Ísafold - 03.06.1911, Side 1

Ísafold - 03.06.1911, Side 1
Kemm át tvisvar 1 vika. Vorð árg. (80 arkir minst) 4 kr. erlendib 5 ki. ef>a 1 l'a dollar; borgist fyrir mibjan jálí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Unpsögn (skrifieg) bnndin víb áramót, ar ógiid aema komln sé til átgefanda fyrir 1. okt. aanpandi sknldlaas vib blabið Afgreibsla: Aastnrstrmti 8, XXXVIII. árg. Reykjavík 3. júní 1911. 36. t51ublað I. O. O. P. 92699 Ðókasafn Alþ. lestrarfél. Pósthásstr. 14 5—8. Forngripasafn opib si. þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 */• og 61/*—17. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sbd. Alm. fnndir fsd. og sd. 81/* sibdegis. Landakotskirkja. öubsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspítali f. sjákravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2x/*, ö1/*-^1/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbánaðarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn opinn virka daga 8 árd. — 9 stðd. helga daga 8—11 og 4—6. Lmkning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttárugripasafn opið l1/*—21/* á sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 2. og 4. fimtud. i hv. mánuði. 2—8. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnai 10-4 daglega. Sýning gripa Jóns Sigurössonar i Safnahásiuu opin kl. 12—2 hvem dag. Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 8. md. 11—1 Taxafíóagufubáf. íngóífur fer til Keflavíkur 23. júní. Borgarness 8., 21., 28. júní Akra 24. og 27. júní. Hvalfjaran mikla. Sýnisliorn af flokkshagsnnzna-fyrir- litningu Heimastjórnar(!)manna á Hafsteinsöidinni. Klukknahljómurinn er farinn að heyrast. Hringjarar Heimastj.(l)- eða Uppkasts- eða sambands-mannanna eru farnir að taka í kosninga-klukknastreng- ina — byrjaðir á fyrstu hringingunni til athafnar þeirrar, sem fram á að fara á þessu landi um veturnætur á hausti komandi. Klukknaómurinn er þessi: Sjálf- stæðismenn hafa notað völdin, er þeir hlutu fyrir kosningasigurinn mikla 1908 til þess eins að að maka krókinn jyrir sis; og sína fylgifiska. En öðruvísi mér áður brá. Það var önnur öldin á heimastj.(!)árunum 1904—1909. Þd var hugsað um landsins hag, pd voru eigin hagsmunir hins ráðandi flokks fyrirlitnir. Þd mátti þetta land heita »fyrirheitna landið«. Því landinu mun þjóðin aftur ná, ef hún i haust styð- ur heitnastj.(!)menn til valda, en haftiar »óaldarfiokknum*. Svo kalla heimastj,- menn þá menn, sem halda vilja fast um sjdljstœði landsins — þá menn, sem firtu þjóðina réttinda-afsals ráða- gerðinni sælu árið 1908. Út af þessum kosningabeitu-klukkna- hljóm hringjaranna um fyrirlitninguna á flokkshagsmunum heimastj.(!)flokks- ins á Hafsteinsöldinni — fór eg að gamni mínu að rína ofboð lítið í ritn- ingarnar til þess að sannfæra mig um hreinleik tónanna og fölskvaleysi. Eg blaðaði gegn um stjórnartið. og Alþ.tíð. þessi árin til þess að sjá flokks- hagsmuna-fyrirlitninguna svarta á hvítu í algleymingi. Eg hélt, að eg mundi detta um nöfn sjdljstœðismanna í hverju embættisveitingarspori, ekki geta þver- fótað fyrir þeim í hverri virðingar- stöðu og frama, vegtyllum o. s. frv. o. s. frv. Eg hélt, að aumingja heima- stjórnar(!)mennirnir hefðu allstaðar verið settir hjá — vísað út í yztu myrkur, orðið að deyja píslarvættisins dauða — fyrir flokkshagsmuna-fyrirlitninguna. Eg tók stjórnartíðindin 1904. Eg