Ísafold - 27.05.1911, Side 3

Ísafold - 27.05.1911, Side 3
ISAFOLD 135 Glaðlyndi hressir og fjörgai* hugann eins og heilnæmt læknislyf hressir likamann Sunlight sápan visar á bug deyfð og drunga. Hun gjörir bjart yfir heimilinu og gjörir erfiði dagsins ljuft og ánægjulegt. SUNLIGHT SAPA 2241 Aldarminning Forseta. Hátíðarhaldið í höfuðstaðnum. Nefndir þær, er bæjarstjórn og ýms félög bæjarins kusu til þess að gang- astfyrir hátíðarhaldi Reykjavíkur á aldar- afmæli Jóns Sigurðssonar, hafa ný- verið átt með sér sameiginlegan fund, til að koma sér niður á, hvernig deg- inum skuli hagað. ísajold hefir í dag aflað sér vit neskju um ráðagerðir forstöðumanna — fullnaðarákvarðanir mega það þó d^íheita, því að breytingar eru hugsan- legar. Svona lítur hin fyrirætlaða dagskrá eða beinagrind hátíðahaldsins út. Um morguninn kl. nál. 81/2—9: Afhjúpað málverk af Jóni Sigurðssyni í mentaskólanum með ræðum og söng. Iðnsýningin opnuð í barnaskólanum kl. 10. Háskólinn settur kl. 12 — liklega í alþingishúsinu. Að þeirri athöfn lokinni er tilætl- unin, að allur bærinn, konur jafnt sem karlar, börn og gamalmenni — allir sem vetling valda, og fleiri þó — safnist saman á Austurvelli eða þar í nánd og gangi í skrúðgöngu með fán- um og annari prýði, hljóðfæraslætti o. s. frv. suður að kirkjugarði og verða þá lagðir blómsveigar á leiði Forseta — en engin ræða haldin þar. Að því loknu verður skrúðgöngunni beint niður á Austurvöll eða ef til vill — verði vont veður — suður í Barnaskólagarð. A öðrum hvorum þessum stað verða svo aðal minning- arræðurnar haldnar og minningarljóð- in sungin. Siðari hluta dagsins (likl. um 4 leytið) heldur svo Bókmentajélagið minningar- samkomu. Þar á eftir (kl. 5) verður Iprótta- rnótið opnað suður á íþróttavellinum og fara þar fram margs konar íþrótta- sýningar. Loks verður um kvöldið efut til jagnaðarsamkvama i samkomuhúsum bæjarins. Bærinn er svo illa birgur af stórum samkvæmissölum, að ókleift er að hafa samkvæmið eitt og á sama stað. — Því miður. En aðalminningin verður svo sem áður getur, um miðjan daginn — og par geta allir verið með — og skiftir það mestu máli. Reykjavikur-annáll, Aðkomumenn: Pétur Jóhannsson hóksali, Seyðisfirði, Sig. Sigurðsson kennari Hólum. Guðsþjðnusta 4 morgun: í dómkirkjunni: kl. 12: Jóh. Þork. kl. 5: síra Bj. J. í frikirkjunni: kl. 12: sira 01. Ól. Altarisganga. Hjúskapur: Hjörtur Hansson verzlm. og ym. Hna Brandsdóttir. Glift 24. mai. íþróttavöllurinn. Honum miðar óðum á- fram. Að öllu forfallaiausu verður hann fullger i næstu viku, svo að hægt verður líklega að fara að nota hann á hvitasnnn- nnni. — Mun íþróttasamhandið hafa í hyggju að efna til einhverrar viðhafnar i þvi skyni á hvitasunnudag. — Annan hvita- sunnudag ætlar svo Iþróttafélagið að halda þar iþróttaeýningu. Leikhúsið er troðfult á hverju kveldi hjá dönsku leikendunum. Á miðvikudag og fimtudag léku þeir Lynggaard & Co — og var svo mikið nm fögnuð áhorfenda, að sýna urðu þeir sig oft — að leikslokum. — Á morgun leika þeir tvö smáleikrit, Hr. Alphonse eftir Alex. Dumas og En Pokkers Tus (Ærsladrósin) eftir Erik Bagh. Þessa leika ætla þeir og að sýna á þriðjudag. En á fimtudag stendur til að leika hið hugðnæma leikrit Heibergs: Elverhöj. Silfurbruðkaup héldu þau hjón Thor Jen- sen kaupm. og frú hans 21. þ. mán. — Kjörgripur sá er Magnús Erlendsson gull- smiður smíðaði, gullbeltið, sem getið var um daginn var