Ísafold - 24.05.1911, Síða 3

Ísafold - 24.05.1911, Síða 3
ISAFOLD 131 Fræðslumálið. Nokkrar athugasemdir við grein Ólafs próf. Ólafssonar, eftir Sigurð Jðnsson kennara. í 25. tbl. ísaf. þ. á. birtist grein um fræðslumálið eftir Ólaf próf. Ólafs son í Hjarðarholti. Enda þótt mál þetta só að sinni tekið út af dagskrá löggjafarvaldsins og umræður um það komi að því leyti til »eftir dúk og disk«, er það eigi að síður svo mikils vert, að sjálfsagt er að taka til íhugunar allar uppástungur því viðvíkjandi. Og eins sjálfsagt er hitt, sem próf. tekur fram, að ræða það »með stillingu og í bróð erni«. Þeirri reglu er mér ljúft að fylgja, þótt eg að öðru leyti só heiðr. greinarhöf. í ymsum atriðum ósamdóma. Höf. byrjar grein sína með þeirri staðhæfingu, að óánægjan með fræðslu- lögin frá 1907 só svo mikil og almenn meðal latidslýðsins, að ekki niegi við svo búið standa. Á þessari staðhæfingu byggist mikill hluti greinarinnar. Það er nú fyrst hór við að athuga, að rök eru ekki færð fyrir fullyrðingu þessari, og hefði þess þó nauðsynlega þurft, því að ástæðulausu fer enginn heilvita maður að rífa það niður, sem hantt er nýbúinn að byggja, og því síður má ætla, að nokkurt löggjafar- vald geri það. Sé nokkuð hægt að fullyrða um óánægju eða ánægju með fræðslulögin, þá sýnist mór öllu meiri ástæða til að staðhæfa alveg það gagnstæða því, sem höf. gengur út frá, sem só það, að óánægjan só e k k i mikil né almenn og áhuginn e k k i mikill á því að fá þeim breytt. Því hvernig hefði þessi óánægja átt að birtast, svo að hægt væri að telja hana almenna? Vafalaust fyrst og fremst í almennum áskorunum frá þing- málafundum um að breyta lögunum. Svo er það vant að vera í öðrum mál- um. En slíkar áskoranir hafa ekki komið fram. Málið hefir ekki verið tekið fyrir nema á sárfáum fundum. Um hugi manna alment þar fyrir utan geri eg fastlega ráð fyrir að við, höf. og eg, sóum báðir jafnófróðir. En sá maður, sem allra manna er fróðastur í því efni, umsjónarmaður fræðslumál- anna, segir (Skólabl. 15. febr. þ. á.): »Mótspyrnan hefir minkað eftir því sem lögin hafa skýrst betur fyrir mönn- um, og það er áreiðanlegt, að hún er minst þar, sem mest hefir verið hugsað um þau«. En þó nú svo væri, að ýmsir væru óánægðir með lögin, þá er það í sjálfu sór engan veginn næg sönnun fyrir því, að þau sóu eigi þörf og góð eða að ekki megi við svo búið standa. Það er ekki eins dæmi að lög mæti talsverðii mótspyrnu fyrst í stað, þótt menn með reynslunni komist í skilning um nytsemi þeirra. Nytsemdarfyrirtæki eru oft þess eðlis, að þau baka almenn- ingi allmikil útgjöld í svipinn, en hagn- aðurinn kemur ekki í ljós fyr en löngu síðar, ef til vill ekki fyr en sú kynslóð er undir lok liðin, sem mestu kostar til þeirra. Þetta er einatt óánægjuefnið, og mundi þá seint sækjast framsóknar- róðurinn, ef synda skyldi fyrir öll slík sker. Hitt má líka óhætt fullyrða, að ekki hat'a með nokkurri þjóð verið sett svo lög um alþýðufræðslu, að þau hafi ekki mætt mótspyrnu af þessu tægi. Það er hvarvetna talið hið mesta óráð að skifta oft um lagasetningu í þeim efnum, og er þvi auðsætt, að lögin mega með engu móti sníða stakkinn of 140 ábreiður. En þau hættu ekki fyr en þau heyrðu hjarta hans slá með föst- um heilbrigðum slögum. Um kvöldið þegar Niels Klitten gekk til hvílu heyrðu þau hann þakka guði ... Morgunin eftir