Ísafold - 26.08.1911, Blaðsíða 3
ISAFOLD
207
íslandsminni
flntt af
Þórunni Richardsdóttur
17. júní 1911.
---- Niðurl.
Sá sem ekki hvað minst hefir gert
til þess, að vekja þjóðina okkar til
nýs og betra lífs, er nú einmitt mað-
urinn, sem fæddist 17. júní 1811, og
við minnumst í dag eftir 100 ár,
maðurinn sem gat sér með réttu þann
göfuga orðstir að vera kallaður: »Oska-
barn íslands, sómi þess, sverð og
skjöldur*: Jón Sigurðsson forseti.
Það var hann sem sagði »vér mót-
mælum allir* 1 þegar honum þótti
eiga að þröngva kosti landsins um of;
og það var hann, sem sagði: »Aldrei
að víkja!«, þegar hann vissi, að hann
hafði rétt mál að verja, — og par
kemur fyrst fram aftur, i hreinni og
réttri mynd, rausn og skörungsskapur
fornaldarinnar. Gefur það manni vonir
um, að þau ágætu þjóðareinkenni Is-
lendinga hafi ekki alveg dáið út, þeg-
ar þeir urðu sem aumastir, heldur
lifað í stofninum og muni því vakna
með tímanum, því auðvitað var það
þetta, framar öllu öðru, sem gerði
feðurna fræga: Áræði, hreysti, dreng-
lyndi, rausn, skörungsskapur.
Karlmennina tala eg ekki um, það
muna allir eftir peim, en þegar eg
heyri og sé, í ræðum og ritum nú-
timans, þetta fjölorða kvenjrelsish\3.l,
þá vilja koma í huga minn islenzku
konurnar okkar gömlu, svo sem: Auð-
nr djúpauðga, Þorgerður Egilsdóttir,
Þorbjörg, dóttir hennar, í Vatnsfirði,
kona Vermundar mjóva. »Hún var
skörungur mikill og stórvitur«, segir
i Grettissögu, »hún hafði héraðsstjórn
og skipaði öllum málum þegar Ver-
mundur var eigi heima*. Það var
rausn og skörungsskapur, þegar hún
tók Gretti Ásmundsson, mesta vand*
ræðamann landsins, úr höndum ís-
firðinga, sem ekki sáu önnur ráð til
að varðveita hann en að hengja hann
á gálga. En hún gat varðveitt hann,
óhindraðan á heimili sínu, þar til
bóndi hennar kom heim af þingi. —
Og það var rausn og skörungsskapur,
þegar Bergþóra kona Njáls vissi bjarg-
arleysi á Hlíðarenda, hjá Hallgerði
fjandkonu sinni, og eggjaði þó bónda
sinn á að gefa þangað hey á 15 hest-
urn og mat á S- En auðvitað kunn-
um við þá illa skaplyndi Hallgerðar,
hafi henni ekki þótt það beiskir bitar
sem hún varð að leggja sér til munns,
úr búri Bergþóru og skemmu Njáls.
Svo er það annar óbrigðull vottur
um vaxandi þrótt og þjóðarvakning
hér hjá okkur, og það eru ípróttirnar.
Varla getur svo neina af fornsögum
okkar, að ekki- sé þar minst á íþróttir,
og iðkuðu þær jafnt eldri menn sem
yngri. Svo segir í Egilssögu: »Skalla-
grímur hendi mikit gaman at aflraun-
um ok leikum. Um þat þótti honum
gott at ræða«. Þá var hann þó hnig-
inn að aldri. Aflraunir, flímur, sund
0g tafl var alt mjög mikið stundað í
fornöld, og þóttu þeir mestir menn,
er lengst komust í hverju fyrir sig.
Við minnumst metnaðar Kjartans Ól-
afssonar við sundið; hann hirti ekki
einu sinni um að vita nafn þess manns,
er honum þótti hafa borið hærra hlut
á sundinu, og hefir hann þó eflaust
haft hugboð um, að það var Noregs-
konungurinn sjálfur: Ólafur Tryggva-
son. Mýramenn og Borgfirðingar höfðu
knattleikamót á Hvitárvöllum, og sóttu
þangað víðsvegar að; var þar ærið
róstusamt stundum, en þeir fengu sér
það ekki til. Gunnlaugur Ormstunga
frá Gilsbakka tefldi við Helgu fögru á
Borg, og mun hafa þótt engu óskemti-
legra en að nema vísindi af Þórsteini
föður hennar.
