Ísafold


Ísafold - 20.05.1911, Qupperneq 2

Ísafold - 20.05.1911, Qupperneq 2
126 ISAFOLD ort fögur náttúruljóð um vorið og vorsins yndi, heldur af þv/, að hann ætíð í öllu, er snertir ættjörðina, hennar framtíð, hennar vonir, hefir vaggað vorsins texta, verið vorgróðursins skáld eingöngu. Hann er vaxinn upp með frumvori íslenzkrar endurreisnar, og þó að stundum bafi andað svalt yfir n/græðinginn þá hefir sú nepja aldrei nægt honum nó náð inn til hörpunnar hans. Þrátt fyrir ísrek, »sumarmálahrinu«, »páskahret« og »far- dagaflan« og /misleg mistök og margs konar stríð, hefir hann aldrei slept ljúfa vorblænum, vorylnum, vorsólinni úr ættjarðartilfinning og framtíðarvonum. »Vorgyðjan svífur úr suðrænum geim á sólgeisla vængjunum breiðu« í öllum ættjarðarljóðum hans, í öllu því er hann hefir kveðið um frelsisviðleitni landsins, þjóðarinnar og frumherja hennar, og þar er hann jafnan öruggur eggjandi, von- glaður vekjandi, hiklaust trúandi á sæmd og sigur. Hann er skilgetið barn »þjóðvorsins fagra, sem frelsi vort skal, með fögnuði leiða’ yfir vengi«, er hann kveður svo d/rðlega uni í »Vorhvöt« sinni, sem seint mun gleymast þessu landi. Þegar hann lítur aftur frá þeim sjónarhól, sem hann nú er kominn á, ber margt og margvíslegt fyrir augað, og margt má honum í minni renna. Eg skal ekkert um það segja, hvort hann minnist fremur sólskinsblettanna eða erfiðleik- anna, sem hann hefir átt við að strfða í sínu langa lífsstarfi. Hitt er víst, að hann hefir sigrað erfiðleikana, haldið æskuhugsjónum sínum, verið sjálfum sór trúr og stendur nú í hárri heiðurselli, með óflekkaðan skjöld, virtur af öllum, elskaður af flestum. Það má ráða það af sumum ljóðum hans, að honum hafi stundum þótt orð- ið lítið úr uppfylling æskuvona sinna og hugsjóna. Um frelsisvínber, seydd við sólarkyngi, min sálin nnga bað, en krækiber af þrældóms lúsalyngi mér lifið rétti að. Svo hljóðar einn af hans snildarlegu smákviðlingum Vlst er um það, að þau kjör, sem skáldandi hans hefir orðið að sætta sig við, í örlitlu og fátæku þjóðfólagi og í afarbundinni lífsstöðu, hafa ekki verið til þess fallin að auka flug hans og efla vængina. Það er sennilegt að hann hafi oft sárt fundið hið sama, eins og norska þjóðskáldið Wergeland l/sir í þessari vísu, sem eg vona mór leyfist að hafa yfir á frummálinu : • Kongeörn, med Lænke spændt om sit Ben, og Vingen bradt, som i over tyve Aar siden den blev halvdöd skudt har som simpel Gtaardshnnd tjent föler dog ei den arme Digters Vaande, som i lidet Polk er födt hen i Verdens Hjörne stödt, med et Sprog, som ei rækker fra hans Krog længer end hans Læbers Aande.« En það má vera honum huggun, að þó að þjóðin hans|hafi ekki verið þess megnug, að gefa h o n u m tok á að njóta þeirra frelsisvínberja, sem hann dreymdi um í æskudraumum sínum, og áleit anda sínum nauðsynleg til þess að geta hafið sig til flugs, þá lánaðist h o n u m þrátt fyrir alt, að gefa þjóð sinni »f r e 1 s i s- vínber, seydd við sólarkyngi«, sem hún mun lengi af njóta, og gott af geta í baráttunni fyrir því að geta breitt út sína vængi til þess að hefja sig til hærra stigs menningar og manndáðar. Og tungumálið sem svo fáir skilja hefir hann fegrað og auðgað, og útbreitt og aflað því aðdáun margra erlendra manna, sem gegnum hann hafa kynst því. Það má ennfremur vera honum góð og glaðleg meðvitund, að hið annað æfi- starf, sem hefir bundið hann og upptekið krafta hans, hefir verið