Ísafold


Ísafold - 22.02.1911, Qupperneq 3

Ísafold - 22.02.1911, Qupperneq 3
ISAFOLD 39 Leiksviðið.1* Vakir ein og veit nú fátt, sem bjargar vinasnauð og faldar mjallatrafi Eydrotningin, umgirt köldu hafi; yfir vofa sér hún hættur margar málefni, sem mátt vorn saman tengir móti því, sem kjörum hennar þrengir. Undan skuggum úlfar svangir skríða, ýlfra hátt og frarn á sviðið slaga, að sér marga urðarketti draga, ekkier margt, sem hópinn sýnistprýða; grimt er þel í kröppu klóa fálmi, kaldir tónar flökta i skriðdýrs mjálmi. Illfygli, sem yfir bráðum gína ásýnd hennar vængjahnúum blaka, hrædýrs rómi hlakka og klærnar skaka höggva fast og rógþyrst nefin brýna; klaka lokkað höfuð djúpt hún hneigir, heyrist rödd, sem bak við tjaldið segir: Hvar sjást þeir, sem vígið átlu að verja? Vonum þínum framvegis að hlúa? Eru þeir á undanhaldi að snúa ? Eða móti sjálfum sér að herja? Eru þeir með undirferli að læðast, eins og vofur, sem í skuggum slæðast? Hver vill svara ? Hverjum er að trúa ? Hvar finst sá, sem óhætt er að treysta? Lífsþrótt vom í leyni sundur kreista loddarar, sem froðugusum spúa. Leiðina með lymskumörkum tryggja, loftkastala úr grautarheilum byggja. Stendur einn með stál og eld í hjarta straumar þungir dynja öllu megin hvössum augum horfir fram á veginn halur sá, með lokka silfurbjarta, hetjublóð í heitum æðum svellur, hljómþung röddáöldungsvörum gellur: Ættjörð min! eg einn skal með þér vaka, öll þó fylking sé að baki rofin, skorin brynja, skjöldur sundur klofinn, skræfur þær, sem af mér vopnin taka munu ei hetju af hólmi burtu víkja, helgan málstað skal eg aldrei svíkja. Merki þitt skal móti fjöndum hefja mér þótt allir liðhlauparar sparki, gaman er í grimmu orðaslarki garma slíka smánarspjörum vefja; aldinn hal skal engin kúgun beygja, einni þér eg kýs að lifa og deyja. Alþýðan sem okið fær að bera á hún slikan skollaleik að þola? Vill hún ekki af sér lýsnar skola? Atumeinið burt með rótum skera? Vill hún ekki vargfyglunum stugga varpa af sér þessum smánarskugga. Nóg er búið þrótt hennar að þjaka þung voru sporin undanfarna daga. Hold hennar er nóg búið að naga nú er mál að hugsa, starfa og vaka treysta ráð og reisa að opnu fangi rönd á móti þessum klóagangi. Heyrist dynur; hamrabjörgin nötra. Hvaðanæfa þykkan mannaskara sjá má yfir sviðið snúðugt fara sundur höggva bönd og þunga fjötra, Soltnir úlfar sundrast vegu alla; sést ei meira — tjaldið er að falla. , *) Kvæði þetta sendi alþýílumaður einn Isafold nýlega til birtingar. Það mnn lýsa vef því er býr í brjósti margs mannsins i alþýðustétt, og fyrir þvi þykir oss rétt, að það komi fyrir almenningssjónir. Ritstj. 116 Drengirnir gengu út að skálagaflin- um, þar sem dimmaat var og atóðu grafkyrrir með stórum, spyrjandi aug- um. Konan horfði aðeins hvað eftir ann að á hann. Einbeittir drættirnir um munn hennar urðu æ sljóari, svo hún settist líka fjálg og hlustaði. . . f>egar hrotur Valda komu því upp um hann að hann avaf, kom trúboð- anum fyrst í hug að þetta var fólk, sem þarfnaðiat hvíldar eftir erfiðan dag. Hann endaði því leaturinn með baen um að náð drottins mætti komast inn á