Ísafold - 03.06.1911, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.06.1911, Blaðsíða 2
142 ISAFOLD Gísít Sveinsson og Vigfús Einarsson yfirdómslögmenn. Skrifstofutími II* 1/,—!I og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsimi 263 Carl Kiichler. In Lavawiisten und Zau- berwelten auf Island. Bls. IX-f233+107 myndir. Berlin. Kuchler var þá enn í lærða skól- anum í Grimma, en hugur hans drógst að íslandi og bókmentum þess. Og hann hefir aldrei getað slitið sig fr;. þessu viðfangsefni síðan, því að hann hefir felt svo ríkan ástarhug til þess starfs, að hann má ekki af því láta og allar fegurstu vonir hans og end- urminningar eru við það bundnar. — En örlög hans hafa verið lík örlög- um flestra íslenzkra rithöfunda að þv leyti, að hann hefir ekki átt þess kost fyrir fátæktar sakir að verja öllum sínum miklu starfskröftum til þess verksins, sem honum er kærast. Hefir hann orðið að vinna allerfiða vinnu til framfærslu sér og sínum fyrst við ferðabækur Badekers og síðan í skóla þeim í Varel (frb. Farel), sem hann er nú kennari í. Þó hefir á honum sannast að mikið má, ef vel vill. Því að æði mikið liggur eftir hann af þýðingum úr ís- lenzku fornri og nýrri, af ritum um bókmentir vorar og leiklist og auk þess þrjár ferðabækur allstórar og mjög vandaðar. Er þessi hin siðasta mest og vönduðust. Hér er sem i öðrum ritum hans að ást hans á landi og lýð hlær við oss í hverri línu. En ást sér gegnum hóla, og því sér hann oft gott þar sem öfundsjúk augu innlendra þjóðníðinga sjá ilt eitt. Og oftastnær sér hann réttar, sem vænta má, enda ættu íslendingar sízt að kvarta yfir, þótt velvild hefði ein- hverstaðar glapið honum sýn. Hann hefir unnið landi þessu hið mesta gagn með ritum sínum um það og aukið þekking annara þjóða á oss og landi voru, háttum vorum og menning. Hefir hann bæði ritað um þetta vel og ljóslega og látið fylgja mesta fjölda af ágætlega gerð- um ljósmyndum af fögrum og ein- kennilegum stöðum hér á landi. Því fremur ættum vér íslendingar að þakka honum mikið og gott starf til hags og heiðurs landi voru, sem hann á erfiðara heima fyrir. Þvi að menn þar í landi unna honum ekki að fá lengt sumarleyfi sitt til ferða- lags hingað og vilja banna honum svo mikla aukavinnu, sem þarf til slíkra verka. En eg veit að honum mundi hin mesta gleði, ef hann yrði þess var, að hann hefði vakið nokkura endur- ást hjá íslendingum, þeirri þjóð sem hann ann mest og vildi helzt vinna fyrir. Hafi hann þökk fyrir starf sirt og vináttu og veiti hamingjan honum mátt til nýrra verka. Reykjavík 2. júní 1911. Bjarni Jónsson frá Vogi. Mannslát. Frú Leopoldína Friðriksson, ekkja Halldórs Friðrikssonar yfirkennara — (f 1902) lézt hér í bænum í gær 2 stundum eftir hádegi — í hárri elli, 85 ára og 7 dögum betur. Hún var af dönskum ættum (f.Degen) — giftist Halldóri Friðrikssyni 1849. Síðustu árin þjáði hana mjög van- heilsa, en hún bar sjúkdóm sinn með þolgæði og hugprýði, og hafði lengst- um fótavist. Af börnum hennar og þeirrahjóna eru á iífi Július læknir, Moritz læknir f Vesturheimi, frú Anna kona Hall- dórs yfirdómara, frú Sigríður kona síra Janusar Jónssonar og frk. Þóra