Ísafold


Ísafold - 03.06.1911, Qupperneq 3

Ísafold - 03.06.1911, Qupperneq 3
ISAFOLD 143 VARVETNA á hnettinum er Sunlight-sápan notub með ánægju af húsmæð- runum framar allri annari sápu. Ef þið viljið lengja tomstundir yðar og Ijetta vinnu ykkar, þá skuluð þið nota Sunlight sápuna. SUNLIGHT SÁPA Erindreki. Reglusamur maður með beztu meðmælum, sem ferðast hefir um ísland fyrir innlend og útlend verzlunarhús í allmörg ár, vill gefa kost á sér til að selja vörur, innheimta skuldir og gera samninga þar að lútandi. — Mjög sanngjörn ómakslaun. Þeir sem vilja sinna þessu, óski upplýsinga skriflega merkt: »Umboðsmaður« og afhendist á skrifstofu þessa blaðs fyrir 6. júní næstkomandi. Ur því verður öllum fyrirspurnum þessu við- víkjandi svarað tafarlaust. Munið að frá J. D. Beauvais fær maður beztar niðursoðnar vörur, hvergi meira úrval í bænum en í Edinborg. Hinir alkunnu, þjóðfrægu Vindlar fást aðallega i Edinborg. Ungir og gamlir segja að Reykjarpípurnar séu langbeztar 1 Edinborg. uppblásturinn hefir í öndverðu myndast út frá götutroðningum. í dæminu, sem tilfært var, voru það kaupstaðargötur. En það er ekki avo að skilja, að svo mikla umferð þurfi. Hann getur jafn- vel stafað frá fjárgötum, í sambandi við þetta má einnig benda á aunað dæmi. Fjárborg, svo kölluð, var gerð á lyngi og grasi vöxnum móa. Enginn steinu var þar fyrir hendi og því var borgin gerð iir hnausum, sem stungnir voru þar í grendinni. Jarð- vegurinn er laus og léttur og blandað- ur eldfjallaösku. Flagið, sent hnausarnir voru teknir úr, lá óþakið. Og hvernig fer? Moldin og askan þyrlast úr flag- inu, það stækkar og nú vofir hættan yfir miklum hluta sveitarinnar. Það mun óþarft að skyra frekara frá því, hvernig uppblásturinn heldur áfram að breiðast út, þar sem líkt er ástatt Og nú var á drepið. En snúum þá aft ur að flaginu í mýrinni. Getur sand- fokið haldið áfram að breiðast út þar, eða þar sem líkt er ástatt? Jú, vissu lega. Skilyrðiu til þess vantar sjaldan. Saudurinn og moldin berast uudau vind- inum út á graslendið umhverfis. A meðan saudburðurinu er ekki of mikill hleðst hann í rótina og grasið vex upp úr. Við það hækka barmarnir ár frá ári. Og vegna þess, að flagið er miklu lægra en þeir, þá geta þeir ekki haldið í sór raka svo neinu nemi. Grasrótin er svo seig, að vindurinn vinnur ekki á henni þegar í stað. En hún veikist eftir því sem meira berst að af mold inni. Og á annari hliðinni, þóirri sem að flaginu veit, er opið sár, gróðurlaus moldin. Fýkur nú moldin úr því smám- saman. Bakkarnir, sem slúta fram, brotna niður. Rætur og strá fúna og fjúka um síðir — alveg eins og úr hnausum, sem enn standa til og frá í flaginu. Og þannig gengur það koll af kolli. — Eg hefi oft heyrt því haldið fram með fögrum háróma orðum, hve náttúr- an vinni dyggilega að græðslu og allri uppbygging sinni. En hún hjálpar sér stundum ekki síður á dásamlegan hátt til að rífa sjálfa sig niður og spilla sór. Ekki er því jafnan svo farið, að slík börð myndist. Þar sem sandmegnið er nægilega mikið, þar veltur sandurinn eins og flóð á sjávarst.rönd, yt'ir gras Jendið og eyðileggur auðvitað alt, sem fyrir verður. Grassvörðurinn er víða veikari en margur hyggur. Jafuvel óvæg fjárbeit á vetrum — að ógleymdri lyng- og mosa-söfnun — getur valdið og