blessunarríkt og mörgum hugþekt. Eg þykist viss um, að eg segi ekki of mikið, er eg segi, að hann hafl ást og virðing allra sinna mörgu lærisveina, sem hann hefir kent fagurt mál og fögur fræði við mentaskóla landsins nú í 40 ár —- helming sinnar löngu æfi, og að starfið hafi eigi verið honum sjálfum ógeðfelt nó of þreytandi, virðist mór sannast þegar af því, hvernig hann hefir haldið útj það munu margir mæla að hann sé enn ekki eldri að sjá, heldur en hann var fyrir 20 árum síðan, og var hann þó unglegur þá. í nafni lærisveina hans vil eg færa honum hjartfólgna þökk fyrir alla velvild og ástúð, sem hann hefir s/nt okkur, og leyfi eg mór að hn/ta þar við persónulegri þökk frá mér sjáifum, fyrir alla velvild á skólaárum, þar á meðal samfylgdina norður þjóðhátíðarvorið 1874, þegar hann söng um »Bláfjallageiminn með heiðjöklahring« og »Sumarkvöld við Álptavatnið bjarta«. Eg var drenghnokki þá, en gleymi aldrei þeirri ferð, nó síðar s/ndri velvild. En fyrst og fremst þökkum við öll, sem hór erum, og öll hin íslenzka þjóð, skáldinu, skáldi »þjóðvorsins fagra«, skáldinu vorfædda, skáldinu síunga. í nafni allra íslendinga segi eg: Guð lengi lífdaga þína, Steingrímur Thorsteinsson. Steihgrímur Thorsteinsson lifi! Afmælisbarnið þakkaði hjartnæmum orðum heiður þann og vinahót sem sér væru sýnd. Hann gat þess um sjálfan sig, að mestum hefði hann tekið skáldskaparáhrifum af Bjarna Thorarensen í æsku sinni, en síðar meir af Jónasi. Hann mintist þess, að á öndverðri æfi sinni hefði verið sifeld stöðu-kyrð yfir þjóðlífi voru, mönnum fundist það eitt mögulegt, er þeir þektu, nýungafælnin verið mjög rík. Þar hefði svo mikilmennið Jón Sig- urðsson rutt brautina, sýnt að fleira var mögulegt en það sem hejði verið. í annari ræðu litlu síðar mælti hann svo fyrir minni íslands og var því tekið með fagnaðarópum. Þá mælti Aqúst Bjarnason magister hlýlega og vel fyrir minni konu skáldsins og barna og síðar tilkynti hann samsætinu, að nokkura vini og lærisveina skáldsins langaði til að mega geyma minningu hans með því að láta mála mynd af honum eða kaupa smálíkneskju þá, er gert hefir af Stein- grími Archinti hinn ítalski — og láta síðar meir á væntanlegt þjóðlista- safn. Þvi næst flutti formaður Stúdentafélagsins, Andrés Björnsson, kveðju frá félaginu, frá þeim, sem eigi hefðu átt færi á því að sitja þetta samsæti, og loks talaði frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir af kvenna hendi fyrir minni góðskálda landsins. Eftir borðhaldið sungu samsætismenn fjöldamörg kvæði eftir Steingrím. Söng þar meðal annars Jón sagnfræðingur nokkura einsöngva — og er það nýtt sem sjaldan skeður — en tekið með því meiri fögnuði. Eftir að borð voru upp tekin var stiginn dans fram eftir nóttunni. Sjálfur heiðursgesturinn, hinn áttræði öldungur gekk þar á undan öðrum með góðu eftirdæmi, steig dansinn dátt í fararbroddi. Svo sem sagt var um Ingólf: allar vildu meyjarnar með Ingólfi ganga, þann veg reyndist það nú um afmælisbarnið. Ungu meyjarnar keptust um að fá að »ganga« með skáldinu, svo að ungu mönnunum mun hafa þótt nóg um. í samsætislok, — 2 st. eftir miðnætti, — mælti Ólafur Björnsson ritstj. fáein orð fyrir minni æskunnar og beindi skálinni sérstaklega til »skáldsins síunga*. Var síðan gengið af þingi, en allur þingheimur fylgdi Steingrími og fjölskyldu hans heim og kvaddi þau með fagnaðarópum, en skáldið þakkaði enn vinahótin og bauð góðar nætur. Mun