var bylnum stytt upp. Vindinn hafði lægt. Pótur var sendur út að Sandgerði til að spyrja hvort kindurnar hefðu fundist. Enþeirhöfðu ekki fundið þær og voru gengnir burtu aftur cil að leita. Næstu daga héldu þér áfram leitinni og könnuðu skafl- ana með löngum stöngum. |>ví það hafði oft borið við, að menn fundu féð lifandi, þótt það hefði legið undir snjó 1 marga daga. En kindurnar fundust ekki fyr en með vorinu og þá var Skolli búinn að eta helniingimi ... XII. Veturinn dró langann slóða af dimm- um dögum inn eftir ströndinni. Viku eftir 'viku þeytti hafið þungu lofti inn Jröngan. Hann verður að vera við vöxt; annars vex þjóðin strax upp úr honum. Sá stakkur, sem miklum þorra hinnar eldri kynslóðar mundi þykja við hæfi, hann mundi þegar reynast of nær- skorinn fyrstu kynslóðinni, sem á að bera hann. Svo örðugt á almenningur með að fylgja með tímanum og skilja kröfur hans. Fræðslukröfunum og eftirlitinu, sem fræðslulögin amast við. fyrirskipa, vill höf. ekki En það er kostnaðarhliðin, sem óáuægjunni veldur, einkum þó það, að hin auknu útgjöld komi ranglátlega niður. Hann telur þessa annmarka í tveim liðum. Fyrri liðurinn er hin gífurlega út- gjaldahækkun sveitasjóðanna og hve ranglátlega þessi hækkun komi niður á gjaldendur til þeirra. Ekkert fæst fyrir ekkert. Það er lög- mál, sem gildir um fræðslu eins og hvað annað. Að amast við auknum út- gjöldum til fræðslumála er sama sem að amast við auknum fræðslukröfum. Löngu nokkuð áður en fræðslulögin komust á dagskrá, var ljóslega sýnt fram á það, m. a. af Páli sál. Briem amtmanni, að það sem vér kostuðum til alþýðufræðslu væri svo nauða-lítið, saman borið við fræðslukostnað annara þjóða, og fræðslan þar af leiðandi svo ófullkomin, að eigi mætti við það una. Vór yrðum að leggja miklu meira af mörkum, ef vór vildum láta telja oss með mentaþjóðum framvegis. Aukin fræðsla án aukinna útgjalda — það minnir á »perpetuum mobile«. Hætt við að hvorttveggja eigi langt í land. Hitt er annað mál, hvernig útgjöld- unum skuli jafnað niður. I því efni varð stefnubreyting með fræðslulögunum. Áður var það svo, að hverjum var ætlað að sjá um sig og sín börn. Nú er kostnaðurinn að miklu meira leyti greiddur af almennings fó, sveitarsjóðum og landssjóði. Það mun nú einmitt vera þetta á- kvæði laganna, sem mestri mótspyrn- unni hefir valdið. Omagalausum gjald- endum finst það ranglátt að þurfa að greiða að sínum hluta fræðslukostnað fyrir börn, sem aðrir eiga. Aftur á móti fæ eg ekki sóð, að það geri ueinn veru- legan mun, hvort fóð er greitt að mest- um hluta úr sveitarsjóðum eða lands- sjóði. Allir fá sjóðirnir tekjur sínar frá gjaldendum í landinu, og landssjóður er sama lögmáli háður sem sveitarsjóð- irnir, að aukin útgjöld úr honum hljóta að leiða af sór aukna skatta til hans. Stórt álitamál er það og í rauninni, fræðslumálinu að litlum hluta viðkom andi, hvort sveitarútsvörin koma raug- látiegar niður en landssjóðsgjöldin. Hygg eg að færa megi álitleg rök fyrir því, að hin síðarnefndu, sem að miklu leyti eru óbeinir skattar, komi ver niður, þótt þeirra verði í svipinn minna vart. En aðalatriðið í þessu sambandi er það, hvort fræðsla æskulýðsins á að teljast einstaklings málefni eða þjóð- fólags mál. Um það er deilan. Höf. viðurkennir að vísu, að málefnið varði alla þjóðina; það só þjóðmál. En ekki vill hann láta þjóðfólagið