Ísafold - 15.03.1911, Page 2

Ísafold - 15.03.1911, Page 2
62 ISAFOLD Gísíi Sveinssoti og Uigfús Einarsson yfi r d ó m s I ö g m e n n. Skrifstofutfmi IIV2— I og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsimi 263 hefði verið, heldur að sanna það með ómótmælanlegum gögnum, að við at- kvæðagreiðslu um ráðherraútnefningu hefði ráðherraefni sjálfstæðismanna í raun og veru haft meiri hluta með sér. Óræk rök um þetta þyrfti að auglýsa í öllum blöðum landsins, er það vildu flytja. Skaðræðisathæfi kgkj. liðsins, sem legst á og leitast við að myrða dýran rétt vorn, þingræðið, væri óhæft. Gísli Sveinsson lögmaður: Konungs- valdið hefir brotið á oss rétt eftir til- lögum dansklundaðra manna hér. Vér verðum að mótmæla kröftuglega hér og þar með styrkja sjálfstæðisþingmenn til að halda fast við sitt ráðherraefni. Þing- ræði lífsskilyrði, pað eitt vopn gegn ein- ræði og gjörræði. Bjarni Jónsson frá Vogi: Vantrausts- yfirlýsingin er framkomin af því, að ráðherraefnið hefir brotið þingræðið með því að taka við embætti vitandi sig vera í minni hluta þjóðkjörinna þingmanna. Viðbúið þingrof og verð- um vér þá fjárlagalausir, með því að eigi má kalla alþing saman fyr en »næsta ár á eftir« eftir stjórnarskránni. Lendir því í bráðabirgða fjárlögum. Enginn flokkur hefir gengið til kosn- inga með sigurvænlegra máli en vér nú, sem sé að verja þingræðið. Hvatti kjósendur að brýna þetta sem bezt fjrir öllum. Sigurður Hjörleifsson alþm.: Sagðist koma fram af hálfu þeirra manna, er fylgdu Birni Jónssyni ráðherra. Kvað þá al-sammála hinum um þetta mál og vilja veita Skúla að málum. Vildi ekki trúa að konungsvaldið vildi taka af oss þingræðið. Hitt mundi ekki óhugsandi, að bornar hefðu verið ósannar sögur til konungs, og af því væru sprotnir atburðimir. Söm þó óhæfan af ráðherraefninu (Kr. J.). Að honum varð ekki logið, hann vissi hvernig sakir stóðu, vissi sig í minni hluta, ekki einungis þjóðkjörinna þing- manna, heldur alls þingsins. Nokkur afsökun væri það ef til vill, að sumir þingmenn stæðu ekki á hreinum grund- velli, ef til vill væru einhverir taldir báðum flokkum, því verið fleygt, að þingmenn væru orðnir 411 Slíkir þingmenn væru ekki réttnefndir sjálf- stæðismenn, heldur ætti að setja ó fyrir framan. Þórður Sveinsson læknir: Kristjáni Jónssyni hefir áður verið boðið að verða ráðherra, þá af flokki sínum, en pá vildi hann það ekki. — Nú er honum boðið það af danska valdinu, og þá — Þ'ggur hann það og gleypir við. Kvað kjósendur mundu fúsa að fylgja fast og vel öllum þeim þing- mönnum, sem sýna sig nú eindregna þingræðismenn. Jón Þorkeisson alþm.: Svaraði fyrir- spurn frá Andrési Björnssyni um hvað gert mundi, ef vantraust yrði ekki samþykt. En raunar mundi vantraust áreiðanlega samþykt. Annars mundi samþykt stjórnarskrárbreyting á þessu þingi og yrði þá sjálfsagðar kosningar, — en þá yrði það kjósenda að gæta vel skyldu sinnar. Magnús Blöndahl alþm. Tók upp mál Andrésar Björnssonar, að nauð- syn væri að marka sem bezt og skýr- ast, hversu og hve margir hefðu fylgt Skúla að kjöri, svo ekki yrði um deilt eða vafi á hvort brotíð væri þingræði. Kendi innlimunarmönnum, að