kennari. -----f---- Þjóðvinafélagið. Eg sé að fyrv. bankastjóri Tryggvi Gunnarsson hefir sett svolátandi aug- lýsingu í »Lögréttu« 31. maí þ. á.: »Af því margir menn hafa skrifað mér með nú nýkomnnm póstum, og aðrir mnnn- lega sagt mér, að þeir vildu nú þegar segja sig úr Þjóðvinafélaginu, þá vil eg hér með gera kunnugt, að eg verð við nefnt félag til næsta nýjárs og að alt er að ölln óhreytt frá þvi, sem verið hefur, bæði með afhend- ing bóka og móttöku peninga, og vil eg þvi biðja alla viðskiftavini félagBÍns, að halda áfram þetta ár sömu trygð við mig og félagið sem hingað til.« Þó að eg þykist vita að auglýsing þessi sé sjálfsagt birt í því skyni, að bæta fyrir Þjóðvinafélaginu, þykir mér þó varlegra að auka því við að biðja alla félagsmenn og viðskifta vini þess að halda trygð og velvild góðri við félagið ekki einungis til næsta nýjárs, heldur og framvegis. Það mun verða reynt að sjá um að bækurnar verði eins vel úr garði gerðar og Jult svo óhlutdrægar, Jjölbreyttar að ejni og sketntilegar ejtirleiðis sem hingað til. Þessu held eg, ofmetnaðarlaust sagt, sé óhætt að treysta. Að öðru leyti skal eg geta þess, að Tryggvi Gunnarsson hefir ákveðið það sjáljur að skila ekki af sér félaginu í mínar hendur fyrri en um næstu ára- mót, og sjálfur ætlaðist eg ekki til þess af honum fyrri. En á flokks- fundi meiri hluta þingmanna, sem hald- inn var næstur eftir að forsetakosning í félaginu fór fram, var gerð fundar- samþykt og bókuð í fundarbók flokks- ins, þar sem skorað var á mig að sjá um það, að Tryggvi Gunnarsson skilaði Jélaginu af sér sem Jyrst í mín- ar hendur. Margir flokksmenn kröfð- ust þess að afhendingin færi fram þegar í stað og að Tryggvi Gunnars- son hefði enga meðgerð með þessa árs bókum, en eg fékk snúið orðalagi samþyktarinnar svo, að ekki væri frek- ar að kveðið en að þetta skyldi gert »sem fyrst«, því að mér var ógeðfelt að það þyrfti að vera öðruvísi en með nokkurnveginn samkomulagi. Hvenær eg kann að fara fram á það að gera framkvæmd úr fundarsamþykt þessari hefi eg ekki enn ráðið og veit þó ekki hvort það er vítalaust. En eitt verð eg að biðja Tryggva Gunn- arsson um nú þegar, og það er að aug- lýsa ekki neitt eftirleiðis fyrir félags- ins hönd, án þess að láta mig sjá það áður, því að eg sé að annars getur kanske farið svo — þótt í góðri mein- ing sé gert — að það líti svo út með auglýsingum hans eins og hann sé að gefa mönnum undir fótinn að segja sig úr félaginu, þegar hann sé ekki lengur orðinn forseti þess. Það vita allir, sem mig kusu til forseta í félaginu, að eg sóttist ekki eftir að verða það. A undirbúnings- fundi meirihlutaflokksins á þingi undir forsetakosninguna var mönnum svo gjörsamlega horfinn hugur frá því að hafa Tryggva lengur, að hann fékk þar eitt einasta atkvæði, og það var mitt eigið atkvæði. En hitt er mér nú áhugamál, að gamli forsetinn vinni félaginu enga óþörf um leið og hann fer frá. Félagsmönnum mun verða auglýst innan skamms, hvenær þeir eigi að hætta að snúa sér til Tryggva Gunn- arssonar um málefni Þjóðvinafélags- ins. Jón Þorkelsson. Stýrimannaskóliun. Hinu meira stýrimannaprófi luku þar þessir 4 lærisveinar skólans 13. þ. m. (mai): Jón O. V. Jónsson, Rvík ioj^stig Gísli Guðmundsson, Dýraf. 