kosta fræðslu baruanna til 14 ára aldurs; hana eigi heimilin að annast. Eftir þann tíma telur hann æskilegt að landssjóður styrki kensluna, en ætlast þó auðsjáanlega til, að megnið af kostnaðinum hvíli á herð- um einstaklinganna, sem fræðslunnar njóta. Svo sem kunnugt er og eðlilegt, eru mestu fjölskyldumennirnir einatt fátæk- lingar; fátækt þeirra afleiðing af barna- fjöldanum. Þeir eru þess ekki megnugir að kosta fræðslu barnanna sinna, og er þá um tvo kosti að velja: annaðhvort verða þau að fara hennar á mis eða þjóðfólagið verður að hjálpa þeim til að afla sór hennar. Lengi var sú skoðunin ríkjandi bæði hór og annarsstaðar, að ekki svaraði kostnaði að hlynna að menn- ingu þessa hluta þjóðfólagsins, þótti jafnvel æskilegt, að hann stæði á sem allra lægstu stigi; hann lærði þá aldrei að gera kröfur til frekari mannréttinda, heldur sætti sig við það hlutskifti, sem bezt hentaði »æðri stéttunum«, að vera vinnudýr þeirra. En tímarnir breytast. Æðri stóttirnar svo kölluðu fengu átak anlega að kenna á því, að jafnvel meðal hinna lægst settu i mannvirðingastigan- um leyndist andlegur þróttur og atgjörvi engu síður en hjá hinum, er hærri sess- inn skipuðu. Með vorri þjóð mætti benda á ýms dæmi þess, að sá, sem fæddur var í fátækt, hafi orðið landi og þjóð til mikillar nytsemdar. En hin dæmin eru eflaust margfalt fleiri, að neistinn, sem falinn lá í sál fátæklings- barnsins, hafi kulnað út og dáið, af því að ekkert var að honum hlúð. Foreldr- arnir gátu það ekki og aðrir hirtu ekki um það. Efnamennirnir strituðust við að troða í sonu sína margfalt meiri fræðum en þeir voru færir um að taka á móti, í þeirri von að koma þeim i stöðu, sem þeir aldrei voru skapaðir til að gegna. En ambáttarsonurinn, sem róttborinn var til að verða sómi og prýði þjóðarinnar — hann var dæmdur til að ala allan sinn aldur í sömu eymdinni, sem hann fæddist í. Það er verið að telja með tölum kostnaðinn við það að fræða æskulýðinn. En getur nokkur tölum talið, hvað þ a ð kostar þjóðina að fara þannig að ráði sínu, sem nú hefi eg lýst? Getur nokk- ur metið til peninga þá krafta, sem farið hafa að forgörðum á liðnum öldum sakir skammsýni þjóðarinnar í þessu efni ? Eða tjónið, sem þjóðin hefir orðið fyrir af því að mestu trúnaðarstörfum hennar hafa gegnt ýmsir menn, sem ekki voru til þess hæfir? Jú, fræðslumálið er vissulega þjóðmál. En það er ekki nóg að viðurkenna það í orði, það verður 1/ka að vera á borði. Þjóðfólagið verður að stuðla að því, að hvert einasta barn geti notið fræðslu, svo að enginn kraftur fari þess vegna að forgörðum, að ekki hafi verið að honum hlúð. Það er auðvitað, að allmikið af því fó og þeirri fyiirhöfn, sem varið er til fræðslustarfsins, sýnist bera lítinn ávöxt, og því eigl að undra, þótt bráð- látum áhugamönnum, sem jafnan vilja sjá skjótan gróða af fyrirtækjum sínum, þyki árangurinn koma seint í ljós. En hversu oft þurfa ekki perluveiðararnir stundum að kafa, áður en þeir finna perluna, sem margborgar alla fyrirhöfn- ina? Með fræðslulögunum var tekin sú stefna að viðurkenna fræðslumálið sem þjóðmál, með því að láta þjóðfólagið kosta kensluna að miklu leyti, svo að fátækustu börnin geti einnig notið henn- ar. Og það er sannfæring mín, að þjóð- in muni, þegar fram líða stundir, viður- kenna með þakklæti starf þeirra manna, sem studdu og styðja að því að koma þessari