Ísafold - 01.01.1911, Síða 2

Ísafold - 01.01.1911, Síða 2
r ISAFOLD Gísli Sveinsson og Vigfús Einarsson yfi rdómslögmenn. Skrifstofutími II1/,—I og 5—6. Þingholtsstrseti 19. Talsími 263 Þá heldur G. H , að 50 kr. verð á skipp. sé skilyrði fyrir þvi að litgerð- in borgi sig. Það er eins og það komi málinu ekkert við, hve mikið fiskast. Þar að auki bendir hann á veginn til að forðast hættuna, sem sé þann, að skipin fari með aflann fersk- an til útlanda, og annað fyrirkomu- lag á kaupgjaldinu. — Síldarveiðun- um er hann ekki alveg fráhverfur, sem athvarfi, ef illa gengi með fisk, og er eg hissa á því um jafn varkár- an mann. — Yfirleitt mundi eg ráða mönnum frá því að byggja nokkuð á þeim. Eg held að »skuldapostularnir« hugsi sem næst svo: Botnvörpuútgerðin á að aukast; en hvort sem nú á að reka þær með helming eða tveim þriðju fjárins að láni, þá er það ekki hægt nema að fá útlent fé. — Eins og nú er komið bankamálum vorum, þá er ekki hægt að fá þetta fé nema litið eitt, og það sem fæst, er frá Dan- mörku. Danir þurfa sjálfir að fá fé að láni, geta því ekki verið annað en milliliður fyrir oss. Því hlýtur að vera heppilegast fyrir oss að opna oss sjálfir veg að peningamarkaðinum. — Annað mál er það, hvort þetta hepnast. G. H. fer háðungarorðum um af- borgunarlausu lánin — »eilifu lánin*, sem hann kallar, og segir að þau verði til þess að menn geti aldrei eignast neitt, og að útlendingar, helzt Danir, eignist allar fasteignir hér á landi. Ekki eru þetta nú neitt annað en slagorð, eins og fleiri staðhæfingar G. H. í þessum greinum. Og að það yrðu Danir, sem eignuðust allar fast- eignirnar, ef lán yrði tekið hjá ein- hverri annari þjóð (og það er nú ein- mitt það, sem verið er að ráðgera, og þar að auki áreiðanlega ekki hægt að fá féð hjá Dönum) — það verður víst öllum óskiljanlegt nema G. H. — Og getur líklega jafnvel ekki hann skilið það á annan veg en að það sé »slag- orð«, sem á að hræða menn frá að taka lán. Þótt lánin standi afborgunarlaus, þá gerir það ekkert til. Getur ekki haft áhrif á það, hvort menn eignast nokk- uð. Ef lánin borga sig — og það verða þau að gera, ef hægt á að vera að borga afborganir — þá er auðsætt, að það er bezt að þau standi sem lengst. Því fé, sem annars yrði varið til afborgana, yrði þá varið til að auka rekstursféð, og mundi það leiða til þess, að menn einmitt eignuöust meira og 3’rðu æ betur færir um að leysa veðið, ef láninu yrði sagt upp. — Al- veg þveröfugt við það, sem G. H. heldur fram. Maður, sem býr á leigðri jörð eða í leigðu húsi, getur vel orðið auðug- ur, þótt hann eignist aldrei jörðina eða húsið. Og það er staðleysa ein, að veðhafi eigi veðið; ef lánþegi stendur i skilum með það, sem hann samkv. samningnum á að borga, þá er hann fyllilega ráðandi yfir veðinu. Til þess að sjá annað eins og þetta, þarf ekkert annað en að trúa á það, að það sem heilbrigð skynsemi segir manni sé það rétta. Eg hefi þegar minst á löng lán til búskapar, og á það sama auðvitað við um allan atvinnurekstur, sem borgar sig sæmilega. — Sömuleiðis hefi eg drepið á lántökur til húsabygginga á jörðum, og sama verður sagt um nauðsynlegar húsabyggingar til hvaða atvinnureksturs, sem er: að ef lánar- drottinn