Ísafold - 24.05.1911, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.05.1911, Blaðsíða 2
130 ISAFOLD Gísít Sveittsson og Uigfús Einarsson yfirdómslögmenn. Skrifstofutimi ll1/^—I og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsimi 263 Peim hinum mörgu nœr og fjœr, sem baði með heillaóskum og á annan hátt haja auðsýnt mér samúðar ogvin- semdarmerki á áttugasta ajmæiisdegi minum, 19. p. m., votta eg hér með mitt innilegasta pakklæti. Stgr. Thorsteinsson. og fara frá vinnu sinni stundvíslega. Af því sem nú hefir sagt verið er það hverjum manni Ijóst: að bank- inn hefir unnið álit og traust utan- lands og innan undir stjórn nýju bankastjóranna; það sýna hækkandi innlög almennings, og vaxandi inn- heimtur og viðskifti út á við, a ð bankanum er nú stjórnað af miklu meiri gætni og reglusemi en nokkru sinni áður, og miklu meiri alúð lögð við stjórn hans, og a ð viðskifta- mönnum er nú miklu hagfeldara og þægilegra að skifta við bankann en áður, þar sem hann er nú opinn tvisvar á hverjum degi, og bankastjórn til viðtals helmingi lengri tima en áður, og alt af við, ef á liggur. Skrif Jónatans um »gróða bankans« er ekki svaravert, svo mikil botnlaus lokleysa er það. Má t. d. benda á að í annari setningunni segir hann: »Væri þetta tap ekki (ca 15000 kr.), þáværigróði ársins 34716,15«, (þess- ar tölur ættu nú reyndar að vera 44,372,16) en í næstu setningu á eftir: »hefði ekkert tapast vœri rekst- ursgróði pessa árs samtals tíu púsund tvö hundruð og sextán krónur og ij aurar«. Hver skilur þessa vitleysu? Er ekki líklegra að gróði bankans væri fremur hærri en lægri, ef ekkert tap hefði þurft að taka af honum ? Eg skal gjarnan taka undir það með Jónatan, að þetta séu »sorglegar tölur«v — NB sorglega vitlausar. Annars má í sambandi við gróða bankans þetta ár benda á þetta: 1. að stjórnarkostnaður við hann, ásamt eftirlaunum Tr. G. er n. þús. kr. hærri en áður samkvæmt lögum. 2. að bankinn hefir orðið að setja á árinu háa fjárhæð að veði fyrir veð- deildunum og fær 1 8/4 °/0 minni vexti af helmingnum, en 3/4 °/0 minna af hinum helmingnum af þvi fé en ef það væri í útlánum, og nemur sá vaxtamismunur talsverðri fjárhæð, auk þess sem það fé er bundið, og tapast því frá veltu bankans. 3. að ágóði af rekstri útbúanna er um 8 þús. kr. lægri en næsta ár áð- ur. Sömu bankastj. eru þó þar og að undanförnu. í næsta blaði eða svo, mun eg heilsa upp á Jónatan aftur, og sýna fram á rangfærslur hans og blekking- ar í sambandi við síðari hluta þessar- ar Ingólfsgreinar. Þór. Leikhúsið. Fyrsta leikkvöld hinna dönsku leikenda. Henrik Ibsen: i>Et dukkehjem«. Þeir léku fyrsta sinni á sunnudags- kvöldið hinir dönsku leikendur. Úr hlaði riðu þeir með hvorki meiri né minni klyfjar en hið heimsfræga leikrit skáldkonungsins Dofrafjalla: Et dukkehjem. Það er ekki heiglum hent að íklæða það leikrit holdlegum, lifandi búningi. Því ánægjulegra var að geta sagt með sanni, að leikurunum tókst miklu betur en í