Ísafold - 18.03.1911, Page 1

Ísafold - 18.03.1911, Page 1
Kemm út tvisvar l viku. Vorft árg. (80 arkir minst) 1 kr. erlenclis B kr. et)a 1 J/a dollar; borfrist fyrir mibjan júii (erlendis fyrir f'ram). ISAFOLD tjnpeögn (sbrifleg) bondin viö iramót, er ógild nema komln si til útgefanda fyrir 1. ottt. eg asapandi sknldlans vib blabib Afffreibsln: Anstnrstrssti B. XXXVIIT. arg. Rcykjavík 18. rnarz 1911. 17. tolublað I. O. O. F. 923109 Bókasafn Alþ. lestrarfél. Pósthússtr. 14 5—8. Forngripasafn opi5 B þrd. og fmd. lá—2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og 51/* — 7. KL. F. D. M. Lestrar-og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sbd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 l/» sibdegis. Landakotskirkja. Ghibsþj. 9l/* og 6 á helgum Landakotsspitttli f. sjúkravitj. 101/!—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2»/*, öVi-61/!. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasatn 12—8 og 5—8. Útlán 1—3 Landsbúnabarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalttsafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn opinn virka daga 8 árd. — 9 sibd. Hhelga daga 8—11 og 4—6. Lnkning ók. í lœknask. þribjd. og föstd. 11 12 Náttúrugripasafn opib l1/*—21/* á sunnudögum ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 ». og 4. fimtud. 1 hv. mánuði. 2—8. Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 3.md. 11—1 Taxaflóagufubát. Ingótfur fer til Borgarness 22. og 31. marz Garðs 19., 25. og 29. marz. Þingræðisbrotið. Mótmslin gegn þingræöisbrjótnum í ráðherrasætinu — hafin út um landið. Engian pingraðisbrjótur verður mosa- vaxinn í ráðherrasæti íslendinga. Það mun hágöfgin nýja fljótt fá að sanna. Þingræðið er eigi pjóðinni svo mikið hégómamál, að hún þoli, að þvi sé traðkað. H öfuðstaðarkj ósen durnir mótm æltu 13. marzgjörræðinu á þriðjudaginn. VIú hafa Patreksfirðingar fetað í þeirra fótspor — og þann veg orðið fyrstir utan Reykjavíkur til að kveða niður óhæfuna. Almennur fundur á Patreksfirði 15. marz lót í Ijósi undrunargremju yfir ráðherraskipun Kristjáns. Skoraði á báðar þingdeildir að mótmæla þing- ræöisbrotinu kröftuglega. Taldi Krist- ján óhæfan ráðherra. Álit fundar- manna á þingræðisbrotinu einróma. Á þessa leið hljóðaði símskeyti, sem Isafold fekk í gær. Heiður og þökk sé Patreksfirðing- um fyrir það, hve fljótir og röskir þeir hafa verið til að gera skyldu sína. Undrunargremja! Mundi það eigi vera hið rétta orð :il að lýsa hugarfari allra góðra ís- endinga um glapræði það, er Kristján [ónsson framdi mánudaginn 13. marz? Undrun yfir því, að nokkur íslend- mgur skyldi láta hafa sig til annars :ins og gremja yfir því tiltæki, þegar vissan er fengin um það I Ekkert fylgiblaða Kr. J. reynir að mæla þimgræðisbrotinu bót — en taka það ráð að reyna að telja fólki trú um, að hér sé ekki um þingræðisbrot að tefla. Kristjáo hafi haft fylgi 17 þjóðkjörinna og 6 konungkjörinna þingmanna, eða með öðrum orðum helmings þjóðkjörinna. En pttta hlýtur að vera rangt. Skúla fylgdu að málum 20—21 þjóðkjörinna þingmanna — það stend- ur svart á hvítu um alla nema einn. Og um hann er það vottfast. Og hvernig getur þá Kristján