Kr. J. hefði verið skipaður, þeir gylt hann sem meirihlutaflokksmann, en hitt vit- anlegt, að Danir hafa ímugust á Skúla. Tók enn fram, að nauðsyn væri að birta opinberlega nöfn þeirra þing- manna, sem flokkinn fyltu með Skúla, væri þar nokkrir, sem ekki vildi standa við nöfn sín, þá bæri þeim að þvo þau af sér opinberlega. Bjóst við að hið útnefnda ráðherraefni drægi sig til baka, ef það kæmi enn í ljós, að meiri hluti fylgdi öðrum. Matthías Þórðarson fornmenjavörð- ur. Undarlegt að konungur hafi ekki vitað hvað þingið vildi, þar sem hann frétti Skúla og fekk svör frá honum. Trúði hann öðrum betur? Ræðumað- ur áleit sökina mundu vera hjá kon- ungsvaldinu. Dannebrog væri dregin á stöng og ríkismerkið á þinghúsinu, því ekki að furða þó æðsta stjórn hins sameinaða ríkis láti á sér bera, þar sem það þykist eiga rétt á. Þótti ræðum. óþarft og jafnvel ósvinna að draga danskan fána á stöng yfir al- þingi íslendinga. Yrði vantrausti ekki fram komið og þannig mótmælt þessu tiltæki hins erlenda valds, þá mætti mótmæla með íslenzka fánanum — taka það mál fyrir og halda því til streitu. Og eitt væri víst, að svo mikið og djúpt haf væri staðfest milli íslands og Danmerkur, að aldrei yrði ísland dregið til Danmerkur, þótt öllum nautum Gefjunar hinnar dönsku væri fyrir beitt. Síra Sig. Stefánsson alþm.: Sím- 71 ú eru aðeins efHr dagar af úfsöíunnni í verzíuninni Dagsbrún. skeytið, sem hr. Skúli Thoroddsen las upp, var samþykt á flokksfundi og þar engum tvímælum til að dreifa. Skrifleg yfirlýsing frá 18 þingmönn- um og vottfast frá hinum 19., að hann fylgdi meirihluta þjóðkj. þing- manna. Taldi rétt að birta flokks- samþyktina, vitnaði til viðstaddra þingm. um framburð sinn og stað- festu þeir. Hann tók undir með fyrri ræðu- mönnum um þingræði og sjálfstæði. Ef vantraustsyfirlýsing verður sam- þykt mun þing rofið, sem aldrei hefir komið fyrir áður. Okkur mun verða kent um, okkur sem styðjum van- traustið, okkur núið um nasir, að við bökum þjóðinni þann kostnað. En engum að kenna nema ráðherraefninu, sem við hygst að taka undir þessum kringumstæðum. Konungkjörnu þingmennirnir væru málsvarar danska valdsins ekki að öðru leyti en því, sem sú stjórn er það, sem þá hefir tilkvatt, en það er hér sá aðili, sem nú er andstæðingur sjálfstæðisflokksins. Og nú eru þeir brot, stærsta brot þess flokks, er lyfta vill ráðherraefninu upp í sætið gegn vilja þjóðarfulltrúanna. Hann taldi þetta með alvarlegustu tímutn, sem yfir hefðu liðið, síðan hann kom á þing (1886). Vonaði og óskaði, að takast mætti að halda uppi virðing þingsins og þjóðarinnar. Nöfn ein- staklinganna gleymast, en þingræði og sjálfstæði þjóðarinnar má aldrei úr minni líða. Magnús Blöndahl alþm., svaráði M. Þ. og skýrði frá símafregnum heima- stjórnarmanna til konungs. Eftir þeim mundi hafa verið farið. Það sízt fegr- andi eða bót mælandi, ef íslendingar sjálfir verða til að svíkja oss. Skúli Thoroddsen skýrði frá þvi, að forseti neðri deildar Hannes Þorsteins- son hefði kannast við það fyrir sér, að hann hefði sxmað konungi að 19 fylgdu Skúla, en hinir »mundu lík- lega fylgja Kristjáni*. Það hefði