þetta heimili. Konan bjó um hann á slagbekknum. Annað rúm höfðu þau ekki. f>au slöktu Ijósið og háttuðu. . . Niels Klitten reis úr rekkju fyrir dögun og gekk út. Veðrið hafði versn- að, svo ekki gaf á'sjó. Stundu síðar þegar konan kom út í útiskemmuna til að sækja klfning rakst hún þar á hann þar sem hann var að saga við í eldinn og hafði kveikt á kertisbút. — þú ert óvenjulega snemma áfót um í dag, Niels, sagði hún. Rafmagnsljös. Þeir menn eða bœjarfélög hér á landi, sem hafa í hyggjn ab koma upp rafmagnsstöbvnm til lýsinga og annars, hvort sem er meö vatnsafli eöa öbru afli, ættn að snúa sér sem fyrst til rafmagnsfræðings Halldórs Guðmundssonar í Reykjavík, Vestnrgötu 25 B, sem gefnr áreiðanlegar npplýsingar nm alt aö þessn lútandi. Kvennaskólinn og fjárlögin. í gær barst mér í hendur fjárlaga- frumvarp stjórnarinnar, og gaf mér þá heldur en ekki á að líta meðferð hennar á kvennaskólanum í Reykja- vík. Siðastliðið haust samdi forstöðu- nefnd skólans ítarlega skýrslu yfir allan tilkostnað við skólann, og sund- urliðaði nákvæmlega hvað eina og sendi síðan skýrsluna til landsstjórn- arinnar ásamt öllum reikningum og fylgiskjölum. Báru reikningarnir það með sér, að ómögulegt væri að komast af með minni fjárupphæð en þær 9000 kr., sem skólanefnd fór fram á að veittar yrðu, með því að aðsóknin að skól- anum er orðin svo mikil. Næstliðið skólaár 1909—1910 voru námsmeyjar yfir 100 og í ár eru þær 124. Verði umsókn skólanefndar eigi sint, er ekki um að velja nema eitt af tvennu, annaðhvort að eta upp þann hinn litla sjóð, er skólinn á, eða að öðrum kosti, að takmarka nemenda- fjöldann alt niður í 50—75. í sambandi við þetta vil eg leyfa mér að benda á það, að í fjárveiting- unni til kvennaskólanna segir, að kvennaskólanum í Reykjavik skuli veita 40 kr. fyrir hverja námsmey, sem er alt skólaárið alt að 2000 kr. Sömu- leiðis er það tekið fiam, að til kvenna- skólans á Blönduósi veitist 50 kr. fyr- ir hverja námsmey, sem er alt skóla- árið — altað 2000 kr. Eins og tekið hefir verið fram, njóta 124 stúlkur kenslu í Reykjavíkur- kvennaskóla, og er það meira en þre- falt fleiri en á Blönduóssskólanum. Þá hefir fallið i skaut Reykjavíkur- skólanum rúmar 16 kr. fyrir hverja námsmey, en 50 kr. til Blönduóss- skólans. Það er alls ekki meining min, að telja eftir fjárupphæð þá, er Blönduós- skólanum hefir hlotnast, þvi honum veitir sjálfsagt ekki af henni, en set þetta hér að eins til samanburðar, hvað þingi og stjórn eru mislagðar hendur. í athugasemdunum aftan við fjár- lögin segir, að skólinn verði að íeyna að komast af með sömu fjárupphæð og áður. Eg veit satt að segjaekki, hvað meint er með þessarri klausu, þar sem stjórninni voru send öll plögg skólans, og þar ómótmælanlega sýnt fram á, að engum eyri er ráðlauslega varið, og alt sparað af fremsta megni, enda segir það sig sjálft, að það er ómögulegt, að halda uppi góðum skóla fyrir 120—140 nemendur með 30 heimavistum fyrir minni fjárupphæð en um var bsðið 9000 kr., eða hvar eru þess dæmi við aðra skóla? Sömuleiðis er vikið að því í at- hugasemdum stjórnarinnar, að skólinn sé einkastofnun. Ef það er