »/* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD UuPHðgn (skrifleg) bnndin viö úramót. er ógiiú nema komin sé til útgefanda fyrir 1. o»t. e.g iiE.’tpandi sknldlaas vib blabib Afareibeia: AoMtar«tr«p.ti 8. XXXVII. árg. Reykjavík laugardaginn 12. nóvember 1910. I. O. O. P. 9311189 Forngripasafn opið hvern virkan dag 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 »/• og B l/i—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 Ard. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 »/• sibdegi Landakotskirkja. öubsþj. 9 »/• og 8 A helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 V*—^ Landsbankinn 11-2»/*, 5»/*-6»/t. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. ÚtlAn 1 8 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin trá 12 2 Landsféhirðir 10—2 og B—6. Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12 1 Lækning ók. i læknask. þriðjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið 1»/*—‘^1/* ú sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 8. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirróttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—5. Faxaflóagufubáturinn Ingólfur fer til Borgarness 14. og 25. nóv. - ~ Garðs 20. nóv. Skattamál. Á næsta alþingi verða að sjálfsögðu gerðar allmiklar breytingar á núgild- andi skatta- og tolla-ákvæðum. Skattamál eru viðast hvar einhver viðkvæmustu mál þjóðanna. Breyt- ingar í skatta- og tolla-löggjöf tíðum mesta umræðu- og rifrildisefni milli stjórnmálaflokkanna. En hjá oss hefir þessu verið ann- an veg farið. Naumast nokkuru máli á dagskrá þjóðarinnar hefir minna verið skeytt — í blöðunum. Virðist því tími til kominn að glöggva sig dálítið á þessu mikilsverða máli. Mun ísafold nú og í næstu blöð- um gera grein fyrir: 1) núgildandi skatta- og tolla-ákvæðum; 2) tillög- um skattamálanefndarinnar; 3) öðr- um breytingartillögum, sem fram hafa komið. Þá er kominn yfirlitsgóður grundvöllur undir gagnrýni og um- ræður um skattamálin. Munu þá gerðar verða nokkurar athugasemdir, þegar sá grundvöllur er fenginn. Yflrlit yfir núgildandi skatta og tolla. Núgildandi skattalög eru 3 3 ára göm- ul og virðist því full ástæða til að þau væru endurskoðuð, einkum þar eð orðið hefir allmikil breyting á hög- um landsbúa á síðustu áratugum. í lögunum er mikil viðleitni til þess, að láta skattana koma réttlátlega niður á öllum skattstofnum í landinu og er enginn vafi á að lögin hafa verið vel samin og hafa þá verið hagkvæm þjóðinni og fullnægt kröfum lands- sjóðs. Aðalákvæði skattalaganna eru þessi: »• Skattur af öllum jörðuin, er metnar eru til dýrleika: 2/s al. á landsvisu af hundraði hverju. 2. Skattur af lausafé: 1 al. á landsvísu af hverju hundr- aði lausafjár, er telja ber fram til tí- undar. • 3. Húsaskattur. Húseignir undir 500 kr. virði eru skattfrjálsar. Aðrar húseignir gjalda iV2°/oo vúðingarverðs. Þessi skattur greiðist af öllum hús- um í kaupstöðum og verzlunarstöðum og einnig öðrum húsum, er eigi eru notuð við ábúð á jörð þeirri er metin er til dýrleika. Þinglýstar veðskuld- ir dragast frá virðingarverðinu og skattur greiðist af því sem eftir er. 4. a. Tekjuskattur af eign. 1 