Ísafold - 04.03.1911, Síða 3

Ísafold - 04.03.1911, Síða 3
ISAFOLD 51 Ýms erlend tíðindi. ---- Kh. lS.febr. ’l 1 Há fluglaun. Verðlaun fyrir flug eru altat' að hœkka. Fyrir hringflugiS París—Berlíu—Biiissel—Londou— París er nú heitið þessum verðlaunum af stór- blöðunum: L e Journal 200,000 frankar, Z e i t u n g a m M i 11 a g 125,000 frk. Petit Bleu í Brússel 25,000 frk. og L o n d o n Standard 65,500 frk, eða 412,500 frankar alls. Þetta eru hæstu verðlaun, sem enn hefir verið heitið. Ákvæði eru meðal annars sett um, að flugmenn í hernum megi ekki taka þátt í þessu flugi og sömuleiðis er flugmönn- unum bannað að hafa myndavólar með sér. Mun þetta gert til þess að þetta veiði eigi notað í njósnarskyni. Flugið hefst 4. júní og stendur um 3 vikur. Lengsta dagleið er áætluð 270 rastir. Aðalleiðin verður þessi: París — Reims — Lúttich — Dússeldorff—Hanno- ver — Magdeburg— Hamborg — Bremen Mun8ter — Brússel — Dover — London — Folkstone — París. Úr brezka þinginu. Onnur umræða laganna um neitunarrótt efri málstof- unnar á að hefjast 27. þ. m., og siðan á alt að vera komið í kring fyrir krýn- ingu Georgs kotiungs í vor. Það er fullyrt að stjórnin só að semja skrá yfir n/ja lávarða úr framsóknarflokki ef á þarf að halda og lávarðar láta eigi undan með góðu. í ávarpsumræðunum báru íhaldsmenn fram breytingartillögu viðvíkjandi heima- stjórn írlands. Asquith gerði grein fyrir skoðun og ásetningi stjórnarinnar. Kvað hann þá vera einu lausnina, að mytida irskt þing og írskt framkvæmd- arvald, er bæri ábyrgð gagnvart þessu þingi. Ætti þingið og framkvæmdar valdið að fjalla um írsk mál eingöngu og lúta ríkisþinginu. »Einn þjóðhöfð ingi, eitt land og e'in þjóð, þar sem hver kynflokkur hefir sjálfstjórn og forráð yfir 8Órmálum sínum, en tengjast þó allir bandi samúðarinnar — það er hið sanna drottinveldi«. Foringi íra, John Redmond, sem jafnan hefir þótt þungbúinn og al- varlegur, en nú hlær við hvern sittn fingur síðan kosningar fóru fram, stóð jafnskjótt upp og mælti: »Vór Irar erum á sama máli og yfir- ráðgjafinn. Það sem hann leggurí heima- stjórn, hafa írskir þjóðflokksmenn bar- ist lengi við að koma í lög, þv/ að það er bráðnauðsynlegt. Nú er að hefjast ný stjórnaröld. Ein af fegurstu at- höfnum vors látna konungs var sú, er hann sendi einn af ættingjum sínum til Suður-Afríku til að setja þar þingið. Þingsetningardagurinn mun verða ein- hver hinti merkasti dagur í sögu Suður- Afríku, og þessi athöfn er letruð gulln- um stöfum í stjórnarsögu Játvarðs kon- ungs. Eg óska að stjórn Georgs konungs verði langvinn og vegleg og geti af sér enn stærri atburði: hina langþráðu heimastjórn írlands«. Breytingartillaga íhaldsmanna var feld með 326 atkv. gegn 213 og ávarp stjórn- arinnar samþykt. Svarti dauðinn geysar enn í Austur- Asíu, jafnmagnaður og áður og er nú jafnvel komin til Söul, höfuðborgarinnar í Kóreu. -----.i.----- Ósannindabrigzl Lögréttu. Öllu bíræfnari ósannindabrigzl —- þótt í litlu sé — en þau er Lögr. ber I s a f. í mið- vikudagsblaðinu — eru fátíð — jafnvel á hennar svartflekkóttu tungu. 