fjárveit- ingunni til fyrirstöðu mun skólanefnd- in fús til samninga pm afhendingu skólans til landsins. Skólinn er orðinn til af nauðsyn, fyrir forgöngu einstakra manna, en vilji landið taka að sér þessa nauð- synjastofnun, ætti ekkert að vera því til hindrunar. Skólanefndinni væri að sjálfsögðu mjög kært, að geta skilið svo við skólann, að honum yrði sem bezt borgið. Og ekki er það að efa, að skólanum ætti ekki að verða síður vel stjórnað sem landsstofnun, þótt skólanefndin hafi hingað til gert alt, sem í hennar valdi stóð til styrktar skólanum, og hvorki sparað tíma né fyrirhöfn, verður þó engan veginn gert ráð fyrir, að svo verði jafnan framvegis. Þeir eru fleiri, sem eitt- hvað vilja hafa fyrir vinnu sina en hinir, er leggja fram krafta sína í þágu almennings, og baka sér óþægindi og erfiðismuni, án nokkurs endurgjalds. Samfara því, að veita sem flestum stúlkum sem bezta kenslu við skól- ann, hefir skólanefndin ekki hvað sizt borið það fyrir brjósti, að sveitastúlk- urnar ættu athvarf aö góðu heimili, og þess vegna var ráðist í, að útbúa 30 heimavistir í skólahúsinu. Að það var vel ráðið sýnir sig i því, að fjölda mörgum stúlkum varð að neita um heimavistir síðastliðið haust sökum þrengsla, enda er reynsla fengin fyrir því, að heimilislífið og stjórn skólans er í bezta lagi. Af því sem nú hefir verið sagt, vona eg að mönnum skiljist, að það er ekki rétt, að lækka styrk þann til kvennaskólans í Reykjavík, er skóla- nefnd fór fram á um 2200 kr. held- ur fylsta nauðsyn og sjálfsögð sann- girni, að veita fulla þá upphæð, sem um var beðið. Reykjavík 13. febr. 1911. Guðrún J. Briem. Heiðurssamsæti. Þann 15. þ. m. heiðruðu Landmenn sæmdarhjónin Ólaf hreppstj. Jónsson og konu hans Guðrúnu Jónsdóttir í Austvaðsholti, á þann hátt að nokkrir menn fyrir hönd sveitabænda sóttu þau heim og færðu þeim að gjöf, honum ibenviðar göngustaf með nafni hans ágröfnu, og henni vandað kaffiáhald með áletruðu nafni hennar. Ennfremur var Eyjólfi Guðmunds- syni í Hvammi falið að fiytja þeim svohljóðandi ávarp: Kæru hjón! Olafur Jónsson og Guðrún Jónsdóttir! Það er ekki siður ykkar, þegar gesti ber að garði, að spyrja þá fyrst að þvi, hvað þeir séu að vilja, og margur mun hafa komið og dvalið að heimili ykkar lengur eða skemur, sem ekki hafa heldur sagt til neins verulegs erindis. Gestir ykk- ar ætla þó i þetta sinn að segja til erind- isins, og hafa falið mér að gera það. En um leið og eg geri þetta, verð eg að segja ykkur ofurlitla sögu, sem er á þessa leið: Það er talsverður tími siðan nokkrir menn hér i hrepp fundu til þess, að þeir stóðu f þakkarskuld við ykkur fyrir góð- mensku ykkar og gestris ni við alla, sem að garði ber, og hjálpsemi og hluttekningu i kjörum þeirra, sem hafa átt erfitt, en þeir eru margir, sem einhverntima eiga það á lifsleiðinni. Má þvi telja hvert það hér- að heppið, sem á innan sinna takmarka sem flesta, sem svo eru sinnaðir. Allir vilja og þurfa að fá hjálp, þegar þeim ligg- ur á, og fyrir mörgum verður svo ástatt einhverntima. Máske þetta sé meðal ann- ars til þess að viðhalda og efla bræðraband- ið, sem á að samtengja alla