Ísafold - 12.11.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.11.1910, Blaðsíða 2
282 ISAFOLD Gísli Sveinsson og Vigfús Einarsson yfirdómslögmenn. Skrifstofutími II1/,—I og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsimi 263 ar eru fyrir, eða auka þekkingu eða viljaþrek manna um allan helming? Eg hefi ekki orðið þess var. Hitt er svo sem sjálfsagt, að bónd- inn getur þurft á láni að halda eins og aðrir, einkum til húsabygginga, stundum til þess að auka bústofninn. Til þess höfum við bankana. Ef fullrar forsjár er gætt, getur þetta að góðu gagni komið, en þó má ekki gleyma, að hús eru sjaldan arðberandi þó óhjákvæmileg séu. Húsalán eru ekki Jramleiðslulán. Lán til að auka bústofn ættu oft að vera mjög arð- berandi, en hvers vegna er bústofn margra svo lítill og miklu minni en jörðin gæti borið? Oftast af því, að bóndinn er ekki svo forsjáll, atorku- samur eða sparsamur sem skyldi. Það er hæpið að slíkur maður fái þessar torlærðu dygðir, þó hann fengi lánsfé með góðum kjörum. Líkindin eru öllu meiri fyrir þvi, að einmitt hann kynni ekki með féð að fara. Lítum aftur á botnvörpungana. í öðru orðinu er sagt að þeir stór- græði, í hinu, að án lánsfjár geti þeir ekki þrifist. Þetta er vissulega kyn- leg kenning. Mjög arðsöm fyrirtæki eru vön að eflast og aukast af eigin rammleik. Ef þau á annað borð kom- ast á fót geta þau fremur flestu öðru þrifist, hvort sem þau hafa lánsfé eða ekki, því gróðinn myndar fljótlega nægilegt fjármagn til þess að færa út kvíarnar. Eg hefi getið þess áður, að góður botnvörpungur geti borgað sig á 5 ár- um, ef alt gengi í bezta lagi. Ef gert er ráð fyrir þessu, getur hvert skip tvöfaldast á 5 ára fresti; en með til- liti til hins mikla rekstursfjár, þá veitti ekki af nálega 10 árum til þess að geta bæði bætt öðru skipi við og haft nægiiegt rekstursfé handa því. Þess er að sögn skemst að bíða að 7 botn- vörpungar eigi heima í Rvík, og léti þá nærri að eitt skip gæti bæzt við á ári hverju, með nægilegu fé til út- gerðarinnar. Að sjálfsögðu má ekki gera ráð fyrir því bezta, en eftir út- litinu að dæma eru allar horfur á, að botnvörpu-útvegurinn blessaðist og blómgaðist, þótt ekki nyti hann neinna nýrra lána. Framförin yrði væntan- lega minni og seinni á þennan hátt, stæði aftur á fastari fótum. En nú dettur engum i hug að útiloka útgerð- ina frá lánsfé. Það er sjaldnast hætta á því, að fé skorti til verulegra arð- samra fyrirtækja, og svo mun íslenzku botnvörpungunum reynast — ef gróð- inn er ríflegur. Hvar sem vér lítum eru horfurnar allgóðar. Ræktun landsins getur auk- ist og eflst að stórum mun, og það án allra lána, ef oss að eins hvorki brestur atorku né áhuga. Hið sama má segja um sjávarútveginn, þótt ó- vissari sé og fjárfrekari. Að sjáifsögðu er ekkert að því að finna, þótt láns- fé sé notað til þessarra atvinnuvega vorra, ef það er gert með forsjá og gætni og lánin ekki gerð að eyðslu- fé. Sé þessa ekki vandlega gætt, er mikil hætta á því, að vér snúum oss hengingaról úr dönsku skuldafé, og erum máske byrjaðir á því. Skuldapostularnir þykjast bjartsýnir. Þeir »trúa« allra manna mest á landið og arðsemi atvinnuvega