1 blaðinu segir, að ísafold hafi flutt þau ósannindi, að Kristján Jónsson hafi greitt atkvæði með þeim kotiung- kjörnu — og m ó t i flokki sínum í mál- inu um skipun rannsóknarnefndar a ráð- herra í efri deild. Þvl er til að svara, að ísafold flutti hið sanna í þessu máli — eins og hún ætíð gerir ella — en Lögr. hangir á ósannindarim nú sem oftar. Sig. Stef., Sig. Hjörl. o. fl. báru fram þá breytingartillögu við þingsályktun L. H. B. um nefndarskipun, að nefnd sú skyldi aðeins fjalla um Landsbankamál- ið — en eigi önnur mál. Þeirri br.till. greiddu allir sjálfstæðismenn f deildinni atkvæði sitt — nema Kr. Jóns- s o n. — Hann greiddi atkv. m e ð þ e i m konungkjörnu en móti flokki s 1 n u m — og þann veg var tillagan feld. Við sjálfa kosninguna í nefndina greiddi Kristján enn atkvæði m ó t i flokki sín- um, en m e ð þeim konungkjörnu, og þann 'veg komu hinir konungkjörnu með hjalp Kr. J. 3 sinna manna í nefndina, en 8jálfstæðismenn aðeins 2 — í stað 3, ef Kr, J. hefði ekki greitt atkv. móti þeim. Sjálfur lýsti og Kr. J. yfir því í ræðu sinni, að hann greiddi atkvæði m ó t i flokki sínum um br.t. Ekki tjáir Lögr. að n e i t a þessu. Gjörðabók efri deildar sannar, að Isafold hefir farið með satt mál — en virðuleg Lögr. með ósannindi. Auk þess næg vitni: — allir þingdeildarmenn og mýmargir áheyrendur. Sór grefur gröf þó grafi I Það m á nú segja. Blaðið reiðir heldur en ekki hátt til höggs. Þartia sjáið þið — hvernig ísa- fold er — breiðir út svona staðlaus ósannindi I Þykir ykkur raðlegt að trúa henni ? En viti mennl Höggið lendir á Lög- róttu. H ú n er það, sem vefur að sínu eigin höfði ósannindablæjunni með þess- um rakalausum brigzlum til ísafoldar. H ú n er það, sem skýrir rangt frá — en ísafold rótt — nú sem ella. Lögboðin skoðun á síld. Nauðsynjafrumvarp. Eins og mörgum er kunnugt, hefir þingmaður Akureyrarkaupstaðar, S i g . Hjörleifsson lagt fyrir þingið frumvarp til laga um skoðun á síld. Aðalefni frumvarps þessa er hið sarna Og frumvarps þess, sem lagt var fyrir þittgið 1909; sem sé, að lögbjóða skoðun á allri sfld, sem veidd er hór við lattd í herpinætur eða reknet og flut.t er ósöltuð að landi og söltuð er f landi eða við land. Veruleg efnisbreyting er engin önnur en 8vt, að í þessu fiumvarpi er gjört ráð fyrir, að útgeiðarmenn eða síldar- kaupmenn gjaldi undirmatsmönnum fyr- irhöfn þeirra, en eigi landsjóður. Helzti ókostur frumvarpsins 1909 var að áliti mótstöðumanna þess, m a t- 8 k y 1 d a n . En það er líka aðalefni og mergur þess. Menn hafa nú haft tveggja ára tíma til þess að athuga þetta mál; en þó hygg eg að mótbárur gegn því verði nokk- uð svipaðar og á síðasta þingi. Vil eg því lítilsháttar athuga helztu mótbárur nefndarinnar á þingittu 1909. Hin 1. var sú, að matskylda kæmi ekki að tilætluðum notum ; 2. að hún myndi tefja fyrir verkun- inni og þar með framleiðslunni ; 3. að hún muni vera óframkvæman- leg og geti því bakað útvegsmönnum fjárhagslegan hnekki; 