Ísafold


Ísafold - 08.03.1911, Qupperneq 2

Ísafold - 08.03.1911, Qupperneq 2
54 ISAFOLD Gísíi Sveinsson og Vigfús Einarsson yfirdómslögmenn. Skrifstofutimi II1/,—I og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsími 263 persónulegri tryggingu hefir maður alt af nokkurn veginn lagt upp í hend- ur verðmæti tryggingarinnar. Og þar sem bankastjórnin heldur því fram, að hún hafi »vissulega« vald til þess að fela öðrum víxlakaup, þá ætti hún líka að geta falið öðrum hvaða lánveitingu sem vera skal. En allir sjá, hvílik fjarstæða slíkt er, að láta þá menn veita lán, sem geta ekki borið ábyrgð á þeim gerð- um sínum. Og þar að auki yrði ekki hægt að sjá, hverjum hún mætti ekki veita um- boð. Hví ekki alveg eins einhverjum mönnum öðrum en starfsmönnum bankans ? En nú vill svo til, að það er hægt að sýna það og sanna, að bankastjórn- in álítur ekki, að framkvæmdarstjóri megi veita öðrum umboð til að veita lán. — Bankastjórnin minnist á (i Aths. bls. 14) lög og reglugjörð bankans. Hún prentar upp þetta úr lögum 18. sept. 1885 (22.gr.): »Framkvæmdarstjóri annast dagleg störf bankans, og stýrir þeim undir umsjón gæzlustjóranna og með aðstoð þeirrac. Og um þetta segir hún: »Dagleg störf bankans eru eftir markmiði hans og verksviði einmitt lánveitingar og víxlakaup. Þessi störf á framkvæmdarstjóri að annast, 0: vinna, leysa aj hendi, en gæzlustjórarnir eiga að hafa umsjón með þessari starfsemi hans og veita honum aðstoðc. Nú liggur í augum uppi, að það, að »vinna og leysa af hendi« geiur ekki verið það sama sem að láta ein- hvern og einhvern gera þetta fyrir sig. Bankastjórnin er því þarna í beinni mótsögn við það, sem hún segir á bls. 16 í Aths., þar sem hún fullyrðir að framkvæmdarstjóri hafi vald til þessa (að veita umboðið). Það er einkennilegt, að þar sem bankastjórnin talar um-þessi vixlakaup starfsmannanna, þá lætur hún sem hún skilji skýrslu rannsóknarnefndar- innar svo, að hún (nefndin) telji það brot á reglugjörð bankans, að ekki fylgdu skriflegar útgjaldaskipanir öll- um víxlum. En hver sem les skýrsl- una, sér, að nefndin telur þetta alls ekki brot á lögum bankans, heldur er það þetta (vöntun útgjaldaskipana), sem kom upp vixlakaupum starfsmannanna, því að báðir höfðu gæzlustjórarnir tek- ið það fram skýrum orðum, að ekki ætti að vera til í bankanum neinn víxill (E. Br.: mest 1 eða 2) án skrif- legrar útgjaldaskipunar. En bankastjórnin fer ekkert út í það, hvernig hún hafi trygt sér að starfsmennirnir jæru ekki út fyrir um- boðið og keyptu nýja víxla og jafn- vel víxla sem bankastjórnin hejöi af- sagt að kaupa, né reynir að sýna, að þessi umboðsveiting sé á nokkurn hátt lögum samkvæm, en ekki þvert á móti lögum, svo sem áður er bent á. Starfsmönnum var með þessari að- ferð opnuð leið til að kaupa víxla, hvernig sem á stóð, án vitundar og vilja bankastjórnarinnar. B. Tap bankans fyrir óreglu, trassa- skap og hirðuleysi. Hér eru fáein dæmi um þetta tap: 1. Einu var sagt frá í blaði banka- stjórans sjálfs, Tr. G., haustið 1908, þar sem lánaðar höfðu verið 30—40 þús. kr. gegn lítilsverðri sem engri tryggingu. Ekki mun vera enn full- séð, hvað upp úr því veði hefst. En enginn vafi á, að tapið nemur mjög mörgum púsundum. Það hafði verið LHB., sem sagði frá þessu láni, af þvi að honum var illa við lánþega. 