Ísafold - 25.01.1911, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.01.1911, Blaðsíða 2
18 ISAFOLD tók það ráð sem eg gerði: að leggja ekki stöðu mína við framgangi þin frestunarinnar, — of miklu spilað úr hendi sér með þvi. — Fjárkláðaútrýming Og Eg hefi orðið þess var, að einhverjum flokksmönnum þykir eg haf.i ekki rekið nógu vasklega og djarflega erindi meiri hlutans i sambandsmál- inu. Skilst mér þeir kenna mér um, að frumvarpinu alþingis 1909 hefir verið að engu sint á ríkisþingi Dana, fremur en aidrei hefði til orðið. En mér er nii ekki vel skiljanlegt, hverjum ráðum eg hefði átt að beita til að knýja Dani til að haga scr öðru vísi, hvort t. d. skilnnðarhótuninni, sem þeir gera ella ekki nema espast við, eða hverju Eða hvort þessir menn ætl- ast, til að eg hefði fengið kong til að s k i p a hinum dönsku ráðherrum sín- um að leggja sambandslagafrumvarp vort (alþingis 1909) fyrir ríkisþingið. Af sjálfsdáðum voru þeir og eru alveg ófáanlegir til þess. Þeir svara þvi máli svo, sem aðrir danskir stjórnmálamenn: (Jppkasts-tilboðið frá vorri hálfu, Dana, 1908, var svo rift i yðar garð, íslendinga, nð ekki er nokknrt viðlit lengra að fara. Það var það, sem a 11 i r danskir þingflokkar höfðu látið tilleiðast að fallast á og það þó með mestu hörkumunum. Sambandsfrum- varp, sem lengra fer en það, á ekki nokkurs fylgis von á dönsku þingi, og við förum ekki að láta leika það með okkur, að bera það upp þar til falls og athlægis. — Þann veg svara þeir. Og ekki er m é r kunnugt, að kon- ungur geti s k i p a ð ráðherrum sinum að gera það sem þeim er nauðugt. Eg veit eigi betur en að þeir beiðist þá lausnar heldur en að hlýðnast slíkri skipun, ef henni væri tii að dreifa, sem nærri má geta að ekki er og aidrei er, hvernig sem á stendur, hvað þá heldur ef konungur skyldi vera alveg á sama máli og ráðherrarnir. Og játa má eg þá vankunnáttu mína í stjórn- kænsku, að eg veit ekki, hver ráð til þess liggja að fá konung til þess knúinn að gera það sem honum er ekki einungis á móti skapi, heldur veit vera lögleysu. Eg veit mig ekki vera þann Þór, að eg geti látið þing Dana og ráðuneyti glúpna fyrir sjónum minum einum saman. (Sbr.: vita megu þat allir, hversu hræddr búandinn mundi vera, er hann sá, at Þórr lét síga brýnnar ofan fyrir augun, en þat er hann sá augnanna, þá hugðist hann falla mundu fyrir sjónum hans einum satnan) Eg lít svo á í minni einfddni, að þegar þing Dana eða stjórnmálaleiðtogar þvertaka fyrir að lita á mál eða taka það fyrir til umræðu cða flutnings, þá v e r ð i því að hlita, hvort sem voidugir eiga i hlut eða vesalir. Þar verði engu um þokað, að minsta kosti ekki af eigi meira stórveldi en vér erum. Eg hefi ekki haft önnur ráð en að láta málið liggja i þagnargildi að sinni og hefi hugsað mér að leggja það til við þingið, en aldrei sagt að eg œtlaði að gera það (sbr. Politiken), líklega hvað sem al- þingi segði, — eins og eg væri yfir þ a ð settur 1 Mér tókst á sínum tíma að ónýta danska mótspyrnu gegn bannlögun- um (atlögu hins mikla ölgerðarauðkýfingastórveldis