Ísafold - 11.02.1911, Side 2
30
ISAFOLD
Gísíi Sveinsson og
Uigfús Einarsson
yfirdómslögmenn.
Skrifstofutími ll‘/a—I og 5—6.
Þingholtsstræti 19. Talsimi 263
hreppstjóri Eggertsson í Króksfjarðar-
nesi honum, en Eggert b. Magnússon í
Gautsdal var skrifari.
Gufudalsfundinn sótti meiri hluti kjós-
enda. Þar st/rði fundi Andrós Ólafsson
oddviti á Brekku, en skrifari var Tryggvi
b. A. Pálsson í Gufudal.
Fundarstjóri á Múlafundinum var
Guðm. hreppstjóri Guðmundsson frá
Svínanesi, en skrifari var Lárus Asbjarn-
arson. Fundarmenn um 30.
Allir fundirnir lýstu ánægju sinni yfir
gjörðum síðasta þings i sambandsmál-
inn. Múlhreppingar bættu við áskorun
um að halda fast við sömu stefnu eftir-
leiðis.
Fulltrúarnir á Berufjarðarfundinum
fóru fram á þær breytingar á stjórnar-
skránni, a ð ísl. mál séu ekki boriti
upp í ríkisráði Dana, a ð allir þingmenn
séu þjóðkjörnir, a ð konur fái kosningar-
rétt til alþingis, a ð öll eftirlaun sóu
afnumin, og a ð slitið verði sambandi
ríkis og kirkju. Sama varð ofan á á
hinum fundunum báðum um afnám kon-
ungkjörinna þingmanna og auk þess
lýst óánægju yfir því, að þeir fengi að
sitja á næsta þingi. Afnám allra eftir-
launa var og samþykt þar í einu hljóði.
Jafnrótti kvenna við karla var samþykt
í e. hlj. á Gufudalsfundinum.
Múlhreppingar lýstu í e. hlj. ánægju
sinni yfir gjörðum stjórnarinnar í banka-
málinn og kváðu sjálfsagt, að stjórniu
hefði strangt eftirlit með starfrækslu
bankans »og annari starfrækslu í land-
inu«.
Um fjármál og skattamál samþykti
Berufjarðarfundurinn mótmæli gegn öll-
um nýjum lántökum nema til að greiða
eldri Ián og dýrari eða til að efla Lands-
bankanu, ef nauðsyn krefur, og tjáði
sig mótfallinn skattatillögum skattamála-
nefndarinnar, einkum eignarskatti á óarð-
bæru lausafó. Gufdælingar á sama
máli um það atriði. Múlhreppingar skora
á þingið að koma peningahag landsins
í betra horf, ef hægt er, einkanlega að
meira fó fengist lánað út á jarðir og
með betri kjörum en verið hefir. Sömu-
leiðis »að gæta hagsýni og sparnaðar við
fjárveitingar, sórstaklega til einstakra
manna og óvissra fyrirtækja og alls
þess, er eyðslueyrir verður án þess að
auka framleiðsluna í landinu«.
Múlafundur skoraði á þingið að breyta
fræðslulögunum á þá leið, að
slakað só til um námsskyldu barna, og.
fræðslunefndum sett f sjálfsvald, hvern-
ig henni er fullnægt. Gufudalsfundur-
inn vill fá aukinn landssjóðsstyrk til
farkenslu og eftirlitskenslu í sveitum.
Aðflutningsbannslögunum skoraði
Berufjarðarfundurinn eindregið á þingið
að framfylgja og víkja í engu frá þeim.
Sami fundur samþykti í samgöngu-
málinu áskorun til þingsins um að leggja
svo mikið fó fram sem fært þykir til
síma, brúa og vega. »Jafnframt væntir
fundurinn þess, að landsstjórnin sjái um,
að nákvæmt eftirlit só haft með öllum
verklegum framkvæmdam, sem gerðar
eru fyrir landssjóðsfó«.
