Ísafold - 18.03.1911, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.03.1911, Blaðsíða 3
ISAFOLD 67 skurðað væri löngu fyrir fram, en ræður til þess e i n s gerðar, að p r j ó n a einhverja 1 e p p a til að sk/la skynsemisnekt þess, er fram skyldi haft með o f r í k i — með atkvæðum hinna sakbornu gæzlustjóra s j á 1 f r a og bróð- ur annars þeirra ! En með því að þá tók til máls annar hinna sakbornu gæzlustjóra, og það ein- mitt sá, er ætlaði að láta þingdeildina beita valdi atkvæða til'að setja sjálf- a n s i g i n n í bankastjórnina, sneri ráðherra aftur til sætis sins, hlýddi það- an ræðu Kr. J. og svaraði henni. Gekk síðan út aftur, en skaut því að marg- nefndri þingmannsge^semi (LHB) í ræðulok, að það væri mark á um rag menni, að þeir brigzluðu jafnau ö ð r u m um bleyðiskap. Sjálfir rynnu þeir jafn- an af hólmi, ef á herði, og yrði að gjalti fyrir hræðslu sakir, ef þeim væri tekið almennilegt tak. Þá kiknuðu þeir í knjáliðunum og gætu í hæsta lagi kreist upp úr sór næsta vesalmannlegan fífla- hlátur. Það var auðsóð á áheyrendum, að þeim fanst ráðning þessi koma maklega niður. Enda hreif hún í þ a ð sinn. Áheyrandi. Aðflutningsbaiin áfengis. Eftir Jóli. Þorkelsson. IV. Fimta kafla svars síns til mín byrjar hr. M. E. með því að halda því fram, að »eins og kunnugt só, hafi bannmenn margsannað sjalfum sér ))á vísindalegan hátU að i viðskiftum áfengis og manna só mennirnir engu ráðandi«. Nærri mundi liggja að mann setti hljóðan af undrun, er þessar setningar hr. M. E. eru lesnar — í svo mikinn bág ríða þær við sannleikann og við sjálfan hr. M. E. líka, — ef ekki væri áður búið að marg-ganga úr skugga um það, að nálega er hvergi hægt að styðja svo gómi á allan rit-líkama hr. M. E., að ekki d/i allstaðar og láti undau; svo er hann holgrafinn af villum og mótsögnum. Sönnun þess, að þessi staðhæfing hr. M. E. só í mótsögn við sannleikann er lögtekuing bannlaganna. Bannlögin grundvallast einmitt, meðal annars, á þeirri skoðun, að vór höfum ráð áfeng- isins í höndum vorum á svo víðtækan og gagngerðan hátt, sem mest má verða: að vór getum útrymt því, og npprætt það úr landinu. Auðvitað samkvæmt skilgreiningu bannlaganna á áfengi. Og sönnun þess, að hr. M. E. só hér í mótsögn og tvísögn við sjálfan sig, er það, að litlu seinna eignar hann bann- mönnum þá skoðun, að hægt só að út- rýma öllu áfengi (ekki einasta úr land- inu heldur) úr heiminum. Svo segir hann: »Hvílíkur barnaskapur er ekki fólginn í þeirri ímyndun, að hægt sé að útrýma úr heiminum öllum tilbún- ingi áfengis, allri alkóhólmyndun«. Greinilegri tvísögn og mótsögn við sjálfan sig er, held eg, tæplega hægt að hugsa sór heldur en hr. M. E. hefir auðnast að framleiða hór. Húu er viðhafnareintak. Fyrst segir hann að bannmenn haldi því fram að í við- Bkiftum mannanna við áfengið só menn- irnir engu ráðandi, og nokkrum línum síðar segir hann að þeir haldi þeim barnaskap fram að geta útrýmt öllu áfengi úr heiminum! Eg vil annars fara að hætta við hr. M. E., því sannast að segja er ekki það niðurlag í honum, andlega talað, að kostnaði svari að leggja hann í einelti. Samt hlýt eg að halda svolítið áfram ennþá. Hr. M. E. segir að það só barnaskap- ur að ætla sór að útrýma öllu áfengi úr heiminum, og sýnir fram á með mikl- um lærdómi, að það myndist stöðugt af sjálfu sór; til þess þyrfti að útr/ma öllum sykri, mjöli o. s. frv. En hver hefir sagt að hægt só að útrýma ö 11 u áfengi úr heiminum? Enginn. Það er ekki annað en heilaspuni hr. M. E. sjálfs. Yór bannmenn höldum því ekki fram einu sinni, að það só hægt að út- rýma ö 11 u úr landinu. Vór höldum oss við skilgreiningu bannlaganna á áfengi, og skiljum við það drykki er meira hafa af áfengi í sór en 2* 1/4 oj Óáfengari drykki munu bannmenn álíta ósaknæma til þess að gjöra, því eftir smekk andbannsmanna, og á máli þeirra, eru þeir ekkert annað en: »helvítis vatn«. 