Jóns- son haft fylgi 23? Hefir alþingi legið á sæng og fætt þsi- — eða fjórbura? Öðru vísi getur Kr. J. ekki eignast 23 fylgismenn — nema þá, að ein- hverir þingmenn hafi farið að eins og Gamli-Toggi með kátfinnl En þess konar ósvinna verður eigi ætluð um fulltrúa þjóðarinnar. , Sigurður Stefánsson vitnaði og símskeytið, sem hann og Sk. Th sendu »il konungs undir 19 ajálfstæáis- úngmenn á mótmælafundinumáþriðju- daginn og var pað staðfest af peim. Nú hafa og nöfn fylgismanna Skúla Th. verið birt — og engin mótmæli komið ýram gegn peim aj nokkurs ping- manns hálfu. Hér þarf því eigi framar vitnanna við. Það er sannað, að 20—21 þjóð- íjörinna þingmanna stóðu að baki Skúla — og því gat Kr. J. ekki haft nema 13 að baki sér— í mesta lagi. Hér dugir ekkert yfirklór eða blekk- ingatilraunir, Enn hefir reynt verið að halda því fram, að nóg sé að taka einhvern og einhvern úr meirihlulaflokk þings — til þess að fullnægja þingræðisreglutini. Kr. J. sé úr meirihlutanum — og því sé þingræðinu fylgt með kjöri hans. En petta er algerlega rangt. Að vísu taldist Kr. J. að nafninu til meirihlutaflokksins, en hann átti þar því naer ekkert traust og fylgi —■ en að hinu leytinu var það skjallega sannanlegt, að annar flokksmaður átti verulegan meirihluta að baki sér. Hann var pví maðurinn, sem jull- nægt gat pingræðiskröjunni. Kr. J. átti því að neita að taka við kjörinu. Þetta er og siður í öllum þing- ræðislöndum. í elztu átthögum þingræðisins, Bret- landi, kom það einu sinni fyrir, að Viktoría drotning kveinkaði sér við, að snúa sér til Gladstones um ráðu- neytismyndun og sneri sér til annars meirihlutamanns. En hvernig fór? Þe'ssi maður þverneitaði að taka hana að sér, af því að hann ætti ekki neitt likt því eins mikið fylgi og Gladstone — og vísaði drotningunni til hans — og hún fylgdi því ráði. Ej Kr. J. hefði hagað sér svo — sem vera bar — þá hefði hann vísað kon- ungi til Skúla, sem hann hafði og lofað að leggja eigi hálmstrá í veginn fyrir — og pá, þá hefðum vér nú sem jafnan áður þingræðisráðherra - í stað þingræðisbrjóts. Endurreisn gæzlustjóranna. Þess hefir verið getið í umræðum um bankamálið, að fyrv. ráðherra hafi verið að hugsa um áð endurreisa gæzlu- stjórana eftir árslokin 1909, þ. e. hleypa þeim að bankanum aftur, er rannsókninni væri lokið og þeir gætu ekki framar tafið jyrir henni eða spilt, í því trausti, að bankastjórarnir nýju hefðu bolmagn til að koma sínu fram um umbætur á stjórn bankans og starfrækslu, hvað sem þeir segðu eða gerðu, gæzlustjórarnir, hvernig sem þeir spyrntu í móti þvi. Því vitaskuld var aðalatriðið fyrir þeim, gæzlustjór- unum, að missa ekki spóninn úr ask- inutn sfnum, þennan 1000 króna bitl- ing. Þá mundi bankafargans-ófriðin um hafa slotað. Og allir kunnugir vita, að ráðherra gerði það af óhjá- kvæmilegri nauðsyn (sbr. um- mæli dönsku bankastjóranna), til þess að ekki sykki bankinn enn dýpra og dýpra niður i fenið, að víkja þeim frá um stundarsakir; en engu öðru. Hann var skólabróðir og aldavinur annars þeirra, og hafði verið góðkunningi hins meira en 40 ár. En hann hætti við það vegna ummæla dönsku bankastjóranna, manna, sem höfðu miklu betur vit á