vorra. En undarleg er bjartsýni þessarra manna. í þeirra augum eru atvinnuvegirnir svo arðsamir, að enginn getur lijað nema af lánsfé I Mér finst það liggja miklu nær að halda, að annaðhvort muni fé fljótlega græðast á þessum arðsömu atvinnuvegum, og það svo, að vér hefðum fé aflögu, eða að vér kunnum ekki að hagnýta oss þá. Ef svo væri, er bersýnilegt að lánsfé kæmi oss að litlu haldi. Það væri skárri tilhugsunin, ef öll vor framtíð væri undir því komin, hvort útlendingar vildu svo vel gera að lána oss fé, ef vér ættum sífelt að ganga fyrir hvers manns dyr og biðja um lán á lán ofan I Það væri ekki ólíklegt að vér yrðum fljótlega sjálf- stæðir og óháðir með þessu móti I Til allrar hamingju þurfum vér ekki að gera oss að slíkum betlikindum. Það er einmitt argvítugt svartsýni að halda að beti og skuldaófrelsi sé eini lifsvegurinn fyrir oss. Þeir sem þyk- jast trúa á arðsemi íslenzkra atvinnu- vega ættu sízt allra að halda lánin óhjákvæmileg. Eg hefi orðið þess var, að sumir skilja tillögur mínar svo, að lán mætt- um vér alls ekki taka, þó vér ættum þess kost; að framþróunin í landinu megi ekki fara hraðara en svo, að ætið sé unnið með skuldlausri eign. Ekki hefir mér komið þettatilhug ar, enda myndi ekki að því hlaupið nú orðið. Skuldir landsins og iands- manna eru nú hátt upp í 10 miíjónir króna, ef ekía meira; með öðrum orðum um 125 krónur á hvert mannsbarn. Skatturinn sem vér borgum Dönum árlega Jyrir petta Jé alt nemur nœrjelt háljri miljón króna á ári hverju, 5—6 kr. fyrir hvern mann á landinu. Svona er komið I Það er engin hætta á að vér losnum úr skuldunum fyrst um sinn I Allir eru sammála um það, að stór- lán vœri sjálfsagt, ej pað byðist með betri vóxtum en lán pau, sem vér h'ój- um nú. Vér myndum þá nota það til að borga eldn lánin. Gróðinn við þetta væri einsýnn og áhættulaus. Agreiningurinn er að eins um pað, hvort rétt sé eða nauðsynlegt að lána meira, t. d. auka skuldir landsmanna um helming. Eg held við ættum að hugsa okkur tvisvar um þetta. Minsta kosti sé ekki vert að hlaupa eftir hverjum fé- sýslumanni, sem þykist hafa einhverja fjárvon með einhverjum lítt þektum kjörum og kringumstæðum. Eg vil ekki fara lengra en svo, að vér tökum því að eins ný lán, að vér sjáum oss vissan leik á borði, höfum athugað fyrirtækið, sem láninu skal varið til, svo vandlega sem í voru valdi stóð og höfum Julla vissu Jyrir að pað sé arðsamt eða algjörlega óum- Jiýjanlegt. Þetta útilokar ekki óhjákvæmilega ný lán, jafnvel ekki miljónalán, en það útilokar lán út í bláinn, lánin, sem einkum byggjast á »trúnni« á landið. En því er miður að aðferðin úti- lokar líklega flest eða öll stórlán að svo komnu. Það er svo fátt á landi voru, sem áhættulítið verður tekið með útlendu lánsfé. Þannig er þetta sem stendur. Von- andi að þetta breytist. Þá væri síður á- stæða til að amast við lánunum, þótt vissulega væri hitt miklu betra, að geta rekið atvinnuvegi vora með eigin eign og gróðafé. Þá fyrst er búið í landinu, þegar vér rekum alla atvinnuvegi vora og byggjum öll vor hús með islenzkri eign, íslenzku gróðafé. En ef vel ætti að vera, ættum vér að eiga 10 miljónir hjá Dönum og hafa