Ísafold - 24.06.1911, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.06.1911, Blaðsíða 3
ISAFOLD 163 Kjördæmi Jóns Sigurðssonar forseta, Sungið á Rafnseyri 17. júní 1911. Minni Arnarijarðar. Sungið á Rafnseyri 17. júní 1911. Lag: Heyrið vella’ á heiðum hveri. Heilir, bræður! — Hér sé friður! Hann, sem forðum leiddi yður, heilsar yður enn. :,: Gróðir andar aldrei deyja, yður með þeir heyja stríð :,: ef þér eruð menn. :,: Hitnar ekki’ um hjartarætur hverri sál, er þráir bætur :,: handa landi’ og lýð, :,: þegar ímynd íslands vonar afrekstákn þess bezta sonar :,: heilsar sól og hlíð? :,: Ekki’ er nóg að muna manninn, meira’ er vert að geyma sanninn: :,: drengskaps dæmið hans; :,: búi hér við bautasteininn bjargföst trú um héraðsmeinin, :,: trygðin, trúin hans! :,: Snúið móti morgni stafni! merkið fram í drottins nafni: :,: mikla merkið hans! :,: Þá mun enn hans andi ríkja, yður kenna hvergi’ að vikja, — :,: munið heróp hans! :,: Þá mun öldin ófædd líta allra hugi saman knýta :,: bróðurandans band, :,: — þá mun ljóma’ um fjörðu fagur friðarbogi, sumardagur :,: verma Vesturland t :,: Guðm. Guðmundsson. Lag: Þú, vorgyðja, svífur. Hér sáu þeir Jjós, sem frá liðinni tíð und leiðunum ókendu sofa, — er feigðarspá vofði’ yfir iandi og lýð og lítt fyrir stjörnum sást rofa, og Eyrina döggvaði dreyri þess manns, er drengur var beztur með sonum vors lands. Það sást fyrir öld, og vér sjáum það enn á sama stað glampandi loga: sá frelsis vors lífsvaki’ og ljósvaki’, er senn skal lýsa’ yfir heiðar og voga. Og hvert sinn, er frumherjar fæðast oss hjá til frelsis og dáða, þér munuð það sjá. Og bætt heflr Islandi hamingjan Hrafn að héraðsins guðvígum arni: Hér greypt er i steininn hið göfgasta nafn, sem gefið er landsins vors barni: að heita þess stcjöldur, þess sómi, þess sverð, og sigurorð bera’ yflr áranna mergð. Á heillastund saman á hamingju-stað vors héraðs og þjóðar vér stöndum, og vonirnar drífa nú dagheiðar að frá dölum og vogum og ströndum, — þær rétta fram brosandi blómkerfln sín og benda’ á hvar ljós yfir Eyrinni skín. Guðm. Guðmundsson. Kosningaréttur og kjörgengi kyenna. (Kvenréttindafylgismaður einn mik- ill hefir beðið ísafold fyrir eftirfarandi athugasemd:) Með þessari yfirskrift er greinar- stúfur í 23. tbl. Ingólfs, undirritaður af »Þóri«. Grein þessi er svo sérstak- lega úr garði ger, að mér finst þess vert að sem flestir fái að sjá efni hennar og innihald, ásamt litlum at- hugasemdum og útskýringum. Þórir byrjar fyrst á að barma sér yfir aðgerðum síðasta þings í kven- frelsismálinu, og að í pví komi blöð- unum öllum saman, nema Ingólfi. Þetta komi til af því, að annaðhvort hafi þessi svonefnda kvenfrelsishreyf- ing mjög mikið fylgi, sem sé næsta ótrúlegt, eða þá að menn þori ekki að segja neitt á móti henni til að styggja ekki vissan hluta af kvenþjóð- inni. Skilji nú hver sem vill og getur rökfræði Þóris. Af því kvenréttinda- hreyfingin hefir svo lítið fylgi þá þorir hvorki þingið né blöðin að mótmæla henni! Hvað mundi þá verða ef fylgið væri mikið. Viss stjómmálaflokkur segir hann að hafi þyrlað þessu upp og svo hafi hinir, 0: mótflokkarnir, smittast. Þetta er önnur ástæðan. Annars eru þeir ekki