Ísafold - 07.12.1910, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.12.1910, Blaðsíða 1
Kermu út tvisvar í vihu. Verft Arp;. (80 arkir minst) 4 kr. erlencn* 5 ki eöa 1 l/t dollar; borgisb fyrir mi^jan júli (erlendis fvrir fram). ISAFOLD IJppsÖgn (sk rifieg) bandin vift úramót, er ógixd noffia komin sé til útgefanda fyrir 1. o»t. «*g kí ipandi skuldlanr* vib blabib An»tanitr«ti 8. XXXVII. árg. Reykjavik miðvikudaginn 7. desember 1910 77. tölublað l. O. O. F. 931299 Bókasafn Alþ. lestrarfól. Pósthússtr. 14. 5—8. Fomgripasafn opiö hvern virkan dag 1*2—2 íslandsbanki opinn 10—2*/* og 64/«—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siöd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */■ siMegis Landakotskirkja. öubsþj. 9l/* og 6 á helgum Landakotsspítali f. sjúkravitj. 10 V*--12 °K Landsbankinn 11-2 */*, ö^/i-B1/*. Bankastj. vib 1*2-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafniö á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opiö l1/*—21/* á sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 2. og 4. fimtud. i hv. mánuði. 2—8. Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 8. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—3. Faxaflóagufubáturinn Ingólfur fer til Borgarness 15. des. - -• Garðs 18. des. — - Keflavíkur io. des. . Trúin á heilbrigða skynsemi. Athugasemdir við greinar Guðm.Hannessonar : >Trúin á skuldirnar«. II. Meiningin með því að efla bankana er sú, að gefa mönnum greiðan aðgang að lánum til þarfra fyrirtækja, sem arð- vænlegt gæti verið að reka jafnvel með lánsfé. »Lánspostularnir« ætlast til þess að landsstjórnin sjái Landsbankanum fyrir nægu lánstrausti, svo að hann geti alt af veitt lán, ef þess er leitað til þarfs fyrirtækis og arðvænlegs. Þessar lánveitingar verða altaf að vera gerðar með fullii aðgæzlu—en til þess eru líka bankastjórnirnar, að sjá um að féð sé trygt í góðra manna höndum. En þá er spurningin: A að hvetja menn til þess að taka lán til atvinnu- reksturs hér á landi? Guðm. Hannesson vill telja öll tor- merki á því. Það er að 'vísu dálítið óviðkunnan- legt að rökræða við mann, sem auð- séð er að hefir algerlega misskilið hið fyrirliggjandi mál. — En þetta verð eg að gera; — auðvitað með hæfi- legu lilliti til misskilningsins. — Og ber þess alt af að gæta, að enqum öðr- um en G. H. hefir nokkurntíma kom- ið til hugar að dengja svo miljónum króna skifti i atvinnuvegina alt í einu, undirbúningslaust og að órannsökuðu máli. Hitt mun rétt vera, að »skuldapost- ularnir« hafi haldið því fram, að þörf væri á útlendu lánsfé til atvinnurekst- urs hér. G. H. byrjar á raktun landsins. í grein hans í ísafold kemur það ekki ljóst fram, að hann álítur að ó- mögulegt sé að rækta landið með láns- fé — án tillits til alls annars, en þvi hefir hann haldið fram í ræðum. •— Hann segir að ræktun landsins kosti marqa preytudaga, og er helzt ekki hægt að skilja þau orð á annan hátt en þann, að ræktun jarðarinnar geti ekki borgað sig fyrir bóndann, nema að því leyti sem hann getur sjálfur unnið 1 — Vinnumenn eða kaupamenn megi ekki koma þar nærri. — Eða með öðrum orðum: ræktunin borgi sig alls ekki. Eg skil nú ekki annað en að ef G. H. leitar vel í búfræðisritum vorum, þá reki hann sig á alt aðra skoðun. I ársriti Ræktunarfél. Norðurl. 