Ísafold - 23.09.1911, Qupperneq 1

Ísafold - 23.09.1911, Qupperneq 1
Kenmi út tvisvar 1 vikn. Verfi árg. (80 arkir minst) l kr. orlendio B kr, eBa 1 */» dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). _________ ISAFOLD Uppsðgn (skrifleg') bnndin við úramót, ei ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. ng aaxpandi sknldlans, vib blabib Af'jreiBsla: Anstnrstrseti 8. XXXVHI. árg. Reykjavík 23. sept. 1911. 58. tölublað I. O. O. P. 921189 Bókasafn Alþ. lestrarfél. Pósthússtr. 14 5—8. Forngripasafn opiö hvern yirkan dag 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og 51/*—7. K. F. D. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 Ard. til 10 söd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* síhdegis. Landakotskirkja. öuösþj. 91/* og 8 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 V*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 */a, öVi-ö1/*. Bankastj. yib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnaóarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafniö á þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn opinn virka daga 8 árd. — 9 siðd. helga daga 8—11 og 4—6, Lækning ók. i lœknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opib 1 */*—2»/a á sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 2. og 4. fimtud. i hv. mánuöi. 2—8. Stjórnarráösskrifstofurnar opnai 10-4 daglega. Sýning gripa Jóns Sigurössonar i Safnahúsiuu opin kl. 12—2 hvern dag. Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 8.md. 11—1 Vifilsstaöahæliö. Heimsóknartimi 12—1. Taxaftóagufubát. tngótfur fer til Borgarness 23. 27. sept. Garðs 30. sept. Gjalddagi ísafoldar var 15. júlí. Barnaskapurinn frá Arnarholti. »Uppkast« þeirra Heimastjórnar- manna er að verða þeim að vandræða- barni. Nii vill þingflokkur þeirra sem fæst um það tala. Hann lofar öllu fögru, ætlar ekki að demba því á þjóðina, nema með mestu varhygð o. s. frv. Einn höfðinginn, sem var allra-æstastur með því fyrir þrem ár- um, telur nú það sem graut, sem þjóðin hafi hrækt í og ekki komi til mála, að hún fari að gæða sér á því góðgæti- hér á eftir. Skiljanlegt, að svona sé hentugra að tala á undan kosningunum. En til eru barnalegar sálir, sem láta sér ekki skiljast þetta. Kænska þess- ara Heimastjórnar-höfðingja er meira dýpi en svo, að þær fái stikað það. Þeim finst, að úr því að þær elski Uppkastið, þá megi þær seqja það. Og ekki ættu Sjálfstæðismenn að kvarta undan þeirri einlægni. »Glögt er það enn, hvað þeir vilja«, segir skáldið. Heimastjórnarmenn vilja Uppkastið. Þeir vilja að það sé eng- um tvímælum undirorpið, að við sé- um partur af »det samlede danske Rige* eins og þar stendur. Ekki er það nein mótgjörð við oss, að til séu Heimastjórnarmenn, sem segja það nú sem glöggvast. Annað mál er það, hve mikil þægð flokki þeirra er í þeim glöggleika. Ein þessara barnslegu sálna er í sýslumanninum í Arnarholti. Hann er sennilega ekki i raun og veru æst- ari Uppkastsmaður en aðrir innlimun- armenn. En hann er svo hreinskil- inn, að hann sýnir það þjóðinni á 64 prentuðum blaðsíðum, að þegar hann fer að hugsa um 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar, þá verða allar hans hugsanir um Uppkastið — Uppkastið — og ekkert annað en Uppkastið 1 Þessar hugsanir sínar kallar hann Afmælishugleiðingar. En þó að hreinskilnina beri að virða á betra veg, þá er ekki því að leyna, að