hinsvegar verið skýrt tekið fram í skeyti Sjálfstæðisflokks- ins til konungs, að allir er honum fylgdu (Skúla) væru þjóðkjörnir full- trúar. Matthias Þórðarson vildi enn kenna konungsvaldinu þingræðisbrotið því að það var alt af víst, að í tölu Kr. }. voru allir hinir konungkjörnu, og því mikill minni hluti þjóðarfulltrúa. Þórður Sveinsson átaldi mjög af- skifti forseta neðri deildar, þau er Sk. Th. benti á, og bað þess vel minst. Fundarstjóri síra Ólafur Ólafsson brýndi að lokum hina miklu alvöru þessa máls fyrxr kjósendum. Bar hann þvi næst upp svohljóðandi tillögu: Fundui'inn mótmælir því fastlega sem ótvíræðu þing- ræðisbrcti að nokkur taki við ráðherraembætti nema hann hafi fylgi meiri hluta þjóðkjörinna þingmanna, og telur sjálfsögðum rétti þjóðarinnar til þess að hafa áhrif á stjórn landsins frek- lega misboðið, ef þessarrar meginreglu er ekki vand- lega gætt. Var hún samþykt með 520 atkv. gegn 2. Þessir tveir voru: síra Rikarð Torfason og Jóhannes Magnússon frá Skuld. Því næst var fundi slitið. Ekki svo fáir minnih.lutamenn voru á fundinum og greiddu atkv. með til- lögunni. Flestum ræðu manna var tekið með miklu lófaklappi, er þeir komu fram á leiksviðið. Og yfirleitt mátti lesa góðan hug og bjartar vonir um sig- urför hins rétta málstaðar á hverju andliti. Mótmælafundur Reykvíkinga spáði góðu um það, að vel muni takast að hrinda af sér pinqrœðisbrotsfarganinu. : ■ Eina hjálpræðið. Það er birœýnin, sem er eina hjálp- ræði gömlu bankastjórnarinnar. Sú hin taumlausa bíræfni, að þræta fyrir allra-áþreifanlegustu vammir sín- ar og snúa þeim upp í reyk. Engu þykjast þeir hafa ábyrgð á, gæzlustjórarnir, smáu né stóru. Ým- ist er það framkvæmdarstjórinn, segja þeir, eða endurskoðunarmennirnir. Víxilkaupunum ólöglegu, starfs- mannavíxlunum, vita þeir glögt af og finna ekki að, þótt þeir viti eða hljóti að vita, að þau eru hið áþreifanlegasta Iagabrot. Þeir eru keyptir ekki færri en 39 eða 40 þann tíma, er annar þeirra er settur framkvæmdarstjóri. Hann lazt ekki hafa af þeim vitað, nema 2 eða svo. En raknar ekki við því. Víxlahvarfinu vita þeir af, og að í ráði er að leyna því, þegar saminn er ársreikningur bankans, og eru á því, að það sé ekki nema rétt, annar, ef ekki báðir! Þeir vita af, að varasjóður bankans er veðsettur suður í Khöfn, þvert of- an í glögg og skýlaus lög, en þræta fyrst fyrir það, annar eða báðir, og fara svo að halda því fram, að það sé löglegt, þegar ókleift er að þræta framar I Gerðabók vita þeir að lögboðin hefir verið lögboðin alla tið, nú í reglugerð bankans frá 1894, en aldrei nent að halda hana, fundist það vera of mikil áreynsla. Líklega 10 mín- útna verk á dag fyrir annan þeirra til uppjafnaðar, sjötti partur (x/6) af þessari klukkustund, sem þeir voru píndir til að vera í bankanum flesta rúmhelga daga ársins, fyrir 3 kr. 33 a. timaþóknun, auk sæmilegra ern- bættislauna, 4800 kr. og 2800 kr. um áriðl Mjög svo biræfin þrætni og mála- flækjuvafningar og yfirklór finst þeim boðleg vörn, þessum sæmdarmönnum. En hvað er það sem höjðingja-sam- ábyrgðinni þykir sér ekki sama, er hún á í vök að verjast um »réttindi« sín, andspænis