kr, af hverjnm 25 kr.1). b. Tekjuskattur af atvinnu: Fyrstu 1000 kr. skattfrjilsar 1000—2000 kr. 1 °/0 skattur 2000—5000 — 1,5— — 3000-4000 — 2 — — 4000-5000 — 2,6— — 5000—6000 — 3 — — 6000—7000 — 3,5— — yfir 7000 4 — — Sá er hefir t. d. 4000 kr tekjur geldur ekkert af fyrsta þúsundinu, en 1 % af öðru þús., i,5°/0 af þriðja þús. o. s. frv. Tollögin eru frá 8. nóv. 1901 og var gerð 3o°/0 bráðabirgðarhækkun á öllum tollum 1907. Tollurinn er eft- ir lögunum, sem hér segir: L. 1901 Með hækknn 1907 Tóbak 50 a. i pd. 65 a. i pd. Yindlar 200 — 260 — Vindlingar 100 — 130 — Kaffi 10 — 13 — Te 30 — 39 - Súkkulaði 10 — 13 — Brjóstsykur 30 — 39 — Sykur 5 — 6 V, - Hinum ýmsu tollum á áfengi er óþarfi að skýra frá, þar eð þeir eru allir sjálffallnir burtu. Þó haldast auð- vitað tekjur af óáfengu öli, en eigi verður það greint frá öðru öli, er inn hefir verið flutt; tollur á öllu öli er 5 aur. á pt., en með hækkuninni 1907 61/* eyrir. Tekjur landssjóðs af hinum beinu sköttum, samkvæmt lögunum frá 1877, hafa stöðugt farið lækkandi bornar saman við allar tekjur landssjóðs. Landsreikningur 1908 sýnir að tekjur af þessum sköttum voru 95345 kr. eða um x/16 hluti af öllum tekjum, en í byrjun var þessi tekjuliður nál. x/6 hluti. Eftir landsreikningi 1908 voru tek- jur landssjóðs af beinum sköttum og tollum: 1. Skattnr af ábúð og afnotum jarða og af lausafé. a. á ábúð og afnotnm jarða kr. 20578 b. á lansafé — 35197 2. Húsaskattur — 13326 3. Tekjuskattnr — 26344 Beinir skattar samtals kr. 95345 4. Tollur af tóbaki 5. — kaffi 6. — sykri 7. — tegrasi 8. — súkkulaði 9. — brjóstsykri Tollar Bamtals kr. 564024 1908 hafði landssjóður auk þess í tekjur af áfengistolli 197258 kr. kr. 159792 — 127562 — 257442 — 19228 Efling sjávarútvegsins. Að vísu er enginn efi á þvi, að sjávarútvegurinn hér á landi hefir stór- um aukisthin síðari árin. Að þvf hafa stutt breyttar veiðiaðferðir og stórum betra verð á fiski. — En því gremju- legra er til þess að vita, að þeir ís- lendingar, sem þenna atvinnuveg stunda, séu að verða vinnumenn út- lendinga. — En svo er því farið. Fyrir nokkurum árum voru flest þil- skip, sem gengu héðan til fiskiveiða, eign einstakra íslenzkra útgerðarmanna, en nú eru aðeins örfá eftir á öllu landinu. — Hin öll komin í hendur meiraeða minna útlendra félaga eðaein- stakra manna. Það er — að minsta kosti í fljótu bragði skoðað — næsta undarlegt, að á þeim árum, sem fiskverð hefir hækk- að um helming, eða alt að því, skuli fiskiskipin hafa gengið úr greipum landsmanna. — En þess ber að gæta, að fiskverzlunin hefir að mestu leyti verið í höndum útlendinga sem og önnur verzlun vor. — Og til verzl- unarinnar er Hklega hægt að rekja or- sakirnar til þessarrar ógæfu. Útgerðar- menn vorir hafa orðið að leita á náðir ‘) Frá áratekjum skal dreginn umboÖs- kostnaður það ár og leigur af þinglesnum veðskuldum i jörðu. útlendra verzlana með fisk sinn og fengið hjá þeim útlendu vöruna í skift- um. — En síðar hefja þessir viðskifta- vinir kapphlaup við þá; byrja sjálfir að reka fiskiveiðar, sprengja upp kaup- gjaldið, svo að þeir, sem engan hagn- að hafa af verzluninni með útlendu vöruna, geta ekki staðist og