vanir, stórnmálaandstæðing- arnir, að elta hver annan í skoðunum, en hér gera þeir það í þessu máli, íij pví að pað hefir svo litið ýylgi. Ekki vantar brjóstgæðin. Þá kemur nú mergurinn málsins, kosningarréttur kvenna. Þórir segir að samkvæmt »lögum« síðasta alþingis eigi allar giftar konur og lausamenn, sem séu 25 ára, að fá kosningarrétt*. Þegar konur fái þessi réttindi, séu þær skyldar til að nota þau — þær verði að setja sig inn í öll mál, er þjóðina varða. Með þessu sé konan knúð til að gefa sig við opinberum málum og fara að taka »aktívan« þátt í pólitíkinni. En hjá oss sé pólitikin ekki göfgandi. Bakmælgi illyrði og rógburður séu vopn póli- tiskra mótsöðumanna«. »Konan sé sólskinið áheimilinu, sem með yndis- leik sínum og bliðu geri það að sælustað fyrir hitt heimiíisfólkið«. Og enginn geti haft jafn góð áhrif á börnin og móðirin. En þó muni enn þá meiri ófriður stafa að hlut- töku kvenna í pólitíkinni. Þessi rökleiðsla Þóris þarf engra athugasemda við. Því þótt hann segi að konurnar muni verðatil að spilla pólitíkinni vegna örlyndis síns, og tilfinningasemi, þá sannar hann það gagnstæða, með því að fullyrða, að þær séu »sólskinið á heimilunum, sem geri þau að sælu- stað fyrir alla«. Þar gætir þá hvorki ofmikils örlyndis né ofmikillar til- finningasemi. Og hvergi mundi þó hættara við að það gæti valdið ófriði en í daglegri sambúð. Konan hefir eftir þessum vitnis- burði Þóris einmitt beztu skilyrðin fyrir því að bæta hið spilta pólitiska ástand, sem hann sýnir með svo dökkum litum. Og hin happasælu áhrif mæðranna á barnssálirnar gætu þá verið áfram- haldandi, því mæðurnar mundu þann- ig sem lengst geta haldið sínum bless- unarríku áhrifum yfir sálurri sonanna, sem Þórir mun ekki neita, að verði börn þeirra eftir sem áður. En Þórir þekkir auðsjáanlega ekki þetta mál, sem hann er að fárast um. Hann segir að »samkvæmt lögum síð- asta alþingis eigi allar gijtar konur og lausamenn að fá kosningarrétt«. Hvar standa þau lög skrifuð? Ekki í Al- þingistíðindunum frá 1911. En ef hann á við breytinguna á 6. gr. nú gildandi stjórnarskrár, þá hljóðar hún einnig alt öðru vísi. Þóri til hægri verka skal eg setja hana hér í heild sinni: »Kosningarrétt til óhlutbundinna kosn- inga til alpingis haja karlar og konur, sem eru fœdd hér á landi, eða haja átt hér lögheimili siðastliðin / ár og eru 2j ára, er kosningin jer jram. Þó getur enginn átt kosningarrétt, nema hann hafi ófiekkað mannorð, hafi verið heimilisjastur í kjördœminu eitt ár og sé jjár síns ráðandi, enda ekki í skuld jyrir peginn sveitarstyrk. Nú haja hjón óskilinn jjárhag og missir konan eigi kosningarrétt jyrir pað. Með sömu skilyrðum haja karlar og konur, sem eru 30 ára eða eldri, hlut- jallskosningarrétt til ejri deildar*. Nú er vonandi að Þórir geti »sett sig inn í málið«, þegar hann fer næst af stað. Næst kemur hann að kjörgenginu. Um það segir hann svo: »Eftirleiðis eiga konur að hafa jafnan rétt til allra opinberra sýslana, embætta, osfrv. eins og karlar«. »Illur 'er kosningarrétturinn, en verra er þetta, ef kvenþjóðin notar sér þennan rétt alment*. Nei. Heyrið þér nú, Þórir litlil Eg er hrædd um, að ef breytingin um þekkingarskilyrðin fyrir kosning- arréttinum yrði