gjöf til silfurbrúðurinnar frá manni hennar. Skólapiltar fóru i gær skemtiferð upp að Ártúnum — loka-leiðangur skólaársins. Voru þar haldnar ræður og skemt sér við gleði og gaman ýmislegt. En kalt i lofti og vindasamt og gerði það nokkurn gleðiskort. Skipaferðir. Austri var i gær á Mjóa- firði i suðurleið, á áætlunardegi. /Sterling kom til Leith í gærmorgun, Ask væntan- legur að vestan i dag og fer svo til út- landa. Hólar komu í fyrra dag frá útlöndum, Ceres fer á mánudag út. Fræðslumálið. Nokkrar athugasemdir við grein Ólafs próf. Ólafssonar, eftir Signrð Jónsson kennara. ---- Nl. Þá kemur til athugunar það sem eig- inlega er mergurinn málsins í grein pró- fastsins. Gersamleg breyting alls fræðslufyrir- komulagsins, heimafræðsla eingöngu til 14 ára aldurs, en síðan unglingafræðsla með styrk af latidssjóði. Það er alveg óskiljanleg tröllatrú, sem ýmsir virðast hafa á heimafræðslunni, óskiljanleg vegna þess, að sú litla heima- fræðsla, sem áður átti sór stað, hefir nú á síðustu áratugum sífelt farið þverr- andi. Þegar lögin um fræðslu barna í skrift og reikningi komust á fyrir 30 árum, varð það brátt ljóst, að heimilin gátu ekki fullnægt kröfum þeirra hjálparlaust. Heimilin höfðu aldrei alment gert ann- að en kenna börnunum lestur og »kver« og þegar bezt lót eitthvað dálítið að að draga til stafs. Og mjög var þessi kensla öll ófullkomin. Fjöldi fólks varð aldrei það sem kallað er »bænabókar- fær« og kverið lærðu börnin eins og þulu án nokkurra útskýringa. Þetta var öll heimafræðslan, þegar hún var ein um hituna. Annað eða meira eti þetta gátu heimilin alment ekki veitt og voru því neydd til að fá aðstoð til að geta fullnægt nýjum kröfum. Þá byrjaði far- kenslan og komst á smátt og smátt í flestum héruðum landsins meira eða minna, löngu áður en hin nýju fræðslu- lög komu til sögunnar. Tilætlunin var auðvitað sú, að heimilin gerðu eftir sem áður það sem þau væru fær um, en farkennararnir bættu það upp, einkum fræðsiuna t' skrift og reikningi. En reyndin varð önnur. Heimilin lögðu víða alveg árar í bát og vörpuðu allri sinni áhyggju upp á farkennarana, og það jafnvel sum þau heimili, sem færust voru til að annast fræðsluna sjálf. Eg veit að svona var það til sveita undir hinum eldri lögum, og það mun lítil breyting hafa orðið á því til batnaðar á síðari árum. Heimiliu standa þar líka enn ver að vígi nú en áður, vegna fólks- fækkunar. Nú gera gildandi lög ráð fyrir, að heimilin annist fræðslu barnanna til 10 ára aldurs, og ákveða, hvað þau eiga þá að hafa lært. Kröfurnar eru ekki meiri en svo, að engin ofraun ætti sæmilegum heimilum að vera að fullnægja þeim. En hvernig inna þau nú þessa skyldu af hendi? Þar sem eg þekki til, gera mörg þeirra það mjög slælega, og alls ekki fá þau heimilin, sem ómögulega geta það af sjálfra sín rammleik. Auð- vitað eru margar heiðarlegar undantekn- ingar og sum 10 ára gömul börn hafa lært heima miklu meira en lögákveðið er. En yfirleitt gefur ástandið að þessu leyti enga ástæðu til að ætla að barna- fræðslunni væri vel borgið með því að fela hana heimilunum. Ástæðurnar eru margvíslegar; sumstaðar fákunnátta heim- ilisfólksins, en oftar þó aðrar kringum- stæður. Fátækir einyrkjar hafa ærið að starfa að afla fjölskyldunni viðurværis, mæðurnar eða húsmæðurnar meira en nóg við innanhússstörfin. Eldri systkini hafa ekki tök á þeim yngri, þótt þau vildu leiðbeina þeim eða gætu það. Þó