Ísafold - 19.11.1910, Síða 3
IS A F-’O L D
287
Heilsuhælisgjafir og áheit.
Halldór Bjarnason Isaf. og
kona^hans 20.00
Elin Guðmundsdóttir Rvík . 5.00
P.H. 1.50; N.N. 2.00; Kona
í Strandas. 1.00; J. [. 5.00 9.50
Kvenfélag Norðfjarðar. . . 100 00
Steindór Egilsson frá Hlíðar-
enda i Ölfusi 50.00
10.00
Kr. 190,50
Rögnvaldur Ólafsson bygginga-
meistari hefir gefið hælinu fortepíanó
og látið flytja það.
í ártíðaskrána hafa goldist í októ-
ber kr. 150.00.
Jón Rósmkranz.
Jónasarmyndin. Eg sé, að greinar
höfundi einum í Iugólfi verSur skraf-
drjúgt um það hve ljót hún só, stand-
myudin af Jónasi Hallgr/mssyni, sem
stendur á túninu landlæknisins — og
sveigir dálítiS aS Eitiari Jónssyni 1 því
santbandi
Falleg er hún eigi — þaS skal játaS.
En þó mundi hún líta miklu betur út,
ef almennilegur stallur væri undir henni.
ÞaS sem eg vildi þó aSallega sagt hafa
er þaS, aS orSin í garS Einars eru dá-
lítiS óréttlát. H a n n mátti engu ráSa
um gerS myndarinnar. Hotntm var aS-
eins sagt aS gera hana sent allra raun-
verulegasta eftir þeim myndum og lys-
ingum af Jónasi, sem fyrir heudi votu.
Og Einar g e r S i myndina svo — eigi af
neinni löngun heldur af nauSsyn. Sjálf-
ur var hann alls eigi ánægður með hana,
— og tnundi sízt vilja láta telja hana
mælikvarða á list sína.
Kunnugur.
Skipaferðir:
Yestri kom loks úr strandferð 12. þ.
mán. að kveldi. AIl margir farþegar m.
a. Björn Sveinsson kaupm. Sth., Sigur-
björn Magnússon bondi frá Glerárskóg
utii, C. F. Möller verzlunaragent o. fí.,
o. fl.
Ceres kom frá útlöndum mánudags-
morgun 14. þ. mán., 2 dögum á undan
áætlun. Farþegar: Jón Brynjólfsson
kaupm., Magnús Stephensen verzlunarm.,
Bjarni Björnsson leikmálari, JónasGunn-
arsson kaupm. frá Akureyri o. fl.
Reykjavikur-annáll:
Aflabrögð: Þrjá skip fórn út til veiða I
okt. og eru nú komin inn. Þau hafa aflað:
Haraldur (Duusverzlun) 4—5 þús., Sjana
(Edinborg) 8000, Morning Star (Edinborg)
11000.
Árni Pálsson sagnfræðingur flytur á morg-
un kl. 6 fyrsta erindi af fyrirlestrabálk er
nefnist Höfuðþættir úr kirkjusiigu Islands
fram á daga Jóns Arasonar. — Árui
er prýðisvel máli farinn og ættu menn eigi
að láta undir höfuð leggjast að hlýða á
ræðu hans. — Það er Alþýðufræðsla stú-
dentafélagsins, sem stofnar til fyrirlestr-
anna. Þeir verða haldnir i Iðnaðarmanna-
húsinu.
Fasteignasala Þingl. 17. nóvbr.
Jónatan Jónsson gullsmiður selur Bene-
diktu Gabriellu Kr. Benediktsdóttur svo-
nefnda Kasthúsalóð, 960 ferálnir, liggjandi
við Laugaveg 25, með bæjarhúsum, skúr
og girðingu fyrir 950 kr. Dags. 15. nóvbr.
Ari Jónsson alþm. fær afsal fyrir hús-
byggingu i Sauðagerði samkvæmt bygging-
arsamningi við Harald Guðmundsson. Dags.