stefnu í framkvæmd. Því neitar enginn, að enn só mörgu ábótavant í þessu efni. Lögin eru ekki Nf saumastofa. Þann 1. júní næstkomandi opna eg undirritaður nýja klæð- skurðarvinnustofu í Þingholtsstræti nr. 1. Mikið úrval af nýjum fataefnum; einnig sérstök vestis- og buxnaefni. Gengið inn frá Þingholtsstræti. Andrés Andrósson klæðskeri. Jarðarför Þorsteins Magnússonar trésmíðs fer fram frá heímili hins látna, Bergstaðastig 24, föstudaginn 26. mai. Húskveðjan byrjar kl. ll*/3. Nýmjólk »f Seltjarnarnesi fæst kvelds og morgna á Norðurstíg 5 (niðri). Hænur til sölu á Laufásveg 4. Andarnefjulýsi, gott og ódýrt, í'æst keypt hjá Amunda Arnasyni kaup- manni í Reykjavik og í kaupfélagi Hafnarfjarðar í Hafnarfirði. Vagnhestur, duglegur brokkari, gallalaus, óskast til kaups nú þegar. 01. Johnson, Lækjargötu 4. einu siuni til fulls gengin í gildi enn, og hvernig má þá ætlast til þess að sýnilegur ávöxtur þeirra í aukinni menn- ingu og þroska þjóðarinnar só þegar farinn að koma f ljós? Eða til þess að árangurinn af starfi kennaraskólans só tekinn að sýna sig i fullkomnari kenslu en áður var, meðan enginn þeirra, sem þar hafa notið kenslu allan námstímann, er farinn að fást við barnafræðslu? Annar aðal-gallinn, sem höf. telur á fræðslulögunum, er það, að þau baki fátækum barnamönnum óbærilegan kostn- að. Þeir hafi ekki efni á að koma börn- um sínum fyrir til náms, en geti þó ekki tekið kennara heim til sín. Þetta getur í einstökura tilfellum átt við rök að styðjast, og þyrfti því að vera svo um hnúta búið, að unt væri að hlaupa undir bagga með slíkum mönn- um, án þess að það væri talinn sveitar- styrkur. Þyrfti til þess að eins lítilfjör- lega breytingu á sveitarstjórnarlögun- um. Um metnaðinn, sem lýsir sór hjá þeim, er ekki vilja nota hina framboðnu fræðslu, sakir þess að hún er kostuð af almenn- ings fó, er það að segja, að hann getur verið róttmætur og virðingarverður. Það er hann, ef viðkomandi er sjálfur fær um að veita börnum sínum fræðslu eða kosta hana, og hefir vilja til þess. Veit eg þá ekki neitt því til fyrirstöðu, að hann geti fengið undanþágu frá að láta börn sín taka þátt í hinni almennu fræðslu hóraðsins. Só viðkomandi aftur á móti þess ekki umkominn að geta sóð börnum sínum fyrir fræðslunni sjálfur, en vilji samt ekki nota þá hjálp, sem honum er boðin, þá sýnist mór metn- aðurinn skaðlegur, og hræddur er eg um að hann só nokkuð annars eðlis en metnaður Döllu, sem eiga vildi »göfg- asta soninn«. Hann minnir mig frekar á metnað bóndans, sem ekki vildi nýta prestinn sinn svo mikils að láta hann ferma son sinn. Sonurinn var ófermdur alla æfi og grót í hvert skifti, sem hann var viðstaddur fermingarathöfn. Nl. -------------------s*se----- Stóðu upp allir. Þ j ó ð v i 1 j i n n skýrir frá því, að þegar úrsögn Sigurð- ar ráðunauts úr Sjálfstæðisflokknum barst á flokksfund Sjálfstæðismanna hafi þeir lýst ánægju sinni yfir því að vera lausir við þingmanninn með því að standa upp allir. cÍlrvaRur úívoréur um sjálfstæði íslands og hverskonar menning og framfarir lands vors og þjóðar er blaðið NORÐURLAND Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson alþingismaður á Akureyri. Hver sá, er ann viðreisn og sjálfstæði landsins, ætti að kaupa það blað og lesa. — Það kostar 3 kr. um árið; en þeir sem gerast kaupendur á þess- um ársfjórðungi, fá blaðið til ársloka fyrir 2 kr. ÍJtsölumaður í Reykjavík er Sigurbjörn Þorkefsson verzlunarm. Edinborg (Njálsg. 