samþykt, þá feng- juð þér ekki kosningarréttinn á fyrstu árum. Því svona þykka fávizku og skilningsleysi er naumast unt að finna. Hvert barnið, sem gengið hefir i barnaskóla, veit þó að réttur til em- bætta, og kjörgengi til alþingis er sitt hvað. Það hefðuð þér þó átt að vita að minsta kosti, úr því þér fór- uð að tala um þetta mál. En það gerir sig enginn meiri mann en hann er. Og þér hafið auðsjáanlega enga hugmynd um hvaða munur er á þessu tvennu. Þórir hefir ekkert á móti því að konur fái að læra eitthvað lítillega, því ekki þarf mikinn lærdóm til að vera »sólargeisli á heimilunum*. En hann hefir mikið á móti þvi, að þær læri svo mikið, að þær taki bitann frá munninum á honum og öðrum körlum. Það séu nógir karlar til — tiu fyrir einn — og þvl ekki gustuk að taka þetta frá þeim vesl- ingum. — Reyndar telur hann kon- urnar eins færar til þess, en hann er svo ógn hræddur um að þær hætti þá að fást til ýmsra kvennaverka — hætti jafnvel við að fást til að eiga börn. Ellegar að þá myndist eitthvert nýtt kyn. Og við það er hann dauðans |>EGAR GRIKKIR þreyta kappglimu, þá þurfa þeir á kröft- unum að halda, en þegar Sunlight sápan er notuð til þess að hreinsa þ vott inn, þá verður erfiðið Ijett og ánægjulegt. SUNLIGHT SAPA hræddur. Heldur, að hann og hinir karlmennirnir muni ekkert bolmagn hafa móti því. Og svo segir hann að kvenfólkið sjálft hafi aldrei beðið um þessi rétt- indi. Nei, ekki það? Ekki þótt það sendi þinginu 1893 áskorun um fult jdfnrétti í öllum málum, með á fjórða þúsund undirskriftum ? Sömuíeiðis 1907; þá sendi það aftur áskorun um sama til alþingis undirritað af á prettánda púsund konum. Og 1909— 1911 hefir það bæði sent þinginu fjölda áskorana með undirskriftum kvenna, og sömuleiðis ýmist sjálft hreyft því sama á þingmálafundunum eða fengið karla til að bera upp til- lögur til fundarsamþykta um þetta sama efni. Þórir hefir ekki heldur í þessu efni sett sig inn í málið. Það lítur út fyrir að hann sé ekki sérlega kröfu- harður, þegar um hans eigin þekk- ingu er að ræða. Þá heldur hann að eitt land í Norð- urálfunni hafi veitt konum pólitisk réttindi. Eg held nú nærri því að hann sé að gera sig enn þá fáfróðari en hann er. Því allflestir lesandi menn munu þó vita af þeim tveimur — Noregi og Finnlandi. — En fer alt íram hjá Þóri litla. Síðast fer hann að slá um sig með því að konum hafi verið veitt meira frelsi með stjórnarbyltingunni miklu í Frakklandi, en það verið tekið af þeim aftur, af þvi þær hafi viljað fá að ganga í karlmannabúningi? Frakkar hafa líklega verið jafn hræddir við »kynskiftingana« eins og Þórir. En hversvegna héldust þá ekki allar þær réttarbætur, sem karlmönnum voru veittar um sömu mundir? Óttaðist »stjórnin, sem þá tók í taumana* að frönsku karlmennirnir yrðu að kynskiftingum líka, ef rýmkað væri um frelsi þeirra. Eg vil í mesta bróðerni ráðleggja Þóri að lesa betur upp fræðin, áður en hann leggur út á ritvöllinn í næsta sinn. a-\-b. Endurminningar um Jón Sigurðsson. í Skírtii, síðasta hefti, eru margar endurminningar um Jón Sigurðsson. Ekki munu nærri allir lesendur ísa- foldar lesa það rit og mun því ísa- fold í þessu og næstu blöðum birta helztu kaflana úr endurminningum