2. Nær 1600 kr. tapaði bankinn hér í vetur á láni, er veitt var upp- haflega gegn sjálfskuldarábyrgð og 2. veðrétti í húseign, en bankinn gefur síðan eftir fasteignarveðið eða leyfir frekari veðsetning með i.veðrétti; en fyrir það neituðu aðalábyrgðarmennirnir 2 að standa við ábyrgðina og fengu þá neitun staðjesta með dómi. 3. Næsta dæmi er af 5000 kr. skuldabréfi, er var óundirskrijað af skuldunaut, er gamla bankastjórnin fór frá. Þar næst hafði verið strikuð út sú athugasemd á bréfinu, fyrir of- an nöfn ábyrgðarmanna, að ábyrgð hans skyldi standa þar til er skuldin væri að fullu greidd; en meira en ár liðið, er skuldarinnar var krafist. Hún töpuð. 4. Undir stórláni einu, 35—36 þús. kr., voru undirskriftir ábyrgðar- manna ódagsettar og óstaðsettar, og hafa þeir neitað fyrir það að endurnýja lánið (ábyrgðina). 5. Mörg dæmi hafa fundist þess, að slept hefir verið nokkrum ábyrgð- armanna nöfnum af lánum, er þau voru endurnýjuð, án sampykkis hinna, sem ábyrgðin hefir þyngst á fyrir bragðið; og þykir mjög efasamt, hvort þeir eru ekki alveg lausir úr ábyrgð- inni. 6. Mikil brögð eru að kvörtunum frá viðskiftamönnum bankans um að þeir hafi ajhent einum starfsmanni hans (sem er þar ekki nú framar) ýmsar greiðslur til bankans, en þær ekki komið til skila, heldur verið kall- að eftir þeim aftur í þeirra hendur, skuldunauta, og þeir orðið að láta það fé af hendi af nýju, hafi þeir verið svo ógætnir að taka enga kvittun um leið og þeir afhentu gjaldið — þeim verið sagt, að kvittun kæmi frá hank- anum sjálfum, en ekki varað sig á, að bankinn hefði í sinni þjónustu mann, sem svona þyrfti að varast. Hafi þeir tekið kvittun, hefir að jafnaði lánast að ná fénu hjá hinum ráðvanda(l) bankaþjóni eða vandamönnum hans, oft eftir langa rekistefnu og erfiða. Stundum " eru reikningar i höfuðbók sýnilega Jalsaðir, teknar út úr þeim jafnvel stórfjárhæðir, en látnar inn aftur síðar meir, er eigandi kvartar, en hann lætur sér það lynda, eins og orðin er lenzka, ef hlutaðeigandi er af heldra tægi, sem kallað er, og veldur þetta því, að slíkum mönnum er alveghættaðstanda stuggur af hegningu við því, sem þeim finst vera ekki nema smáóráðvendni. Henni er aldrei beitt við slíka höfð- ingja, ef fénu er skilað, hvort held- ur er af þeim sjálfum eða vinum þeirra og vandamönnum. — Stundum er bankanum skilað nokkru af gjaldinu, en hinu, helming eða meira, stingur meðalgangarinn t vasa sinn. Stund- um er hann beðinn að taka lán i bankanum. Hann gerir það, en læt- ur ekkert vita, að lánið hafi jengist, og hefir lánþegi enga hugmynd um það fyr en hann heyrir veðskuldarbréfinu þinglýst á varnarþingi sínu (1400 kr., norður i Skagaf., o. s. frv. Það fé náðist eftir langa mæðu og með ærinni fyrirhöfn. Það er i stuttu máli margfengin greinileg vitneskja um, að bankaþjónn þessi hefir lagt undir sig fé, sem við- skiftamenn bankans hafa trúað honum fyrir, og þá að sjálfsögðu bókað skakt