hefir oft valdið eyðingu blómlegra og gras- gefinna landssvæða. Þegar þetta, sem nú hefir sagt verið — þó að fátt só — er íhugað og borið saman við níðsluna og skeytingarleysið, sem hefir átt sór stað, þá mun engan furða, þó að margt eitt svöðusárið og margan líkþrárblettinn megi nú líta á landinu okkar. Því fer fjarri, að enn sóu taldar allar orsakir sandfoksins og verður það ekki gert hór. Þó verður að benda á ár og læki Þar sem þau hafa grafið sér djúpa farvegu myndast háir bakkar. Þar hef- ir vinduriun náð til og víða feykt burtu þykkum jarðlögum af stórum svæðum. — Skógum er eytt úr hlíðum. Kuld- inn á vetrum nær þar jarðveginum bet- ur eftir en áður. Frostsprunga mynd ast þar. Leysingarvatnið leitar niður eftir henni og víkkar hana dálítið. Vindurinn nær sór þar niðri og alt ber að sama brunni : naktir melar í stað skógi vaxinna hlíða. — Eru nú nokkur ráð til að bæta og draga úr einhverju af allri þessari ger- eyðing? Því miður hófum við enn litla reynslu í þeim efnum. En af þeirri reynslu, sem fengin er, má þó ráða ým- islegt, og skal nú gerð grein fyrir fáu einu. En sízt má gleyma því, að hór er um nýmæli að tefla, lítt rudda braut, sem ekki sóst enn fyrir endann á. Má því enginn ætla, að hann öðlist allan sannleikann í þessum efnum af því, sem hér verður sagt. Við skulum þá hugsa okkur foksvæði, þar sem litlar mishæðir eru eða engar. Fyrsta skilyrðið fyrir því, að nokkuð verði lagfært er fullkomin friðun, friðun fyrir allri fónaðabeit og umferð. Sauð- fó sækist meira eftir þeim stráum, sem vaxa í grend við foksvæði en nokkurum öðrum. Þetta er hinn mesti skaði fyrir jörðina. Jarðvegurinn losnar og tætist sundur vegna umferðarinnar og þegar stráin eru upp bitin, þá grefur fónað- urinn og rótar upp sandinum til þess að ná í ræturnar. Þegar stormurinn skellur á, veitir honum nú margfalt hægara að róta upp sandinum, þar sem fónaðurinn hefir losað hann áður og stráunum með rótum þeirra, sem áður voru til hlífðar og festu, er burtu kipt. Flýtir þetta mjög fyrir útbreiðslu sands- ins. Fyrir því er bezt að friða sem mest af graslendinu umhverfis sandinn, eink- um þeim megln, sem veit undan aðal vindáttinni. Og verður lítið eitt nánar vikið að því síðar. Þessi friðun fæst nú ekki á annan hátt en með vandaðri vírgirð- ingu. — Þá þarf að hugsa um að draga úr hreyfingu sandsins. Verður það helzt með grjótgörðum — þar sem grjót er nægilegt — annars úr borðum eða hrísi. Þessir garðar standi flatir fyrir aðal-vindáttinni. Tökum dæmi til skýringar. , A Suðurlandi standa þurrir vindar oftast af norðri. Eiga þá garð- arnir að liggja frá austri til vesturs. Þessir garðar vinna margt í senn. Sand- urinn dregst að þeim, líkt og snjór væri, og myndar breiðar öldur til beggja hliða við hann. Það sem þann veg safnast fyrir, breiðist þá ekki út á graslendið og mikil líkiudi eru fengin fyrir því, að fræ geti einnig numið staðar í skjól- fnu og fest þar rætur og einungis í þessum skjólum er tiltækilegt að reyna sáningu. Nú hættir einnig að fjúka úr því svæði, sem öldurnar þekja. En þeg- ar lengra dregur, þá nær vindurinn sór aftur niðri á sléttunni. Af breidd og lögun öldunnar má talsvert ráða, hve garðarnir þurfa að vera þóttir. Reynslu vantar þá til þess að geta ákveðið það með vissu. Staðhættir gera og mikið