tekur lægri vöxtu af fé sinu heldur en atvinnureksturinn gefur, þá er hyggilegt að láta svo há lán hvíla á öllum fasteignum, sem unt er og svo lengi sem unt er — ef fyrirtækið þá er sæmilega örugt. Þá er að minnast ofurlítið á löng lán til húsabygginga í kauptúnum. — Er nú nokkurt vit í því, að lánin »lifi« sem næst því jafn lengi og hús- ið stenduri Ef ekki væri unt að fá nein lán til húsabygginga, þá gætu að eins vel efnaðir menn bygt hús. Afleiðingin af því yrði, að húsaleiga yrði mjög há, svo að leigjandi yrði að borga margfalda vexti af húsinu. Nú er ekki nóg að geta fengið lán til að byggja hús — það þarf að borga það aftur. — Og skilmálarnir verða að vera svo vægir, að lántakandi geti staðið í skilum, ef hann á að hafa gagn af því. Og meiningin með því að veita löng lán til húsabygginga er sú, að koma þvi til leiðar, að menn geti fengið húsnæði fyrir sanngjama »húsa- leigu«. Húsin þurfa ekki að ýendast lengur en það, að það sé vist að lán- ið borgist með því, sem væri sann- gjörn leiga af þvi. — Og þótt eig- andi hússins aldrei eignisthúsið skuld- laust, þá getur hann verið búinn að græða stórfé á því, þegar það fellur — í lægri húsaleigu. Hér er verið að hugsa um það eitt, að sjá fátækari mönnum fyrir ódýru húsnæði. Skrif G. H. er hér úti á þekju. — Hann hefir alls ekki vitað, hvað hann var að tala um. Eg ætla ekki að þessu sinni að segja neitt um hafnargerð hér í Reykja- vík, — en ætla að eins að skjóta þeirri spurningu til G. H., hvort þessi bryggja hans eða garður, sem á að byggja út frá battaríinu muni koma að tilætluðum notum, ef höfnin verð- ur ekki að öðru leyti fullgerð. — Eða hvernig stendur á því þá, að fagmað- urinn, sem fenginn var til þess að rannsaka og gera tillögu um þetta mál, stakk ekki upp á því, sem ein- um ódýrum veg til bráðabirgða, að byggja þenna garð ? Eg er ekki fagmaður í hafnargerð, og skal því ekki deila við G. H. um þetta atriði. En eg er algerlega mótfallinn nið- urjöfnunarkenningu G. H., vegna þess, að það yrðu þá einmitt þeir menn að borga höfnina, sem ef til vill hefðu mjög lítið gagn af henni. Auk þess sér hver heilvita maður, að það er al- veg ógerlegt að jaína niður öllum slíkum kostnaði, sem bærinn eða land- ið verður að leggja í. — Hvað halda menn um útsvörin hér í bænum, ef jafnað hefði verið niður öllum vatnsveitukostnaðinum og gas- kostnaðinum ? Það er eins og G. H. haldi að það séu engin takmörk fyrir því, hve miklu er hægt áð jafna niður. — En eítir því sem útsvör eru hærri, eftir því veróa fleiri þeir menn, sem verð- ur að taka þau lögtaki hjá, flfeiri þeir menn, sem ekki borga neitt, fleiri þeir sem verða þurfamenn, fleiri sem flýja úr bænum. En það væri léleg fjár- málapólitík, að flæma burt gjaldend- urna og rýja þá sem eftir kynnu að verða — inn að skyrtunni. Annars dettur liklega fáum þessi barnaskapur í hug, og G. H. þorir heldur ekki að halda því til streitu. Að endingu skal eg að eins benda á, að G. H. heldur að þessi þremils garður út frá battaríinu, muni borga sig SVO vel þegar á fyrstu árum, að hann gefi 5°/0 af helming þess, sem öll höfnin mundi kosta, og þannig hjálpa að byggja það sem eftir yrði. En ef það reynist svo, þá skil eg ekki annað