leitaði með logandi ljósi að flokks- hagsmuna-fyrirlitningunni — en hún var hulin — þéttri torfu af heima- stjórnar-stórfiskum í því nær öllum virðingarstöðum, vegtyllum og hverj- um frama, sem nöfnum tjáir að nefna. Eg hélt áfram næstu árin. Sama ár eftir ár. Alt var hvítt, sem hringjararnir segja svart. Allir klukknatónarnir falskir — alt fariseiskur yfirdrepskapur. Eg skal nú gefalesendum ísafoldar dálítið munnbragð af því, hve mjög »flokkshagsmunirnir« hafa verið fyrir- litnir(l) afhinum ráðvanda(l) heimastj,- flokki valdaárin hans: I. Embættaveitingar og sýslana. Árið 1904. Þá í febrúarbyrjun kemur Hafsteins-stjórnin til valda. En þar á undan — á þinginu 1903 var stjórnarflokkurinn þegar búinn að marka ferilinn, sem feta skyldi með því að velja 3 mjög ákveðna heima- stjórnarflokksmenn í bankaráð Islandsb. og ákveðna heimastj.menn til annara launaðra sýslana, sem þingið veitir og innleiða þar með þá venju að gera þessar stöður að pólitískum flokksbitl- ingum. Flokkurinn kaus þá í bankaráðið: x) Lárus H. Bjarnason 2) Sigurð Briem póstmeistara 3) Sigfús Eymundsson bóksala. En, hann er sagt, að jafnan hafi látið full- trúalaun sin ganga beint í flokkssjóð. En þessi laun eru 1000 kr. fast og svo og svo mörg hundruð af ágóða bankans. Yfirskoðunarmenn landsreikn- inganna voru þá og valdir, Hannes Þor- steinsson og Lárus Halldórsson, en Jón Jakobsson endurskoðandi Lands- bankans. * Fyrsta athöfn Hafsteinsstjórnarinnar var að skipa menn i stjórnarráðið. Þá undireins var trúlega fylgt regl- unni. Feitustu bitunum öllum var skift upp milli heimastjórnarmanna. 1. Landritari var gerður Klemens Jónsson (6000 kr. árslaun). 2. Skrifstofustjórar Jón Magnús- son, Jón Hermannsson og Eggert Briem, hver með 3500 kr. árslaunum. Indriði Einarsson, sem allir töldu sjálf- sagt, að kjörinn yrði skrifstofustjóri — vegna starfs þess, er hann hafði gegnt fjórðung aldar og nú var lagt til einnar skrifstofunnar — hann var settur hjá — honum var, sem maður segir, vísað út á klaka. Hann var sem sé ekki af heimastj(!)sauðahúsinu. En af því að almenn gremja yfir þessu tiltæki hinnar nýju stjórnar reis þegar upp, sá hún eigi annað ráð vænna eu að grípa til þess óyndisúrræðis að stofna nýja stöðu, sem engum þing- manni hafði dottið í hug, undirtyllu- stöðu á einni skrifstofunni — miklu lakar launaða en skrifstofustjórastaðan var og var hr. I. E. gerður sá einn kostur að standa uppi atvinnulaus eða taka henni. Þannig vaxin var hin fyrsta ganga flokkshagsmuna-fyriilitningar-stjórnar- innar! Og hún lét sér eigi nægja að ráð- stafa feitustu bitunum í stjórnarráð- inutilsinna manna. Aðstoðarmannasýsl- anirnar máttu eigi heldur fara »út fyr- ir flokkinn*. Þrír dyggir flokksmenn voru settir í þær: Eggert Claessen, Guðm. Sveinbjörnsson og Jón Svein- björnsson — hver með 1500 kr. launum til að byrja með, en hækk- andi með árunum. Þá voru eigi eftir í stjórnarráðinu af »bitum« annað en nokkurar lágt launaðar skrifarastöður. En ekki einu sinni þær — mátti láta fara allar út fyrir flokkinn. Þar var líka tylt ein- um heimastjórnarmanni, dyggum þjóni hins nýja ráðherra. — En — gætið nú þess að hrökkva eigi við — í 2—3 lægst launuðu stöðurnar var mönnum, er eigi voru merktir heimastj., lofað að hýrast — ef til vill eigi verið til í þær neinn heimastj.dilkur. Svona byrjaði nú ballið — og svona hélt það áfram. Eitthvert fyrsta viðvikið í embætta- veitingum utan stjórnarráðsins á þessu ári var því næst það, er Olajur Dav- íðsson — launa maklegur kosninga- smali heimastjórnarinnar — var sóttur austan af landi og gerður bankabókari með 3500 kr. launum — pvert ojan í tillögur bankastjórnarinnar sjdljrar, en meðmæli hennar voru að flestra skynbærra manna dómi skýlaust skil- yrði þess, að veita mætti stöðuna/ — Bankastjórnin mælti með öðrum manni. En hann var ekki heimastj.