Ísafold - 04.03.1911, Page 2
50
ISAFOLD
Gísíi Sveinsson og
Vigfús Einarsson
yfirdómslögmenn.
Skrifstofutimi ll1/2—I og 5—6.
Þingholtsstræti 19. Talsimi 263
að leg^ja til ókeypis eða ódýrt vinnu-
lið. A þenna hátt yrðu regluleg og
góð not að starfskröftum skógræktar-
mannanna — og vel unnið fyrir þeim
launum, sem greidd eru af landsfé, í
stað þess að nú verða starfsmennirnir
að þeysa úr einum staðnum í annan,
til að líta eftir — og líta eftir — i
raun og veru til smárra nytja, þangað
til búið er að gera það, sem að ofan
greinir. En ef eiuu sinni er búið að
ljúka þessu verki um alt landið, yrði
umsjónin allan annan veg, og nóg
yrði þá að gera við viðhald og annað.
Bændur mundu og líta öðru visi á
skógræktina, ef farið væri að þessum
ráðum, því að það sem nú veldur miklu
um tortrygni og trúleysi þeirra á
skógræktinni og jafnvel kala til henn-
ar, er krafan sú, að þeir eiga að hlýða
friðunarboðinu, en eru 'eigi að neinu
studdir til að koma girðingum i verk.
Eigi mundi á löngu liða, að hjá þeim
kviknaði áhugi, þegar kjarrið tæki að
vaxa á þá lund, sem reynslan þegar
hefir sýnt að verða mundi — ef girt
væri.
Þetta árið var valið dálítið kjarr-
lendi á hverjum bæ, er friða skal. Ef
úr girðingum yrði, mundi víða henta
bezt, að bæirnir slægju sér saman og
létu af hendi sameiginlegt skógarlendi
til að láta girða, reiknað út eftir brenni-
þörfum o. s. frv. hverrar jarðar um
sig. Brenni er nú hægt að taka —
á sem svarar 120—200 dagsláttum
alls. Fer það eftir gæðum kjarrsins.
Ef litið er á fjárhagslega hlið skóg-
ræktarmálsins, er það auðsætt, að
skógræktin muni eigi svara kostnaði
um margra ára bil. En flestum mun
ljóst, að eg held, að til eru margar
hliðar á því máli, eigi minna verðar.
Hr. landritari, Klemenz Jónsson,
skýrði mér frá því í vetur, að lands-
stjórnin væri óánægð með fyrirskip-
anir mínar; það færi of mikið í ferða-
kostnað og stjórnin hefði litlar tekjur
af skógum þeim, sem keyptir hefðu
verið.
A Hallormsstað mætti selja all-
mikið, en það hefir eigi verið nægt
fé fyrir hendi til að láta höggva það,
sem hægt mundi að selja. A Vöglum
er erfitt að selja brenni, af því bænd-
urnir eiga nægan skóg sjálfir. í vetur
verða tilraunir gerðar til að flytja hrís
yfir heiðina til Akureyrar, en eg efast
um, að það svari kostnaði. Til ferða-
laga hefir eigi verið eytt meiru en
óhjákvæmilegt var — það sé eg full-
vel. Sjálfur hefi eg eigi einu sinni
notað það, sem eg átti tilkall til, því
að eigi verður þess krafist af embættis-
mönnum á landi hér, að þeir fari
langferðir fylgdarlaust. En eg fór þó
fylgdarmannslaus frá Egilsstöðum til
Akureyrar og frá sýslutakmörkum
Austur- Barðastrandarsýslu yfir Kalmans-
tungu til Reykjavíkur og ennfr. um
Arnes- og Rangárvallasýslur. Það var
vitaskuíd ekki mikið í sölur lagt af
minni hendi, því að mér líkar vel að
ferðast einn, þar sem mér er það unt,
en 300 kr. sparnaður var það þó.
Landritarinn sagði meira að segja, að
mér yrði eigi endurgoldinn einn eyrir
af þvi, er eg hafði lagt út fyrir fæði
og gisting, þótt ráðinn sé eg upp á
það, að ferðakostnaður sé mér gold-
inn — og svo hefir einnig verið síð-
ustu árin, án þess fundið væri að af
neinum. Sanngjarnara virðist mér, að
eg fengi að sæta sömu kjörum eins
og símastjórinn og landsverkfræðing-
arnir, því að lengstar ferðir og erfið-
astar allra embættismanna hefi eg.