5. nóvbr.
Fisksalan til Englands. Botnvörpungarn-
ir frónsku hafa nýverið selt fiskfarm sinn
á Englandi: Marz fyrir 575 pd. St. (10350
kr.), Jón forseti fyrir 500 pd. (9000 kr.) og
Snorri fyrir 452 pd. St. (8136 kr.).
Fjárhagsáætlun Reykjavikur var rædd —
2. umræða — á bæjarstjórnarfundi á fimtu-
daginn. Stóðu umræður 6 tíma og varð
eigi lokið. Niu menn úr bæjarstjórn höfðu
komið fram með margar breytingartillögur
i þá átt að færa niðnr gjöldin — svo að
út8vörin lækkuðu. Varð úr þessu mikil
rimma. — Umræðum frestað til aukafundar,
næstkomandi fimtudag.
Guðsþjónusta:
í Dómkirkjunni kl. 12: Prestsvigsla. —
Engin siðdegismessa.
I Prikirkjunni kl. 12 Frikirkjuprestur.
Hjuskapur. Ólafur Halldórsson ym. frá
Fróðastöðum i Hvitárslðu og ym. Sigr.
Snorradóttir Melkoti. Gift 12. nóv.
Eiríkur Þorsteinsson ym. Vesturgötu 26
og ym. Jóhanna Björnsdóttir Vesturg. 26
Gift 18. nóv.
Ekkjurn. Júst. Guðmundsson Vesturg. 54
°S ym. Guðrún Jónsdóttir. G.ft 12. nóv.
Þórður Jónsson Skólav.stlg 45 og ym.
Gróa Steinnnn Sveinbjarnardóttir. Gift 18.
nóvbr.
Prestsvígsla. Herra Þórhallur biskup vígir
á moTgun i Dómkirkjunni, cand. theol. Þórð
Oddgeirsson aðstoðarprest að Sauðanesi.
Síra Bjarni Jónsson lýsir vigslunni. Binn
nýi prestur prédikar.
Erlendar fréttir
miklar verða að bíða næsta blaðs
vegna þrengsla.
Úr andófsherbúðunum.
Alt á sðmu bókina.
Einar Hjörleifsson simaði til danska blaðs-
ins Politiken, að á Ölfusárbrúarfundinum
befði tillaga um að kalla þing saraan á
reglulegum tima verið feld.
Síðan hafa fundarstj. og fundarskrifari
vottað, að tillaga þessi hafi komið fram og
verið feld.
En höfðingja-þernan Lögrétta er ekki al-
veg ófeimin!
Hún gerir sér lltið fyrir og simar Poli-
tiken — meira að segja með nafni — að
simskeyti það er E. H. hafi sent — og
blaðið alls ekki hafði séð — sé hlut-
drœgnisleg ósannindi (tendenties Usand-
hed).
Dásnotur mælikvarði á gætni embættis-
manuamálgagnsins og samvizkusemi!
Dálitil saga
nm sannleiksást »Lögréttu« og »Reykjavikur«.
Einhverntima i haust sagði Lögrétta frá
því, að Sveinn Björnsson yfirdómslögmaðnr
væri i félagi vit: þrjá aðra menn um leigu
á silfurbergsnámum landssjóðs i Helgustaða-
fjalli. í næsta blaði leiðrétti S. B. þetta;
sagðist eigi vera í neinum félagsskap um
leiguna á námunni, eða yfirleitt um námnna.
