Ísafold - 19.11.1910, Qupperneq 2
986
ISAFOLD
Gísli Sveinsson
og Vigfus Einarsson
yfirdómslögmenn.
Skrifstofutimi II1/,,—I og 5—6.
Þingholtsstræti 19. Talsími 263
kosti; eg get búist við að verða kraf-
inn um þá á mér mjög óhentugum
tíma o. s. frv. Þetta er mér óhent-
ugt. Hg reyni því að fá mér eitt lán
með 5°/0 vöxtum og borga alla víxl-
ana með því.
Þessi aðferð mín er ekki það, að
»taka ný lán«, að »safna skuldum*
o. s. frv., heldur þvert á móti að
losa mig við óþægilegar skuldir. Þetta
á landssjóður að gera, segja þeir, sem
G. H. kallar »skuldapostula«.
Það er einróma álit manna, að veð-
deildarkjör þau, sem vér nú höfum
séu mjög óhagstæð. Of lítið lánað út
á fyrsta veðrétt fasteigna; á 2. veðrétt
fæst eigi lánað nema persónuleg ábyrgð
komi til og þau lán til miklu styttri
tíma en veðdeildarlánin; því niðst urn
of á lánstrausti einstaklingsins. Af
þessu og af þvi, til hve stutts tíma
lánað er út á fyrsta veðrétt í fasteign-
um, verða árleg gjöld af fasteigninni
of há, svo há, að mörgum verður of-
vaxið. Til þess að kippa þessu í lag
þarf að leysa inn gömlu veðdeildar-
bréfin og breyta svo veðdeildinni, eða
þá að stofna nýjan fasteignabanka.
Þetta vakir ennfremur fyrir »skulda-
postulum« G. H.
Ef við yrðum þeir menn einhvern-
tíma, að við vildutr. ráðast í fyrirtæki
svo sem hafnargerð í Reykjavik (það vill
G. H.), járnbraut austur, Flóaáveituna
o. s. frv., þá þurfum við að fá lán til
þess. Ef bréf landsins hafa þegar kom-
ist inn á heimskauphallirnar og náð
markaði þar, verða slíkar lántökur okk-
ar miklu auðveldari en ella væri.
Þetta vakir líka fyrir »skuldapost-
ulunum«.
Nú vil eg spyrja G. H.:
Alítur hann rangt eða óheppilegt,
að landið taki lán til þessarra hluta?
Ef hann svarar spurningunni neitandi,
sem eg hefi ástæðu til að halda að
hann geri, því ræðst hann þá að þeim
mönnum, sem þetta vilja?
Hann mun svara: »Eg á ekki við
þetta; eg á við annað. Menn vilja
líka auka starjsfé bankannat.
Skal það atriði nú athugað nokkuð.
Eg fæ eigi skilið skrif G. H. á
annan hátt en það, að hann sé því
algerlega mótfallinn, að starfsfé bank-
anna sé aukið (með lánum, eða nýju
hlutafé), landsmenn skuldi þegar nógu
mikið, ekki sé þörf á meira fé til at-
vinnuvega landsmanna o. s. frv.
Þegar peningamálanefndin sat á rök-
stólum síðastliðið haust, átti hún með-
al annara viðræður við bankastjórnir
beggja bankanna, Landsbankans og
íslandsbanka. Spurði hún bankastjór-
ana um það, meðal annars, hvort þeir
álitu nauðsynlegt, að aukið væri starfs-
fé bankanna Þeim kom öllum sam-
an um það, að bráðnauðsynlegt væri,
að auka starfsfé bankanna.
Þessi svör bankastjóranna ættu í
sjálfu sér að vera nóg til að dauðrota
kenningar G. H. um að við höfum
ekkert við meira fé að gera. Banka-
stjórarnir eru þeir menn, sem gagn-
kunnugastir eru fjárhag landsmanna
og jjárpörjum landsmanna. Þeir eru
gætnir menn, sem á engan háttverð-
ur sagt að rasi um ráð fram að lána
fé, ausi fé í vafasöm og ónauðsynleg
fyrirtæki. En á þeim mönnum hvílir
jafnframt sú skylda, að hafa opið auga
fyrir skynsamlegum fjárnauðsynjum
landsmanna, sjá um að eigi kippi aft-
ur úr því, sem er, að menn ekkifyr-
ir fjárskort í landinu, sé bundnir á
höndum og fótum um alt það, sem
miðar landi og lýð til framfara og
þrifa á eðlilegum grundvelli, eða jafn-
vel að skrefin verði aftur á bak til
fátæktar og framkvæmdaleysis, menn-
ingarafturfarar og — vesturfara.