sauðsvörtum almúg- anum ? Stjórnarskiftin. Saga málsins. Ósannindi innlimunarmanna. Aðfaranótt 24. febrúar var nætur- vígið mikla unnið, Birni Jónssyni greidd vantraustyfirlýsing í neðri deild með 15 atkv. : 8. Laugardag 25. febrúar árdegis sendi Björn Jónsson konungi lausnarbeiðni og var veitt hún þá um kvöldið, en beðinn að gegna embætti unz eftir- maður væri fenginn. Þá hófst ráðherrahríðin, hörð og ströng fyrstu dagana, en 28. febr. dró konungur úr henni með því að fresta úrslítunum um ráðherraskipun- ina til 11. marz, er hann kæmi heim úr kynnisför til Svíþjóðar. Tókust nú bollaleggingar miklar um ráðherravalið. Vildi sparkliðið þ. e, þeir sjálfstæðisþingmenn, er feldu Björn Jónsson, ná samningum við fylgismenn hans um nýjan ráðherra. En hans menn sátu fast við sinn keip og vildu engin mök eiga við sparkliðið lengi vel. En seinni hluta vikunnar sem leið fór að brydda á því, að Heimastjórn- armenn(l), Uppkastsberserkirnir sæju sér leik á borði að ná tökum á stjórn landsins með því að styðja Kristján Jónsson til ráðherradæmis. Þeim firnum töldu sjálfstæðisþing- menn flestir, bæði ráðherrans menn og sparkliðar, sjálfsagt að afstýra, ef verða mætti, og tóku því það ráð að sam- eina sig um Skúla Thoroddsen. Þetta gerðist á laugardaginn. Sunnudaginn var svo konungi sentsímskeyti um, hvernig sakir stæðu, ráðherraefnið Skúli ætti að baki sér 19—20 pjóðkjörna þingmenn, auk eins þingmanns er lýsti yfir, að hann yrði eigi með neinum öðrum til ráðherra- dæmis. Mátti því vel telja honum meirihluta alls pingsins, og mjög mik- inn meirihluta þjóðkjörinna þing- manna. Var nú Skúli talinn sjálfsagður ráð- herra. En á mánudaginn undir nónbil, meðan stóð á fundi í efri deild, komu simskeyti frá konungi til Kristjáns Jónssonar háyfirdómara, þar sem kon- ungsvaldið biður hann að taka við ráðherradæminu, og um likt leyti fekk Björn Jónsson tilkynningu um þetta frá konungi. Þeir menn er lofað höfðu að styðja að ráðherramensku Skúla voru þessir: Ari Jónsson. Bened. Sveinsson. Bjarni Jónsson. Björn Jónsson.1) Björn Kristjánsson. Björn Sigfússon. Björn Þorláksson. Gunnar Ólafsson. Hálfdan Guðjónsson.®) Jens Pálsson. Jón frá Hvanná. Jón Þorkelsson. Jósef Björnsson. Kristinn Daníelsson. Magnús Blöndahl. Sigurður Gunnarsson. Sigurður Hjörleifsson. Sigurður Sigurðsson.3) Sigurður Stefansson. Skúli Thoroddsen. Þorleifur Jónsson. Af þessu má ráða hvílik ósanninda- firn það eru, sem Heimastj.(!)blöðin báru út á fregnmiða í gær, að Skúli hefði eigi haft nema 6 þingmenn að baki auk sin sjálfs. Enn er ósögð sagan af framkomu forseta neðri deildar, Hannesar Þor- steinssonar. Hann tók sig til á sunnudagsmorg- un og símaði konungi aö forn- spurðum flokki sínum, að Skula fylgdi ekki nema 19 þingmenn, en að Krisl.jáni mundi líklega takast að fá stuðning hinna allra 21. Þessi framkoma H. Þ. er i væg- ustum orðum sagt algerlega óverjandi og ójyrirgejanleg. ‘) Hann lofaði að verða eigi með þvi að steypa Skúla á þessn þingi. *) Hann lofaði að verða eigi með nein- nm öðrum til ráðherradæmis. 