en að fullkomin höfn borgi sig vel, þegar siglingar hingað hafa aukist um helming — sem áreiðan- lega má búast við að verði mjög bráð- lega eftir að höfnin er fullger. /- Sóttkveikja í fötum? Á Lltla-Pjslli i Mýrasýslo andaðist hinn 18. náv. 1910 einkabarn hjónanna þar og olli það foreldrunnm, eins og nærri má geta, mikils harms. Barnið dó úr harnaveiki. Að sóttkveikjunni hefir verið leitað og ekki fnndist, nema ef ske kynni, að hán hefði getað leynzt i föggum manns nokkurs úr Roykjavik, er nefndi sig Ólaf. Eann rann hér um héraðið og rakti hæ: til að hjóða og selja varning sinn. Maður þessi kom að Litla-Fjalli nálægt 10 dögum áður en harn- ið veiktist og leysti þar upp farangur sinn, en hann var meðal annars kápa af harni og sjal, hvorttveggja óhreint og hrúkað. Hvorugt var að sönnu keypt þar, en mað- urinn lét þess getið, að óhætt væri að kanpa sjalið, það væri af beilbrigðum. Eg skýri frá þessu þeim til athugunar sem kanpa vilja varning af farandmönnum, sem enginn veit deili á. 4/la 1910. ' J. G. Minnisvarðamálið. Svo skipaðist til á miðvikudaginn, að í ncfnd þeirri, er forgöngu á að veita framkvæmdum um minnisvarða yfir Jón Sigurðsson urðu x8 manns —• eins og sjá má undir ávarpi nefndar- innar hér í blaðinu. Fyrst voru kosnir á þingmanna- fundi þeirTryggvi Gunnarsson, Hann- es Hafstein, biskupinn og Jón Jens- son og skyldi Stúdentafélagið tilnefna 5. manninn í nefndina. — En þessir 4 menn þóttu of einlitir í stjórnmál- um — og'jþvi eigi að búast við svo góðum árangri af starfi þeirra, sem æskilegt væri. Stúdentafélagið gekk því i það, að fá fjölgað mönnum í nefndinni, svo að við bættust 4 menn úr meirihluta- flokknum. Kaus flokkurinn þá Björn Kristjánsson,- Bjarna frá Vogi, Ara Jónsson og sira Ólaf Ólafsson. Enn var svo bætt við i nefndina forsetum alþingis — og formönnum nokkurra félaga. Nefndin er þannig nú orðin laus við flokkaríg allan — svo sem vera ber í öðru eins alþjóðarmáli. Nú skiftir mestu máli, að fljótt verði brugðið við af hálfu allra þeirra, er falin hefir verið forgangan út um land, þvi að eigi er það oss vansa- laust, að láta 17. júní 1911 svo hjá líða, að eigi verði kominn upp rninn- isvarði yfir þetta »óskabarn íslands«. Einar Jónsson listamaður mun þeg- ar um nokkurn tíma hafa unnið að mynd af forsetanum, svo að frá hans hálfu mun naumast á verkinu standa. — Nefndin mun þegar hafa símað til hans um að fá sýnishorn af mynd- inni sent. Einstaka raddir hafa heyrst um það, að ganga fram hjá Einari við mynd- argerð þessa. En þær eru ískrandi hjáróma. Enda væri Einari með því sýnt ástæðulaust vantraust — úr körð- ustu dtt. Fjárglögg bæjarstjórn. Eins og nú er orðið knnnngt hér i hæn- nm hefir bæjarstjórnin hér hafnað boði hr. Júlínsar Halldórssonar, læknis, nm að gegna heilbrigðisfnlltrúastarfinn hér næsta ár, af þvi að hann vildi fá starfið goldið með 1000 kr. á ári, i staðinn fyrir 800 kr. — »Isafold« sem kom út 17. þ. m. (siðasta langardag), telnr þessa ráðstöfnn hæjar- 8tjórnarinnar tjón fyrir bæinn, og er það fyllilega réttmætt. Áður en hr. Júlins Halldórsson tók við heilbrigðisfulltrúastarfinu hér, hafði hæjar- stjórnin reynt 2 heilbrigðisfnlltrna, annan launaðan með 600 kr. á ári, hinn