meðallagi að gera fólkið á »brúðuheimilinu« að lifandi menskum verum. Et dukkehjem hefir verið, svo sepi mörg önnur listaverk »sfinxins« norska, þrætuepli hins mentaða heims: tákn- ið sem á móti var mælt — skurð- goðið, sem lotið var blint og dýrkað og fórnað til. Hér er hvorki staður né stund til að fara út í þá sálma og rökræða gildi leikritsins í sjálfu sér — hvorki til að vísa Ibsen út í yztu myrkur, né upp- himins sala fyrir það. Bókmentadóm- ararnir um það. En eitt er víst, að leikritið ber leik- sviðsskáldsins ómenguð einkenni. Það fer með afbrigðum vel á leiksviði, en gerir og þær kröfur fremur mörgum öðrum leikritum, að leikendur fari vel með hlutverkin. Og Boesens-leikararnir gerðu það yfirleitt mikið vel. Fram úr þeim skaraði þó kona leik- flokksstjórans jrú Anna Boesen í aðal- hlutverki leiksins, jrú Nóru Helmer. Hún lék svo blátt áfram og tilgerðar- laust, að ánægja var að. Hún bjó til óvenju eðlilega, lifandi mynd af Nóru. Hr. Fritz Boesen lékHelmer; hans leikur var og á köflum sérlegat góður. Einkum er orð gerandi á leik hans í fyrri hluta þriðja þáttar, er þau hjón- in koma heim af dansleiknum — hann vel við skál. En yfirleitt fanst mér hr. Boesen gera Helmer óþarflega hráan og hrottalegan, svo að ilt var að fá nokkurn samúðarneista með hon- um, sem þó bregður fyrir við lestur leikritsins. Frú Linde var látlaust og greindar- lega leikin af frk. Cörlu Mtiller og Krogstad í höndum hr. Carls Groth, skuggaleg mynd af manni, sem fyrir viðburðanna rás hefir lent á örvendri hlið lífsins. En leikur hr. Groths mundi græða á því, að hann væri nokkuð hæglátari á leiksviðinu. Hr. Lakjer hafði í hlutverki Ranks læknis náð tungutaki hins ágæta leik- ara þess hlutverks við kgl. leikhúsið, P. Jerndorfs, en annað fór eigi þar eftir. Byrjunin var góð hjá leikflokknum. Fari annað eftir henni megum vér eiga von á ánægjusamlegri leikhúsvist næstu vikurnar. Ego. vtm íf.J' ) J • - • . 1 •■ ••■ . - , , - " ji - ,* J'UA T, b 1 * v ' j ú V \ Tú C. | >,■ > • 'f * , <r. V/v Á ** lL ■>.!'*#,-''■ : ■ ;. 'ÁíinÁP Krýninqcirkápci Georgs Bretakonungs. »• * •■' Aths. Reikning Landsbankans fyrir árið 1910 höfum vér nýlega fengið og munum vér þegar »Þór« hefir lokið grein sinni um hann hér í blaðinu, — sem skýrir hann vel frá ýms- um hliðum — athuga hann stuttlega, og skýra frá hvað oss finst einkum einkenna hann o. s. frv. Ritstj. Þjóðólfur gamli átti það fyrir sér á gamalsaldri að verða uppboðsgóz. Það var gert fjár- nám í honum fyrir skemstu og krafist, að seldur yrði á opinberu uppboði. Það uppboð kvað fram eiga að fara 9. júní næstkomandi. Eigandi hans hr. Pétur Zophoníasson er látinn af öllum störfum við blaðið. Jón Ól. stundar það fyrst um sinn og býr undir uppboðið. Látin er í Khöfn síðast í apríl, ekkjufrú Jóhanna Frederiksen, ekkja A. Frede- riksens, sem hér var lengi bakari og dáinn er fyrir nokkurutn árum. Frú Jóhanna var ættuð úr Vestmanneyjum. Af börnum hennar lifa Hjörtur tré- smiður, Edvard