af ásettu ráði, til þess að reyna að leyna óráðvendni sinni. Við inn- heimtu var hann og látinn fást, og má nærri geta, að hann muni hafa gengið fram hjá þeim, sem búnir voru að gjalda honum skuld sína til bankans, en voru alt að einu ókvitt- aðir í bankanum. Vitaskuld er ekki gott fyrir banka- stjórn að gera við svona iagaðri óráð- vendni. En varla mundi ströng og reglusöm bankastjórn komast hjá að fá vitneskju um slíkt og losa sig þá við annan eins ódrátt og eiturorm í hverri fésýslu, pótt svo væri, að þetta væri mjög svo dyggur, ötull og óhlíf- inn flokksdindill. Og hvar er ábyrgð- in andspænis almenningi? 7. Sú aðferð var höfð við eitt stórlán hér í bæ að minsta kosti, að gengið var að hinum rýrari ábyrgðar- mönnum, en þeim slept, sem höfðu meira undir höndum, og gátu þeir komið töluverðu aj sínum eigum undan. Svona mætti telja og telja áfram. Og mundu fáir forstöðumenn stofn- ana vera svo bíræfnir, að þræta fyrir óreglu og hirðuleysi, er svona dæmi væri komin upp um þá. 8. Enn er eftir að minnast á víxla- hvarfið úr víxlaforða bankans, sem kunnugt var bankastjórninni mörgum árum áður en hún fór frá, en hún pagði um eða lét pegja — gat þess hvergi í reikningum sínum. Lét ekki annars get- ið en að víxlarnir væri allir vísir. Það mun nú vera rangmæli, að kalla þann- ig saminn reikning Jalsaðan7 Mundi ekki hver dómstóll dæma bankastjórn- ina til að standa skil á þeim vixla- forða, er hún segist hafa geymdan hjá sér? En pessi bankastjórn lætur bara hverfa af honum 5—6 þús. og hefir engin orð um heldur en hún stæði í beztu skilum. Það vantaði um 6,240 kr. á vixla- forðann fyrra skiftið, er þeir voru taldir (19. ágúst 1909), en um 5840 síðara skiftið, er dönsku bankastjór- arnir voru á ferðinni. Þeir voru geymdir í opnum blikkkössum i opnu herbergi i bankanum, er allir þar gengu um. Ekkert sennilegra en að víxlum hafi verið stungið út eða inn í kassana, — krækt í þá handa ein- hverjum víxilskuldara endurgjalds- laust. Þetta mun vera fyrirmyndarregla, eða hvað? Um tjón það, er bankinn hlyti að bíða af óreglu, hirðuleysi og van- rækslu, komst rannsóknarnefndin is- lenzka að þeirri niðurstöðu, að það hlyti að nema minst 400,000 kr.; og er helmingur þeirra skulda (200,000 kr.) að dómi nefndarinnar algerlega engisvirði, en hinn helmingurinn hið allra minsta, sem hugsanlegt er að tapist á öðrum skuldum bankans. Nefndin taldi alveg eins líklegt, að tapið yrði 5—600,000; en kvaðst ekki vilja til taka meira en hún gæti alveg ábyrgst að tapiðA/yíi að verða í minsta lagi, hve rækilega sem innheimtan væri rekin og þó gætilega. Aunar gæzlustjórinn, Kr. J., sagði svo við bankastjórana dönsku, að hann byggist við að tapið yrði 100— 200,000 kr. Það er auðvitað ekki annað en ágizkun, enda vissi hann hvorki það né annað um hagi bank- ans. En eitthvað hefir hann þó vitað vera í meira lagi bogið í fjárgæzlu hans. Þó er ekki talið með í þessu mikla tapi hjá nefndinni tjónið, sem af því hefði getað að leitt, ef leyndarmálið hefði komist of suemma upp, né heldur á- hættan af alldjarft miðluðum stórlán- um til nokkurra verzlana. Vanræksla og