Ísafold - 07.12.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.12.1910, Blaðsíða 2
302 ISAFOLD 25°lo ■¥■ Vetrarhöttum fyrir dömur og telpur, linum Karlahöttum. 20°lo afsláttur af Skinnvöru, Sjölum, Borðteppum. i !■ QI afsláttur af Iw 10 vetrarkápum fyrir konur, karla og börn, Drengja- og fötum Karlmanns- IHOL afel af allri vefnaðarvðru IV 10 Cllwll og öllu öðru sem fæst í verzluninni, ekkert undanskilið! Þó er afsláttur ekki gefinn ef keypt er fyrir minna en krónu. Petta er ekkert skrum reynið! Vandaðar vörur Nýjar vörur. Verzlunin DAGSBRÚN Hverfisg.4 Mjög lágt verð eftir gæðum. Gísli Sveinsson og Vigfús Einarsson yfirdómslögmenn. Skrifstofutfmi ll‘/j—I og 5—6. Þingholtsstrœti 19. Talsimi 263 Skattamál. ii. Yfirlit yfir tillögur skattamálanefndar. (Frh.) Nefndin hefir gert áætlun yfir tekjur þær, er fást mundu af þessum beinu sköttum; auðvitað getur slík áætlun eigi orðið alveg nákvæm og einkum getur hún orðið skeikul við tekju- og eignaskatt. Aætlun nefndarinnar er þessi: I. Tekjur af fasteignaskatti: a. Jarðeignir 3 milj. kr. b. Húseignir 15 — — c. Lóðir . . 2 — — Samtals 30 þús. kr. 2 af þúsundi gera . . 60 þús. kr. II. Tekjur af tekjuskatti .60--------- IIÍ. Tekjur af eignaskatti . éo------- Samt. tekjur af beinum sköttum ....... 180 þús. kr. Breytingar þær er nefndin leggur til, að gerðar séu á tollunum, eru þessar: Tollar með Tollar eftir hækkun 1907. frumv. Hækkan. Tóbak . pd. 65 a. 75 a. 10 a. Vindlar » 2,60 - 3,00 - 40 - Vindlingar* 1,30- 1,50 - 20 - Kaffi...» 13 - 14 - 1 - Te . . . . » 39- 1 O n - Súkkulade » 13 - 20 - 7 - Brjóstsykr.» 39- 50 - 11 - Sykur . . » 6% eyr . 6 - —. -7z eyr. Skarð verður í tekjuáætlun nefnd- arinnar, er áfengistollurinn fellur burtu. Miðað við aðfluttar vörur 1905 hefði tekjuhækkun á áfengistolli orðið rúm 64 þús. kr., og við hækkun á framan- töldum tollum hefði tekjuhækkun orð- ið það ár tæp 32 þús. kr., að frá dregnum tekjumissi við lækkun sykur- tolls (c. 17000 kr.). Þareð 1905 er flutt óvenjumikið af vörum til lands- ins og nefndin vill vera við því búin, að úr dragi aðflutningi við tollhækk- unina, gerði nefndin ekki ráð fyrir hærri tekjuauka en 78 þús. kr. alls. Algjörlega nýr rekjustofn er það, sem stmpilqjaldið á að leggjast á. 1. grein í lagafrumvarpinu um stimpil- gjald hljóðar svo: »£>4 er þau skjöl, sem umræðir i lögum þessum, eru gefin út eða afgreidd af em- bættismanni, sem til þess er bær, á hann að sjá nm, að þau séu stimpluð, eins og fyrir er mselt i lögnm þessum, á kostnað þess manns, er biður um að skjalið sé út- gefið eða afgreitt*. Stimpilgjaldið er mishátt eftir þvi hvers konar skjöl er um að tefla. Hér er sett aðalflokkaskiftingin og gjald- hæð hvers flokks: Með iyt% af verðhæðinni skal stimpla: a. Afsalsbréf fyrir fasteignum og skip- um. b. Byggingarbréf og leigusamninga um fasteignir og skip. c. Skjöl, sem heimila rétt til fiski- veiða eða veiðiréttindi, leggja ítök, skyldur eða kvaðir á anuars manns fasteign. d. Erfðaskrár. Með %% af verðhæðinni skalstimpla: a. Kaupmála. b. Félagssamninga. c. Skuldabréf og veðskuldabréf. d. Framsal í skjölum, sem nefnd voru undir staflið