í Khöfn m. m.) og Hamborgar- ferðunum (frá Sam. fél. og kaupmannavaldinu danska), af því að þar átti eg um að fjalla með fullum rétti. En ríkisþingið verður að fara sinna ferða fyrir mér, gera það og Ógert láta, er því lízt, af þvi að þar má vísa mér á bug (á dyr) með einu orði. Var hefi eg orðið við litils háttar misskilning út af dálitilli tilhlutun minni í fyrra vetur um frammistöðu viðskijtardðunautsins. Utanríkisráðherr- ann danski, sem þá var, E. Scavenius, skrifaði mér kvörtun um framkomu hans, ógæiileg orð og lítt vinveitt í Dana garð í erindi, er flutt hefði hann í Norvegi, og bar fyrir sig úrklippu úr norsku blaði, er átti að vera ágrip af fyrirlestrinum. Eg þóttist sjá, að þar væri töluvert rangfært af því sem hann (B. J.) hafði sagt, enda minnir mig ekki betur en að þetta væri eitthvert ómerkt útkjálkablað, er snapað hafði upp úr öðru bl.aði (Kristjaniu-blaði) frá- sögn af fyrirlestrinum og fært hana úr lagi af óvild til Dana. Það sá eg undir eins að hlaut að vera, með því að eg hafði lesið rétt ágrip af fyrirlestrum Bjarna, en það ekki leynt sér þar, að hanu hafði sneitt algerlega hjá öllum ýfingum í þeirra garð, Dana, eins og vera bar, og talað mikið hlýlega um þá í skýrslu sinni um viðureign vora í sambandsmálinu. Eg svaraði þvi Scaveniusi, að eg efaðist um, að frásögn blaðs þess, er hann sendi úrklippu úr, væri rétt. En væri svo, líkaði mér það ekki, og mundi eg þá láta hann (B. J.) sæta áminningu og beita við hann heimkvaðningarfyrirmælum erindisbréfs hans, ef hann léti sér ekki segjast. Sendi honum (Sc.) um leið eftirrit af erindisbréfinu, eins og eg hafði heitið honum áður; kvað mér þykja leitt (ekki sorglegt I!), að það hefði farist fyrir. Þetta svar likaði honum vel, nema hvað hann sendi enn úrklippu úr blaði með grein, er Bjarni hafði sjálfur sett nafn sitt undir, og kvaðst vona, að eg rengdi ekki, en þar var einhver setning, er honum (Scav.) líkaði ekki. Mér fanst það óþörf hótfyndni og anzaði því aldrei. Þar með féll það mál niður. En Bjarni hélt uppteknum hætti um að varast öll stygðaryrði til Dana i flutningi vorra mála framrni fyrir útlendum áheyrendum. Tel eg hann hafa rekið vel sitt erindi og vafalaust unnið landinu miklu meira gagn en svarar landssjóðsþóknun þeirri, er varið var til utanfarar hans. En þess átti hann réttmætt tilkall til, utanríkisráðherrann danski, að ef erindrekinn færi út fyrir ráðunautssvið sitt eða kæmi öðru vísi fram en heitið hafði verið, þá að bera sig upp undan því, — ekki vegna neinnar yfirmensku yfir honum, heldur þess, að hann (utanríkisráðh.) er yfirmaður danskra ræðismanna hvar sem er úti um lönd og á að líta eftir, að ekki sé farið inn á þeirra landamæri eða verksvið í heimildarleysi; enda því verið heitið af minni hálfu berum orðum, að það yrði hann látinn varast,— til að hnekkja kvitt þeim, er lostiðvar upp í »hinum herbúðunum* og símaður út yfir pollinn óðara en fram kom á þingi tillagan um ísl. viðskiftaráðunauta: að þarna væri íslendingar að lauma að íslenzkum konsúlum (ræðismönnum)! Það er hvorki í