dráttur að ganga eft- ir skuldum átti sinn mikinn þátt í tapinu. Bókari bankans var látinn annast skuldatilkall í dánarbúum og þrota- búum, en ekkert litið eftir af banka- stjórninni, hvort hann gerði það eða ekki. Þann veg var alt á eina bók lært — vanræksla og tómlæti, tómlæti og vanræksla. C. Reikningsskekkjur. Einhver hin fáránlegasta af allri sökudólgsþrætni hinnar gömlu banka- stjórnar er sú, að harðneita því, að reikningur bankans geti verið skakk- ur, úr því að honum beri saman við höfuðbækur hans I Það liggur við að þurfi ófermdan óvita til að koma með annað eins. Það er sama sem að segja, að hvað vitlausar sem höfuðbækurnar eru, þá megi aðalreikningur bankans til að verða réttur, ef saman ber við þær I! Það er kunnugt um Alberti, að reikningar frá honum voru ekki sem réttastir; en saman bar þeim við böf- uðbækur hans. Og er honum var þá bent á hinar miklu skekkjur í bókunum, svaraði hann, að þær hefði hann mátt til að setja þar til þess að alt stæði heima! D. Meðferð á varasjóði bankans. Um varasjóð segir svo í reglugerð bankansfrái894,að hann megi ekki lána út, heldur skuli jafnóðum, svo fljótt sem því verður við komið, kaupa fyrir hann konungleg skuldabréf, er á skömmum tíma megi koma r pen- inga. Þessa grein alla hafði bankastjórn- in brotið. Hún hafði lánað varasjóð út, þ. e. veðsett hann fyrir peningaláni og lánað þá peninga síðan út, sem er nákvæmlega hið sama. Hún hafði aldrei keypt fyrir hann kgl. skuldabréf eða önnur auðseld verðbréf. En að slíkt er alvarlegt brot, skilja allir, er þeir athuga það sem stendur í bankalögunum frá 1885, 31. gr.: að varasjóð er ætlað að bera það tap, er árleg reikningsskil bankans sýna að hann hafi beðið. Og eins hitt, að varasjóður er »eins konar sameigitilegur tryggingarsjóður fyrir alla þá, sem eiga inni hjá bank- anum, og þó sér í lagi fyrir spari- sjóðsinnieigendur og aðra slíka lánar- drotna bankans, sem lána bankanum fé sitt með vægum kjörum, og þar af leiðandi stuðla mest að því, að auka sjóð þenna«. (Rannsóknarnefnd- arálit bls. 26). Varasjóður bankans var í síðustu reikningslok gömlu bankastjórnarinnar nær 637,000 kr. Það fé alt og meira þó (sem sé 587,000 -f- 229,000 = 816,000) haíði bankastjórnin veðsett Landmandsbank- anum í Khöfn, og fundust í Lands- bankanum veðsetningarkvittanir og önnur skilriki fyrir því. Og lýsti stjórn Landmandsbankans yfir því, að hún slepti ekki veði því nema önnur trygging kæmi í staðinn (Nefndarál. bls. 30). Fyrir þessa veðsetningu leyfði bankastjórnin sér að præta opinber- lega; og munu varla dæmi til annar- ar eins bíræfni af mönnum í ekki ómerkilegri stöðu í mannfélaginu: háyfirdómara, kennimannalæriföður o. s. frv. Það var pað, sem einna mest gekk fram af dönsku bankastjórunum. Enda sagði Tr. Gunnarsson svo, er þeir gengu á hann um, bvernig í ósköp- unum á þessu stæði, — að hann hefði fyrst neitað að skrifa undir yfirlýs- inguna þá, en kvaðst hafa gert það siðar af flokksfylgi (Partihensyn) og er há- yjirdómari Kr. J. tók á sig alla laga- ábyrgð í þá átt 1 Háyfirdómarinn (Kr. J.) var að reyna að bera fyrir sig einhverja nauðahégómlega