Ísafold - 26.08.1911, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.08.1911, Blaðsíða 2
206 ISAFOLD Gísíi Svsinsson og Vigfús Einarsson yfi rdómslögmenn. Skrifstofutími ll‘/j—• og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsími 263 Ef bófar komast á þing Eg fór að hugsa um, út af lýsing- unni á aðferð Kr. J. til að ná sér niðri fyrir bankafrávikninguna, þetta, að hann kemur ár sinni svo fyrir borð, að hann á kost á að dœvia sjálfur í málinu, með sex núllum (= 000,000) aftan í sér, hver voði af því gat stafað, ef hann hefði ekki verið það sem hann er: sem sé heið- virður maður, þótt breyzkur sé, held- ur reglulegur bófi. Ef hann hefði ekki að eins fallið fyrir freistingunni þeirri, að fá rétting síns máls, upp- reist fyrir frávikninguna og fullar skaðabætur, heldur notað tækifærið til að láta greiða sér of fjár í uppbótar- skyni og veita sér hvers konar frið- indi önnur, er eigingjarn bófi kynni að hafa látið sér hugkvæmast, — hver voði af því hefði getað stafað. Stafað af þessu sem sé, að láta sér ekki lynda ótakmarkað kæruvald það, er þingið hefir gegn ráðherra, er þvi þykir hafa misbeitt valdi sínu, — vald til að fá hann bæði dæmdan frá embætti og í botnlausar skaðabætur eða jafnvel enn þyngri hegningu, heldur þurfa að gera sig sjálft eða brot úr sér að dómara og hafa þar með að öllu leyti ráð hans í hendi sér, til fullrar hefndar o. s. frv. Hvaða níðingsskap mundi eigi reglu- legt varmenni og bófi hafa af sér sýnt í hans sporum, þ. e. Kristjáns Jónssonar. Þá segi eg: þökkum vorum sæla, að ekki var slíku til að dreifa. En er nokkur hætta á því, munu menn spyrja, að varmenni og bófar komist á þing? Hætta og hætta ekki. Hugsanlegt er það áreiðanlega, alveg eins á voru landi eius og annarsstaðar. Enginn sögunni kunnugur mun neita því. Flestir kannast við Katilinu i Róm. Og ætli ekki til hafi verið margur Katilínan á öðrum þingum, ef vel er leitað. Og ætli að ætíð hafi verið og ætíð verði til annar eins ágætis- maður, annar eins skörungur móti honum að rísa eins og Cicero var; jafnvitur, ósérplæginn og áræðinn ? Það sem við hefir borið annars- staðar, getur alveg eins að höndum borið vor á meðal. Vér vitum hvernig slíkir bófar eru vanir að koma sér við, koma ár sinni fyrir borð, komast til vegs og valda. Þeir leigja sér ekki vopnað lið, eins og Catilina gerði, sér verri bófa jafn- vel, er engis svífast, enda hafa engu fyrir að fara nema sjálfu lífinu, ef illa tekst, en mikils að vænta í aðra hönd, ef vel gengur. Þess þarfnast ekki slíkir menn á vorum dögum. Þess gerist alls engin þörf, eins og nú hagar til. • Nei, það eru annars konar liðsmenn, sem þeir afla sér. Það eru óvandaðir blaðamenn. Það er nóg um pá nú á dögum. »Svínið ræðst á sérhvern mann, sé honum boðin króna« var kveðið um einn slíkan á voru landi eigi alls fyrir löngu. Það eru menn, sem boðnir eru og búnir til að ráðast í móti hverju því, er betur fer og móti þeim mönnum, er fyrir því gangast, ata þá auri eftir