Væri það þó dálítil uppbót fyrir auka-
kostnað þann, er ferðalög jafnan hafa
i för með sér.
Eg hefi þvi góða samvizku —
gagnvart þessarri kvörtun yfir mér.
Eg er sannfærður um, að eg hefi
beint skógræktarmálinu á rétta braut
— og eg mundi þræða þá braut
áfram, ef stjórnin veitir það fé til
þess, sem þarf.
Stjórnarskifti á Frakklandi.
Símfregn frá Khöfn 3. marz ’ll.
Aristide Briand er látinn af stjórn
í Frakklandi. Hann og ráðuneyti hans
var felt í þinginu fyrir nokkurum dög-
um og hefir nú fengið lausn.
Njrtt ráðuneyti er þegar myndað.
Yfirráðherrann nýi heitir Monis. Hann
var dómsmálaráðherra í ráðuneyti
Waldeck-Rousseaus 1902.
Um Sauðárkrókslæknishörað sækja þess-
ir: Friðjón Jensson, Halldór Stefánsson,
Ingólfnr Gislason, Jónas Kristjánsson 0g
Magnús Jóhannsson.
Fyrirniyndar-meginregla
í embættisrekstri.
Það var eitt með öðru talið hinum
fyrri Landsbankagæzlustjórum til afsök-
unar í neðri deild um daginn, að þeim
hefði verið svo illa launað, að engin
nærgætni væri að ætlast til að þeir
verði meiri tíma til starfs síns við
bankann en þeir gerðu: að jafnaði 1
stund á dag.
Þetta var hjáverk, er þeir unnu
auk embættis síns, sem er allvel laun-
að, öðrum 4.800, en hinum 2.800 kr.,
en embættið hvorugt tiltakanlega erfitt
nétímafrekt, annað dómarastarfvið yfir-
dóminn, en hitt aðallega svonefnd for
spjallsvísindakensla við æðri námsstofn-
anirnar hér, alla nemendur þar í einu
lagi, og það aðeins 8—9 mánuði.
Sumir menn halda því fram, að
því ríflegar sem embættismenn fá
launað það af landssjóði sem þeir gera,
hvort sem mikið er eða lítið, hvort
sem þeir verja til míklu eða litlu af
venjulegum vinnutíma, hvort heldur
t. d. 9/io> 5/10 eða jafnvel aðeins Vio>
því dýrra eigi þeir að selja sömu
stofnun, landssjóði, það sem þeir
vinna í hjáverkum sínum. Þeir e i g i
tíma-afganginn frá landsvinnunni. Og
því minni (styttri) sem tíminn sé,
því hærra sé kaupið um kl.stundina.
Það geti orðið ekki allfáar kr. í há-
launuðum embættum. En það sé að
svíkja sjálfa sig, ef ekki sé sett við-
líka mikið upp á hjávinnuna. Það
sé að selja eign sína, tímaafganginn
frá embættum, óþarflega og heimsku-
lega ódýrt.
Þess vegna hafi verið alveg rétt af
gæzlustjórunum, að vinna ekki lengri
tíma á dag í þarfir bankans en þeir
gerðu, en það hefði orðið að gera,
ef þeir hefðu unnið meira en tíðast
gerðu þeir: að líta á fasteignarlán-
beiðnir og fasteignarveðskjöl, en láta
aðrar lánbeiðnir, aðallega víxillán og
ábyrgðarlán, eiga sig að mestu, þ. e.
lofa þeim að ráða slíkum lánum al-
einum,bankastjóranum eða hinum óæðri
starfsmönnum bankans.
Þá hafi ekkert varðað um það, þó
að bankalögin segi ekkeit lán löglega
veitt nema bankastjórn-w geri það,
þ. e. bankastjórinn og gæzlustjórinn
annarhvor eða báðir. Ur því að starfið
sé svona skammarlega illa launað,
ekki nema 2 Va kr. um tímann, a u k
mikið góðra embættislauna, þá hafi
verið alveg rétt af þeim að vera ekki
að leggja meira á sig en þetta. Þeim
hafi ekki komið hót við, þó að ábyrgð-
arlausir óæðri starfsmenn bankans
lánaði eftirlitslaust út svo hundruðum
þúsunda kr. skifti út á víxla, sem
enginn sæi í bankanum nema þeir.
Þeir séu raunar skipaðir af alþingi
eftirlitsmenn við bankann, þ. e. qœzlu-
stjórar; en gæzluskyldan nái alls ekki
það langt, úr því að kaupið fyrir gæzlu
þeirra séu slikar hundsbætur, sefn þær
séu.
