Ísafold - 24.05.1911, Síða 1

Ísafold - 24.05.1911, Síða 1
Kemxu dt tvisvar l viku. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr. erlendia 5 ki. efta 1 */* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD UppsðKn (skrifieg) bundip viB Aramót, ex ógua nema komln sé til útgefanda fyrir 1. okt. ng aaapandi skuldlanBi viö blaBiB AfgreiBsla: Aueturstraiti 8. XXXVni. árg. Reykjavík 24. maí 1911. I. O. O. P. 925269 Bókasafn Alþ. lestrarfél. Pósthússtr. 14 5—8. Forngripasafn opib si. þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og 51/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sbd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */• sibdegis. Landakotskirkja. Gubsþj. 91/* og 8 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 »/*, öVí-S1 */*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—3 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafniö á þrd. fníd. og ld. 12—1 Landsiminn opinn virka daga 8 árd. — 9 sibd. helga daga 8—11 og 4—6. Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opiö l1 */*—21 */* á sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 2. og 4. fimtud. i hv, mánuöi. 2—8. Stjórnarráösskrifstofurnar opnar 10-4 daglega. Sýning gripa Jóns Sigurössonar í Safnahúsiuu opin kl. 12—2 hvern dag. Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 8. md. 11—1 Taxafíóagufubát. íngóífur fer til Borgarness i., 8., 21. jiiní Borgarness og Straumfj. 27. maí. Keflavíkur og Garðs 3. júni. Undir merki konungkjörnu sveitarinnar. Þau orð ættu að letrast sem ein- kunnarorð á alþingi íslendinga anno 1911. Konungkjörna sveitin var það sem sé, er í raun og veru réð úrslitum málanna. Sú tilviljun, að þingtiminn hafði verið fluttur frá sumri til vetrar olli þvi, að pessi kgkj. sveitin fekk sess á þinginu. Vitaskuld sat hún i megnu trássi við þjóðarviljann, — vitaskuld var hún skipuð af stjórn, sem dæmd hafði verið af þjóðinni 1908 og svo léttvæg fundin, að fæst eru dæmin annars eins, — vitaskuld sat hún í skjóli mjög umþráttaðs lagabókstafs í stjórnarskránni, — vitaskuld sat hún á siðferðislegum títuprjónakodda. En henni varð ekki flökurt af að kingja þessum beinóttu bitum, hún sat eigi að síður, sat sem fastast, eins og hvíslað hefði verið í eyru henni gömlu visunni: Hirtn hvorki um himin né jörð, en haltn þér fast — og riddn. \ Hún skákaði i því hróksvaldi, að fyrverandi ráðherra mat mest af öllu sannfæringu sína í þessu máli sem öðrum, mat meira sannfæringu sina um það, hvernig skilja bæri stjórnar- skrána en eigin hagsmuni, og vildi því eigi reka sveitina af þingi. — Hún hélt sér þvi fast i söðulinn, þrátt fyrir alla siðferðis-meinbugina, sem á honum voru og reið þinginu út í hverja kelduna á fætur annari. Fyrsta, hranalegasta og alræmdasta ófæran, sem þingið lenti í fyrir þing- flutnings-tilviljunina og þrásetu hinna kgkj. var bankamálsforaBiö í efri deild. Það er býsna hjákátlegt að tala um, að endanlegur réttldtur dómur um bankamálið hafi upp kveðinn verið þar í deild. Eins og mark sé takandi á dómi, sem eins var skipaður og bankamdls- dómstóll efri deildar. — Þarna sitja — fyrir tilviljun — svæsnustu fjandmenn fyrv. ráðherra, fyrir fram ákveðnir i þvi einu, að ráðherra skuli tapa banka- málinu, hvað sem öðru líði! Hugsið yður nú, að þingi hefði verið frestað, nýir konungkjörnir