Og Gufudalsfundurinn skoraði á þing-
manninn (ráðh.) að hlutast til um, að
varið verði að minsta kosti eins miklu
fó og nú til að halda uppi mótorbáts-
ferðum um svæðið milli Sigluness, Reyk-
janess og Flateyjar, með þvf að hóraðs-
menn teldu sór það hagfeldast, Og enn-
fremur að veitt verði alt að lOOOkr. til
vegargerða á Kollafjarðarheiði.
Sami fundur vill fá síma álmu
af Steingrímsfjarðarheiði að Gufudal
neðra, »með því að þar er langstyzt og
beinust leið yfir fjallið, og landslag slétt
og hættulaust fyrir skriðum og snjóflóð
um«. En Berufjarðarfundurinn vill fá
hana lagða frá Steingrímsfirði suður
Tröllatunguheiði tll Króksfjarðar og það-
an með bæjum út að Stað á Reykja-
nesi.
Um búnaðarmál 3korar Berufjarðar-
fundur á þingið, a ð veita ríflegri styrk
en verið hefir til búnaðarfélaga og sjá
um, að styrkurinn verði veittur fyrir
fleiri kostnaðarsamar búnaðarbætur en
nú gerist, a ð setja lög um hey- og korn-
forðabúr til skepnufóðurs með alt að
helmings fjárframlagi úr landssjóði af
beinum reksturskostnaði þeirra, og loks
a ð ætla alt að 30.000 kr. lán úr lands-
sjóði hvert ár hln næstu til að koma
upp kornforðabúrum.
Gufudalsfundurinn telur rétt að af-
nema landssjóðsstyrk til rjómabúa,
þeirra er starfað hafa 5 ár eða lengur.
Ragnar Lundborg,
íslandsvinurinn, er nú fluttur frá
Uppsölum og orðinn höfuðritstjóri við
Karlskrona-Tidningen í Karlskrona í
Bleking.
Búnaðarfélag íslands
hélt aðalfund sinn 8. þ. m.
Fram voru lagðir hinir venjulegu
ársreikningar fyrir 1910. Reikningur
búnaðarfélagsins var lesinn upp. Ars-
tekjurnar höfðu orðið rúmar 400 kr.
umfram áætlun og nokkur afgangur
af sumum gjaldaliðum. Afgangur af
árstekjunum hafði þó ekki orðið nema
rúml. sá, sem félagslögin áskilja minst-
an, eða sem svaraði nýjum félagatil-
lögum, en þau voru 540 kr. Var
það vegna þess, að stórmikil aðgerð
hafði verið gerð á mjólkurskólahús-
inu á Hvítárvöllum, sem eigi var unt
að fresta, þótt ekki væri fé ætlað til
hennar á því ári. Hafði verið frá
því skýrt á ársfundinum í fyrra, að
ekki yrði komist hjá þeirri viðgerð.
Þá skýrði forseti frá ýmsum atrið-
um í framkvæmdum félagsins og
fyrirætlunum, en vísaði að öðru leyti
til skýrslna þeirra, sem prentaðar eru
í Búnaðarritinu og ársskýrslu félags-
stjórnarinnar, sem verið sé að prenta
og komi í Búnaðarritinu innan skamms.
Stærsta greiðslan af fé því, sem
veitt var til jarðabóta, var tillag til
fyrirhleðslu Markarfljóts, sem getið
var um á ársfundinum í fyrra. Það
verk kostaði alls 8674 kr. Til þess
lagði landssjóður og búnaðarfélagið
2400 kr. hvort. Sýslusjóður Rangár-
vallasýslu lagði til 400 kr. Með vinnu-
samskotum í Vestur-Eyjafjallahreppi
fengust um 2200 kr., og fað sem til
vantaði greiddi sveitarsjóður sama
hrepps, en búist er við, að 1000 kr.
af framlagi hreppsins fáist endur-
greiddar af þeim, sem eiga jarðir á
því svæði, sem fyrirhleðsla þessi
kemur að notum. Búnaðarsamband
Suðurlands fekk 1000 kr. til kenslu í
plægingu, notkun sláttuvéla o. s. frv.