tæplega þeir sjálfir, en taka síðan skip þeirra upp í skuldirnar — af náð! — Og endirinn verður þessi: íslenzku útgerð- armennirnir verða hásetar, umsjónar- menn, eða í hæsta lagi skipstjórar á skipum kaupmanna. Enginn er annars bróðir í leik — og það er ekki við öðru að búast en að svona fari, ef ekkert er gert til þess að efla íslenzkan sjávarútveg. Hér þarf skjótra aðgerða. >Skrifstofa Sjálfstæðismanna« hér í Reykjavík hefir haft mikinn hug á þessu máli og haldið um það marga fundi. — í bréfum sínum til landsmanna hefir hún drepið á málið og hvatt til athugunar á því. Skoðun hennar er sú, að tiltæki- legasta ráðið til eflingar sjávarútveg- inum sé það, að koma á einu allsherjar- félagi fyrir útvegsmenn um land alt, í líkingu við Landsbúnaðarfélagið. Það félag fái sína yfirstjórn, er hafi til um- ráða fé er þingið veiti og varið sé til þess að halda fiskiveiðaráðunauta og annars er til heilla þætti horfa. í stjórn skrifstofunnar eru engir sér- fræðingar í sjávarútvegsmálum,1 ogtók hún þvi það ráð að kveðja til fundar með sér nokkra útgerðarmenn úr Reykjavik og grend og aðra sér- fræðinga, til skrafs og ráðagerðar. Fundir voru haldnir með þessum rnönnum 26. október og 2. nóvem- ber s. 1. — Boðnir höfðu verið menn af báðum stjórnmálaflokkum og var sérstaklega síðari fundurinn allvel sótt- ur. Voru þar komnir meðal annarra Þorsteinn yfirfiskimatsmaður Guð- mundsson, Bjarni fiskifræðingur Sæ- mundsson, Páll Halldórsson skólastj. og nokkrir alþingismenn (Ben. Sv., M. Bl., Bj. Kr., Sig. Sig.). — Kom öllum þessum mönnum saman um, að tiltækilegasta ráðið til eflingar sjávar- útveginum væri þetta, að stofna félag útgerðarmanna o. s. frv. En til þess að undirbúa þá félagsstofnun ogsemja tillögur fyrir þing var á síðari fundin- um kosin sjö manna nefnd, og voru kosnir í hana þeir: Jón Magnússon útvegsbóndi Holts- götu 16, Jón Þórðarson kaupmaður, Magnús Blöndahl alþingismaður, Magnús Magnússon skipstjóri, kenn- ari við sjómannaskólann. Matthías Þórðarson skipstjóri og út- vegsbóndi, Sigurður Jónsson útvegsbóndi, Görð- unum og Þorsteinn yfirfiskimatsmaður Guð- mundsson. Allir eru menn þessir ötulir fram- kvæmdamennn og má þvi væntahins bezta árangurs af starfsemi þeirra, enda má telja það víst, að allir góðir dreng- ir, sem þeir leita til, sér til aðstoðar, bregðist vel við og styðji þá með ráð- um og dáð. Auðvitað er það aðalhlutverk þess- arrar nefndar að stofna félagsskap með útgerðarmönnum, en væntanleg yfir- stjórn þess félagsskapar verður að vinna aðalhlutverkið, enda er svo til ætlast, að hún fái »eitthvað til þess að gera það með«. Skrifstofa Sjálfstæðismanna á þakkir skildar fyrir að hrinda máli þessu áleiðis og er vonandi að stjórnmála- flokkarnir taki nú saman höndum til þess að afla því sigurs. — Það gefur góðar vonir, að í nefndinni eru mik- ilsmetnir menn úr báðum flokkum. ------------ X. l) Þeir eru Jón Þorkelsson dr. alþingism. (form.), Árni Jóbannsson bankaritari (skrif- ari), Þorleifur Jónsson póstafgreiðslnmaðnr (féhirðir), Brynjólfur Björnsson tannlæknir og sira Olafur Olafsson frikirkjuprestur. Leikhúsið. í kvöld byrjar Leikfélag Reykjavík- ur að leika i