þing- menn verið skipaðir af Birni Jónssyni, að sjálfsögðu jylgismmn hans í banka- málinu 0g öðrum stórmálum. Hvernig mundi þá efrideildar-dóm- urinn í bankamálinu hafa falliðf Mundi þá eigi hafa orðið annað hljóð í strokknum? Jú. Þá hefði efri deild eigi farið að hrifsa í sínar hendur dómsvaldið — í bága við 1. grein stjórnarskrárinnar. Þá hefði lagahlið bankamálsins fengið að ganga boðleið til æðsta dómstóls- ins, svo sem rétt var. Því aÖ sá meirihluti, sú kgkj. syeitin, mundi aldrei hafa farið að fremja það of- beldisverk að kveða upp dóm i beinu lagaskýringarmáli. En — setjum nú svo — að hún hefði gert það, hefði tekið sömu stefn- una, eins og Hafsteinskjörna sveitin gerði og kveðið upp dóm, sem pd hefði hljóðað um, að frávikningin hefði mátt gilda fram yfir nýár 1910. Hvernig haldið þið, að pd hefði látið í tálknum Heimastjórnar-stór- fiskanna? En það hefði þó verið jafnlöglegt og jafnsjálfsagt eins og það sem nú hefir gert verið. Bankamdlsdómurinn í eýri deild valt eingöngu á tilviljuninni, pingfarslutil- viljuninni — valt eingöngu d konung- kjörnu sveitinni — pessum jorngripum Heimastjórnar-óstjórnarinnar. Og að vilja láta hugsandi menn og skynsama taka mark á öðrum eins hlutdrægnis og fjandskapar ólgufossi — að reyna að telja þjóðinni trú um, að réttlátur dómur geti vaxið upp frá öðrum eins rótum — er næsta djarft og raunar fávíslegt. Önnur torjaran, annað óhappið sem í lentifyrir þrásetu hinna konungkjörnu, þótt óbeinlínis væri, var jall jyrverandi stjórnar. Það hefði sjálfsagt aldrei komið til fljótræðisverksins þess, að B. J. var sparkað, ef tilviljunin hefði ekki verið á undan gengin. Ef B. }. hefði haft 20 jafntrausta fylgismenn eins og 14-menningarnir í Sjálfstæðisflokknum voru, hefði 10-menningarnir eða spark- liðið aldrei rent út í vantraustsálykt- unar-vitleysuna. Sumir 10 menning- anna hafa meira að segja lýst yfir þvi, t. d. Bjarni frá Vogi, að það hafi að eins verið fyrir það, að hann hafi talið B. J. vera búinn að missa traust helm- ings af flokki sínum, að hann (Vog- B. J.) rann á vantrausts-sveifina. Og svo mun eflaust fleirum úr því liði hafa verið farið. Hér gægjist því tilviljunin enn fram. Afleiðingin af þessum atburðum varð svo sú hin þjóðkunna, að þingræðis- brjóturinn lenti í ráðherrasessi, einnig fyrir harðfylgi kgkj. sveitarinnar, af náð tilviljunarinnar, — og munum vér enn eigi búnir að bita úr nálinni með það ólánið. Þriðja torjaran, sem tilviljunar* sveitin reið alþingi út í var dráp jarmgjalds-jrumvarpsins. Verði þröngt um fjárhag landsins á næstu árum — er sakar að leita hjá vegendum farmgjaldsfrumvarpsins. Með því frumvarpi var landssjóði séð fyrir 200,000 kr. árlegum tekju- auka. Neðri deild samþykti frv., en það varð þegar að sláturfé undir hníf hinna Hafsteins-útvöldu í efri deildinni, er þangað kom, svo sem flest annað þarflegt og gott. Enn mætti nefna ýms önnur þjóð- þrifamál og þarfafyrirtæki, sem tálm- að var framgangs fyrir tilviljunarsetu konungkjörnu sveitarinnar og ekkert annað — t. d. loftskeytin. En þetta mun nægja til að sýna alþjóð frá hvaða sjónarhóli líta ber á gerðir þessa nýafstaðna þings og mála- úrslit þar. Það er grátlegt til þess að vira, hve miklu og misjöfnu tilviljunin hér hefir ráðið, og ætti það að verða oss á- minning um, að girða fyrir annað eins