þaðan hálfa milli- ón í rentur á ári hverju. Og petta er leikurinn einn, ef vér viljum og kunnum með að fara. Guðm. Hannesson. .... r- Eldsvoði. í fyrradag brann úti í Viðey bræðslu- skýli — eign P. }. Thorsteinsson & Co. Óvíst um upptök eldsins, en líkur til að kviknað hafi í frá grútar- pottum, er þar voru. Skýlið brann til kaldra kola á þrem timum. Var all- mikill eldur um hríð. Engin hætta fyrir önnur hús — með því að þetta stóð afskekt mjög. Tjón 150—200 krónur. Minning Jóns Arasonar var einnig haldin hátíðleg á. mánu- daginn i K. F. U. M. hér í bænum. Flutti síra Friðrik Friðriksson erindi um hann í sal félagsins — og var einnig sungið íslenzkt Te deum o. s. frv. — K. F. U. M. hefir framar öll- um öðrum haldið upp á minning Jóns Arasonar, þvi að þar hefir aftöku þeirra feðga ekki aðeins verið minst á þessu stóralda-afmæli, heldur á hverju ári undanfarið, kringum 7. nóv. Peningamálin í Landvörn. Rætt hefir verið um penmgamál landsins á 2 fundum í félaginu Land- vörn. A fundi i gærkveldi var samþykt svolátandi ályktun: »Fundurinn væntir þess, að þing og stjórn leitist við að útvega erlent lánsfé með hentugri kjörum en vér höfum nú, en auki þvi aðeins lán- tökur landsins, að brýna nauðsyn beri til. Matthías Jochumsson hið aldna þjóðskáld vort, varð hálf- áttræður í gær. Var honum þá á marga visu sýnd hluttekning og sómi, svo sem sjálfsagt var. Meðal annars var honum flutt skrautritað ávarp, undirritað af fjölda borgara á Akur- eyri, og nemendur gagnfræðaskólans höfðu flutt honum óð. Héðan úr höfuðstaðnum bárust hon- um fjöldi af samúðarskeytum. Matt- ias er hinn ernasti að kunnugra frá- sögn; »yngist í anda með árunum«. Einar Hjörleifsson las i gærkveldi brot úr nýrri skáld- sögu í Bárubúð, fyrir fjölda áhreyr- enda. Sagan heitir »Gull«. — í henni eru margar sömu persónurnar og í Ofurefli. — Sagan gerist hér í Rvík um það leyti, sem gull fanst í nánd við bæinn. — Þessi brot, sem £. H. las upp, höfðu á sér ómengaðan lista- blæ og eigi spilti það áhrifunum hve vel skáldið fór með þau í upplestrinum. Þingmálafundur í Hafnarfirði. Einbeitt sjálfstæðisstefna sigrar. í gær var haldinn þingmálafundur í Hafnarfirði fyrir Hafnarfjörð, Garða- og Bessastaðahrepp. Fundarstjóri Magnús Jónsson sýslum., fundarskrifari Sig. Kristjánsson sýsluskrifari. Báðir þingmenn kjördæmisins, þeir Björn Kristjánsson bankastjóri og próf. síra Jens Pálsson voru viðstaddir. Atkvæðisrétt höfðu Hafnfirðingar, Garða- og Bessastaðahrepps-kjósendur. Voru þeir nálægt 100 í fundarbyrjun. I. Sambandsmálið. Frá lóni Jónassyni kennara kom fram eftirfarandi tillaga og var hún samþykt með 76 atkv. gegn 19. Fundurinn lýsir ánœgju sinni yfir stefnu Sjáljstæðisjlokksins og stjórnar- innar i sambandsmálinu, peirri er ojan á varð á síðasta pingi og vill ekki láta Jrá henni kvika. II. Stjórnarskrármálið. Svofeld ályktun samþykt með 68 samhljóða athvæðum: Fundurinn æskir þeirra breytinga á stórnarskránni, að íslenzk mál verði ekki borin upp í ríkisráði Dana, að tölu ráðgjafa megi breyta með lögum, að eftirlaun embættismanna megi af- nema með lögum, að allir alþingis- \menn séu þjóðkjörnir, að alþingi verði ein