Alfred Kristensen í Einarsnesi fekk
280 kr. styrk til að kenna 7 mönn-
um að plægja, herfa, sá o. fl. Til
framræslu og áveitu var veiitur 1540
kr. og styrkur til girðinga 1x84 kr.
Til mælinga til undirbúnings Flóa-
áveitunni hafði verið varið rúmum
3300 kr., en sú fjárhæð var . endur-
greidd búnaðarfélaginu úr landssjóði
samkvæmt fjárveitingu alþingis. Thal-
bitzer verkfræðing hafði verið aðal-
lega falið það tvent, að rnæla það
land hverrar jarðar í Flóanum, sem
vatni yrði náð yfir, til þess að grund-
völlur fengist fyrir því, hvernig skifta
skyldi áveitukostnaðinum á jarðirnar,
og í annan stað að athuga, hvort unt
væri að gera áveitutilraun á einhvern
lítinn hluta áveitusvæðisins út af fyrir
sig, áður en lagt yrði í aðalverkið.
Niðurstaðan að því er snertir fyrra
atriðið er enn ókomin. En svarið við-
víkjandi seinna atriðinu er þegar birt
í Búnaðarritinu og er á þá leið, að
hægt sé að ná vatni úr Þjórsá yfir
Miklavatnsmýri og svæðið þar í kring,
þ. e. suðurhluta Villingaholtshrepps og
austurhluta Gaulverjabæjarhrepps, alls
rúma 2000 teiga (ha), fyrir 36000 kr.
eða kr. 17.84 á hvern teig (kr. 5.69
á hverja túndagsláttu). Er það hálfu
ódýrara en áveitan á jafnstórt svæði
eftir áætluninni 1907. Telur Thal-
bitzer vel til vinnandi, að gera þetta
verk, og vexti og afborganir af hag-
kvæmu láni til þess ekkert ofurefli,
en gerir ráð fyrir, að fyrirtækið fái
fimtungs styrk. Eftir að þetta svar
var fengið, var haldinn fundur í Gaul-
verjabæ 18. þ. m., kom þar allur
þorri jarðeigenda og ábúenda á svæð-
inu, sem þessi áveita tekur til. Voru
fundarmenn allir á einu máli um það,
að ráðast skyldi í fyrirtæki þetta og
leita alþingis um 25000 kr. lán til
þess, töldu þá fjárhæð mundu nægja,
með því að ekki þyrfti að vinna aít
verkið í einu og sleppa mundi mega
nokkru af þurkskurðunum. Félags-
stjórnin telur ráðlegt að byrja Flóa-
áveituna með þessu fyrirtæki. Lánist
það vel, muni vaxa hugurinn til aðal-
áveitunnar og auðfengnara muni verða
fé til hennar. Stórmikið unnið við
það, að hafa áður en hún er gerð
fengið nokkura reynslu um það, á
hvern hátt hagkvæmast er að nota á-
veituvatnið, hvenær skuli veita á og
hve lengi, og hvernig haga skuli um-
sjón áveitunnar.
Búnaðarþingið 1909 hafði heimilað
alt að 1000 kr. í styrk til kornforða-
búra, og var gert ráð fyrir, að styrk-
urinn til hvers forðabúrs yrði nálægt
tíunda hluta kostnaðarins við að koma
upp skýli vfir kornið. Styrkur hefir
verið greiddur að eins einu forðabúri,
í Mývatnssveit, og heitinn öðru, í
Grímsey. Þriðja forðabúrið var stofn-
að í haust sem leið í Bæjarhreppi í
Strandasýslu. Félagsstjórnin leggur
það til við búnaðarþing, að fjárveit-
ing þessi verðí látin standa áfram, og
styrkurinn hækkaður alt að þriðjungi
kostnaðar við skýlisgerð yfir kornið.
Lánsheimild til kornforðabúra, hin
sama og síðast, er í fjárlagafrumvarpi
því, sem lagt verður fyrir alþingi í
vetur. Vonandi að þessu nauðsynja-
máli miði nú eitthvað áfram, þótt
hægt fari.