framvegis. Það sem miður hefir farið á þessu þingi er unnið undir merki konung- kjörnu heimastjórnarsveitarinnar i ejri deild eða jyrir kennar tilverknað bein linis eða óbeinlínis. Það asttu kjósendur þessa lands að skrifa á bak við eyrað — og muna. Það væri öðru visi umhorfs í land- inu, ef þingið siðasta hefði eigi þurft að burðast með þetta erfðagóz Hafsteins- stjórnarinnar. Karl í koti. -------æ/ærs*------ Reikningur Landsbankans 1910 Og blekkingar og "ósannindi Jónatans. í bannfjenda- og stjórnarmálgagnið »Ingólf* hefir meðritstjórinn er nefnir sig Jónatan — og sagður er vera Jón Kristjánsson lagakennari og ráðherra- sonur — ritað grein 4. þ. m.,1 um reikning Landsbankans 1910, sem er svo full af blekkingum og ósannind- um að eigi má láta ósvarað, ef ein- hverir kynnu að taka mark á því er þar stendur. Þessi margþekti ráðherraskjaldsveinn byrjar á því, að »innstæðufé (á hlaupa- reikningi i sparisjóði og gegn viðtöku- sklrteinum) hafi minkað frá þvi árinu áður um samtals 394 þús. kr.« Þetta er aðeins yfirborðssannleikur og sýnilega er þessum 3 liðum slengt saman, til að láta lita svo út, sem þeir hver um sig hafi lækkað; svona sé nú traustið á nýju bankastjórninni hjá almenningi, það sé eitthvað annað en tröllatraustið á þeirri gömlu. En hvað er nú hæft í þessu ? Sann- leikurinn er sá, að innstæðufé i spari- sjóði hefir hækkað um nál. 192 þús. kr. á árinu, og inneigendur í sparisjóði eru 705 fleiri en árinu áður. ' Innstæðufé á hlaupareikninga hefir lækkað um rúmar 400 þús. á árinu. En hvað veldur? Það, að landssjóður tók út af sínu innstæðufé á hlaupareikningi yfir joj pús. kr. Innstæðufé almennings hækk- aði þvi á árinu yfir 100 þúsund kr., og inneigendum fjölgaði um 19. Sama er að segja um innstæðufé gegn viðtökuskírteinum, það lækkaði aðallega af því að landssjóður tók sitt fé út, af þvi hann þurfti á því að halda til lána og nauðsynlegra út- gjalda.8 Innstæðufé almennings hakkaði því svo skifti hundruðum þúsunda á ár- inu, og það sýnir einmitt traust á bankanum. Sjálfsagt hefði Jónatan getað leitað sér vitneskju um þetta hjá gæzlustjóranum, sem lét fógeta »setja sig inn« í bankann — ef hitt hefði ekki fallið honum betur, að reyna að koma því inn hjá fólki, að Landsbankinn væri að tapa trausti síð- an nýja bankastjórnin tók við. En allur blekkingavefur Jónatans um þetta fellur um koll undir eins og við hann er komið. Þessu næst spinnur Jónatan heilan vef um fækkun á lánum og lækkun á lánsfúlgum, og segir meðal ann- ars: »Lánum hefir fækkað og láns- upphæðir samtaldar eru því miklu minni.« Þetta eru bein ósannindi hjá Jónatan, eins og sjá má af reikingum bankans og veðdeildar hans, og eftirfylgjandi tölur sýna fyrir bæði árin 1909 og 1910 Fasteigna- veðslán . kr. 5.320.420 kr. 5.892.189 Sjálfskuldar- ábyrgðarl. — 1.506.331 — 1.438.193 Handveðsl.— 135.042— 94.538 Lán gegn á- byrgðsveita ogbæjarfél. — 79.583— 62.863 Reikningsl. — 603.219 — 482.827 Akkreditivl.— 50.000— 15.000 Samtals kr. 7.694.595 kr.y.p8j.6io 1) Þ. e. löngn áðnr en reikningnrinn er birtur í heild; hann hefir þvi orðið að f& að »stúdera« hann og f& npplýsingar nm hann i stjórnarráðinu. 