megni, láta aldrei linna rógi og sví- virðingum þeim til handa, en gylla hina látlausu hóli, er þá hafa leigt sér og þeir þjóna, þótt mikil varmenni séu. Annað ráð, sem varmenni þau fyr- ir sig bregða, er taumlaust skjall og smjaður við almenning, við kjósendur, þá er þeir þurfa á atkvæðum þeirra að halda. Því verður ekkert á haft. Það gera jafnvel heiðvirðustu dánu- menn, að slá alþýðu meinlausa gull- hamra, gera sig lítilláta við hana, og mjúkláta. Það er ekki langt á að minnast, að eg ætla, að þjóðkunnur dánumað- ur íslenzkur, er hugur lék á atkvæð- um áheyrenda sinna áður langt um liði, taldi sér það til gildis í fundar- ræðu, að hann væri af alþýðukyni að langfeðgatali — faðir hans mun þó hafa verið kaupmaður og föðurfaðir prestur í bili að minsta kosti, — eins og Benjamín Franklín Bandaríkjaforseti(H) mælti hann. Og jæja, allir eiga leið- rétting orða sinna, jafnvel presturinn á stólnum. Það er ekki nema hót- fyndni að fá sér til, þó að sá spreng- fróði höfðingi misnefndi sig á stöðu Ben. Franklíns. Og þegar þetta lag hafa dánumenn, hvað munu hinir þá ekki leyfa sér? Já, það er valt að treysta þvi, að bófar komist ekki á þing hér á landi sem annarstaðar, með áminstum ráð- um og öðrum þvílíkum. En hamingjan hjálpi oss þá, íslend- ingum, með þeirri stjórnarskipun er nú höfum vér. Vér megum lofa guð, meðan svo er ekki. Cato. Þingmenskuframboð. Björn Hallsson á Rangá býður sig fram til þingmensku í Norður-Múla- sýslu með Jóni frá Hvanná. En síra Einar Jónsson kvað hafa hætt við sitt framboð. Gísli Sveinsson cand. juris er ný- kominn úr ferðalagi um Vestur-Skafta- fellssýslu og lætur vel af horfum sín- um um þingmenskufylgi þar eystra. Mun Vestur-Skaftfellingum lítt að skapi að aukatölu hinna konungkjörnu, því að vitaskuld yrði sýslumaður þeirra ekki annað en hinn 7. kgkj., ef á þing kæmist. Mánnalát. Á Seyðisfirði er nýlátinn Gestur Sigurðsson beykir, 68 ára gamall. Húsbrúni á Akureyri. Láðst hefir að geta hér í blaðinu húsbruna, er var á Akureyri 12. þ. mán. — var að eins getið í fregn- miða —. Þá brann húsið nr. 15 við Brekkugötu þar i bænum. Útbú ís- landsbanka átti húsið og var það vá- trygt. Húsið næsta, eign Stefáns Þórarinssonar smiðs, skemdist allmjög. Varnarræður fyrv. ráðherra B. J. á þinginu i vetur birtir ísajold í dag og í næstu blöðum, vegna áskorana margra les- anda út um land. Alþingistíðinda- heftið með þeim umræðum er ný- komið. Isafold er vitaskuld á því máli nú sem fyrr, að aðfarirnar í því máli á þingi hafi verið mjög óhyggilegar. En ekki síður er það oss alvörumál, að eigi tjái að sakast þar um orðinn hlut, og því höfum vér undanfarið hvatt til samheldi í Sjálfstæðisflokn- um — hvað sem þessum væringum líður — nú við kosningarnar. Þá er svo mikið í húfi, fyrst og fremst um mál málanna: sambandsmálið, að allir sannir Sjálfstæðismenn verða að halda hóp og gera svo rammgerða víggirð- ingu um sjálfstæðismál vort, að eng- ar innlimunarfallbyssur úr Heima- stjórnarblöðunum fái á henni unnið. í varnarræðum B. J, sérstaklega svarinu til Heimastj.andstæðingsins, (Jóns frá Múla) er og mjög margt tekið upp og hrakið af þvi, sem Heimastj.