bakari, Rósa kona L. Jörgensen málara og Inger í Khöfn. Ýms erlend tíðindi. ----- Kh. 13. maí ’ll. Frá Mexíkó og Marokkó er alt við sama. í Mexíkó hafa orðið allskæðar orustur. Díaz forseti kvað ætla að segja af sór bráðlega. M a d e r 0 uppreisnar- foringi hefir myndað bráðabirgðastjórn, Bandaríkin segjast ekki ætla að skifta sér af óeirðunum fyr en útséð só um, að þær verði sefaðar. Fez, höfuðstaöurinn í Marokkó er enn umsetinn af uppreisnarmönnum og borg- arbúar sagðir hart haldnir af vistaskorti og skotfæra. Stolypin, yfirráðherra Rússa, hefir nú fengið þann dóm hjá rússnesku dúm- unni með 202 atkv. gegn 82, að hann hafi gert sig sekan um grundvallarlaga- brot, þá er hann lagði fyrir keisara til staðfestingar lög, er ríkisráðið (nokkur hl. efri deildar) hafði felt — og að þetta hafi verið lögleysa. Stjórnarblaðið, »Novoje Vremja« segir að dúman hafi með þessari atkvæða- greiðslu fyrirgert tilverurótti sínum enda muni þetta athæfi verða henni dýrt. Zahle, fyrverandi yflrráðherra Dana er orðinn borgarstjóri i Stege á eynni Möen. Krjningarhátíðin á Bretlandi. Stórkostlegnr viðbúnaður. ---- Kh. 13. maí’ll. Á Englandi er þegar hafinn viðbún- aður mikill út af krýningunni, sem fram á að fara síðari hlutanæsta mán- aðar. Úr öllum löndum heims er bú- ist við miklum ferðamannastraumi, m. a. frá Ameríku um 100.000 manns. Úr öllum brezku nýlendunum koma herflokkar og þingmenn til þess að vera viðstaddir athöfnina. Á leið þeirri er konungshjónin fara um krýningar- daginn er þegar farið að leigja glugga fyrir afarverð. í Westend hafa ein- stakir gluggar verið leigðir á alt að 600 pd. sterling eða 10,800 kr. Allan júnímánuð gengur ekki á öðru en eilífum hátíðum, sýningum o. s. frv. Á undan krýningunni er t. d. allsherjar hestasýning, dansleikur í Shakespearesbúningum í Albert Hall 20. júni o. fl. Lávarðalögin. Endurbótafrumvarp Lansdownes. ---- Kh. 13. maí’ll. Nú er frumvarp Asquiths, um af- nám á neitunarrétti efri málstofunnar loks samþykt í fulltrúadeildinni og af- greitt til lávarðanna. Hvernig alt fer er enn óvíst. Lávarðarnir hafa sjálfir á prjónum frumvarp til laga um nýtt fyrirkomulag á efri málstofunni, en það er svo úr garði gert, að þeir úr stjórnarflokknum, sem frið vilja semja, geta eigi gengið að því. Lansdowne lávarður bar frumvarp þetta fram nýverið. Eftir því eiga sæti í efri málstofunni 350 lávarðar. Af þeim eiga erfðasæti 150, kosnir af lávörðum þeim, sem nú eru erfðaþing- menn og kjörgengi bundið því skil- yrði, að þingmannaefnin gegni ein- hverjum opinberum starfa eða hafi sér- staka tign í her eða flota. 