Ísafold - 08.03.1911, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.03.1911, Blaðsíða 4
56 ISAFOLB Þangað er þá Skiili kominn! Hvert verður næsta sporið? »Nii er öldin önnur, öll af dygðum snauð! Mér hefir komið vísuerindið að tarna í hug hvað eftir annað, síðan hann Skúli og þeir félagar komu með vantraustsyfirlýsinguna á hendur ráð- herranum, gerðu bandalag við Heima- stjórnarmenn og feldu með þeim hætti Björn Jónsson frá völdum. Öldin er önnur nú en þegar hann Skúli kom úr utanförinni frægu, sam- bandslaganefndarferðalaginu, og mikill meiri hluti þjóðarinnar vegsamaði hann fyrir að hafa ekki látið glepjast af hylliboðum Dana og ginnast út í innlimunarforaðið. Þá var hann þjóð- inni þarfur maður, það má hann jafn- an eiga. Þá stóð hann sig og átti þjóðarþökk skilda. En — »Adam var ekki lengi í Paradisc. Það varð, því miður, dauft eftir múkinn hjá Skúla, og — þó taka óhappaverkin síðustu yfir alt annað. Allan þann tima, sem um endilangt land var háður bardaginn móti inn- limunaruppkastinu sæla, þar sem marg- ir góðir drengir gengu fræknlega fram og hlífðu sér hvergi, þá sat Skúli steinþegjandi hjá öllum þeim vopna- viðskiftum og gerði ekkert, sem tel- jandi sé, til að afla sigurs hjá þjóð- inni þeim málstað, sem hann þó hafði tekið að sér suður í Danmörku. Margan furðaði á því móki og hlutleysi; en aðrir fyrirgáfu honum þó, vegna þess að hann í Kaupmanna- höfn spyrnti við innlimunarfjötrinum danska, sem flokksmenn hans í nefnd- inni urðu að gjalti fyrir. En meðan þetta mók var á Skúla og honum virtist á sama standa, hvort uppkastið yrði ofan á eða ekki, þá var annar maður, sem ekki svaf, ekki dró sig í hlé, ekki lét sverð sitt ryðga í slíðrunum. Og — sá maður var Björn Jónsson. Hann blés í lúðurinn svo hátt, að þjóðin vaknaði; hann barðist sjálfur og sparaði ekki sjálfan sig, og hann 'hvatti aðra til að ganga fram í orust- una. Að svo miklu leyti, sem það var nokkrum einum manni að þakka, að baráttan móti uppkastinu endaði með sigri, þá var sigurinn Birni Jónssyni að þakka. Sagan mun votta það á sín- um tíma, hvað sem þeir segja, sem veitast að honum. Fyrir þessa skuld var hann kjörinn til ráðherra, eins og verðugt var. Og pjóðina er ekki jarið að iðra pess enn. En þó að Skúli breiddi feld að höfði sér, meðan öll þjóðin skiftist i tvær sveitir og barðist um uppkastið, þá er það orðið heyrinkunnugt, að nú er hann vaknaður og af honum mókið. Og hvað hefir hann þá afrekað síð- an hann nú vaknaður og albrynjaður kom fram á völiinn ? Hann hefir með nokkrum öðrum rofið þann flokk, sem áður barðist sem einn maður móti sameiginlegum óvini, rofið hann á óhentugasta og óhappasælasta tíma, og felt þann manninn frá völdum, sem með frá- bærum dugnaði barðist á hólminum móti innlimuninni dönsku, meðan allur landslýður vissi ekki um Skúla, hvort hann væri í þessum heimi eða öðrum. Svo langt er Skúli kominn, að hann með góðfúsri(l) aðstoð Heimastjórnar- manna hefir feldan þann foringjann, sem hafði dug og dirfð að taka upp merkið og bera það fram til sigurs, er það féll úr hendi Skúla við heim- komu