1908 ritar Páll Jónsson frá Reykhúsum um túnræktun, og hvetur mjög til hennar. Og hann heldur því fram, að áburð- arins vegna getum vér vel sex-faldað túnin. — Að hann fýsti menn þessa, ef hann eigi teldi víst, að það væri alveg áreiðanlegt að það borgaði sig, það skil eg ekki. Eg þykist nú vita að G. H. segi, að þetta hafi hann aldrei meint. Auð- vitað borgi það sig að rækta landið fyrir sitt eigið fé — aðeins ekki fyrir lánsfé. Þá er að sjá hver munur er á láns- fé og eign. Ef G. H. kaupir bankavaxtabréf, þá fær hann 4x/2°/o ■ vexti af eign sinni. — En nú getur hann fengið fé til láns gegn sömu vöxtum. — Það fé er auðvitað takmarkað, sem nú er hægt að fá hér svo ódýrt, en það er einmitt það, sem á að reyna að bæta úr, svo hægt sé að fá sem mest af þessu ódýra fé. — Og ef það tækist, þá býst eg við að G. H. geti ekki lengur haldið því fram, að ekki sé unt að rækta landið með lánsfé. En þó nú lánsféð væri nokkru dýr- ara — jafnvel ®/40/0 eins og nú er al- ment, þá held eg því fram, að það hljóti að geta borgað sig að nota það, ef lánskjörin eru að öðru leyti við- unandi, þ. e. borgunarskilmálarnir. Jarðræktin borgar sig á þann hátt, að af henni leiðir að bóndinn getur aukið bústofn sinn, og þessi aukning verður að fara samhliða ræktuninni. — En því meira sem bóndinn verður að borga af láninu á ári hverju, því minna eykst bústofninn. Og þar sem það er einmitt hann, sem gefur arðinn, þá er það sýnilegt, að það er heppileg- ast að afborganirnar séu sem minstar. Setjum svo, að gott bú gefi io°/0 í arð.1 — Bóndinn borgar 5% af láns- fé þvi, sem í búinu stendur. Setjum að það sé 2000 kr. Vextirnir sem hann borgar af því á ári eru þá 100 kr. En í búinu hefir hanu 200 kr. upp úr þvi. Ef hann þarf að borga helminginn í ár, þá græðir hann ekki nema 50 kr. næsta ár, í stað 100 ef hann þyrfti ekkert að borga af. — Af þessu leiðir það, að það er æskilegast að lánin séu til sem lengsts tíma. Það, hvað lengi jarðabæturnar end- ast, kemur þessu ekki beint við. Það er bústofninn, sem borgar viðhaldið á á jarðabótunum og það er því nauð- synlegt að hann sé ávalt sem mestur. Og hér við bætist, að því meira sem jörðin er ræktuð, því dýrari verð- ur hún og því meira lánsfé getur hún borið. Af þessu sama leiðir einnig það, að það er engin fjarstæða að taka lán til hæfilegra húsabygginga á jörðum. Ef ekki er tekið lán, þá hlýtur það að bitna á aukningu bústofns, en hann gefur meiri vexti en af lánsfénu þarf að borga. En það er sýnilegt, að fé sem lán- að er til eins árs, eða aðeins til fárrra ára, kemur hér ekki að tilætluðum notum, vegna þess fyrst og fremst, að jarðabæturnar koma ekki þegar í stað að notum. Þá kemur sú staðhæfing G. H., að ekki sé unt að gera meira en að tvö- falda tún vor vegna áburðarleysis. — Þetta er ekkert annað en misskilning- ur, sem upprunalega er sprottinn af því að hann hefir ekki munað eftir þeim algenga sið til sveita, að brenna alt sauðatað. — Og skal eg hér aftur benda á ritgerð Páls Jónssonar frá Reykhúsum og auk þess nefna eitt dæmi. Maður austur í Rangárvallasýslu Jj&rjaldaði tún sitt (að stærð) á 14 ár- um, auk þess sern hann á sama tíma ‘) Það er ekki unt að segja það fyrir vlst, hve mikinn arð bn gefa. Skoðanir sér- fræðinga ern mjög skiftar. Þó hefi eg ekki hitt neinn, sem ekki hefir haldið alveg óhætt að segja 6—8»/„. Enda sjá allir að það hlýtur að vera talsvert meira. Svo margir eru þeir, sem byrja búskap með litil eða engin efni og á fáum árnm koma sér npp góðu búi, og jafnvel hafa borgað jörðina á þeim tima, eða framfleytt stórri fjölskyldn á litlum bústofni. — Annars hefi eg heyrt talað nm frá 10—100°/0. sléttaði gamla túnið, sem var 20 dag- sláttur. (Auk þess girti hann alt þetta tún, 80 dagsláttur, girti allar engjar á 3 vegu, byggði upp öll hús jarðarinn- ar og 22X24 al. ibúðarhús). — Og þetta væri víða hægt að gera hér á landi, ef fé væri fyrir hendi. Það er auðvitað mjög lofsvert af einyrkja að slétta alt túnið sitt. — En annað eins þrekvirki og hið ný nefnda gerir enginn einyrki af eigin ramleik. Þar sem G. H. talar um »litlutún- inc frá landnámstíð, þá