menn, ekki einasta i orði heldur og i verki. Eg sagði að nokkrum mönnum hefði fundist að þeir vera í þakkarskuld við ykk- nr. En með fjölgandi búskaparárum ykkar sem nú munu vera orðin 28, hefir þessum mönnum einnig, fjölgað svo, að þvi sem næst allir húsráðendur i þessari sveit, og fleiri i henni, hafa af fúsum og frjálsum vilja lagt nokkuð af mörkum til þess að sýna ykkur i verki þakklætis- og virðing- arvott, og i þessu skyni er þér nú, vinur okkar, hreppstjóri Ólafur Jónsson, afhent- ur silfurbúinn stafur; i sama máta þér, húsfrú Guðrún Jónsdóttir afhent kaffi- tæki, hvorttveggja með áletruðum nöfnum ykkar, með þeirri ósk, að þið vildnð þiggja gripi þessa með gleði og mættuð njóta þeirra sem lengst, ennfremur óskum við að þið skoðið þá Sem einiægt merki þess, að sveitungar ykkar bera hlýjan velvifdarhug til ykkar. Að siðustu óska eg ykkur i nafni mín og þeirra, guðs biessunar og langrar og góðrar æfi. Deilan um skuldirnar. Lesendur ísafoldar verða að afsaka, þó að eg hafi horfið frá þeirri fyrir- ætlun að svara í ísafold athugasemd- unum við grein mína »trúin á skuld- irnar*. Eg hafði svarið til fyrir 2 mánuðum og hefir byrjun þess legið hjá »ísafold« síðan á nýári, en sífelt dregist að hún kæmi út. Þykir mér úr þessu helzt til seint að halda deil- unni áfram, er þing er byrjað og hug- ir manna snúnir að öllu öðru, enda var ekkert nýtt atriði í greinum and- stæðinga minna. Sennilega minnist eg betur á þessa skuldadrepsótt í »Norðurlandi«, en annars munu fæstir, utan Reykjavíkur, trúa því, að öll viðreisn lands og lýðs sé komin undir því að vera nógu skuldugur, að sjálf- stæði landsins aukist við það, að skulda- lítill landsbúskapur breytist í botnlaust skuldabasl, hvort sem það eru Frakk- ar eða Englendingar, sem halda í end- ann á hengingarólinni. Guðm. Hannesson. Sálmasöngnrinn var ágætur og mér fanst hann hljóta að undirbúa sálir þingmann- anna fyrirtaks vel undir ræðuna. Og nú tók eg og margir aðrir að einblína á ræðu- stólinn, því að alt af var eg að hugsa um: bara að presturinn hitti nú á góðan texta. Loks hljóðnaði söngurinn og nú kom sira Björn Þorláksson upp i stólinn og eg varð »allur að eyra«. Hann tók ræðutexta sinn úr fyrsta bréfi kærleikspostulans, 16. vers hins þriðja kapitula, og það lá við að eg yrði allur að samkend með prestinum, er eg sá með hve mikilli einlægni hann hafði yfir orðin: »Af þvi þekkjum vér kærleik- ann, að hann lét lífið fyrir oss, og vér eig- um að láta lifið fyrir bræðurna*. En þótt presturmn talaði svo skýrt, að eg mátti vel greina hvert orð, þarna fram við dyrnar, átti eg íult i fangi með að halda huganum föstum. Það kom einhver hlátur upp í mér — eg held neðan úr maga. Láta lífið fyrir bræðurna! Þessir þingmenn? — láta lífið hver fyrir annan. Uss — uss, ekki hlægja i guðs húsi. Eg held að kunningi minn, sem með mér var, hafi séð eitthvert bros á mér, því að hann laut að eyranu á mér og hvislaði að mér: »Því tók hann ekki 15. versið með? Það hefði ekki átt öllu ver við, því það hljóðar’ svona: »Hver, sem hatar bróður sinn, er manndrápari, og þér vitið, að eng- inn manndrápari hefir eilift líf í sér