91 — Guðbj. Ólafsson, Patreksfirði 91 — Gísli Þorsteinsson, Garði . . 89 — Hæsta einkunn við próf þetta er 112 stig, en til þess að standast það >arf 48 stig. Prófdómendur voru síra Eiríkur 3riem, skipstj. Hannes Hafliðason og cand. juris Magnús Guðmundsson. x) Enginn hefir áður náð jafnhárri aðaleinkunn við próf þetta. Leikhúsið. Otto Benzon: Eu Skaudale. Dönsku leikararnir léku á fimtudag- inn fyrsta sinni Hneykslið, eftir Otto Benzon. Höfundurinn er lyfsali í Khöfn og hefir skáldskapinn í hjáverk- um. Hann hefir samið allmörg leik- rit, sem öll eða flest hafa náð óvenju mikilli leikhúshylli. Heldur þar til, að maðurinn er meinfyndinn á köfl- um, en gamanið græskulítið oftast nær. Benzon hefir mikla andstygð á öll- um broddborgaraskap og snobba- hætti — og dregur dár að þeirri ó- svinnu af öllum vilja. í þessu leikriti er skotskífa hans etazráðsheimili eitt í Kaupmannahöfn, þar sem húsráðendur og annar sonur- inn eru á kafi í snobbalátum og tildri. En hinn sonurinn, sem er Iæknir, er álveg fagnstæður í öllum skoðunum bæði i orði og — á borði. Hann verður ástfanginn af þjónustumey af lágum stigum þar á heimilinu og horf- ir ekki í að hugsa til kvonfangs við hana. Bróðir hans kemst á snoðir um þetta, segir foreldrum sínum frá því. Þau standast eigi reiðari og gera nú alt sem í þeirra valdi stendur til að stía þeim sundur. Til sögunnar kem- ur aðalsmannsræfill einn, á biðilsbuxum til hinnar ríku etazráðsdóttur — og ber nú heldur en eigi vel í veiði, er hann lætur það uppi, að hann hafi dregið stúlkuna, sem um er að tefla á tálar. Hún er rekin burt — hin »fallna« stúlka — meðan unnusti hennar er á ferðalagi — af etazráðs- hjónunum. Er nú svo komið, að aðalsmaður- inn, sem tælt hefir hina umkomulausu stúlku — er að verða tengdasonur et- azráðshjónanna, en sjálf er stúlkan rekin burtu, aj pví að son þeirra lang- ar til að eiga hana. En sama kvöldið og trúlofunin á að verða heyrinkunn, kemur læknirinn heim og tekur þá í taumana, segir systur sinni, hvern mann unnusti henn- ar tilvonandi hafi að geyma — og verður það til þess, að hún rekur unnustann út. Leikurinn endar á því, að etazráðs- hjónin og hinn sonur þeirra eru á glóðum að bíða eftir samkvæmisgest- unum — dauðhrædd við hneykslið, sem af þessu muni stafa fyrir sig. Um leikendur er það að segja, að þeim tókst sízt við þenna leik afþví, er enn hafa þeir sýnt. Ekki nógu mikið fjör hjá þeim — persónurnar eigi svo glögglega dregn- ar upp, sem átt hefði að vera. Leikstjórinn sjálfur leysti hér sem ella bezt af hendi hlutverk sitt, lækn- irinn. Hispursleysið og festan lýsti sér mikið vel i leik hans. Arthur Hansen hefir höf. lagt i munn ýmsar ágætis hugleiðingar og smellin orð. Af þeim fór of mikið fyrir ofan garð og neðan hjá áheyr- endum — vegna þess að leikandinn (Hr. Stöckel) hafði eigi lag á að fara með eins vel og skyldi — eins og hann væri feiminn og þyrði eigi að sleppa sér. Etazráðið lék hr. Groth. Hann hefir sérlega mikið lag á að leika á hlátur- vöðva áheyrenda — og beitir þvi ef til vill um of í þessu blutverki. Og etazráðið er naumast önnur eins logn- húfa og