(!)dilkur. Það gerði gæfumuninn. Af öðrum veglegum afrekum þessa árs og grandgæfilegum sönnunum fyrir flokkshagsmunafyrirlitningunni(l!) mætti enn nefna: 1) Magnús Stephensen var gerður gæzlustjóri Söfnunarsjóðsins. 2) Júlíus Havsteen, forseti amtráðs Suðuramtsins (500 kr.). 3) Lárus H. Bjarnason, forseti amtráðs Vesturamtsins (500 kr.). 4) Þorsteinn Skaftason, póstaf- greiðslumaður á Seyðisfirði (1100 kr.). 5) I kirkjumálanefnd voru skipaðir — meirihl. — af hstj.m.: Þeir LHB, síra Arni á Skútustöðum og Eir. Briem — og seinna var bætt við 4. hstj,- manninum í stað eins stjórnarand- stæðings, sem úr nefndinni gekk. 6) I milliþinganefnd í landbúnaðar- málum voru skipaðir eintómir heima^ stjórnarmenn: Þórh. Bjarnasoli, Her- mann Jónasson og Pétur Gautl. x) 7) Gísli J. Johnsen póstafgreiðslu- maður í Vestmanneyjum. Þetta árið er einnig notað til þess að setja Bjarna frá Vogi (stjórnarand- stæðing) aj — reka hann frá kennara- starfi hans við latínuskólann, vísa hon- um á klakann, en leysa Björn M. Ólsen (stjórnar-fylgifisk) frá embætti í náð með eftirlaunum og gera hann að prójessor í pokkabót. Stjórnarandstæðingum var naumast nokkurt embætti veitt þetta ár, né nokkur sýslan, nema 3 sýslumanna- embætti. Magnúsi Torfasyni sýslu- manni var veitt ísafjarðarsýsla. En vegna hvers ? Vegna pess, að um hana munu engir heimastjórnarmenn haja sótt. Umsækjendur aðeins 2, Magnús og Gísli ísleifsson — báðir stjórnar- andstæðingar. Hér var því eigi unt að fylla kjötketil flokksins; Guðlaugi Guðmundssyni var veitt Eyjafjarðar- sýsla. Hann taldist að visu þá til Þjóðræðisflokksins, en hann var naum- ast kominn á næsta þing, er hann snerist með öllu á Hafsteins-sveifina. — Og loks var Einari Ben. veitt Rangárvallasýsla. Stóð svo á, að engin leið var fram hjá honum að ganga — svo miklu eldri var hann en aðrir umsækjendur. Þá var og Seyðisfj. sýslum. gerður forseti Austuramtsráðsins. Loks má geta þess, að þessu árinu heyrir til hið landskunna hátterni þá- verandi ráðherra við bankastjóraskip- unina í íslandsbanka. Árið 1905 var fátt um embætta- veitingar og sýslana. En miklu mest- ur hluti þeirra féll þó í skaut flokks- mönnum stjórnarinnar. 1. Björgvin Vigfússon varð sýslu- maður í Skaftafellssýslu. 2. Páll Vídalín Bjarnason sýslum. í Skagafjarðarsýslu. 3. Jón Þorláksson varð landsverk- fræðingur. 4. Guðm. Björnsson sýslumaður Barðstrendinga. 5. Guttormur Vigfússon umboðs- maður Múlasýslna. 6. Árni Árnason umboðsmaður Þingeyrarklausturs. 