í blaðinn þar á eftir segir Lögr., að það
sé óþarfi fyrir S. B. að vera að neita þessu;
bann sé i félagi við umrædda menn um
námuleiguna. £r svo frjálslynd nm leið að
bjóða S. B. rúm i blaðinu, ef hann vilji
segja frá þvi hversvegna hann sé að neita
þessu. S. B. mun ekki hafa nent að vera
að endnrtaka leiðréttingu sina; áleit að
henni yrði að trúa; órökstntt gaspur Lögr.
um málið væri skoðað sem bæri. Enda
þagði nú »Lögrj«. um málið. A laugar-
daginn var kemur svo systirin, »Reykjav.«,
og segir, að »allir viti« að S. B. sé í fé-
lagi nm námu þessa. í siðasta blaði fer
»Lögr.« eitthvað likum orðum um mál
þetta.
Ganguiinn er þessi: »Lögr.« skýrir rangt
frá; réttur aðili leiðréttir. Svo liður nokk-
ur timi; menn eru búnir að gleyma leið-
réttingunni. Þá koma bæði blöðin og syngja
í kór: *Allir vita, að S. B. er einn af fé-
lögunum um silfurbergsnámuna«, þetta, sem
þau bæði vita að hann hefir sjálfur lýst
yfir að ekki sé!
Tilgangurinn helgar meðalið. Það þarf
altaf að vera að hnýta i ráðherrann. Ef
ekki vill betur til þá er búin til saga um,
að sonur hans sé að semja sér i hag við
stjórnina. Og slikt er, auðvitað, óhæfa!
Sonur ráðherrans lýsir þvl yfir að I ér sé
rangt farið með. Þá er beðið nokkra stnnd.
En sama sagan vakin upp eftir hæfilegan
tima, i trausti þess að mennn hafi annað
að gera en að vera altaf að leiðrétta mis-
sagnir blaðanna Lögr. og Reykjav. Slikt
mætti æra óstöðugan.
En falleg og góðgjarnleg er aðferðin!
-----503------
Landar erlendis.
Prófessorsembætti í norrænu er nú
fullyrt að eigi að verða tvö regluleg
framvegis við haskóla Khafnar og eigi
D a h 1 e r u p að fá annað, en F i n n u r
J ó n s s o n hitt. Það ætlar þá ekki að
reynast rótt, nema að nokkru leyti að
Dahlerup eigi að setjast í embætti
Wimmers. Þó er öðru nær en að ráð-
stöfun þessi só fullráðin enn, því að til
þess þarf íhlutun og samþykki þjóð-
þingsins.
Finnur Jónsson er sem stendur deild-
arformaður (dekanus) í heimspekisdeild-
inni.
Páll Egilsson læknir er nýfarinn frá
Khöfn til Víkur (Vig) á Vestur-Sjálandi
til þess að gegna þar læknisstörfum í
veikindum læknisins. Verður hann þar
fyrBt um sinn ár.
Jón Sveinbjörnsson cand. jur., er
skipaður af verzlunarráðuneytinuþýðandi
og túlkur í íslenzku — samskonar starfi
og Jónas Einarsson cand. polit hefir á
hetidi.
íslcndingafélag hafði allfjölsóttan
skemtifuud 5. nóv. í Kronprinsens-
gade 7, þar sem íslenzku blöðin eru.
Þar söng Sveinbjörn söngskáld Svein-
björnsson og lék undir sjálfur; ennfrem-
ur söng þar danskur leikari, Arvid
Ringheim vísur og sagði skrítlur og loks
sungu þau Einar Indriðason og Anna
Klemensdóttir (landritara).
Síðan hófst dansinn.
Nokkru eftir miðnætti settust menn
að sumbli og voru þar ræður fluttar.
Meðal annars mintist Bjarni Jónsson frá
Vogi á minnisvarðann yfir Jón Sigurðs-
son og var í það tekið með miklnm
fögnuði.
Á skemtun þessari fór fram happ-
dráttur á listaverki eftir Einar Jónsson
(smámynd af Skýstróknum) og hlaut
myndina maður norðan af Akureyri, er
staddur var í Höfn.
MÚmlnlL íæstkvö!dsogmorgna
liymjUIH i Laugav. 18 A uppi,
Skrifstofa
Borgarstjóra Rvíkur
er flutt
í Kirkjustræti 4
»Ásbyrgi«
Inngangur frá Tjarnargötu.