8) Hann tjáði sig fylgja þeim, sem meiri hluti þjóðkjörinna þingmanna styddi. AtviiiDuvegastuðningiiriiin. Fáránleg skýring á bankatapinu. Það er innsetti bankagæzlustjórinn og núverandi ráðherra, sem gerði í fyrra dag f þingræðu þá for- kostulegu skýringu á bankatapinu, að það kæmi af þvi, að bankanum væri skipað með lögum »að styðja að Jramjörum atvinnuveganna*. Hann ætti að vinna það lögboðna hlutverk engu síður en að hugsa um að græða. Þess vegna á hann eða má hann tapa á fám árum 400,000 kr. minst fyrir óreglu, hirðuleysi og trassaskap. Það er þá til að styðja atvinnuveg- ina, sem hann lánar einum fátækum iðnaðarmanni, alúðarvin bankastjóra, 171,000 kr., að ábyrgðum meðtöld- urn. Og öðrunx jafnstöddum 144,000. Og hinum þriðja 153,000. Og hin- um fjórða 97,000. Fimta 78,000 kr. o. s. frv. Það er til að styðja atvinnuvegina, að hann lætur 2 menn úr mjög fjöl- mennu félagi fá umboðslaust og leyfis- laust frá félaginu 36,000 kr. reikn- ingslán. Til að stvðja atvinnuvegina er það, sem hann geymir vixlajorða bankans, sem er raunar ekki annað en partur aj peningajorða hans, í opnum kössum í opnu herbergi, sern aliir í bankanum ganga um, svo að af honum hverfa 5—6000 kr., og leynir því siðan i ársreikningi bankans. Og enn er ein aðferðin til að styðja atvinnuvegina, að haga ábyrgðar- skjali svo, að ábyrgðarmenn taka ekki á sig neina ábyrgð fyrir lántakanda heldur fyrir alt annan mann. Þá er og ekki srnár atvinnuvega- stuðningur í því, að lofa lántakendum að sleppa við að undirskrifa skulda- bréf sín eða sýna umboð til lántök- unnar. Og eins, að vera ekki að þýfga þá um neitt veðleyfl, er þeir veðsetja annars manns eign. Ennfremur að taka gilda veðsetn- ingu á lífsábyrgðarskírteini, sem er ekki til, þegar veðsetningin fer fram — en látið hafa orðið til nær 3 vik- um eftir veðsetninguna. Þetta er sýnishom af því, sem samábyrgðar-ojurmenni leyfa sér að bjóða þeim »sauðsvarta með golupyt- innt, þegar þeim liggur á — þurfa að ná i krónu, aukagetu, bitling, sem þeir hafa ekki unnið fyrir. Aths. Fyrir misritun eða misprentun hefir i eiÖaBta bl. veriö evo orðaö um nokkrar veðsetningar á lifsábyrgðarskir- teinum, að þær séu nú þess og þess virði, sumar = 0, í stað þess að þar átti að standa þd, þ. e., er þær voru veðsettar, sem raunar er engnm vorkunn að sjá á sambandinu og lesa i málið. Heilsuhælisgjafir og áheit. í febrúarmánuði. I. II. III. Ártíðaskráin. í hana hafa verið gefnar kr. þar af eru kr. 249.25 til minningar um Jón kaupm. Þórðarson, gef- ið af 7 félögum og 47 einstökum mönnum Gjafir. Frá Kvenfélag- inu Hringurinn í Mý- vatnssveit 1260.00 HreiðarGeirdal, Grímsey 5.00 KvenfélagSval- barðsstr. , 20.00 Samskot úr Út- skálasókn (sr. Kr. Daníelss.) 56.00 Áheit N. NT Álftanesi 2.00 KonaáAkranesi 4.00 N. N. 1.00 N. N. N. 22.15 S. Ó. 5.00 N. N. 2.00 316.75 341.00 36.15 Samtals kr. 693.00 Jón Rósenkranz. ------SeaÝusS----- Með þeim konungk,jðrnti. í gær innleiddi sjálfstaðismaðurinn — hinn nýi ráðherra — þá tilveru sina með þvi að greiða undirgefnast atkvæði með konungkjörnu innlimun- arsveitinni — bæði við nefndarkosn- ingar og annað. »Sig mig hvem du omgaas* o. s. frv. — segir Danskurinn.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.