1 svari mínu gegn ásökuninni um ófrelsi bannlaganná hafði eg viðurkent að þau takmörkuðu frelsi manna, eins og hávaði laga gjörði. Eg sýndi fram á, að með þeim væri bannaður aðflutn- ingur eins verzlunarvöruflokks. Slíkt væri ekki óþekt hjá oss áður, og færði eg til, að innflutningur á alidýrum væri bannaður til landsins; á þessum lögum væri enginn eðlismunur, heldur megins- munur, er þýðingarlaus væri í þess'u efni. Þessi samanburður segir hr. M. E. að só villandi, sökum þess, að alþingi hafi eigi ennþá samþykt tilbúningsbann á kindum og kálfum eins og þegar er gjört um áfengið. Eg vænti þetta só nú rétt hjá hr. M. E. Nei, ekki ná- kvæmlega, vegna þess, að um leið og oss er af alþingi fyrirmunað flutningur erlends kvikfjár inn í landið, um leið er oss bannaður »tilbúningur« kinda og kálfa af erlendu kyni. Undir endalokin kemst hr. M. E. inn á landasvið lögfræðinnar og farast hon- um þá þannig orð: »Bannmönnum ætti ekki síður að vera það kunnugt en öðr- um mönnum, að öll löggjöf hjá siðuð- um þjóðum miðar að því að verja ein- staklinginn t’yrir árásum annara eða heild- arinnar,eða heildina fyrir einstaklingnum. Sú þjóð, sem tekur upp á því að setja lög til þess að verja einstaklinginu fyr ir sínum eigin árásum er ofviti í lög- gjóf«. Vel má vera að þetta só góð lögfræði á hinum fjarlægari st.jörnuþokum og góð lýsing á löggjafarástandinu þar. Slíkt hlýtur hr. M. E. að vera kunn- ugra en mór sökum hinnar ótakmörk- uðu þekkingar sinnar. En eg held því fram að hún eigi ekki við löggjöf vora eins og hún hefir verið, eða að líkind- indum nokkurrar siðaðrar þjóðar. I henni mun bera töluvert á lögum, sem sett eru til þess að verja einstaklinginn fyrir sínum eigin árásum. Þannig hafa lengi verið hjá oss og öðrum þjóðum f gildi lög, er hafa það fyrir markmið, að koma f veg fyrir þjófnað og ógæfu þá, sem hann hefir í för með sór. En hvervetna þar er stuldur fer fram, er það tvímælalaust þjófurinn, er fyrir langtum stærri ógæfunui verður heldur en sá, sem stolið er frá. Þessvegna er það með róttu sagt um þessi lóg, að vernd þeirra gengur að meiru leyti til að vernda einstaklinginn (þjófinn) íyrir árásuin sjálfs sín. í niðurlagi löggjafarhugleiðingar siun- ar talar hr. M. E. um þrælalöggjöf, og er þá orðinn fullur af mikilli og heilagri reiði: »En þrælalög eru hver þau lög, sem hafa í sór fólgið eitthvert það ákvæði, sem gerir mönnum ómögulegt að brjóta þaú lög, sem ræna manninn frjálsræðinu að velja og hafna, valfrels- inu, þeirri guðsgjöf, sem hverju barni var gefin í vöggugjöf«, og til þessara þrælalaga telur hann bannlögin. Eg er hér á annari skoðun en hr. M. E. Eg held það só kostur á hverjum lögum, að erfiðleikar só á því að brjóta þau, en einmitt ókostur ef mjög er auð- velt að yfirtroða þau. Slíkt er að leiða menn í freistni. En oss er kent að biðja skaparann þess að leiða oss eigi í freistni; og só þáfe vont að vera leiddur i freistni af góðum guði, þá mun hitt þó enn verra að vera leiddur í freistni af misjöfnum