hr. Groth gerir hann. Frk. Fahl er yfirleitt smekklega leik- in af frk. Cörlu Miiller, en sjálfsagt mætti bera meira á gremjunni við hús- bændur hennar í 3. þætti. Frk. Alger nefir náð allgóðum tök- um á dótturinni, en hr. Lakjer miklu síður á aðalsmanninum og gerfi hans er alls eigi gott. Etazráðsfrúna leikur frú Boesen — auðvitað vel, en síður fer henni þetta hlutverk en önnur, sem hún hefir haft með höndum. Lgo. -------------------- Eftlrlitsmaður Silfurbergs- náma af landsins hálfu, kvað skipaður, Páll T. Halldórsson — að því er stjórnarbl. segir. Uilarverkun. í fjárlögum var veittur 1200 kr. styrkur næstu tvö ár til manns til að kynna sér verkun og flokkun á ísl. ull undir markaðinn erlendis og ferð- ast síðan um landið og kynna bænd- um meðferð á ull til útflutnings á markaðinn. Til þessa starfs hefir verið kjörinn Sigurgeir Einarsson verzlm. og fór hann utan um daginn í þessu skj ni. f Hans Danaprins bróðir Kristjáns konungs 9 og föð- urbróðir konungsins sem nú er — er sagður látinn — fyrir nokkrum dögum. Hann var hálfníræður. Ráðherrann og skilnaðurinn í þýzka myndablaðinu »Die Woche* er myr.d af þingræðis(!)ráðherranum okkar og fylgja nokkur orð um það, að honum sé ætlað að Jylgja Jram skilnaðarhreyjingum landa sinna móti persónusambands-ráðagerðunum. Altaf heyrir maður eitthvað nýtt! Raflýsing Eskiiijarðar. Sá er falið hefir verið að sjá um raflýsing bæjarins er hr. Paul Smith landsímamaður, en eigi hr. Halldór Guðmundsson eins og sagt var í síð- asta blaði. En Halldór stendur fyrir smíðinni fyrir hönd Smiths. Þingmenskuframboð. Bjarni frá Vogi var á ferð vestur í Dölum nýverið. Hann hélt þar 7 fundi með kjósendum. Bjarna var vel tekið á öllum fundinum; andróð- ur enginn. — Bjarni skildi eftir vestra þingmenskuframboð. Sagt að Guðjón Guðlaugsson, stranda- þingm. fyrv., eigi að elta ólar við Bjarna i Dalasýslu, en lítt mun honum tjá það. Reykjavikur-annáll. Aflabrögð: I fyrradag komu tveir botn- vörpnngar inn á Seyðisfjörð með ógrynni fiskjar. Lord Nelson (skipstj. Hjalti Jóns- son) með 65000 og annar botnvörpnngnr, sem Þorsteinn frá Bakkabúð stjórnar með 68000. Brunabótavirðingar samþ. á siðasta bæjar- stjórnarfnndi: Húseign Gnðm. Gnðmnndssonar Bræðraborgarstig 3 . . kr. 4445 ----Guðm. Magnússonar * Grnndarstig 15 ......— 10567 ----Guðrlðar J. Jónsdóttur Langaveg 33 .........— 4406 Dánfr. Ym. Guðlina Jóhannesdóttir frá Hliðartúni í Dalasýsln, 12 ára. Dó 30. mai. Elverhöj, hið nafnkunna æfintýraleikrit danska skáldsins J. L. Heiberg verður leik- ið á 2. hvitasnnnudag og næstn daga af dönskn ieikurnnnm. Eins og flestnm mnn kunnugt gerist það leikrit á dögum Kristjáns 4. í Danmörku. Sjálfnr er Kristján 4. aðalpersónan i leikn- nm (leikinn af hr. Fritz Boesen) — en auk þess koma margir höfðingjar þar i landi við leikinn. Mikið er um skraut — fagra búninga o. s. frv. — Leikið verður undir af 5 manna hljóðfæraflokk: 2 fortepianó, 1 harmóníum og 2 fiðlur. Leikflokknrinn hefir fengið nokkura ís- lendinga til að leika með sér i Elverhöj. Bjarni Björnsson leikur þar eitt hlntverkið. Fischerssund vill Gunnar Gunnarsson kanpm. fá framlengt upp að Hildibrands- húsi við Garðastræti