100 lávarða eiga sérstakar kjörstjórnir að kjósa. Landinu á að skifta í kjörhéruð og í hverju héraði á kjörstjórnin að vera skipuð þingmönnum neðri málstofunn- ar, þeim sem kosnir hafa verið í öllum þingmannakjördæmum innan kjörhér- aðsins. Þá eiga hinir síðustu 100 lá- varðar að vera konungkjörnir. Stjórnin hefir lýst yfir, að hún muni sjálf leggja fyrir frumvarp um fyrir- komulag lávarðadeildarinnar, ef tími verði til á þessu þingi, en vilji fyrst koma í gegn frumvarpi sínu um af- nám neitunarréttarins. -----1------ Kopar-nánm-ósannindin. Einhvern tíma fyrir mörgum mánuðum var Lögr. að finna upp á því af venjulegri ósann- inda ástríðu sinni, að einhver koparnáma í Vestmanneyjum væri fundin og að Björn Jónsson fyrv. ráðherra hafi ekki veriö lengi að tryggja sór hana handa sór og fjölskyldu sinni — auövitað átti almenningur að halda að hann í því skyni hefði misbeitt embættisstöðu sinni. — Lögr. lót sór eigi annað nægja en að bendla einnig ómálga börn, sem eitt- hvað voru í ætt við B. J. við þetta námu-rán(I). Oss datt eigi í hug þá að anza þessum þvættingi einu orði frem- ur en flestu öðru þess kyns dóti, sem á borð er borið úr því horni. En nú er búið að sjá svo um, að þessi uppspunafregn hefir verið breidd út um alla Danmörku — dönsk blöð full af frásögnum um þetta — og ekki nóg með það: út fyrir endimörk Dana- veldis — í þ/zk biöð er þetta bull komið. Og vinir vorir Færeyingar eru líka bún- ir að fá fróttina á borð borna. D i m m a- Tveim dögum síðar, 22, júni, fer krýningin fram í Westminsterkirkjunni og næstu daga á eftir gerist það sem hér segir: 23. stóreflis akstrarför um borgina, 24. flotasýning, 26. viðhafna- leikur í Covent Garden, 27. »Garden Party i «Buckinghamhöllinni viðhafnar- leikur í »His Majestys Theatre« og átveizla hjá Derby lávarði, 28. afar- stór gripasýning hjá »Royal Agricul- tural Society« í Noiwich, 29. dagverð- ur í Guildhall og guðsþjónusta í Páls- kirkjunni, og loks 30. júní hátið, er konungshjónin halda skólabörnum í London í Krystalhöllinni og átveizla hjá yfirráðgjafanum. Síðan kemur í júlíbyrjun ferð konungshjónanna til Dublin, eyjarinnar Man, ýmsra borga í Wales og Edinborgar. A myndinni sést hópur af skrödd- urum, sem eru að sauma aðra krýn- ingarkápuna. í hvora kápu fara 500 hreysikattarskinn (hermelin) og 650 rófur. 1 æ 11 i n g, innlimunarblaðið þeirra, hef- ir gripið fréttina glóðvolga og kallar jgraverende Beskyldning« um embættismisbeiting — af hálfu B. J. Fyrir því þykir oss rótt að geta þess, að ekki er nokkurminstifót- ur fyrir því, að B. J. eigi eyr- isvirði í umræddri námu, nó hafi trygt sór af henni nokk- u r hlunnindi. Það er eins og ann- að flest úr heimastj.áttinni staðlaus ósannindi, uppspunnin frá rótum. Algleymings-hégóminn einhver mesti i LHB-rannsóknar-skýrslunni alræmdn var flagreiðin i svokölluðn »simamáli« — út úr grein einni í ísafold í fyrra nm, að borið hefði verið út um bæinn hér, að hankamenn- irnir dönsku simuðn til Danmerkur, að alt væri »udmærket« í Landsbankanum. Hvað mundi annað eins og þetta mál koma við stjórnarathöfnum B. J.? Hvað mundi sýna betur árása-vandræðin en það, að hún fór að þvæla um svo algeriega óvið- komandi mál? Eg bjóst við, að enginn mundi treystast til að gerast jórtari þessarrar aumlegu tuggu LHB. En ráðherra-skjaldsveininum verður af fæstu bumbult. Honum