2) Þegar nm transt eða vantraust al- mennings & bankanum er að tefla, eins og það kemnr fram í innlögnm, verður ao taka fé landssjóðs alveg nndan; — hvort þ a ð vex eða minkar kemnr ekkert nndir trausti eða vantransti & bankanum, held nr fer aðeins eftir þvi hvort og h v e • n»r landsjóður þarf að br&ka peninga sina. Þessi skyrsla sýnir að lánsupphæð- ir bankans hafa hakkað á árinu um nærri joo púsund krónur.1 Innbyrðis hafa tölurnar raskast, og er það eftirtektarvert; það sýnir svo vel stefnumuninn á stjórn bankans nú og áður og að það eru ósannindi hjá ónatan, »að lánsaðferðin sé alveg hin sama eins og hjá gömlu bankastjórn- inni«. Bankinn á í lánum gegn Jasteignum yfir 570 þúsund krónum meira 1910 en hann átti árið áður, en lánin sem aðallega hafa lakkað, eru sjáljskuldar- dbyrgðarlán, handveðsldn, reikningslán, og vixlar. Einmitt lánin sem gamla bankastjórnin flaskaði mest á og lang- mest ef ekki eingöngu verður tapað á. Skyldi það ekki vera hrapalleg »hnignun« og afturför í stjórn bank- ans, þó hver slæpingurinn og fjár- óreiðumaðurinn fái ekki viðstöðulaust sjálfskuldarábyrgðarlán eða víxla til að eyða, þó þeir komi með hóp af ábyrgð- armönnum og ábekingum, sem engu betri eru en þeir sjálfir? Eða þó hætt sé að festa fé bankans svo skiftir hundruðum þúsunda króna, gegn 2 veðrétti og handónýtum ábyrgðar- mönnum, í verðlitlum og illa bygð- um hússkrokkum, og skulda þetta fé svo aftur dönskum banka, og borga af því háa vexti? Lánsaðferð nýju bankastjórnarinnar er einmitt hárrétt: að hækka lán gegn góðri tryggingu (fasteignum), en tak- marka sem mest má lánin, sem hætta fylgir (sjálfskuldarábyrgðarlánin m. m.), þau er búin eru að koma mörgum manninum, hér í Reykjavík að minsta kosti, næstum á sveitina, þó vel efn- aðir væru áður en víxla- og ábyrgðar- farganið hófst. Og margur maðurinn mundi nú lofa bankastjórnina fyrir, ef hún hefði verið svo framsýn að taka í taumana, áður en alt var kom- ið um koll. Næsti vefur Jónatans er um kostn- aðinn við bankann. Heimastjórnarliðið með Jón »inn sannsögla* í broddi fylkingar, hefir löngum nú í seinni tíð legið á því lúalaginu að gera þann kostnað ægi- legan í augum þjóðarinnar, og reyna að sýna fram á, að hann sé óþarfur. Og Jónatan legst á sömu sveifina, svo sem hans var von og visa, og ber meðal annars þau ósannindi fram, að starfsmönnum hafi verið »bætt við til að vinna minni störf en hinir, sem færri voru, unnu áður«. Hér skal í eitt skifti fyrir öll skýrt frá hversu tilhæfulaus árás þetta er á bankann. Um aukinn kostnað við stjórn bankans er hér ekki að tefla; sú aukning er verk alþingis, jafnt heima- stjórnarþingmanna sem annarra. Um fjölgun starfsmanna við bank- ann er það að segja, að hún var alveg óhjákvæmleg. Síðan nýja stjórnin tók við hefir 4 starfsmönnum verið bætt við; þar af eru 2 stúlkur, og vinnur önnur þeirra að miklu leyti hjá landsfé- hirði, svo mjög hafa störf hans vaxið, sem að líkum lætur, en fyrir það starf hefir bankinn fengið hj:. landssjóði aðeins 2,500 kr. á ári, svo hann hefir nú upp á síðkastið beðið mikinn halla af þvi að hafa það star ’ á hendi. Um fjölgun hinna starfsmannanna, og aukin störf bankans skal bent á eftirfarandi atriði: 1. Bankinn er nú opinn fyrir al- menning á kvöldin, í stað þess að áður var hann opinn aðeins einu sinni á dag um miðjan daginn, og þarf þess vegna að minsta kosti tveimur starfsmönnm meira. 