Hreinar verksmiöjur og hrein
og ómenguð sápa standa i
nánu sambandi við hrein föt.
Það stafar engin hætta af
SINIIGHTSAPU
Hún er áreiðanlega hrein og
omenguð.
® »<Q A
Leikfélag Reykjaviknr
Nýársnóttin
leikin á morgun (sunnudag 20. þ.m.)
kl. 8 síðd.
í Iðnaðarmannahúsinu.
Aðgöngumiðar seldir á sama stað
á morgun frá kl. 10—12 og 2—8.
Dömuhaítar
seljast með afarmiklum
afslætti, alt að hálfvirði,
hjá
Kr. Biering-Petersen
Suðurgötu 10, uppi.
(Vanal. heima kl. 2—7 siðd.)
Nýútkomið á Eyrarbakka:
Söngvar handa U. M. F. Verð
25. aurar. Fást á Aýgreiðslu Suður-
lands, Eyrarbakka.
Lærlingur óskast
Ungur og efnilegur piltur getur
fengið að læra gullsmíði hjá
Magnúsi Erlendssyni
gullsmið.
Þingholtsstræti 5.
Tapaöur hundur.
Fimm krónur í fundarlaun.
Hundur tapaðist, gulur að lit, með
hvítan kraga um hálsinn, svart trýni,
með uppstandandi eyru, fremur loð-
inn. Ef einhver skyldi finna hann er
hann beðinn að skila honum til und-
irritaðs. Laugaveg 20. E. Milner.
Systrakvöld i st. Dröfn nr. 55
þriðjudag næstk. Allir meðl. velkomnir.
Dugleg og ráðvönd stúlka getur
fengið vist nú þegar. Ritstj. visar á.
Kvennúr tapaðist i miðbænum
á miðvikudaginn. — Skilist í Her-
kastalann.
/ cfag
verður
tiýja vefnaðarvörubúðin
tilheyrandi verzl.
Jóns f>órðarsonar
opnuð.
Inngangur frá Bankastræti 8.
Jiorf
margs konar, falleg og ódýr
(2—10 aur.),
nýkomin
/ bókverzíun Ísafoídar.
Leiðrétting «1 grein strandarbúa.
í 65. tölubl. ísafoldar er grein frá strandar-
búa áhrærandi kennarana þar, og eins og mór
þykir yænt um að heyra sagt frá Haraldi sem
góðum dreng, eg þekki hann dálitiö og veit aö
hann er efnismabur, kann eg þvi illa hve hnýtt
er að ArnaTheodór Péturssyni, sem var kenn-
ari í Njarðvikum.
Eg vil þvi leyfa mér að gefa til kynna, að
næstliðinn vetur stundaði hann kennarastarf
sitt i Njarðvikum með mestu alúð og börnun-
um þótti mjög vænt um liann. í prófinu fengu
börnin góðan vitnisburð.
Mér virðist og ástæðulaust að kasta skugga
á hann fyrir það, að hann ekki hafi gengið 1
skóla, geti hann gert börnin jafnvel úr garði
og skólagengnir kennarar.
Keflavik 18. okt 1010.
AgúBt Jónteon,
(íorm. skólanefndar i Kefiav. skólahéraði.)
Góð kaup í boði!
Undirskrifaður hefir nú sem fyr til sölu ýmsar ágætar eignir, svo sem
íbúðarhús og verzlunarhús á ágætum stöðum hér í bænum. Sömul. hefi eg
til sölu jarðir mjög góðar, sem liggja í grend við Reykjavík. — Eignaskifti
geta vel átt sér stað, svo sem á húsum, þilskipum, vélabátum o. fl. —
Áreiðanlega er hér um mörg sérlega góð tækifæriskaup að ræða, og
ættu menn því að hagnýta sér það.