og býðst til að kosta vegargerðina og greiða */, matsverð á lóð- inni, sem nndir það þarf að taka. Bæjar- stjóm samþykti að verða við beiðni G. G. Guðsþjónusta nm hvitasunnuna. í dómkirkjunni: Hvitasunnudag kl. 12, sira Bj. J. kl. 5, slra Jóh. Þ. 2. hvitasnnnndag kl. 12, sira Jóh. Þ. kl. 5, sira Bj. J. (Dönsk messa). í frikirkjunni ; Hádegismessa báða helgidaga: síra Ól. Ól. Harald Krabbe prófessor faðir Þorvalds Krabbe landsverkfræðings kom hingað á Botniu í morgun kynnisför til sonar sins. Hótel ísland. í veitingasalnum þ»r er frú Valborg Einarsson farin að leika undir fiðluspili hr. Oscars Johansen. Frúin er einkarvel fær i þeirri list. Oft hin mesta unun að hlnsta á hljómleika þeirra. Þau eru hvergi smeik við að leggja út i þunga kafla nr söngleiknm Bizet, Wagners, Gounod, Verdi 0. s. frv. íþróttavöllurinn. Hann er nú það langt kominn að hægt verðnr að byrja að nota hann dálitið til leika á hvitasunnunni eða svo. En fullger verðnr hann eigi fyr en um næstu helgi. Skipaferðir. Botnia (skipstj. Aasberg) kom hingað frá útlöndum i morgun. Meðal farþega: frú Margrét Zoega, Ól. Árnason kaupm., nokkurir Yestnr-íslendingar: Jón Yopni, Guðjón Ólafsson 0. fl. Ennfremur nokkurir Englendingar. Sandgræðslumál. í 50. tbl. »Þjóðólfs« 60. árg. er stutt hugvekja um sandfok. Eg minnist þess ekki, að hafa séð þessu máli hreyft opinberlega s'ðan, að öðru leyti en því, að skömmu seinna flutti sama blað of- urlitla ádrepu sama efnis. Alþingi, sem háð var seinna á þeim vetri, tók málið ekki til meðferðar og skal engum get- um um það leitt, hvernig á því hefir staðið. Af þessu má nú meðal annars ráða það, að annaðhvort á þetta mál 5>for- mælendur fá«, eða þeir eru nauða fram- takslitlir. Eða þá að mönnum er málið annaðhvort ekki nægilega ljóst til þess, að þeir geti um það hugsað að gagni og lagt orð í belg, eða að það er ekki þess vert, að því só gaumur gefinu. Með því að sumar af þessum getgátum eru engar getgátur, og með því að svona lítið hefir verið um það rætt, þá mun varla hregt að kalla það, að bera íbakka fullan lækinn, þó að nú séu rifjaðar upp helztu orsakir sandfoksins á landi voru, bent á hættuna, sem af þvi getur stafað, ef ekkert ei að gert og helztu ráðin, sem hugsanlegt er að beita megi til að afstyra henni. Það gæti þá ef til vill orðið til þess, að einhver færi að líta í kring um sig, gæta að, hvort ekki væri hætta á ferðum við tærnar á hon- um, hætta, sem hann hefði ekki tekið eftir áður. Og þó að það væri ekki nema einn — en það er víst, að þeir verða fleiri, — sem sú athugun gæti orðin til góðs, þá er betur farið en heima setið. Fáir, sem búnir eru að slíta barna- skónum, munu bera svo glögg merki heimaeldisins, að ekki hafi þeir oftar en einu sinni gengið upp á eina eða aðra hæð í grendinni. Eflaust hefir fátt ný- stárlegt borið fyrir augun, nema k/rnar og kindurnar og hestarnir, sem alt af voru sitt á hverjum stað í hvert skifti. Nú skulum vór, lesari góður, fylgjast að upp á einhverja hæð, þar sem slótt- ar mýrar eru alsstaðar umhverfis, en skeytum ekkert um búfónaðinn rótt á meðan. Setjum svo, að þetta só á þurrum, lygnum vordegi. Við stöndum þá þarna uppi á hæð- inni, hressum