málstofa, að konum verði veittur kosningarréttur og kjörgengi til al- þingis, að slíta megi með lögum sam- bandi rikis og kirkju. En því að eins vill fundurinn að stjórnarskrármálið verði tekið fyrir, að með þvi veiði ekki á nokkurn hátt veiktur málstaður íslendinga í sambandsmálinu, né aðstöðu þeirra spilt í þvi. III. Skattamál: Með 87 samhljóða atkvæðum var samþ. svofeld tillaga frá Sigfúsi Berg- mann: Fundurinn mælir með sem óbrotn- astri og tryggilegastri skatta- og tolla- löggjöf, vill að komist verði hjá að setja á stofn sérstaka tollgæzlu og telur hagkvæmast, að meginskattur til landssjóðs, þar með talin uppbót fyrir vínfangatollinn verði lagður með sem mestum jöfnuði á aðflutt- ar vörur og aðhyllist sem tryggi- legasta, farmgjaldsstefnuna, en mót- mælir hækkun á kaffi og sykurtolli. IV. Bankamál: Eftir talsverðar 'umræður kom fram svolálandi tillaga frá Sigfúsi Berg- mann: Fundurinn lýsir áinægju sinni yjir peirri ráðstöjun núverandi ráðherra að láta rannsaka hag Landsbankans og telur stjórninni til gildis strangt ejtirlit með starjrœkslu hans og ann- arri opinberri starjsemi í landinu. Till. samþ. með 56 atkv. gegn 19. V. Áíengisbannsmállð: Sigurgeir Gíslason vegastjóri bar fram þessa tillögu: Fundurinn skorar á alþingi að halda fast við gjörðir síðasta þings, að því er snertir lögbann á inn- flutningi á áfengi og kvika í engu frá þeirri stefnu, hvorki með frest- un bannlaganna né tilslökun á þeim, þótt hagfelt kynni að þykja að breyta siðar einstökum atriðum þeirra. Samþ. með 51 atkv. gegn 1. VI. Atvinnumál: Svofeld tillaga frá Þorgr. Sveinssyni samþ. með meginþorra atkvæða: Fundurinn skorar á alþingi að hlutast til um að stofnað verði fiski- veiðaráð, er hafi á hendi öll fiski- veiðamálefni landsins. VII. Konungkjörnir þingmenn. Svofeld tillaga frá Sigurg. Gíslasyni samþ. með 29 atkv. gegn 10. Fundurinn lýsir óánœgju yfir pví, að hinir sömu konungkjörnu pingmenn, er setið haja á 3 undanjörnum reglu- legum pingum sitji enn á ncesta pingi, án nýrrar útnejningar, og skorar á pá að leggja niður umboð sitt; Jœr ella eigi treyst peim. VIII. Landsyfirréttur. Svofeld tillaga samþ. með 26 atkv. gegn 22: Með því að svo gæti farið, að landsyfirdómurinn misti í áliti sínu, vegna ýmsra starfa er dómendurnir taka að sér, er virðast óviðkomandi verkahring þeirra, þá vill fundurinn fela þingmönnum sínum að sjá um, að Alþingi reisi skorður við því með lagaboði, að slikt geti komið fyrir. Samskonar tillaga með þeirri við- bót að hækka um leið laun dómar- anna var feld með 30 atkv. gegn 14. IX. Traust á þingmönnunum. Sigf. Bergmann bar fram svofelda tillögu: Fundurinn þakkar þingmönnum kjördæmisins fyrir framkomu þeirra i velferðarmálum landsins og lýsir fullu trausti á þeim. Samþ. með 36 atkv. gegn 6. Fundurinn samþykti ennfremur til- lögur um: að skora á alþingi að láta leggja akfæran veg frá Elliðaánum í Fossvog, að biðja þingmennina að reyna að fá framgengt á þingi styrk, alt að l/s kostnaðar, til hafskipabryggju í Hafnarfirði, að skora á þingmenn- ina að sjá um, að styrkurinn til Kefla- víkurvegarins úr landssjóði verði eigi lækkaður, og lýsti loks óánægju sinni yfir