4. að hún verði altof dýr borið sam- an við gagnið, sem hún gerði. Allir sem eitthvað þekkja til herpi- nótarveiða hór við land, vita, að sú veiði er annaðhvort rekin á gufuskipum eða á seglskipum með hjálparvól (motor). Þá vita og allir, að síldin er misjafn- lega gömul þegar skipin koma með hana að landi. Veiðunum er og verður svo háttað, að hjá þvf verður ekki komist. Þráfaldlega hefir síldin skemst af hita frá vólinni eða gufupípum á þilfari skip- anna, vegna þess að þau hafa ekki ver- ið nógu vel eða haganlega útbúin. Með matskyldu á að koma í veg fyrir að þesskonar síld só söltuð saman við óskemda síld. Þar eð síldin er misjafnlega gömul þegar skipin koma með hana að landi, þá er hún að sjálfsögðu misjöfn að gæð- um ; það af henni, sem t. d. er 2 sólar- hringa gamalt er verri vara en það, sem veiðst hefir fyrir 6 tímum. Matskyldan gjörir ráð fyrir að skipin sóu hólfuð svo, að auðvelt verði að hafa útaf fyrir sig, það sem veiðist f hverju kasti. Þegar skip kemur að landi, sem veitt hefir síld í veiðarfæri, sem getur hór að framan segir skipstjóri og sann- ar matsmanni hve gömul síldin er í hverju hólfi; er þá auðvelt fyrir mats- mann að skera úr því, hvað saltast skuli eða ekki í lagheldar tunnur. Með þessu er girt fyrir að skemd síld só söltuð í sömu tunnu og óskemd síld. Ef þetta er gert, nær matsskyldan tilgangi sínum að mestu leyti. Að skylduskoðun tefji fyrir verkun- inni á nokkurn hátt, fæ eg ekki séð. Þegar skip kemur að latidi með síld, sent greind hefir verið að á skipsfjöl eftir því á hvaða tíma hún er veidd. gerir skipstjóri boð eftir matsmanni. Geri eg þá ráð fyrir því, að það af síld- inni er síðast veiddist só góð og óskemd vara, og að matsmaður þurfi ekki ann- að en líta á hana til þess að geta gefið leyfi til að byrja á söltun hennar. Gjör- um svo ráð fyrir að það sem veiðst hefir næst á undan, í sömu ferð, sé dá- lítið farið að skemmast; matsmaður hefir þá nægan tíma til að athuga það og getur því gefið fullnaðar úrskurð sinn um hvort hún skuli saltast í lagarheld- ar tunnur eða ekki, áður en lokið er söltun sfldarinnar, sem fyrst var byr- jað á. Aftur á móti hefir reynsla undanfar- inna ára sýnt það, að töluvert mikill tfmi hefir farið til þess, hjá verkafólki, að kasta frá við söltun því, sem mest er skemt af síldinrti, en sú aðgreining hefir aldrei verið og verður aldrei ann- að en gagnslaust kák hjá flestum. Við skyldumat mundi sú aðgreining alveg hverfa og matskyldan þannig f 1 ý t a fyrir verkunintti, en ekki tefja. Að matskylda só óframkvæmanleg, er fjarstæða ein, sem engum skynsömum mönttum ætti að koma til hugar. Gjörum ráð fyrir því allra versta, því, sem mestum erfiðleikum virðist vera bundið: að sfldin só söltuð um borð á skipi, sem liggur úti á höfn. Ef fólk frá landi er fengið til þess að salta síld- ina, getur matsmaður að sjálfsögðu farið á skipsfjöl með sömu ferð og verkafólk- ið. Ef verkafólkið, sem síldina saltar, býr i skipinu meðan á veiðum stendur, þá getur matsmaður það lfka. Só síld- in