flestum er þarna voru í vornæturkyrðinni hafa fundist, að enn væri vorgyðjan svifin úr suðrænum geim — til ísalands fannþöktu fjallanna heim, og óskað þess, að enn mætti hún um mörg ár svífa heim í garð hins aldna skálds og færa honum alt farsælt og gott á æfikvöldi hans. Gísít Sveittssoti oq Vigfús Einarsson yfirdómslögmenn. Skrifstofutimi ll*/a—I og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsimi 263 Jökulferðir. Þjóðverji einn, er Ludwig Wunder heitir, hefir í hyggju að koma hingað í sumar. Ætlar hann sér, ásamt nokkrum félögum sinum, að ganga Hofsjökul og gera ýmsar athuganir á jöklinum og í kringum hann. Jök- ulfari þessi hefir vprið hér 2 sumur áður. Sumarið 1908 gekk hann Eyja- fjallajökul og Tindafjallajökul. Ári síðar gekk hann allan Langjökul aust- ur að Hvítárvatni. í þeirri ferð kom hann í Þórisdal. Hann hefir gert ná- kvæman uppdiátt af dalnum og suð- vesturhluta Langjökuls. Menn höfðu áður haldið, að Langjökull væri allur samfastur jökull, en Wunder komst að raun um, að suðvesturhluti jökuls- ins er alveg aðgreindur frá aðaljökl- inum af Þórisdal. Nefnir hann þenna hluta Þórisdalsjökul og er hann hæsti hluti Langjökuls (1263,8 m.). Skrifað hefir hann allítarlegar ritgerðir um ferðir sínar ' i Petermanns Geo- graphische Mitteilungen 1910 II Heft 3. og Zeitschrift des Deutschen u. Österreichischen Alpen verein s 1910 (41. Band). K. K. Gjafir og áheit til Heilsuhælisfélagsins. Kr. Ártíðaskráin í apríl...........125.00 Gjafir og áheit: Frá stúlku í Norðurlandi................ 5.00 A. B. 2.00. Ekkja í Hafnarf. 10.00....................... 12.00 Stefán Sveinsson Uppsölum . 10.00 Jóh. Sveinbj. Vestmanneyjum 10.00 Söngfél. Fram í Hafnarf ... 45.07 Áheit frá Borgarnesi........... 10.00 Frá konu 2.00, frá sjóm. 20.00 22.00 Ingibj. Gunnarsdóttir........... 5.00 M. Erlendsson 5.00; sjómað- ur 5.00 . . . .............. 10.00 Gömul kona 1.00; N.N. 1.00 2.00 N. N. Arnarfirði............... 2.00 Jóh. Magnússon .............. 15.00 Kr. 273.07 Jón Rósenkranz. -0SS- Mannalát. Björn Jónsson Jyrverandi ráðherra brá sér til út- landa með Sterling í gær. Gerði hann ráð fyrir að fara til Noregs og dvelja þar fram eftir sumri sér til heilsubótar. Hann hefir verið nokkuð heilsuveill undanfarið og verið til þess ráðið af lækni sínum að leita um hríð algerðrar hvíldar til þess að ná aftur íullu fjörvi. Hans Holm beykir á Hjalteyri er nýlátinn sextugur að aldri. Hann var systursonur Péturs Hafsteins amt- manns. Snemma I þessum mánuði dó Sig- urður Tómasson bóndi að Halldórs- stöðum í Bárðardal. Um miðjan apríl lézt að Burstar- felli í Vopnafirði húsfrú Elin Ólajs- dóttir kona Metúsalems Einarssonar, en dóttir Ólafs heit. Jónssonar á Sveinsstöðum í Húnaþingi. Enn eru nýdánir eystra Jón Lúð- viksson skósmiður á Seyðisfirði og Helgi Jónsson bóndi i Njarðvík í Borgarfirði eystra. Minnisvarði Forseta. Sú fullnaðarákvörðun var tekin af samskotanefndinni á mánudaginn að setja minnisvarða Forsetans á skóla- blettinn, miðja vegu milli Mentaskól- ans og lækjarins, á sjálfri skólabrúnni. Bæjarstjórnin hefir lagt samþykki á þessa skipun fyrir sitt leyti og er búist við, að landsstjórnin láti gott heita. En mörgum öðrum mun misráðið þykja, geta eigi losað sig við þá hug- mynd, að bezt hefði hann farið fyrir framan stjórnarráðshúsið. KarLí koti sendir viröulegum blaða- misbjóðendum í stjórnarliðinu kveðju guðs og sína og biður þá afsaka, að hann verður að