hans. Það hreystiverk mun líka á sínum tíma, eins og öll önnur, skráð á spjöld sögunnar. Þangað er þá Skúli kominn! En hvert verður næsta sporið? Sumir spá, að hið næsta muni að fallast i faðma ennþá frekara við Heima- stjórnmenn, til þess að geta flotið á áraburði peirra upp í ráðherrasessinn, eða til að ljá peim hönd til að koma ÍAðalfundur í hlf. Skíðabrautin verður haldinn laugardaginn n. þ. mán. kl. 872 síðd. í húsi K. F. U. M. Þar verða lagðir fram reikningar félagsins; skýrslur yfir hag og starfsemi þess á siðasta ári; skýrsla félagsstjórnarinnar um framkvæmdir á næsta ári; upp- dráttur og kostnaðaráætlun um endilega skíðabraut. Hluthöfum verður þar úthlutað hlutabréfum sínum. — Allir ungmenna- félagar hafa aðgang að fundinum. Stjórnin. dcunska smjörlilri cr BiðjiÖ um fegundírnar „Sólcy” „Ingótfur’* „Heh[a”eða Jsafolcf Smjörlikið einungij frat Otto Mönsted ‘fr. Kaupm^nnuhöfn oa/frd5um i Danmðrku. Margföldunartaflan, æfintýri handa börnum (til að læra minni margföldunartöfluna) eftir Sigurbjörn Sveinsson, fæst hjá bóksölum, verð 15 aura. ^bragðgott nœrinaargott endingargott O njiiiiiiiiiimHHi v 0111111101111110101 UI hiiuubhiUíUUi h miiiuiniiuuini » «rmiunuuiiuiD* n aiuuiuiiinimu <11 mnnnnmmwm r tliilUIUilllllliikV => Miklar birgðir af Télum og áhöldum 3 tii heimilisþarfa og eldhusnotkunar. Stálvörur úr fínasta og bezta efni. Verðskrár eftir beiðni. 0. €^fí. %3tom & 0o. cJioBGnfíavn c3. Póstkorta-album í bökverzlun Isafoldar. einhverjum peirra gæðing, Kr. J. eða öðrum, til hinnar sömu tignar. Tíminn mun sýna, hvort þessi spá rætist. En fari svo, þá verður fróðlegt að sjá þá L. H. B. og Skúla ganga undir sama jarðarmen og blanda blóði sam- an; og haldið hefði maður það ein- hvern tíma, hérna á árunum, þegar ísafjarðarmálin voru á prjónunum, að Skúla þætti heldur dýr og óaðgengi- leg sú vara, sem kostaði það, að hann ætti í kossaflensi við L. H. B. og yrði að leggjast flatur í duftið við tærnar á Heimastjórnarskurðgoðunum. En — »Nú er líka öldin önnur, og — öll af dygðum snauðc. Víga-Styr. tft um landið! Isajold er þegar farið að berastbréf frá málsmetandi stjórnmálamönnum utan Reykjavíkur um það hvernig litið er á nœturvígið 25. Jebrúar. — Vér höfum og átt tal við ýmsastjórnmála- menn í síma og kveður allstaðar við sama hljóðið: Hvaða vit er í pessul Þetta var meira óhappið! Hvað hugsa mennirnir, o. s. frv. Vér birtum að þessu sinni bréfkafla úr Arnessjslu og annan frá manni ein- um í grend við Rvík, er all mjög hefir verið við stjórnmál riðinn. Árnessýslubrétið hljóðar svo: »Vandræðamennirnir. Áreiðanlega er nú ekki nm annað talað viðsvegar um land alt en tíðindi þau, er nú kafa gerst ú alþingi Islendinga. Menn geta ekki almennilega úttað sig á fréttunum, geta ekki trúað sínum eigin eyrum. — Og kvern gat órað fyrir þvi, að slík firn mnndu fréttast frá alþingi. Það er hörmulegra en orðum verði að komið, að landvarnar- menn skyldu eiga það erindi á alþing að sverjast í fóstbrœðralag við uppkasts- kappana sælu til þess að steypa Birni Jónssyni frá völdum. Og þetta skeður fá- úm vikum áður en 