fyrsta né síðasta sinn, að hinir og þessir kolapiltar, sem því liði þjóna, hika ekka við að rægja iand sitt og stjórn þess og þing í erlendra þjóða eyru til þess að þjóna lund sinni aða þá fyrirmælum höfðingja sinna, hversu mikið ilt sem landið (fósturjörðin) kann af því að hljóta. — Enn á eg eftir að minnast á botnvörpusektamálið, misklíð þá, er út af þvi hefir risið, að strikað var úr síðustu fjárlögum athugasemdin um að Danir eða ríkissjóður þeirra skyldi bera úr býtum 2/3 af sektum og and- virði allra veiðarfæra m. m., er landinu áskotnaðist fyrir landhelgisbrot erlendra botnvörpunga. Gangi þess máls er nú lýst í athugasemd aftnn við fjárlaga- frumvarp það, er lagt verður fyrir þing í vetur og prentuð er hér í blaðinu á öðrum stað, sem hér með er vísað í. Mín afskifti af því máli eru þau, að eg læt nú bera undir þingið aftur, — hét því á ríkisráðsfundi 1909—, hvort halda eigi eftirleiðis í fjárlögunum áminstri athugasemd eða ekki, ejtir að fengnar eru sannar sögur af því, hvernig hún er undir komin, og þinginu gefinn kostur á um það að dæma, hvað Danir hafa fyrir sér, er þeir vilja kalla það eiga við samning að styðjast, er sektunum m. m. er svo skift, sem athugasemdin til tekur. Þingið er alveg sjálfrátt um, hvað það gerir. — Þetta tel eg vera nokkuð annað en að eg hafi heitið Dönum botuvörpusekt- unum eftirleiðis, hvað þá heldur að eg hafi látið greiða þeim orðalaust áminsta sektaítölu um árin 19x0 og 1911, þótt engin heimild sé fyrir því í fjárlögunum I — Eg hefi ritað þennan pistil í því skyni að eyða i tíma óþörfum mis- skilningi, en öðru ekki. Reykjavík 24. jan. 1910. Með virðingarf. alúðarkveðju Bj'órn Jónsson. ---------------------- bráðabirgða-ullartollur. Skorpan sem gerð var árin 1903 — 1907 til útrýmingar fjárkláðanum, að- nllega með framkvæmdarstjórn O. Myklestads hins norska og eftir lögum 13. nóv. I903,hefir hrifið það, að nú er ekki eftir nema herzlumunurinn og hann naumast örðugur. En gera verð- ur hann og það hið bráðasta, til þess að glata nú ekki árangrinum af áminstri skorpu, sem koslað hefir landssjóð 3—400,000 kr. Eitt stjórnarfrumvarpið er nú um að reyna þetta á næsta vetri, með 2 góðum böðum, og enn á landssjóðs kostnað, en þó svo, að landssjóð- ur nái þeim kostnaði aftur með 5 aura útflutningstolli á vog hverja (2^/2 á pd.) í millibili, aðeins meðan hin nýja skorpa stendur, en hverfi úr sögunni aftur undir eins og verki er lokið. Sæmilegir fjárbændur vita, að gjald þetta er ekki nema lítið brot af gróða þeim, er þeir hafa upp úr baðinu bæði í auknum ullargæðum og auknum þrif- um skepnunnar. Og með því legst kostnaðurinn á rétta hlutaðeigendur, fjáreigendur, og ekki aðra jöfnum höndum eins og áður. Það er gert ráð fyrir 37*/2 þús. kr. árstekjum af þessum ullartolli, eftir nokkurra áta meðaltali á ullarútflutn- ingi héðan. Æskufræðslulög. Þar, i því frumvarpi, vill stjórnin láta nema úr gildi fræðslulögin frá 1907 og lögleiða í þeirra stað miklu víðáttuminni fræðsluskyldu, með lög- þvinguðu frumnámi til fullra 12 ára í lestri og skrift og 4 