Skírnis. Indriði Einarsson skrifstofustjóri ritar meðal annars svo: 1. Hættir, framganga og nmgengni. Útliti Jóns SigurSssonar ætla eg mór ekki að reyna að lýsa, því að standmynd Einars Jónssonar gerir það betur en eg. Brjóstmynd er til af honum i alþingis- húsinu; hún er gerð af Bergslien, mynd- höggvata Norðmanna, sem gerði líkneski Carls Johans (Bernadotte) handa Krist- U ppboð Mánud. þ. 26. þ. m. verður op- inbert uppboð haldið í bæjarþingstof- unni hér kl. n f. h. og þar selt: Æfintýri H. C. Andersens 143 eint., Jónas Hallgrímsson, sönglag eftir Sig- fús Einarsson, 700 eint. og Að Lög- bergi, sönglag 780 eint. Reykjavík, 24. júni 1911. Bogi Brynjólfsson. Uppboðsauglýsing. Laugardaginn 30. þ. mán. verður opinbert uppboð haldið í skrifstofu bæjarfógeta og þá seldur slægjll- réttur og haustbeit í Örfiris- ey fyrir yfirstandandi ár. Bæjarfógetinn í Reykjavík 24. júní 1911. Jón Magnússon. Stúlka, sem hefir meðmæli um, að hún sé vel að sér í skrift og reikningi, getur fengið atvinnu á skrifstofu hér í bæn- um. — Eiginhandar umsókn, merkt Verzlun, sendist á skrifstofu þessa blaðs fyrir 27. þ. m. Heyvinnu geta nokkrir karlmenn og kvenmenn fengið i sumar. Kristin J. Hagbarð, Laugaveg 46, vísar á. Grár hestur hefir tapast héðan úr bænum sunnudaginn 18. þ. m.— Mark: standfjöður fr. bæði. Óskast skilað á Skólavörðustíg 43. Kartöflur verða nú í nokkra daga seldar mjög ódýrt í verzl. ,,Breiðablik“, Lækjargötu 10 B. Moggis-kj ötsey öisteningurinn fæst í verzl. „Breiðablik" Lg. 10 B. K. F. U. M. ^Almenn samkoma kl. 8l/a á hverju sunnudagskvöldi. Allir velkomnir. Annað kvöld talar síra Fr. J. Bergmann um kristilega unglingastarjsemi í ^Ameríku. Hérmeð tilkynnist ættingjum og vin- um, fjær og nær, að okkar kæra möð- ir og tengdamóðir, Guðrún Jónatans- dóttir andaðist 22. þ. m. Jarðarförin er ákveðið að fari fram frá heimili okkar, Njálsgötu 26, þriðju- daginn 27. þ. m. og byrjar húskveðjan kl. II f. m. Reykjavík 24. júni 1911. Svavar Sigurbjarnars. Jóna Bjarnad. Kristján t»orgrímsson kaup- ir heilflöskur. Kristján Þorgrímsson hefir til leigu IbÚðÍF á ýmsum stöðum í bænum. Kristján Þorgrímsson hefir til sölu nýlegan hjólhest handa ung- ling. Afarmikill afsláttur. Rauður hestnr hefir tapast frá Bústöðum eftir miðjan júní. Hesturinn er 8 vetra, vakur, viljugur, aljárnaður og vottaði fyrir klaufarhóf á framfótum. Mark: heil- rifað hægra. Hestinum skal skilað til Þorvalds Arasonar á Viðimýri eða Sigurðar Briem í Reykjavík. janíubæ. Eftir þeirri mynd hefir Einar Jónsson gert höfuðið á sinni mynd og hún hefir alt nema augun. Augu Jóns Sigurðssonar voru óvenjulega fögur og fjörleg, þau tindruðu svo, sindruðu og brunnu, þegar hann talaði, og var hann þá svo tignarlegur, að mörgum manni komu helzt til hugar, þegar hann hólt ræðu, orð Jónasar Hallgrímssonar um Kristján VIII: »Fagureygur konungur við fólkstjórum horfði,« og »hvergi getur tignarmann tígulegra«. Eg heyrði hann ekki halda fleiri ræð- ur en 5—6, en að mínu áliti var hann mjög mælskur maður. Hann hafði sterk- an og þægilegan málróm. Orðin streymdu skýr, slótt og oftast þykkjuþung af vörum hans. Oft varð vart við að hann hafði litla virðingu fyrir m á 1 s t a ð mótstöðumanna sinna, og