Með alt þetta, og margt fleira fyrir
augum, segja þessir menn, sem mikil
ábyrgð hvílir á um þessa hluti, einróma:
»Það er btáðnauðsynlegt, að aukið sé
starfsfé bankanna«.
Hvernig rökstyður nú G. H. kenn-
ingar sínar gegn áliti þessarra manna?
Hann spyr til hvers eigi að nota
fé, sem fengið væri; athugar svo
nokkuð tvo atvinnuvegi landsmanna
og eitt verklegt fyrirtæki og kemst
að þeirri niðurstöðu, að við höfum
ekkert við meira fé að gera en við
höfum nú, nema ef væri 2—300,000
króna lán til hafnargerðar i Reykjavík
-— aj pví að það sé menningarfyrir-
tæki. Sv. Bj. Frh.
þingmálafundir.
Enn hafa tveir þingmálafundir verið
haldnir í nærsveitum Reykjavíkur, á
L á g a f e 11 i 16. þ. mán. og á R e y n i-
v ö 1 1 u m 13. þ. mán.
Sjá 1 f 8 tæSi s s t efnan hlaut
stórmikinn sigur á báðum
f u n d u m .
Á Lágafellsfundinum
var Halldór Jónsson á Álafossi fundar
stjóri, en Einar Guðmundsson í Miðdal
fundarskrifari.
1. Sambandsmálið. Samþykt svolát-
andi tillaga:
Eundurinn er samþykknr meðferð BÍðasta
alþingis á sambandsmálinu og treystir því,
að sömu stefnu verði fylgt i því framvegis.
Samþykt með 16 samhl. atkvæðum.
2. Stjórnarskrármálið. Svolátandi til-
laga samþykt:
Fundurinn telur nauðsynlegar ýmsar
breytingar á stjórnarskránni, en vill þyi
að eins að það mál verði tekið fyrir,
að með þvi verði ekki á nokkurn hátt
veiktur málstaður íslendinga í sambands-
málinu né aðstöðu þeirra spilt i því.
3. Skattamálið. Samþykt með 23 sam-
bljóða atkv. sama tillagan og á Hafnarfj.-
fundinum. Sbr. siðasta tbl.
4. Áfengisbannsmálið. Sama tillaga
samþ., með 19 mót 1, og á Hafnarfjarðarf.
5. Eftirlaunamálið:
Fundurinn skorar á alþingi að afnema
öll eftirlaun embættismanna sem allra fyrst,
og sérstaklega ráðherraeftirlaunin. Samþ.
með 22 samhl. atkv.
6. Fjármál:
1. Fundurinn skorar á þingmenn kjördæm-
isins og alþingi að gæta_ hagsýni og
sparnaðar við fjárveitingar úr landssjóði,
sérstaklega til einstakra manna, óvissra
fyrirtækja og alls þess, er að eyðslu-
eyri verður, án þess að auka framieiðsl-
una. Samþ. í einu hljóði.
2. Gera sitt til að landið fái lánsfé frá
öðrum löndum á eigin ábyrgð, með
góðum vaxtakjörum með þessum skil-
yrðum:
a. Að lánið sé ekki stærra en brýn
þörf krefur.
b. Að láninu einkum sé varið til að
borga eldri og óhentugri lán, sem
hvila á landssjóði og landsbankacum
og að koma veðdeild hans í hag-
kvæmara horf, þannig að hún verði
fær nm að veita hærri og lengri lán
en áður. Samþ. með 26 atkv.
7. Bankamál:
1. Fundnrinn er alveg fráhverfur þvi, að
landið kaupi hluti I íslands banka, en
ætlast til, að Landsbankinn sé styrktur
i þess stað, svo að hann geti fullnægt
þörfum landsmanna.
2. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeirri
ráðstöfun stjóruarinnar að láta rannsaka
hag Landsbankans og telur sjálfsagt, að
stjórnin hafi strangt eftirlit með starf-
rækslu hans og með annarri opinberri
starfsemi i landinu. Samþykt með 13
atkvæðum mót 1.
8. Konungkjörnir þingmenn.
Fundurinn mótmœlir þeim skilningi á
stjórnarskránni, að konungkjörnirþing-
menn, fremur en þjóðkjörnir þingmenn,
geti átt sœti á fleiri álþingum en þrem-
'ur í senn, án endurkosningar, og telur
að heimild til þess felist ekki í stjórnar-
skránni, eftir því, sem hún hefir verið
skilin að undanförnu i þessu utriði.