þekkingarskilyrðin sóu fyrir hendi, skort- ir þá eldri oft ýmislegt annað til þess að geta látið Ijós sitt. skína fyrir öðrum. Það er sitt hvað að kunna sjálfur og að geta kent öðrum. Af því, sem nú hefir sagt verið, virð- ist það ljóst, að þekking unglinganna mundi verða mjög svo mismunandi og sundurleit við 14 ára aldur, ef heim- ilin ættu ein að sjá um hana, og mundi það valda stórkostlegum örðug- leikum við unglingafræðsluna. Sízt skal eg neita nytsemi unglingaskólanna; en til þess að þeir geti komið að veruleg- um notum, útheimtist sæmilegur grund- völlur til að byggja ofan á. Að ætla unglingafræðslu að koma að miklu leyti í stað barnafræðslu og byrja fyrst að kenna einföldustu atriði bóklegra fræða eftir 12 eða 14 ára aldur er að vísu gömul hugmynd; en hún hefir þó ýmsra orsaka vegna aldrei verið fram- kvæmd. Fyrst er nú það, að of mikill tími af mannsæfinni fer til ónýtis, ef öllum æsku- árunum er slept, án þess neitt só numið. Og þegar svo unglingarnir eru orðnir 14 ára, þurfa margir þeirra að nota tímann til að starfa að öðru en lög- bunduu námi, annaðhvort að lótta undir með foreldrum sínum eða vinna fyrir sór sjálfir. Margir ráðast þá þegar í vist og þarf tæplega að gera ráð fyrir að húsbændur mundu alment taka því vel að sleppa þeim úr vistinni um marga mánuði til að ganga i skóla. Háværar kvartanir um fólkseklu til sveita virðast benda til þess, að flestir hafi nóg að starfa, sem komnir eru á þann aldur. Aðrir eru bundnir við að búa sig undir einhverja ákveðna lífsstöðu og verða að stunda sérnám í því skyni, og venju- legast er sérnáminu þannig varið, að það getur ekki samrýmst hinu almenna ung- lingaskólanámi, og útheimtir auk þess oft nokkurn veginu góða barnafræðslu sem undirbúning. Þar næst er annað að athuga, sem ýmsum þeim, er ræða og rita um fræðslu- málið, hættir við að sjást yfir, eða hafa sumir ef til vill aldrei gert sór ljósa grein fyrir. Það er þetta, að tilgangur barttafræðslunnar er ekki einungis að að fræða, veita þekkingu eða leikni í ákveðnum námsgreinum, heldur einnig og engu síður að uppala barnið. Mörg- um hættir til að miða notagildi fræðsl- unnar eingöngu við það beina gagn, sem maðurinn hefir af henni síðar í líf- inu. Þeir telja t. d. reikning nytsama námsgrein að eins vegna þess að svo oft þarf til hans að grípa í öllum viðskift- um manna á milli, en gæta ekki hins, að reikningsnámið hefir auk þess afar- mikla þýðingu í þá átt að þroska hugs- unina, venja á að hugsa Ijóst og skipu- lega. Sögunám telja þeir óþarft, af því að það komi svo sjaldan að beinum not- um,“menn komist tæplega í þær kring- umstæður, að það skifti miklu, hvort þeir þekkja nafn, æfiferil eða dánarár einhvers mikilmennis sögunnar o. s. frv. Hitt er ekki íhugað, hve mikil og víð- tæk áhrif sögunám hefir á hugsunarhátt nemandans og skilning hans á mannlíf- inu yfir höfuð. Að sjálfsögðu á þetta ekki við um alt nám jafnt; kenslan get- ur verið þannig, að þessi þýðing hennar komi lítið til greina. En það á við um allar námsgreinar meira og minna, sóu þær rótt kendar. Því er haldið fraro, að mikið af því, sem börnum er kent, gleymist fljótt. Þetta er satt. En það á ekki við um börnin ein. Megnið af því sem menn læra, þótt fullorðnir sóu, týnist bráðlega, bó því ekki haldið við. Mun ekki t. d. allmikill hluti þess, sem menn læra í mentaskólanum, vera gleymt að nokkr- um árum liðnnm, hafi ekki sérstakar