Þá gekk mikið á hjá Skagfirðingum
á Hegranessþinginu um vorið, þegar
Vín og aðrir áfengir drykkir,
góðar og ósviknar vörur, á boðstólum.
Danskur tollur endurgreiddur. AO eins mót borgun út i hönd, en mikill afsláttur.
Vinverzlun Peter Buchs,
beinn innflutningur.
Kaupmannahöfn B.
Hérmeð er skorað á alla þá, sem
skulda verzlunum h/f P. I. Thorsteins-
son & Co. í Reykjavík og Hafnarfirði
frá fyrri árum og enn ekki hafa samið
um greiðslu á þeim, að gjöra það fyrir
lok næstkomandi októbermáuaðar, því
eftir þann tíma verða allar þær skuldir
undantekningarlaust, sem þá hefir ekki
verið samið um, afhentar málafærslu-
manni til innheimtu.
Reykjavík 16. ágústl911.
H/f P. I. Thorsteinsson & Co.
Thor Jensen.
Eggert Claessen.
Guðm. Ólafsson
yfirdómslögmaður
Miðstræti 8. Heima kl. 5—7.
Tals. 143.
Stofa með sérinngangi óskast frá
1. október í mið- eða austurbænum.
Afgreiðslan ávísar._______________
Dugleg og rösk stulka getur
fengið vist í Laugarnesspítalá frá 15.
sept. næstkomandi. Lysthafendur snúi
sér til yfirhjúkrunarkonu H. Kjær.
Gullbúin gleraugu fundin á
Vifilsstaðalóðinni, vitja má þeirra til
Jóns Sveinssonar trésmiðs.
Jarðarför míns elskaða eiginmanns,
Guðmundar sál. Jónssonar á Njálsgötu
29, fer fram þriðjudaginn 29 ágúst,
og byrjar í frikirkjunni á hádegi.
Elin Björnsdóttir.
Hér með tilkynnist vinum og vanda-
mönnum, að mín elskaða dðttir, Sig-
riður Jónsdóttir, andaðist 18. þ. m.
Jarðarförin fer fram mánudaginn 28.
s. m. og hefst frá heimili hennar, Skóla-
vörgustig 17 B, kl. 12.
Ef einhverir ætluðu að gefa kransa
þá óskaði hin framliðna að andvirði
þeirra yrði heldur gefið til Heilsuhælis-
ins á Vífilsstöðum.
Þórdís Þórólfsdóttir.
3—4 herbergi og eldhús, helzt
niðri, óskast til leigu 1. október eða
fyr. Afgreiðslan vísar á.___________
3 máuaða „kursus“ í söng,
Guitar- og Klaverspili gefur undirrit-
uð kost á.
Kristín Benediktsdóttir,
Garðastræti, — Hildibrandshús.
___________Heima 10—12.___________
Stúlka getur fengið atvinnu á
Hótel ísland, í borðstofu; verður að
kunna eitthvað í málum.
Kransar og kransabönd
fást hjá
Sophie Heilmann, Óðinsgötu 10.
Einhleyp kona óskar að fá
leigða stofu með sérinngangi. Upp-
lýsingar gefur Svanhildur Gísladóttir,
Kárastíg 3.
Hafur á Knappsstöðum sagði fyrir
griðunum til handa Gretti Ásmunds-
syni, svo hann gæti glimt.
Það mun varla haja brugðist, að
ipróttapjóðir hafi verið jramjarapjóðir.■
Loks er enn eitt, sem mér virðist
eindregið benda í framfaraáttina, ef
hófs og skynsemi er gætt, en það er
ungmennahreyfingin. Sú hreyfing er að
vísu langt frá því að vera ný út um
heim, þótt hún sé í hvíta voðum hér
ennþá. Það er varla sú smáeyja lengst
úti í höfum, að þar sé ekki eitthvert
ungmennabandalag stofnað, því allir
hljóta að sjá og finna hve miklu eðli-
legra það er æskulýðnum að hafa eitt-
hvað að hugsa og starfa, finna það
sem fyrst að hann sé eitthvað annað
en matarílát og fatasnagi, og eigi að
verja kröftum sinum og fjöri sér og
öðrum tilgagns. Ungmennunum treysti
eg bezt til að syngja vor og von inn
í hjörtu eldra fólksins, halda við sak-
lausri glaðværð á heimilunum og laða
að þeim fólk; og næst því að elska
guð og náungann treysti eg þeim til
að elska landið sitt, og vanda málið
sitt: »Ástkæra ylhýra málið og allri
rödd fegra« 1 Því ekkert höfum við
nokkurn tíma átt, ekkert eigum við
og ekkert getum við nokkurn tíma
eignast, sem þoli nokkurn samjöfnuð
við þá dýru perlu: tungu feðra vorra.