fresta að tauta yfir þeim og þakka kveðjusendingar þeirra — til næsta blaðs, — en lætur þess jafnframt getið, áð þeir e i n n i g fari villur vegar, er þeir beina skeytum þeim, sern á honum eiga að lenda til fyrv. ráðherra — en afsak- ar jafnframt »villu« þeirra, af því hann veit, að þegar þeir standa uppi berskjald- aðir og varnarlausir — ganga þeir jafn- an á það lagið að ilskast og bölsótast við þann eina mann. Dönsku leikararnir. í morgun kom Ask, með dönsku leikarana innanborðs. Annað kvöld er svo ráð- gert að leika fyrsta leikritið »Et dukkehjem* hið stórfræga leikrit Hinriks Ibsen. Þar leika Fritz Boesen og kona hans aðal-hlutverkin — Nóru og Helmer — og sjást þau á myndinni. í Þórshöfn á Færeyjum lék leikflokkurinn 5 kvöld, jafnan fyrir fullu húsi. — Auk þeirra leikrita, sem nefnd hafa verið hér í blaðinu, er eigi uggvænt um, að flokkur- inn leiki einnig: Elverhöj og Kærlighed uden Strömper. Ýms erlend tíðindi. ---- Kh. 3. maí’ll. í Kína er skæð uppreisn um þessar mundir, einkum í Kvantung fylkinu. Uppreisnarforinginn er Kínverji, W u - s u m að nafni, alinn upp í Japan. Sagt er að óánægjan beinist gegn keisaraætt inni, sem komin er frá Mantsjúrí. Hefir hún bakað sór hatur þjóðarinnar með því að setja mantsjúríska embættismenn í æðstu herembættin, þó að megnið af hermönnunum sóu Kínverjar. Uppreisn- in er bæld niður af mikilli grimd. Allir sem fyrir hittast vopnaðir, eru tafarlaust skotnir niður. Flugmaðurinn Wynmalen, frá Hol- landi, sá sem flaug í haust er leið milli Parísar og Bryssel, steyptist í gær nið- ur úr lofti nálægt Versailles úr 100 stika hæð og særðist til ólífis. Úr enska þinginu. Þar var sam- þykt í neðri málstofunni í gær með 299 atkv. gegn 194 sú grein frumvarps- ins um efri málstofuna, er takmarkar neitunarvald lávarðanna í hinni almennu löggjöf. Umræðunum um hinar greinar frumvarpsins verður lokið næstu daga, Látinn er í Kaupm.höfn W i 11 i a m S c h a r 1 i n g , prófessor í hagfræði og fyrv. fjármálaráðgjafi. Lausn frá embætti hefir sótt um Axel Tuliníus sýslu- maður frá 15. september að telja, vegna heilsubilunar, sjúkdóms í eyrum. Hann sezt að hér í Rvik með haustinu. Reykjavikur-annáll. Ask kom i morgun frá útlöndum. Meðal farþega, ank leikaranna dönsku voru, Tang kaupm. frá ísafirði og Riis frá Borðeyri. Brunabótavirðing ein var samþykt i bæ- jarstjórn á fimtudag: Húseign Júns Einars- sonar, Nýlendugötu 16: kr. 4643. Dánir: Þorsteinn Jénsson Langaveg 31 (64 ára), dó 11. mai. Jón Andrésson skólapiltur (19 ára) Langa- veg 11; dó 15. mai. Þorsteinn Magnússon trésmiður Bergstaða- stræti 24 (nm íertugt), dó 16. mai. Páll Ólafsson Hverfisgötu 61, dó 14. mai Hádegismessa i dómkirkjnnni á morgnn (ferming B. J.). Engin siðdegismessa. - NB. Permingarbörnin komi i kirkjuna ekki seinna en kl. ll*/4. Messað i frlkirkjunni á hádegi (ferming). Kirkjan opin fyrir börnin kl. 11. Hjónaefni: Jón Kristjánsson lagaskóla- kennari og ym. Todda Benediktsdóttir (Þór- arinssonar kaupmanns). Hjúskapur: Guðjón Ólafsson Bræðra- borgarstig 21 og ym. Ingibjörg Signrðar- dóttir, gift 13. maí. Samúel Sveinn Ásmnndsson frá Vorbús- um i Garði og ym. Ingibjörg Einarsdóttir, gift 13. mai. Gunnar Þorsteinsson bóndi á Alfsstöðum á Skeiðum og ym. Guðrún Guðmundsdóttir frá Sandlæk i Gnúpverjahreppi, gift 14. mai. Bjarni Jóh. Jóhannesson prentari, Skóla- vörðnstig 12, og ym. Sigurbjörg Ámunda- dóttir, gift 14. mai. Jón Ágúst Jensson frá Vestmanneyjum og ym. Ingveldur Gisladóttir, gift 17. maí. Simon Sveinsson Ránargötn 23 og Mar- grét Árnadóttir, gift 16. mai. Guðm. Sveinsson sjóm. frá Bjargi Akra- nesi og Ragnheiður Gnðmundsdóttir, gift 16. mai. Rasmus Jörgen Knudsen sjóm. Hverfisg. 