ferðaáætlun Faxaflóagufubátsins, þar eð báturinn kæmi eigi við í Hafn- arfirði i báðum leiðum í öllum suð- urferðum sínum. Frá Sigfúsi Bergmann kum loks fram svolátandi tillaga og var samþ. með öllum greiddum atkv.: Fundurinn skorar á alþingi að setja á stofn tryggilegt eftirlit með bifbátum þeim og öðrum ferjum, sem annast um fólksflutninga við strendur landsins, hvort heldur er eftir fastri áætlun eða í einstökum ferðum, og að setja fastar reglur um útbúnað allan á slikum bátum eða skipum, er tryggi sem bezt líf farþega. Fleiri mál komu eigi til umræðu á fundinum. »Heimastj.«-menn kváðu hafa safnað öllu kviku sinna kjósenda úr þess- um hluta kjördæmisins á fundinn — Og hver varð svo uppskeran? 19 — nítján — sálirl — og fullyrða kunn- ugir, að ekki eigi þeir e i n u atkvæði meira um þessar slóðir. Tvo þingmálafundi halda þeir enn, þingmenn kjördæmisins, á Lágafelli 16. þ. mán. og i Keflavík 19. þ. mán. Fjárhagsáætlnn Reykjavíkur 1911. Frumvarp fjárhagsnefndar. Eins og getið var í næstsíðustu ísafold, var lagt fyrir síðasta bæjar- stjórnarfund «fjárlaga«-frumvarp bæjar- ins næsta ár. Lesendum vorum mun sjálfsagt þykja fróðlegt að sjá hvernig tekjum Reykjavíkur og gjöldum er varið, og tökum vér því upp aðal-áætlunina: Tekjur: Kr 1. Eftiretöðvar frá f. &........ 30000 00 2. Tiund af fasteign og lansafé . 200 00 3. Gjald af bygðri og óbygðri lóð 12300 00 4. Landsknld af jörðnm ..... 1442 00 5. Leiga af erfðafestnlöndnm . . 3600 00 6. Leiga af húsum, túnum, lóð- um, m. m........................ 500 00 7. Tekjur af laxveiði i Elliðaánnm 6300 00 8. Hagatollur.................... 1500 00 9. Laugatollnr..................... 40 00 10. Seglfestugjald.................. 50 00 11. Tekjur af istöku, 25 a. pr. ton 400 00 12. Tekjur af lóðarsölu........... 1500 00 13.20°/o af seldum erf ðafestulöndum 1500 00 14. Tekjnr eftir byggingarsamþykt 1000 00 15. Tekjur af vatnsveitunni og endurborgun lána til innlagn- ingar i hús.................. 43000 00 16. Tekjur af gasstöðinni........ 25045 00 17. Sótaragjald................... 2800 00 18. Hundaskattur................ 15000 19. Endurgoldin lán og styrkur af innanBveitarmönnum............ 1600 00 20. Endurgoldinn fátækrastyrkur frá öðrum sveitum........... 330000 21. Styrkur frá landssjóði og Thor- killiÍ8jóði til barnaskólans og skólagjöld.................... 5000 00 22. Óvissar tekjur bæjarsjóðs . . . 300000 23. Niðurjöfnun eftir efnum og á- stæðum, jafnað niður með 5— 10°/0 umfram . . ............ 99252 59 24. Lán ...................... . 5100000 Samtals kr. 294479 59 Gjöld: Rr 1. Skattar og gjöld til hins opin- bera af eignum kaupstaðarins 25000 2. Argjald til Helgafellspresta- kalls fyrir Hliðarhús og Ana- naust......................... 204 45 3. Stjórn kanpstaðarins: Kr. a. Kostnaður við b®- jarstjórnina, nefndir og fleira..........1500 00 b. LauD og skrifstofu- fé borgarstjóra . . . 6000 00 c. Launbæjargjaldkera 2500 00 ---------- 1000000 4. Til löggæzlu: Kr. a. Laun 4 lögregluþj. 4000 00 b. Laun 4 Dæturvarða 3300 00 c. Önnur útgjöld . . . 300 00 ------------- 760000 5. Laun sótara: Kr. a. Kristjáns Sæmundss. 1000 00 b. Sæmundar Einarss. 