c, ef framsalið er þing- lesið. e. Yfirfærslu á skyldum skuldunauts til annars, ef skjalið er þinglesið. Enn- fremur skal stimpla ýms skjöl og bréf með föstu gjaldi. Tekjur af stimpilgjnldi áætlar nefndin 2/pús kr. Þá kemur tillaga nefndarinnar um að hækka ýms opinber gjöld og á á þann hátt að hækka aukatekjur lands- sjóðs. Eigi er ástæða til þess að fara út í einstök atriði, þareð að eins er um minni háttar fjáraukning að tefla; áætlaður tekjuvöxtur á þessum lið er ij pús. kr. Ennfremur vill nefndin breyta lög- um um erjðajjárskatt, sem eru um 100 ára gömul og því mjög úrelt. í frumvarpi nefndarinnar er erfðafjár- skatturinn sem hér segir: a. Af erfðafé, er hverfur til hins eftir- lifandi, hjóna eða niðja hins látna skal gjalda 1%. b. Af erfðafé, er hverfur til foreldra hins látna eða niðja þeirra, er ekki heyra undir staflið a, skal gjalda 6%. c. Af erfðafé, er hverfur til föður eða móður, foreldra hins látna eða niðja þeirra, er eigi heyra undir staflið a eða b, annarra fjarskyldari erf- ingja eða óskyldra erfingja, skal greiða 12%. d. Af erfðafé, er hverfur til kirkna og opinberra sjóða, gjafasjóða, félaga, stofnana eða annars slíks, skal sömu- leiðis greiða 12%. Erfðafjárskatt skal greiða af öllum fjármunum, er við andlát manns hverfa til erfingja hans. 3000 kr. tekjuauka býst nefndin við að þessi lög afli landssjóði. Loks ieggur nefndin til, að fyrir hvert skip, sem hefir fullkomið þilfar eða gangvél, og tekur höfn á íslandi eða haldið er út frá landinu skuli greiða í vitagjald 25 aura af hverri smálest, þó aldrei minna en 5 krón- ur. Skip, sem að eins eru höfð til innanlands siglinga, svo og íslenzk fiskiskip, skulu gteiða vitagjald einu sinni á ári. Af vitagjaldi gerir nefndin ráð fyrir 10,000 kr. tekjum. Fyrst hafði nefnd- in ætlað sér að leggja fasteignaskatt á innlend skip, en ýmsra örðugleika vegna hætti hún við það og áleit heppilegra að láta þau einnig gjalda vitagjald. Forseta-minnisvarðinn. Því máli er nú komið það áleiðis, að á síðasta stúdentafundi var samþ. að skora á forseta alþingis að gangast fyrir stofnun samskotanefndar. Ekki kunnugt eun hverju þeir svara. Þórhallur biskup ritar í síðasta N. Kbl. um minnisvarða forsetans og skýrir frá þvi, að gamli samskotasjóð- urinn verði orðinn nál. 5000 kr. á næsta ári. — Hann telur það mesta barnaskap að ætla sér að koma mynd- inni upp í vor, en vill láta það bíða — og þá að sjálfsögðu hafa hann því myndarlegri. Nýársnóttin var leikin í 2 5.sinni síðastl. sunnu- dagskvöld fyrir troðfullu húsi. Svo hefir jafnan verið, er Nýársnóttin hefir verið sýnd. — Hún fór sýnu betur úr hendi á leiksviðinu en 1. kvöldið, sem hún var leikin í vetur. En þó er stórmikill brestur á um leiklist sumra leikendanna. Meiðyrðamálin. Enn hefir Þjóðólfur verið dæmdur í 3 meiðyrðamálum, sem ráðgjafi höfð- aði gegn blaðinu — í einu málinu 50 kr. sekt, öðru 30 og þriðja 25 kr. sekt auk 45 kr. í málskostnað. Manntalið i Reykjayík. Mannfjöldi nál. 11.600. Yfirmenn manntalsins hér i bæ (Sig. Jónsson barnak. og Jóh. Krist- jánsson ættfr.) eru nú búnir að telja saman manntalslistana alla, senj komn- ir eru þeim