Samþ. með 13 atkv. mót 5.
9. Landsyfirdómur;
Fundurinn er því mótfallinn að dómend-
ur i landsyfirdóminum taki að sér nokkur
störf, er eigi viðkomi verkahring þeirra og
vill að reistar verði skorður við, að þeir
gegni öðrum störfum en dómarastórfum,
nema visindaleg séu. Samþ. með 16 samhl.
atkvæðum.
10. Frœðslumál:
Fundurinn skorar á alþingi að breyta
fræðslulögunum þannig:
1. Að slakað sé til um námsskyldu barna
og fræðslunefndum bæjarstjórna og hreppa
sé sett í sjálfsvald hversu henni er fuil-
nægt.
2. Að meiri rækt sé lögð við unglinga-
fræðslu í landinu. Samþ. með 19 sam-
hljóða atkv.
11. Búnaðarmál:
Fundurinn skorar á alþingi að veita rif-
legri styrk til búnaðarfélaga en verið hefir.
Samþykt með 6 atkv.
12. Vegamál:
Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmis-
ins og þingið f heild sinni, að leggja sem
riflegast fé til framhalds vegarins um Mos-
fellsBveit, Kjalarnes og Kjós, og til brúa á
árnar, sem eru óbrúaðar á þeirri leið. Samþ.
með 15 atkv.
13. Þjóðaratkvœði:
Fnndurinn skorar á alþingi að stefna að
þvi, að öll stórmál landsins séu borin upp
undir atkvæði þjóðarinnar, áður en þau eru
afgreidd til konungsstaðfestingar. Samþ.
með 15. atkv.
14. Fundurinn lýsir fullu trausti sinu á
þingmönnum kjördæmisins. Samþ. með öll-
um viðst. atkv.
Á Reynivallafundinuin
voru 23 kjósendur. Yar síra Halldór
Jónsson kosinn fundarstjóri, en Andrós
Ólafsson fundarritari.
Á þeim fundi voru saroþyktar Bams-
konar tillögur og á Lágafellsfundinum í
sambandsmálinu (19 atkv. gegn 2)
áfengisbannsmálinu (mikill meirihluti),
skattamálum (samhlj. atkvæði), eftir-
launamáli (16 samhljóða atkv,).
í stjórnarskrármálinu var samþ. með
öllum atkv. svolátandi tlllaga:
Fundurinn skorar á næsta þing að
endurskoða stjórnarskrána og gjöra nauð-
synlegar breytingar á henni, svo sem:
afnám konungkjórinna þingmanna og
aukinn kosningarrótt.
Þá voru og samþvktar tillögur um:
a ð skora á alþingi að skipa u 11 a r -
matsmenn, að minka að engu leyti
styrk til búnaðarfélaga og rjómabúa,
að leggja sem ríflegast fó til veganna
í Mosfellssveit, Kjalarnesi og Kjós.
-----'H/S/H/------
Trúin á heilbrigða
skynsemi.
Athugasemdir við greinar Guðm.Hannessonar:
>Trúin á skuldirnar<.
I.
Vegna þess, að undanfarið hefir verið
talað mikið um stórar lántökur lands-
ins og nýjar bankastofnanir, hefir G.
Hannesson héraðslæknir hafið harða
atreið að trúnni á skuldirnar, bæði á
fundum í Landvörn og í blaðagrein-
um.
Það hafði verið talað um að landið
tæki 10 miljón króna lán í Frakk-
landi og var farið að undirbúa banka-
stofnun með það fyrir augum, að þetta
lán fengist. Þó kom aldrei til tals,
að sá banki fengi fyrst um sinn meira
en 1 miljón króna til utnráða.
Nú var aðaláformið með þessari
bankastofnun ekki það að auka skuldir
landsmanna (þ. veita ný lán), heldur
að veðlánin, sem landsmenn ættu i
bönkunum hér, flyttust í þenna nýja
banka, sem átti að veita aðgengilegri
lánskjör; sérstaklega lengri tima, meira
út á 1. veðrétt og ef hægt væri lægri
vexti.1)
Ef þetta hefði komist á, þá hefði
afleiðingin orðið sú, að lánin í veð-
deildum núverandi banka smátt og
smátt hefðu borgast upp, veðdeildar-
bréfin orðið leyst inn og verðbréf þessa
nýja banka gefin úti staðinn. — Engin
aukning, sem teljandi sé.