(l)menn hafa fundið Sjálf- stæðisflokknum til foráttu og hafa landsmenn þvi gott af að kynna sér það. Dr. Valtýr er kominn til Seyðisfjarðar, i þeirri von, að fullyrt er, að reyna að krækja í þingmensku þar. En seint mun honum sækjast sá róður, segja kunn- ugir, móti Kr. Kristjánssyni lækni, er njóta mun almenns trausts þar í kaupstaðnum. Gjaflr til Heilsuhælisins. Etatsráð Ásgeir Ásgeirsson hefir gefið Heilsuhælinu iuo kr. og að auki 10 kr. árstillag. Hr. kaupm. Michael Riis 10 kr. árstillag og verzlunarmaður Þorvaldur Benjamíns- son 5 kr. árstillag. G. B. Símtaxtalækkun. Forberg símastjóri hefir tjáð ísafold að allar horfur séu á því, að sím- skeytataxtinn milli Islands, Danmerk- ur og Englands lækki frá næstu ára- mótum úr 70 aurum niður í 47 aur. Norsk bókagjöf. Bókaverzlunin Aschehoug & Co. i Kristjaníu hefir ritað stjórnarráðinu, að það muni gefa Landsbókasafninu hér allar bækur, sem gefnar eru út af forlaginu. Rausnarlega gert, og af góðum hug. Háskólaembættin. Um docentsembœttið í guðfræði sækja Guðm. Einarsson prestur í Ólafsvík og Magnús Jónsson cand. theol. í siðustu ísafold var sagt frá því, að enginn sækti og það var rangt — enda haft eftir stjórnarblöðunum. Nýr doktor. Ágúst Bjarnason magister kvað hafa samið doktorsritgerð um frakkneska heimspekinginn Guyau, sem danski háskólinn hefir samþykt, og mun hr. Á. B. verja hana í næsta mánuði. Ráðherrannm kvað ganga miðnr vel ferðalagið nm kjördæmi sitt — sem var. Sagt er, að hann hafi reynt að halda 3 fnndi. Hafi eigi talið fnndarfært á einum, en myndast við að kalla hina 2 fnndi. Fáa mnn furða á þvi, þótt Kr. J. fái nú danf- legar viðtöknr hjá fyrri kjósendum sinnm. Hvort Heimastj.(I)höfðingjunum reykvikskn tekst að siga öllnm Heimastj.(!)mönnnm til að kjósa Kr. J. er talið vafasamt. Sjálf- stæðismenn mnnn eigi glepjast á honnm. 8 hinum herbúðunum, en eru sjálf all- sendis ófróð um íslenzk mál. Nú um langa hríð hafa þau nálega ekkert ann- að flutt en nið um meirihlutann og j mig, og hefir níðið ýmist verið sím- j að héðan, eða nokkurir þar tilkjörnir ! landar i Höfn hafa birgt þau að þeim forða. Vanagangurinn er víst sá, að einhverjum óhroðanum úr máltólum minni hlutans hér er snúið á dönsku og það símað til Hafnar; það sem á vantar sjá svo erindrekar minni hlut- an's í Höfn um; nýlega hafa dönsku blöðin orðið fyrir því happi, að næla sér í tíðindamann, sem fyrir skemstu var leppur hér heima fyrir eitt af að- almáltólum minnihlutans, sem mest- megnis vai ritað af einum stórhöfð- ingja úr minnihlutanum, sem var svo lítilþægur að fela sig í skúmaskotum bak við leppinn. Þá mintist flutnm. á botnvörpusekt- irnar og sagði hann sögu þess máls á líkan hátt og sumii hafa áður gert. Hann hafði þau orð, að eg hefði lát- ið hafa mig til að setja botnvörpu- sekta-athugasemdina inn á fjárlögin. Fróðlegt