Já, elska landið sitt. í sambaudi við
það minnist eg sögu, sem eg heyrði
Pál Melsted sagnfræðing segja, einu
sinni; en, alt sem hann sagði frá,
varð eins og að gullkornum í huga
manns. Það var svo auðskilið ein-
falt og ljúft. Hann var að tala um
Fjölnismenn: Konráð Gislason og
Jónas Hallgrimsson. Þeir munu hafa
verið og jafnvel búið allir saman í
Kaupmannahöfn um eitt skeið. »Við
vorum að skrifa heim um vorið«,
sagði hann, »nema Jónas skrifaði ekki,
hann nenti því ekki, hann var svo
latur, og þess vegna eru svo mörg
kvæðaíroí eftir hann, að hann nenti
ekki að ljúka við þau. Hann var að
ganga um gólf hjá okkur og við vor-
um að segja honum að skrifa, en hann
eyddi því, þangað til Konráð gekk út,
þá tók hann pennann hans og ritaði
nokkur orð á blað, ýtti því svo til
mín og sagði: »Þetta geturðu sent
heim, ef' þú vilt«. Það sem Jónas
ritaði á blaðið var smákvæði eftir
hann, sem heitir: Eg bið að heilsa, og
er eins óviðjafnanlega yndislegt og
það er tállaust; þið kunnið það máske
ekki öll, og mig langar til að fara með
það, það er ekki langt, og er svona:
Nó andar snðrið sæla vindnrn þýðnm,
á Bjónum allar bárur smáar risa
og flykkjast heim að fögru landi Íbs,
að fósturjarðar minnar strönd og hliðum.
Ó I heilsið öllum heima rómi hliðum
um hæð og sund i drottins ást ogfriði;
kyssi þið, bárur ! hát á fiskimiði,
híási þið, vindar! hlýtt á kinnnm friðum.
Yorhoðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabíiki háa vegaleysu
i sumardal að kveða kvæðin þin.
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil, með húfu og rauðan skúf, i peysu;
þröstur minn góðnr! það er stúlkan mín.
Þetta kvæði eitt er nóg íslandsminni.
Svo bið eg ykkur virða orð mín vel,
og vil ekki hindra ykkur lengur frá því,
sem eg veit ykkur þykir skemtilegra.
Eg bið ykkur ekki að hrópa húrra,
eða lifi, eða neitt þess háttar, eg held
íslenzki fáninn hérna á hólnum kunni
ekki við það, en eg ætla að biðja
ykkur að syngja af öllum kröftum:
0, jógur er vor jósturjórð,
um jriða sumardaga. —
Látið yklcur þykja vænt
um Suniight-sápuna.
Hún mætir ykkur á miðri
leið. Hun styttir vinnu
ykkar um helming og
hefur heímingi minni
kostnað i för með sjer en
grænsápa.
SUNLIGHT SÁPA
Biblínfyrirlestur í „SIL0AM“
sunnudag kl 6ll% síðdegis.
J. C. Raft frá Kaupmannahöfn talar (með túlk) um efnið:
Þúsundára-ríkið eða friðar-ríkið.
Verður það á himni eða hér á jörðu? Hvenær hefst það?
Allir velkomnir.
Nýjar vörur í vændum.
Til þess, eins og alt af að undanförnu, að geta boðið heiðruðum viÖ-
skiftavinum vorum nýtízku vörur, fór frú Laura Nielsen til Manchester og
fleiri nafnkendra iðnaðarborga til að kaupa haustbirgðirnar.
Þessar nýju vörur vonum vér að komi hingað hér um bil þ. 17.
september og viljum vér því vinsamlegast mælast til þess, að heiðraðir
viðskiftavinir vorir festi ekki kaup annarstaðar, fyr en þeir hafa séð alt, sem
vér þá munum hafa að bjóða. Það, sem vér sérstaklega viljum benda á, eru
Kvenhattar, Kápur og Dragtir, Kápu og Dragtatau,
sem ásamt öllum öðrum vörum verður eftir nýjustu tízku.