\;< Á árinu hefir félagið fengið nýjan
starfsmann, Ingimund búfræðiskandi-
dat Guðmundsson, sem verður ráðu-
nautur þess í búfjárræktarmálum, og
hafði verið að búa sig undir það starf
undanfarin ár með því að stunda
framhaldsnám i búfjárrækt við bún-
aðarháskólann í Khöfn.
Af fénu, sem veitt var til búfjár-
ræktar, var varið 1800 kr. til sauð-
fjárræktar, 2870 kr. til nautgriparækt-
ar, 600 kr. til hrossaræktar og til
eftirlitsmannanámsskeiðs 380 kr. Frá
þessum atriðum er nánar skýrt í
skýrslu Sigurðar búfræðings Sigurðs-
sonar í Búnaðarritinu. Heitið hefir
verið styrk til nýs kynbótabús, er
Jón H. Þorbergsson fjárræktarmaður
ætlar að stofna á Hjaltastað í Norður-
Múlasýslu. Arsstyrkurínn til hvers
þeirra búa er 200 kr., og heitið i 5
ár, en jafnan áskilinn 100 kr. árs-
styrkur i móti frá héraði jafnlengi til
tryggingar þvi, að ekki sé slik bú
stofnuð annars staðar en þar, sem
líkur eru til að þau vinni gagn.
Utanjararstyrkur var veittur Ingi-
mundi Guðmundssyni búfræðiskandi-
dat til framhaldsnáms í búfjárrækt
500 kr., Helgu Helgadóttur til hús-
stjórnarnáms i Noregi 200 kr., Guð-
björgu Guðmundsdóttur og Fjólu
Stefánsdóttur til hússtjórnarnáms i
Danmörku 200 kr. hvorri, Jóni Ólafs-
syni frá Geldingaholti 150 kr. til fjár-
ræktarnáms á Bretlandi (honum heitið
alls 250 kr.), Ragnari Asgeirssyni til
garðyrkjunáms 100 kr. og Kristjáni
V. Guðmundssyni til verklegs búnaðar-
náms xoo kr. Til utanfara var enn-
fremur veittur styrkur Karli Sigvalda-
syni 200 kr. til garðyrkjunáms og
Birni Jónssyni og Jóni Briem 100 kr.
hvorum til verklegs búnaðarnáms. En
þær 400 kr. vorú teknar af vöxtum
gjafasjóðs C. Liebe.
Slátrunarkensla fór fram eins og i
fyrra, nú með 6 nemöndum. Fleiri
sóttu ekki, enda taldi forstjóri slátur-
hússins ekki hentugt að hafa fleiri í
einu.
Búnaðarnámsúeið voru haldin við
Þjórsárbrú, í Vík i Mýrdal, í Keflavík
og 2 á Vestfjörðum. Umferðakensla
í hússtjórn og matreiðslu, fór fram í
fyrra vetur í V-Skaftafellssýslu Rang-
árvalla og Arnessýslum, og Múlasýsl-
um, og heitið fé kenslu austanlands
einnig fyrri hluta þessa vetrar, en skýrsla
ekki enn komin um þá kenslu og féð
því eigi greitt. I vetur er þessi kensla
í Borgarfjarðar, Mýra og Dalasýslum,
og seinni hluta vetrarins á Vestfjörð-
um. — 175 kr. var varið til fyrirlestra-
ferða Jóns búfræðings Jónatanssonar i
búnaðarfélögunum í Arnes-, Rangár-
valla- og Vestur-Skaftafellssýslu, eítir
ósk búnaðarsambands Suðurlands.
Kenslubók handa bandaskólum stóð
til að 1. hefti kæmi út af árið X910.
Það fórst þó fyrir, vegna þess að höf-
undarnir, þeir Metúsalem Stefánsson
og Sigurður Sigurðsson skólastjórar,
gátu ekki haft tilbúið sökum annríkis
handrit það, sem um hefir verið sam-
ið. Nú mun það vera vel á veg kom-
ið og getur þá vonandi komið út á
þessu ári, og svo 2. hefti næsta ár
o. s. frv. Er það mesta uauðsynjamál,
því þótt ekki væri annað, eru það
vandræði að nemendur skólanna verði
að lesa næstum alt á útlendum mál-
um. Svo ættu þær bækur líka að
færa öðrum bændum en þeim, sem
á skólann ganga, nytsaman fróðleik.