söltuð á bryggju eða á landi, er fram- kvæmd á matinu alls engum örðugleik- um bundin. Um kostuaðinn er það að segja, að I eg er ekki í neinum vafa um, að hann er alveg örlftill borinn saman við gagn- ið, sem skyldumat mundi gera. Útgerðarmenn á Akureyri hafa gert lauslega áætlun um aukinn útbúnað síldveiðiskipanna frá því sem algengt er, til þess að auðvelt só að aðgreina hana úti á skipi, eftir því á hvaða tíma hún veiðist og girða fyrir skemdir á henni af hita frá vólum o. þ. 1. og er sú kostnaðar áætlun frá 50 — 120 kr. p r. s k i p eftir stærð. Ef gjört er ráð fyrir, a ð einn kven- maður kverki og salti tvær tunnur af sfld að meðaltali á hverjum tíma — en það er hið minsta sem gera má ráð fyrir eftir reynslu undanfarinna ára — og a ð við hvert síldveiðaskip, sem veiðir með herpinót vinni 30 stúlkur, þá salta þær 60 tunnur að meðaltali á klukkustund. Só kaupgjald síldarmatsmanna sama og kaupgjald fiskimatsmanna, 65 aura um tímann, þá verður kostnaðurinn við matið U/jj eyrir á hverja tunnu síldar. Til nauðsynlegs eftirlits við ápökkun o. s. frv. mætti líklega áætla alt að J/2 e. á kostnað á hverja tunnu. Yrði þá allur kostnaður uál. U/2 eyrir á tunnuna. Þessi kostnaður hugsa eg, að etigum vaxi í augum. Vitanlegt er það, að þessi áætlun á aðeins við, þar sem skip leggja að bryggju og hægt er aðstöðu við vinn- una; en hann yrði töluvert meiri, ef saltað er úti á skipi. Þvf miður hefi eg ettga reynslu fyrir mór í því hvað sölt- un síldar gengur fljótt á þar tilætluðum skipum og get því ekki gjört neina áætlun um hvað matið mjtndi þá verða dýrt. En ekki get eg fmyndað mór að kostn- aður við það yrði neitt verulegt; auk þess er þeim altaf að fækka, sem láta salta sfld sína úti á skipum og voru það aðeins 4 skip á Siglufirði síðastliðið ár, sem notuð voru til þess að salta síld í, en ekkert á Eyjafirði. Só tekið tillit til þess, a ð mat á salt- aðri síld, getur með góðri verkstjórn, orð- ið framkvæmt útvegsmönnum alveg að kostnaðarlausu, ef síldin hefir verið met- itt fyrst við söltuuina, a ð það mat getur verið miklu tryggara en það sem nú höfum við — þá get eg ekki látið mór detta f hug, að nokkrum manni þyki matskyldan dýr. Vegna þess að skýrsla sú sem eg sendi stjórnarráðinu unt ferð ntína til útlanda veturinn 1909—1910 hefir enn ekki verið prentuð og almenningur þess vegna ekki átt kost á að sjá hana, þá vil eg taka hór upp svolítinn kafla úr athugasemdum mfnum aftan við hana, sem sýnir hvað eg hefi fyrir mór, er eg tel mat á saltaðri síld tryggara, ef síldin fyrst er metin við söltunina. — — — Bain afleiðing af þessu (o: að göm- ul og ný síld er söltuð í sömu tunnu) verður sú, að aðgreining og mat á salt- aðri síld, verður miklu fyrirhafnarmeira og kostnaðarsamara en þörf er á. Þvf ekkert vit er í öðru, við aðgreiningu og mat á þannig blandaðri síld, en að tæma tunnuruar alveg og hattdleika og skoða hverja síld út af fyrir sig. En þrátt fyr- ir þessa fyrirhöfn verður s/Idin aldrei aðgreind svo vel sem skyldi, vegnaþess að þeir sem