i hendur. — En ennþá er eftir að telja á tveim botnvörp- unganna. Samkvæmt manntalslistunum voru íbúar Reykjavíkur 1. des. 1910, 11.561. Taldir eru aliir bæjarmenn, sem viðstaddir eru, og utanbæjarmenn, sem staddir voru í bænum aðfaranótt 1. des. En fjarstaddir bæjarmenn eru ekki taldir. Húsin, sem talið var i voru 1115, með öðrum orðum 10—n manns að meðaltali í hverju húsi. En munurinn annars mikill — fæst í húsi: 1, en flest 113. Það var í Bjarnaborg. í því eina húsi búa fleiri en í öllu Aust- urstræti. íbúatala Reykjavíkur hefir aukist um nærri helming á siðasta áratug. Arið 1901 voru íbúarnir 6321. 8 ár- um þar á undan (1893): 3796. Árið 1905 voru þeir 3 vant í 9000 og 1907: 10.318. -----'see,------- Guöm. Hjaltason hefir verið á fyrirlestra-ferðalagi um Árness- og Rangárvallasýslur í haust í okt. og nóvbr.mánuði. Hefir hann flutt 25 erindi á tímanum frá 16. okt. til 24. nóv. um margvisleg efni og nál. 2400 manns hafa sótt erindi hans. Greinarhöf. einn í Suðurlandi fer mjög lofsamlegum orðum um erindi Guðm. Og m. a. segist hann vilja: »beina þeirri spurningu til hins háa alþingis, sem saman á að koma á þessum vetri, hvort það ekki sjái sér fært að veita Guðm. Hjaltasyni styrk nokkurn sem fyrirlesara,« því að þeir peningar muni endurgreiðast þjóðfélaginu með vöxt- um og vaxtavöxtum. »Það er holt og á heilbrigðum grundvelli bygt — það sem hann brýnir fyrir alþýðunni«. Leíkhússtjóri tveggja af leikhúsum Kaupmanna- hafnar Casino og Dagmarsleikhússins, Fritz Petersen, varð seint í fyrra mán- uði að »leggja niður völd« — hætta við leikhússtörf, með því að hann varð sannur að sök um óhæfilega á- reitni og tuddaskap, er gekk nauðgun- artilraunum næst gagnvart ýmsum leikmeyjum við leikhúsin. JÓLABAZAR með mörgum fallegum og smekklegum gjöfum er nú opnaður í Yerzlunin DAGSBRÚN Hverfisg. 4. Heilsuhælisgjafir og áheit. Gjajir og áheit til Heilsuhalisins í nóv. a. í Ártíðnskrána hafa komið 512 kr. Þar af 199 kr. til minningar um fyrv.' landlækni dr. med. J. Jónas- sen og 100 kr. til minningar um óðalsbónda Jón Skúlason frá Sönd- um í Miðfirði (frá ekkju hans). b. Áheit: N. N. Vatnsleysuströnd 5,00 kr., G. G. 2,00; G. 1,00; ónefnd kona 5,00; kona i Hafnarfirði 2,00. c. Gjafir frá Vestur-íslendingum: Frá Guðm Guðmundssyni 18,50; frá Jónasi kaupm. Jónassyni í Winni- peg 25 kr. með loforði um jafn- mikla gjöf árlega. Innkomið samtals í nóvember kr. 570,00. Jón Rósenkranz. ... *r~.... Minning Jóns forseta. Þórhallur biskup ritar á þessa leið i síðasta N. Kbl.: »En svo ætti þing og landsstjórn að gera annað fyrir minning Jóns Sig- urðssonar. Og það er að gefa fri- merki út með mynd hans, og væru þau frímerki bara í gildi árlangt, frá fæðingardegi Jóns talið. Það mundi gefa af sér töluvert fé aukreitis. Ætti ekki að þurfa á því fé að halda til myndastyttunnar. — Treystum því, að gefist beinum gjöfum, og einmitt frá sem flestum, en smátt úr stað. — Nóg annað væri með féð að gera, í anda Jóns Sigurðssonar. Fjárhagsástæður landsins munuvera langt frá því að upp verði tekið í fjárlög féð til háskólans á næsta þingi. En væri ekki vel að láta andlitsmynd Jóns