Efnarannsókn var gerð á 2 fóður-
bætistegundum (Sacuramjöli og »Mel-
asse«), súrheyi (4 sýnishornum), mel
(2 sýnishornum, korninu sjálfu og
axinu með korninu í, eins og það er
notað til shepnufóðurs), og sauðataði,
til að finna áburðargildi þess og hita-
megin.
Asgeir Torfasyni efnafræðing voru
greiddar 100 kr. upp í styrk til rann-
sókna á byggingarefnum til að finna
hvaða ráð sé bezt og ódýrust til að
gera steinsteypu vatnshelda. Þeim
rannsóknum er ekki enn að fullu
lokið.
Jón landsverkfræðingur Þorláksson
hafði tekið að sér að athuga svör þau
er komin eru upp á spurningar þær
um steinhús til sveita, sem minst var
á á ársfundi í fyrra. Athuganir hans
þar að lútandi koma væntanlega út í
Búnaðarritinu með vorinu.
Félagsstjórnin leggur það til við bún-
aðarþing í vetur, að ef ástæður leyfi
megi verja nokkru af efnarannsókna-
fénu til verklegrar reynslu á fóðurefn-
um með því að fóðra skepnur á þeim.
Nýlunda var það á árinu sem leið,
er allstór hópur norðlenzkra bænda
og bændaefna fór kynnisför til Suð-
urlands. Veitti búnaðarfélagið nokk-
urn styrk til þess á móti ræktunarfé-
lagi Norðnrlands. Vonandi gera Sunn-
lendingar innau skamms Norðlending-
um sömu skil. Eitthvað gott ærti að
geta leitt af þeim kynnisauka lands-
fjórðunga milli.
Þá skýrði forseti frá því, að allar
tillögur aðalfundar 1909 hefði verið
teknar til greina af búnaðarþinginu
það ár og verið framkvæmdar eftir
föngum.
Þá hófust umræður um búnaðarmál.
Voru bornar upp þessar tillögur:
I. Frá Torfa skólastjóra Bjarnasyni:
Fundurinn óskar að búnaðarþingið
taki þessar 4 tillögur til meðferðar og
að svo miklu leyti sem búnaðarþingið
felst á þær leggi þær fyrir alþingi í
vetur og stuðli til þess, að tillögurn-
ar nái þar fram að ganga:
1. Að þingið semji heimildarlög
fyrir hreppsfélögin til að gera sam-
þyktir um heyásetningseftirlit og hey-
forðabúr.
2. Að þingið heiti hverju því hrepps-
félagi, sem kemur á hjá sér þesskon
ar samþykt, árlegum styrk úr lands-
sjóði, er nemi helming þess kostnað-
ar, sem leiðir af heyásetningseftirlit-
inu og heyforðabúrinu.
3. Að þingið ætli á fjárlögunum
alt að 30,000 króna láni til þess að
koma á fót kornforðabúrum samkvæmt
lögum um samþyktir um kornforða-
búr til skepnufóðurs.
4. Að þingið veiti Búnaðarfélagi
íslands sérstakan styrk til þess að
kosta 1 eða 2 menn til þess að ferð-
ast um landið næstu 2 sumur, til þess
að hvetja bændur til að gera samþyktir
um heyásetningseftirlit og fóður-
forðabúr.
Tölul. 1. samþ. með 19 samhl. at-
kv., 2. með 13 gegn 2, 3. með 11
gegn 3, 4. með 19 sarnhl. atkv.
II. Frá Hermanni Jónassyni fyrv.
skólastjóra :
Fundurinn skorar á búnaðarþingið,
að gera alvarlegar ráðstafanir til þess,
að koma í verklega framkvæmd um-
bótum á jarðrækt, garðyrkju og kvik-
fjárrækt og yfir höfuð öllum búnaðar-
háttum í Snæfellsness og Hnappadals-
sýslu.