var- andi«. Honnm var auðsælega minnistæð- ast vinarþelið, sem kunnugt er að sumir þingmenn bera til sumra samþingismanna sinna. I mikilli alvöru leyndi eg nú að bæla niður þessa hláturtilfinning. Og nýjum hugsanastraum skaut upp og með honum nýjum skilningi. Eg sá að þetta hlyti að vera réttur texti I sumra augum. Ráðherr- ann gat þó að minsta kosti látið lífið fyrir »bræðurna«. Förin til Afríku. í ísafold er auglýsing þess efnis að bjóða nokkrum sjómönnum atvinnu i Afriku (við hvalaveiðar ?). Ráðlegra væri fyrir þá, sem hyggja til slíkrar farar, að fá að vita 1 hvern landshluta þeir flytjast, því víða er þar hið óholl- asta loftslag og engan veginn hættu- laust að dvelja þar langvistum. Eg gæti og trúað því, að sumir yndu hit- anum illa. Guðm. Hannesson. Bardaginn hafinn. í dag kom til umræðu í efri deild tillaga L. H. B. 5. um að skipa nefnd til að rannsaka qerðir landsstjórnarinn- ar i bankamálinu og öðrum málum. L. H. B. hélt nærri tveggja tíma eldhúsræðu — og gerði það á sína venjulega vísu. Ráðherra svaraði með stuttri tölu og reif eins og geta má nærri hrófa- tildur það, er L. H. B. hafði upp hrækt. Rimmunni lauk eigi. Henni verð- ur haldið áfram kl. 5. Viðeigandi ræðutexti. Eg fór i dómkirkjnna, eins og margir aðrir góðir menn, til þess að vera við al- þingissetningar-guðsþjónustuna. Mér var forvitni á að hlýða á ræðu prestsins og eg var að hugsa nm, út af hverju hann mundi nú leggja við þetta tækifæri. Liklega hefir hann.skrifað ræðuna áður en hann fór að heiman, sagði eg við sjálf- an mig, og getur þvi ekki valið þann text- ann, sem bezt á við. Hann hefir ekki vit- að, hvernig stjórnmálin stóðu i þingmönn- unum fyr en suður var komið. Eg komst með naumindum inn fyrir kirkjudyrnar, og satt að segja var það ekkert sældarbrauð að standa þar i kös- inni. En hvað leggjum við ekki á okkur Reykvíkingar, þegar eitthvað óvanalegt er á ferðinni, sem við getum hlustað á eða horft á — ókeypis. En þegar eg kom aftnr út í hreina loft- ið, fór eg enn að hugsa um það, að óheppi- legt hefði það verið i þetta sinn að fá prestinn svona langt að og láta honum vera ókunnugt um það, sem hefir verið að ger- ast í maga — nei, huga, ætlaði eg að segja — sumra þeirra þingmanna vorra, sem búsettir eru i höfuðstaðnum. Eg segi fyrir mig: ef eg hefði verið prestur og mátt stiga i stólinn við þetta tækifæri, þá mundi eg naumast hafa leitað um texta til kœrleiks-postulans. Eg mundi hafa valið texta, sem betur hefði átt við — auðvitað af þvi að eg var kunnugri. Og i þetta sinn mundi eg hafa haldið mig að Páli gamla. Hann á það til að orða hngsanir sínar furðuvel stundum. Og eg mundi hafa valið 15. versið i 5. kapítula Galatabréfsins: »í’n ef þér bítist og etið hver annan upp, sjdið þá við því, að þér tortímist ekki hver fyrir öðrum.« Þvi að mér var það fulHjóst, að vand- inn var þessi: Þó að ráðherrann láti lífið fyrir »bræðurna«, sem iðraverkinn hafa tek- ið, hvernig eiga þeir þá allir að komast i sæti hans? Reykvikingur. Leikfélag ReykjaYiknr Nróliuí i Nesi (frumsaminn íslenzkur leikur), verður leikinn laugardagf 25. febr. í Iðnaðarmannahúsinu kl. 8 síðd. Til ábúðar. Jórðin Kirkjujerja í Olfusbeppi i Arnessýslu er laus til ábúðar frá næstu fardögum 1911 og til kaups, ef um semur. Jörðinni fylgir stórt land, stór slétta grasgefin; ennfremur lax- veiði í Ölfusá. Semja má við Gísla l»orbjarnarsoii ___________í Reykjavík.