100 ára afmælisdagur Jóns Signrðssonar rennur upp. Yilja ekki vandræðamennirnir, (— svo eru klofningsmenn alment nefndir hér) líta yfir liðinn tima, líta á hvað Bjprn Jónsson hefir gert fyrir sjálfstæðismál IslaDds. Yerða þeir þá ekki að játa, að hefði hann ekki barist jafn drengilega 0g hann gerði 1908, þegar hættan mikla vofði yfir, að þá væri Uppkastið sæla i sinni fyrstu og verstu mynd orðið að lögnm á landi voru, — fóst- urjörðin fjötrnð um aldur og æfi. Og á móti þessum manni mynda þeir samsæri með hans verstu fjendum og steypa honum frá völdum. Sakir þær, sem þeir hafa á hendur honum eru svo smávægilegar að naumast mundi hatursmönnum hans hafa komið til hugar að nota þœr til van- transtsyfirlýsingar. Hvað hafa svo þessir brjóstumkennanlegn menn gert. Þeir hafa stofnað velferðarmál- inu mikla í hersýnilegum voða, gert þingi Islendinga mikla smán — og sýnt að sjálf- ir éiga þeir ekki heima á löggjafarþingi hinnar islenzku þjóðar. Hér eru menn einróma um, að rjúfa eigi þingið — svo þau kjördæmi sem kosið hafa þessa menn, fái þegar i stað tækifæri til þess að senda aðra sjálfstæðismenn i þeirra stað. Það er merkilegt, að eg heyri engan mann þeim liðsyrði, hvorki sjálfstæðismenn né heimastjórnarmenn. Margir heimastjórn- armenn hafa sagt við mig þessa dagana líkt þessu: »Yið vildum Björn frá völdum, — en á œrlegan hátt. Yið bjuggumst við að hann »lægi« á bankamálinu,en ekki áódreng- skap sinna eigin flokksmannna*. Svona liggur þá málið fyrir. Það er á- reiðanlegt, að þjóðin mun verða samtaka í því, að kveða þenna ódrengskap niður, láta vandræðamennina fá makleg málagjöld. Það eru, sem betur fer, til margir ærlegir menn i báðum stjórnmálaflokkunum, þó heit sé orustan stundum. Burt með vandræðamennina af þingil Hrólfur gamli.i Hinn bréfkaflinn hljóðar svo: »Það liggur við, að eg óski þess stund- um þessa dagana, að vera orðinn þingmað- ur, ef eg mætti víkja i minn stað af þing- inn hverjnm sem eg kysi helzt. Annað veif- ið hefi eg þó svo mikla andstygð á þvi, sem verið er að gera, að eg vildi helzt komast hjá þvi að hugsa um það. Eg get ekki betur séð en að verið se að ráðast aftan að þjóðinni til þess að niðast á — og koma á eftirlaun — þeim manninum, sem þjóðin á mest gott að þakka af öllum nú- lifandi mönnum. — Og mun hún fyr eða síðar láta þakklæti i ljósi? Hvað ætli kjósendur samsærismanna segi? Eða vita þeir það sjálfir.c J. ------9S6----- Frá alþingi Neðri deild: Laugardagur 4. marz. Sjö mál á dagskrá — til 1. eða 2. umræðu — og engin þeirra stórmál. Meðal þeirra frumvarp frá öllum Múlasýsluþingmönnum um að stofna bændaskóla á Eiðum með sama fyrirkomulagi eins og Hvanneyrar- og Hólaskóla. — Þá voru og til umræðu frumvörp um að lóggilda verzlunarstað að Hámundarstöðum við Nýpsjjörð og að stœkka verzlunarlóðina í Gerðum. — Kosin var nefnd til að athuga lög- gildingafrv.: Sig. Gunnarsson, Jón Sigurðsson, Þorl. Jónsson, Bjarni Jrá Vogi og Steján Stejánsson. Mánudagur 6. marz. Elleju mál á dagskrá. Meðal þeirra frumvarp frá þrímenningunum dr. Jóni, Benedikt og Bjarna frá Vogi, um lögskráning