banka- stjórn og bankamálum en nokkur mað' ur hér á landi, höfðu stjórnað all lengi hvor sínum banka, annar ájót- landi, hinn i Færeyjum, og gat ekki gengið nokkur skapaður hlutur ti' nokkurrar hinnar minstu hlutdrægni Þeim gekk ekki annað til sinna um mæla en góðvild til bankans: að vara lann við, hver háski honum gæti af jví staðið, ef gæzlustjórarnir væri settir inn aftur, sem sé: viðskijtaslit við Land- mandsbankann og alla erlenda banka, er Landsbankinn stóð í sambandi við lýrir hans meðalgöngu. Um þetta atriði fengu bankastjór- arnir nýju þessar tvær spurningar frá minnihluta rannsóknarnefndarinnar i efri deild, þessum 1 manni af 5 — meiri hlutinn lét sér ekki ant um að í'ræðast um pá hlið málsins, hvernig svo sem á því hefir staðið: 19. Telur bankastjóri að pað hejði getað orðið hættulegt jyrir bankann, ej gæzlustjórarnir hejði verið settir inn í stöðu sína ejtir nýár (1910?). Ej hann lítur svo á, á hverju byggir hann pað álit sitt? 20. Var bankastjórinn pess jremur hvetjandi eða letjandi, að ráðherra setti gæzlustjórana ajtur inn í stöðu sína í janúar 1910? Spurningum þessum svaraði hr. Björn Kristjánsson á þessa eið (leturauðkenning hér gerð): 19. Eg áleit, að hætta gæti af því stafað, meðal annars af því, að banka- stjórnin gat búist við að þurfa skyndi- lega að hœtta að geja ávisanir á Land- mandsbankann og aðra banka, sem Landsbankinn hafði heimild til að ávísa á fyrir milligöngu Landmands- bankans. Eins og á stóð í janúar- mánuði 1910, er allmikill aðsúgur var gerður að bankanum, gat svo farið, að óviðráðanlegur ótti hejði slegið al- menning, ef samtímis hefði fyrir komið, að bankinn hefði orðið að hætta að selja venjulegar ávísanir á erlenda banka. 20. Eg hafði ekki, svo eg muni, nein afskifti af því, að bankarannsókn- in var hafin. Eg latti þess, að gæzlu- stjórunum yrði vikið frá, sökum óeirða, er af þeirri frávikning mundi stafa, og er prófastur Jens Pálsson i Görðum vitni til þess, að svo gerði eg. Eg latti ráðherra að setja gæzlustjórana inn ajtur í janúar 1910, af ástæðum, sem greindar eru undir tölulið 19, Hr. Björn Sigurðsson svar- aði spurningunum sem hér segir: 19. Eftir að trúnaðarmenn Land- mandsbankans höfðu látið i ljósi svo eigi skyldi það síðar koma oss að óvörum —, að þeir neyddust til þess að leggja til við stjórn hans, að slíta skiftum við Landsbankann, ef gæzlu- stjórarnir yrðu settir inn, efaðist eg ekki um, að hann mundi verða að fara eftir tillögum þeirra. Var þá bersýnileg hætta yfirvojandi. Það mátti gera ráð fyrir, að almenningur ryddist að bankanum og heimtaði út jé sitt, en aðrir mundu jorðast viðskijti við hann. Þá var alveg óútreiknanlegt, hve ill álirij það hefði haft á sölu íslenzkra verðbréja erlendis; en fyrirsjáanlegir miklir erfiðleikar við það, að ná ajtur viðskijtasamböndum erlendis, eftir að það hafði verið lýðum ljóst, að banki, sem Landsbankinn hafði haft viðskijti við jrá upphafi vega sinna, hafði slitið sambandinu, eftir að trúnaðarmenn hans höfðu rannsakað, bvernig ýms- um kringumstæðum var farið. — Margt var enn athugavert. 