ástæður verið til að rifja það upp? En þetta gerir í raun og veru ekki svo mik- ið til. Hafi kenslan á annað borð verið í lagi, þá hefir námið haft þau áhrif á hugsunarhátt nemendanna, að hann er talsvert frábrugðinn hinna, sem ekkert hafa lært, víðsýnið meira, hugsunin Ijósari og skilningurinn gleggri. Þau áhrif hald- ast, þótt einstök atriði námsgreinanna gleymist. Atidlegi þroskinn, sem námið veitir, verður varanleg eign, og það er aðalatriðið. En það er einmitt þetta, sem ekki má dragast fram á fullorðinsárin, að hafa áhrif á hugsunarháttinn og þroska and- ann, gróðursetja og glæða hið góða og fagra, en reyna að útrýma því illa. Til þess er hentugasti tíminn, meðan barns- aldurinn stendur yfir; börnin eru mót- tækilegri fyrir öllum slíkum áhrifum, heldur en hálfvaxnir eða fullvaxnir menn. Sú hugmynd að flytja barnafræðsluna að mestu leyti til unglingsáranna, mundi þannig, eins og nú hefir verið bent á, reynast óframkvæmanleg, nema þá jafn- framt væri til mutia vikið frá þeirri stefnu að ákveðinnar fræðslu skuli allir njóta. Og þótt hún væri framkvæman- leg, þá er hún alls ekki æskileg frá upp- eldisfræðilegu sjónarmiði. Um kostnaðinn við það fyrirkomulag, sem próf. stingur upp á, skal eg ekki margt segja. Erfitt að áætla hann svo að ekki geti miklu skeikað. En það sýnistmór ljóst, að 10 mánaða skóla- skylda á aldrinum 14—18 ára hljóti að kosta meira en 8 mánaða f r æ ð s 1 u- skylda á aldrinum 10—14 ára. Það er hvorttveggja, að tíminn er lengri, enda meiri kraftar teknir frá öðrum störfum. En árangurinn yrði líka margfalt meiri, munu menn segja. Þar til er því að svara, að það er alt undir því komið, hvernig undirbúning börnin fengju á heimilunum. Og eg endurtek það, sem eg sagði áður, að hann mundi reynast afar mismunandi, og í samræmi við það sem höf. segir frá sinni 30 ára reynslu, get eg einnig af talsverðri reynslu borið um það, hve erfitt er að kenna í einu mörgum nemendum á misjöfnu stigi. Þori eg að fullyrða, að meiri árangur skal að öðru jöfnu verða af námi 12—* 14 ára barna, sem öll hafa sama undir- búning, heldur en 14—18 ára unglinga með mjög misjöfnum undirbúningi. En ætti nú bæði að lögbjóða unglingafræðslu og svo þar á ofan veita heimilunum hjálp til að búa börnin undir hana, þá yrði þess varla langt að bíða, að kvart- anir heyrðust um gífurlega útgjaldahækk- un og óbærilegan útgjaldaþunga. Það andar dálítið kalt frá orðum próf., þegar hann minnist á »hörmungasjón- ina« þá, er ókunnugir eða óviðkomandi menn ala manninn í hlýindum baðstof- unnar sem fræðarar og æskuleiðtogar barnanna, en faðirinn sjálfur er að fást við fjósaverkin og önnur útistörf. »Hörm- ungasjónin« þessi byrjaði nú ekki með fræðslulögunum frá 1907, og það er meira að segja hverjum manni opinn vegur samkv. þeim lögum að fá undan- þágu og kenna börnum s/num sjálfur. Nei; »hörmungasjónin« er blátt áfram sprottin af því algilda lögmáli, að menn- irnir eru misjafnlega hneigðir til hinna mismunandi starfa eða misjafnlega til þeirra hæfir., Margir eru svo gerðir, og það þótt feður séu, að þeir hafa hvorki lægni nó þolinmæði til að kenua börn- um og vilja því alt annað fremur gera. En sjálfsagt verður fræðslustarfið ekki ánægjulegt nó ávaxtasamt, nema unnið só að því af alúð og með fúsu geði af mönnum, sem finna hjá sór sérstaka köllun til þess. Kennarar og foreldrar barnanna eru samverkamenn að því háleita og þýðing- armikla