hugleiðingar hans eru jafn- barnalegar og hreinskilnin — furðu- vitlausar með öðrum orðum — og orðbragðið sumstaðar ekki sem gæti- legast né prúðmannlegast. Alt er hjá honum á þeirri staðhæf- ing reist, að með Uppkastinu hefði stefna Jóns Sigurðssonar unnið algerð- an sigur — ef íslendingar hefðu þegið það. Svo virðist, sem höf. hefði átt að geta búist við þvi, að þessi grund- vallarstaðhæfing hans væri ekki af öll- um lesendum talinn sjálfsagður sann- leikur — að einhvern kynni að furða á því, að Jón Sigurðsson hefði aldrei neitt viljað annað en Uppkastið — svo að hentugra hefði verið að reyna að sanna þetta. En fyrir því hefir hann ekki með einu orði. Hann lætur sér nægja að fullyrða þetta — og svo að skamma menn fyrir, að þeir hafi ekki viljað Uppkast- ið, þar sem Jón Sigurðsson hafi vilj- að það. Aðrir menn hafa sannað það, að stefna Jóns Sigurðssonar var svo fjar- læg stefnunni í Uppkastinu, sem austr- ið er vestriau. Nú síðast hefir land- ritari gert það í Skírni i sumar. Sýslu- maðurinn i Arnarholti ætti einhvern- tíma að lesa þá ritgjörð, þegar hann hefir frið til þess fyrir Uppkasts-hug- leiðingum. Ef hann getur einhverntíma á heil- um sér tekið fyrir gremjunni út af því, að við skyldum ekki játa okkur part af »det samlede danske Rige«, ætti hann að lesa um það, þegar Jón Sigurðsson var að mótmœla þvi, »að ísland væri hluti úrríkinu* (bls. 192). Og þegar ofsann i honum við Sjálf- stæðismenn lægir um stund, ætti hann að hugleiða það, sem landritari bendir á, að Jón Sigurðsson hafi ekki hugsað sér nein önnur mál vor sameiginleg við Danmörk en konung og konungs- erfðir, nema eftir samkomulagi, og að hans fyrirkomulag hafi verið »í raun- inni ekki langt frá persónusambandi«. (Bls. 193). Ekkert þvílíkt hugleiðir sýslumaður- inn, engan sögulegan sannleika; ekkert, sem vit er í. Hann fyllist að- eins heift út af óförum Uppkastsins, hleður óvirðingar og hatursorðum á menn, sem ekkert hafa til saka unnið annað en vera Uppkastinu mótfallnir. Einkum svalar hann geði sínu á nokkrum heldri þingmönnum — auð- vitað á Birni Jónssyni framar öllum öðrum, og ekki sízt á Bjarna Jónssyni frá Vogi fyrir það, að þingið vildi af- stýra því, að viðskiftaráðunautsstarfið yrði fengið í hendur einhverri Dana- sleikjunni, sem gerði sjálfstæðismáli voru ógagn i útlöndum, og sá ekkert ráð til þess að setja undir þann leka annað en það að binda fjárveitinguna við Bjarna Jónsson. Af utanþings- mönnum atyrðir hann mest Einar Hjör- leifsson, og mun það eiga 'að vera kvittun fyrir Galtarholtsfundinn fræga. E. H. talaði þar. Og sýslumaðurinn vann þar hvorki sigur né frægð. En almennir kjósendur fara ekki heldur varhluta af geðsmunum sýslu- manns. Hér er ofurlítið sýnishorn frá bls. 25: »Hverjum skyldi nú þetta vera að þakka? (0: að vér áttum þess kost, að ná takmarki Jóns Sigurðssonar með Uppkastinu). Ætli það sé að þakka sauðsvörtum almúganum ? Var það hann, sem knúði Jón Sigurðsson til að byrja þá ferð, sem nú er að enda? Nei, það var Jón Sigurðsson, sem tók i höndina á sofandi lýð og neyddi hann dottandi og dettandi út af í öðru hvoru spori, til að fara að hugsa um, hvað til síns friðar heyrði og setja sér takmark til að keppa að. Var það almúginn, sem tók upp merkið, þeg- ar það féll úr hönd Jóns Sigurðsson- ar, og bar það fram á leið og hélt öllu í horfinu? Ó, nei, ekki varþað hann, það vorum vér, lærisveinar