það verk ynnu, mundu oft verða í vafa um, af ytra útliti sfldar- innar, hvort hún hefði verið gömul eða ný þegar hún var söltuð og gætu því ekki valið gömlu síldina úr svo nákvæm- lega setn þarf. Sé sfldin þar á móti skoriu í sundur er munurinn auðsær. Fiskurittn er dökkur að lit f gömlu síld- inni af því að blóðið hefir storknað 1 henni áður en hún var kverkuð. Mat á saltaðri síld — aðalmatið ■ veitir því kaupendum minni tryggingu, ef síldinni hefir verið blandað saman ósaltaðri, heldur en það gerði, ef síldin væri aðgreind fyrst og metin ósöltuð.— Afsláttarútsala Arna Eiríkssonar Austurstræti 6 10°lo -- 40°|o er nú bráðum á enda, og því er nauðsynlegt að nota nú þenna stutta tima sem eftir er. Jiappgítma. Glímufélag Ungmennafélags Reykjavíkur stofnar hér með til flokkakapp- glimu er fram fer í Reykjavík miðvikudag 5. apríl. Allir glímumenn, utan bæjar sem innan, hafa jafnan rétt til þátttöku ef þeir aðeins hafa gefið sig fram við undirritaðan fyrir 28. þ. mán. Reykjavík, 1. febrúar 1911. 1 Guðm. Kr. Guðmundsson Laugaveg 70. Útgerðarmenn og síldarkaupmenn vita það, að þeir hafa selt, bæði hórlendum og útlendum mönnum, sem síldar neyta, skemda fæðu og þeir geta ekki við því gjört af eigin rammleik. Þvf óska þeir þess, að löggjafarvaldið hjálpi sór til að svo verði ekki framvegis. Þetta er óneit- anlega drengilega gert og öllum heiðvirð- um verzlunarmönnum til sóma. Þess vegna trúi eg ekki öðru en að þiugið samþykki frumvarp það, — sem hór er um að tefla. Er það spá mín, að löggjafarvaldi ís- lands aukist traust og virðing bæði hér- lendra manna og útlendra við slík lög. p. t. Reykjavík 3. marz 1911. Jón Berqsveinsson, sfldarmatsmaður. Prúðmannlegt orðbragð. Þá má segja >þaifanaat< þetta nafn sér gaf ’ann. Sagan nm hið prúðmannlega og þingsið- lega orðalag úr konungkjörna 5-inu i tölu (L, H. Bja.) í efri deild um daginn er hér- aðsfleyg orðin, ef eigi landsfleyg. En þú rangt með hana farið að þvi leyti til, sem öðrnm þingmanni þar (A. J.) eru eignuð npptökin. Hann (A. 3.) er látinn hafa kallað fyrst i þingræðu litla-rússneska dánumanninn »þarfanaut,< og að þá hafi glæsimennið það, ráðherramágurinn fyrverandi og lagaskóla- forstöðumaður af Hannesar náð — margir fullyrða, að enginn maður annar mundi hafa látið sér detta i hug að lyfta honum upp i það hefðarsæti úr litla-rússneska valds- mannssessinum — þá hafi hinn (L. H. Bja.) svarað svo, að hann (A. J.) væri ekki þarfa- naut, eins og hann hefði kallað sig, beldur bara tómt — naut. Sannleikurinn er nú sá, að A. J. hafði aldrei orðið þarfanaut i sinni ræðu, hvorki um L. H. Bja. né nokkurn mann annau, heldnr kvað svo að orði, að bann (L. H. Bja.) væri þarfur maður sinum flokki til að j bera á völl. Hann bæri saur inn i deildina. Nei. Það var L. H. Bja. sjálfur, sem bjó til þarfanautsnafnið á sjdlfan sig. Hann vann það til, til að geta komiö nautsnafninu á annan þingmann og það — einn sinna nýju bandamanna, fremstan flutningsmann vantraustsyfirlýsingarinnar fyrirhuguðu í efri deild. Svona