væri að vita, hvað sannleiks- elskandi og óhlutdrægir menn segja um þetta, þegar ofstækisvíman er horf- in. Þegar þetta ákvæði var fyrst sam- f Þórunn Baldvinsdóttir frá Bollastöðum I Blöndudal kona Stefáns læknis Stefánssonar í Árs á Jótlandi andaðist 30. júlí úr berkla- veiki í lungum. Fjöldi íslendinga er nú búsettur er lendis, bæði vestan hafs og austan, og hugmyndir útlendinga um land og 1/ð á Islandi fara að miklu leyti eftir því, hversu þessi íslenzka sveit kynnir sig. Vér eigum því mikla þakklætisskuld að gjalda hverjum þeim, sem gerir landinu sóma og eykur álit þess. Þórunn heitin gerði þetta flestum framar, hvar sem hún kom. Hún var fögur kona, sköru- leg í framgöngu, bæði vel gáfuð og vel mentuð, og auk þess góð kona, góð húsmóðir og góður íslendingur. Eg gæti trúað, að engin dönsk kona í ná- grenninu hafi staðið henni jafnfætis. Heimili þeirra læknishjónanna í Árs var einkennilegur alíslenzkur blettur þar á józku heiðunum. Alt heimitisfólkið var íslenzkt og ætíð var þar tekið móti íslenzkum gestum af mestu alúð og gest- risni. Nú er þar skarð fyrir skildi er húsmóðirin er dáin. »Gamli íslenzki fálkinn og nýi íslenzki fáninn blöktu yfir gröf hennar, því hún var mikill íslandsvinur,« skrifar maður hennar. Guðm. Hannesson. ■----- Spaugilegt gum er að heyra þetta, sem ráðherrablaðið ber á Kr. J., að hann hafi fengið tekið upp af nýju botnvörputigsmálið á Breiðafirði frá i h a u s t (valds- mannaránið). Eftir því sem ísafold hefir frótt, með áreiðanlegum heimildum, hefir það mál aldrei fallið niður og því ekk- ert sem þurfti að taka upp. Málið hefir gengið venjulega skrifstofuleið og hefði óefað haldið áfram, eins og raun hefir á orðið, hvað sem ráðherr- ann hefði heitið. Litlar gerast nú lofs ástæðurnar fyrir veslings ráðherrablaðinu, er grípa verð- ur til annarra eins örþrifaráða : að hlaða stoluum fjöðrum á hinn virðulega þing- ræðisbrjót. Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn. Sig. Ólafsson sýslumaður frá Kallaðarnesi, slra Jón próf. Jónsson frá Stafafelli, Sig. próf. Gnnnarsson úr Stykkis- hólmi, sira Kr. Danielsson frá Útskálnm. Björn Ólsen háskólarektor fór ntan á Botniu á þriðjndaginn til þess að vera við- staddnr 100 ára afmæli norska háskólans, i Kristjanin. Björn Sigurðsson bankastjórí brá sér snöggva ferð til Khafnar á Sterling að sækja konn sina. Þan hjón hafa orðið fyrir þeirri sorg i snmar -að missa harn sitt. — Hr. B. S. fór ekki vestnr í Dali nm daginn, svo sem ísaf. hafði verið hermt frá, heldur i skoðnnarferð til bankaúthús- ins á Isafirði. Dánir. Jón Einarsson (ættaðnr frá Kleppi) Hverfisg. 20, 53 ára. Dó 20. ág. Sigrlður Jónsdóttir, Skólavörðnstig 17 B, ógift stúlka 30 ára. Dó 18. ágúst Guðriður Guðmnndsdóttir (ekki Guðrún) frá Langaveg 70 hét stúlkan, sem dó á Yífilstaðahælinu 16. ágúst og getið var um i siðasla blaði. Erlendir ferðamenn hafa vcrið hér grið- armargir undanfarið, en fórn flestir núna i viknnni. Meðal ferðamanna vorn Albert Engström, ritstjóri sænska háðblaðsins Strix, og Wnlf prófessor, sá er veittist i fyrra að Bjarna Jónssyni viðskiftaráðunant. — Engström ritstjóri ætlar að rita bók nm ísland, er heim kemur. Hann ferðaðist anstur um sveitir hér sunnanlands og norð- anlands fór hann og viða nm hérnð. 