hans, mentuðu mennirnir, sem skiln- inginn höfðum og vissum hvað Jón Sigurðsson fór. Vér kölluðum það þjóðarvilja, sem vér vorum að fram- kvæma, til þess að gera það meira f munni og til þess að múgurinn geng- ist upp við það; en það var reyndar vor vilji, sem múgurinn fór eftir. — Það væri gaman að sjá, hvað hann er, þessi múgur, án okkar«, o. s. frv. Getið skal þess til skýringarauka, að sýslumaðurinn er hér að gera Sjálf- stæðismönnum upp orðin. En það leynir sér ekki að í þessu efni telur hann sjálfstæðismenn hafa verið furðu skarpvitra. Allur hugsunarferillinn í hugleiðingum hans stefnir að því, að Sjálfstæðismenn hefðu með engu móti getað fengið þjóðina til að hafna Upp- kastinu, ef hún væri ekki svo ótrú- lega lítilsigld og vitlaus. Svo að það er ómótmælanlegt, að með þessum tilfærðu línum kveður hann upp sinn eigin dóm um þjóð- ina. Vér látum ósagt, hve margar mann hæðir sýslumaðuinn i Arnarholti kann að vera hafinn upp yfir þennan »múg« sem hann talar svona um — þó að enginn hafi séð til hans nein furðu- leg afreksverk. En er það samt sem áður ekki barnaskapur að vera að fara upp á svona háan vegg og gala svona gíf- urlega um fyrirlitning sina fyrir kjós- endum þessa lands? Og er það ekki barnaskapur að verða svona reiður við þjóðina — út af því einu, að hún vill verða sjálf- stætt riki, þó að hún sé lítil, og neit- ar að gerast »húsmenskukona hjá maddömu Sörensen*, eins og skáldið komst að orði ? * * * Fl okksvilli ngarnir. Hvers vegna Sjálfstæðismenn hljóta að vinna á móti kosningu þeirra ein- stakra manna á þing, er reynzt hafa flokknum ótrúir, ýmist brugðist hon- um að meira eða minna leyti, eða algert svikið hann í trygðum? Um það ætti ekki að vera spurn- ing. Eða hverir þeir eru? Það er ekki óféleg fyiking. Og fyrst skal frægan telja: Kristján Jónsson. Um afglöp hans þarf ekki að fjölyrða hér. Hann er þegar orðinn þjóðkunnur og meira til fyrir hermdarverk sín, síðan hann lét eigingirnina draga sig út af braut Sjálfstæðismanna. Maður, sem met- ur meira eigin hagsmuni og illa fengna stundartign en dýrmætustu réttindi þjóðar sinnar, — maður, sem í augna- blikshita teflir sjálfstæði þjóðar sinnar í voða, hann er allra manna sízt verð- ur að bera Sjálfstæðismannsheiti. Það væri því ekki einungis hlutað- eigandi kjördæmi, heldur öllu landinu og þjóðinni hneisa, ef hann næði aftur kosningu á þing. Enginn kjós- andi ætti að glepjast á honum, og allra sizt Sjálfstæðismenn. Það er sízt fyrir að synja, að hann tilnefni sjdljan sig í konungkjörinn sess, ef kjördæmið hafnar honum, — sbr. hans eigin ummæli um að gera þá konungkjörna, sem þjóðin vill ekki líta við. En það væri honum ekki meira en makleg virðingl Hannes Þorsteinsson. Stjórnmála- syndir hans eru svo stórar og þess eðlis sumar hverjar, að það liggur við meiðingum og mannskemdum, ef við þeim er hróflað. En þar sem alt er talið til mannkosta á mælikvarða »heimastjórnar«-manna, sem hér er talið til lasta, þá ætti það að jafna sig og persónan sjálf að ganga heil af hólmi. Þjóðóljssalan í hendur »heimastjórn- ar«-manna er eitt drengskaparbragð(l) þessa flokksvillings. Að vísu gerir hann Sjálfstæðismönnum falt blaðið. En hann heldur því i sliku afskaplegu gejpiverði, að engum heilvita manni gat til hugar komið að sæta því boði. Það var auðsætt málamynda-tilboð til Sjálfstæðismanna, þannig stilað, að ekki gat komið til mála, að þeir gengju