með 800 kr. á ári. — Eg þori að fnllyrða, að varla nokknr bæjarbúa vissi af þessum mönnnm sem heilbrigðisfulltrúum, af þvi þeir gerðu eklci neitt sem slikir. — En hr. Júl- ins Halldórsson hefir aftur á móti gegnt starfa þessnm með mesta dugnaði, áhuga 0g árangri. — Þetta tvent þarf eg ekki að fara að rökstyðja með dæmum, þvi þetta vita allir bæjarbúar að er satt. En sann- anir eru fyrir hendi. — Eg, sem skrifa þess- ar línur, hefi haft tækifæri, vegna stöðu minnar, til að fylgjast með störfum heilhrigð- Í8fulltrnanna og get þvi vel dæmt um þetta af eigin reynd. Og gaman væri að vita bvort bæjarfógeti, formaður heilbrigðisnefnd- ar, teldi ekki þessa ályktun hæjarstjórnar- innar dálitið heimsknlega. Mergurinn málsins er i fáum orðum þessi: Bæjarstjórnin galt 600 kr. og 800 kr fyr- ir Btarf, sem ekki var unnið. Svo geldur hún 800 kr. fyrir starfið, manni, sem vinn- ur starfið vel, og betur en hún (bæjarstjórn- inj hefir vist nokkurn tima ætlast til eða bana hefir dreymt um að ætti að gera. Þessum manni vill hún ekki gjalda 200 kr. launaviðhót, þótt hann, hæði vegna sérstakra skilyrða (er læknir) og alþekts dugnaðar, gegni starfinu eins og það út- beimtir. Nú vill hæjarstjórnin fá nýjan heilbrigðisfulltrúa fyrir 800 kr. — Hver hann verður, veit enginn En það sýn- ist þó heldur skynsamlegra að hafa engan heilbrigðisfulltrúa heldur en þann, sem allra hluta vegna ekki getur gegnt starfinu. Þvi þeim peningnm, sem honum eru veittir að launum, er sannarlega kastað i sjóinn. En það er nú svona fyrir hlessaðri bæjarBtjórn- inni (meiri hlntanum) að hún vill heldur launa manni, sem ekkert gerir, 800 kr., en 1000 kr. þeim manni, sem bæði vegna þekk- ingar og atorku gerir mikið. — Er það ekki dásamleg stjórnvizka, sem lýsir Bér í þessu, hvar sem er? 20. des. 1910. Bœjarbúi. Leikhúsið. Kinnarhvolssystur Sjónleikur 1 8 þáttum eftir Carsten Hauch. í fyrradag hljóp af stokkunum fyrsti nýi lcikurinn á þessum vetri —- og í fám orðum sagt: hann var Leikjélag- inu til sóma yjirleitt. Kinnarhvolssy stur heitir leikurinn. eið leikinn,náðifrúin sér betur og bíétnr niðri og leikurhennar í siðasta þaétti, er hún kemur upp ár »unslirsljápBn- um« er áreiðanlega einhver laezta /list, sem kostur hefir verið á í leikhésinu hér. Gerfið, látseðið og ró*«ria* bar alt á sér einkenni góðrar lisiaf. Og sá leikur skyggir yfir ý»*» s«á- bresti þá, er sumstaðar bar á i fyrri hluta leiksins. Þótt cigi Tacrí fjrir neinu öðru að gangast, borgar það sig að fara í leikhúsið til að sjá frú Efnið. — Dætur Jóns bónda á Kinn- arhvoli (Stef. Run.) Ulrikka (Stef. Guð- mundsdóttir) og Jóhanna (Emilía Indriðadóttir) eru lofaðar ungum mönn- um þar í sveitinni, Jóhanni (Helgi Helgason) og Axel (Friðf. Guðjónsson) Jón gamli vill, að þær fari að kom- ast í hjónaband, en önnur hjónaleys- in (Axel og |óh.) brestur allmjög cfni til þess, en fyrir hinum er það svo, að Ulrikku f i n s t sig og Jóhann bresta þau, þótt hún hafi rokkinn þeytt um árabil og spunnið sér klæða- stafla og Jóhann eigi kot að búa á. Ulrikka er ímynd fjárgræðgi og hóf- lausrar sparsemi. Og þetta er það, sem höfundur vill feigt. Hann gerir Ulrikku að aðal-persónu leiksins og spinnur forlög hennar af mikilli