um. En allar líkur eru þó til, að bilið á milli þeirra ætti ekki að vera meira en 25—40 faðmar. Þá er æskilegt, og etida nauðsynlegt, að gera aðra garða og myndi þeir rótt horn við þá, sem áður eru nefndir, þanuig, að út komi ferhyrndir blettir, en lengra má vera á ntilli þeirra en hiuna, þar sem minna sandfoks má vænta af austri og vestri en norðri. Og ekki þurfa þeir að ná lengra en sem svarar inn í miðjar aðal- öldurnar. Þegar þannig er búið að búta niður alt sandfokssvæðið eða flagið, þá hættir saudurinn að breiðast út til nokkurra ntuna, því að vindurinn nær aldrei að næða a honum nteð fullu afli; það lend ir á efstu steinaröðinni í görðunum; hún stendur upp úr. — Reynandi er að sá melfræi í allar lautirnar, en búast má við, að rnikið mishepnist af því. Bezt væri að geta afkastað öllum garð- byggingunum á einu ári á öllu svæðinu, sem þarf að græða. En því mun sjald- an að fagna, nema bletturinn só því minni; til þess vantar aflið — fáð. Verður þess vegna ekki hjá þvf komist, að sandurinn breiðist meira eða minna, meðan á garðahleðslunni stendur. Kem- ur þá graslendið innan girðingarinnar í góðar þarfir. Mundi antiars hætt við, að sandurinu væri kominn út fyrir girð- inguna áður en hann yrði stöðvaður, og sandfokið taka sig upp þar á ný. En í þess stað kemur nú það í ljós, að gróðurinn innan girðingarinnar hefir ein- mitt aukist og margfaldast og tekur nú til að breiðast út fyrir alvöru. Moldar- og sand-ryk sóst að vísu enn stíga hátt í loft upp yfir flaginu, þegar þurrir vindar blása, en það er svo fíngert, að það gerir gróðrinum umhverfis lítið eða ekkert mein. Gróðurinn heldur áfram að breiðast út, sárið minkar, líkt og auði bletturinn minkar á pollinum, sem leggur í logni. Ef bletturinn, sem um er að ræða, er lítill, má hefta fokið með því að tyrfa hann. Allskonar rusl úr fjárhús- um og heyhlöðum má og nota. En með því að svo lítið fellur til af þesskonar rusli á hverjum einstökum bæ, þá þurfa sem flestir að leggja til sinn skerf. Er líklegt að flestir nágrannar sóu fúsir til þeirrar liðveizlu, því að oftast er því þann veg farið, að auðnin spennir greip- ar þeirra eigin jarðir, þegar fram líða stundir, ef ekki er að gert í tíma. — Full ástæða væri að ræða og skýra þetta mál miklu frekar en hór hefir gert verið. Verður þó að láta hér staðar numið. Veturinn 1908—09 hlustaði eg áræðu- stúf, sem haldinn var í Reykjavík. Ræðumaður er einhver áhugamesti bún- aðarfrömuður landsins og hefir unnið að endurbótum hans í mörg ár. Meðal annars mintist hann lítið eitt á sand- fokið. Eftir að að hafa farið nokkurum orðum um öll þau ósköp, sem við töp uðum árlega út í veður og vind, og hve illa við mættum við þeirri blóðtöku, bætti hann við þessum athugaverðu orð um : »En fyrir svo sem tíu árum hafði eg enga hugmynd um þetta tap og ekki heldur að unt væri að draga úr því«. Þessi ummæli rifjuðust upp fyrir mór nýlega, og það eru þau, meðal annars, sem hrundið hafa af stað þessum hug- leiðingum. Af orðum ræðumannsins má með full- um rótti draga þá ályktun, að allflestir muni vera nauða-fáfróðir í þessum efn- um. En á meðan svo stendur, þarf ekki að vænta mikils áhuga á endur- bótunum. Enginn vinnur að því, sem hann hvorki veit að þurfi að vinna, nó mögulegt só að framkvæma. Þekkingin á þessu þarf