1) Sé lækknn sem orðið hefir & vixlnm tekin með, nemur hækknnin samt yfir 200 þús. kr. 33. tölublað AHir starfsmennirnir, sem við af- greiðslu eru, hafa nóg að gera við íana þann tíma, sem opið er, hvenær sem er, og verður ekki öðru sint meðan á því stendur. En þá er eftir að gera upp og bókfæra á mörgum stöðum alla þá afgreiðslu, svo allur eftirmiðdagstími afgreiðslumannanna gengur til þessarar aukningar á af- greiðslutímanum. 2. Siðan nýja bankastjórnin tók við, hefir bankinn tekið að sér inn- íeimtu fyrir eitt stærsta lífsábyrgðar- ; élagið, sem starfar hér á landi, — gegn ákveðnu hundraðsgjaldi auðvitað — og fer til þess verks alt að a/8 ílutar af vinnu 1 starfsmannsins. 3. Innheimta á peningum fyrir aðra, útlenda banka og kaupmenn, víðsvegar um alla Norðurevrópu, var meira en helmingi rneiri síðastliðið ár en næsta ár á undan, og fer slöðugt vaxandi það sem liðið er af þessu ári. flún þarf því meira en helmingi meiri starfskrafta en áður. 4. Bréfaviðskifti bæði innlend og útlend hafa aukist mjög mikið síðan nýja bankastjórnin tók við; einkum )ó við útlönd; gerir það innheimtan, sem stöðugt vex eins og áður er getið, og svo ný sambönd og viðskifti, sem bankinn nú hefir við ýmsa erlenda banka umfram það, sem áður var. Iréfaviðskifti eru nú svo mikil, að gott mætti heita, ef 1 starfsmaður gæti annað^þeim. 5. Innlög viðskiftamanna hafa auk- ist svo skiftir hundruðum þúsunda, þar á meðal sparisjóðurinn um nærri 200 júsundir, svo sem áður getur. Við aukningu hans vex starfið við hann mikið, því innlögin eru oftast nær mörg og smá. En alveg eins mikil vinna við þau, eins og þó þau væru stærri; munar minstu, hvort skrifaðir eru 2—4 eða 6 tölustafir. 6. Loks má geta þess að mikil vinna hefir farið í það að kippa bank- anum i lag, bæði að einu og öðru leyti, þar á meðal bókfærslu hans, búa til heilar bækur ýmist alveg eða að mestu leyti að nýju, svo sem t. d. ábyrgðarmannaskrárnar (obligobækurn- ar svo kölluðu) o. fl. o. fl. Og að halda þeim vel við, sem alveg er nauðsynlegt, kostar mikla vinnu. Að þessu athuguðu, þá mun hver sannsýnn maður geta séð, að störf bankans hafa aukist svo mikið á ýms- an hátt, að það má heita vel, að ekki skuli hafa þurft að bæta við nema 3 starfsmönnum til að vinna þau verk, sem nú hafa verið talin, auk þess sem afgreiðslutími bankans hefir verið lengdur. Ogfyrir það hygg eg, að hin nýja bankastjórn fái fremur þökk en óþökk hjá flestum, bæði f)ær og nær, jafn- velhjá þeim, sem stöðugt eru á hæl- unum á henni til að reyna að spilla áliti hennar og trausti, — að hún gerði þá breytingu að hafa bankann opinn á kvöldin, í stað þess að áður var hann opinn að eins á daginn, um hávinnutímann, og bankastjórnina pá aðeins að hitta 1 klst. á dag, í stað 2 nú, og raunar miklu meira, því þessir bankastjórar vinna í bank- anum frá kl. 8 á morgnana til kl. 7 á kveldin, að frádregnum sama mat- málstíma og aðrir starfsmenn hafa, og mun æði oft koma fyrir, að þeir veiti við* tal ferðamönnum og öðrum, á hvaða tíma sem er, ef mikið liggur á. Er það eitthvað ólíkt því, sem var hjá gömlu stjórninni sem stansaði lítið lengur i bankanum en þegar kría sezt á stein. Og í sambandi við starfsmenn bank- ans má gjarnan taka það fram, að þar eru hvorki fjáróreiðumenn eða óreglu- menn, sem venjulega koma ekki að vinnu sinni, nema þegar þeim gott þykir, heldur reglumenn, sem koma

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.