lagaflækju, sem hann mundi sjálfur ekki hafa tekið nokkurt mark á hjá öðrum. Og báðir sögðu þeir (Tr. G. og Kr. J.), að ekki mætti líta of ströng- um augum á áminstar yfirlýsingar (þar sem þrætt var fyrir veðsetningarnar), sem hefðu verið samdar i orustu- hitanum (Kampens Hede). Skyldi nú þurfa frekara vitnanna við um framkomu þessarra miklu trúnaðarmanna þjóðarinnar? E. Þrjózka og óhlýðni við landsstjórn og rannsóknarnefnd. Bankastjórnin stórtafði fyrir rann- sóknarnefndinni með margvislegum mótþróa og sýndi henni ókurteisi. Framan af voru mikil brögð að þvi, hve oft hún þóttist hafa engan tíma til að gegna nefndinni. Eitt skifti tafði hún fyrir henni fulla viku með því að neita henni um nýtilegt húsnæði í bankanum við rannsókn hennar og afsegja að láta hana fá bækur bank- ans lánaðar upp á loft í sjálfu banka- húsinu. Hún var og mjög stirð í sv'örum við nefndina. Háyfirdómar- inn (Kr. J.) hafði þann sið, er hann vildi ekki svara, að standa upp úr sæti sínu og hrista sig allan með þeim þjóstmiklum ummælum, að hann væri hér ekki undir neinni rannsókn! Gjörða- bók nefndarinnar neituðu þeir að und- irskrifa, þótt boðið væri að mæla fyrir svör sín til bókar og að gera athuga- semdir við það sem bókað var, ef þeim líkaði það ekki. Öllu þessu voru þeirfremstir í, gæzlustjórarnir. Fram- kvæmdarstjórinn (Tr. G.) miklu mein- lausari. Þó kastar tólfunum um þrjózku og óhlýðni við landsstjórnina, svo sem sjá má af bréfaskiftum þeim, er birt eru aftan við skýrslu rannsóknarnefnd- arinnar. Ein bankalagafyrirmæli, er banka- stjórnin hafði óhlýðnast alla tíð, var að halda gjörðabók um ályktanir og athafnir sínar (sjá reglugj. 1894, 8. gr.). Hún var og er nauðsynleg til þess, að landsstjórninni væri kleift að hafa fyrir- skipað eftirlit með bankanum, auk þess sem það var og er eina ráðið til þess, að bankastjórarnír gæti hver um sig forðað sér við ábyrgð fyrir það, er þeir voru (eru) ekki samsekir um. Þurfti ekki annað en bóka þar ágreining sinn. Engin leið að greiða úr því ella, og hlaut þá sök að bitna jafnt á saklaus- um sem sekum. Fyrir því var dag- bókarhald jafnt í þágu bankastjóranna sjálfra, sem annarra. Mjög skömmu eftir það er stjórn- arskiftin urðu vorið 1909, var tekið til að áminna bankastjórnina um að halda gjörðabók (dagbók) lögum sam- kvæmt. Hún skaut við því skolleyr- um, og fór meira að segja að reyna að bera á móti, að það væri nokkur skylda, eins og siður er þeirra rnanna sumra, sem vilja ekki láta á sig ganga að þeir hafi vanrækt skyldu síua. Þeir þræta þá fyrir hverjum manni aug- ljósan og áþreifanlegan sannleika. Þetta má sjá á svari bankastjórnarinn- ar til rannsóknarnefndarinnar 19. mal 1909, er nefndin bað hana um gjörða- bókina eða gjörðabækurnar til yfir- lesturs. Nefndin kærði þetta fyrir landsstjórninni 21. júní og var banka- stjórninni send kæran til umsagnar. En hún gegndi því aldrei — skákaði í því hróksvaldi, að ráðherra var utan lengi sumars. Þegar hann kom heim aftur, stóð alt með kyrrum kjörum, og nefndin hvergi nærri lokið við sitt starf. Hugmyndin var annars sú, að bíða þangað til með að skipa