20. Eg hafði hvatt til þess, þang- að til eg heyrði ummæli trúnaðarmanna Landmandsbankans. Eftir það gat eg ekki forsvarað að hvetja til innsetningar. Lét eg þá það mál hlutlaust. verksmiðju, en sjóðurinn ald- rei jengið pau (hlutabréfin). 2000 kr. í hlutabréf. í félaginu Málmi. 100 kr. í hlutabréf. í Talsímaféiagi Reykjavíkur. Þingfærslan og liáskólinn. í neðri deild var í fyrradag felt með jöfnum atkvæðum að færa þing- tímann frá þvi, sem nú er. Fjórar tillögur lágu fyrir. Ein (stjórn- arinnar) fór fram á að flytja þingtím- ann til 15. maí, önnur til 17. júní, 3. til 1. júlí og loks 4. til 15. nóv- ember. En alt var þetta felt. Þetta dráp í neðri deild mun — því miður — vera fyrirboði þess, að fjárveitingin til háskóla eigi sömu for- lög fyrir sér á þessu þingi. Ódýr- asti mátinn til að koma upp háskóla þetta sinni var að nota alþingishúsið til háskólahaldsins; en naumast mun vera hægt að samrýma það við þing- tímann sem nú er. Hermann Stoll, Svisslendingurinn, sem hér var á ferðmni í sumar leið og áður hefir verið minst á í ísafold, hefir í vetur haldið fjölda fyrirlestra í Frakklandi og Sviss um ferð sína og jafnframt sýnt mörg hundruð myndir frá helztu stöð- um hér á landi. Meðal annars hélt hann fyrirlestra í Landfræðisfélaginu í París. Áheyrendurnir, sem voru mörg hundruð manns, gerðu bezta róm að máli hans. Hann hefir ennfremur samið bók um ísland, sem verið er að prenta i París; verður fróðlegt að heyra, hvernig honum farast þar orð um landið og íbúa þess. Af tali hans að dæma, meðan hann dvaldi hér í sumar, er enginn vafi á því að hann muni mörgum útlendingum fremur kosta kapps um að útbreiða rétta skoð- un á íslandi, því hann virtist vera mjög ánægður yfir för sinni, og er það vel, er útlendur maður af sjálfs- dáðum útbreiðir rétta þekkingu á land- inu í þeim löndum, sem það var áður að mestu leyti ókunnugt. Hann hefir nýlega getið þess í bréf- um til kunningja sinna hér, að hann hafi í hyggju að takast nýja ferð á hendur næsta sumar og mun þaðvera ætlun hans að rannsaka þá sérstaklega Vatnajökul. Hann hefir spurzt fyrir um hvort ekki myndi vera hér ein- hver, er hefði löngun til að vera með honum í ferð þessari. Væri það án efa fróðleg ferð fyrir þann sem tíma hefði til, því maðurinn er afar dugleg- ur ferðamaður og auk þess fróður mjög um jarðfræðileg efni. P. Varasjóður sparisjöðs Reykjavíkur. Landsbankastjórnin gamla, sem hann hafði undir höndum, hafði varið hon- um sem hér segir: 5000 kr. í Iðumar-blntabréí, 10 á 500 kr. 2500 kr. í bráðabirgðakvittun frá al/u 1907 fyrir 25 hlutabr. í sömu Elja og atorka gömlu bankastjórnarinnar. Vinnutiminn bankastjórans fyrver- andi (Tr. G.) er mælt að hafi verið að öllum jafnaði 1—2 stundir á dag. Fyrir 5000 kr. árskaup. Gerum meðalvinnutímann 1 !/2 stund á dag, og 300 virka dága í ár- inu, hvað verður þá kaupið um kl,- stund hverja? Svar: 11—12 kr. Það eru 16 kr. 66 a. á dag með H/2 tíma vinnu. Var hann þá iðjuleysingi ? Var hann letingi? Nei. Hvorugt. Því fer mjög fjarri. Hann var sjaldan óvinnandi. Hann þurfti að stjórna 10—12 félögum og atvinnufyrirtækjum í hjáverkum sinum. En hann var í höjðingja-samábyrgð- inni. Og þar ræður allvíða hin forn- helga, fagra meginregla: sem hæst kaup, en sem minst að gera. Sem minst að gera fyrir