Bréflegar upplýsingar gefnar mönnum út um land, ef óskað er.
Heima hvern virkan dag kl. io—n og 8—9.
Reykjavík, Laugaveg 40.
Talsími 152.
Guðmundur Egilsson.
Jiver sá
sem þarf að láta innramma myndir ætti að koma með þær í Banka-
stræti 14, því að þar er innrömmun áreiðanlega endingarbezt og
ódýrust.
Talsími 128. Jón Zoega. Talsími 128.
Næshi sex daga
verður alls konar vefnaðarvara seld með mjög niðursettu verði
í verzlun G. Zoéga.
Nú býðst tækifæri til að eignast með hægu móti hinar ágætu vörur, sem
verzlunið er orðlögð fyrir að flytja. Gerið svo vel að koma, skoða og kaupa.
Teppaúísala
hjá
Tý. Tborsfeinsson, íngóífsbvofi.
Um 20 teppi verða seld fyrir hálfvirði.
Brússelbútar er áður hafa kostað 5.65, seljast a kr. 3.00.
Neftóbak,
afbragðs gott og vel skorið,
fæst hja
Guðm. Olsen.
Hjúpur
kaupir bæzta verði
Jiic. Bjarnason
JJusfursfræfi í.
Ol ía!
60 tunnur koma með Sterl-
ing. Þeir sem hafa skrifað sig fyrir
oliu hjá undirrituÖum, gjöri svo vel
og veiti henni móttöku strax eftir
komu Sterlings, á steinbryggjunni.
Jón Árnason
Vesturgötu 39.
Talsími 112.
Skinnkragi fundinn. Vitja má
til stjórnarráðsdyravarðar gegn kostn-
aðargreiðslu.
Arstíðaskrá heilsuhælisins er
flutt í Aðalstræti 18. Gjöfum veitt
viðtaka þar á hverjum virkum degi kl.
1-3._________________________
Epli, «risk' Vínber,
Appelsínur
nýkomið til
Guðm. Olsen.
Tapast hefir bleik hryssa með
marki: biti framan hægra og bragð
aftan. — Vinsamlegast beðið að gera
aðvart að Bergskoti á Vatnsleysuströnd.
Styrktarsjóðnr
skipstjóra og stýrimanna
við Faxaflóa.
Þeir er sækja vilja um styrk úr
nefndum sjóði, verða að hafa sent
bónarbréf þar að lútandi stíiuð til
stjórnar Öldu-félagsins til undirritaðs
fyrir útgöngu þessa árs.
Styrkurinn veitist einungis félags-
mönnum Öldu félagsins, ef þeir sök-
um heilsubrests eður ellilasleika eru
hjálparþurfar, samt ekkjum félags-
manna og eftirlátnum börnum.
Reykjavík, 14. nóv. 1910.
Hannes Hafliðason.
Arthur Shattuck.
Bókverzlun ísafoldar hefir fengið
nokkurar myndir af Shattuck piano-
leikara, stórar og litlar, á 50 aura og
2 krónur.
Verzlunin Frón,
Laugaveg 24,
kaupir haustull háu verði,
Rammalistar
eru áreiðanlega langódýrastir í
Bankastræti 14.
Taisími 128. J5n Zoega.
I haust var mér dregin hvit ær
og svart hrútlamb, mark: tvístýft aft-
an h., gagnbitað v. Ærin er 4—6 v.,
afturhyrnt, fremur lítil.
Þar eð kindur þessar eru ekki mín
eign, getur réttur eigandi þeirra vitjað
andvirðisins til mín gegn borgun
þessarar auglýsingar, og semji við
mig um markið.
Hóli í Hvammshreppi í Dalasýslu,
14. okt. 1910.
Halldór Guðbrandsson.
Trésmiðir!
Trélim ættuð þið allir að kaupa í
Bankastræti 14, þvi að þar er
það gott og ódýrt.
Jón Zoega,