snild. — Hann lætur Ulrikku ná sambandi við bergkonunginn (Bjarni Björnsson,) drottin gullsins. Hann býður henni í bergið til sín og fær hún að spinna þar gull svo sem hana lystir. Lætur bergkonungur efla að henni seið, svo að eigi fær hún greint tímann, hvern- ig hann liður. Éina mælisnúran, sem hún hefir til að fara eftir, er gullvef- urinn. — En henni finst hún aldrei ætla að fá nægju sina. Og þarna situr hún 25 ár og spinnur gull og veit ekkert hvað tímanum liður — heldur að hún hafi dvalist þar i lengsta lagi nokkurar vikur. Hún raknar þá fyrst við sér, er hún heyrir sálmasöng uppi á berginu, brúðkaupssöng. Held- ur hún að þar sé nú Jóhanna systir sin að ganga til brúðkaupsins i kirk- juna og vill nú úr berginu. Kallar á bergkonung og hann leiðir hana úr berginu. Þá stendur svo á, að Jóhanna syst- ir hennar er að halda silfurbrúðkaup sitt. Henni og festarmanni hennar hafðibergkonungurinn hjálpaðfyrir það, að Jóhanna tók honum vel eitt sinn er hann kom á heimilið í förumanns gerfi og Úlrikka vildi láta út reka betl- arann. Hún er nú á leið til kirk- junnarmeð manni sínum og dóttur. Boðsgestir hafa áð þarna á berginu. Þá sjá þeir koma þar haltrandi eld- gamla nornarmynd, svo ellihruma, að hún má naumast sig hræra og sér tæplega í andlit henni fyrir hrukk- um. , % Þetta er Úlrikka. Svo hafði bergloftið, gullgræðgin og rokksetan 25 löng ár með hana fnrið. Vitaskuld þekkir hana enginn boðs- gestanna. En hún gengur að Ingi- björgu dóttur Jóhönnu, sem er lifandi eftirmynd móður sinnar og ávarpar hana: Þarna er þá Jóhanna systir mín. Fólkið alt fyllist skelfingu, er það verður þess víst. að þar er komin svona útleikín Úlrikka, sú er allir töldu löngu dauða. Sjálfri bregður henni svo við, er hún fær hið sanna að vita og sér spegilmynd sina, að hún má naumast á fótum standa; kveður hún lífslind sina þrotna, líf sitt í eyði lagt fvrir gullgræðgina, hallast hún svo að barmi fornunnusta síns, Jóhanns, og biður hann leiða sig heim í föður- garð, því að þar vilji hún deyja. En forlög Úlrikku leiða Ingibjörgu, sem var að komast út á villibraut ágirnd- arinnar, á rétta leið. Þetta er í stuttu máli efnið. Sjálf- ur segir höf. í formála leikritsins, að sú sé ætlun sin með leiknum að reyna að ræta upp, ekki að eins ágirndina heldur yfirleitt alla einhliða viðleitni mannsins í ytri efnum’, sem gerir að engu fyrir honum hið eiginlega and- lega ætlunarverk, sem honum er ætl- að að vinna. Hversu mikið sem mað- urinn fær áorkað á yfirborðinu, þá stendur hann samt rauninni í stað, ef hann vanrækir innri framþróun sína, því að tíminn hleypur frá honum. — ímynd allrar þessarar litils nýtu ytri viðleitni á Úlrikka að vera. Og hvort sem maður situr í berginu við skrif- borðið, í höllinni eða sefur í legu- bekknum — alt kemur i einn stað, ef ei er hirt um hina innri framþróun. Stefaníu — i leikslok. Bergkonungurinn er crfitt hlntverk. Hann bregður sér i ýms gerfi, kemur fram sem málmnemi, gamall betlari og drottinn undirdjúpanna. Hið stóf- fenglega, háleita og mikilúðlcga, sein ímyndunaraflið íklæðir svo veldHgan »anda« er eigi hægt aðgöngu að sýna, svo að á verði trúað — og þá sizt á leiksviðinu hér, þar sem ytri hjálpar- tæki eru svo