stöku sinnum varð hins sama vart til mótstöðumann- anna sjálfra. Þessa lyndiseinkunn, að líta fremur smátt á ýmislegt, má lesa af dráttunum í kringum rounninn. En sjaldan mun hann hafa haldið svo veizlu- ræður — aðrar ræður hefi eg ekki heyrt hann halda — að þar slægi ekki niður einhverri þeirri hugareldingu, sem gat lýst áheyrendunum heim um kvöldið, og leiftrinu af henni varp yfir hugann við og við langan tfma á eftir. Á gangi var »Forseti« — svo kölluðu Hafnar-íslendingar hann þegar eg var í Höfn — fjörlegur. Hann gekk hratt, nokkuð boginn í herðum; hnón horfðu inn á við, hvort á móti öðru, en fæt- urnir voru útskeifir. Hann var fínt klæddur, og klæddi sig daglega eins og yngri menn aö því leyti, að hann var jafnast i ljósum buxum. Hann hafði ávalt svartan háan silkihatt á höfði, sem frú Ingibjörg kona hans mun aldrei hafa gleymt að bursta nokkurn dag; sá hattur var æfinlega skygður. Úti brúk- aði Forseti aldrei gleraugu, og eg hefi aldrei séð hann með gleraugu eða nokk- urn sjónauka fyrir augum. . . . Ef stúdent, sem var kunnur Forseta, mætti honum einum á götunum, þá stakk Forseti oft hendinni undir arm honum, sneri honum við og mælti: »Þór hafið ekkert að gera, gangið þér með mér.« Enginn okkar mundi hafa skor- ast undan þeim heiðri, þótt hann hefði haft mikið að gera, sem gat komið fyrir að við hefðum. Eg varð oftar en einu sinni fyrir þessum heiðri. Einu sinni þurfti Forseti að kaupa regnhlíf, þegar hann mætti mór, og áleit að eg væri nú einmitt maðurinn til að vísa sór á góðan stað. Eg hélt að staðurinn mundi vera á Austurgötu, og þar fórum við inn. Stúlkan fyrir innan búðarborðið lagði 5 eða 6 regnhlífar á borðið. For- seti spurði um verðið, það var 7 eða 8 krónur, eg sá að honum líkaði lítt regn- hlíf með því verði, og fyrirlitningin fyr- ir 8 krónu regnhlífum skein í dráttnn- um kringum munninn; hann bað um 15 kr. regnhlíf, stúlkan hafði enga, og á endanum varð haun að sætta sig við regnhlíf sem kostaði 11 kr., en aldrei lót hann mig gjalda þess, að hann fekk enga dýrari. . . . Allir þessir göngutúrar enduðu hvað mig snertir á sama hátt. Forseti tók mig inn á eitthvert dýrasta kaffihúsið í Höfn, heimtaði listann yfir vínin, veitti stórt glas af portvíni, sem ekki var hugsandi til að drekka nema það kost- aði 1 krónu, bauð vindla sem urðu að vera á 25 aura upp að 1 krónu, til þess að það gæti komið til mála að líta við þeim. Fyrir utan dyrnar kvaddi hann mig með virktum, vonaði að sjá mig næsta sunnudagskvöld heima hjá sér, setti hattinn langt niður í hnakk- ann og gekk lótt og fjörlega heim á leið. Forseti var mikill vinur þeirra manna, sem lengi höfðu unnið með honum að Bókmentafólagsstörfum eða að »Nýjum Félagsritum«. Fyrir Sigurði L. Jónas- syni bar hann mikla virðingu, enda átti hann naumast nokkurn tryggari liðs- mann. Sigurð Hanseu þótti Forseta vænt um, en hann kallaði hann ávalt »greyið hann Sivert«. Með honum og Vilhjálmi Finsen og Konráði Maurer var langvarandi vinátta, sem aldrei slitnaði meðan hann lifði. Björn Jóns- son virti Forseti mest af öllum ungum íslendingum, sem komu til háskólans í þau fimm ár sem eg var þar. Frh. ------i-----

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.