Sigurðssonar á frímerkjunum koma einni stoðinni undir háskólann, með fjársafni til að launa kennara í íslands sögu. Svo mikinn gróða vil eg hafa upp úr frímerkjunum. Betur yrði ekki gert minningu Jóns Sigurðssonar. Og víst er um það, að það yrði eina pró- fessorsdæmið um víðan heim í íslands sögu — nema ætti eftir að koma upp fyrir vestan haf — á næstu öld«. Reykjavikur-annáll, Etnar Hjörleifsson skáld les npp kafla úr hinni nýjn skáldsögn sinni: Gull, á laugar- dagskvöldið i Bárnbúð, sbr. augl. i bl. Hjálpræðisherlnn er jafnan vannr á ári bverju að gleðja fátæk börn og gamalmenni um jólin og safnar samskotum hjá bæj- arbúnm í þvi skyni. f>etta ár ganga hermennirnir ekki i búsin til samskota, held- ur eru reistar samskotastöðvar viða á göt- unum — og þeir sem ganga um farinn veg geta þá látið eitthvað af hendi rakna. Hjúskapur: Klemenz Klemenzson Berg- staðastræti 66 og ym. Margrét öuðbrands- dóttir. Gfift 3. des. Kristján Vídalín Brandsson, Hafnarf. og ym. Quðbjörg Qnðrún Þorláksdóttir. Gift 3. des. Söguerindi það er Árni Pálsson sagnfræð- ingur flutti,á snnnudaginn var vel flutt og fróðlegt. A langardaginn fer Árni suður í Keflavík og flytur þar 5 alþýðuerindi. Veðrátta með afbrigðum blið undanfarið. Klaki nær leystnr úr jörðu — svo hefir tíðin verið hly siðustu vikuna. Skipaferðir; Sterling (E. Nielsen) fór til útlanda 5. þ. mán. með allmarga farþega. M. a.: Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður, kaupm. R. Braun, L. Kaaber, Jón Björns- son með frú, Páll Stefánsson verzlunar- agent, Guðm. Hlíðdal verkfræðingur, Christensen orgelsmiður o. fl. o. fl. Botnia kom í dag um hádegi frá út- löndum. Farþegar m. a.: P. J. Thor- steinsson stórkaupm., Bjarni Jónsson viðskiftaráðunautur frá Vogi, — frá Austfjörðum: Carl Steinsen verzlunarstj. og fleiri. Úr sveitinni. Snœfellsnesi 14. otct. Héðan af Snæfellsnesi er nú fátt að frétta. Þetta sumar, sem nú er þegar á eoda, hefir orðið mörgum heilladrýgra en útlit var fyrir þegar menn voru að berjast við erfið- leika þá, sem leiddu af hinum miklu harð- indum næstliðinn vetur og vor. Veðrátta var hiu bezta i júlí og ágúst. Fiskafli góð- ur og heilsufar manna yfir höfuð gott. Heyfengur i góðu lagi hjá þeim, sem byrjuðn snemma heyskapion, en þvi miður byrjuðu margir altof seint sláttinn og hefir því heyfengur þeirra orðið litill, þvi hey- annatimi þeirra var svo stuttur. Siðan snemma i september hefir verið mjög vinda- og vætu8öm tið, og nú tvo sólarhringa hefir verið stórfeld rigning og rok, en er nú að létta til. Haustverzlunin stendur nú yfir og þykír mörgum lítið verð á fénu. Frá 10 til 13‘/i eyri pundið í lifandi fé, en 16 til 18 aura pundið af kjöti, 40 aura ull. Kvennafundui’. Siðastliðinn föstudag 1. desbr. var hald- inn allsherjar kvennafundur i Iðnaðarmanna- húsinu. Áðsóku var svo mikil, að margar konur urðu frá að hverfa. Þar voru rædd, hæði vel og skipulega, ýms sérmál okkar kvenna; einnig var talað mikið um, hve afarnauðsynlegt væri að hafa gott kvenna- hlað, sem ræddi bæði sérmál okkar og ýmis- legt annað, er okkur skiftir. Við eigum eitt — segja og skrifa eitt— kvennablað á öllu