mannanafna þ. e., að í öllum opinber- um skrám skuli jafnasn rita manna- nöfn þann veg, að skírnarnafn standi á undan föðurnafni, nema ættarnójn sé um að tefla. Skal enginn maður skyldur að greiða reikning, nema á þenna hátt sé hann ritaður. — Út úr frv. þessu urðu allstækar orðahnipp- ingar milli þeirra dr. Jóns og Bjarna öðrum megin, en Jóns Ól., Jóns frá Haukagili, Hannesar Hafstein og Jóns Magnússonar hinum megin. Þeir Jón og Bjarni töldu vera um að tefla pjóð- ernis-mál, það væri ófær sapakattar- háttur« að hafa föðurnafnið skráð á undan t. d. Jónsson frá Vogi Bjarni! — í stað B. J. frá Vogi o. s. frv. — Hinir vildu lítið úr þjóðernishliðinni gera — töldu það hvorki gera til né frá — í því tilliti, hvernig mannanöfn- in væru í skránum rituð; — það sem á ylti væri að fá sem haganlegast fyr- irkomulag — og þá væri bezt, að hafa föðurnafnið fyrst. — Allmjög var farið út í aðra sálma í umræðum þess- um. Jón frá Haukagili beindi þeim orðum að dr. Jóni, að af frumvarpinu legði sdragsúg misskilins þjóðernis- rembingsc og flutti því næst erindi um kínverska múrinn og Japana — sagði, að Japanskeisari væri »mesti maður á hnettinumc o. m. fl. Var hann hávær mjög. Stóð þá upp Jón dr. og kvaðst svara þeim J. Öl. og H. H. — en aðrar rxður hejði hann ekki heyrt. Var það skens til Mýra- þingm. og varð að hláturl — Nefnd var skipuð í málið: Bjarni, Jón dr. og Jón 01. Önnur mál helztu á dagskrá: frv. frá þingmönnum Reykvikinga um að kjósa skuli borgarstjóra í Reykjavík til 6 ára aj öllum atkvœðisbœrum kjósendum til bæjarstjórnar, frumvarp frá fjárlaga- nefnd um að veita Torja í Olajsdal iyoo kr. ejtirlaun frá ársbyrjun 1912 og fyrirspurn til ráðherra frá Jóni Hvannár um hvað gert hefði verið í málinu um aðskilnað ríkis og kirkju. Ráðherra svaraði, að ekkert hefði gert orðið í því efni, engin atkvæðagreiðsla getað farið fram, sökum þess, að ekk- ert fé hefði verið fyrir hendi til þeirra framkvæmda. Þriðjudagur 7. marz. Tíu mál á dagskrá. Allmiklar umræður urðu um frumvarp, sem Jón Magnússon flutti um, að áskilja öllum leyfi landlaknis, er stunda vilja lœkningar. Böndin eru þar reyrð allmjög að smáskamtalækn- um og þótti sumum þingmönnum (B. Kr. og sira Eggert) það miður, en aðrir töldu sjálfsagt (Vog-Bjarui, Jón M. og Jón Ól.). Frumvarpinu var loks vísað til 5 manna nefndar og í hana kosnir: fíjörn Kristjánsson, Þor- leijur, dr. Jón, Jón Magn. og Jón jrá Múla. — Állmiklar umræður urðu um hið nýja frumvarp um búpeningskoð- un og heyásetning (frá Sig. Sig.). Því vísað til 2. umræðu eftir i1/^ tíma stapp. Skýrt betur frá frv. seinna. — Frest þann, er Hafnarlögfræðingum á að veita til prójs þar, án aukaprófs við lagaskólann — vill Jón Magn. lengja um i1/^ ár og flytur frv. í þá átt. Því vísað til 2 umræðu — Nýtt læknishérað í Norðjirði vilja Múlasýsl- ungar hafa. — Því vísað til lækna- nefndar. Jón Þorkelsson vill láta landssjóð kaupa Skálholt. Því máli vísað til 2. umr. Efri deild heíir lítið að starfa, enda veikindi lagt 1. og 3. forseta x rúmið nokkura daga — og er 3. for- seti lasinn enn. — Engir fundir laug- ardag og sunnudag. Þriðjudagsfundur stuttur; — fjallaði um stýrimanna- skólalög ný og dánarskýrslur. 