höfuðgreinum i reikningi og þeim kristnum fræðum, er börn eiga að kunna til fermingar, og ennfremur nokkurri tilsögn í leik- fimi og söng. Eftir þann aldur og alt fram að 18 ára aldri eiga ung- lingar kost á frekari tilsögn í lestri og skrift, og í stílagerð, svo og í íslands sögu og landafræði í ágripi og eins í eðlisfræði og náttúrufræði, í reikningi í heilum tugum og brotum, þríliðu og frumatriðum flatarmálsfræði og þykkva- málsfræði, óbrotinni söngiist og leik- fimi, þar með íslenzkri glímu. Barnakenslu, til 12 ára, er ekki ætlast til að landssjóður styrki öðruvísi en að leggja til umferðakennara í sveitum, til uppbótar heimakenslu, enda ekki alment ráð gert fyrir barna- skólum utan kaupstaða og sjóþorpa, en unglingaskólum elia 1 minst í sýslu hverri eða kaupstað handa 13—18 ára nemendum og séu þeir kostaðir að 2/3 úr landssjóði, en hinu úr sýslu- sjóði eða kaupstaðar. ------S£3«>13=;---• Máliö um botnYörpungasektirnar. Nú er upp tekin aftur í fjárlagafrum- varpið 1912/’13 sama athugasemdin og áður: um skifting sektanna þeirra í 2/3 og Vs tnilli ríkissjóðs og lands- sjóðs vors, — eftir mjög eindreginni kröfu Dana, sem brigzla oss um óorð- heldni eða samningsrof, ef vér gerum það ekki. Ráðherra gat þess hér á málfundi í fyrra vetur, að Danir fullyrtu, að fyrirrennari hans hefði gert samning um þá skifting við fjárlaganefnd fólks- þingsins, þegar Valurinn varí smíðum. Þessu fekk hann (H. H.) 2 danska ráðherra við málið riðna sérstaklega til að mótmæla, kallaði eftirmann sinn (B. J.) fyrir það ósannindamann í hverri línu í langri grein um málið og var ekki smár á lofti. Var þá heldur völl- ur á fylgifiskum hans. Þeir munu hafa æpt þá ótæpt um mýjan siqur heimastjórnarmanna.« En hvernig er þá þetta svar þeirra N. Neergaards ráðherra undirkomið? Það sést á bréfi J. C. Christensens, sem er birt hér að neðan, eftir fjár- lagafrumvarpsathugasemdunum núna, að H. H. hefir fengið það með því ráði, að skálda í þá, að ráðherra B. J. hafi tal- að um leynisamning þeirra I milli og hansl! Það hafði hann (B. J.) auðvitað aldrei gert. — Þetta sést á því að f. C. Chr. er í bréfinu að mót- mæla leynisamningi, sem hann hefði ekki þurít ella. Um þetta mál segir svo i fjárlaga- frumvarpsástæðunum núna: Þessari athugasemd (um skifting botnvörpusektanna) var siept í sið- ustu fjárlögum sakir mjög ógreini- legrar og aiveg ónógrar vitneskju þá á þingi um, hvernig hún var til komin að upphafi. Neðanskráð bréf til ís- landsráðherra frá formanni fólksþings- fjármálanefndarinnar, fyrv. yfirráðherra J. C. Christensen, leiðir nú það í ljós; og virðist ekki vera hægt móti þvi að mæla, að ekki sé láandi, þótt and- svarsmenn rikissjóðs þykist hafa orðið hér fyrir ómaklegum vonbrigðum. Samkomulag milli þeirta og fyrir- rennara mins í ráðherrasessi (H. H.) með mikinn meiri hluta þings að baki sér hafa þeir talið örugga undirstöðu undir óbrigðulli, tiltekinni hlutdeild í botnvörpungasektunum m. m. Og úr því að svo vikur við, að fjárlagafyrir- mæli eru hér metin fráDanahálfu sama sem samningur milli