Samþ. með 20 samhl. atkv.
III. Frá Sigurði búfræðing Sig-
urðssyni:
Fundurinn skorar á búnaðarþingið,
að áætla einhvern styrk til byrjunar-
tilrauna með tilbúning og sölu á osti úr
sauðamjólk.
Samþ. með 18 samhl. atkv.
IV. Frá Birni hreppstj. Bjarnarsyni:
Fundurinn skorar á búnaðarþingið:
1. Að gangast fyrir því, að breytt
verði reglum fyrir styrkveitingum til
búnaðarfélaga í samræmi við tuga-
málskerfið.
2. Að gera tillögu til alþingis um
annað fyrirkomulag á verðlaunaveiting-
um úr Ræktunarsjóði íslands, þannig
að bændur þurfi eigi að sækja um slík
verðlaun.
3. Að samskonar fyrirkomulags-
breyting verði gerð viðvíkjandi heið-
urslaunum úr Styrktarsjóði Kristjáns
konungs IX.
Tölul. 1. samþ. í e. hl., tölul. 2.
og 3. sömuleiðis.
Urn tillögurnar urðu fjörugar um-
ræður og tóku þátt í þeim auk til-
lögumanna, þeir Jón alþm. Jónsson
frá Múla, Júlíus læknir Halldórsson,
Magnús dýralæknir Einarsson, Pétur
úrsmiður Hjaltesteð og Þórhallur
biskup Bjarnarson. Fundarmenn voru
um 30.
Þá fór fram fulltrúakosning. Úti
var kjörtími þeirra síra Eirtks Briems
prestaskólakennara og Þórhalls bisk-
ups Bjarnarsonar. Síra Eiríkur baðst
undan endurkosning. Kosnir voru:
Þórhallur biskup Bjarnarson með 17 atk.
Björn hreppstj. Bjarnarson með 8 atk.
Annar varafulltrúanna, sem kosnir
voru á aðalfundi 1909, Sigurður bú-
fræðingur Sigurðsson, gekk úr eftir
hlutkesti og var hann endurkosinn
varafulltrúi í einu hljóði.
Al þin gissetnin g.
Alþingi verður sett miðvikudag 15.
þ. mán. Hefst alþingissetningin með
guðsþjónustu í dómkirkjunni kl. 12.
Síra Björn Þorláksson frá Dverga-
steini prédikar.
Látinn
er í Khöfn 27. janúar Bjarni Thor-
steinsson læknir, sotiur Steingríms
rektors. Hafði dvalist mestallan ald-
ur sinn í Danmörku.
Eldsvoði.
Verzlunarhús miljónarfélagsins, P. J.
Thorsteinsson & Co., á Hellusandi
brann til kaldra kola 1. febrúar. Eitt-
hvað af vörum brann. Vátrygt fyrir
eitthvað 1400—1500 kr.
Strandferðabátarnir
Austri og Vestri hafa í vetur verið
umbættir þann veg, að gert hefir verið
skýli á þilfarinu fram á til þæginda-
auka þeim, er ferðast í 3. farrými.
Þetta er umbót, sem mörgum mann-
inum mun koma vel.
Pétur Jónsson
fer til Ameríku í vor stutta söngför
með dönskum kórsöngvurum úr stú-
dentafélaginu danska. Var hann einn
þeirra, er úr voru valdir til þessarar
farar.
Sj álfstæðismannafundur.
Sjálfstæðismenn héldu afarfjölsóttan
flokksfund í Bárubúð á fimtudags-
kvöld. Hátt á sjötta hundrað kjós-
endur voru þar viðstaddir.
Ráðherra Bj'órn Jónsson flutti þar
langt erindi (il/2 tima) um stjórnmál
o. fl. — Aðallega mintist hann á sam-
bandsmálið, botnvörpusektirnar og
róginn í dönskum blöðum.