Iðnaðarmannahúsinu. Áhorfendum gefst á að líta og hlýða gamlan og góðan kunningja. Leik- félagiðhefur göngusínameð þvíað sýna Nýdrsnóttina eftir hr. Indriða Einars- son. Nýársnóttin var leikin hér fyrir 3 árum og náði þá svo mikilli hylli, að leikin var 18 kvöld í röð. Er það ■ _ ... JU■ ■ IndriÖi Einarsson, höf. Nýársnæturirmar. einsdæmi um nokkurt leikrit í annál- um leikfélagsins. Að þessu sinni hafa máluð verið ný leiktjöld, baðstoýa, að fyrirsögn Ásgríms listamanns. Ennfremur hefir verið bætt inn í leikinn nýju lagi eftir Sigjús tónskáld Einarsson. Það er einsöngur með kóri. Syngur frú Stefanía einsönginn. Nokkurar breytingar eru og á leik- endunum. Þeir Árni Eiríksson og Jens Waage leika hvorugur nú. Hlut- verk það er Jens hafði (Álfakonung- urinn) hefir nú verið fengið í hendur Helga Helgasyni, en hans fyrra hlut- verk (íón) Herb. Sigmundssyni, og hlutverk Árna (Guðm. snemmbæri) tekur nú að sér Friðfinnur Guðjóns- son — nokkurar aðrar breytingar hafa og gerðar verið. Leikfélagið hefir auk Nýársilætur- innar, 3—4 önnur leikrit á prjónun- um. Eitt leikrit íslenzkt hefir því vérið sent nafnlaust og er ekki loku fyrir skotið, að það verði leikið í vetur. Trúin á skuldirnar. iii. Nl. Mér kæmi það ekki óvart þó sum um þættu skoðanir minar ærið aftur- haldskendar og eg helzt til svartsýnn á framtíð lands og þjóðar. Eg kippi mér ekki upp við þetta, því eg veit að eg er tiltölulega bjartsýnn í þess^ um efnum, veit að álit mitt er ágæt- lega samrýmanlegt við framfarahug og bjartsýni, einnig við það að nota láns- fé jafnvel í stórum stíl. Hins vegar getur það ekki samrýmst blindri »trú á landið«, sem bygð er á eintómu þekkingarleysi og ofsjónum, heldur ekki lánum út í bláinn eða að lifa af þeim án þess að hugsa um, að það komi þó að skuldadögunum. Annars er oss það lítill sómi að »trúa« miklu um landið og landkosti hér. Eftir 1000 ára vist í landinu ættum vér að pekkja það sæmilega og meðal annars vita, að það er næsta ólíkt nágranna löndunum og norðar en þau. Það getur haft sína kosti fyrir því. Þvi fer fjarri að vér þurfum að kvíða framtíðarhorfunum, ef kynslóð- in, sem landið byggir, er ötul og ó- spilt. Hagurinn hefir batnað stórum á einum til tveim mannsöldrum og full vissa fyrir því, að hann getur orðið miklu, margfalt betri, og það án 72. tölublað þess, að vér vöðum skuldasúpu upp í axlir. Lítum aftur á ræktun landsins og hversu hún gengur í höndum dug- legra manna Eg, þekki þetta frá blautu barnsbeini, Á ári hverju getur bóndinn dregið saman nokkurn á- burðarforða, sem nota megi undir þökur, ösku, sorp o. fl., sem jafnvel yrði lítið úr til áburðar á túnið. Á hverju ári getur hann sléttað drjúgan blett, ef viljinn er einbeittur, jafnvel án þess að verja til þess útbornum eyri það teljandi sé. Á þenna hátt sléttast túnið á xo-20 árum og jafnvel betur en þó verkinu væri lokið á einu ári. Þetta þrekvirki kostar bónd- ann og menn hans að vísu margan þreytudag, en tiltölulega lítið fé. En svo kemur bæði arður og ánægja í aðra hönd. Hún kann að þykja seintæk þessi gamla aðferð, en einn kost hefir hún þó: Henni ýylgja hvorki vextir né aý- borganir til bankanna, sem aftur ganga að mestu