9 þykt, vissi hvorki eg né aðrir annað, en að þetta væri óþarfadaður við danska stórmálahöfðingja, eins og allir vita, að það er ofan í íslenzk lög. Það var samkvæmt tillögu fyrirrenn- ara míns, að þetta komst inn í fjár- lögin, en á þinginu 1909 var þetta nýmæli aftur strikað út úr fjárlögun- um, vegna þess að þingmenn vissu mjög ógerla, hvernig Það var undir komið. Eitthvert hjal heyrðist þó um einhverjar bollaleggingar, sem fram hefðu farið milli ráðuueytisforsetans danska og íslandsráðherra. Svo líður fram að þeim tíma, að fjárlögin skyldi bera upp til konungsstaðfestingar, og þá kemur það upp úr kafinu, að Danir teljast sviknir og tala um samn- ingsrof eða samkomulags, sem gilda heíði átt um aldur og æfi. Sumir höfðingjar í minnihlutaherbúðunum hér fóru að 'tala um fjárlagasynjun, er væri í vændum út af þessu og skip- un viðskiftaráðunautsins, og svo mik- ill fagnaðarauki var þeim tilhugsunin um þetta, að einn þeirra á að hafa hrópað upp yfir sig í stóru samkvæmi: »Og saa skal vi se Löjer«. Hann mun hafa hlakkað svo yfir væntanleg- um afleiðingum af synjuninni, sem voru: aukaþing þá um haustið og þar Fasteignasala. Þ. 23. þ. m. seldi D. Thotnsen konsúll Jóni Hermannssyni skrif- stofustjóra hús sitt nr. 10 B við Lækjargötu og Sveini Björnssyni yfirdómslögmanni hús- ið nr. 22 við Hafnarstræti (Sivert-enshús). Hey berst, mikið til bæjarins um þessar mundir — og selst alt. Mest af þvi kemnr úr nágrannasveitunum: Kjós, Kjalarnesi, Mosfellssveit og Borgarfirði. Með Sterling slðast kom Konráð bóndi i Bjarnarhöfn með 30—40,000 pund af- heyi og ætlar sér að koma með enn stærri farm i næsta mánuði. Reykjavlk verður æ heyþurftar- frekari með ári hverju. »Þetta er öfugur búskapur og fer með okknr á böfuðið«, sagði gamall og reyndur borgari, er verið var að bera upp heyið á bæjarbryggjunni á dögunum. Lavoisier, frakkneska herskipið, sem verið hefir á vakki við strendur landsins í snm- ar eins og undanfarið, fór i morgun, alfarið að þessu sinni, til Dublin á Irlandi. Lifandi glimumyndir tóku Sviarnir Wulf og Engström á mánudaginn suður á Iþrótta- velli. Áttust þeir Sigurjón og Hallgrímur þar við kappgllmu og sýndu auk þess öll íslenzk glímubrögð. Wulf prófessor er einn i stjórn ólympiskn leikanna, sem fram eiga að fara i Stokkhólmi næsta sum- ar. Lofaði hann að greiða Islendingum götu um alla hluttöku i þeim. Michael Lund lyfsali fór alfarinn héðan á Botniu á þriðjudaginn ásamt fjölskyldu sinni. Fæstir erlendir menn hafa átt meiri vinsældum að fagna en Lund og fólk hans. Um höfðingsgjafir hans er getið annars- staðar i blaðinu. Ólafur Johnsen f. yfirkennari i Óðinsvé, bróðir Soffiu landfógetaekkju, Stgr. heit. Johnsen og þeirra