nauða-fáskrúðug og lé- leg. — Því fór sem vænta mátti, að sízt tókst Bjarna »konungurinn í allri sinni dýrð« — en i betlaragerfinu var leikur hans nákvæmur og réttur, lát- æði gott og framburður hans var jafnan í bezta lagi, skýr og áherzlú- góður, og mættu aðrir leikarar vorir, sér að meinalausu, festa sér það i minni. Enn hefir Bjarni sér til ágætis, að hann býður af sér góðan þokka á leiksviðinu. Góðir leikkraftar meðal karlmannanna hafa verið mjög af skornum skamti undanfarið. Það er því gott til þess að vita, að félaginu hefir bæzt svo nýtur leikari og til góðs líklegur sem Bjarni er. Emilía Inriðadóttir fór vel með sitt hlutverk (Jóhönnu) svo sem hennar var von og visa. Hún er ein af þeim leikkonutn, sem leikhús má ekki án vera, ein af þeim leikkonum, sem jafnan má treysta, að skilji hlutverk sitt, og leiki aldrei illa. Guðrún Ind- riðadóttir leikur Ingibjörgu snyrtilega, en lítið hægt annað að gera úr því hlutverki. Stefdn Runóljsson leikur Jón bónda. Gerfi hans er gott, en sá er ljóður á ráði þessa leikara, að hann er oftast- nær á leiksviðinu eins og maður, scm kemur í hús fyrsta sinni, og veit eigi almennilega hvernig hann á að sitja eða standa. Friðfinnur Guðjónsson finst manni vera eins og »utan garna« í hlutverki Axels, — hlutverkið fer honum ekki vel og Helgi Helgason hefir litlum tökum náð á Jóhanni. Það er eins og honum sé ekki snerpan gefin á leiksviðinu. Leikur hans er alt of til- breytingarlítill. Maður verður t. d. alls ekki var við, hvorki i látæði né málfæri, að honum búi nokkur reiði í brjósti, er hann þýtur burtu frá Úlrikku — í reiðil Þá hefir Jónas H. Jónsson lítiðhlut- verk með höndum, Gústaf bónda, bið- il Ingibjargar. Það skal sagt fortaks- laust að Jónas hefði aldrei átt að sér að taka þetta hlutverk. Svo nauða- illa liggur það fyrir hann. Leiktjöld eru öll ný — máluð af Bjarna Björnssyni og Jónasi H. Jónssyni — og að því erleikmaðurfær um dæmt mikið velafhendi leyst.— Hellirinn var dimm ur og draugalegur, svo sem vera bar, þar sem aldrei sér sól, en saggi og hverskyns svæla gagnsýra alt. Þar skorti á baktjald, er hyldi Ulrikku, unz bergkonungurinn hefir mælt fyrir seiðinn, þvi að svo mælir leikritið fyrir. Fjalllendið undir Kinnarhvoli er frítt — gleður augað — og setstof- an í bæ Jóns er sérstaklega góð. . Ego. Það þarf verulega góða meðferð á leiksviði — þetta leikrit, ef það á að njóta sin. Svo góðri meðferð sætti það yfirleitt, að vel mátti við það una. Og þau hlutverkin, sem lang- mestu skifti um, bergkonungurinn og Úlrikka, fóru þeim’ Bjarna Björnssyni og Jrú Stejaniu að sumu leyti mikið vel úr hendi. Eg hélt í byrj un leiksins að Úlrikka ætl- aði að lenda í brotujn fyrir frú Stefaníu — myndin ætla að verða óskýr, tökin á leiknum fálmandi. En eftir því sem á Fáninn og Ungmenuafélðg- in. Svohljóðandi tillaga var sam- þykt á fundi Ungmennafélags Akur- eyrar 16. þ. mán.: Til að hrinda Jánamdlinu áleiðis álítur Jélagið heppilegt að lógleiddur verði sérstakur staðarjdni og ákveður pvi að heita sér Jyrir að skorað verði d ncesta alpingi að sampykkja lög pess ejnis og telur ceskilegt að lögin geti öðlast gildi Jyrir /7. júni ipn.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.