landinu, sem einmitt ræðir það, sem ætti að vera okkar mestu áhugamál. Þetta blað er gefið út af þeirri konu, sem sjálf- sagt er ein af okkar færustu konum til þess. Hún hefir nú 16 ár verið ritstjóri þessa blaðs, og með óþreytandi áhuga hæði í ræðum og ritum hrýnt fyrir okkur hvað til okkar köllunar heyrir. Eg fyrir mitt leyti er viss um, að þessi kona á mestan og beztan þátt í þvi, að okkar málum hefir þokað talsvert áfram á siðustu árum; en eitt vitum við öll, og það er, að hver sá er ræðir og ritar um mikílsvarðandi lands- mál, eignast ætíð fleiri eða færri mótstöðu- menn, (já, sjálfur Jón Sigurðsson komst ekki hjá þvi). Þessi kona hefir ekki heldur orð- ið útundan í þessu efni, hvort sem það stafar af öfund yfir því, að hún er skýrari en mótstöðukonur hennar, eða það er sann- færing þeirra, að hún eigi að kveðast nið- ur, ber mér máske ekki um að dæma, en nokkuð er það, að mörgum virðast það vera persónuleg óvild, sem siðan er notuð til þess að egna fólk á móti flestu þvi, sem þessi kona starfar að. Þið konur, sem síð- an farið eftir rógburði annara, viljið þið ekki sjálfar kynna ykkur störf þessarar konu frá því fyrsta að hún lét til sin heyra, og síðan dœma — eg gef ykkur bara sama heilræðið, sem eg hefi notað, og niðurstað- an varð sú hjá mér, að engin ein kona hafi tekið henni fram, um réttan skilning, dugn- að, ósérhlífni, og óþreytandi áhuga á að ryðja okkur jafnréttis-braut og stuðla af alhuga að öllum þeim framförum, sem okk- ur hefir snert. Já, hún hefir gjört meira; hún hefir svo að segja eytt sinum siðasta eyri, til að kalla til oakar og vekja okkur gegnum blað sitt. Þið, sem reynið að færa alt á verra veg, sem þessi kona segir og gjörir, gjörið þið betur. Eg veit að komandi kynslóð verðnr þakklát frú Brieti Bjarnhéðinsdóttur fyrir hennar mikla og óþreytandi áhuga á því máli, sem varðar svo mikið land og lýð. — Eg óska, að Kvennablað frú Bríet- ar megi bæði lifa og útbreiðast að mikl- um mun, og öruggasti vegurinn til þess er auðvitað sá, að vér konur hæði kaupum og borgum þetta nytsama blað. Fundarkona. ------9se------- í vandræðaskap sínum hefir Þjóð- ólfur síðustu missirin, tekið það ráð að rubba inn í blaðið ógrynnunum öllum af »sundurlausum þönkum« og úr sam- bandi rifnum setningum og klausum úr gömlum blaðagreinum í ísafold. Þess mun eigi dæmi um víða veröld, að nokk- urt blað hafi »lánaö« eins afskaplega úr öðru blaði, eins og Þjóðólfur hór hefir gert. Það er vitaskuld, að þetta sem Þjóð- ólfur tekur upp úr ísafold ber eins og gull af eiri af öllu öðru í blaðinu, er hið eina, sem einhver mannsbragur er á af því, sem þar birtist og því ekki nema von, að Þjóðólfur, á hor-riminni, seilist eftir því. — En mór fyrir mitt leyti finst það mundu verða heilladrjúgast fyrir blaðið að vera ekkert að tvínópa við þetta, heldur taka sig til og lifa al- gerlega sem sníkjudýr á Isafold —taka greinarnar úr gömlum ísafoldarárgöng- um eins og þær leggja sig — og prenta upp. Þær mundu áreiðanlega þykja hollari fæða en hinar n ý j u ÞjóðÓlfsgreinar. Hafa skyldi Þjóðólfur holl ráð I *

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.