Hann drap og á sögulegan uppruna
stælunnar um ríkisráðssetuna hér á
landi, að hér hefðu allir gengið að
þvi vísu á sinum tíma eða ekki vitað
betur þá en atkvæðagreiðsla færi fram i
ríkisráðinu, sem eigi væri. En hann
mintist eigi neitt á ákvæðið í stjórnar-
skránni um ríkisráðssetu islenzka
ráðherrans —- og pví sízt var hann að
mæla með því ákvæði, svo sem heyrt
höfum vér, að einhverir hafi eftir
haft.
-----------
Gustaf Fröding látinn.
----- Sfmfr. frá Kh. 8/2.
Gustaf Fröding, ágætasta Ijóðskáld
Svia, dó eftir nokkura legu 8. þ. mán.
rúmlega fimtugur.
Sira Matthias hefir í siðasta Eim-
reiðarhefti þýtt nokkur af snilliljóðum
Frödings.
Erindi
flutti ráðherra i fyrradag í sal K.
F. U. M. um nýja barnajrœðsluaðjerð
hollenzka að uppruna, er hann kynt-
ist í utanferð sinni í vetur. ísafold
minnist rækilega á það mál síðar.
— Annað erindi um uppeldi barna
flytur hann í kvöld á sama stað.
Skipaferðir;
Botnía (Aasberg) kom / morgun. Með-
al farþega Brillouin konsúll, Choillou
kolakaupmaður, Jón Björnsson kaupm.
og frú, Bjarni Eyjólfsson með frú, Guðm.
Jakobsson trósmiður, Friðrik Gunnarson,
Chr. Nielsen kaupm., nýr læknir og
liðsforingi á Valinn. — Frá Vestmanna-
eyjum Gunnar Ólafsson alþm. með frú
sinni.
Vesta kom til ísafjarðar í morgun
— og fer þaðan á flóðinu í dag og má
vænta hennar hingað á morgun um há-
degi.
Leynisamningurinn.
Út úr hnjáti, sem vér höfum fyrir
satt, að sannsöglisriddarinn, sé að
mylja úr sér nýverið i ísafold fyrir
afskifti hennar af botnvörpusektamál-
inu í fyrra, skal þetta tekið fram:
1) Isajold gaf samningi þeim, er
Hannes Hafstein hafði gert um botn-
vörpusektirnar við Dani /eywfsamnings-
heiti, en ráðherra hefir aldrei nefnt
snmninginn svo.
2) Hvers vegna gerði ísafold það?
a) Vegna þess, að ráðherrar
danskir hötðu rnikið talað um samn-
ing um botnvörpusektirnar af hálfu
Hannesar Hafsteins sumarið 1909.
En Hannes ekki nejnt nokkurn samn-
ing á najn.
b) Vegna þess, að J. C. Christ-
ensen á fundi í Skrælingjafélaginu 8.
des. 1^09 neri oss um nasir, að vér
hefðum eigi haldið samning, er gerður
hafði verið við Hannes Hafstein um
botnvörpusektirnar.
En Hannes Hajstein hajði eigi nejnt
á najn nokkurn samning.
Öðra megin: Vitnisburðir margra
danskra stjórnmálamanna um, að satnn-
ingur hafi verið gerður af Hannesi
Hafstein.
Hinu megin: Steinpögn af hálfu H.
H. um nokkurn samning.
Var því nokkur furða, þótt leyni-
samningur væri nefndur — meðan
ekki heyrðist eitt hljóð úr horni
Hannesar Hafsteins?
Var það eigi eðlilegt, að manni
dytti í hug að nefna leynisamning,
þegar enginn samningur er á nafn
nefndur af H. H., heldur farið með
þetta eins og mannsmorð?
Búnaðarfélagsfundurinn
8. þ. m. segir Þjóðólfur að hafi
verið illa auglýstur. Fundarboð hafði
reyndar verió sent heim til hvers ein-
asta félagsmanns, í Búnaðarritinu, og
til hvers félagsmanns hér í bænum
með bréfspjaldi daginn fyrir fundinn.
Auk þess hafði fundurinn verið aug-
lýstur í 3 blöðum, en — ekki í Þjóð-
ólfi.
Skyldu ummæli blaðsins þurfa ann-
arra skýringa?