banka- stjórninni dagbókarhaldið, ásamt fleiru til umbótar á háttum hennar og framferði. Loks var dagbókarhaldið fyrirskipað nieð stjórnarbréfi 1. okt. 1909. Því svaraði bankastjórnin daginn eftir með kátbroslegum vífilengjum og undanfærslu; en stjórnin itrekaði skipun sína 6. s. m. og það með rækilegum rökstuðningi. Þá þorði bankastjórnin ekki öðru en hlýða, og sendi 13. okt. lands- stjórninni eftir skipun hennar eftirrit af nýbyrjaðri gjörðabók, óundirskrifað þó og svo illa frá því gengið, að gera varð það afturreka. Bankastjórnin lét sér þó ekki seg- jast. Hún þrjózkaðist og þverskallað- ist við að halda gjörðabók almenni- lega og prettalaust, svaraði síðast með ósvífnu bréfi (8. nóv.), og við það stóð, er henni var vikið frá. Og lítur margur svo á, að sú þrjózka og ósvífni hefði verið ærin frávikningar- sök, ef því hefði verið að skifta. Frávikningarúrskurðurinn kom skyndilega 22. nóv., eftir tillögum rannsóknarnefndarinnar, sem hafði þá nýverið komist að sumum verstu ávirðingum bankastjórnarinnar,svo sem að leyna víxlahvarfinu, m. ö. o., gefa rangan reikning, og að að láta ábyrgðarlausa starfsmenn bankans veita víxillán, 5. hvern víxil, sem þá var í bankanum, auk margvíslegrar óregíu annarar. Skipunin kom skyndilega og var framkvæmd pegar í stað, vegna þess, að eiga mátti ella von á, að safnað væri liði kringum bankann og fram- kvæmdinni varist með valdi. Það var ekki nema beint eftir kvæðinu. Flatt þurfti þetta ekki að koma upp á bankastjórnina. Rannsóknarnefndin hafði tilkynt henni gallana á gjörðum hennar jafnóðum og upp komust, og gefið henni margíaldan kost á að bera hönd fyrir höfuð sér. Það er því ekki annað en ósvifin blekkingartilraun, að láta sem banka- stjórnin hafi verið dætnd að óprójuðu máli og fyrir einhverjar ókunnar sakargiftir. Hún hajði Jengið að verja sig nær 7 mánuði! Nei. Sakir voru nægar og banka- stjórninni fullkunnugar fyrir löngu. Ofan á alt þetta vofði sú hættayfir, sú mikla hætta, að bankinn yrði ef til vill purrausinn að peningum þær Jáu vikur (6), sem eftir voru af árinu. Það þurfti naumast að búast við meiri gætni af bankastjóranum né hlíjni þann tímann en áður, nú er hannvaráför- um frá bankanum og það eigi í nein- um friðar hug né góðvildar í garð þeirrar stjórnar, er hafði sagt honum upp bankastjórastarfinu, fyrir ærnar sakir raunar, en vitaskuld ójátaðar af honum, svo sem nærri má geta. En alls enginn hemill á honum hafðuraf gæzlustjóra-nefnunum. En mátti þá ekki samt lofa þeim, gæzlustjórunum, að vera óhreyfðum? spyrja einhverir, að við má búast. Nei. Það var ekkert viðlit. Þeir voru ekki einungis samsekir, heldur samtaka framkvæmdarstjóra í því sem áfátt var og vítavert í stjórnarfarinu við bankann. Eftirlitið höfðu þeir vanrækt stórkostlega, og í þrjózku og mótþróa við landstjórnina höfðu þeir ekki verið neinir eftirbátar. Af þeim mátti og búast við eftirleiðis sífeldri mótspyrnu gegn nauðsynlegum umbótum á stjórn bankans og starf- rækslu, þeirri er hinir nýju banka- stjórar teldu nauðsynlegar. Og svo þessi mikla nýlunda, að

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.