________ Ijyklar hafa tapast í Miðbænum. Finnandi er vinsamlega beðinn aðskila þeim á Hotel ísland. 117 120 113 Hún fylti kjöltu sfna af kliningi og horfði á hann. Hann evaraði með því að tauta einhver óskiljanleg orð fyrir munni sér. Nokkru eftir hádegi spenti trúboð- . inn þverpokann á sig. Hann ætlaði niður í verstöðina til þess að hafa þar tal af fólki. Hann lofaði að lfta seinna inn til þeirra, því hann hafði hugsað sér að dveljast um hríð þar í sveit- inni. Hann gekk út til Nielsar Klitten. — þakka þér nú fyrir gistinguna og góðan greiða, sagði hann. Hann horfði á hann með sama augna- ráði og áður. — O, það er ekkert að þakka......... Niels slepti söginni og horfði órólega kringum sig. Veðurbarið andlit hans var eitthvað svo þreytulegt. — Eg vildi nú raunar hafa talað dálítið nánar við trúboðann, sagði hann. Hefirðu nokkuð á móti að eg fylgi þér spölkorn á leið. |>að hélt áfram að rigna. Rigningin var orðin svo smágerð, að loftið leit út eins og það væri fult af léttu, fall- andi dufti. Sjóndeildarhringurinn náði — Hvað eg hugsaði . . . það hef eg ekki einu sinni gert Bjálfum mér grein fyrir. . . Mér fanst eg ekki geta gert annað. |>að leit út fyrir að þeir mundu allir farast, og þá var eins og eitthvað knúði mig til þess, eitthvað fengi mig til að gleyma bæði lffi mínu og barn- anna minna. Og satt er það, að það var kraftaverk að við skildum komast lifandi á land. Hann nam staðar. Hann var svo álútur sem myndi hann bogna til jarðar. — Ef guð elskar mig, eins og þú segir, þá hlyti eg þó að fá frið í sál mína og verða glaður yfir þeirri náð, sem mér er veitt. . . En eg hefi alla mína daga verið stór syndari. Trúboðinn lagði hendi sína á öxl honum. — Hefir þú beðið, Niels Klitten. — Já, það hefi eg gert. — Hefir þú beðið á hnjánum? . . . Drottin heyrir aðeins þá auðmjúku, og við verðum að biðja, biðja þangað til hann heyrir oss. . . Látum oss biðja saman Niels Klitten, Konan settist aftur við vinnu sína. Og Niels Klitten stóð grafkyr og hélt áfram að hengja færin upp á snagana. Hann horfði stöðugt niður á hendur sér. — f>að hafði orðið hér skipstapi, sagði heimatrúboðinn. — Já. f>að fórust margir menn. Trúboðinn leit á hann, en Niels hafði ekki augun af vinnu sinni. — Mig langaði til að komast hing- að áður en jarðarförin fór fram, en eg var kominn of langt norður á bóginn til þess að geta komist hingað í tæka tíð. Hann horfði stöðugt á Niels Klitten. Hann roðnaði af hitanum og þyngsla- loftinu, sem var blandað klíningsreyk og fiski og oliulykt. — Eg hefi líka heyrt talað um.afrek þitt, Niels Klitten. Fregnin um það hefir borist langar leiðir. Mig hefir langað til að tala við þig um það mál. — Ó, það er blutur sem eg hirði ekki um að tala um við aðra. Hendur hans hættu vinnunni. f>að varð alt í einu svo hljóit inni í hús-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.