að því. Það er kunnugt um alt land, að eigandi blaðsins (H. Þ.) hafði gert sérstaklega ítarlegar ráðstafanir til að innheimta það, sem fáanlegt var af útistandandi skuldum þess sumarið áður (1909), svo að blaðið — með skuldum — var miklu verðminna þá en áður. Þó hélt hann því í 17500 kr. — seytjdn púsund og fimm hundruð krónum. Loks færði hann þó verðið niður í 14JOO kr. Og niður úr því var ekki að þoka. Ekki við það kom- andi, að Sjálfstæðismenn fengju eins eyris frekari tilslökun1). En viti menn: Um sama leyti selur hann blaðið í hend- nr andstceðinganna, theimastjórnart- tnanna jyrir 10 pús. kr. — 4500 krónum lægra verð! Svo miklu betri kosti gefur hann þeim! — Með öðr- um orðum: Hann fórnar 4500 krón- um til þess að gera sjálfstæðismáli þjóðarinnar einn hinn versta óleik, sem í hans valdi stóð að vinna I En — þetta er dygð á metaskálum »heima- stjórnarinnar« 11 Þingmálajundargerðin að Ölfusárbrú i október f. á. er enn í fersku minni. Þingmaðurinn (H. Þ.), sem þá taldist enn til Sjálfstæðisflokksins, lét sér sæma að að draga yjir eða nema burtu álykt- un, sem þar var gerð og gekk Sjálf- stæðismönnum í vil (um það hvenær alþingi skyldi koma saman) bókjærð og undirskrijuð aj jundarstjóra og skrij- ara, enda margir tugir kjósenda par sjónar- og heyrnarvottar, og ályktunin sérstaklega dréttuð og staðjest aj hlutað- eigendum síðar, er fundargerðin kom að þessu leyti rangjærð fyrir almenn- ingssjónir og ósannindin höfðu verið símuð Dönum, ráðherra Birni Jóns- syni til óþurftar og til að koma í veg fyrir þingfrestun, sem Sjálfstæðisþing- menn höfðu þó bundið fastmælum. Fréttaburðurinn til konungs við ráð- herraskiftin í vetur mun þó vera eitthvert hið eftirminnilegasta afrek Hannesar Þorsteinssonar — skeytið, sem hann sendi konungi um fylgi ráðherraefnanna. Það hefir verið nefnt jals-skeyti, — var svo nefnt bæði utan þings og innan, þó að ekki hafi það heiti komist í alþingistíðindin. En hvort sem heitið er rétt eða ekki, þá mun þó það tvent óafmáanlegt úr hugum allra kunnugra manna: að í skeytinu séu ekki gefnar vandlega réttar og óvilhallar upplýsingar um afstöðu þingmannanna2 og að þessar upplýsingar (og aðrar samkyns) hafi að meira eða minna leyti valdið því, að ráðherranum tókst að brjóta á oss þingræðið. Og þeir menn, sem vald- ir eru slíkra ódæma misgerða við þjóð sína, þeir eru engra góðra hluta mak- legir — nema ef vera skyldi með- aumkvunar. En hvað skeður? Eftir þessi af- reksverk(l) þingmannsins fær »heima- stjórnar*- -liðið — með ráðherrann i broddi — því til vegar komið, að honum (H. Þ.) er veitt jooo — jimm púsund króna verðlaun aj almannajé (2500 á ári næstu tvö ár fyrir »að semja æfisögur lærðra manna íslenzkra á siðari öldum« I). Að fengnum þessum spikfeita bitl- ingi hefði þingmaðurinn gert það rétt- ast, að draga sig algjört i hlé — set- jast að dúsunni úti í horni og totta hana þar í kyrþey. En þar sem hann lætur þetta ógjört af sjálfsdáðum, en tranar sér enn fram til kosninga að nauðugum miklum þorra kjósendanna, verða þeir að hafa ráð fyrir honum og lofa hon- ‘) Þetta blaö var ná nýlega selt á npp- boði, og varð enginn til aö bjóða i það meira en 50 kr., nema þeir, er neyddir voru til að halda þvi hærra, sökum þess, að þeir áttu hjá blaðinu stórfé. a) I skeytinn telnr flannes fylgismenn Skúla aðeins 19. En Skúli og aðrir Sjálf- stæðismenn telja þá 21. Þeir tveir, sem hér