landanna, virðist alþingi ekki geta verið þekt að þvi, að láta neitt upp á sig standa eða eftir sér telja í þannig vöxnum viðskiftum. Aminst bréf er sem hér segir í ísl. þýðingu: Fjárlaganofnil fólksþingsins. Khöfn 20. des. 1910. Yðar hdgöfgil Eftir munnlegri áskorun yðar skal eg skýra frá því, er fram hefir farið og snertir tilmœli héðan um skifting botnvörpungasektunna milli ríkissjóðs og landssjóðsins íslenzka i s/8 og */3. Enginn leynisamningur er til um það mál milli íslands og Danmerkur. Samn- ingur sd, er gerður var milli íslands og Danmerkur um skifting botnvörp- ungasektanna, er þann veg á kominn, að alþingi hið islenzka hefir samþykt ákvörðun, sem til þingsins var skotið þá fyrir milligöngu íslenzka ráðherrans, sem þá var, hr. Hafsteins. Málinu var hreyft í fjárlaganefnd fólksþingsins út af þvi, að vér vorum þá að smiða nýtt skip til strandgœzlu við tsland, og eg skaut því til hr. Hafsteins, að taka ósk þá til greina, er var fram borin héðan. Hann hét þvi, og hét að mcela fram með þvi við alþingi. Það hefir hann gjört og alþingi íslands hefir samþykt ákvörð- unina. Það vœri œskilegt, að alþingi vildi samþykkja ákvörðunina á sama hátt, sem það gerði á sínum tima eftir til- mcelum héðan, með þvi að svo er á litið hér, að illa fari á þvi og sé ósanngjarnt, að ríkissjóður standi straum af öllum kostnaði til strandgœzlunnar, en lands- sjóðurinn islenzki hirði allar sektirnar. J. C. Christensen. A. Lauesgaard. Til ráðherrans fyrir fsland, Björns J ó n s s on ar, R. dbr. p. p. Landsímagjöld lækkuð. Landsímagjald innanlands hefir ver- ið með ráðherra úrskurði 20. þ. m. fært niður sem hér segirfrá 1. febr.þ.á.: Venjul. símskeyti eiga nú að kosta 5 a. á orðið, minst 1 kr. á hvert skeyti. Blaðaskeyti 2 Vg e. á orðið, minst 1 kr. á hvert skeyti. Innanbæjarskeyti 2 e. á orðið, minst 50 a. á hvert skeyti. Símapóstávisanir 1 kr. á hvert skeyti. Fjárbæðina, gjaldið alt undir hvert skeyti, skal, er svo stendur á, færa upp á við, upp í hæstu tölu, sem deilanleg er með 5. Niðurfærsla þessi, um helming, kemur sér sjálfsagt vel, enda verður reyndar minni í framkvæmd, með því að haldið verður sama lágmarki á gjaldinu samanlögðu á hvert skeyti eins og verið hefir. Hún er gerð með ráði símastjóra, sem fullyrðir, að landssjóður muni fremur græða á breytingunni en hitt; notkun land- símans muni aukast það stórum vegna ódýrleikans. Einar Jónsson, listamaður, , kemur hingað með einhverju næstu skipa, samkvæmt beiðni minnisvarða- nefndarinnar — til þess að vinna að minnismerki Jóns Sigurðssonar hér heima. Þingmálafundir. Reykjavíkurfundunum Iauk svo, að innlimunarmenn höfðu 20 at- kvœða meirihluta alls í aðalmálinu — samhandvnálinu. Með tillögu Sjálf- stæðismanna voru greidd 612 atkv. alls, en með tillögu innlimunar- manna 632 atkv. Skýrt verður nánara frá fundunum síðar. — Óhætt að fuil- yrða það, að innlimunarmenn hafa borið til brunns því nær hvert ein- asta atkvæði, sem þeir eiga í öllum bænum. Svo hamslaus hefir undir- róðurinn verið af þeirra hálfu. — En sjálfstæðismenn talið sér sigurinn