að aukast eins og mörgu öðru. Væri ekki heppilegt að setja þá fræðslu í samband við búnaðarnáms skeiðin ? Egill Erlendsson. Aths. Dregist hefir all-lengi ac? birta grein þessa vegna rúmleysis i blaðinn. Ritstj. Sjálfstæðisflokkurinn og Kr. J, Mér hefir verið bent á, að Kr. J. hafi eigi greitt atkvseði um það hvort honnm skyldu greidd gæzlustjóral aunin. —- Þetta vildi eg taka fram. — En vitaskuld skiftir þetta eigi miklu jnáli — þvi að af innsetningunni leiddi auðvitað launagreiðslan — var að- eins dilkur innsetningarinnar og þvi at- kvæðagr. i innsetningarmálinu óbeinlinis atkvæðagreiðsla i launamálinu. — Auditor. Það er leiðimlaverk að karpa við svo nauðalólegan málsvara, sem er ráð- herraskjaldsveinninn í bannfjendablaðinu. — Þó verð eg að eyða í hann örfáum orðum til þess að leiðrétta hortugustu stór-rangfærslurnar hjá honum — hvort sem gerðar eru móti betri vitund eða ei. 1. Eg hefi hvergi sagt, að Björn Jóns- son myndi hafa setið við völd með stuðn- ing einna 14 þjóðkjörinna þingmanua + 6 konungkj. — Eg sagði það sem blaðið prentar upp tveim línum fyrir ofan þessa fullyrðingu, að svokallaðir sparkliðar hefðu ekki komið fram með vantrausts- ályktunina, ef B. J. hefði haft sór til fylgis 6 kgkj. þingmenn, auk 14 þingm. í neðri deild. Eg veit ei hvort hann skilur muninn? Allir aðrir skilja hann. Þessi orð mín voru á góðum rökum bygð, m. a. yfirlýsingu Bjarna frá Vogi í Isafold. — Hór fer ráðherraskjald- sveinninn því með alrangt mál — og ályktanirnar auðvitað að sama skapl. 2. Sig. Hjörleifsson ritstj. reyndi að koma vitinu fyrir efrideildar»dóminn« um að k j ó s a gæzlustjóra, en eigi dæma Kr. J. inn. En efrideildar meiri- hlutinn vildi það eigi — heldur d æ m a Kr. J. inn. Skraf skjaldsveinsins um, að aðgerðir efrideildar hafi verið »í raun og veru sama sem að kjósa Kr. J.« — er því ekkert annað en rangfærslur eða bull skilningslauss manns. 3. Hjalið um, að 14menningarnir hafi ætlast til að B. J. sæti til kosninga — með sínum stuðning að eins — og að það hefði verið þingræðisbrot — er vit leysa. Ef til vill hefir þeim virzt svo utn hríð, að ekkert samkomulag gæti orðið um nokkurn ráðherra og þá búist við, að konungur myndi biðja B. J. að gegna störfum (fungera) til kosn- inga. Þótt svo hefði orðið, var þ a ð ekkert brot á þingræðisreglunni, — heldur hið eina hugsanlega, enda mörg fordæmi fyrir sams konar hátterni í helztu þingtæðislöndttm. Þá fyrst hefði verið um þingræðisbrot að tefla, ef B. J. hefði ætlað sór að sitja eftir að annar maður væri búinn að hljóta stuðning meirihluta þjóðkjörinna þing- manna. Þ a ð var það, sem Kr. J. gerði. — E f t i r að hann vissi að Skúli Thor oddsen var búinn að fá loforð fyrir stuðn- ing 20—21 þjóðkjörins þingmanns, meira að segja a f eigin fokki Kr. J., tróð hann eigi að síður sjálfum sór fram og notaði til þess fulltingi fjandmanna sjálfstæðisflokksins og málsstaðarins, sem hann berst fyrir. Hvernig í dauðanum á að verja annað eins atferli? Er eigi sá maður, sem eigi fyrirverð- ur sig fyrir annað eins og þetta, búittn að fyrirgera trausti góðra manna? Vissulega I 4. Ráðherrasveinninn er sífelt að tala um, að Kr. J. hafi liaft fylgi 23 þing- manna. Hverir eru það ? I símskeyti því, er formaður Sjálfstæðisflokksins og forseti sameinaðs þings sendu konungi, stóð, að enginn annar en S k ú 1 i gæti vænzt stuðnings sjálf- stæðisflokksins, og 20 sjálfst.