Þetta var bankalán, sem Landsbank-
inn átti að taka til bráðabirgða. —
En þá var landslánið eftir.
Landsláninu var ekki mögulegt að
að koma á, fyrr en þing kæmi sam-
an. — En annars var meiningin með
því láni engin önnur en þessi sama:
að flytja. — Landið átti að taka alt
að 10 miljónum til þess að borga með
sín lán og því næst til þess að leysa
veðdeildir bankanna alveg út, og flytja
allar þessar skuldir á sinn stað utan
Danmerkur.
Og á bak við þetta áform liggur
ekki sérstaklega nein trú á skuldirnar,
heldur miklu fremur trúin á keilbrigða
skynsemi.
Að talað var um 10 milj., stafaði
af því, að sagt var að landið gæti
fengið alt að því svo hátt lán, en með
rúmum tölum áætluðu menn, að ekki
mundi veita af því til þess, að fram-
kvæma það, sem talið er hér að fram-
an; með því líka að gert var ráð fyrir,
að af hinu nýja fyrirkomulagi leiddi
það, að meira fé yrði lánað út á 1.
veðrétt í fasteignum, svo að 2. veð-
rjettar-lánin með sjálfskuldarábyrgðum
gæti minkað.
Það virðist nú vera full ástæða til
þess að álíta, að Guðm. Hannesson
hafi misskilið þetta alt saman, og
haldið að þessi »nýja« lántaka lands-
ins ætti að vera bara til »eyðsluc, og
skal eg því til stuðnings benda á, að
hann segir í grein sinni í ísafold, 9.
nóv.: »Ætli það væri ekki rétt að
fresta miljónalánunum til þess að rækta
upp sveitir vorar þangað til einhver
reynsla er fengin« o. s. frv., og í gr.
sinni í ísafold 29. okt., um lán það,
er samþykt var að taka á síðasta þingi:
»Nokkur bót var það þó í þessu máli,
að peningar þessir voru ekki gerðir
að eyðslufé, haldur varið til að efla
Landsbankann«.
Hann virðist standa í þeirri rnein-
ingu, að ætlunin sé, að landið taki
fleiri miljónir króna að láni og á
svipstundu reki menn til þess »nolens
volens« að fara að »fletta sundur«
landinu fyrir lánsfé, en það hljóti að
fara illa — því það vanti áburðl —
Og svo standi ekki nægileg eign á
bak við til þess að féð sé trygt —
til þess að fyrirtækin ekki verði að
kallast fjárglæfrar.
En þetta er hreinn misskilningur.
— Guðmundur er hér alt of stór-
stigur fyrir annara — hönd og fót.
Nokkuð verulega hefir ekki verið
talað um hærri lán en 10 miljónir, en
af því veitir ekki til þess að flytja og
koma veðlánum landsmanna í lag. —
Þar að auki er það auðvitað, að þess-
ar 10 miljónir tækjum vér ekki fyr
en jafnóðum og þessi flutniugur færi
fram.
Eg veit ekki til þess að fleiri en einn
maður hafi slegið því fram, að vér
þyrftum ekki 10 heldur 17 eða jafn-
vel 20 miljónir. — Sá maður hugsar
mikið um framtíð landsins og þau
fyrirlæki, sem hér eigi að reka, en að
hans meining hafi verið að taka þetta
alt nú, nær ekki neinni átt. — Hann
meinar: í náinni framtíð þurfum vér
þessa f]ár.
Yfir höfuð að tala er hér ekki um
annað að tefla en að koma því í
kring, að vér getum átt »innhlanp«
einhversstaðar, ef oss liggur á fé til
nytsamra fyrirtækja. — Að fyrirbyggja
það, að fvrir geti komið, að bankarn-
‘) Eg man siðar koma að óbeit G. H. á
löngu lánunum.
ir segi: já — fyrirtækið er gott —
en við höfum ekki fé I — Og að afla
landsmönnum sem vægastra lánskjara.
Allir þeir sem ætluðu sér að »rækta
landið* fyrir lánsfé, yrðu að snúa sér
til bankastjórna, og bankastjórnirnar
yrðu að sjá um að næg trygging væti
fyrir hendi og veittu því aðeins látiin,
að þær álitu að fyrirtækin mundu
borga sig, þ. e.: gcefu meiri arð en sem
svaraði vöxtum, sem lántakandinn yrði
að greiða og þeim kostnaði sem fyr-
irtækið leiddi af sér. — En eg get
ekki séð hvers vegna G. H. er svo
meinilla við að borga vexti út úr land-
inu, ef þeir sem vextina borga græða
á þvíl
En þar sem það er sjálfsagt að öll
lán sem bankar veita séu jttll trygð,
þá sé eg ekki þá hættu, sem hann seg-
ir vera i því að »eign standi ekki á
bak við«. — Eignin hlýtur að standa
á bak við í tryggingunni.