Aðrir hafa raunar þá hérvilluskoðun,
að vel fari á því, að ríflega launaðir
landsþjónustumenn vinni eitthvað dá-
lítið í almennings þarfir fyrir litla sem
enga þóknun, og vitna í það, að þetta
geri býsna-margir hinir óæðri starfs-
menn þjóðarinnar, meðal annars allar
hreppsnefndir á landinu og mesti
fjöldi annarra opinberra nefnda. En
um það segja þeir að sé öðru máli
að gegna. Það séu almúgamenn,
ólærðir og ómentaðir alþýðumenn,
en hitt höfðingjar, sem kostað hafi
ógrynnum fjár og varið mjög mikl-
um tíma til að gera úr sjálfum sér
svo hámentaða, hálærða og mikla
menn, sem þeir séu.
Mér skilst sem þeir hafi meira en
lítið fyrir sér, sem þessu halda fram,
enda veit eg að þeir eru sjálfir yfirleitt
háiærðir og nálaunaðir höfðingjar!
Fyrnefnd regla um að skamta land-
inu úr hnefa sér tíma og fyrirhöfn
við embættisrekstur eftir því, hvort
embættismanninum finst launin vera
ríf eða óríf, bjargleg eða óbjargleg,
höfðingleg eða kotungsleg — hún er
afarhandhæg. Mér liggur við að dást
að henni.
Sýslumaður á t. d. að halda mann-
talsþing í 12 hreppum. Þyki honum
nú launin vera helmingi lægri en ætti
að vera, sleppir hann 6; hleypur yfir
þau. Eða hann á að annast tollheimtu
í 3 kaupstöðum, sjáifur eða með að-
stoð umboðsmanns. Finnist honum
nú laun sin vera þriðjungi minni en
vera ætti, lætur hann 1 kauptúnið eiga
sig; o. s. frv.
Prestur á að þjóna 2 kirkjum. Því
skyldi hann vera að þjóna nema ann-
ari, ef hann telur sér vanlaunað I
Með messufjölda fer hann alveg eins.
Já, víst er það handhæg regla og
einföld, aðdáanlega handhæg.
Þingmaður.
----------
Nýir botnYörpungar.
T-veir — heldur en einn eru nú
að bætast í hóp botnvörpunganna
reykvísku. Er þá full tylftin.
Thor Jensen kaupmaður keypti fyr-
ir skömmu botnvörpung í Hull —
og kom sá hingað í fyrradag. Skírður
er hann: Snorri %oði — og mun
fengsæll verða ef hann ber nafn með
rentu.
Hinn nýja botnvörpunginn kaupa
eigendur Jóns forseta.
T y 1 f t af botnvörpungum gerð út
í höfuðstaðnum — það er gott for-
dæmi.
Fjármagnið til útgerðar þessarra
nýju botnvörpunga, sem og til hinna
eldri, mun fengið hjá íslandsbanka.
Það er gleðilegt, að bankinn hefir
getað teygt sig þetta langt einmitt til
þessarra fyrirtækja. Því að flestum
mun ljóst, að botnvörpuveiðarnar eru
arðvænlegri atvinnuvegur en flest ann-
að hér um slóðir.
-J=====*=====fr
Sitt af hverju hvaðanæfa.
Cook Norðurpólssvikari hefir nýverið
ritað 3 greinar í ameríska blaðið Hampton
Magazine. Hann fær 27000 kr. fyrir
hverja grein.
Skrifstofa Júlíu. Stead, hinn heims-
frægi ritstjóri og spíritisti, hefir stofnað
útibússkrifstofu — frá skrifstofu Júlíu
1 London — í París,
Málefnið — ekki maðurinn!
Spörkunarliðið neytir allra bragða
til þess að festa hönd á einhverju, er
nota megi til afsökunar frumhlaupinu
mikla, næturvíginu alræmda.
Það sem þeim verður næst fyrir er þá
þetta, að ráðherra hafi horfið frá stefnu
flokksins, brugðist málstað sjálfstæðis-
manna. Því hafi þeim þótt óverjandi að
fylgja honum lengur.— Þeir séu ærlegir
drengir og hreinlyndir — peir fylgi
málefnum en ekki mönnum!
Þessi afsökunin er ofboð áferðar-
snotur á pappírnum. En haldlaust
hjóm — þá er krofin verður til
mergjar.