- þingmenn hans staðfestu skeytið með undirskrift sinni. Hvernig getur þá Kr. J. hafa haft 23 fylgisntenn ? Ekki með öðru móti en því, að á þingi væru 43—44 þingmenn. Ef til vill eru þeir svo margir í heila ráðherraskjaldsvtíinsins. Það væri ókki vitlausara en margt annað — í því höfði. Karl í koti. -----BSS------- Raddir um þegnskylduyinnuna. ísafold hafa borist ýmsar raddir um það mál, en eigi getað leyft þeim rúm — vegna þrengsla — fyrri en nú. I. Nú fyrir skemstu sá eg í ísafold áskorun til Alþingis frá einu ungmenna- fólaginu (Olafur pái) þess efnis, að það (Alþ.) tæki þegnskyldumálið til meðferð- ar nú þegar það kæmi saman, svo að það geti komið sem fyrst til framkvæmda. En um leið leggur fólagið það til, að þegnskylduvipnan verði ekki lögboðin, heldur unnin af frjálsum vilja. Það er þessi liður tillögunnar, semeg vildi lítillega athuga, meðfram vegna þess, að samhljóða raddir hafa heyrst úr fleiri áttum. Af því að eg álít skoðun þessa skaðlega og líklega til að vinna málinu mikið ógagn, nái hún fram að ganga, er nauðsyn á að hún só kæfð í fæðingunni. Ollum sem um þegnskylduvinnuna hafa rætt af dómgreind og viti, hefir komið saman um, að hún muni i fram- tíðinni geta orðið öflug lyftistöug fyrir andlegar og líkamlegar framfarir þjóðar- innar. Eigi þetta að nást verður þegnskyldu- vinnan að ná til allra — allra rnanna á landinu jafnt kvenna sem karla, þeir einir sóu undanþegnir, sem vegna 1/k- amslýta, heilsubrests eða annarra ann- marka alls ekki geta talist vinnufærir. Og öllum verður að gjöra ókleift, að leysa sig undan vinnunni. En þetta verður ekki trygt með öðru en lögum. Eg býst nú reyndar við, að til þessa verði svarað: að engin hætta sé á að margir skerist úr leik þó vinnan só ekki lögboðin, almenningsálitið muni dæma þá menn þeim stóradómi, sem enginn geti mannskemdalaust undir búið, brenna þá í þeim eilífa eldi o. s. frv. En almenningsálitið er hvikult hór eins og veðráttan. Svo eru líka til þeir menn hór, sem ekki kæra sig mikið um »almennings- álitið«, þegar því er að skifta. Embættismennirnir og embættislausu eftirlaunamennirnir m. fl. (o: höfðingj- aruir) eru ekki líklegir til að leggja á sig — eða börn sín — líkamlegt erfiði, ef þeir geta komist hjá því með hægu móti. Og ætli synir þeirra og dætur yrðu ekki ófús á að taka sór reku í hönd »og moka skít fyrir okki neitt« — við hlið smælingjanna? Eg býst við að óhætt só að svara þessari spurningu játandi. Mundi þá fara semoftar: »Hvað höfðingjarnir hafastað, hinir ætla sér leyfist það«. Vór íslend- ingar erum tilfinninganæmir, fljótir að álykta, en úthaldslitlir. Tel eg því lík- legt að nokkrir tækju þátt í vinnunui í fyrstu, en fljótlega mundi úr því draga — þolleysið koma í ljós. Ekki verður heldur þeim rökum til að dreifa, að vér sóum svo vinnugefnir, að það só einhlítt, °g þó fyrirlitning fyrir erfiðisvinnu só Bókmentafjelagið heldur fund í minning aldar- aírnælis Jóns Sigurðssonar laugardaginn ij. júní næstkomandi kl. 4 síðdegis i hdtiðasal mentaskólans. For- seti minnist starfs Jóns Sigurðssonar firir Bókmentaf jelagið. Lagt fram Minn- ingarrit aldarafmælisins, sömuleiðis ýrumvarp til nírra ýjelagslaga, sem fela í