flökraði eigi við að bera fram bláköld sannanleg ósannindi í afturköllunarmálinu og stjórnarskrárbrots- málinu, svo sem getið var i næstsiðasta blaði — og hann heldur trúlega áfram upp- teknum hætti -- i stjórnarmálgagninu. Hann segir berum orðum, að ráðherra hafi búið til söguna um simskeytauppljóstr- unina — og sagt bankastjórunum dönsku. En sjdlfir segja þeir, að hr. Magnús Sig- urðsson hafi fyrstur haft orð á þessu og spurt þá hvort satt væri það setn sagt væri i bænum, að þeir simnðu, að alt væri »ud- mærket«. — Og sjálfur hr. M. S. segir bls 18 i skýrslunni ekki »hafa haft fyrir- spurnarefnið frá ráðherra«. — Eigi að sið- ur dirfist skjaldsveinninn að bera fram svo bldköld ósannindi. Orð hans um, að ráðherra hafi fengið bankastjórana til að gefa út ‘skammar- yfirlýsingu« um landssimastöðina eru stað- laus reykur — þegar af þeirri ástæðu, að ekki er eitt einasta skammaryrði i yfirlýs- ingu þeirra — þvert á móti. Og loks er það endileysan tóm, að það »virðist sannað< að B. J. fyrv. ráðherra hafi ritað umþrátt- aða grein i Isafoid — hygt á þvi einu, að ritstj. Isaf. neitaði að standa fyrir rann- sóknarrétti LHB. um atriði, sem honum og nefndinni kom ekkert við — i máli, sem var algerlega óviðkomandi starfi nefndarinnar. Kdri. Hafísinn á ílótta. Allar horfur á, að nú séum vér að verða lausir við vágestinn úr höfum norður. Skipagöngur tálmalausar af hafísn- um síðustu daga. Vestri er á Húna- flóa í dag. Hafði aðeins orðið var við eitthvert lítilsháttar ísrek — en meira ekki. Austri komst klaklaust til Akureyrar og hélt þaðan suður aft- ur i fyrradag. En svalur er hann eigi að síður um land alt — heitast á Akureyri 6 stiga hiti — ella þetta 3—4 stig. íslandsbanki 1910. Ársreikningur íslandsbanka fyrir árið 1910 er nýlega kominn. Endurskoðendur bankans, þeir Ind- riði Einarsson og Júl. Havsteen, segja m. a. um bankann: »Bankanum hefir á hinu liðna ári tekist að bæta töluvert úr peninga- eklunni, sem enn gerir vart við sig, og að styðja atvinnurekstur lands- manna. Bankanum hefir að voru áliti verið stjórnað með sama dugn- aði og fyrirhyggju, sem að undan- föinu. Nytsemi bankans fyrir landið og áreiðanleik hans hafa margir lands- menn viðurkent, meðal annars með því að kaupa hlutabréf hans miklu meir en áður, bæði fyrir sjálfa sig og fyrir sjóði opinberra stofnana.« Hér skulu taldir helztu liðir í banka- reikningnum, eins og þeir voru í árs- lok 1910: Viðskijtavelta bankans og útbúanna hefir numið alls nál. 59 miljónum (rúmum 5 milj. meira en. í fyrra). Hlaupareikningsinnlög námu í árslok 1910 662000 kr. (1909: rúm 1 miljón). lnnstæða af innlánuui nam rúmum 1590 þús. (í fyrra rúmum 1350 þús.). Sparisjóðsjé (hjá útbúun- um) nam (innstæðan) 444 þús. (í fyrra 352 þús.). Handveðslán námu 284 þús. (í fyrra 258 þús.), sjálfsskuldar- ábyrgðarlán nál. 467 þús. (í fyrra 484 þús.), reikningslán 1612 þús. (i fyrra 1766 þús.), víxillán 3.2 milj. (í fyrra 2.9 milj.), ávisanir á erl. banka og