800 00 ---------- 180000 6. Eftirlaun.................... 1380 00 7 Umsjón ug varzla kaupstaðar- landsins.......................... 40000 8. Manntalskostnaður eftir reikn. 500 00 9. Til heilbrigðisráðstafana: a. Laun heilbrigðisfull- Kr. trúa................ 800 00 b. Laun og persónnleg launaviðbót ljós- mæðra............... 700 00 c. Styrkur til Baðhúss Reykjavikur . . . .1000 00 d. Önnur útgjöld . . . 10000 ---------- 2600 00 10. Til verkfræðingsstarfa Kr. a. Laun hans .... 300000 b. Skrifstofufé .... 500 00 11. Til vegagerðar og holræsa ............ a. Til breikkunar veg- inum geguum Rauð- arártraðir........ b. Til framlengingar á Laufásvegi snbur fy rir Grænuborg upp á Hafnarfj.veg. . . c. Til framlengingar Bergstaðastrætis . d. Til holræsagerðar, einkum imiðbænum 12000 00 e. Til ofaníburðar og viðhalds gatna . . 3000 00 f. Til að gera gang- stétt að sunnan- verðu 1 Austurstr., frá Pósthússtrætiað læknum og leggja hana sleyptum hell- um................ 2000 00 12. Til þrifnaðar, snjómoksturs, klakahöggs og renna........... 13. Til götulýsingar.............. 14 Vextir, afborgun og kostnað- ur við vatnsveituna.......... 15. Til slökkvil. og áhalda Kr. a) Laun slökkviliðsins og árleg útgjöld . . 1600 00 b. Tilbyggingar slökk- vitólahúss og útveg- unar nýrra áhalda 36000 00 Kr. 500 00 600 00 150 00 3500 00 1825000 5000 00 700000 43000 00 37600 00 16. Afborgun og vextir af gas- stöðvarláninu................ 25045 00 17. Til aukningar og endurbóta á fasteign kaupstaðarins....... 300000 18. Til ábalda og aðgerða á þeim 200 00 19. Til fátækraframfæris . Kr. a. Tilómagaundirl6ár 3000 00 b. Til þurfamanna eldri en 16 ára..........25000 00 c. Greftrunarkostnað- ur þurfamanna . . 400 00 d. Lögflutningur þurfa- manna.............. 300 00 e. Önnur útgjöld . . . 600 00 ---------- 29300 00 20. Lán til annarra sveita .... 500000 21. Gjöld til barnaskólans Kr. a. Laun fastra kenuara 5500 00 b. Til aukakenslu . . .18500 00 c. Til héraðsl. fyrir heilbrigðiseftirlit . 200 00 d. Til áhaldakaupa . . 700 00 e. Til eldiv. og ljósa . 1800 00 f. Til viðh. og endur- bóta húsinu og skóla- lóðinni............. 100000 g. Brunabótagjald og kirkjugjald....... 30000 h. Yms útgjöld skólans, ræsting o. fl....... 200000 i. Til matgjafar handa fátækum börnum . 700 00 ---------- 30700 00 22. Vextir og afborgnn lána . . . 2715014 23. Óvænt og óviss útgjöd .... 500000 24. Eftirstöðvar til næsta árs . . 30000 00 Samtals Kr. 294479 59 Tekjur bæjarins og gjöld eru nú orðið ekki neitt smáræði — nærri 300.000 kr. hvort um sig — meira en þriðjungi meiri en í fyrra (þá 176.000 í fjárlagafrumvarpinu). Aðaltekjugreinin er nú sem elia auka- útsvörin; nærri xoo.ooo kr. á að jafna niður eftir tillögum nefndarinnar eða nál. 9 kr. á hvert nef í bænum að meðaltali. í fyrra lagði nefndin til að jafna niður 89.000, en bæjarstjórn- in færði niður um 5000. — Sama hljóðið var að heyra í ýmsum bæjar- fulltrúum nú, að endilega yrði að færa íjárhæðina niður. F.n borgarstjórt taldi ókleift að komast af með minna. Gjöld- in öll óhjákvæmileg —en lækkunþeirra

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.