Hinn 1. októbep tekur saumastofa vor til starfa undir
forustu íslenzkrar stúlku, sem vér erum sannfærðir um að vill gera alt til
þess að heiðraðir viðskiftavinir vorir verði ánægðir.
I. P. T. Brydes verzlun.
Travíer íif Safg.
En Travler, 100’ lang, tilhörende »Firmaet Mortensen* Trangisvaag paa
Færöerne, er meget billig til Salg. —
Skibet har tilhört Firmaet i omtrent 8 Aar, og er brugt hovedsagelig
til Transport af Varer imellem Öerne. — For cirka 4 Aar siden fik den efter
en Grundstödning en hel ny Bund, og samtidig nye Kanaler i Kedlen. —
Saavel Skib, som Maskineri og Kedel, er i god og velholdt Stand, og staar
i »Loyds« 1. Klasse.
Kjöbesummen er 20,000 Kroner.
Nærmere Oplysninger kan erholdes hos Kjöbmand
Pefer JTlortensen,
Trangisvaag — Færöerne.
Brauns verzlun „Hamborg“
selur alt af bezt og ódýpastl
Drengjaföt frá 3.85, allar stærðir
Drengjapeysur frá 0.90, óvanalega mikið úrval
Drengjafrakkar mjög smekklegir
Barna, unglinga og fullorðinna regnkápur, stærsta úrval.
11
Christensen hafði komist að raun um,
að það var engin furða, þótt Danir
teldu sér það vonbrigði, er alþingi
feldi margnefnda athugasemd úr fjár-
lögunum. Þar með er það mál full-
skýrt.
Eiti meiri háttar dauðasök á það
að vera, skilst mér að eg sagði á
fundi hér 1 fyrra, að samningur eða
samkomulag hefði verið gert um þetta
mál; annað sagði eg ekki, og vist er
að Danir líta svo á samtal ráðuneytis-
forsetans og íslandsráðherra, sem svo
hafi verið. Hins vegar er það föst
regla, að ákvæði, sem komin eru inn
í fjárlög samkvæmt samkomulagi við
annan málsaðila, eru ekki burtnumin
aftur af öðrum aðilanum, nema hin-
um hafi verið veitt vitneskja um það
og hans samþykkis leitað. Eftir
ströngum lagaskilningi getur þetta
ekki heitið samningur, en ekki er
það óeðlilegt, þótt Danir hafi litið
svo á.
Eg skal engu spá um afdrif þessa
máls hér á þinginu, en vil leyfa mér
að benda á það eitt, að ef þingmenn
kjósa sér ekki þarflausan fjandskap við
Dani, þá er rétt að slaka hér til. Eg
mundi þvi ekki telja illa farið, þótt
þetta yrði samþykt, því að það horfir
12
heldur til að draga úr misklíðinni
milli þjóðanna, enda er hér ekki um
bein útlát írá vorri hálfu að tefla,
heldur um skifting á eins konar lotterí-
vinningi.
Þá skal eg snúa mér að viðskifta-
ráðunautnum. Lítið númer, bygt á mis
skilningi. Þegar fram kom á þingi
fjárveiting til viðskiftaráðuuauta, var
óðar simað til Danmerkur, að þokka-
piltarnir þeir, sem feldu uppkastið
fræga, ætluðu nú að bæta gráu ofan
á svart og fara að skipa íslenzka kon-
súla. Danir urðu ókvæða við, sem
nærri má geta, þeirra (d: Danastjórn-
ar) órengdur réttur er, að skipa kon-
súla fyrir alt ríkið. Þetta var þvi vel
til þess fallið að egna þá til íjand-
skapar. Blað í Svíþjóð, oss einkar
vinveitt, er Ragnar Lundborg stýrir,
varaði sig ekki á öðru en að þetta
væri satt, og segir að þá hlyti kon-
ungur að hafa fallist á þetta. En auð-
vitað var þetta tómur skáldskapur. Það
vita þeir sem til þekkja. En Danir
settu þetta á sig. Altaf var verið að
■ ala á þessu. Þegar átti að bera fjár-
lögin upp til staðfestingar fór utanrík-
isráðherrann að grenslast eftir, hvernig
væri um þessa konsúla. Var honum
þá sagt hið sanna. Ennfremur var
13
honum sagt, að viðskiftaráðunautnum
væri sett erindisbréf, sem bannaði
honum meðal annars að vinna nokk-
ur konsúlastörf, og var honum lofað
eftirriti af því til sannindamerkis um
það. Eg get sagt frá privatviðtali því,
er eg átti við utanríkisráðherrann.