er það »slag- orð«, sem sannar ekkert annað en ihaldssemi hans sjálfs. — Hann gæt- ir þess ekki heldur, að túnrækt var hér til skamms tíma, aðeins til heim- ilisþarfa, ef svo mætti segja. — Þ. e. a. s.: Það hefir ekki ekki verið naut- griparæktin, sem aðaláherzlan hefir ver- ið lögð á, heldur sauðfjárræktin, og sauðirnir voru að miklu leyti látnir ganga úti. — Nú er þetta mikið að breytast vegna smjörmarkaðarins, og sauðum mjög mikið að fækka. Um ræktun landsins i stórum stíl, sem styrkja ætti af landsjóði, skal eg ekki fjölyrða. — Eg vil aðeins benda á, að það er svo sem sjálfsagt, að slík fyrirtæki yrðu nákvæmlega rannsökuð áður en í þau yrði ráðist. — Og eg sé enga ástæðu til að óttast, að gá- lauslega verði farið í peim efnum, eftir því að dæma hvernig hefir gengið með Flóa-áveituna. Hugsanlegt væri lika að meira yrði ágengt í þessu efni, ef samvinnufélags- skapur kæmist á í heilum sveitum.— Gæti það eflaust orðið affarasælt þegar fram í sækti, en á líklega nokkuð langt í land og þarf að afla mönn- um þekkingar á þeim hlutum áður. — En æskilegt væri, að sveitarfélögin styrktu atorkusama menn að því að bæta jarðir sinar, með þvi að greiða götu þeirra að lánsfé. Það er auðvitað, að þeir menn eru margir, sem liklegri gætu verið til þess að »eta upp lánsféð«, eins og G. H. segir. — En eg geri ráð fyrir því, að slikir menn eigi yfirleitt óhægra með að fá lánsfé en hinirl Það sem G. H. segir um fólksleys- ið er misskilningur. — Fólkið flýr úr sveitunum til sjávarins og liggur þar og hefir ekkert að gera — flýr svo sumt vegna þess til Ameriku.— Þetta sjáum vér daglega. — En eina ráðið við þessu er þetta: að meira sé unn- ið í sveitunum. Gainla lagið var að hafa margt vinnufólk, senda karlmennina til sjó- róðra á vetrum, en gjalda lítið kaup. — Það hlaut auðvitað að fara svo, að mennirnir hættu að vera í vinnu- mensku, þegar þeir sáu að húsbænd- urnir fengu e. t. v. eins mikið í bein- hörðum peningum fyrir vinnu þeirra utan heimilisins, eins og þeir fengu sjálfir í skjaldaskriflum og baugabrot- um fyrir alla ársvinnuna. Eg tel engan efa á því, að nokkurn- veginn nægan vinnukraft al-innlendan mætti fá til jarðabótavinnu á vorin og haustin; því þótt fólk hætti að vilja vera i vist, þá verður það að vinna. En viðbrigðin hafa orðið svo mikil fyrir bændur við þetta, að fá stundum ekki nema einn vinnumann fyrir hverja tvo eða þrjá, sem þeir höfðu áður, að þeim finst ómögulegt að gera neitt. En fólkið leitar þangað, sem það veit, eða heldur, að vinnu sé að fá. J. Exner málari, einhver helzti lista- maður Dana, er látinn nýverið. Loftför Wellmans. Svo sem getið hefir verið áður mistókst loftferð Wellmans hins ameríska, sú er harin hóf h. 15. okt. síðastliðinn. Hér fer á eftir ítarleg frásögn af ierðalagi hans — tekin að mestu eftir Lögbergi: Hinn 18. október bjargaði gufuskipið »Trentc Wellman og félögum lans, sem lagt höfðu af stað á loftfarinu »America«. Þá voru liðnar 72 klukkustundir frá því að »America« lagði af stað frá Atlantic City og hafði hún farið frá 800—1200 mílur á þeim tíma. Lengst hafa Zeppelins oftförin áður farið 850 mílur. Síðasta skeytið, sem þeir Welman og félagar hans sendu, barst á ié. október. Var af því að ráða að förin gengi ekki sem bezt, því að þar var svo sagt, að gasforðinn í loftfarinu hefði minkað svo fljótt eftir að lagt var af stað, að ekki hefði orðið hjá því kom- ist að fleygja fyrir borð hverjum gasolin geyminum eftir annan til þess að koma í veg fyrir að loftfarið sigi niður í sjó, og fór þvi svo, að þá félaga skorti bæði eldsneyti og hreyfiafl. Sjálfur hefir Wellman ritað ítarlega skýrslu um ferðalagið, og eru þessi helztu atriðin: »Eftirað viðhöfðum farið fram