6 duglegir menn geta fengið atvinnu við þil- skipaútveg á Vesturlandi frá því seinni hluta marzmánaðar til miðs septembermánaðar. Upplýsingar hjá ritstjóra. ForskriY selv Deres Klædevarer direkte fra Fabrik. Stor Besparelse. Enhver kan faa tilsendt portofrit mod Efterkrav 4 Mtr. 130 Ctm. bredt sort, blaa, brun, grön og graa ægtefarvet ftnulds Klæde til en elegant, solid Kjole elkx Spadserdragt for kun 10 Kr. (2.50 pr. Mtr.). Eller 3x/4 Mtr. 135 Ctm. bredt sort, mörkeblaa og graanistret moderne Stof til en solid og smuk Herreklædning for kun 14 Kr. og 50 Ore. Er Varerne ikke efter Önske tages de tilbage. Aarhus Klædevæveri, Aarhus, Danmark. Ofn til sölu (reykbrennari), er kostað hefir 120 kr., fæst með mikl- um afslætti. Verzlun Lindarg. 7. Þrifln stúlka getur fengið vist í Báruhúsinu uppi. Gott kaup. Chika er áfengislaus drykkur og hefir beztu meðmæli. Martin Jensen, Kjöbenhavn. Zinkhvftu-umboð. Duglegir, álitlegir umboðssalar, kunn- ugir málunarsölu, óskast til að selja blýhvítu og zinkhvítu, þura og rifna í oliu, í umboðssölu til kaupmanna og stórnotenda á íslandi. A/S. Christiania Blyhvidt og Zinkhvidtfabrik. Tækifærisg-jafir í bókverzlun ísafoldar AJmælisdagar, í skrautbandi. . . 3.00 Andvökur St. G. St. I.—III. . n.oo Björnson, Á guðs vegum innb. 4.50 Bréf frá Júlíu...........— 2.50 Hafblik E. Ben...........— 3.50 Ljóðmæli Stgr. Th......— 4.50 Ofurefli E. H............— 5.00 Sálmabókin, gylt í sn., í hulstri 4.00 —---- í flauelisbandi . . 6.50 Vestan hafs og austan E. H. ib. 3.00 Maria Grubbe (Jónas Guðlaugs- son þýddi) í skrautbandi . 4.50 Jólabókin II eftir Á.J. og Th.Á. . 0,50 Toilett-pappír kominn aftur í bókverzlun ísafoldar. 2—3 herbergi og eldhús ósk- ast til leigu 14. maí nk. í vesturbæn- um eða á Laufásvegi.— Ritstj. visar á. Budda fundin í fyrradag í mið- bænum. — Afgr. visar á. Vinum okkar og vandamönnum nær og fjær tilkynnist hérmeð, að okkar elskaða dóttir, Elln Ingunn, andaðist að heimiti okkar I. þ. mán. Jarðarför hennar fer fram föstudag- inn 10. þ. mán. kl. 3 e. hád. frá Túngötu 48. Ingim. Ingimundsson. Ragnhildur Ásmundsdóttir. Innilegt þakklæti votta eg öllum þeim, sem sýndu hluttekningu við jarð- arför fósturmóður minnar Önnu sál- ugu Breiðfjörð. • Carólfna Hannesson. 1 Stjning gripa Jóns Sigurðssonar. Til minningar um Jón Sigurðsson íorseta er efnt til sýningar í Safna- byggingunni á húsgögnum, gripum og öðru, er hann hefir átt, myndum af honum o. s. frv. Áætlað er að selja aðgang að sýningu þessari og að á- góðinn renni í samskotasjóðinn til minnismerkis Jóns Sigurðssonar. Allir þeir, sem eiga eða umráð hafa yfir gripum eða öðru, sem Jón Sig- urðsson hefir átt, eða eru honum við- komandi á einhvern hátt, eru vinsam* lega beðnir að efla sýningu þessa með því að ljá alt þess háttar til hennar; menn geri svo vel að gefa sig fram við undirritaðan. JTlattfjías í>órðarson, fornmenjavörður. Ritstjóri: Ólafur Björnsson ísafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.