systkina, hefir dvalið hér heima í sumar, svo sem mörg undan- farin sumur. Hann fór aftur til Danmerk- ur á Botniu. ■ Samkvæmið fyrir barónessu Ástu v. Jaden á laugardagskvöldið sóttu hátt upp i 100 manns. Fyrir minni hem ar mælti Haltdór Jónssou bankagjaldkeri, en Einar Benedikts- son skáld minnist manns bennar, friherra v. Jaden. Skipaferðir. Sterling og Botnía fóru á mánudag og þriðjndag með svo mikið af farþegum, sem frekast var hægt fyrir að koma. Þessa farþega höfum ver heyrt um getið: Slra Fr. J. Bergmann, Björn Sig- urðsson bankastjóri, Michael Lund lyfsaii (með fjölskyldu), Björn M. Ólsen próf., kon- 8ÚU Ditlev Thomsen með frú, læknarnir Gunnl. Claessen og Guðm. Thoroddsen, kaupmennirnir B. H. Bjarnason, Ben. S. Þórarinsson, Gunnar Gunnarsson og Jes Zimsen (með frú), Ásgeir Ásgeirsson etazréð ásamt tveim fósturdætrum sinum. Davið Sch. Thorsteinsson læknir frá Isafirði (kynn- ingarför til erlendra spitala). Barónessa Ásta v. Jaden og jungfrú Kristln Pétursson systir hennar, frú Disney Leith, hin brezka, með föruneyti sinu, Guðm. Hliðdal raf- magnsfrœðingur, Þorvaldur Benja- mínsson verzlunarmaðnr, Carl Kiis verzlm., frú Guðrún Jónsdóttir Briem, Hjörtur Thordarson rafmagnsfræðingur með frú sinni og syni, P. Petersen forstjóri Bíó (með frú), Pétur Jónsson söngvari, frú Kristin Brandsdóttir, jungfrú Ellen Schultz, Har- aldur pianóleikari Sigurðsson frá Kallaðar- nesi. Stúdentarnir: Skúli Thoroddsen, Júl- ius Havsteen, Simon Þórðarson, Ólafur Jónsson, Ólafur Pétursson, Samúel Tbor- steinsson, Sighvatur Blöndal, Laufey Valdi- marsdóttir, Sigtryggur Eiríksson, Gunnar Sigurðsson, Daníel Halldórsson, Einar Jóns- son, Magnús Jocumsson, Vilhelm Jakohsson, Arngrlmur Kristjánsson, Héðinn Valdimars- son, Hjörtur Þorsteinsson. — Ennfr. jungfr, Sofia Siemsen (sýslumanns), Guðrún Guð- mundsdóttir o. fl. Til Vesturheims fóru m. a. Pétur Lárusson prentaii og Þorsteinn Jónsson hankamaður. Austri fór i gærmorgnn i 3. hringferð sina á þessu sumri, nú austur og norður um landið. Fjöldi farþega, meira en rúm var fyrir á fyrsta farrými. Meðal farþega voru Ólafur Björnsson ritstj., Jón Olafsson gæzlustjóri og millibilsritstjóri Heimastj.(l)- flokksins, til þess að biðja fyrir sér hjá kjósendum sinum. — Hringferðir þessar virðast falla mönnum vel i geð. Þær eru einkarhentugar til nppléttis i sumarfrii og sýna mönnum á vikutima allar strendur landsins. Yfirmenn og hásetar eru islenzk- ir, eins og kunnugt er, og framkoma skips- hafnar við farþega mjög góð. 10 með augljós forlög ráðherra. Svona var nú þjóðræknin þá, ekki kviðið, heldur hlakkað yfir slíku böli og kostnaði fyrir þjóðina. Eg minnist ekki, að eg legði trúnáð á þetta hjal, þótti þúfa sú of lítil til að valda slíku hlassi; en til að mýkja málið talaðist svo til milli mín og stjórnarinnar, að eg lofaði að bera málið aftur undir næsta þing, án þess þó að lofa að veita því fylgi mitt og enn þá síður hét eg neinu um að útvega Dönuni neitt af botnvörpusektunum