hjá Nan- tucket á sunnudagsmorguninn16/10, stefnd- um við í norðaustur, eins og við höfð- um ætlað okkuð 140 mílur. Höfðum við hagstæðan vind og þurftum ekki að nota mótorana. Seinna um daginn snerist vindurinn til norðvesturs og varð hvass- viðri mikið. »America« fór nú fimtíu og fimm mílur á klukkustund; en þá tók equilibratorinn‘) að gera okkur ýmislegt ógagn svo að við sjálft lá að hann stórskemdi loftfarið. Næsta nótt var ottaleg nott, eti þó voru skipshafnarmenn rólegir og sýndu mikla hugprýði. Við lögðumst til svefns, og bjuggumst helzt við því að vakna við það að við værum komnir í sjóinn. Equilibratorinn dró loft- farið niður og varð ekki annað sýnna en að hann drægi björgunarbátinn í kaf líka; en ef svo færi, þá þurftum við ekki að hugsa til að bjargast af eigin rammleik. Kom okkur saman um að vera í loft- bátnum sjálfum og kveikt- um þar Ijós. A mánudagsmorgnninn var skipað að hleypa mót orunum á stað og reyna að komast til Evrópu eða Azoreyjanna. En við sá- um skjótt að þess mundi ekki auðið verða, því að þá var gasolin okkar mjög til þurðar gengið. Afréð- um við því að halda til Bermudaeyja. Við stefnd- um því í suðvestur, og höfðum allar vélar í gangi, en komumst ekki nema 15 mílur á klukkustund. Höfðum við nú fastráðið það, að vera kyrrir i loft- farinu meðan auðið væri. Kl. 5 á þriðjudags morguninn 18. þ. m. sáum vér ljós á gufuskipi nokkru. Það var skipið »Trent«. Vér gátum komið skeytum til skipsins um að vér værum 1 háska staddir. Skipverjar svöruðu og sögðust koma og hjálpa oss; en allmiklum erfiðleikum var það bundið að skipverjar næði í björgunar- bát okkar og kæmu okkur upp á gufuskipið Trent. Allir björguðumst vér samt, sex félagar og kattargreyið líka, sem fékk að fara með okkur í þessa loftför. — Viðtökur fengum við hinar ákjósanlegustu. Skipshafnarmenn minir reyndust allir hinir hugprúðustu karlmenn í þess- ari miklu hættuför«. Wellman hefi lengi verið grunaður um græzku. Hann hefir hvað eftir annað lýst yfir því að hann hefði í hyggju að fara miklar svaðilfarir, en ekk- ert orðið úr þegar á átti að herða. Þess vegna var sú skoðun orðin almenn, að lítið mark væri takandi á stórræð.vhjali hans; hann væri að þessu braski til þess að vekja athygli á sér, en enginn hugur í honum til karlmannlegra framkvæmda. En nú hefir hann rekið af sér það ámæli. Hann hefir fyrstur manna verið þrjá sólarhringa á loftfari úti á reginhafi og farið 1000 mílna langa leið á þeim tíma. Hann hefir sýnt það að hann hefir verið fús á að leggja lif sitt i hættu fyrir hugsjónir sinar. Af því hefir hann vaxið mjög i augum þeirra manna, sem voru farnir að hafa ótrú á öllum hans ferðalögum og ráðagerðum. Ferðin mistókst að vísu. En við öðru var naumast hægt að búasl, með þvi að loftfar hans hafði ekki verið reynt svo að neinar sérlegar likur væru til að það kæmist alla leið yfir Atlanzhaf. En því meira þrek þurfti til að leggja af stað, og Wellman ætlar ekki að lára hér staðar numið. Hann seg- ist ætla að reyna aftur. Og þó að honum hepnist ef til vill ekki að komast á loftfari austur um Atlanzhaf, þá hefir hann fyrstur manna freistað þess, og þar munu menn við leita héðan af unz einhverjum hepnast að leysa þá þraut af hendi. ------------->11 'O '■■■<--------------— Wellman flugmaður Danskur konsúll er Sveinn Brynj- ólfsson húsagcrSarmeistai.'i or<5inn £ Winni- Peg- — > ‘) Equilibratorinn er verkfæri nokkurt, Það er búið til úr mörgum gasolínshylkjum, i ejó, og átti að vera til að halda loftfarinu það stöðngra. sem sérstaklega var gert til þessarar ferðar. samföstum, sem flutu eftir loftfarinu niður i bæfilegri bæð frá sjávarflöt og gera

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.