greinir á um, ern Björn Jónsson og Hdlfdan Guðjónsson. — Grat það með nokkrn móti verið rétt að telja þá Krist- jáns megin? um að hvíla sig. Kjördæmið er það vel mannað, að óþarft er að seilast út fyrir takmörk þess eftir slikum lulltrúa. Siguröur SigurBsson. Hann drýgði með fleirum þá höfuðsynd, að koma verk þingræðisbrotinu. Og hvar getur aumari framkomu þingmanns en þeirrar, að allir stjórnmálaflokkar, íversu andstæðir sem eru, telja sig eiga hann jafn-vísan sér til fylgis ? in svo var um Sigurð við ráðherra- skiftin i vetur. Vottföst yfirlýsing rans um fylgi við Skúla, og sams- tonar heit gefið Kristjáni. Hvarflandi og hvimandi til beggja handa, til þess að vera viðbúinn að smeygja höfðinu undir væng hins nýja valdhafa, hver sem hann yrði og hvernig sem hann væri að völdum kominn. Sanninda- merkin eru í þingræðum þeirra Skúla og Kristjáns sjálfra (Alþtíð. 1911 B II 804, 812 og 814). En Árnesingar þurfa ekki að leita þeirra þangað; þeir munu kannast við það, hvernig þingm. leikur skjöldunum þar heima fyrir: merki Sjálfstæðismanna og »heimastjórnar«-manna á víxl, eftir því sem byrvænlegast þykir á þeim og þeim staðnum. Jóhannes Jóhannesson og Stefán Stefánsson sigla að því leyti undir fölsku flaggi, að þeir telja sig og vilja láta telja utan flokka. Þetta er jafn-fjarri um báða, því að naumast ber nokkurt það smáatriði milli flokkanna, að ekki snúist þeir á sveif með »heimastjórnar«liðinu. Þeir létu báðir blekkjast í milli- landanefndinni sællar minningar. Hop- uðu þar af hólmi báðir og innlimuð- ust hinni einkennilegu »Aeiwastjóm«, sem vill hafa aðalforráð vorra helztu mála í höndum Dana. Jóhannes sýnir það í stóru og smáu, að hugur hans og hjarta er þeim meg- in. Og »samábyrgð íslenzkra embætt- ismanna« virðist vera augasteinn hans og átrúnaður. Það kom berlega í ljós í þingræðu hans hinni merkilegu(l) í vetur, um vantraustsyfirlýsinguna á hendur Birni Jónssyni ráðherra; svo var hún full af yfirlæti og embættis- þótta um friðhelgi og lýtaleysi stétt- arbræðra hans i landinu. Og þá er ekki síður eftirminnileg framkoma hans í bankamálinu, þar sem hann skrifar undir hinar herfilegustu blekk- ingar og ósannindavaðal Jóns Ólafs- sonar, án þess að vera búinn að rann- saka sumt, sem hann var að skrifa und- ir (sbr. hans eigin orð »að honum hafi ekki unnist tími til að bera sam- an« samsetning Jóns við gerðabók nefndarinnar — ’Alþ.tíð x 911, þing- skjal 966 bls. 1488). Steján fekk þegar hæfilega viðvörun hjá kjósendum sínum, er þeir höfn- uðu honum við kosningarnar 1908. En í stað þess að taka henni sem góðum dreng sómdi, gerðist hann konungkjörinn þingmaður fyrir tilstilli hins ákveðnasta fjandmanns þess flokks, er áður hafði hann fylgt. Og síðan hefir hann og þeir félagar báðir barist af dæmafáu kappi gegn þeim sömu sjálfstæðiskröfum á hendur Dönum, sem þeir sjálfir í öndverðu starfi milli- landanefndarinnar kváðu sig verða að halda föstum »sem grundvelli undir samningum um stjórnskipulega stöðu íslands í veldi Danakonungs* (Nefnd- arálitið bls. 26). Nokkurra fleiri flokksvillinga þyrfti að minnast hér, Sjálfstæðismönnum til viðvörunar — og reyndar öllum kjósendum landsins. En hér verður að nema staðar að sinni. Geirr. ----- .............. Settur sýslumaður i Suðurmúlasýslu er Sigurjón Mark- ússon cand. juris. Hann fer austur með Botníu 28. þ. m.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.