vinnuveit- anda, ej það er landið eða einhver landsstojnun. Hún er ekki of góð til að blæðal Þess vegna þótti hinum gæzlustjór- unum skömm til koma kaupsins, sem þeir höfðu, 3 kr. 33 a. um timann, pó að það væri að eins aukageta og þeir hefðu ella í landsjóðskaup eða embættislaun annar 16 kr. á dag, en hinn 9 kr. 33 a., með sjálfsagt nokk- uð meiri vinnu, en naumast ýkjalengri vinnutíma þó, þegar frá eru taldir hinir mörgu mánuðir ársins, er ann- ar þeirra hefir ekkert að gera í em- bættisins þarfir, ekki nokkurt handar- vik, en hinn á ákaflega náðugt að öll- um jafnaði. Þeir voru spurðir, bankastjórarnir, sem nú eru, af minni hluta rannsókn- arnefndarinnar í efri deild, þessum 1 af 5, hvort þeir litu svo á, að hægt hefði verið að stjórna bankanum sæmilega á þann hátt, að bankastjóri væri 1—2 tíma í bankanum daglega, en gæzlustjóiar 1 tíma á dag sam- tímis. Annar, B. Kr., svaraði: Nei, því fer fjarri. Og hinn, B. S.: Ekki treysti eg mér til að stýra bankanum með svo litlum starfstima eins og fyrirkomulag hans er nú. Þeir vinna, hinir nýju bankastjórar, ekki skemur en 8 tíma á dag, og gæzlustjórarnir 2 tíma. Þeir eru, bankastjórarnir, þaulvanir fésýslumenn og báðir orðlagðir fyrir elju og at- orku og reglusemi. Og þó segja þeir, að allur tíminn hafi gengið fyrir sér til að annast dagleg störf bankans. Starfsmenn bankans segjast þeir hafa látið rannsaka smámsaman, eftir því sem timi vanst til, hvort skjöl bank- ans væri í lagi, og séu þeir ekki lengra komnir en það, að enn hafi þeir ekki komist til að rannsaka láns- skjöl 2. veðdeildar nema að litlu leyti, Þó hefir verið bætt við bankann sið- ustu missirin 2—3 nýjum starfsmönn- um. Millibilsgæzlustjórinn annar (J. G.) er maður, sem stjórnað hefir fram undir 30 ár tveimur meðal stærstu verzlana landsins hvorri eftir aðra, en hinn (O. G.) verið yfirdómslögmaður 12—13 ár; enn í þeirri stöðu kynnast menn öðr- um fremur margvíslegri fésýslu og atvinnurekstri, og kemur það að mjög góðu haldi við bankastjórn, ef því er samfara mikil reglusemi, svo sem hér var. Með þessu lagi virðist því ekki muni vel hægt að bera brigður á, að býsna-munur sé á starfskröftum við bankann, ekki sízt í stjórn hans, við það sem áður var, — gæzlustjórarnir hvorugur fengist nokkra vitund við fésýslu, og framkvæmdarstjórinn mað- ur, sem kallaður var stjórnandi mikils háttar verzlunarfyrirtækis 15—16 ár eða lengur, en allir vissu, að ekki var það, heldur aðrir, aðallega stórkaup- maður einn í Khöfn, og að hann skildi við það í nær x/2 miljónar skuld — það voru meðmælin í banka- stjórastöðuna! Það fer því að verða allvel skiljan- legt, að lítil mynd hafi verið á stjórn bankans hjá slíkum mönnum, og æði- margt gengið þar á tréfótum. Þess dæmis mundi vera langt að leita um eiganda stórrar verzlunar, að hann léti viðlíka færa menn stjórna henni til langframa og veitti þeim loks heiðurslam, er hann kæmist að því, að hún hefði tapað nokkurum hundruðum púsunda króna fyrir óreglu og hirðuleysi, eftir því sem frekast mætti marka. Sætti meira að segja fyrsta færi til að setja pá jyrir verzl- unina aftur, nokkra eða alla.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.