Eg þykist nú geta fullyrt að G. H.
líti á mál þetta nokkuð öðrum augum,
þegar hann athugar það betur og sér
að engum manni hefir dottið í hug
að taka eyðslu-lán t. d. handa kong-
inum, heldur aðeins til þess að flytja
og »efla Landsbankann« eða eftilviil
báða bankana.
En mér er það alveg óskiljanlegur
hlutur, hvernig hann hefir hugsað sér
að »lánspostularnir« og aðrir «forkólf-
ar lýðsins* ætluðust til að þessu láns-
fé yrði varið. — Það gerir heldur
ekkert til; það hefir aldrei komið fram,
hvernig hann hefir ímyndað sér það
— það þarf þess heldur ekki.
En hagfræðislegar skoðanir Guð-
mundar Hannessonar koma glögt fram
og verð eg að athuga þær nokkuð
nánar. Frh. /.
------—
Mannalat.
Hinn 15. okt. siðastliðinn andaðist á
Akureyri frú Soheig Björnsdóttir, ekkja
síra Péturs Guðmundssonar prests i
Grímsey, 70 ára að aldri. Mesta merk-
is kona.
Nýlega er látinn sira Jakob Bene-
diktsson. prestur, faðir Jóns Jakobsson-
ar landsbókavarðar og þeirra systkina.
Fjós brann
í haust á Miklahóli í Skagafirói. Sjö
nautgripir brunnu inni.
Læknirinn á Sigluflrði,
Helgi Guðmundsson hefir fengið
lausn frá embætti frá næstu fardögum.
Hann hefir þjónað héraðinu 31 ár.
Kommandör
af dannebrog er I. C. Poestion orð-
inn, en Paul Hermann dannebrogs-
riddari.
G. H. og skuldirnar.
ísafold flytur í dag byrjun á tveim
andmælagreinum gegn greinum Guðm.
Hannessonar. — Vér höfum og átt
tal við m. a. Sig. Sigurðsson búnaðar-
ráðunaut, sérstaklega um lánsfé til bún-
aðarframkvæmda, og munum innan
skamms birta álit hans.
Nýársnóttin
hefir verið leikin 2 kvöld fyrir hús-
fylli. Leikurtnn fer vel á leiksviði —
og meira borið í um skraut og við-
höfn en vér eigum að venjast. Betur
minst siðar.
Tunglinyrkvi.
Almyrkvi á tungli var sjáanlegur hér
í bæ síðastl. miðvikudagskvöld. Hann
stóð frá kl. 944—1258. Almyrkvi frá
io55—n47. Sást hann mjög vel, því
að veður var bjart og heiðskírt loft.
Islands banki
Reikningur hans fyrir október-
mánuð er nýkominn.
Víðskiftavelta hans hefir verið alls
6366 þús. kr. (í sept. 5,323,000 kr.).
Víxlalánin numið 3 miljónum 156
þús. og 899 kr., sjálfsskuldarábyrgðar-
lán og reikningslán 1,259,777,3 5, fast-
eignarveðslán 878,417,98, handveðslán
227,199,65, lán gegn ábyrgð sýsln-og
bæjarfélaga rúmum 158 þúsundum.
— í verðbréfum átti hann í mánaðar-
lok 616,402,27. — Útbúin þrjú
höfðu til sinna umráða hátt upp í 2
miljónir.
Bankinn skuldaði 3 milj. í hlutafé,
í innstæðu á dálk og með innlánskjörum
2,051,179,95, erlendum bönkumo.fl.
1,289,130,60, kr. —Bankavaxtabréfin
námu 970,100,00, seðlar í umferð
1,586,425,00, varasjóður nam 178,
889,00, málmforði bankans var 636,
180,00.
Ráðgjafinn.
Það er rangt, sem minnihlutablöðin
herma að ráðgjafi sé farinn frá Khöfn
til Suður-Englands. — Hann er stöð-
ugt í Khöfn.
Varasjóður Landsbankans.
Ingólfur á gönuskeiði — og
Lögrétta lallandi á eftir.