frá árun- um 1909 og 1910, eins og skáldað hefir verið af einum tilberanum í Höfn. Frekara hefir ekki gerst í þessu máli; hér er ekki um neitt nýtt samkomulag að ræða, að eins hitt, að málið er af nýju borið undir alþingi vegna nýrra skýrslna, sem hið danska ráðuneyti hefir gefið í málinu, nefnil. að Danir líta svo á sem hér sé um samning eða samkomulag (overens- komst) að tefla; eg hefi hvorki gert að neita þessu eða samsinna, en að eins heitið því að bera málið enn af nýju undir alþingi til frekari athug- unar. Það er þá öll óhæfan, að eg hefi tekið gamla athugasemd inn í fjárlögin aftur, eftir að eg af bréfi fyrverandi ráðuneytisforseta, J. C. 6 »Politiken« núna í vetur að vera glæp- ur; þar gerði eg ráð fyrir, að flokk- ur vor mundi halda fast við hina sömu stefnuskrá, sem hingað til, en um skilnaðinn sagði eg, að eg byggist ekki við. að menn mundu telja þá leið færa að sinni, þó sagðist eg frem- ur halda þetta en vita, vegna þess, hve örðugt væri fyrir alþingismenn að tala sig saman fyr en á þing væri komið. Slíkt hið sama sagði eg í At- lantshafseyjafélaginu og gæti endur- tekið það þann dag í dag. En eg þekki þetta vel, að hvað sem eg segi eða geri þar syðra, þá er það alt flutt heim rangfært, aflagað og litað í þágu virðulegra kappa í hinum herbúðun- um, enda fær stúdent einn í Höfn 200 kr. laun fyrir það starf- að sima hingað alt það, sem honum getur hug- kvæmst að verði mér eða mínum flokki eða málefni því, sem eg berst fyrir, til óþurftar. Síðan er þetta soð- ið upp og lagt út af þessu í máltól- um virðul. mótstöðumanna minna. Allir vita, hvernig þeim blöðum er háttað; raunar er eg sjálfur þeim ó- kunnugur, — hefi sem sé árum sam- an haft þann sið, að lesa ekki einn staf í þeim, því að eins og eg vil ekki sjá annan mat á borð borinn en 7 þann, sem hreinn er og sæmilega hollur, eins vil eg ekki nærast á öðru en hreinni andlegri fæðu, og þó eg sé maður félítill, þá á eg svo mikið bókasafn, að það getur meir en enzt mér um mína daga, þótt fleiri yrðu en likur eru til, og því skyldi eg þá leggja mig niður við að lesa óþverra? Hlutverk þessara blaða er að flytja ó- þverra, róg, níð, svívirðingar og ósann- indi um mótstöðumenn sína; ef til vill stendur eitthvað meira í þeim, eitthvað af fréttum t. d., en slíkt eru nóg ráð að ná sér í annan veg, og eg vil ekki hafa þau inn fyrir mínar hús- dyr. Næsta dauðasökin var, að eg hefði þokað fyrir konungsvaldinu í þingfrest- unarmálinu, og var auðheyrt, að flutn- m. ætlaðist til, að eg hefði heldur átt að falla en slaka til i því máli. Eg hefi heyrt á fleiri flokksmönnum mín- um, að þeir hafa viðlíka skoðun. — Eg vil skjóta því inn hér, ef fþessi orðrómur um tilslökunarsemi mína í þessu máli kynni að vera runninn frá dönskum blöðum, að á þeim er al- drei mark takandi, er til íslenzkra mála kemur, því að það vita allir menn með heilbrigðum skilningarvitum að þau eru nærð héðan heiman að úr

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.