Hvernig stóð á því, að þessir mál-
e/wwdýrkendur — létu það uppi lengi
vel, að þeir mundu engan óróa gera
ef meiri hluti sjálfstæðisflokksins á
þiugi vildi halda B. J. við ráðherra-
dæmið? Hvar var málejnisdýrkunin í
þann svipinn? Var ekki jafn óverj-
andi fyrir brennumenn að svíkja mál-
efnið — þótt meiri hluti flokksins
fylgdi manninum ?
Vitaskuld — eý hér væri um þunga
miðjuna að tefla — eý þetta málefnis
— afsökunarskjal væri eigi yfirdreps-
skapur fyrir flestum spörkunarliða.
Ráðherra hefir sem sé í en%u brot-
ið í bág við stefnuskiá flokksins. Það
hafa verið Slnávægileg ágreiningsmál,
sem í milli hafa borið oýan á, svo
litilsvirði flestöll, að naumast voru
eldhúsdags-efni. Ágreiningurinn aðal-
lega um aðýerðina, sem beita eigi gegn
Dönum. Þann ágreining mátti ræða
og athuga — láta óskir í ljósi um
hvatlegri aðferð, ef þurfa þætti — en
að nota þetta lítilvæga ágreinings-
hrófatildur til þess, sem gert hefir ver-
ið — er með öllu ótækt.
Að gera þann óvinafagnað fyrir
slíka smámuni — að sverjast í lag við
ýadda fjandmenn stefnuskrár flokksins
um að steypa foringja flokksins —
manninum sem mest hefir fyrir flokk-
inn unnið, — manninum sem allir
játa, að langmest sé að þakka sigur
sjálfstæðismanna 1908, — manninum
sem mest á ítakið í þjóðinni allra
forustumanna flokksins — livaða vit
var í því?
Og út yfir allan þjófabálk tekur —
að gera þenna hégóma og óánægju-
gutl —- að slíku kappsmáli nú, á síð-
asta þingi fyrir kosningar, nokkurum
mánuðum áður en þjóðin er kvödd
til dóms.
Hvað lá á að drýgja þetta óhappa-
verk nú? Þvi ekki að lofa þjóðinni
að skera úr ? Spörkunarliðið gat
stöðvað hvert það mál, er það vildi
á þessu þingi alveg eins þótt eigi
tæki það til þessa óyndisúrræðis? Því
þá eigi að bíða kosninga? Með því
móti hefðu sjálfsagt sparast ein ráð-
herraeftirlaun. En ef til vill hefir pað
eigi »passað í kramið*.
Mér finst, hvernig sem þessu at-
hæfi er fyrir sér velt, ein og sama
hliðin snúa upp: Fljótráðið, misráðið,
glaprœði, óhappaverkl
Enda er frægðarverkið fram haft
með pví einu móti að gera samsæri
við Uppkastberserkina. Því að sam-
særi var það og er, hversu oft sem
hinir sí afsakandi spörkunarliðar reyna
yfir það að breiða.
Er pað ekki nægilegt til að fylla
alla góða menn óhug.
Að nota fulltingi óvinanna, þeirra
er feigt vilja af öllum mætti máleýnið,
er klofningarnir telja ráðherra dauða-
sekan fyrir að hafa eigi sótt nógu fast
— hvað á að kalla svo gráan leík?
Er hægt að bera traust til þeirra
manna um ýorustu, er eigi víla slíkt
fyrir sér?
Hefði það verið rétt af ráðherra að
fleygja forustunni í hendur þessara
manna, leggja sig eins og tusku und-
ir fyrsta lag, krjúpa lúpulega inn í
skel fyrir fyrsta innanflokksáhlaupi ?
Neil
Hið eina sjálfsagða var að krefjast
þess að fá spilin lögð á borðið á þing-
inu, frammi fyrir allri þjóðinni.
Hennar er það svo að skera úr.
Og ef dæma má eftir hljóðinu hér í
bænum og þaðan af landinu sem frézt
hefir, þarf eigi þvi að kvíða, að þjóð-
in láti sitt eftir standa um að hreinsa
til við næstu kosningar og:
ýleygja hisminu, en hirða kjarnann.
Karl í koti.
Frá alþingi.
Síðustu dagana ekkert markvert gerst
í umræðum. Fundir stuttir. Mest-
um tíma þingmanna varið til nefndar-
starfa.
Þessar nefndir hafa skipaðar verið
frá því á miðvikudag — aliar i neðri
deild:
Vegalaganeýnd: Ólafur Briem, H.