7. Kgkj. þingmenn voru þá skip- aðir, Júlíus, Eiríkur, Ólsen, Jón Ól., Ágúst Flygenring og Þórarinn Jóns- son. Hér var og sú regla innleidd af Hafsteinsstjórninni að skipa aðeins dygga stjórnardilka í konungkjörinn sess — í stað þess að skipa konung- kjörnu sveitina úr báðum flokkum, svo sem rétt hefði verið, í hlutfalli við at- kvæðamagn flokkanna á þingi. Þetta ár kom þing saman. Þar kvað við sama tón, sem fyr um laun- aða starfsmenn: Yfirskoðunarmenn landsreikninganna voru þeir kosnir: Guðjón Guðlaugsson og Hannes Þor- steinsson. Endurskoðandi Landsbank- ans Jón Jakobsson. Gæzlustjórar söfn- unarsjóðsins: Júlíus Havsteen og Magnús Stephensen. Kristján Jóns- son var eini stjórnarandstæðingurinn, sem náð fann fyrir augum Heimastj,- manna. Hann kusu þeir jafnan gæzlu- stjóra eins og þeir hafi vitað hvað fram átti að koma síðar. Eitt af afrekum Hafsteinsstjórnar- innar þetta árið til þess að sýna flokkshagsmuna-jyrirlitninguna, var að svifta þá prentsmiðju, er haft hafði prentun hins opinbera 20 ár eða svo, þeirri prentun mestallri — algerlega að ósekju af hennar hálfu, öðru en því, að eigandi hennar var dkveðinn andstœðingur stjörnarinnar. Þeirri prent- un var svo ráðstafað til annarrar prent- ‘) Til samanbnrðar mætti nefna, að haustið 1910 skipaði sjálfstæðisstjórnin (B. J.) eina opinbera nefnd: peningamdlanefnd — 2 mönnnm úr hvorum flokki — og 5. manninn, landritara, sem ef þá fylgdi nokk- urum flokki — minsta kosti fylgdi ekki sjálfstæðisflokknum. smiðju, sem átti heimastjórnarhöfð- ingjana alla að bakjarli. Sú aðferð stjórnarinnar var í alla staði svo óafsakanleg, virtist kenna svo mikillar pólitískrar ofsóknar, að hún er meira en þess verð að skýra nákvæmlega frá henni einhvern tíma við tækifæri. Aframhaldið af »flokkshagsmuna- fyrirlitningunni« var því næst það, að öll þingtíðindaprentunin þetta árið, var einnig tekin af þeim prentsmiðjunum, er haft höfðu hana i tugi ára, en að stóðu andstæðingar stjórnarinnar, og látin í hendur heimastjórnarhöfðingja stofnuninni. Alt að heita má, sem bitlinga- eða embættis- eða launastarfs-nafni nefn- ist þetta árið — féll — þrátt fyrir óbeitina á flokkshagsmunum — í sama kjðtketilinn —: hið ginandi gap heima- stjórnarflokksins. Hiii eina sýslan, sem eg hefi getað fundið að fallið hafi í skaut þáverandi stjórnarandstæðinga er yfirkennaraembættið við latínuskól- ann, sem var veitt G. T. Zoéga. — Nokkurar aðrar embættaveitingar hafa fram farið þetta ár, en um flokksaf- stöðuna þar er ekki gott að segja. Árið 1906. Magurt embætta-ár, en lofsamlega vel gætt, að setja heima- stj.menn hjá — eða hitt þó heldurl Þetta ár eru símastöðurnar veittar. Þá voru 4 sýslanir við símann veitt- ar íslendingum, og þá vildi svo til, að 3 afþeim mönnum minsta kosti voru þá á- kve,ðnir stjórnar-fylgismenn, þeir: Gísli J. Olajsson, sonur J. ÓL, Magnús Thor- berg og Halldór Skajtason. Póstafgreiðsluna á ísafirði hrepti þá Guðmundur Bergsson. Launaður yfir- dómslögmaður varð Eggert Claessen. Landsbókavörður fón Jakobsson. Land- læknir settur Guðm. Björnsson — allir merktir sama fangamarki í stjórnmál- um: Heimastj.(l). Á Húnvetninga er dembt í héraðslæknisembættið, — manni, sem verið hafði ötull undir- róðursmaður Heimastj.(I) á Austurlandi, en gengið framhjá öðrum, sem Hún- vetningar sendu áskorun um að fá. Þetta ár hefir »flokkshagsmunafyrir- litningin« borið ávöxt þann veg, að ekki mun einn einasti and- stæðingur stjórnarinnar liafa fengið nokkura stöðu eða nokkurt embætti. Árið 1907. Stjórnin hafði þetta árið naumast nokkurt embætti að miðla, riema héraðslæknisembættið í Reykjavík og þá svo ástatt, að eigi var hægt að ganga fram hjá Guðm. Hannessyni. En stjórnin bætti þetta upp með því að strá út eitthvað um 70 kross- um og titlum. Eti þingið 1907 hélt upptekn- um hætti, kaus eintóma heima- stj.