aðra utanbæjarviðskiftavini námu nærri 6 milj. (í fyrra nál. 4 milj.), innheimtur hafa numið 2.7 milj. Seðlaumjerðin hefir numið mest nál. 1.6 miljón (í októberlok), en minst 569 þús. (í marzlok). Málmjorðinn hefir jafnan verið talsvert meiri en lögákveðið er (3772% af seðlaum- ferð). Minstur var hann 37.76% í sept., en mestur 45.27 % í mat. Vetðbréjiti námu í árslok 421000 kr. — Bankinn skuldaði erl. bönkum o. fl. nál. 674000, en átti hjá »ýmsum skuldunautum« 622000. Bankareksturinn hefir kostað rúm 72000 kr., tapið af afsögðum víxlum talið 12.5 þús., en arðurinn numið nál. 241000. Af honum fær lands- sjóður rúm 12000, hluthafar alls 180 þús. kr. eða 6 %> varasjóður nál. 40 þús. og skift er milli fulltrúa og framkvæmdarstjórnar 8,500 krónum, þannig, að hinir 7 fulltrúar fá alls 4,250 kr. eða rúmar 600 kr. hver og framkvæmdarstjórnin 4,250. Reykjavikur-annáll. Aflabrögð. Blessaður þorskurinn ætlar eigi að gera endaslept við Faxaflóa-útgerð- irnar. Mokafli enn, svo að dæmalaust mú heita. Þeir eru nýkomnir inn báðir leigu- botnvörpungar Thorsteinssons-hræðra annar (skipstj. Jón Jóhannsson) með 63000, en hinn með 50,000. Þá er og nýkominn inn Jón forseti með 57000. Afli Jóns Jóh. mun vera mestur að tölu, sem á nokkurn botnvörpung hefir fengist. Aflinn er stórfiskur að meiru en helming — en einnig allmikill stútungsfiskur o. s. frv. — Mest verið aflað fram nndan Austfjörð- um — suðurfjörðunum. Dönsku leikararnir. Troðfult hús var á sunnudaginn — fyrsta sinni, sem þeir léku — og fram yfir það. — Hitasvækjan i leik- húsinu var þá allsófær — enda leið yfir hraustustu menn af óloftinu; — þyrfti endi- lega að bæta loftræsinguna. — I gærkveldi var ekki eins ásett í husinu og þvi betur viðunandi — loftið. í kvöld leikur flokkurinn leik eftir danska skáldið Hjalmar Bergström: Lynggaard & Co. — fyrirtaks vel samið leikrit og skemtilegt. Það var leikið á þjóðleikhús- inu i Khöfn fyrir nokkurum árum og var tekið svo ve), að leika varð mánnð eftir mánuð. Dánir: Ekkja Guðrún Eiriksdóttir, Lv. 74, 58 ára. Dó 20. mai. Júhann Pétur Ásmundsson tómthúsm., Klapparstíg 18, 58 ára. Dó 20. maí. Guðsþjánusta á morgun: I dómkirkjunni: kl. 12 sira B. J. (AltarÍBganga). kl. 5 sira Jóh. Þ. í fríkirkjnnni: kl. 12 sira Ól. Ól. Hjúskapur: Helgi Guðmundsson Njáls- götu 13 og ym. Einarína Eyrún Helgadótt- ir. Gift 17. mai. Björgvin Brynj. Jónsson snikkari Bjarg- arstig og ym. Kristin Maria Guðmundsdóttir. Gift 20. mai. Leiðr. í síðasta biaði misprentaðist nafn eitt: Jón Ág. Jónsson, á að vera Guð- mundsson. Skipaferðir: Vesta fór á mánudag aust- ur á firði og til útlanda. Meðal farþega Guðm. Guðmundsson, skáld frá Isaf., Þorst. Gislason ritstj., Pétur Zophoníasson og Þor- varður Þorvarðsson prentsmiðjustj. — allir á stórstúkufund á Seyðislirði. Ceres kom i gærkveldi frá Austfjörðum og útlöndum —1 með allmargt farþega. Frá Þýzkalandi kom Olafur Jónsson myndamótari.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.