leyti út úr landinu til — Danmerkur. Og bóndinn er laus við skuldaáhyggjur og skuldaófrelsi. Hann getur litið djarflega framan í hvern mann. Annar kostur fylgir og þessari að- ferð þó sein sé: Hún er ein fram- kvæmanleg, en hitt ekki. Ræktun sveitabóndans er algjörlega undir á- burðinum komin. Ef hann er ekki nægur, stoðar lítið að plægja upp jörð- ina. Hann hefir enga áburðarnámu, sem leyfi honum að slétta túnið sitt vel á einu ári eða tveimur, og bera sæmilega undir þökur. Áburðaraflinn ieyfir að slétta vænan blett á ári, í mesta lagi eina dagsláttu. Víðast hvar bannar hann að fara hraðara, og þó þetta væri ekki til fyrirstöðu, þá tek- ur annað af skarið: Vér höfum ekki vinnuafla til þess að slétta tún vor í einum rykk. Vér getum ekki farið miklu hraðara nema með þvi að fylla landið af útlendingum. Trúi þeir á þá aðferð, sem vilja. En aðferðin er furðu fljótvirk í höndum dugnaðarmanna. Á 10—20 árum sléttaði faðir minn mikinn hluta túns síns á þenna hátt og bygði auk þess upp hvern kofa á jörðinni, þótt hann væri að mestu leiguliði, og kom upp allstóru búi í ofnanálag. Hann byrjaði með sárlitlu fé, tók við niður- níddri jörð og hafði heilan hóp barna fram að færa. Einhvern veginn bless- aðist þetta án allra skulda. Eg hygg að hann hafi ætíð átt inni hjá kaup- manninum og aldrei tekið einn eyri til láns. Já, en þetta var áður en fólksleysið og háa kaupið dró úr öllum fram- kvæmdum, kynni einhver að segja. Það gengur öðruvísi núna. Jónas í Bröttuhlíðx) hefir starfað undanfarin ár eftir að fólkinu fækk- aði og kaupið hækkaði. Hann reisti bú á 800 króna koti með litlar eigur og hefir lengst af verið einyrki að mestu leyti. Á hér um bil 10 árum hefir hann sléttað alt túnið og aukið það að miklum mun, girt það alt og mikinn hlutanti með rammbyggilegum grjótgarði, aukið töðuna um fullan helming, reist all-reisulegt hús, þar sem lélegir bæjarkofar voru áður, veitt vatni í bæ og fjós, bygt upp öll peningshús og hlöður fyrir heyið, keypt kotið að miklu eða öllu leyti, komið upp nokkrum görðum og aukið bú sitt að því skapi sem jörðin batn- aði. Ollu þessu hefir hann komið í verk án þess að lána fé svo nokkru næmi. Það var litlu eða engu útlendu fjármagni veitt i kotið hans með vöxt- um, afborgunum og skuldaáhyggjum, heldur blátt áfram íslenzkum dugnaði og íslenzkri sparsemi. Eg vil nú spyrja þá háttvirtu skulda- veitumenn, hvort þeir séu ekki ánægð- ir með þessar framfarir á ekki lengri tíma. Eg er harðánægður með þær. Treysta þeir sér til að fara öllu hrað- ara með skuldunum ? En því eru þessi dæmi svo fátíð? Því rís ekki þannig alt landið úr rústum á 10—20 árum? Ástæður þessa manns voru i fáu betri en flestra annara. Það er alt annað sem veldur því en skortur á lánsfé. Það er skortur á hugsjónum, þekkingu og einbeittum vilja. Sú hugsjón vakti fyrir manni þessum og konu hans, er þau fluttust á kotið, að gera pað að æfistarfi sínu að bæta pað, sem frekast þau gætu. Þessu áformi hafa þau hrundið áfram með föstum vilja og atorku. En ætli að skuldir séu einhlítar til þess að vekja hugsjónir, þar sem eng- ‘) i Svartárdal i Húnavatnssýsln.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.