sjer sameining deildanna í eitt ýjelag, með heimili í Reykjavík. Fjelagsmenn innanbæjar fá sent með pósti fundarboð, er gildir sem að- göngumiði. Fjelagsmenn utanbæjar vitji aðgöngumiða eigi síðar en 16. horfin hjá flestum, þá höfum vór meira en nóg af erfiðis ó 1 y s t — þarf ekki annað en renna augunum eftir göt- um bæja og kauptúna — sumar og vet- ur — til að sannfærast um að svo só. Svo mikið er þó til að starfa hór, að menn ættu ekki að þurfa að hvíla hend- urnar 1 vösunum — að sumrinu. — Eg gat þess hór að framan, að nauðsynlegt væri að a 11 i r tæku þátt í vinnunni. Vór erum svo fámennir ísl. að vór megum ekki við því, að margir skerist úr leik, þegar vinna þarf að framförum lands og lýðs. Af þegnskylduvinnunni leiðir líka að sjálfsögðu talsverð útgjöld fyrir landsjóð. Þessi útgjöld fær landið b e i n 1 í n i s borguð með vinnu — og meira eu það — ef rótt er á haldið. En svo g e t u r farið að fyrirkomulag vinnunnar verði þannig, að landið bíði við það fjártjón, en þegar nú hægt er að fyrirbyggja það með lögum, án þess nokkru sé þar með spilt, vona eg að flestir sjái, að sú leið verður betri og tryggilegri. En illa er það farið, ef svona góðu máli verður spilt með framhleypni og i sjálfstæðisgorgeir lítt hugsandi manna. Úr þvi eg fór að rita um þetta mái, langar mig til að benda á beinustu og fljótförnustu leiðina að takmarkiuu. Eg býst við að Alþingi taki málið til meðferðar nú,1) en þó álít eg varhugavert að samþykkja lög um það nú þegar. Heppilegast verður- að bera það undir atkvæði þjóðarinnar, en atkvæðisrótt ættu að sjálfsögðu allir að hafa, eldri en 16 ára, gæti komið til mála, að ekki hefðu ‘) Ekki varð úr þvi. — Ritstj. júní, hjá bókaverði vorum, bóksala Sigurði Kristjánssyni. Björn M. Ólsen, p. t. forseti. Reclameartikel-Fabrik Spiegel, Bleistift etc. sucht Wiederverkaufer. Hervor- ragende Neuheiten, die guten Nutzen lassen^ Offe’rten u. »U. 2276« an Ilaasenstein & Vogler A. G. i Nttrnberg._________________ j 4 stúlkur, vanar fiskverkun, geta fengið atvinnu á Austfjörðum. ________________Karl Nikulásson. Telpa óskast nú þegar til að ann- ast barn á Laufásveg 14. aðrir atkvæðisrótt en á aldrinum 16—24 ára, og réði úrslitum einfaldur meiri- hluti. Atkvæðagreiðslan ættl ekkl að vera leynileg. Þessi atkvæðagreiðsla ætti að geta far- ið fram á næsta sumri. Mætti þá í fjár- lögunum heimila fó málinu til undirbún- ings. Færi svo að atkvæðagreiðslan yrðl þvl til falls, væri ekkert í hættu, féð lægi óeytt, en annars verður því varið til að undirbúa menn þá, er taka að sór stjórn vinnunnar og annað það, er að henni lítur. Þetta hefir þánn kost, að hægt verð- ur að taka til starfa strax, þegar alþ. hefir samþykt lög fyrir þegnskylduvinn- unni, sem þá ætti að geta orðið næst þegar það kemur samau. Annars álít eg það ekki svo afar mikilsvert atriði, að málinu verði flýtt svo mjög, aðeins að því verði ráðið svo viturlegatil lykta að vór höfum af því a 11 það gagn sem hægt er að hafa. Eirikur snara. Elverhöj ókeypis fyrir börn. Á miðvikudaginn ætla hinir dönsku leikarar að leika Elverhöj ókeypis fyrir börn hér í bænum. — Það er fallega gert. — Aðgöngumiðum útbýtir Morten Hansen skólastjóri í Barna- skólanum frá kl. 11—12 á þriðjudag.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.