mönnum. Nú er hver freisting tækifæri fyrir oss og áskorun til vor um að velja og hafna, nota val- frelsi vort, og ættu þær því, samkvæmt kenningu hr. M. E. að vera góðar og eftirsóknarverðar. En af þeirri kenn- ingu leiðir líka að fella þarf úr 6. bæn- ina í Faðir vori, og fer að verða skiljan- legt að hr. M. E. eigi mótstöðu að mæta í flokki prestanna ; en á henni hafði hr. M. E. fuiðað sig á einum stað í grein sinni. Samkvæmt skilgreiningu hr. M. E. á þrælalögum eru lögmál náttúrunnar, t. d. þyngdarlögmálið einnig þrælalög, því í því er fólgið »eitthvert ákvæði, sem gjörir mönnum ómögulegt að brjóta það«. Fyrir hinum stranga dómstóli hr. M. E. lendir skaparinn þvf í sömu fyrirdæmingunni og alþingi íslendinga. Yerður þar báðum líklega sætt sameig- inlegt skipbrot. Ofan á alt þetta bætist svo það, að þessi staðhæfing hr. M. E., að bannlögin hafa »eitthvað það inn í sór er gjöri það að verkum að þau verði ekki brot- in«, er í svo mikilli mótsögn við sjálf- an hann, sem frekast verður á kosið. 1 hinni nafnfrægu Andvara-ritgjörð sinni hólt hánn því fram, að þá er fram í sækti og frá liði mundum vór »liggja álíka flatir fyrir »eldvatninu« og blökku- menn á vorum tímum. Eftir þessu er þá hægt að brjóta lögin lítilsháttar, og þá eru þau heldur ekki nein þrælalög- gjöf eftir kenningu hr. M. E. En nú hætti eg alveg við hr. M. E. og er þó mikið eftir í svari hans, sem engu betra er en það, sem eg hefi hór að framan mirist á. Eg vonast eftir svari, og hlakka til þess, því eg efast ekki um að það verði tilkomumikil sjón þegar hinn sjösaga og ótakmarkaði kemur brunandi fram úr fílabeinshöllinni. Nl. Síðustu þingfréttir. Lojtskeytasambandið við Vestmann- eyjar samþykt með 14 atkv. gegn 10 — við 2. umræðu fjáraukalaga í neðri- deild, — fjárveiting til starjrakslu há- skólans á næsta hausti — sömuleiðis. Efri deildar hneykslinu mót- mælt. Á hinum almenna fundi á Patreksfirði 15. þ. mán. var einnig □ □□□ □ □ □□!□ Tilkynning. Gasstöö Reykjavíkur * samráði við gasnefndina ákveðið eftirfarandi verð fyrir inn- !L-"- ... 1 — lagningu frá 1. júní þ. á. 1 m. í lögðum pípum ásamt nauðsynlegum „Fittings" á að kosta Stærð pípna Verð kr. | 1.50 | 1.65 | 1.90 | 2.40 | 3.20 | 3.90 | 4.80 Undanskilin verði þessu er öll málara-, trésmiða-, járnsmiða- og múrara-vinna, svo og borun gata á tré- og steinveggi. Allar Skriflegar pantanir, er afhentar verða gasstöðinni frá þessum degi og til 31. maí þ. á., verða framkvæmdar á komandi sumri og fyrir það verð er nú gildir. Eyðublöð undir pantanir fást á skrifstofu gasstöðvarinnar daglega kl. 10—xx árdegis. Gasstöðin útvegar eldavélar, lampa, hreyfivélar 0. fl. rætt um efri deildar hneykslið 0: inn- setning Kr. J. i gœzlustjórastarjið. Lýsti fundurinn óánægju sinni yfir því tiltæki deildarinnar. Skipaferðir; Sterling fór á fimtudag til útlanda. Farþegar: Jónas Guðlaugsson, Nicholi námnfræðingur, Hanson kaupm., 9 verk- menn til Afríku, nokkurir vesturfarar. Botnia væntanleg í nótt, Ask á morg- un eða svo. Reykjavikur-annáll. Alþýðufræðsla stúdentafélagsins. Gaðbr. Jónsson flytur á morgun erindi nm brezka þingið, sbr. angl. hér i blaðinu. Borgarstjórakosning. Bæjarstjórn vill, að breytt verði frnmvarpi því nm kosning borg- Hér með auglýsist, að stjórnarráð landbúnaðarmálanna dönsku hefir í samráði við stjórnarráð íslands ákveðið, að söluverð á bráðapestarbóluefni skuli framvegis vera 3 kr. 50 a. i hverjar 100 kindur. Herra