Hann sagðist vonast eftir að ekki yrði
skipaður í þetta neinn Danahatari. Eg
hét því með ánægju, en hinsvegar
sagði eg að það yrði vist maður, er
fylgdi sömu stefnu og eg, líklega þing-
maður, en því færi fjarri, að allir
sjálfstæðismenn væru Danahatarar. Svo
leið og beið. En er út á veturinn
kom, kom kvörtun frá utanríkisráð-
herranum, sem þá var nýr maður (E.
Scavenius) yfir því, að viðskiftaráðu-
nautunnn hefði rægt Dani í Noregi.
Kvörtun þessi kom til af þvi, að í
ómerkilegu norsku blaði, útkjálkablaði,
hafði staðið eitthvað, er viðskiftaráðu-
nauturinn átti að háfa sagt í erindi um
ísland, er hann flutti í Noregi. Auð-
vitað var þetta rangt hermt hjá blað-
inu, því að það hafði alls ekki staðið
i fyrirlestrunum. Viðskiftaráðunautur-
inn átti að varast alla áreitni við Dani.
og því fylgdi hann að minni vitund.
Eg svaraði utanríkisráðherranum, að
líklega væri þetta rangt hermt hjá
14
blaðinu, en ef satt væri og hann léti
ekki af slíku, mundi hann verða kvadd-
ur heim samkvæmt erindisbréfinu. En
svo uppgötvaðist að ekki var búið að
senda utanríkisráðherranum eftirritið
af erindisbréfinu, það hafði gleymst.
Það var svo sent, og um leið komist
svo að orði, að leitt væri að það skyldi'
hafa gleymst. Nú er það kátlegt at-
vik, að þegar farið var að skýra frá
þessu í ónefndu blaði, þá er látið standa
í bréfi stjórnarráðsins, að gleymska sú
hefði verið »mikið sorgleg*. En það
hafði aðeins staðið að það væri »be-
klageligt*. Allir, sem kunna nokkuð
í dönsku, vita hvað orðið »beklageligt«
þýðir í því sambandi, það, þýðir ekki
á íslenzku sorglegt, heldur »því mið-
ur« eða því um likt, og er það algengt
kurteisisorðatiltæki og annað ekki. Lt
af þessu er svo fult af ákúrum í minn
garð. Eg átti að hafa gefið utanríkis-
ráðherranum auðmjúkt svar, en svar-
aði ekki öðru vísi en kurteis tnaður
er vanur að svara kunningja sínum
og embættisbróður. , Viðskiftaráðunaut-
urinn hafði í raun réttri ekki gefið
neina átyllu til umkvöitunar. Svo
var þagað. Engin ástæða til að rek-
ast í þessu framar. Sú er nú þessi
dauðasökin.
15
Svo hygg eg að virðul. framsögu-
maður hafi farið út í bankamálið. Hann
á þó dálítið erfitt aðstöðu hér, því að
til skamms tíma mun hann hafa verið,
á bandi með mér í því máli. En hvað
gerir hann ? Hann fer að tala um
útbú íslandsbanka á Akureyri. Kenn-
ir stjórninni að bankastjóri stal úr bank-
anum. Átti hún að halda vörð við
bankann? Virðulegur flutningsmaður
(B. Sv.) vítti stjórnina fyrir að hafa
vanrækt skyldu sína með því, að hafa
ekki látið rannsaka málið. En maður-
urinn var sagður dauður. Eftir þeirri
vitneskju, er eg fekk í sumar, þá er
eg var staddur á Akureyri, er alkunn-
ugt, hvers vegna ekki náðist í hann.
Hann fól sig i kofa. Það sagði virðu-
legur 6. kgkj. þm. (St. St.) mér. Benti
mér á kofann um leið og hann sagði:
»Þarna sat hann i 3 vikur og horfðist
í augu við okkur hérna« (í gagnfræða-
skólanum). Slíkt varast enginn. En
svo vitnaðist siðar, að hann var strok-
inn en ekki dauður. Hafði leynst
burt á skipi og farið til Ameriku.
Bankinn var rannsakaður þá, og ekk-
j ert annað við hann að athuga. Flutn-
ingsmaðurinn þegir um það, að þá er
! bankinn var rannsakaður hér, voru
! sendir menn til þess að rannsaka út-