(!)menn til allra launastarfa, þá Lárus, Jón frá Múla og Sigfús Ey- mundsson í bankaráð íslandsbanka, Hermann Jónsson og Hannes Þor- steinsson yfirskoðunarmenn landsreikn- inganna, Eirík Briem gæzlustj. Lands- bankans og Jón Jakobsson endurskoð- anda hans1). Starfsmenn söfnunar- sjóðsins voru og kosnir trúir flokks- menn: Eir. Briem og Magn Steph. Árið 1908. 1) Lárus H. B. gerður lagaskólastjóri. 2) Einar Arnórsson, kennari laga- skólans. 3) Þórhallur Bjarnarson gerður biskup. 4) Stefán Stefánsson gerður skóla- meistari (10. sept. — sjálfan kosn- ingadaginn). 3) Dr. Björn Bjarnarson, kennari við Kennaraskólann. 6) Guðm. Eggerz, sýslumaður í Snæfellsnesssýslu. 7) Albert Þórðarson, landsbanka- bókari. 8) Jón J ónsson, aðstoðarbókavörður 9) Skattamálanefnd var skipuð og kjörin þetta ár. I henni voru 5 manns — en að eins einn stjórnar- andstæðingur. 10) I yfirdóminum var svo skipað embættum siðast á árinu, að Jón Jens- son varð 1. dómari — og Halldór Daníelsson 2. dómari. Ekki örgrant um það þetta árið, að einstaka embætti detti út fyrir flokk- inn, t. d. háyfirdómaraembættið og forstöðumannsembættið við Kennara- 1) Þess þarf auðvitað eigi að geta, að Hafsteinsstjórnin lét eigi heldur hitt endur- skoðunarstarfið, sem stjórnin velur mann i — fara út fyrir flokkinn, heldur fór sá bitlingurinn ætið i trúrra þjóna hendur. skólann — og eitt kennaraembættið — en eins ástatt um þau og önnur, sem lent hafa fyrir utan kjötketils- barminn, að það var svo óverjandi að ganga fram hjá þeim er hlutu, að ójœrt mdtti heita. Árið 1909 fór svo Hafsteins- stjórnin frá 1. apríl, en gat þó notað tímann, sem hún ríkti það árið, til að veita eitt — ekki ójeitt embætti — bæjarfógetaembættið í Reykjavík. Það irepti: Jón Magnússon. Ekki fór það íeldur út fyrir flokkinn. Til samanburðar ofanrituðu vildi eg benda á lista þann um embættaveit- ingar í stjórnartíð Björns Jónssonar, sem birtur var í Isafold 15. tbl. þ. á. Af 50 embættis- og sýslanaveitingum fóru tæpur þriðjungur til flokksmanna íans. (Meira). Konnngsafmælið. I dag verður Friðrik VIII. konung- ur vor og Dana 68 dra gamall, Friðrik konungur ber aldur sinn Friðrik VIII. fádæma vel — er unglegri en marg- ur maður fimtugur. Konungsafmælisins er minst hér í bænum, sem venja er til — með veifum á stöng um bæinn og höfð- ingja-áti í kvöld í Hótel Reykjavík. -----4.--- Sfórstúkuþingið. Stórstúkuþingi Goodtemplara áSeyð* isfirði lauk i nótt. Starfsmenn stórstúkunnar næstu 2 árin voru kosnir: Stórtemplar: Jón Pálsson bankaritari. Stórkanzlari: Indr. Einarss. skrijstojustj. Stórritari: Jón Árnason prentari. Stórgjaldkeri: Halldór Jónsson bankaféh. Störvaratemplar: E. Hjörleijsson skdld. St.gm. kosn.: Guðrn. Guðmundsson skdld. St.gm. ungt.: Guðrún Jónasson kaupk. Stórkapeldn: Haraldut Níelsson docent. Fyrv. stórt.: Þórður J. Thoroddsen. Stórstúkufulltrúarnir fara frá Seyðis- firði í dag á Austra. ------f------ Embættispróf í lögum tók Oddur Hermannsson frá Velli 30. f. mán. með hárri 1. eink- unn við Khafnarháskóla. — Allmargir aðrir landar taka í vor próf við háskólann. M. a. tekur próf í lögfræði Guðm. Ólafsson, í læknisfræði: Guðm. Thoroddsen og Stefán Jónsson. Læknir er settur í Fljótsdalshéraði frá miðj- um júní Henrik Erlendsson cand. med. & chir. Hann fer austur á Austra þ. 10. þ. mán.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.