44). Islenzk sttngbók. 300 söngvar íslenzkir, með lag- boðum. — Ómissandi fyrir skóla, fé- lög, samkvæmi og önnur mannamót. Nýkomin í bókverzlanir allar. Aðalsala í Bókverzlun Isaýoldar. Kostar í ágætu, sterku og fallegu bandi kr. 1.75. Þessi bók œtti að komast inn á hvert einasta heimili á landinu. Munið að kaupa hana fyrir 17. júní samkomurnar. 141 144 137 og spenti biksvart þak yfir jörðina. |>að var svo þröngt undir himininn eins og í lágloftuðum stofum. Hafið lá svart eins og skuggahjúpað vatn. Og austurfrá, þar sem hæðirn- ar sveiptust bláleitri dimmu, hurfu dagarnir myrkir eins og rökkurhjúpað- ur skógur, sem Iykur um landið. Nóttin lá sofandi bak við hverja hæð og var ferðbúin áður en sól var af lofti. f>ar sem snjórinn þakti ekki jörðina, sást á svarta lyng og hrís- toppa, sem að áliðnum degi litu út eins og bláleitar, gufandi uppsprettur, sem rökkrið rann út úr yfir jörðina. Bak við sandhólana leið hvítleitur reykur upp frá hverju húsi, sem risti Ijósar rákir í hið dimma loft. f>að var kyrt yfir öllum vegum. Snjór- inn lá ótroðinn yfir öllu. Refurinn einn markaði spor hringinn í kringum húsin. f>egar dimt var.orðið heyrðist hann gagga ýmist nálægt eða bak við næstu hæðirnar, svo að hundurinn sem lá úti í horni reisti eyrun, og urr- aði grimdarlega. — En frá hverju húsi lá troðinn vegur niður að sjónum.... Áður en dimma fór kom fólk út og Hann bar nokkrar lyngsátur út úr hlöðunni upp á uæstu hæð og tendr- aði bál. Hann hélt áfram að bera sátu eftir sátu, þangað til blossinn stóð faðmhár upp í loftið. Allir komu út úr bænum. Sumir gengu til hans og hjálpuðu honum. Maður sá andlit þeirra skina þegar þeir sneru sér frá bálinu. f>að leið ekki á löngu áður en bál eftir bál logaði uppi á hæðunum í kring. Logatungurnar sveifluðust gegn um hinn þykka reykjarmökk, sem vind- urinn þeytti út í myrkrið, og brugðu bjarma yfir hæðirnar, þar sem skugg- ar mannanna þeyttust fram og aftur. Menn lýstu sólinni í sæng hafsins .. og brendu sólhvörfin inn. Marteinn stóð við bálið. Bros leið yfir andlit hans i hvert skifti, sem nýtt bál kom fram, en hann horfði stöðugt til norðurs. f>au hlutu þó að geta séð bjarmann þaðan. Hann kastaði nýjum sátum á bálið og skaraði í eldinn með skörung svo neistarnir þyrluðust út i loftið. — Við urðum viðskila hérna suð- urfrá. f>au höfðu setið og beðið þeirra góða stund. Nú kom óttinn fram i augum konunnar og Bóthildar. f>eir gengu alveg til hans. — Hvar var það barn, spurði hún. — f>að var hérumbil á miðri leið... — Bara að hann hafi nú ekki vilst. Hún horfði óttaslegin á mann sinn. — Eg er hræddur um að hann rati ekki á rétta Ieið, sagði Pétur. Við verðum líklega að fara út og leita hans. — f ú verður þó að hvíla þig dálitla stund fyrst, Pétur. Það getur skeð að hann komi þá á meðan. Bóthildur setti stól við hlóðin fyrir hann og móðir hans skenkti honum heitan drykk. * Óró þeirra óx með hverri mínútu. f>au vissu, að ekki þurfti nema lítinn hluta af þeim tíma, sem þau eyddu hér til þess að hann fenti í kaf, ef hann settist niður yfirkominn af þreytu. f>au reyndu að hlusta, hvort þau heyrðu ekki fótatak hans. Niels Klitten sat og horfði beint nið- ur fyrir sig, hann Bpendi greipar og

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.