Það er eins og millibilsritstjóri
Ingólfs (Júl. Halldórsson) haldi að
það hafi hent sig í elli sinni að finna
púðriðl Að minsta kosti heldur
hann, að hann hafi fundið varasjóð
Landsbankans. — Segist hafa fundið
hann heilan á húfi i efnahagsreikningi
bankans 31. marz og sé hann þá
orðinn 706288 kr. 61 a. og heldur
hann að hann hafi vaxið um 500 þús.
kr. síðnn um nýár. Og til þess að
gera þenna fund sinn glæsilegri skrök-
var hann því upp, að bankastjórarnir
hafi í reikningi bankans 31. des. 1909
dregið 38j púsund krónur jrá varasjóði!
— Ett á þeim reikningi (birtur í
ísafold 25. mai s.l.) er varasj. talinn
jafnhár og 31. marz eða 706288 kr. 61
og er tilinn fram f 3 liðum :
a. áætlað fyrir tapi . . 385000.00
b. trygt með verðbréf. . 290800.00
c. í öðrum eignum bank. 30488.61
Samtals kr. 706288.61
Millibilsritstjórinn virðist ekki vita
það, að við varasjóð er ekkert átt
nema um áramót. A mánaðar-
reikningnum er hann talinn eins og
á næsta ársreikningi á undan — hvorki
bætt við hann, né dregið frá honum.
— Þessi 500 þúsund kr. hækkun, sem
hann heldur að komi fram í marz-
reikningnum er því ekkert annað en
misskilningur.
En sundurliðunin á varasjóði í mán-
aðarreikningnum er- alveg óþörf, þar
sem allir (nema millibils ritstj. Ingólfs?)
vita að við honum er ekkert hreyft
nema um áramót — hann getur ekk-
ert breyzt pess í milli.
Nei — millibils ritstj. Ingólfs hefir
hvorki fundið varasjóð — né púðrið!
Og verði Lögr. að góðu að tyggja
upp eftir gamla manninum I — Eða
er það lagaskólamaðurinn, sem hér
hefir verið að sveitast við að leita —
og ekki fundið?
Andi lögspekinnar virðist sem sé
svifa yfir Ingólfsritstjóranum og hafa
innblásið rit hans. — T. d. hefir hann
reiknað út, að ráðherra íslands sé far-
inn að færa út kviarnar og dæma
dóma í Englandi!
En úr þvi að Lögr. er farin að
flytja ýmsa speki eftir Ingólfi eins og
goðasvör væru — hversvegna sleppir
hún þá 500 þúsundunum og enska
dómnum ?
Var það ofvitlaust, jafnvel fyrir
Lögréttu ?
Bændanámsskeið h Hvann-
eyri. ísafold vill vekja eftirtekt
lesenda sinna á auglýsingu á öðrum
stað hér í blaðinu um Bændanáms-
skeiðið á Hvanneyri.
Það er t fyrsta skifti sem þar á að
halda Bændanámskeið. Húsakynnin
hafa ekki leyft það áður, en nú er hið
nýja skólahús fullgert og hamlar því
ekki rúmleysið lengur. Þó ekki sé
hægt að safna miklum þekkingarforða
á einni viku, má óhætt fullyrða að
bændur verja ekki skammdeginu betur
á annan hátt en sækja námsskeið þetta,
þar sern þeir mega vænta margvíslegra
leiðbeininga um störf þan, er þeir hafa
með höndum hversdagslega.
Kenslukraftar í búnaðarnámsgrein-
unum verða svo góðir, sem föng eru
á, þareð auk kennara skólans verða
ráðunautar Búnaðarfélagsins, og auk
þess gefst mönnum tækifæri á að heyra
Einar skáld Hjörleifsson ræða mál þau,
er mannsandann varða — en það færi
er ekki gripið á hverju strái.
Karl Behrens
heitir ungur þýzkur visindamaður,
er hingað kom fyrir skömmu. Hann
ætlar að dveljast hér eitt ár i þvi skyni
að nema íslenzku og kynna sér is-
lenzkar bókmentir. Aður hefir hann
dvalið langdvölum í Noregi til þess
að kynnast norskum bókmentum, og
héðan heldur hann til Svíþjóðar, Dan'
merkur og Finnlands —i samaskyni:
að kynna sér bókmentir þessarra þjóða.
Að námi loknu hugsar hann svo til
að setjast að i einhverjum þýzku há-
skólabæanna og útbreiða þekkingu á
þessum fræðum meðal landa sinna.