oj vísan og sýnt af sér of mikið tómlæti um fundarsókn. En ekkert er áreiðanlegra en það, að ef til kosninga kæmi nú hér í bæ — mundu Sjálfstæðismenn vinna sigur. Hér er það eins og viða annars- staðar á landinu, að við opinberar at- kvaðagreiðslur fær sannfæringin ekki að njóta sín hjá nærri öllum. Og með því, að í innlimunarhópnum er — minsta kosti hér í bæ — flestallir em- bættismenn og mikilsmegandi fjársýslu- menn — græða innlimunarmenn jafn- an mikið við að hafa opinberar at- kvœðagreiðslur. Af öðrum málum, sem innlimunar- menn báru sárast fyrir brjósti, voru þessi 2: AJnám styrksins til viðskijta- ráðunauta og vantraustsyjirlýsing til ráðherra. Þetta er vitaskuld í hreinum inn- limunaranda. — Viðskiftaráðunautarnir eiga að vinna að því, að að opna oss fleiri verzlunarleiðir og viðskijta en hina dönsku. Því sjálfsagt að eyðileggja þá tilraun! — Og einnig vita þeir, innlim- ugarmenn, að eigi mega þeir þægra verk vinna þjóðinni, sem innlimast vilja þeir, en vinna að því að steypa núverandi ráðherra. Sjálfstæðismenn haía lært það af fundum þessum, að þeir mega til að vera á verði framvegis um réttindi og frjálsræði þessa lands — verða að láta hendur standa fram úr ermum! Því »sýnt er það enn hvað þeir vilja* ! Sólarsjónin Heimastj.(!)manna— hún er: Uppkastið óbreytt yfir höjuð hinni ís- lenzku pjóð. Það eru vítin, sem varast parj. Um þá vörn verða allir Sjálfstaðis- menn að sameina sig i péttan, órjújan- legan hnapp! A Akureyri var þingmálafund- ur haldinn fyrir nokkurum dögum. í sambandsmálinu báru H.stj.(l)menn fram eina tillögu og sjálfstæðismenn aðra — en báðar voru feldar. Kom þá fram miðlunartillaga frá Stefáni skólameistara — og var hún samþykt með fárra atkvæða mun. Þegar hér var komið — byrjuðu alls konar fundarspjöll, háreisti og ill Iæti. Fundurinn lenti í uppnámi og varð að slíta fundi. Símað að norðan, að fundarstjóri — bankastjóri hins ópólitiska íslandsbanka hafi beitt ýmsum lögleysum. Sjálfstæðismenn héldu svo fund með sér skömmu síðar og samþyktu eindregna sjálfstæðistillögu og trausts- yfirlýsingu til þingmannsins, Sigurðar Hjörleifssonar ritstjóra með 137 atkv. Ósannindi þau, er Lögrétta hefir látið sér sæma að flytja af fundi þessum, eru nýtt vitni þess, hve inn- limunarmenn eru ærðir orðnir og ör- vita. Öðrum þingmálafundi hefir bæjar- stjórn Akureyrar gengist fyrir til þess að ræða áhugamál kaupstaðarins. t A Akranesi hélt ' þingmaður Borgfirðitiga, Kristján Jónsson, þing- málafund í gærkveldi. Eindregin sjálf- stæðistillaga samþykt með 75 gegn 7 atkvæðum. í bankamálinu samþykt tillaga um, að fundurinn vænti þess, að alþingi taki hið svokallaða banka- mál til rannsóknar — tillaga, sem vitaskuld er sjálfsögð og enginn mað- ur getur haft neitt á móti. Isafj.fundurinn: í bankamáls- tillögunum af þeim fundi í síðustu Isa- fold er eitt orð rangheyrt í simanum: sem sé orðið ríjt — á að vera veikt. ----------- I»au ósannindi hafa hin hamstola heimastj.(!)blöð borið út hvert á fætur öðru, að þing-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.