okkur á hreinu loftinu og dáumst ef til vill að einu og öðru, sem fyrir augun ber. En þegar minst varir sjást sk/hnoðrar hór og hvar á himninum, sem áður var alheiður. Það fer að hvessa. Grasið á m/rinni geng- ur í bylgjum fyrir vindinum. En upp úr miðjum ölduganginum rís hár, mó rauður strókur. Við könnumst við hverju það sætir: það er moldrok eða sandfok. Sandfok í miðri myrinni? Það skilj- um við ekki. Við verðum að fara og rannsaka, hvernig á því stendur og spyrjast fyrir um það. Við höldum heim að bænum, sem næstur er blettinum, sem rauk úr. Ef til vill getum við fengið fullorðinn mann, sem dvalið hefir á þessum bæ í 25—50 ár, til að fylgja okkur. Og jafnframt því, sem við athugum sjálfir, spyrjum við hann spjörunum úr. Þegar við nálægjumst flagið sjáum við, að upp úr því standa háir moldar- hnausar — miklu hærri en grasborðið umhverfis. Þarna hefir þá ef til vill verið hæð eða bunga áður en blástur- inn byrjaði. En þeir hafa líka getað hækkað eftir þann tfma, einkum um það leyti, sem grassvörðurinn, sem kring um þá var, fauk í burtu. Nokkrir þeirra eru stórir um sig — heilar torf- ur — aðrir minni og sumir virðast ekki öllu gildari en þrekinn maður. En allir eru þeir líkir í vaxtarlagi: svipaðir fífl- um. Að neðanverðu, eða um miðbikið eru þeir mjóstir, en miklu gildari efst, llkt og karfa — höfuð — fífiísins. Vind- urinn hefir sópað, og sópar moldinni úr hliðunum, en grasræturnar hamla því, að hann nái að flytja hana í burtu úr efstu brúnunum, því að allir eru hnausarnir grasi vaxnir að ofanverðu. Þeir mjókka nú meir og meir að neðan, þangað til hálsinn getur ekki lengur borið þuuga höfuðsins — grasrótina. Hálsinn brotnar, höfuðið fellur niður, mylst í sundur, fúnar og f/kur í burtu. Á milli hnausanna og grasblettanna er gróðurlaus sandur og mold, því að þar er hreyfingin svo mikil á kornun- um, þegar vindur er, að ekkert fræ nær að festa þar rætur. Alt þetta og ymis- legt fleira getum við leeið í lófa okkar, ef við höfum kynst einhverjum öðrum svipuðum bletti og tekið eftir hvernig þar breyttist, og því getum við einnig nokkuð ráðið, hvernig fara muni hór En eitt er okkur óljóst: hvernig á því stendur, að grasrótin bilaði og hór byr- jaði áð blása upp, því að alt er grasi vafið umhverfis og bletturinn ekki mjög stór. Við snúum okkur því að gamla mann- inum og spyrjum hann, hvort hór hafi verið nokkurt flag, þegar hann mundi fyrst eftir. Nei, þar var ekkert flag og ekki meira en 18—20 ár síðan það myndaðist. Við rengjum hann og höld- um þvf fast fram, að einhversstaðar hafi þó sést í mold. Hann brosir við og segir: »Jú, auðvitað í götunni«. Hnút- urinn er leystur og nú fáum við að vita, að hór var fjölfarin gata, sem menn fóru um á leið til kaupstaðarins áður en »n/i vegurinn« var lagður. — Hafa margir af lesendunum gert sór í hugar- lund, að n/ju vegirnir geti firt oss þeim vandræðum, sem uppblástur landsins veldur? Eg verð að taka það fram hór, að þessi I/sing er enginn tilbúningur út i bláinn. Eg hefi haft ákveðið svæði fyr- ir augum, þar sem einmitt þannig hefir gengið. Og þannig er það oft og víða, að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.