Hafstein, Sig. Sigurðsson, Björn Þor-
lákssoti, Einar Jónsson.
Neýnd til að athuga skógrœktarmál:
Sig. Sigurðsson, Pétur Jónsson (skrif-
ari), Ól. Briem, Sig. Gunnarsson (form.),
St. Stefánsson (Eyf.).
Neýud til að ýjalla um eýtirlaun ráð-
herra: Jón Þorkelsson, Björn Sig-
fússon (form.), Bjarni frá Vogi (skrif-
ari).
Rottulaganeýnd: Björn Þorláksson,
Jón Þorkelsson, Óiafur Briem.
Kirkjujarðaneýnd (til að athuga nú-
gildandi iög um sölu kirkjujarða):
Björn Sigfússon (form.), Stefán Stef-
ánsson Eyf., Hálfdan Guðjónsson, Jón
Þorkelsson (skrifari), Eggert Pálsson.
Lambaneýnd (til að athuga afnám
fóðurskyldu Maríu og Péturslamba,
Ólafur Briem, Jóh. Jóhannesson, Jón
Jónsson frá Múla, Bened. Sveinsson,
Stefán Stefánsson (Eyf.).
Lœknaneýnd (til að íhuga breyting
á Iæknaskipunarlögum): Skúli Thor-
oddsen, Jón [ónsson S. M. (skrifari),
Ólafur Briem (form ), Eggert Pálsson,
Sig. Gunnarsson.
Reykjavikur-annáll.
Dansleikur. Reykjavikur-klúbbur efnir
til mikillar danaveizlu i kvöld i Hótel
Reykjivik.
Fiskifloti Reykjavikur er nú lagðor út að
mestu. £>etta úrið ganga héðan 39 þibkip
og 12 botnvörpungar.
Fríkirkjuprestur getur ekki messað &
morgun vegna hæsi.
Hjúskapur: Ingimundur Ögmundsson (frá
H&lsi) Túngötu 50 0g ym. Auðbjörg Árna-
dóttir, 2. marz.
Halldór Hansen stud. med. og ungfrú
Ólafia Þórðardóttir. Gift 1. marz.
Messur i frikirkjunni á morgun:
Kl. 10. sira Jóh. Þorkelsson. Kl. 4 síra
Bjarni Jónsson.
»
Þórólfur I Nesi, islenzki leikurinn verður
leikinn i kvöld og á morgun — og svo ekki
söguna meir. Því miðnr eigi unnist tæki-
færi fyrir Isafold til að rita itarlega um
leikinn að svo stöddu.
Þeir sem ekki hafa séð leikinn — ættu
eigi að láta þessi slðustu forvöð vannotuð.
Hörmuiegt slys.
Á mánudaginn urðu úti á heimleið
frá Blönduósi tveir merkisbændur
Húnvetninga, þeir fíjörn Sigurðsson frá
Litlu-Giljá og Bjórn Kristóýersson frá
Hnausum.
Blindhríð var á.
Björn Kristófersson fanst af tilvilj-
un á þriðjudaginn — skamt frá Blöndu-
ósi. Var þá leitað Björns Sig. og fanst
hann eftir skamman tíma.
Bj. S. var bróðir Sigurðar á Húns-
stöðum, er lézt voveiflega 27. jan. —
Varð réttur mánuður milli bræðranna.
Ráðherraeftirlaun.
Þeir Ben. Sv., Jón Þorkelsson, Vog-
Bjarni, Hvannár-Jón og Sig. ráðun.
bera fram frumv. um, að ráðherra-
eftirlaun skuli vera 1200 kr. á ári
jaýnmörg ár og pjónað hafi. Lögin
eiga að öðlast gildi pegar i stað.
Þetta ákvæði, pegar í stað, hefir verið
misskilið heldur hrottalega af sumum
— meira að segja þingmönnum.
Það var verið að benda einum
sparnaðarpostulanum i spörkunarliðinu
á, að hann væri ekki hræddur við að
bæta við eftirlaunamennina; enginn
hlutur væri vissari en að ráðherrann,
sem næstur yrði, sæti ekki stundu
fram yfir kosningar! Hann var nú á
því — »en«, sagði hann, — »hann
fær ekki nema nokkur hundruð kr. í
eftirlaun einu sinni fvrir alt* I
Svo?
Já, hefirðu ekki séð nýja frumvarpið?
— 1200 kr. í eftirlaun — jafnmörg
ár og þjónað hefirll
Ef þeir væru margir slíkir — lög-
gjafar vorir!