starfi að gera úr börnunum sanna menn, nytsama og góða borgara þjóðfólagsins. Kennararnir taka að sór þann hluta þessa starfs, sem foreldrarn- ir af einhverjum ástæðum eiga erfitt með að leysa af hendi. En því að eins getur árangurinn orðið góður, að sam- vinnan só góð og samúð milli hlutað- eigenda, að þeir skilji hlutverk sitt og meti rótt hvor annars vilja og viðleitni á að rækja það. Þess er full þörf, að allir geri sór þetta ljóst og leitist við að koma öðrum í skilning um það. Á því byggist að miklu leyti áranguiinn af fræðslu barn- anna og uppeldi þelrra yfir höfuð og þá jafnframt framtíð þeirra öll; en framtíð barnanna er framtíð þjóðarinnar. Hitt væri hörmungasjón, ef þess sæist vott- ur, að nokkuð væri gert til að spilla góðri samvinnu og samuð milli kennara og foreldra; því tækist það, þá er fram- tíðarheill þjóðarinnar í veði. Reykjavík 29. apríl 1911. Sími til Vestmanneyja. Allar horfur eru á því að Vestmann- eyingar fái síma út til sín á þessu sumri. Þeir vilja sjálfir leggja hann á sinn kostnað — hugsa sér að mynda hluta- félag í því skyni — eru þegar búnir að ná allmikilli fúlgu til þess og sagt, að þeir hafi trygt sér lán í öðrum bankanum, ef á kynni að vanta hluta- féð. Gert hafa þeir út sendinefnd frá sér, þá Gísla JohnSen konsúl o. fl. til að sækja um einkaleyfi og koma málinu áleiðis. Eru sendimenn hér þessa dagana — og hefir ísafold haft tal af einum þeirra. Sagði hann að einka- leyfið mundi vera að fœðast. Þeir um það — Vestmanneyingar, ur því þeir vilja sjáljir hætta fé sínu í símafyrirtæki. — Gott, að landssjóð- ur slapp við það. Verði úr þessu — er sjálfsagt að snúa sér að því að fá öfluga loftskeyta- stöð hér í höfuðstaðnum. Loftskeyta- lausir megum vér eigi vera lengur úr þessu — svo eru þau mikils um verð t. d. fytir veiðiskipin umhverfis strend- ur vorar. Landar erlendis. Frú Sigr. Ásgeirsson, móðir Ásgeirs etazráðs, varð áttræð 16. þ. mán. og hafði hún þá boð mikið inni í bústað sínum í Hellerup við Kaupmannahöfn. Frúin er vel ern. Pétur Jónsson söngvari er nú á ferða- lagi um Vesturheim með danska stú- dentasöngfólaginu. Þegar úr þeim leið- angri kemur er ferðinni heitið hingað heim, og mun Pótur hafa f hyggju að syngja fyrir fólkið einhvern tíma í júlí. Jón Þ. Sivertsen, fóstursonur Guðm. Magnússonar læknis, hefir nýlega lokið prófi við kaupmannaskólann í Kaup- mannahöfn með hárri fyrstu einkunn. Mannalát. Látin er nýlega læknisfrú Sigriður Sigurðardóttir í Skálhoiti kona Skúla Arnasonar læknis en dóttir Sigurðar heit. Magnússonar bónda á Kópsvatni. Hún var á fertugsaldri, mesta myndar og gæða kona. Reykjavik Teater. (Det danske Teaterselskab). Söndag ss/6 \ J Hr- A|Ph<>nse > Kl. ö1/,: < oir Tirsdag S0/6 ) \ En Pokkers Tös. Olíumálverk prýðisfalleg hjá Eyvindi og Jóni Setberg. Háisiíii manchetskyrtur (Royal), hálsbindi og slaufur nýkomið í verzlun H. Andersen & Sön. Groquet og Diabolo í verzlun B. H. Bjarnason. Tvö hjól mjög ódýr hjá Cyvindi cflrnasyni. 2 stúlkur vanar fatasaumi óskast nú þegar á saumastofu H. Andersen & Sön. Hjartanlega þakka eg öllum þeim, sem veittu mér aðstoð og samhygð i legu, fráfalli og jarðarför sonar mins, Jóns Andréssonar. Guðlaug 1. Jónsdóttir. Beztu legsteinar úr Granít og marmara hjá Cyvinéi & c7. SafGery. Próf verður haldið í hússtjórnar- deild Kvennaskólans 29. maí íd. n f. h. til 3 e. h.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.