36 og Ágústa Guðmundsdóttir, gift 17. mai. Guðjón Einarsson bóndi i Rifshalakoti i Holtum og ym. Margrét Guðmundsdóttir, gift 17. maí. Hoiræsi. Á siðastá bæiarstjórnarfundi var samþykt við síðari umræðu að taka 12000 kr. lán til þess að leggja holræsi i flestar göturnar í miðbænum. Iðnsýningin. Óðum drifur að sitt af hverjn, sem sýna á á iðnsýningunni, sem opnuð verður 17. júní i Barnaskólanum. M. a. hefir Magnús Erlendsson gullsm. nýlega lokið við forlátabelti, alt úr sklrn gulli, hinn mesta kjörgrip, sem kvað kosta 6000 kr. og vera búið til fyrir kaupmann einn hér i bænam. — Á sýningunni verða enn- fremur fagrir gripr eftir Stefán hinn odd- haga. — Af kvennavinnu má nefna mynd af bústað Jóns Sigurðssonar í Khöfn, sem er saumuð i silki með liium af frk. Thoru Friðriksson og er gersemi mikil. Skipaferðir. Vesta kom i gærmorgun úr isalögunum norðanlands, austur og snður um land eftir iýluferð sina vestur að Horni. Meðal farþega var Páll Stefánsson verzlun- arm., Kristján Blöndal kanpm. frá Sanðár- krók, jnngfrúrnar Regina Benediktsdóttir og Vedis Jónsdóttir (dóttir Þorgils gjallanda). Perwie kom á miðvikudag austan að með nokkuð af farþegum. Eer aftur á morgun. Fari taka sér m. a. Þorleifur Jóns- son alþingism. ásamt frú sinni, er kom að austan með skipinu. . Sterling fór til Austfjarða og útlanda i gær. Farþegar hátt á 3. hundrað — mest verkafólk til Austfjarða. Ennfremur fórn allmargir Goodtemplarar á Stórstúkuþingið á Seyðisfirði m. a. Indriði Einarsson, Hall- dór Jónsson bankagjaldkeri, Jón Árnason ritstj., Sig. Eiriksson regluboði 0. fl. o. fl. Til Eskifjarðar fóru biskupsfrú Ellna Sveinsson og Hallgrimur Tulinius, dóttur- sonur hennar. Margir þingmenn fóru og á leið heim til sin, m. a. Sig. Hjörleifsson, Jón frá Hvanná, Gautlandabræður. Til Vestmanneyja brá sér Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður. Til útianda fóru: Björn Jónsson fyrv. ráðh., Skúli Thoroddsen áleíðis til Rúðn- borgar, frú Kristín Sveinsdótt.ir frá Stykk- ishólmi, Vilh. Finsen loftskeytafræðingur 0. s. frv. Málmar á íslandi. í ísafold I. febrúar 1911 stendur þessi klausa: shefir prófessor Þorv. Thoroddsen þvertekið fyrir, að málm- ar gætu falist i jörðu hér«. Nær og hvar hefi eg sagt þetta eða ritað? Annars geta allir, sem vilja kynna sér skoðanir mínar um málma á íslandi, lesið þær í Lýsingu íslands 2. bindi bls. 315—316. 28 marz 1911 Þorv. Thoroddsen. Ath.: Fyrir gleymsku sakir hefir dreg- ist dálitið að birta þessa »leiðréttingu«. Að svo 8töddu skal ekkert staðhæft um, að prófessorinn hafi sett þessa skoðnn fram á prenti. En furðulega alment mun honum eignuð hún. Og ef þess þarf við, mun Isafold eigi Bkotaskuld úr að birta vitnisburð mætra vina prófessorsins nm, að hann við þá hafi margoft látið i ljósi þá skoðun, að hér gætu eigi falist málmar i jörðu. Ritstj. QolféuRar bæjarins stærsta og ódýrasta úrval hjá Jónatan Þorsteinssyni. Bernskan, smásögur handa börnum og ungling- um, eftir Sigurbjörn Sveinsson, bæöi heftin, fást í bókverzlun ísafoldar. — Bezta sumargjöf! &éilffeppi af öllum stærðum og gæðum nýkomin. Jónatan Porsteinsson. Laugaveg 31.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.