er þessi saga rétt sögð, svo sem sannað geta allir þingmenn efri deildar — auk alls hins mikla áheyrendafjölda, er við var staddur það kveld. Hitt þarf naumast vitna við, að aldrei hafi á voru þingi (og þótt lengra sé leitað) nokk- ur rnaður, jafnvel nokkurt skrílmenni látið sér um munn fara dónalegra óvirðingarorð um annan þingmann en þetta hið »skelfing virðulega konungkjörna 5 i töln< hafði þetta skifti um þingmannn Strandamanna (A. J.). Auðvitað fekk bann fyrir það óvægilega á- minning hjá forseta, — hver svo sem ár- angur verður af þvi eftirleiðis. Hannþarf liklegast að fá einhvern bata áður af sinni alkunnu, hryggilegu veiki, sem sumir kalla sálar-hold8veiki. Systir okkar elskuleg, Sigriður, sem and- aðist á Landakotsspitala I. þ. m, verður að forfallalausu jörðuð á miðvikudaginn þ. 8. þ. m., frá spitalanum kl. 12 f. h. Sig. E. Sæmundssen. Metta Einarsdóttir. Nýtt kirkjublað 4. og 5. blað: Frú Kristín Krabbe, bréf frá henni (mynd). — Síra Arnljótur sem prest- ur, G. H. — í vín.qarði síra Hannes- ar Arnasonar o. fl. Dr. síra ]ón og frú Lára (mynd). — Hverjir verða hólpnir, }. H. — Safnaðarsöngurinn, Ó. M. — Síra Oddur heitinn Gíslason. — Smásaga úr daglega lífinu o. fl. Bitstjóri: I*órh. Bjarnason. Talsínti 91. Fræsölu gegnir eins og að und- anförnu Ragnheiður Jónsdóttir, Laufás- veg 13-____________________’ Dugleg og hreinleg vinnu- kona getur fengið vist frá 14. maí n. k. hjá Fredrekssen (frá Mandal) Mið- stræti 5. Lipur og þokkalegur piltur getur þegar feugið vist. JSuévig éíruun, „Skj aldbreið*. Sjúkrasjóður ÍOO manna heldur fund í K. F. U. M. í litla salnum uppi, á morgun, sunnudag kl. 4. lAríðandi að allir mœti. Til sölu. Húseignin Austurkot í Kaplaskjóli við Reykjavík, sem er: íbúðarhús úr sieini 9Xto með kjallara undir, 2 pakkhús við sjó, heyhkða og hesthús. Túnblettur rennisléttur og vel hirtur, sem gefur af sér 40—50 hesta af töðu í meðal grasári; stórt fiskverk- unarpláss og ágætur kálgarður. Um kaupin má semja við Borgþór gjald- kera Jósefsson á Laugaveg ri. Mótorbátur, mjög þægilegur til fiskiveiða, svo létt- ur, að setja má upp og ofan kvölds og morgna, eins og vanaleg opin skip, er til sölu. Afgr. visar á. I Jarðarför Sólveigar Eyjólfsdóttur frá _ Herdísarvlk fer fram laugardaginn II. | þ. m. kl. 12 frá St. Jósefsspitalanum. 1 Tækifæriskaup. Dvottavél (Fulddamp) er til sölu með kostakjörum. — Ritstj. ávísar. HÚS á góðum stöðum hér i bænum fást til kaups; einnig veitingahús á póst- vega krossgötu nálægt Reykjavík. íbúðir til leigu frá 14. mai 1911 og góð laxveiðijörð fæst til kaups og ábúðar frá næstu fardögum. — Upp- lýsingar á Laugaveg 73. Gott herbergi með forstofu- inngangi til leigu í Bankastræti 14. GrÁmálaður skipsbátur, merkt- ur á hliðunum: H. 16, en á gafli 85, hefir rekið nýlega á land i Bollagörð- um á Seltjarnarnesi. — Réttur eigandi vitji bátsins þangað, borgi bjarglaun og annan kostnað. Bollagörðum á Seltjarnarnesi, 4. marz 1911. Jón Jónsson.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.