dýralækni Magnúsi Einarssyni í Reykjavík hefir verið falið að annast sölu bóluefnisins og annað, sem þar að lýtur, og ber mönnum því að snúa sér til hans með pantanir sínar, og annað er viðvíkur bráðapestarbólu- setningu. Stjórnarráð íslands, 15. marz 1911. arstjóra, er þingmenn Reykvikinga hafa fyrir þingið lagt, þann veg, að bæjarstjórn velji úr 3 umsækjendum og sé einn þeirra kosinn af öllum atkvæðisbærnm kjósendnm bæjarins. Brunabótavirðingar samþ. á siðasta bæjar- stjórnarfnndi: Húseign Jóns Setbergs og Eyv. Árna- sonar 5800 kr. Hnseign B. H. Bjarnason, Aðalstr. 2500 kr. Fasteignasala. Þingl. 2. marz. Halldór Glslason Yitastig 15 selnr Har- aldi Guðmundssyni Lindarg. 43. húseign nr. 15 við Yitastig. Dags. 28. febr. Haraldnr Guðmundsson Langav. 79 selur trésmið Sigurjóni Signrðssyni Lækjarg. 10C húseign nr. 15 við Vitastig með tilh. Dags. 1. febr. Pétnr Gunnarsson hótelstjóri selur hanka- bókara Jens B. Waag húseign sina ásamt erfðafestulandi, sem nefnist Arablettur, fyrir 8167 kr. Dags. 30. janúar. Skiftaráðandi i Reykjavik selnr Önnn M. Hjaltesteð Ldg. 20 B. húseign þrotabús Bjarna trésmiðs Jónssonar, nr. 8C við Lind- argötu, fyrir 5000 kr. Dags. 20. febr. en það, sem á umboðunum hefir þetta skrásetta vörumerki: Þá er fullnægt fyrsta skilyrðinu fyrir traustri og vandaðri steinbygg- ingu. Cementið er sent á hverja höfn kringum alt land beint frá verksmið- junni. Umboðsmaður á íslandi er verk- fræðingur K, Zimsen, Reykjavík. Þingl. 9. marz. Ágúst skósm. Eiríksson Bergst.str. 85, selur Jóni skósm. Lárnssyni húseign nr. 35 við Bergstaðastr. með tilh. fyrir 5320 kr. Dags. 15. febr. Jóhann kanpm. Jóhannesson selnr skrif- ara Ben. Þ. Gröndal húseignina Tóttir með tilh. fyrir 5000 kr. Dags. 7. marz. Þingl. 16. marz. Jóbann kanpm. Jóhannesson selur Sam- úel trésmið Jónssyni húseiga nr. 33 við Skólavörðustig fyrir 5000 kr. Dags. 14. marz. Guðsþjónusta á morgnn i Fríkirkjnnni: kl. 10 slra Jóh. Þ. kl. 1 síra Ól. Ól. kl. 4 sira Bjarni J. & Rottueitrun: ^Bæjarstjórn skoraði á síðasta fundi á þingið að samþykkja ekki rottn- eitrunarfrv. sira Björns Þorlákssonar — eða nndanskilja minsta kosti Reykjavik. Simnefni: Ingeniör. Talsimi 13. Alþýðnfræðsla Stúdeptaféiagsins Guðbrandur Jónsson flyturerindi um Brezka þingiö í Iðnaðarmannahúsinu sunnud. i^.marz kl. 5 siðdegis. -----Inngangseyrir 10 aurar. — — Jlöfuðbækur og Jiíadcíar fást í Bókverzlun ísafoldar Mál verkasýning Einars Jónssonar verður opnuð sunnud. 19. þ. m. i gamla Hótel Reykjavík, Vesturgötu 17. Opið kl. 11—4V2- Leikfélag Reykjavikur ímyndunarveikin verður leikin sunnudag 19. þ. m. í Iðnaðarmannahúsinu kl. 8 sd. Aðeins leikið þetta eina skifti. r Agætt saltkjöt selur ódýrast verzl. % „Liverpool“. í jS> A B O Eí D er blaða bezt íýsABODD er fréttaflest íj^ABOEiD er lesin mest. Nýir kaupendur fá í kaupbæti: Fórn Abrahams (700 bls.), Davíð skygna, hina ágætu sögu Jónasar Lie og þar tð auki söguna . sem nú er að koma 1 bl., sérprentaða, þegar hún er kornin öll. ísafold mun framvegis jafnaðarlega flytja myndir af merkum mönnum og við- burðum. Ágæt Ijósmyndavél er kostað hefir 400 kr. fæst nú með tækifærisverði. Peningaskápur stór og ný saumavél, hvorttveggja ódýrt, fæst einnig á Skólavörðustíg 22. Til leigu frá 14. maí 2—3 her- bergi, hvort heldur fyrir einhleypa eða fjölskyldu. — Laugaveg 49 A. Vinnukona óskast strax. Upp- lýsingar á afgr. ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.